Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 01.01.1915, Side 3

Lögrétta - 01.01.1915, Side 3
LÖGRJETTA 3 Þjer getiö skiliö þaö, aö jeg vil ekki skilnað. En ef þiS Islendingar vitiö aö þiö getiö fengið hann, þá girnist þiö hann siöur. Mennirnir eru nú einu sinni á þá lund, aö þeir girn- ast minna þaö sem þeir geta fengiö. Þaö býst jeg við aö sje rjett; en allur hávaöi íslendinga kærir sig eigi um skilnaö. Þiö segið þaö — nei, allir íslend- ingar eru eins, þaö er alveg sama hvaö þiö kallið ykkur, heimastjórn- armenn eöa sjálfsæðismenn, takmark ykkar allra er aö gera landið óháö Danmörku — aö skilja fyr eöa síðar; leiðirnar, sem þiö farið, eru aöeins mismunandi eftir hyggindum ykkar; þeir hygnari taka alt sem þeir fá hjá okkur. Stjórnin hjerna er fávís um íslensk mál, hún veit ekkert, mig vill hún hvorki sjá eða heyra, en það liggur mjer í ljettu rúmi, því konung- ur og fleiri lesa þaö, sem jeg skrifa, og breyta nokkuð eftir því. En þaö er sorglegt hvaö þeir vita litiö. Því fræðiö þjer þá ekki? Jeg geri það. En svo var Hannes Hafstein; þaö er sá hættulegasti maöur, sem til er á íslandi fyrir Dan- mörku; hann vefur dönsku ráðherr- unum um fingur sjer og fær þá til að ganga inn á allra handa, sem er gersamlega óhafandi. Til dæmis stjórnarskrána? Já, til dæmis stjórnarskrána; jeg er nokkurn veginn viss um þaö, aö ef hann heföi komið hingað nú, heföi hann fariö meö hana staðfesta. Og hann heföi áreiðanlega fengið fánann. Þetta er engin ástæða hjá Zahle, hann hef- ur beinlínis svikið loforð sitt til ykk- ar, og.satt aö segja getur þessi á- stæða ekki dugað nema við börn. Þaö hefði verið miklu betra að taka ástæð- una, sem jeg gaf þeim upp, aö íslend- ingar vildu farfána, og þetta væri að- eins trappa í stiganum. En fáninn fæst ekki aftur, skaut háttstandandi embættismaður inn í. Eftir bestu heimildum hef jeg ástæðu til að telja þaö áreiðanlegt, aö það mál sje dautt. Jeg get trúaö því, það kemur heim við upplýsingar, er jeg hef fengið annarstaðar að, sagði K.B. En það er leiðinlegt, hvað stjórnin er fáfróö. Þaö hefur hingað til veriö mín ein- asta von, er Danir hafa gert vitleysu, aö íslendingar vildu gera enn þá stærri vitleysu. Fyrst var sam- bandsmálið; það var gott að það fjell, það gladdi mig. Og svo nú aft- ur, er Hafstein fjekk þá til aö sam- þykkja stjórnarskrána, þá fitjið þið upp á þessum blessaða fyrirvara. Hann er ágætur; jeg gæti blessað höfund hans, þvi hann hefur hjálpað mjer framúrskarandi mikiö. Og svo sendið þið hingað þennan nýja ráð- herra, Sig. Eggerz. Þetta er ágætis- maður, talar fagurt og hugsar hátt uppi í skýjunum, og fer svo aftur heim meö tóma vasa. Svona á þaö aö vera. Eruö þiö íslendingar ekki á- nægöir núna? Það býst jeg ekki við, ætli viö sam- þykkjum ekki frumvarpið aftur? Ojú, og sendið svo Sig. Eggerz. Svo verður það felt aftur og hr. Sig. Eggerz situr svo aftur „fyrst um sinn“ til alþingis 1917 og svo áfram—svo- leiðis er xslenska þingræðið, er það ekki ágætt! Þaö væri hiö besta fyrir okkur; þá væri það eins og gamanleikur frá upphafi