Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.01.1915, Blaðsíða 3

Lögrétta - 06.01.1915, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 7 Áskonin. ViS undirrituS skorum hjermeö á alla landsmenn, konur sem karla, í samúSarskyni, aS gefa eitthvaS til líknar bágstöddum Belgum. Tillögum —stórum og smáum—er veitt móttaka af ritstjórum blaðanna og í bönk- unurn í framkvæmdarnefnd: Jes Zimsen, Matthías Þórdarson, form. kaupm.fjelags Reykjavíkur. form. Stúdentafjelagsitis. Vilh. Finsen, ritstj. Morgunblaösins. K. Zimsen, form. Iönaöarm.fjel. Þórunn Jónassen, form. Thorvaldsensfjel. Kristín Jakobson, fm. Hringsins. Katrín Magnússon, fm. H. ísl. kvenfjel. Bríet BjarnhjeÓinsdóttir, fm. Kvenrjettindaf. Ársæll Árnas., fm. U.M.F.R. Anna Thoroddsen, fm. K.F.U.K. Bjarni Jónsson prestur, form. K.F.U.M. Jón Sívertsen, fm. versl.m.fjel. Rvíkur. H. Hafliðason, form. Fiskifjel. ísl. H. Hafliðason, fm. Skipstjórafjel. Aldan. Indriði Einarsson, fm. G.-T.-regl. Árni Jónsson, fm. Verkm.fjel Dagsbrún. Guðm. Helgason, búnaöarfjel.fm. hann einatt gekk á áfengsbrautinni út fyrir hin hóflegu takmörk. Um þaö leyti, sem hann tók viö föstu æfi- starfi og gerðist hjer heimilisfaðir, byrjaði Good-Templarreglan sitt göf- uga líknarstarf x þessum bæ. Ekki liygg jeg það rjett sagt, að Halldór væri nokkurn tíma í óvinaflokki regl- unnar nje reyndi beinlínis að vinna henni tjón; hann var meiri gáfu- og mannúðarmaður en svo, að hann sæi ekki þegar, hvílikt nauð- synja- og kærleiksstarf reglan var að vinna. En hitt hygg jeg satt, að fáa sjer óþarfari andstæðinga hafði Tem- plarareglan átt hjer á sínum fyrstu árum, heldur en hann, vegna hinna viðtæku áhrifa, sem hann með dæmi sínu hafði á hugsunarhátt ungra manna hjer í bænum. En sjálfur var hann, eins og títt var í þá daga og lengi síðan, þeirrar skoðunar, að hlut- verk reglunnar væri eingöngu og að- allega það, að bjarga þeim, sem lengst voru leiddir á áfengisbraut- inni. Og hefði einhver á þeim árum sagt Halldóri Jónssyni, að hann ætti eftir að verða einn af mestu og bestu styrktarmönnum Good-Templarregl- unnar hjer á landi, þá hygg jeg, að hann hefði tekið þeim spádómi eitt- hvað líkt því, eins og jeg ímynda mjer að unglingurinn Sál hefði gert, ef einhver, þar sem hann var við- staddur líflát Stefáns pislarvotts, hefði hvíslað því í eyra honum, að fyrir honum lægi, að verða einn sterkasti máttarstólpinn í kirkju Jesú Krists hjer á jörðunni. En tímarnir líða. Drottinn vildi fá góðu og nyt- sömu kærleiksverki til vegar komið hjer á meðal vor, þess vegna þurfti hann á að halda ötulum og ósjerhlífn- um starfsmönnum. Og hann kallaði Halldór Jónsson meðal annara slikra til starfans. Menn spurðu, hvað knúði hann til að gerast þannig alt í einu fylgismaður þess málefnis, er hann áður hafði verið svo andvígur, og sjálfur mun hann hafa svarað, að hann gerði það vegna drengjanna sinna, vildi ekki með dæmi sinu verða þess valdandi, að þeir lentu, eins og h a n n út á hina hálu og hættulegu áfengisbraut. En hver lagði Konurn þá hugsun í brjóst nema sá andi guðs, er vekur sjerhverja góða hugsun og göfuga tilfinningu í mannshjartanu. En eins og vænta mátti af slíkum starfs- og áhugamanni, sem Halldór heitinn var, þá barðist hann þegar frá byrjun i fylkingarbrjósti þeirrar her- deildar, er sagt hafði áfengisbölinu stríð á hendur. Hörð var baráttan og seinunninn sigurinn, en guð g a f þó sigur að lokum, hann gefur hverju góðu máli sigur. Við nýliðin áramót bar íslenska þjóðin gæfu til að hrista af sjer ok áfengisbölvunarinnar, losna við eina af hinum