Lögrétta - 06.01.1915, Qupperneq 4
8
LÖGRJETTA
Magister Holger Wiehe. Á fjár-
lagafrumvarpi dönsku stjórnarinnar i
ár er meSal annars farið fram á 4000
kr. fjárveitingu á ári, 5 næstu árin,
til launa handa mag. Holger Wiehe,
er þá á að sendast hingað til háskól-
ans til þess aS halda uppi kenslu í
dönskum bókmentum og málfræöi.
Hr. H. Wiehe mundi verða hjer öllum
kærkominn, og háskólanum mundi
þaS góSur fengur aS fá hann í tölu
kennaranna þar. — En út af því til-
tæki dönsku stjórnarinnar, aS biSja
ríkisþingiS um þessa fjárveitingu, er
Knútur okkar Berlín í vondu skapi
og lætur þaS í ljósi í grein i Köben-
havn frá 11 des. Finnur hann herra
H Wiehe þaS til foráttu, aS hann
hafi jafnan tekiS málstaS íslands og
íslendinga í dönskum blöSum og fær-
ir til ýmislegt af því, sem Wiehe hef-
ur ritaS í þá átt, til þess aS reyna
meS því aS spilla fyrir fjárveiting-
unni. En væntanlega tekst þaS ekki.
Leiklist á íslandi. „Hver 8. Dag“
flytur 6. þ. m. grein um leikiist á
íslandi, eftir Anton Smidt bókavörS;
er greinin mjög velviljuS í garS fs-
lendinga. Greininni fylgja myndir af
Indr. Einarssyni, Stefaníu GuS-
mundsdóttur og Árna Eiríkssyni.
Hjeðinn Valdemarsson stud. polit.
er orSinn aSstoSarmaSur á ísl. stjórn-
arskrifstofunni í Kaupmannahöfn.
FRÁ BÚLGARÍU
MikiS hefur veriS reynt til þess
af ófriSarþjóSunum frá báSum hliS-
um, aS fá Búlgara meS í stríSiS. En
þaS hefur þó ekki tekist, enn sem
komiS er. ViS lok bandaþjóSastríSs-
ins á Balkanskaganum lenti mikiS
land undir Serbíu, sem Búlgaría
gerSi tilkall til, og því eru þaS nú
boSin til Búlgaríu frá Austurríkis og
Þýskalands hálfu, aS taka þetta land
Radoslavoff yfirráðherra.
af Serbíu og leggja þaS undir Búl-
garíu. En nú ganga þær sögur, aS
Serbar og bandaþjóSir þeirra í ó-
friSnum bjóSi einnig Búlgaríu þetta
landsvæSi nú til liSveislu móti Aust-
urríki og Þýskalandi. Freistingin er
auSsjáanlega mikil fyrir Búlgara til
þess aS halla sjer aS öSrum hvorum,
en þó hafa þeir ekki gert þaS og
stjórn þeirra virSist ætla aS forSast
þaS í lengstu lög. YfirráSherra Búl-
gara er nú Radoslavoff, og hefur
hann veriS þaS síSan stjórnarskiftin
urSu út af síSara BalkanstríSinu.
Eftir Guðm. Hjaltason.
1. í ísafjarðarkaupstað.
Þann 26. okt. í haust steig jeg í
fyrsta sinn fæti i ísafjarSarsýslu.
HafSi áSur aSeins sjeS yfir hana úr
ArnarfjarSardölum 1913.
Snoturt þótti mjer landslagiS kring-
um kaupstaSinn, en heldur lítiS út-
sýni. Fjöllin norSan og vestan viS
JökulfirSina og Snæfjallaströndin
blasa viS norSaustanvert viS djúpiS.
En upp frá S k u t u 1 s f i r S i, sem
kaupstaSurinn liggur viS, liggja þrír
dalir, er sySsti dalurinn grösugur og
heitir Engidalur. En upp miSdalinn
liggur þjóSvegurinn, sem svo skiftist
í tvo vegi, og liggur annar þeirra til
SúgandafjarSar en hinn til Önundar-
fjarSar. Nyrsti dalurinn heitir Tungu-
dalur og talsvert skógarkjarr í hon-
um. Virtist mjer aS jeg mundi þurfa
alt aS klukkutíma til aS ganga yfir
þaS endilangt, en undir hálfan tíma
til aS ganga þvert yfir þaS. Enda fer
jeg fremur hægt yfir öll fögur gróS-
Ferðaáætlun H.f. Eimskipafélags Islands 1915.
