Lögrétta - 09.06.1915, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
95
Myndirnar, sem hjer eru sýndar, eru teknar í Queenstown á írlandi
eftir aö „Lusitania“ fórst þar úti fyrir. Fyrsta myndin er af kyndara
frá skipinu, og ætti hann aö heita Ófeigur, því alstaöar er hann þar sem
hin mestu hrakföll gerast á sjó, en kemst þó lífs af. Hann var á „Ti-
tanic“, er hún fórst, og á „Empress of Irland“ var hann einnig, er hún
varð fyrir árekstrinum, og nú var hann á „Lusitaniu“. Hann heitir
Tonner, og er Englendingur. Önnur myndin sýnir stúlku, sem var flutt
særð í land og liggur á sjúkrahúsi í Queenstown. Þriöja myndin sýnir
konu, er fundiö hefur barn sitt á ströndinni meöal þeirra, sem af komust.
Sorgarathöfn við útför ólafs
Árnasonar framkvæmdarstjóra
frá Stokkseyri fer fram í dóm-
kirkjunni laugardaginn 12. þ. m.
og hefst kl. 12 á hádegi.
Tekið við krönsum viö bakdyr
dómkirkjunnar frá kl. 10. f. h.
sama dag.
nótt 7. þ. m. i þýsku loftfaraskýli
norðan við Bryssel, og brann það, en
um tjóniö er annars óvíst. Sömu nótt
rjeðist ensk flugvjel á Zeppelinsloft-
far milli Gent og Bryssel í 6000 feta
hæö og kveykti í því, svo aö þaö
fjell til jarðar og brann þar lengi.
En af sprengingunni í Zeppelinsfar-
inu varö svo mikill loftþrýstingur, að
endaskifti uröu á flugvjelinni, svo að
hún varð að lenda þar í landi óvin-
anna. Þó tókst flugmanninum að
komast á loft og slapp hann í burtu
heill á húfi.
GABRIELE D’ ANNUNZIO.
Myndin hjer er af Gabriel d’ An-
nunzio, sem er frægastur rithöfundur
ítala nú á dögum og vakti nýlega
mikla eftirtekt með ræðu, sem hann
hjelt við afhjúpun líkneskis Gari-
baldi, þjóðskörungs ítala frá síðustu
öld. Hann hvatti þar ítali með mjög
miklum ákafa til þátttöku í stríðinu
gegn Austurríki og mun sú ræða
hafa haft ekki lítil áhrif meðal þjóð-
aririnar, þótt áður þætti d’ Annunzio
laus á kostum í stjórnmálunum, með-
an hann átti sæti á þingi. Hann hef-
ui nú að undanförnu átt heima í Par-
ís. Sjálfur kvaðst hann fara í herinn,
ef til ófriðar kæmi, þótt hann sé 51
árs að aldri, og hefur sótt um að kom-
ast í herþjónustu í flotaliðinu. Fyrir
skáldrit sín er d’ Annunzio heims-
frægur maður.
„UerOa ieif reknir?“
Margir býsnast yfir þeim tiltektum
sjálfstæðisþingmannanna i Rvik, að
birta það opinberlega, sem þeir að
viðlögðum drengskap sínurn höfðu
lofað að þegja yfir, en þetta er nú á
þá borið af fylgismönnum þrímenn-
inganna innan sjálfstæðisflokksins,
og mönnum virðist svo, sem þing-
mennirnir geti ekki vísað þeirri ásök-
un frá sjer. En athæfið finst mönnum
þannig lagað, að refsing ætti að koma
fyrir það.
„Liggur ekki hegning við þessu?“
spyrja ýmsir.
„Það er víst mjög vafasamt, að
nokkur grein hegningarlaganna nái
til þess,“ segja aðrir.
En öllum virðist koma saman um,
að það sjeu gölluð lög, sem hafa ekk-
ert refsingarákvæði við þessu, en
taki af mönnum æru fyrir að hnupla
25 aura virði.
Nokkrir menn stóðu á götu og
voru að tala um þetta.
„Það er hægt að refsa þeim, þó
hegningarlögin nái ekki til þeirra,“
sagði einn.
„Hvernig þá?“ spurði annar.
„Einn þeirra er bankastjóri, annar
háskólakennari,“ sagði sá fyrri. „Það
er hægt að setja þá af, ef þeir gera
eitthvað, sem ekki er talið sæmilegt
mönnum í þeim stöðum.''