stærstu þjóðar- syndum. Og það er mjer gleði, að hafa til þess sjerstakt umboð hinna ráðandi manna Good-Temlarregl- unnar hjer á landi, að flytja Halldóri Jónssyni hjer við líkkistu hans, op- inberar þakkir reglunnar og samherja hans í áfengisbaráttunni, fyrir þann mikla og ágæta þátt, er hann átti í þessu nytsama kærleiksverki og hin- um unna sigri. Og trú mín er það, að þegar fyrnt er yfir önnur störf Halldórs Jónssonar, þá verði þ e 11 a það af störfum hans, er lengst heldur nafni hans á lofti meðal þjóðarinnar. En eins og H. J. var hinn ótrauð- asti starfsmaður að hverju verki, sem hann gekk, svo var hann og einnig hinn ágætasti heimilisfaðir. Hann liföi hinu ástríkasta hjóna- bandi í sambúð góðrar og elskulegr- ar konu og mannvænlegra barna. Jeg veit ekki hvort öðrum hefur fundist eins og mjer, en á ekkert heimili minnist jeg að hafa komið, þar sem kærleiksylinn lagði eins notalega á móti manni, eins og á heimili Hall- dórs Jónssonar. Alúðin og ljúfmensk- an var þar jöfn hjá öllum, hjónum og börnum. Margir virðast ætla, að hin annálaða islenska gestrisni sje einkum fólgin í iburðarmiklum veit- 'ngum í mat og drykk. En þeir, sem þetta kynnu að álíta, hefðu átt að koma á heimili Halld. Jónssonar, og jeg trúi ekki öðru, en að þeir hefðu sannfærst um það, að hin s a n n a gestrisni er i öðru fremur fólgin en þessu. - Og þeir v o r u margir, sem komu á heimili hans og dvöldu þar einatt langdvölum, því vinirnirogætt- ingjarmr úr átthögunum voru marg- ir og all>r nutu þeir hinnar sömu ein- lægni og ljúfmensku. Og eins og jeg veit, að Halldórs Jónssonar verður nxikið og víða saknað, þá verður það ekki síst nje minst sem heimilisföð- ur og gestgjafa. Og margar hlýjar þakklætishugsanir og heitar blessun- aróskir verða sendar hinu jarðneska heimili hans nú, við lát hans, frá þeim hinum mörgu, er 'þar hafa á liðnum árum átt alúðarviðtökum að fagna. Og um leið og jeg flyt mitt innilegasta þakklæti fyrir alla þá ást- úð og vinsemd, er mjer og mínum hefur á liðinni tíð verð auðsýnd á heimili hins látna vinar míns, þá get jeg ekki látið það ósagt, að fyrir m i n n i tilfinningu er dimmra og daprara yfir þessum bæ eftir lát Halldórs Jónssonar, heldur en áður, og á jeg hjer þó nána ættingja og nokkra góða vini. Flestra manna líf hefur tvær hlið- ar, aðra líkamlega, hina andlega, aðra tímanlega, hina eilifa, aðra er snýr að heimslífinu, hina, er snýr að líf- inu í guði. Jeg segi með vilja f 1 e s t r a manna líf, en ekki allra, því þeir menn eru til, sem svo hefur tekist að fjötra sálir sínar í búsorg og áhyggjum lífsins, að þar getur naumast skotið upp nokkurri hugsun, sem nær út fyrir munn og maga, þeir hafa steingert sálir sínar, þeir hafa myrt þær. En Halldór Jónsson var fjarri því, að vera í tölu þessara manna, andi hans var eigi síður sistarfandi en lík- ami hans. Og því ljúfara er mjer að minnast á hina andlegu lilið á lífi þessa vinar míns, sem hún er lær- dómsríkari. Einskis manns líf, þeirra,. er jeg hef kynst, hefur eins og hans verið undirorpið snöggum umskiftum örlaganna, á engum eins og honum hefur drottinn sýnt mjer það, að það er hann, „sem gerir ríkan og fátæk- an, hann, sem upphefur og niður- lægir“, á engum eins og honum sýndi hann mjer það, hvernig „hann agar þá mest, er hann elskar heitast“, hvernig hann stundum eins og þving- ar mannssálina til hlýðni við sig. Jeg gat þess áðan, að hinn fram- liðni hefði í æsku notið góðs uppeld- is trúaðrar móður, og trúarfrækorn- in, sem sáð var í hjarta hans í æsku, þau dóu ekki. En það fór fyrir Hall- dóri Jónssyni eins og einatt vill fara fyrir æskumönnum, þegar þeir úr góðum foreldrahúsum komast út í soll og gjálifi heimsins, það fer þá eins og sálmaskáldið segir: „Vjer týnum oft Jesú í heimi hjer, í hávaða lífs og glaumi.