til enda, skaut lögfræðingur nokkur inn í Það getur ekki orðið; það væri brot á öllum þingreglum, skaut ann- ar inn í. Best væri þaö, sagöi sá þriðji. Náttúrlega væri þaö bestt, sagöi prófessorinn, og jeg gæti vel trúaö þvi, aö sá yröi endir þar á. Jeg hef enga trú á því, að stjórnarskráin verði samþykt aftur, og við Danir getum ekki fengið betri ráðherra en hr. Sig. Eggerz. Hannes Hafstein er að vísu ágætis maður, en hann er hættuleg- astur fyrir okkur. Náttúrlega ætti nýr ráðherra að taka þar strax við stjórn samkvæmt þingræðisreglun- um, en vonandi þarf þess ekki, þvi talsvert af stjórnmálaþrefinu þar er valdabarátta, og því mun flokkur ráðherrans vilja að hann haldi á- fram, og------- Það væri skömm fyrir konungs- valdið. Já — aö vísu væri þaö, en kon- ungur getur ef til vill haldið aö hann fái ekki annan, en það sem mest er um vert er, að ráðherrann samþykkir gerð ríkisráðsins þegjandi með því að sitja áfram, það væri þvi best fyr- ir okkur. Það getur ekki orðiö. Jeg steinþagði, er umræöurnar tóku þessa stefnu, og hlustaöi aðeins á. Og svo barst talið að utanför íslenskra þingmanna og fleiru því urn líku. En eftir fundinum að dæma, þá voru allir þar sammála um a ð ríkisráðssetu íslenska ráðherr- ans væri eigi hægt að breyta, en lengra náði ekki samkomulagið, sum- ix, t. d. Karsten' Meyer, vildu láta saiuþykkja íslenskan fána, og bæði hann og fleiri töluðu um skilnað í fullri alvöru, sem þá lausn, er væri hin besta og heppilegasta fyrir báð- ar þjóðirnar, þó þeir vitanlega væru þess ekki fýsandi, því, eins og stud. polit. Kidde sagði: „danska konungs- valdið rninkar mikið við það“. En all- :r voru þeir sammála um það, að hið æskilegasta af öllu væri að svæfa stj,- skrána, og beita til þess öllum þeim meðtölum, sem K. B. hafði bent á a fundinum. En hvernig er það — verður mál- ið svæft að óskum Knud Berlins? Pjetur Zophoniasson. Hann andaðist á heimili sínu hjer i bænum 26. des., á 62. aldursári, f. 26 apríl 1853, sonur Símonar Björns- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem eitt sinn bjuggu í Gröf í Mosfells- sveit, en síðar i Laugardælum. Gull- smíði lærði Björn hjer í Reykjavík, en síðan úrsmíði í Khöfn og stundaði svo hvorttveggja jafnhliða, fyrst hjer í bænum, síðan um hríð á Akureyri og Sauðárkróki, en fluttist þaðaix aft- ur hingað til bæjarins árið 1910. Hef- ur hann jafnframt smíðunum rekið hjer bakaraiðn. Hann kvæntist 1891 Kristínu Björnsdóttur, ekkju Árna Björnssonar fyrrum skrifara hjá Ó. Finsen póstmeistara hjer í Rvik, og lifir hún mann sinn. Synir þeirra eru þeir Árni Björn, er lært hefur gull- smíði af föður sínum, og Björn- sjerne, bakari. Dóttur mistu þau unga. Stjúpsonur Björns heitins er Haraldur Árnason verslunarstjóri. Frjettir. Innlendar. Ráðherra kom heim á annan i jól- um, með „Pollux“ frá Noregi. Fór hann til Kristjaníu frá Khöfn og það- an með járnbrautinni vestur til Ber- gen. Hann var nótt á brautarstöðinni uppi á háfjallinu, og var þar þá 21 st. frost. Guðsþjónustu Templara í dóm- kirkjunni á nýjársnótt verður hagað þannig: