Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.06.1915, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.06.1915, Blaðsíða 2
9« LÖGR/ETTA Nýjustu bækur: íslensk söngbók. 300 söngvar. 2. útg. endurskoðuð. Verð innb. kr. Guðm. Finnbogason: Vit og strit. Verð innb. kr. 1.35. i-75- Fást hjá bóksölum. m Bókaverslun Sig-f. Eymundssonar, Rvík. K W Aluavara. liandsins stærsta, besta og* ódýrasta úrval. - - - Sturla Jónsson. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á lslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. anskir sjerfræöingar yrðu settir til þess að ráða yfir stjórnmálum, her- málum og fjármálum Kínaveldis; öllum þjóöum yröi bönnuð öll afskifti af málefnum kínverska ríkisins, nema Japans-mönnum; japönskum stjórn- mála-sendiboðum yrði leyft að fara um alt Kínaveldi með kenningar sín- ar. Slíkt fyrirkomulag mundi koma öllu Kínaveldi undir yfirdrotnun Japansmanna. Eins og nærri má geta, setti það í hættu stórkostleg versl- unarviöskifti og iðnaðarfyrirtæki, sem Bretar eiga í Kína, og það mundi ónýta með öllu samning Breta og Japana, sem ábyrgist það, aö kín- verska rikið haldist óskift, og að all- ar þjóðir skuli þar jafn-rjettháar.“ Þegar sannleikurinn um þessar kröfur Japana komst upp, lögðu Jap- önsku blöðin mikið kapp á að hnekkja honum, sögðu, að þetta væru þýskar lygar, og enginn maður mætti taka mark á þeim. En það yfirklór meta menn að engu. Enda kemur frá- sögnin um þessar kröfur ágætlega heim við það, sem staðið hefur í japönskum blööum. Meðal annars flytja ensk blöö eftirfarandi klausur úr ritstjórnargrein, sem kom út 9. okt. síðastl., í stjórnarblaði í Tokio, höf- uðborg Japans: „Eins og Kína er nú, stendur Jap- an hætta af því.“ „Japanar eru þess aíbúnir að leggja út í ófrið viö hvaða þjóð sem er, til þess að vernda lönd Kínverja". „Japan ætlar ekki að eins að reyna að hefta valdagirnd Rússa og Þjóö- verja, heldur lika leggja stund á að aftra þvi, að Englendingar og Banda- rikjamenn setjist þar að krásinni.“ „Vilji Kínverjar lofa Japansmönn- um að fara að ráði sínu eins og þeir hafa hug á, þá má halda löndum þeirra óskiftum; en verði þeir með nokkura minstu mótspyrnu, eru dag- ar þeirra á enda runnir. „Til þess að færa sjer að fullu í nyt þann ófrið, sem nú er i Norður- álfunni, verður Japan að ná sem allra mestum yfirráðum yfir Kínaveldi.“ Kínverjar hafa verið afarreiðir út af kröfum Japana — sem ekki er nein furða. En einhvern veginn hefur málið jafnast með þeim til bráða- birgða. Menn vita ekki að fullu, hvernig málalyktir hafa orðið. Utan- ríkisráðherra Breta hefur færst und- an aö skýra frá því í bretska þing- inu, sagt, að þar væri um leyndar- mál að tefla, sem hann mætti ekki láta uppi. Bretska stjórnin hefur sætt nokkuru ámæli fyrir það, að hún hafi ekki verið jafn-vel á verði gegn hinum hættulegu bandamönnum sín- um, Japönum, eins og hún hefði átt að vera. En allir vita líka, að hún hef- ur átt í miklu öðru að snúast síðustu mánuðina. Það tvent fullyrða menn samt sem áreiðanlegt: a ð Japan hafi1 islegið töluvert af upprunalegum kröfum sínum og a ð Kina hafi orðið við kröfunum að talsveröu