“ Drottinn gerir ríkan, hann upphef- ur, það sannaði hann berlega á Hall- dóri Jónssyni. Úr fátækt og umkomu- leysi veitti hann honum góða stöðu, allgóð efni, hið ánægjulegasta heim- ili, traust og yfrðingu meðborgar- anna og í stuttu máli flest þau gæði, er oss þykir mest um vert hjer í tim- anum. En Jesú var týndur sem lif- andi kraftur í sálu hans og þeir vita það, sem reynt hafa, að gnótt tím- anlegra gæða, ásamt góðri heilsu og starfsþreki, eru manninum sjaldnast hvöt til þess að leita hins „týnda Jesú“. En þó að vjer týnum Jesú, þá týnir hann eigi oss, því hann kvað sig til þess í heiminn kominn „að leita hins týnda og frelsa það.“ Drottinn slepti ekki hendi sinni af hinum fram- liðna; hann hafði ætlað honum eitt verkið enn þá í víngarðinum. En til þess að þvinga hann að þessu starfi, þ v í að vinna að guðsríkis bygging- unni i sinu eigin og annara hjörtum, þá varð drottinn að grípa til þess ráðsins, „að niðurlægja hann“, beygja hann undir sína voldugu hönd, fá hann til að varpa frá sjer öllu sjálfs- rjettlæti, svifta hann miklu af hinum tímanlegu gæðunum. Hörð var hirt- ingin og þungur krossinn, er drott- inn lagði á hann, og margur hefur bognað undir ljettari byrði. En hjer sýndi drottinn sína dásamlegu náð, er hann mitt í hinum þyngsta kross- burði ljet ljós sinna sannleiksorða upplýsa sálu hans, svo að hann með trúarhöndinn gat nú aftur gripið hina sterku náðarhönd þess Jesú, er áður var týndur, „í hávaða lífs og glaumi“. C'g þá fann hjartað frið, þennan frið, sem yfirgengur allan skilning og hjálpar manninum til að bera hverja þá byrði, er á hann er lögð, með full- kominni og auðmjúkri undirgefni undir gugs vilja. Jeg man það, að jeg heyrði það skoðað sem vott um algjöra fyrir- litningu hins látna á heimsins dómi, ef ekki beina ósvífni, hve vel og karlmannlega hann bar mótlætið, hve lítil breyting varð á ytri framkomu hans, frá því sem áður var. En þeim var sennilega vorkunn, sem þannig dæmdu, þ e i r þektu ekki af eiginni raun þann kraft, „sem er máttugur í veikleikanum“, þeir könnuðust ekki við þann „guðsfrið", er fyllir hjarta hins trúaða guðsbarns, er öðlast hefur þá náð, að mega halla sjer upp að hjarta frelsarans og leggja alla lífsbyrðina sína á hans herðar. En þetta hafði hinn framliðni reynt. Og þegar svo mennirnir höfðu dæmt hann óhæfan til tímanlegu starfanna, þá tók drottinn hann i sína þjónustu, til framkvæmda andlegum störfum. Með sama starfsþrekinu og starfsviljanum sem að undanförnu, sökti Halldór Jónsson sjer niður í lestur hinna helgu rita og var síðan i ræðu og riti sístarfandi í verki drott- ins, alt þangað til heilsan var svo gerbiluð orðin, að öll starfsemi var ómöguleg nema bænin ein. Og svo gat hann þá loksins sagt með postulanum: „mjer er það fyrir minstu að vera dæmdur af yður, eða af mannlegu dómþingi, drottinn er sá, sem dæmir mig“. Og honum hlotn- aðist sú guðs náð, að „drottinn dæmdi hann“ hjer í tímanum, svo að hann fór „frá dauðanum til lífsins“. Mædd- ur og slitinn fyrir örlög fram hefur hann nú hallað þreyttu höfði sínu að föðurhjarta guðs og hlotið þar þá kveðjuna, sem öllum er unaðs- legri: „Þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir meira vil jeg setja þig, gakk inn í fögnuð herra þins.