Fyrst er sunginn sálmurinn nr. 476: „Nú árið er liðið í aldanna skaut“. Þvi næst lesin stutt lexía úr ritningunni frá altarinu. Að þvi loknu sunginn sálmurinn: „Hærra minn guð til þín“. Þá er hljóð bæn síðustu minútur ársins. Þegar kirkjuklukkan hefur slegið 12, er nýja árinu heilsað með þvi að syngja lofsöng eftir Guðm. Guð- mundsson. Þá stígur Haraldur próf. Níelsson i stólinn og flytur bæn og ræðu. Loks er sunginn lofsöngurinn: „Ó, guð vors lands“. Guðsþjónustan byrjar kl. 11,40. en kirkjan vei'ður opnuð kl. 11,30. Við kirkjudyrnar verða söngvarnir seldir. Templarahátíð á nýjársdag. Templarar minnast þess á nýjársdag, að bannlögin ganga þá að fullu í gildi. Verður þá leikið á horn á Austur- velli, en kl. 2 flytur Guðm. Björnsson landlæknir ræðu af svölum Alþingis- hússins. Veitsla í Bárðardal. Hjer í blaðinu var 21. okt. í haust getið um veru Þórðar bónda Flóventssonar í Svart- árkoti í Bárðardal til lækninga hjer syðra urn tíma síðastl. sumar, og fór hann heim hjeðan albata. Skrifað er að norðan, að rjett eftir heimkomuna fjeklc hann eitt kvöldið heimsókn af sveitungum sinum, bændum og kon- um þeiri-a, um 30 alls, og fluttu þau með sjer veitsluföng, kröfðust ráða yfir húsum þar um kvöldið og sett- ust að veitslu með heimilisfólkinu til þess að bjóða Þórð bónda velkominn heim aftur í sveitina. Var þar gleð- skapur mikill með veitingum fram á nótt. — Þetta er ameríkskur siður, eins og sjá má af ísl. blöðunum vestra, en mun ekki hafa verið tekinn upp hjer á landi fyr en þarna. Ráðherra á Austfjörðum. Maður, sem varð ráðherra samferða hingað frá Eskifirði, kvaðst hafa orðið hissa, er hann sá hjer i sumum blöð- unum miklar frásagnir um fagnaðar- læti þar fyrir austan, er ráðherrann hafði stigið þar á bryggjurnar af skipi. Á Eskifirði hefðu verið við móttökuna 3 eða 4 menn, þar á meðal bróðir hans. Á Eskifjarðarfundinum, sem frá hefur verið sagt í sömu blöð- um, að samþykt hafi þakkaryfirlýs- ingu til ráðherra, kvaðst maðurinn hafa verið, og gerði lítið úr honum. Menn sýslumanns höfðu gengist fyrir fundarhaldinu og á fundinum hafði verið eitthvað á þriðja hundrað manns, en einir 32 greiddu atkvæði með þakkaryfirlýsingunni og 12 á móti. Svo endaði fundurinn x óróa. Þeir Sigurður Hjörleifsson læknir og sjera G. Ásbjarnarson höfðu á fund- inum mælt á móti yfirlýsingunni. Símskeyti frá Central News í London. 22. des: París: Bandamenn hafa tekið skotgryfjur Þjóðverja í Ar- gonne á 1500 metra svæði. Einnig hefur þeim miðað áfram við Var- ennes. Petrograd: Öllum árásum Þjóðverja hrundið. Austurrikismenn hafa beðið ósigur í Galiziu, og fjellu af þeim 1500 manns. 25. des.: Paris : Bandamönnum hef- ur gengið vel á ýmsurn stöðum, sjer- staklega i Argonne. Petrograd: Það hefur verið skýrt frá því, að Rúss- ar hafi unnið á alstaðar á vxglínunni. Auðsær árangur við árnar Neda og Dunaetz. 