Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.06.1915, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.06.1915, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Nr. 27 Reykjavík, 16. júní 1915. X. árg. m Á herstöövunum í Noröur-Frakklandi haföi franskur dáti frelsaö hersveitarforingja sinn, er lá særöur og ósjálfbjarga á vígvellinum, þar sem skothriö óvinanna var beint á. Dátinn geröi ekkert úr þessu hreystiverki sínu, en taldi sig aöeins hafa gert skyldu sína og ekkert þar fram yfir. Herstjórnin fjekk frjettir af þessu, og ákvaö hún, meöfram af yfirlætisleysi dátans, að honum skyldu sýnd einhver sjerstök virðingarmerki. Svo stóö á, aö 12 herforingjar áttu þá að sæmast heiðursmerkjum og stefndi yfirhershöföinginn dátanum til sín jafnframt þeim. Hann kom, eins og fyrir var skipað, og var i rifnum dátabúningi og með byssu sína á öxl- inni. Yfirforinginn bauð honum að taka sjer stööu við hlið hershöfðingjanna og fór svo útbýting heiðurs- merkjanna fram að viðstöddum fjölda manns. Þetta er sýnt hjer á myndinni. Joffre yfirhershöfðingi (i) og Fock, yfirforingi norðurhers Frakka (2), útbýttu heiðursmerkjunum, og sjást þeir á myndinni andspænis hin- um, sem við þeim tóku. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókauerslun Síofúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Hiial ætluöu beir sjer að sræðal Ganga má að því vísu, að ekki geri menn tilgangslaust annað eins og það að birta skjöl, sem þeim hefur verið trúað fyrir, og þeir hafa skuldbundið sig til þess að halda leyndum. Allir vita, að slíkt athæfi orkar að minsta kosti tvímælis. Rjettsýnir menn telja það ódrengilegt. Sumir nefna það blátt áfram „níðingsverk", eins og sagt var nýlega í símskeyti frá Kaupmannahöfn, að litið væri á atferli þeirra Ingólfs-piltanna. Svo að það er bersýnilegt, að menn- irnir hljóta að hafa hugsað sjer að fá eitthvað í aðra hönd, þoka sínum mál- stað eitthvað áfram, þegar þeir lögðu út í það að grípa til jafn-ógeðslegra örþrifsráða. En hvað gátu þeir hugsað sjer að græða á því? Ekki hafa þeir getað hugsað sjer að hafa þau áhrif á ráðherra, að hann hætti við að þiggja staðfest- ing stjórnarskrárinnar, ef hann gat fengið hana með þeim kjörum, sem hann taldi aðgengileg. Það væri beint á móti eðlisfari allra manna, annara en hinna aumustu lítilmenna, að láta jafn-lúalegt bragð fáeinna ofstopa- manna aftra sjer. Ekki hafa þeir heldur getað hugs- að sjer að hafa áhrif á þ i n g i ð með þessu. Ekki þurfti neina birtingu til þess. Þingmenn höfðu fengið að vita um tilboðið, sem þrímenningarnir komu með. Þingið getur ekki látið til sín taka, fyr en stjórnarskrár-stað- festingin er um garð gengin, ef henni verður framgengt á annað borð. Og þá verður öll vitneskja fyrir það lögð á löglegan og sæmilegan liátt. Þá gátu þeir ekki heldur við því búist, að þ j ó ð i n hefði þau áhrif á málið, að staðfestingunni yrði aftrað. Ef eftir voru í þeim einhverjar leifar af gætni og umhugsun, gátu þeir fyrst og fremst búist við því, að'þjóðin mundi fá andstygð á þeim fyrir þetta bragð þeirra. Sú hefur lika Orðið raunin á, hvervetna þar sem til hefur spurst. Ekki heyrist, að nokkur maður mæli þeim bót, nema þessi litla In'gólfs-klíka hjer í Reykja- vík, sem mestmegnis er skiþuð öðrum en kjósendum. Og svo ramt kveður að þeim óhug,' sem slegið hefur á menn, að' fyrv. ráðherra sjer þann kost sinn vænstan að birta í Ingólfi sjálfuiu, með breyttu letri, eftirfar- andi yfitlýsingu: „Að gefnu tilefni lýsi. jeg yfir því, að jeg hef hvorki birt nje birta látið leyniskilmálana. . , Sig. Eggerz." í öðru lagi var þeim vel kunnugt um það, að þjóðin vill fá stjórnar- skrána og fánann, áð hún verður þvi sárfegin, að vjer komumst út úr þeim ógöngum með mál vor, sem vjer höf- um lent í. Enda ekki nokkurt orð í þeim skjölum, er birt hafa verið, sem minstu iíkur eru til að nokkur mað- tir fetti fingur út í, aðrir en þeir, sem ertt alráðnir í því að halda rifrildinu áfram, hvað sem það kostar og af þvi hlýst. 