leyti. Það þykjast menn vita, að Japan hafi fall- ið frá kröfunni um að taka lögreglu- stjórnina í sínar hendur, og eins kröf- unni um japanska sjerfræðinga, sem a:ttu að hafa yfirumsjón með her- málum og fjármálum Kínaveldis. En hvernig sem það samkomulag kann að vera, sem nú hefur komist á, svo að afstýrt hefur orðið í bráðina ó- friði þar austur frá, þá þykjast menn nú vita með vissu, hvað Japanar hafa í hyggju. Og ekki verður sagt, að það bendi í þá áttina, að styrjöldun- um verði að sjálfsögðu lokið með þeim ófriði, sem nú þjáir Norðurálf- una svo greypilega. E. H. fiiiliirjilsjiriilið. Rjettarfar í Árnessýslu. í 17. tölublaði Lögrjettu birti jeg grein um afskifti Sigurðar Ólafsson- ar sýslumanns í Árnessýslu, sem þá voru orðin, af svokölluðu Gaulverja- bæjarmáli, og gat þess þar, að mjer þætti auðsætt, að hann ætlaði fyrir sjer um lög fram að hrekja mig frá Gaulverjabæ. Margir, sem þektu málavöxtu og síðar kyntust þeim, töldu slíkt hina mestu fjarstæðu, að hann, sem þeir töldu friðsaman og rjettsýnan embættismann, mundi beita þvílíku gerræði, en aftur aðrir, er þóttust þekkja til þess að hann, þótt hægt færi ávalt, hefði knúið sitt fram og haft sýslubúa í hendi sjer, sem sauði í kví, þóttust þess fullviss- ir, aö hann mundi einskis svifast, eigi gæta laga nje sanngirni, en berja sitt fram með valdi. Það er og á daginn komið, að þessir þektu manninn best. Um mál þetta hefur farið miklum tröllasögum, meira en nokkurt mál hjer nærlendis síöustu tíma; m. a. hef- ur sú saga flogið fjöllum hærra, að jeg hafi dregið að mjer liðsafla mik- irn og þá líklega vígbúnað, og mundi brátt koma til höfuðorustu, er eigi færu minni sögur af en viðureign bandamanna og Þjóðverja í Belgíu og Frakklandi, og má af viðburðun- um 7. júni ráða, hvaðan hugmynd sögu þeirrar sje komin. Af ástæðum þeim, sem getur i áð- urnefndri Lögrjettugrein, var jeg viss um að jeg heföi fulla byggingar- heimild á jöröinni og ljet jeg því gera alla voryrkju í fullum mæli og leysti af hendi jarðabætur, sem langt fóru fram úr þvi, er umboðsmaður skýrði mjer frá aö krafist yrði, 300 ferfaðma túnsljettu. 22. maí haföi jeg lokið 334 ferfaðma túnsljettu og bað hreppstj. taka hana út, sem hann og gerði, og 3. júní lauk jeg stækkun sáðgarða jarð- arinnar, sem jeg stækkaði um 110 ferfaðma. 7. júní var jeg langt á veg kominn með aðra túnsljettu, stærri hinni fyrnefndu. Áminstar úttektir hreppstj. hljóða þannig: „Eftir kröfu Björns Gíslasonar, Gaulverjabæ, hef jeg tekið út sljettu í túni jarðarinnar, sem Björn hefur látið sljetta fyrir fardagaárið 1915, sem er að stærð 334 f.f. og er sljett- an vel af hendi leyst. p .t. Gaulverjabæ 22. nóv. 1915 Guðmundur Þorkelsson hreppstjóri“. „Samkvæmt kröfu Björns Gísla- sonar á Gaulverjabæ, hef jeg i dag tekið út nefndar jarðabætur, sem hann hefur af hendi leyst fyrir far- dagaárið 1915 — 1916: Aukinn gam- all sáðgarður 38 ferfaðmar. Nýr sáð- garður 9X8=72 ferf., — og fundið verkið vel og forsvaranlega af hendi leyst. Gaulverjabæjarhr. 