26. des.: Á fimtudaginn var kastað tundurkúlu frá þýskri svifvjel á Do- ver. Önnur þýsk svifvjel sveif yfir Sheerness í gær. Tundurkúlurnar gerðu ekkert tjón. Báðir flugmenn- irnir voru eltir, en komust undan. París: Bandamenn hafa enn unnið á á mörgum stöðum á allri víglínunni. Petrograd: Liði Þjóðverja við ána Bzura hefur verið gertvístrað. Ann- axstaðar heldur orustan áfram og hef- ur engin breyting orðið á aðstöðunni. 28. des.: Árásir Þjóðverja á vest- urherstöðvunum hafa orðið árangurs- lausar. Tilkynt er að Frakkar hafi unnið mikilsverðan sigur nálægt Lois- sons. Austurrikismenn hafa farið íujög halloka í Karpatafjöllum, og hafa verið teknir höndum af þeim yfir 10,000 manna. París: Bandamennirnir hafa unnið á í námunda við Lambaertzyde og Lens. Petrograd: Nú hefur öllu liði Þjóðverja á vinstri bakka Nida ver- ið stökt á burtu þaðan. Þjóðverjar hörfa ennfremur á suðurvígstöðvun- um og er fylkingaskipun þeirra ó- regluleg. 30. des.: Bandaríki Norður-Ame- ríku hafa með hógværum orðum fundið að skaða þeim við Breta, er amerískt viðskiftalíf hefur beðið af því, er bretski flotinn hefur rann- sakað og tafið amerísk skip. París: Bandamenn hafa tekið þorpið St. Ge- orges norður af Newport. Ennffem- ur hefur þeim veitt betur í Argonne. Hafa hafið umsát um Steinbach í Al- sce. Petrograd: Þjóðverjar hafa ver- ið hraktir við ána Bzura. Leidarvisir um húsagerð í sveitum. (Kortfattet vejledning i bygningsvæsen paa landet. Av G. Tandberg og Ivar Næss. Kristania. Forlagt av H. Aschehoug & Co. (W. Nygaard). 1914..) Húsagerð Islendinga kostar þá árlega stórfje, ef til vill meira, ef miðað er við efnahaginn, en nokkra aðra þjóð. Flest hús á íslandi standa svo stutt,, að hver kynslóð þarf að byggja upp, og sum- ir bændur, einkum á Suðurlandi, tvisvar eða þrisvar. Þessi sífeldi kostn. við bæjarhúsin fær mörgum bónda á knje kornið í efnalegu tilliti. Sem betur fer, er víða vaknaður áhugi á þvi að bæta úr þessum vand- íæðum, og hið opinbera styður að því. Ýmsir hafa unnið þarft verk í þá átt; má sjerstaklega nefna verk- fræðingana Sigurð heitinn Pjetursson og Jón Þorláksson, prófessor Guðm. Hannesson og húsagerðarmeistara Rögnvald Ólafsson. Il6 113 fengjuð að dvelja hjá honum; hann vildi ganga yður í föðurstað, þar eð þjer ætt- uð engan föður. Margt annað töluðti þeir saman, er brytinn fjekk engan botn í, en alt var það í sömu stefnu. Kafteinninn sagði, að það væri að vísu satt, að þjer hefðuð mist föður yðar, en að hann áliti yður eins og sinn eigin son og gæti alls ekki skilið við yður? þjer væruð efni í ágætan offísera og væri því rangt af yður að yfirgefa þjónustuna; það væri ekki til þess hugsandi. Gamli maðurinn þæfði á móti og reyndi að vinna kafteininn, en það kom fyrir ekki. Kafteinninn kvaðst aldrei slá hendi af yður fyr en þjer væruð orðnir póstkafteinn á fögru herskipi og þá væruð þjer yðar eigin herra og mættuð gera hvað yður lysti.“ — „Það gleður mig í sannleika að heyra þetta, Bob; jeg full- vissa yður um það.“ — „Já, það eru góð tíðindi, en jeg vona svo góðs til yðar, herra Keene, að þjer hagið yður gegn kafteinin- um eins og þjer hefðuð aldrei heyrt þetta, þar sem þjer þekkið hann, eins og þjer ger- ið.