“ En vjer stöndum eftir um stund, vinir mínir, með byrðarnar okkar og sorgirnar, misþungar og misstórar. en jafnframt sjálfir misþrekmiklir að bera. Á þjer, kæra syrgjandi ekkja hins framliðna, hefur hönd drottins uú um stund legið þungt. Að vorum dómi mannanna, virðast þær ekki ljettbærar byrðarnar, sem á þjer hvíla. Kross langvinnrar vanheilsu, kross óvildarkendra árása á þinn kær- asta ástvin, og nú síðast kross sorg- ar og saknaðar hefur drottinn á þig lagt. Lítið mundi mannleg hjálp og mannleg orð megna að ljetta undir svo þunga byrði, en einnig hjer kem- ur sá til, sem e i n n getur gefið kraft- inn til að bera byrðarnar. „Þú veist á hvern þú trúir“ og þú finnur hversu inndæl það er, að eiga h a n n að vin og bróður, sem forðum huggaði hina grátandi ekkju og síðan jafnan hefur huggað hverja þá grátandi ekkju, sjerhvert það sorgmætt hjarta, er til hans hefur flúið í trausti til hans endurlausnarkærleika. Guðs kraftur styrki þig, hann gefi þjer að þreyja í trú og von hinar ólifuðu æfistund- irnar, þangað til hin fullkomna dýrð- in drottins einnig ljómar þjer og þú færð aftur að sjá og sameinast ást- vininum burtsofnaða í eilífum friði og gleði. Guðs huggunarandi fylli einnig hjörtu yðar, þjer syrgjandi börn, syst- ir og aðrir ástvinir hins framliðna. G e y m i ð, kæru börn, mynning yðar góða föður í kærleiksfullum hjörtum, h e i ð r i ð hans minningu, með því að ganga einnig framvegis á guðs- óttans og dygðanna vegi, ljettið hinni mæddu móður ykkar sorgar- byrðina eftir megni og haldið yður fast við drottinn Jesúm i trúnni. Hans náð og friður fylli hjörtu allra yðar, er hjer syrgið, hans blessun hvíli yfir yður að eilífu. Og svo viljum vjer þakka það starf, sem hinum framliðna veittist náð til að vinna á meðal vor. Innan lítillar stundar faðmar móðurskaut jarðarinnar að sjer jarðneskar leifar hans, sem eins af sínum trúu og góðu sonum, þakkandi honum það starf, er hann vann henni til sæmdar. Þá veit jeg og, að þetta bæjarfjelag má þakka margra ára trúa þjónustu hins framliðna og ósjerhlífna starf- semi hans í þarfir bæjarins. Einmg veit jeg, að allir hinir mörgu vinir hans, nær og fjær, þakka trygð hans og ljúfmensku, góðsemd hans og margvíslega hjálp. Og síðast, en ekki síst, viljum vjer þakka guði fyrir hinn framliðna, fyrir það, að hann g a f oss hann, fyrir þau nytsemdar- störf, er hann leyfði honum að vinna, fyrir það góða eftirdæmi, er hann með lífi hans gaf oss til starfs og stríðs, bæði í tímanlegum og andlegum efn- um, þess starfs og striðs, er fyrir kraft guðs vinnur sigur að lokum. En vjer, vinir minir, vjer eigum með postulanum „að æfa oss i þvi, að hafa jafnan óflekkaða samvisku, bæði fyrir guði og mönnum,“ svo að vjer „sjeum oss elcki neins meðvit- andi,“ þess er oss má verða til sak- fellingar í guðs augum. Keppum í trúnni á drottinn Jesúm, að eignast hið eilífa lífið, biðjum guð óaflátan- lega að hann af náð sinni vilji hjálpa oss til „að lifa lífi hinna rjettlátu, svo að vjer fáum dáið þeirra dauða og vort hið síðasta megi verða sem þeirra“. Þá bæn vora heyri guð faðir vor í drottins Jesú nafni. Amen. SAMSKOT HANDA BELGJUM. Hjer í blaðinu er birt áskorun um samskot handa Belgjum. Allir vita, hver hörmungakjör fjöldi þeirra á nú við að búa, og samskot, eins og þessi, eiga sjer stað mjög víða um lönd, án þess að í þeim felist nokkur dómur um deilumál ófriðarþjóðanna. SKELFING. Skelfing skekur álfur, skot dynja, menn hrynja; einstæð inni bíður aum kona, dauðvona. Mannkyn mænir, stynur, má eigi sköp sveigja; heimslíf hrjáir áfalt hörð nauð, og vís dauði — hörð nauð og vís dauði. GSTR. Leiðrjettingar. í grein hr. Pjeturs Zophoníassonar í síðasta tbl. höfðu