SV merkir Suður- og Vesturlandsskip. NA merkir Norður- og Austurlandsskip.
Frá íslandi til útlanda
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18
SV SV SV NA SV NA SV NA SV NA SV NA SV NA SV SV NA sv
marz apr. maí maí maí maf júní júlí júl/ ág. ág- sept. sept. okt. okt. nóv. nóv. des.
Frá Reykjavík 5 2 15 21 17 1 22 24 20 25 25 20
— Stykkishólmi 3
— Patreksfirði 4
— Dýrafirði 4
— Isafirði 5 22 2 23
— Reykjarfirði 23 7 11
— Steingrímsfirði ... 5 23 3 2 11 23
— Borðeyri 6 23 12 24
—- Hvammstanea 24 13 24
— Blönduósi 6 24 3 13 25
— Skagaströnd 24 13 25
— Sauðárkróki 7 25 4 3 8 15 26
—- Siglufirði 7 25 4 3 9 16 27
•— Akureyri 8 27 5 5 10 18 29
— Húaavík 8 27 5 5 10 19 29
— Raufarhöfn 28 6 19
— Þórshöfn 28 6 19
— Bakkafirði 29 6 20
— Vopnafirði 9 29 6 6 21 30
des.
— Seyðisfirði 10 17 30 6 7 11 22 1
— Mjóafirði 17 30 7 7
— Norðfirði 10 17 30 7 7 11 22 / *\
— Eskifirði 10 18 31 7 8 12 22 *\
— Reyðarfirði 11 31 7 8 23 ) *\
— Fáskrúðsfirði ... . 18 31 8 12 23 ) *\
— Berufirði 31 9 23 )
júní
— Leith 10 22 4 22 11 27 13 16 25 27 0 25
— Hull 29 30
— Kristiansand 30 30
sept. nóv. n óv. des.
Til Kaupmannahafnar 13 25 7 25 14 30 17 1 20 28 1 1 3 9 30
*) Viðkomur ef nægur flutningur fæst.
Frá útlöndum til íslands.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17
SV sv SV NA SV NA SV NA SV NA SV NA sv NA SV SV NA
marz apr. maí maí maí júní júní júlí ág. ág. sept. sept. okt. nóv. nóv. des. des.
Frá Kaupmannahöfn ... 16 18 8 30 12 30 18 4 22 6 25 4 7 6 7 14
Hamborg 21 11 9 10
Hull ..." 24 12
— Leith 20 14 3 jún 16 3júlí 22 7 26 29 7 13 10 TT 18
— Berufirði 20 30
— Fáskrúðsfirði 20 26 30 3 okt ii 17 22
— Reyðarfirði 20 26 30 3 17 ......
— Eskifirði 20 26 31 O t J 11 17 22
— Norðfirði 21 27 31 3 11 18 22
— Mjóafirði 21 27 31 4 12
— Seyðisfirði 21 27 1 spt 4 12 18 23
— Vopnafirði 22 28 2 5
— Bakkafirði 2
— Þórshöfn ..... 3
— Raufarhöfn ...... 3
— Húsavík 22 28 4 5
— Akureyri 24 30 5 7 20 26
— Siglufirði 24 30 5 8
— Sauðárkróki 25 31 6 8
— Skagaströnd 25 31 6 9 .....
— Blönduósi 26 1 ág 6 9
— Hvammstanga 26 1 7 10 ......
— Borðeyri 26 1 7 10 ...... . *J‘....
— Steingrímsfirði ... ...... 27 2 7 10
— Reykjarfirði 27 7 10
ísafirði 28 22 28
— Patreksfirði ...... 28
Stykkishólmi 29
Til Reykjavíkur 25 29 13 19 7 29 7 — 11 16 14 15 16 30
milli REykjauíkur Dg Usstfjaröa
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17
SV SV SV NA sv NA SV NA SV NA SV NA SV NA SV SV NA
marz apríl maí maí júní júnf júlí júlí ág. ág. sept. sept. okt. nóv. nóv. des. des.