„Já, auðvitað,“ sagðx sá þriðji og
fjórði. Svo þögðu allir litla stund.
„Og báðir mættu þeir svo sem
fara,“ sagði loks einn í hópnum. „En
— verða þeir reknir?“ sagði annar.
Þeirri spurningu svaraði enginn.
En jeg hef síðan heyrt sömu spurn-
inguna frá fleirum. Og mjer finst
ekki undarlegt, þótt ýmsir spyrji svo.
Jeg geri það lika.
K á r i.
DÖNSKU GRUNDVALLARLÖGIN
NÝJU.
Þau voru staðfest 5. þ. m. og er
það þjóðhátíðardagur Dana, haldinn
til minningar um staðfesting elstu
grundvallarlaganna, en hún fór fram
5. júní 1846. Tuttugu árum síðar voru
lögin endurskoðuð og hlutu hin end-
urskoðuðu grundvallarlög staðfest-
ingu 23. júlí 1866. Nú hafa margar
breytingar verið gerðar á grundvall-
arlögunum og sumar stórvægilegar,
svo sem það, að konum er nú veittur
kosningarrjettur til jafns við karl-
menn, eins og í hinni væntanlegu nýju
stjórnarskrá okkar. Langvint þjark
hefur staðið í Danmörku um þessar
grundvallarlagabreytingar, en því
lauk þannig, að allir flokkar þingsins
komu sjer saman um málið, svo að
nýju grundvallarlögin ganga í gildi x
fullkomnum Fróðafriði milli flokk-
anna, og er það nokkuð á annan veg,
en raun ætlar að verða á um nýju
stjórnarskrána okkar.
NÝJA ENSKA RÁÐANEYTIÐ.
Inn í það voru teknir 8 íhaldsmenn
og einn maður úr flokki verkamanna,
Arthur Henderson. íhaldsmennirnir
eru: Bonar Law,'Balfour, Chamber-
lain, E. Carson Ulsterforingi, lávarð-
arnir Curzon, Lansdowne og Sel-
borne, og Walter Long.
En 12 sitja eftir í ráðaneytinu af
Asquithsliðinu, svo að enn hafa þeir
þar góðan meirihluta. Kitchener lá-
varður er nú talinn þar utan flokka.
Asquith er yfirráðherra, eins og
áður, og Grey utanríkisráðherra, og
virðast báðir aðalflokkarnir bera
gott traust til þeirra beggja. En Chur-
chill hefur látið frá sjer flotamála-
stjórnina og Balfour tekið við henni.
Það var einkum hún er óánægju olli.
Yfirforingi flotans, Fisher lávarð-
ur, varð ósáttur við Churchill og
sagði af sjer. Missættið kom út af
Dardanella-árásinni. Fisher vildi ekki
að herskip bandamanna yrðu send til
árásar inn í sundið fyr en þau hefðu
þar landher til stuðnings, en Chur-
chill hafði haldið þvi fram, að svo
yrði gert, en hann er ákafamaður og
duglegur og varð þá að vera eins
og hann vildi. En nú sýndi það sig,
að þetta var misráðið, og sætti hann
ámæli fyrir. Ekki hefur frjálslyndi
flokkurinn samt viljað missa hann
úr ráðaneytinu, en lítilsháttar embætti
er það, sem hann hefur þar nú að
gegna.
Kitchener lávarður varð einnig fyr-
ir árásum, er hófust í „Times“.
Frjettaritari þaðan hafði verið suður
á herstöðvunum hjá French yfir hers-
höfðingja og flutti eftir honum þær
sögur, að hann hefði ekki getað feng-
ið þau sprengiskotfæri, sem hann
hefði óskað eftir, og var gerður tölu-
verður hávaði út af þessu í „Times“
og fleiri blöðum. En önnur vörðu
gerðir hermálaráðherrans og töldu á-
kúrurnar ómaklegar. Það fór nú samt
svo, er breytt var ráðaneytinu, að
hermálaráðherraembættinu var skift í
tvent og Lloyd George, er áður var
íjármálaráðherra, voru faldar allar
útveganir til hersins, en Kitchener lá-
varður fer eins og áður með hermálin
að öðru leyti. Fjármálaráðherra er
nú Mc. Kenna. Sir E. Carson er dóms-
málaráðherra.
Frjettir.
Slys. 1. þ. m. fanst Guðmundur
Jónsson bóndi á Bóndhól á Mýrum
örendur 1 flæðarmáli skamt frá heim-
ili sínu.