1 þriðja lagi Var það kunnugt, að með tilboðinu, sem birt hefur verið, voru ekki að sjálfsögðu fullnaðarúr- slit komín. Vel gat verið, að málið tæki enn breytingum. Því óaðgengi- legra var þjóðinni að skifta sjer af málinu að svo koninu. Loks var á það að líta í fjórða lagi, að þjóðin hafði engan tima til þess að íhuga málið, ræða það og koma ályktunum sínum á framfæri, áður en staðfestingin færi fram — þó að hún hefði eitthvað viljað láta til sín taka. Þ a ð gátu allir sjeð, hvað grunn- hygnir og hvað ofsafengnir sem þeir voru, ef þeir voru ekki orðnir alveg vitlausir. Svo að vjer getum ekki hugsað oss, að þeir hafi haft í frammi þetta,, níð- ingsverk" sitt í því skyni að hafa þau áhrif á þjóðina, að h ú n aftraði stað- festingunni. Þá er ekki nema eitt eftir, sem fyr- ir mönnunum hefur getað vakað. Þeir gátu hugsað sjer að hafa áhrif á k o n u n g. Þeir gátu hugsað sjer, að þegar hann sæi sig svo grátt leikinn af íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir færu að birta trúnaðarmál hans í leyfisleysi og þvert ofan í loforð sín, þá hætti hann allri samninga-viðleitni og segði: „Annaðhvort hagið þið þessum málum eins og jeg segi, eða við látum stjórnarskrá og fána bíða betri tíma. íslendingar ætlast auð- sjáanlega ekki til þess, að jeg sje neitt við þá að semja. Og ekki er mín þægðin.“ Tjl þess að reyna að fá þess.u framgengt — og þessu einu — að fá æst konung svo gegn islenskri þjóð, að girt yrði fyrir alla samninga um velferðarmál vor, leggja menn- irnir út í það, sem talað er um hjer á landi og í öðrum löndum sem n í ð- ingsverk. ÞaU fara að verðá geðsleg, íslensku stjórnmálin — eða hitt þó heldur! tluerjir drigu konung ii í deiluna? Einhver kátlegasta hræsnis-vitleys- an, sem vjer minnumst að hafa sjeð í íslenskum stjórnmála-umræðum, er vandlæting Ingólfspiltanna út af því, að a ð r i r menn hafi dregið kon- ung inn í deiluna út af því, að þeir birtu skjölin, sem þeim hafði verið trúað fyrir, og þeir höfðu lofað að lialda leyndum. KonungUr býður þrímenningunum til-sín. Þeir eru gestir konuilgs, meðan þeir dveljast í Kaupmannahöfn. Kon- ungur ráðgast við þá um það, hvað gera skuli. Konungur lofar þeim að halda ræðu 1 ríkisráðinu, sem þegar er orðuð, ef samningar takist. Hverjir ætli dragi konung inn í deiluna, aðrir en þeir menn, sem birta þessa fyrirhuguðu ræðu konungs í heimildarleysi og þvert ofan í þagn- arheit sitt? Spurningunni þarf ekki að svara. Henni svara allir heilvita menn á einn veg í huga sínum, — hvað sem þeir kunna að gera með vörunum. Svo ósvífnir eru mennirnir, að eft- ir alt, sem konungur hefur gert í mál- inu, segja þeir í Ingólfi, að hann sje á engan hátt riðinn við tilboð það, sem þrímenningarnir komu með ! Það er nógu fróðlegt að athuga, hvernig þeir fara að því, að setja konung svona gersamlega „út úr spilinu". Þeir gera það með þvi að benda á, að hann sje ábyrgðarlaus. Af því að hann er ábyrgðarlaus að lögum, láta þeir sem þeir geri sjer í hugarlund, að hann sje „á engan hátt“ eins og þeir orða það sjálfir, við málin riðinn, hann geti „á engan hátt“ átt neinn þátt í undirbúningi þeirra — hann sje ekki annað en nokkurs konar talvjel, sem segi það eitt, sem í hana sje látið, og skifti sjer ekkert af því, hvað í hana sje látið. Þeir látast vera svona heimskir og fáfróðir, í því skyni að fá talið alþýðu manna trú um þetta. En þetta er ekki annað en látalæti. Þeir vita betur. Þeir vita mjög vel, að konungsvald- inú er alt annan veg háttað en þetta, þó að konungar sjeu , orðnir þing- bundnir. Og þeir vita sjerstaklega, að konungur vor hefur látið núverandi deilumál vor mikið til sín taka og unnið að þvi einlæglega og röggsam- lega að fá.