“ — „Þjer getið verið vissir um það, Kross! Og þó kafteinninn hefði gefið sant- þykki sitt til þess, að jeg yfirgæfi þjón- ustuna, hefði jeg aldrei gert það. Jeg er Englendingur og hirði eigi um að vera skjólstæðingur Hollendinga." — „Þetta lík- ar mjer; það er eins og jeg bjóst við af yður, en hvernig tírninn liður áfram! Þjer lxafið nú verið nær 3 ár í þjónustunni." — „Innan mánaðar, Bob.“ — „Og þjer eruð orðinn svo langur, að jeg hygg að þeir hafi yður ekki lengur í kafteinsbátnum, og þryggir það mig. Tommý Dott er nú kom- inn í aðra klípuna.“ — „Hvernig þá? Jeg hef ekki heyrt þess getið.“ — „Það er ekki von, því að það er ekki fyrir meira en hálfum tíma síðan.“ — „Segið mjer frá því.“ — „Herra Kúlpepper hafði sofnað fram á púðurklefaborðið undir lúkunni, sem er ávalt opin, eins og þjer vitið; höf- uðið á honurn hafði hallast aftur á bak og munnurinn á honum gapti. Það var enginn niðri af offíserunum, nema hann, en er Tommý sá hann, bað hann Tímótheus Jen- kins að gefa sjer tóbakstuggu. Jenkins tók hana út úr sjer heita og rjúkandi og rjetti að Tommý, en Tommý miðaði næsta nákvæmlega og skaut tuggunni í opinn munninn á Kúlpepper. Kúlpepper var því nær kafnaður, en eft- ir ógurlegt hóstakast kom tuggan upp úr honum aftur, en hann varð veikur eins og seppi og varð að hlaupa inn til sín eftir vatni. En er hann kom út aftur, spurði hann vörðinn, hver þetta hefði gert, sem þá var ólundarseggurinn hann Marteinn, og í stað þess að látast ekkert vita um það, sagði hann blátt áfram, að það hefði verið hann Tommý. Kúlpepper klagaði Tommý og sleppur hann eflaust ekki þessu sinni.“ — „Hann kann ekkert að þvi að hrekkja," svaraði jeg; „það kemst jafnan upp um hann og hann lendir i skömm. Það er aðalatriðið að láta ekki komast upp um sig, því að þá er fyrst gaman að brellunum.“ — „Já, ekki verður þvi neit- að, að þjer kunnið eitthvað af því, herra Keene, en það er kominn tími til að þjer leggið þess konar niður. Þjer hljótið að vera 17 vetra.“ — „Það munar ekki miklu, Bob.“ — >Jeg má þá ekki gleyma að kalla yður herra Keene hjer eftir.“ — „Þjer megið kalla mig hvað þjer viljið, Bob; þjer hafið altaf verið góður vinur minn.“ — „Það er gott að heyra, en einasta von mín er sú, að kaft. Delmar geri yður að póstkafteini, eins og hann lætur, og að þjer fáið fallegt skip; þá ætla jeg að verða stýrimaður yðar, en þessa er langt að bíða, og þá höldum við ekki lengur fund við uppgönguna." — „Nei, en við geturn þá gert það í káetunni, Kross!“ „Stórt segl á stjórnborða!“ hrópaði gæg- irinn fram í. „Stórt segl á stjórnborða,“ endurtók varðoffíserinn. Jeg hljóp eftir kíkinum mínum, er lá Port Royal, en síðar var oss boðið að sigla til stranda Suður-Ameríku; þar vorum vjer því nær sex mánuði, og bar ekkert til tíð- inda fyrir oss, er i sögu sje færandi, nema það, að vjer tókum 3 skip hertaki; en er vjer vorum á leið aftur til Jamaica, hittum vjer skonnortu, er sagði oss þau tíðindi, alS 4 ensk herskip hefðu tekið eyjuna Cúra- cóa hertaki. En þar eð vjer vorurn skamt frá eyjunni og vatnslitlir, rjeð kafteinn Delmar það af að koma við á henni og dvelja þar 2 eða 3 daga. Lesarinn