Blóðkreppusótt kvað ganga í
Stykkishólmi og hafa margir veikst.
Haldið að drykkjarvatni sje um að
kenna.
Frá útlöndum eru nýkomnir m. a.
Tofte bankastjóri, Sigurður Nordal
doktoi', Aal-Hansen varakonsúll og
Bjarni Sighvatsson bankaritari.
Strand. 31. f. m. strandaði í Grinda-
vík danskt seglskip, sem „Dagny“
heitir, fermt sementi til þeirra John-
sons & Kaaber hjer i bænum. „Geir“
náði þó skipinu út og kom þvi hing-
að á höfnina, en nokkuð af farminum
er sagt ónýtt.
. .Hafísinn er enn sumstaðar við
Norðurland. Hann var við Horn, er
siðast frjettist þaðan, og úti fyrir
Siglufirði og Eyjafirði var hann og
við Tjörnesið. „Flóra“ var tept við
Flatey á Skjálfanda nýlega, en „Pol-
lux“ á Siglufirði. „ísafoldin" var á
Húnaflóa. Annars mun isinn ekki
vera mikill nærri landi, því vel er lát-
ið af tíðinni norðanlands, og hjer
syðra hefur verið besta tíð nú að
undanförnu. í morgun er sagt að
norðan, að skipin sjeu nú öll laus og
haldi áfram ferðum sínum.
Ráðherra kom til Khafnar á mánu-
daginn á „Vestu“. Hún var tekin af
ensku herskipi á leiðinni hjeðan, áð-
ur hún kom til Færeyja, og farið með
hana til Orkneyja, en eftir það varð
viðstaðan löng í Leith, hvað sem vald-
ið hefur.
M. A. Courmont, hinn snjalli ís-
lcnskumaður, sem hjer var kennari í
frönsku við háskóla vorn fyrir tveim
árum, er nú undirforingi í her
Frakka. Faðir hans hefur nýlega
skrifað franska ræðismanninum hjer
og skýrt frá því, að sonur sinn hefði
verið undanfarið við herdeild þá, sem
hefst við í Vogesafjöllum.
Honum ftvað líða fullvel, eftir á-
stæðum. Hefur hann haft einhverjar
spurnir af brunanum mikla hjer, því
að hann hafði verið að óska eftir að
fá frekari upplýsingar um hann.
Vísir.
Háskólaprófi í heimspeki luku
þessir stúdentar á miðvikudaginn var:
Árni Vilhjálmsson I. ág. einkunn.
Brynjólfur Kjartansson II. betri. Ei-
ríkur Helgason II. lakari. Guðm. Ó.
Einarsson I. Gunnar Espólín I. Jón
Jónsson II. lakari. Jón Sveinsson
stud. .jur. I. Jón Sveinsson stud. med.
I. J. L. Nisbet I. ág. Knútur Krist-
insson I. Rögnv. Guðmundsson I.
Sigurður Lárusson II. betri. Sveinn
Sigurðsson I. Sveinbjörn Jónsson II.
betri. Þórhallur Árnason I. Þorsteinn
Ásti-áðsson I.
A. V. Tulinius, fyrv. sýslumaður,
varð fimtugur síðastl. sunnudag. Um
morguninn fóru Væringjar, sem eru
lærisveinar hans í leikfimi, heim til
hans í skrúðgöngu og höfðu í broddi
fylkingar lúðraflokk K. F. U. M.
Þeir þökkuðu honum starf hans fyr-
ir Væringjaflokkinn og færðu honum
til minningar að gjöf málverk eftir
Rembrant og var festur við ramman
silfurskjöldur með áletrun. Bauð
Tulinius síðan öllum flokknum í
1Q2
jeg hreinskilnislega að játa. jeg eíast jafn-
vel um, að jeg hefði búið út skip í Chatam,
þar sem hver maður gæti bent á mig og
sagt: „Faðir þessa póstkafteins var dáti
hjerna í herbúðunum." Annað brjef fjekk
jeg frá lávarði Verselý; kvaðst hann vera
kominn til Madelenu-hallar, og bað mig
að koma svo fljótt, sem jeg gæti. Þetta var
fremur eftir minum smekk og hjelt jeg af
stað þegar næsta dag. Hann tók mjög inni-
lega á móti mjer, og einnig gamla konan,
er kvaðst vona, að jeg dveldi nú lengi.