í nokkrum hluta af upplag blaðsins orðið meinlegar prentvillur, sem þeir eru beðnir að leiðrjetta, sem þau ein- tök blaðsins hafa fengið. En villurnar eru þessar: í i. dálki á 3. síðu er lína, sem ekki á þar heima, en rjetu línuna vantar. Setningin, sem við þetta ruglast, á að vera svona: „Og svo nú aftur, er Hafstein fjekk þá til að samþykkja ( Fram. Fundur á laugardaginn 9. jan. kl. 8ýý síðd. í Templarahúsinu. . . Árni Pálsson heldur fyrirlestur. stjórnarskrána, þá fitjið þið upp á þessum blessuðum fyirvara. Hann er ágætur“ o. s. frv. Neðst í 2. dlk. á 3 síðu er einnig lína, sem þar átti ekki að standa. Þar á að vera: „og beita til þess öllum þeim meðölum, sem K. B. hafði bent á á fundinum.“ Ofar í sama dlk. stendur: „skaut r.okkur inn í“, en á að vera: skaut annar inn í. ÖFUGMÆLI. Höldum nú kjafti, en knefum kreftum sleitulaust beitum. Vörumst hikandi húka, hamingju gröf er töfin. Ef Mörlandar erum, ekki svinglandi hringlum. Heiður er hníga af dáðum, háðung að lifa af náðum. ___________ GSTR. ísland erlendis. „Hadda Padda“, leikrit G. Kamb- ans, var leikið á Kgl. leikhúsinu í Khöfn 14. nóv. í fyrsta sinn og er mjög vel látið af leiknum í dönskum blöðum. Frk. Ungermann ljek Höddu Pöddu, en P. Reumert Ingólf. Eggert Stefánsson söngvari er ný- lega farinn frá Khöfn til Ameríku og kvað ætla að setjast þar að. Jarðarför Halldórs Jónssonar fór fram frá dómkirkjunni í fyrradag. Veður var hið besta og líkfylgdin ein hin stærsta, sem hjer hefur sjest. Voru flögg í hálfa stöng um allan bæ og kirkjan tjölduð svörtu. Sjera Jóhann Þorkellsson flutti húskveðju, og á heimili hins látna var sungið kvæði það, sem prentað er á öðrum stað hjer í blaðinu. í kirkjunni flutti sjera Ólafur Magnússon í Arnabæli hina ágætu ræðu, sem einnig birtist hjer í blaðinu. Dáin er hjer í bænum á gamlaárs- dag frk. Þórunn Stephensen, alsyst- ir Magnúsar Stephensens lanshöfð- ingja og þeirra systkina, á 82. ári, fædd 18. maí 1833 á Höfðabrekku í Rangárvallasýslu. Þau voru 7 syst- kinin, sem upp komust, tveir bræður og fimm systur. Faðir þeirra, Magn- ús sýslumaður Stephensen, andaðist 1866, og fluttust þær systurnar þá hingað til Reykjavíkur og hefur Þórunn sál. dvalið hjer síðan og bú- ið hjer með systrum sínum, lengst frk. Mörtu, og bjuggu þær nú síðast i húsi E. Claessens yfirrjettarmála- flutningsmanns. Þaðan fer jarðarför- m fram næstk. föstudag. Ekkert. Ytra stóð Ekkert. Ekkert þar vel gekk. Aftur kom Ekkert. Ekkert hjer hrós fjekk. Sumir vilja breyta rithætti á einu orði í hverju vísuorði þessarar stöku. aðrir vilja aðeins breyta í x. og 3. vísuorði, enn aðrir í 2. og 4. vísuorði. en sumir vilja engu breyta. Um þetta má lengi deila, ef efni vantar, þó deilan sje um ekkert. Kensluskeiðið næsta, 1915—1916, stendur yfir frá 15. okt. til 14. maí. Námsmeyjar fá meðal annars nokkra tilsögn í heilsufræði og um efnasam- setningu og gildi matvæla, einnig nokkra verklega æfingu í að búa til algengan mat, eftir því sem ástæður leyfa. Fyrir fæði greiða þær 18 kr. um mánuðinn. Þær, sem nokkuð langt eru að, fá ferðastyrk. Umsóknir sje sendar Búnaðarfjelagi íslands, og þarf þeim að fylgja læknisvottorð um heilsufar. Um JARÐYRKJUKENSLU á Ánabrekku vorið 1915 og SLÁTR- UNARNÁM í Reykjavík haustið s. á. sjá auglýsingu á kápu Búnaðar- ritsins 1915., 1. h. Jarðarför minnar elskulegu konu, Ingileifar Björnsdóttur, sem andaðist 30. f. m., fer fram laugardaginn 9. þ. m. og hefst með húskveðju á heim- iii okkar, Laufásveg 47, kl. nýý- SIGURÐUR HALLDÓRSSON.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.