man að likindum eftir því, að gamli Hollendingurinn, er jeg frelsaði á víkingaskipinu, kvaðst heita Vanderwelt og eiga heima á Cúra;cóa. Kvöldið eftir lögðumst vjer á höfninni og var það öll- um óskiljanlegt, að jafn rammger staður skyldi vera sigraður af svo litlum liðsafla. Herstjórnin, er hafði mörgu í lag að koma, beiddi kafteininn, eða rjettara sagt bauð honum að vera þar 10—14 daga sjer til aðstoðar. Þrem dögum eftir komu vora hingað bað jeg um leyfi til að fara í land, þar eð mig langaði til að finna gamla Hol- lendinginn. Jeg hafði oft komið í land, en aldrei getað gert neinar fyrirspurnir, þar eð jeg mátti ekki yfirgefa bát kafteinsins. Þetta kvöld fór jeg i land og skundaði upp eftir götu bæjarins, en engan fann jeg, er kynni ensku. Að siðustu, er jeg spurði að húsi Vanderwelts, var mjer bent á það og gekk jeg þegar að dyrurn. Það var stórt hús með svölum alt i kring og málað fagurgrænt og hvítt á mis. Nokkr- ir þrælar sátu við innganginn. Jeg spurði eftir herra Vanderwelt. Þeir störðu á mig og gátu ekki skilið í því, hvað jeg mundi vilja honum; samt voru þeir kurt- eisir, því að jeg var i offíserabúningi, og einn þeirra benti mjer, að jeg skyldi fylgja honum; hann fylgdi rnjer til gamla mannsins, er sat í hægindastóli og var að reykja pípu sína, en tvær ambáttir kældu honum með veifum og voru þær um 12 ára gamlar. Hann hafði ávarpað mig á ensku á vík- ingaskipinu; þess vegna gekk jeg þegar til hans og mælti: „Hvernig liður yður, herra?“ — „Mjög vel,“ svaraði hann, og tók pípuna út úr munninum. „Hvert er erindi yðar? Komið þjer frá enska her- stjóranum? hvað þóknast honum?.“( — „Nei, jeg kem ekki frá honum, heldur til þess að sjá yður,“ „Á,ekki öðruvisi,“ sagði gamli maðurinn, stakk upp í sig pípunni og fór að reykja. — „Þekkið þjer mig ekki, herra minn?““ — „Nei, herra minn,“ svaraði hann; „jeg hef ekki þá æru; jeg hef aldrei á æfi minni sjeð yður fyr og þekki yður ekki.“ Það fór heldur en ekki að renna í skap mitt, er jeg fjekk þessa köldu móttöku. „Jeg óska yður þá góðan daginn, herra minn,“ svaraði jeg og snerist á hæli, en er jeg skundaði bálreiður burtu, mætti litla stúlkan mjer, dóttir hans. Hún starði mjög á mig, en jeg þusti fram hjá henni með fyrirlitningu; hún elti mig óttaslegin, horfði framan í mig, náði naumast andan- um og greip um handlegginn á mjer. Jeg snerist að henni, er hún þannig stöðvaði mig og ætlaði að hrista hana af mjer með litilli kurteisi, en alt i einu hljóðaði hún upp yfir sig, spratt upp á vetfangi og hjelt báðum höndunum utan um hálsinn á rnjer. Hún hrópaði: „Faðir, faðir!“ er jeg reyndi að slíta hana af mjer. Gamli maðurinn kom þegar út, er hann lieyrði kallið. „Stöðvaðu hann, faðir! Láttu hann ekki fara,“ æpti hún á hollensku; „það er hann, það er hann!“ — „Hver þá, barnið mitt,“ mælti faðir hennar. — „Vikinga- drengurinn,“ svaraði litla stúlkan og kom. að henni ákafux grátur. — „Guð hjálpi mjer! Það getur ekki verið haun; hann var svartur, barnið mitt, en eigi að síður

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.