Stundu eftir að jeg var kominn, kom
ófursti Delmar; hann var bróðursonur lá-
varðar Verselý, en af útliti hans hefði jeg
ekki getað ímyndað mjer, að hann væri
Delmar, þvi ag hann var lágur vexti, sí-
val-axlaður, holdugur og rauðleitur í and-
liti, á að giska fertugur að aldri. Eftir að
við höfðurn heilsast sá jeg, að hann starði
oft á mig, en kurteis var hann og þótt
hann væri eigi geðslegur í fyrstu, var
hann þægilegur í viðmóti og siðaður vel.
Áður en miðdegisverði var lokið, fjell mjer
mæta vel við hann.
Þar éð 1. septenxber var ekki enn þá
kominn, höfðu fuglarnir enn þá tveggja
daga frið og næði til þess að leiða unga
sína í gegn um hálmstofnana og láta þá
tína upp kornið, er fallið hafði niður. Það
er ætlandi að görnlu fuglarnir hafi haft
einhverja hugmynd urn byssu, úr því að
þeir sluppu árið áður, en ungu fuglarnir
áttu eftir að reyna gamanið; eftir tvo daga
áttu J^eir að fá að reyna það, að hversu
liart sem fiður flýgur, fjýgur þó blýið
hraðara og nær þeim,
1 veir eða þrír dagarnir á undan veiði-
timanum eru jafnan næsta leiðinlegir í
sveitinni; mjer varð því venjulega reikað
á morgnana gegn um skemtiskóginn og
hina fögru velli 0g þarf jeg naumast að
geta þess, að jeg á þessu reyki var að
hugsa um vinfengið milli móður minnar
og lávarðar Verselý. Þriðja morguninn eft-
ir að jeg kom, þafðí jeg verið meira én 2
stundir á reiki, er jeg kom að mjög afskekt-
um, nokkurs konar gotneskum afkyma, er
myndaðist af útþöndum hríslum gamals
eikitrjes, með steinum og grasi á milli.
Hann sneri að skemtiskóginum og var
bygður uppi á hinni grænu grund, meðal
lárviðardrumba og annara trjáa. Jeg kast-
aði mjer niður á bekkina; þetta var sann-
valinn leynistaður; þangað gat stúlka ó-
lxrædd læðst; datt mjer því í hug, að þetta
mundi freistingarstaður foreldra minna.
Jeg var þar góða klukkustund, byggjandi
loftkastala fyrir ókominn tíma og hugsandi
til hins umliðna, er jeg heyrði mannamál
rjett hjá mjer, hinu megin við afkymann,
er sneri bakhliðinni að höllinni. Jeg þekti
málróm hinnar gömlu hefðarmeyjar, er
virtist hafa, að venju, komið út í garðstóln-
um sínum og látið stallsystur sína, Phillis,
aka sjer; ekkert hafði heyrst til hjólanna
á hinu mjúka grasi, svo að jeg varð ekki
var við komu þeirra, fyr en jeg heyrði mál-
róm þeirra.
„Hvaða heimska, Phillis, hvað ætli þú
vitir, barn, um þetta?“ sagði gamla meyj-
an. — „Þjer munið víst eftir því,“ svaraði
Phillis, er sannarlega var nógu gömul til
þess að muna, hvað skeð hafði, „að jeg var
þjónustustúlka, er þetta skeði og alt af
með Bellu Mason. Hún var yður mjög
hlýðin, en þjer vissuð ekki, hvað í henni
bjó. Jeg hef aldrei þekt metnaðarfyllri
stúlku, nje sem meira leit á sjálfa sig; það
var svo, að hún leit á þau herra Jónas
kjallaravörð og ráðskonu Short með fyrir-
litningu." — „Já, jeg veit, að það var metn-
aður 1 henni og einnig í móður hennar.
Herra Mason var sinn eigin herra á yngri
árum, að minsta kosti var faðir hans það,
en þrátt fyrir veislur og veðreiðar komst
hann vel af, en hvað sannar þetta.“ —
„Jeg segi ekki annað en það, er allir sögðu
unx þær mundir, aö Bella Mason hefði al-
drei átt þennan dáta, er hún leit á með fyr-
óversku ættarinnar, með von um breyt-
ingu þeim í hag, en þeim hefur brugðist
það, og er það ef til vill eins gott. Sjóliðar
þurfa engan spámann til þess að segja
það, í bókstaflegum skilningi orðsins, að
enginn getur snert bik, án þess að verða
ataður, en það er til siðferðislegt bik,
vonska, vanvirða og auðvirðilegur auð-
mýktarandi hirðarinnar, er jeg vona að vor
heiðvirða staða atist aldrei af.