Frá Reykjavík 29 10 11 15 17 18
Olafsvfk 16
Stykkishólmi 30 11 19
Flatey 11 20
Patreksfirði 12 16 18 2Í
Arnarfirði 12 17
12 12 17 18 21
Til iycí Isafjaroar 31 13 13 17 19 21
apríl
Frá ísafirði 1 14 14 18 20 22
Onundarfirði 1 14 14 18 20
Dýrafirði 1
Arnarfirði 2 15 20 22
Patreksfirði.. 2 14
Flatey 16 19 21
Stykkishólmi 16 19 22
Ólafsvík 14 17 22
Til Reykjavíkur 3 15 18 20 23 23
ATHS. Áætlun þessi er í öllum aðalatriðum samin áður en Norðurálfuófriðurinn hófst. Fólagið áskilur
sér rétt til að gera allar þær breytingar á áætluninni, sem félagsstjórnin álítur nauðsynlegar eða heppilegar vegna
ófriðarins og munu þær birtar með svo löngum fyrirvara, sem unt er.
urlendi, þegar mjer liggur ekki því
meira á. Kringum Skutulsfjörðinn og
dali þessa eru mikil hamrabelti, smá
og stór, og stallar þeirra víða næsta
margir.
Kaupstaðurinn sjálfur stendur á
eyri, og eru húsin í laglegum röðum, 1
en innan við eyrina er þessi alkunna
ágæta ísafjarðarhöfn, og við hana er
mikil og góð bryggja. í kaupstaðnum
er gamalt tún, og ofan við hann eru !
talsverð tún.
Ungmennafjelagið þar tók undir
eins á móti mjer og útvegaði mjer
fyrirtaksgóðan og skemtilegan gist-
ingarstað.
í fjelagi þessu eru milli 30 og 40
meðlimir. Á það, virtist mjer, fremur \
örðugt uppdráttar, því það á ekkert j
liús, en húsaleiga er þar há. í fjelag-
inu eru þó margir góðir meðlimir til j
dæmis Arngrímur prentari, Kristján
ritstjóri og G. J. Jónsson kennari og \
fleiri.
Auk ungmennafjelagsmanna kynt-
ist jeg nokkrum bæjarmönnum, er
buðu mjer heim, t. d. Ólafi Stefáns-
syni skósmið^ er jeg hitti á ung-
mennafundi í Noregi 1907. Tók hann
mjer vel, og hitti jeg hjá honum fleiri
skemtilega menn.
En minnisstæðastur verður mjer
samt Grímur Jónsson kennari. Jeg
þekti hann fyrir annan, þegar jeg
gekk til föður hans, sjera Jóns Hjart-
arsonar á Gilsbakka, sem fermdi mig.
Sjera Jón var ljúfmenni mesta og
kona hans einn af kvenskörungum
landsins. Minti Grimur mig á bæði.
,Var hann snemma talinn afburða-
maður að gáfum og atgervi.
Hann er einhver málfróðasti mað-
urinn, sem jeg hef kynst, og lærði
jeg margt af honum um mál„ ættir
og fleira. Jeg hef gaman af saman-
burðarmálfræði, og hefur, þó ólíku
sje saman að jafna, grasafræðin orð-
ið til þess að efla áhuga minn á að
rýna nokkuS út í samanburð tungu-
mála.
Því eins og grasaríkið skiftist í
deildir, fylkingar, flokka, hópa, ætt-
ir, kyn og tegundir, eins má skifta
tnngumálunum á líkan hátt.
Og þótt fæstum sje hægt að rista
djúpt í málfræði, þá er bæði gagn og
gaman að geta t. d. sýnt útlending-
um, að spanska og ítalska eru miklu
skyldari íslensku en grænlenskan, því
það vefst altaf fyrir flestum útlend-
ingum, að íslendingar og Grænlend-
ingar sjeu náskyldar þjóðir. En sann-
leikurinn er nú sá, að Grænlendingar
eru ekki skyldari oss en Japanar. Það
þarf samt margra mannsaldra þolin-
mæði til þess að hamra þennan sann-
leika inn í hausinn á mörgum útlend-
ingnum.