þéim komið í lag. Út yfir tekur þó, þegar mennirnir komast að þeirri ályktun, að af því að konúngur sje ábyrgðarlaus, þá eigi hann ekki sama rjett á sjer eins 0g aðrir menn, og það skifti engu máli, þó að níðst sje á á trúnaðarmálum hans — og það af mönnum, sem hafa skuldbundið, sig til þess að halda þeim leyndum. íslendingar yrðu óneitanlega stjórn- spakir menn, ef þeir tr.yðu kenn- ingum Ingólfs-piltanna, og legðu i vana sinn að breyta eftir þeim! Eða hvað finst mönnum? ALÞINGI KVATT SAMAN. Landritari fjekk í fyrrakvöld sim- skeyti frá ráðherra, er sagði, aö al- þingi ætti að koma saman 7. júlí næstk. Ekki er þess getið, hver ástæða sje til frestunarinnar, en ef til vill er hún til þess gerð, að þingmenn geti not- að ferð „Goðafoss", sem á að fara frá Khöfn 16. þ. m. og koma hingað nálægt 4. júlí norðan um land. „Gula hættan“. Miklar ráðagerðir eru um það víðs- vegar í löndunum, að með styrjöld þeirri miklu, er nú er háð, verði her- menskan, sem einkum hefur þróast með Þjóðverjum undir forustu Prússa, kveðin niður. Þeir eru marg- ir, sem gera sjer í hugarlund, að ein- hvern veginn muni mega ganga svo frá málefnum Norðurálfunnar, að styrjöldinni afstaðinni, að engri þjóð haldist það uppi að halda við herafla, sem geti orðið hættulegur öðrum þjóðum, og að hver sú þjóð, sem ófáanleg reynist til þess, að hlíta gjörðardómi um ágreiningsmál sin, verði látin sæta svipuðum búsifjum eins og þeir einstaklingar, sem einsk- is virða lög og rjett. En svo eru aftur aðrir — og það sumir þeirra, sem eru með eindregn- ustu friðarvinunum — sem enga trú hafa á þessum ráðagerðum. Þeir trúa ekki Norðurálfu-þjóðunum til þess að koma slikri óhemju-breyting í fram- kvæmd, á því stigi, sem þær standa nú: Og þeir bæta því við, að hvað sem kynni að mega komast með Norð- urálfuna, þá sjeu í Austurálfu heims nýir þjóðflokkar með alt öðrum hug- sjónum og alt öðrum hugsunarhætti en vestrænu þjóðirnar. Fyrir þessum þjóðflokkum vaki hvorki meira nje mirtna en það að ná valdi á allri jörð- inni. Og af vestrænu þjóðunum hafi þejr lært, hvernig þeir eigi að fara að því. . Það eru Kínverjar og Japanar, sem við er átt — gulu mennirnir. Hættan sem vestrænu þjóðunum stafar af þeim, hefur verið nefnd „gula hætt- an“. Kínverjar eru þriðjungur allra íbúa jarðarinnar, eða um það bil. En þetta afskaplega þjóðarbákn hefur verið friðsamt, óáleitið við aðrar þjóðir, að öllum jafnaði. . Ef þeir liefðu verið látnir einir um hituna, er liklegt, að þeir mundu um marga mannsaldra láta sjer nægja að búa að sínu og lifa sinu eigin lífi, án þess að ásælast það, sem aðrir menn eiga. En nú er orðið nokkuð langt síðan, að auðmenn vest- urlanda hafa að fullu komið auga á það, hve afskaplegir gróðavegir sjeu í landi, sem er gætt jafnmiklum auð- æfum frá náttúrunnar hendi eins og Kína, og þar sem manngrúinn er jafn- framt svona mikill. Og um 50 ár hafa ýmsar þjóðir lagt kapp á að ná hin- um og öðrum gróða-hlunnindum þar i landi — stundum ekki með sem göf- ugmannlegustum hætti. Enn verður ekkert um það fullyrt, hvað úr Kínverjum mundi verða, ef þeir yrðu neyddir inn í hringiðu