En jeg hef komist nokkuð frá efninu, er
kom til af því, að jeg kyntist mentuðum
manni, er sýndi mjer alla virðingu í stóru
samsæti í Cowes, er mjer hafði verið boð-
ið til; hann spurði mig, hvort jeg væri
tengdur Keeneunum frá —? En svar mitt
var á reiðum höndum, að svo mundi eigi
vera; faðir minn hefði dáið ungur í Vest-
ur-Indium; jeg vissi að hann væri af
skotskri ætt, er hann og var, en hefði verið
of ungur til þess að vita nokkuð um ætterni
hans, er hann hefði skilið við í æsku; sið-
an hefði jeg verið alinn upp og mjer komið
fram af lávarði Verselý, er hefði breytt
við mig eins og eiginn son sinn siðan móð-
ir mín hefði dáið. Jeg sagði þetta djarflega
og hiklaust, með þvi að það var satt. Það
var líka nóg; jeg átti góðan að, og þvi
var það álitið, að jeg mundi vera mik-
il persóna, þvi annars hefði hann ekki tek-
ið mig að sjer. Jeg mintist þessa, því að
það var í hið eina skifti, að jeg var spurð-
ur um ætterni mitt; jeg hygg þvi, að svar
rnitt hafi þótt fullnægjandi.
Mjer var boðið út á eitt lystiskipið og
var jeg á siglingu nokkra daga; skemti jeg
mjer vel, því að bæði hinn göfuglyndi skip-
stjóri og aðrir sýndu mjer mikla kurteisi
og alúð. Einn dag hitti jeg gamlan kunn-
ingja; lítið 20 lesta skip kom aftan að
lystiskipinu; sjórinn var þá sljettur, vindur
hægur og veðrið mjög hlýtt. Einn af skip-
verjum sagði við mig: „Herra Keene, sjá-
ið þjer skipið, sem kemur þarna aftan að
oss; það er nokkuð kynlegt; það er lysti-
189
skip, sem írskur majór (liðsforingi) á, að
nafni O’Flinn, eftir því sem hann kallar
sig; hversvegna O-ið er, veit jeg ekki, en
það er góður drengur og skemtilegur; hann
stendur þarna aftur á og hefur hina stærstu
barta, er þjer hafið sjeð, en það er ekki
um hann, er jeg ætlaði að tala. Bíðið dá-
lítið við, þegar framseglið er i burtu, sjá-
ið þjer konuna hans; hvílíkur spikklump-
ur! jeg held hún vegi meira en nashyrning-
urinn á Postdawn markaði.“
Þegar skipið nálgaðist, sá jeg feikna
mikla konu í himinbláum silkikjól og með
himinbláa sólhlíf yfir höfðinu. Hattinn
hafði hún tekið af sjer, jeg hygg, vegna
hitans; „hún er óskapleg,“ svaraði jeg;
„majórinn var hugaður maður; jeg held, að
jeg hafi sjeð andlitið fyr.“—„Mjer hefur
verið sagt, að hún væri dóttir yfirbrita og
hefði átt töluverða peninga,“ mælti vinur
minn.
Þá mundi jeg eftir henni og svaraði:
„Já, hann hjet Kúlpepper.“ — „Það er
nafnið, nú man jeg það,“ svaraði hann.
Lesarinn man líklega eftir jómfrú Med-
eu, er vissi svo vel að setja hitt og þetta
saman, og svo móður hennar, er jeg ímynd-
aði rnjer, að hefði fyrir löngu kafnað af
spiki, og sem einnig mundu verða enda-
lok þessarar húsfrúr O’Flinn; hún þekti
mig ekki og þótti mjer ekki fyrir því. Jeg
hefði vissulega valdið henni dauða. Jeg
reikaði fram á skipið og hvarflaði hugur
minn til þess, er móðir mín flutti mig fyrst
til sjávar og Bob Kross annaðist mig. Þetta
minti mig á, að jeg hafði lofað að vera í
brúðkaupi hans og að það átti að vera dag-
inn eftir, er jeg var búinn að gleyma. Hús-
frú O’Flinn kom mjer því til góðs, því að
annars hefði jeg vanrækt loforð mitt, ef
jeg hefði ekki sjeð hana.
33. kapítuli.
Jeg hafði ekki heimsótt gamla Waghorn,
föðurbróður Jaue, þar eð jeg var hræddur