Einna best hamrast hann þó inn í
þá með aukinni híbýlaprýði hjer-
lendis og myndarlegri hegðun vorri
erlendis.
Grímur greiddi götu mína á marg-
an hátt bæði í kaupstaðnum og víðar
í sýslunni.
Sex fyrirlestra hjelt jeg í kaup-
staðnum; aðsókn viðunanleg, en þó
færra talsvert en á Akureyri í fyrra
vetur. Sjómenskuannir og húsþrengsli
ollu því.
Fögfimdur
Berlinsmanna.
Það er óneitanlega eftirtektaverð
grein, sem hr. Pjetur Zóphoníasson
ritaði í síðasa blað Lögrjettu, frá-
saga hans frá Stúdentafjelagsfundin-
um í Kaupmannahöfn.
Mótstöðumenn Islendinga ráða sjer
ekki fyrir kátínu og fögnuði.
Þeir tala um það óhikað, að fána-
málið sje dautt — sem hlýtur að
merkja það, ef það merkir nokkuð,
að konungur vonist eftir að geta losn-
að við að staðfesta íslenska fánann,
enda það allótvíræðlega gefið í skyn
í umræðunum.
Þeir tala um það jafn-afdráttar-
laust, hve afar-áríðandi þ e i m sje að
halda núverandi ráðherra við völdin.
Skiljanlega. Þá situr alt fast. Á með-
an er engin hætta á því, að Danir
hafi neinar áhyggjur eða ónæði af
því, að' íslenskum sjálfstæðismálum
verði framgengt.
Þeir tala um það, að það sje skömm
fyrir konungsvaldið, að núverandi
ráðherra sitji kyr, eftir það, sem þeim
konungi hefur farið á milli. Þeir
kannast við það, og fara ekki í nein-
ar felur með það, að þeir sjái, að
það sje skömm. En þrátt fyrir alla
þeirra konunghollustu verður að
vinna þetta til. Það er þ e i m svo á-
ríðandi. Svo á konungur að geta
smokkað þrengstu óvirðingunni fram
af sjer með því að ganga að því vísu,
að hann geti ekki fengið neinn ann-
an. Og loks er svo mikið í það varið,
að ráðherra samþykkir gerðir ríkis-
ráðsins með því að sitja áfram —
samþykkir það einstaklega. rólegur
meðal annars, að konungur neitar
honum um fánann, sem hann hafði
hátíðlega lofað íslenskri þjóð með
stjórnarskjali!
Þeir reka upp hlátursköll að* ís-
lensku þingræði og þessum íslenska
ráðherra, sem lætur ónýta aðalmálin
fy'rir sjer í ríkisráðinu, og situr svo i
einstaklega rólegur „fyr.st um sinn‘, 1
fyrst til alþingis 1915, því næst til
alþingis 1917 og svo koll af kolli.
„Svoleiðis er íslenska þingræðið!“
segja þeir. Engin hætta á, að eftir
r.einum þingræðisreglum verði farið
á íslandi, „því að talsvert af stjórn-
málaþr«finu þar er. valdabarátta, og
því mun flokkur ráðherrans vilja, að
hann haldi áfram“.
Líst íslendingum ekki einstaklega
skemtilega og efnilega á blikuna ?
Ættum við ekki að halda einn fund-
inn enn, til þess að þakka ráðherra
og Sjálfstæðisflokksforingjunum fyr-
! ir það, hve gæfusamlega þeir koma
! málum þjóðarinnar áleiðis, og hve
mikillar sæmdar þeir hafa aflað oss?
Sjálfsagt væri allra-best, að við
kæmum saman í eina fagnaðarveitsl-
una enn, svo að engum fái dulist það,
hve innilega og hjartanlega glaðir við
sjeum út af því, að öllu hefur verið
hleypt í strand, sem við höfum þótst
vera að reyna að bjarga, og að við
íslendingar erum að verða okkur ó-
gleymanlega til minkunar!
Prentsmiðjan Rún.