auðs- og valdakapps. Japanar eru smáþjóð í samanburði við Kínverja, um 50 miljónir, en Kínverjar langt yfir 400 miljónir. Fyrir tveim manns- öldrum voru Japanar nægjusamir, listfengir, friðsamir menn. Nú eru þeir orðnir sú þjóð, sem hvítum mönnum stendur mest ógn af. Síðan er þeir komust að fullu inn i hina ó- hemjulegu áfergjuleit eftir auðnum og eftir sigurvinningar þeirra á Rússum og Kínverjum, virðist hafa komist inn hjá þeim sannfæring um það, að þeim sje ætlað að drotna yfir jörðinni. Enskur rithöfundur og þingmaður, sem ferðaðist í fyrra kringum hnött- inn, segir, að í öllum þeim hlutum veraldarinnar, sem hann hafi komið i. og Kínverjar og Japanar hafist við í, hafi hann undantekningarlaust heyrt talað um þessar tvær greinar á mongólska kynstofninum á einn veg: Kínverjum treysta menn og þá virða menn hvarvetna; á Japana líta menn með tortrygni og ótta. Fyrir tveim mannsöldrum var litið sömu augum á þessar þjóðir. Þessi hefur breyt- ingin orðið. Japanar hafa sjeð það, ekki síður en Norðurálfumenn, hvað úr Kína- veldi má gera. Þeir hafa sjeð það, að undir verndarvæng og stjórn þeirra sjálfra getur Kínaveldi orðið verk- færi þeirra til þess að ná undir sig yfirráðum yfir veröldinni, og að gera má úr því það afl, sem ekkert fær rönd við reist. I þvi skyni, að þoka þeirri fyrir- ætlun sinni ofurlítið áfram til fram- kvæmdar, sögðu þeir friðnum slitið með sjer og Þjóðverjum, þegar Norð- urálfu-styrjöldin mikla hófst á síð- asta ári. Bandaríkjamönnum leist þá iila á blikuna. Með þeim og Japön- um eru alt af viðsjár töluverðar. En forsætisráðherra Japana tjáði þeim hátíðlega, að þeim kæmi ekki til hug- ar að seilast eftir neinum landvinning- um frá Kína nje nokkurri annari þjóð. Skömmu síðar lýstu samt Japan- ar yfir því, að þeir ætluðu sjer ekki að láta aftur af hendi þær stöðvar í Kína, er þeir höfðu þá unnið af Þjóð- verjum. En Japanar hugsa sjer miklu hærra en að ná í þessa kínversku skika, scm Þjóðverjar hafa áður kastað eign sinni á. í síðastliðnum janúarmánuði sendi japanska stjórnin forseta Kína- veldis skrá yfir tuttugu og eina kröfu, sem þeir kváðust gera til Kínverja. Sú. skrá er einhver sú ósvífnasta á- rás, sem gerð heíur verið á sjálfstæði nokkurrar þjóðar. Japan hafði, ásamt Stórþretalandi, Rússlandi og Banda- ríkjunum, skuldbundið sig til þess að virða sjálfstæði og heild Kínaveldis, og sömuleiðis dil þess að sjá um, að þegnum allra rikja skyldi þar gert jafn-hátt undir höfði. En á það.skjal hafa Japanar auðsjáanlega litið nokk- uð likt eitís og Þjóðverjar litu á skjal- : ið, sem átti að tryggja það, að Belgia : skyldi látin óáreitt. Stjórn Japana var með samningum sþuldbupdin til þess að láta hinar þjóðirnar, sem tekið höfðu að sjer á- byrgð á Kínaveldi, vita um kröfur sínar. Það gerði hún líka — en sagði þeim mjög rangt frá, og þagði um nærri þvi helminginn af kröfunum. Samt sem áður fjekst vitneskja um þær, og hún er að þakka enskum blaðamanni í Peking. Hann náði í kröfuskrána og birti hana í ensku blaði. Lundúnablaðið „Daily News“ gerir eftirfarandi grein þess, hvað fólgið sje í þessum kröfum: „Samkvæmt þeim mundi fylkið Shantung komast undir yfirráð Jap- ana; Suður-Mansjúría og Austur- Mongólía mundu, að öllu verulegu lcyti, verða japönsk fylki; Japan mundi fá einkarjett á hinum miklu náma-auðæfum í Yangtse-dalnum, og þar með kæmist það á þeirra vald að greina Suður-Kína frá Norður- Kína; Japan mundi fá vald á her- gögnum Kínaveldis; lögreglustjórn á mikilsverðum landflæmum í Kína kæmist í hendur Japansmanna; jap-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.