3. júní 1915. Guðmundur Þorkelsson hreppstjóri“. Eins og sjá má af úttektum þess- um, tekur hreppstjóri sem umboðs- maöur jarðarinnar við þeim án at- hugasemda og hlýtur því samkvæmt fyrri ummælum og framkomu sinni enn þá 3. júní, m. ö. o. í fardögum, aö skoöa mig sem löglegan ábúanda Gaulverjabæjar fardagaárið 1915— 1916, þar eð þær eru liður í lögskip- uðum skyldum leiguliða. Að aftni hins 4. júni kom hrepp- stjóri til mín og bað jeg hann þá að taka viö afgjaldi jarðarinnar, með því jeg vildi fyrirbyggja óhróður nokkurra óvandaðra ræfla, sem farn- ir væru að breiða það út, að jeg rnundi ætla að rýja jörðina í sumar og hlaupa frá henni í haust án þess að standa skil á eftirgjaldi eða öðru. Hreppstjóri færðist undan að taka vr'ð eftirgjaldinu þar eð hann hefði beðið um lausn frá hreppstjórn og sjer þætti eftirmanni sínum bera að Veita því viðtöku. Jeg bað hann þá um yfirlýsingu hjer að lútandi og gaf hann hana svohljóðandi: „Það vottast hjer með, að Björn Gíslason á Gaulverjabæ í dag hefur óskað að afhenda mjer eftirgjald jarðarinnar Gaulverjabæjar fyrir far- dagaárið 1915—1916 kr. 300 — þrjú hundruð krónur — en neitaði jeg að taka við peningunum, þar sem jeg þegar hef beðið um lausn frá hrepp- stjórastörfum og mjer þvi virðist eftirmanni mínum bera að taka við eftirgjaldi jarðarinnar. p. t. Gaulverjabæ 4. júní 1915. Guðmundur Þorkelsson hreppstjóri". Enn þá að kvöldi annars fardags skoðar hann mig löglegan ábúanda jarðarinnar. En um háttatíma s. d. kom Skúli Grímsson til mín og hafði þá hreppstjóra og annan mann í eft- irdragi. Kvaðst hann kominn til þess að heimta jörðina, en jeg sagði honum það, sem jeg þrásinnis áður hafði sagt honum, að jeg teldi mjer jörðina heimila og mundi alls eigi víkja. Hann skoraði þá á hreppstjóra að fylgja sjer þegar og gekk svo fast að, að gamalmennið varð að setja upp embættissvip til þess að fá frið til þess að tæma kaffibolla, er fyrir hann var settur. Hann fjekk þó tíma til þess að segja mjer frá því, að sjer væri stefnt i Kaldaðarnes, og þótt hann vissi ekki til hvers hann skyldi þangað fara, þyrði hann ekki að ó- hlýðnast. Hvert erindið var kom fram síðar. Liðu svo fardagar að ekkert bar til tíðinda, og þótti mjer því líkast að sýslumaður hefði sjeð skömm sína og ætlaði að ljetta lögbrotum á mjer; þótti mjer og sennilegt, að stjórnar- ráðið hefði aðvarað hann, að beita eigi Skúla Grímssyni fyrir málið um Gaulverjabæ, þar eð því var kunnugt orðið, að Skúli væri eigi fullveðja og því beint lagabrot einnig að því leyti, að sýslumaður hafði bygt eða látið byggja honum jörðina; þó hef jeg síðar komist að því, að stjórnar- ráðið mun enn þá ekki að neinu leyti liafa skift sjer af málinu. Boðað hafði verið til manntalsþings fyrir Gaulverjabæjarhrepp að Gaul- verjabæ þ. 7. júní kl. 1 e. h. Þegar leið að hádegi, tók að verða all-mikil mannareið um hjeraðið og varð það brátt sýnilegt að fjölment mundi þing þetta verða venju fremur og var þess til getið, aö menn væntu þess, að eitt- hvað sögulegt ætti fram að fara. Stundu síðar en þing skyldi byrja, sást yfirvaldið koma og leið svo að miðjum aftni að ekkert sögulegt skeöi. Jafnótt og þingmenn höfðu lok- ið erindum sínum, gengu þeir af þingi og söfnuðust í hópa á hlaði og túni; átti jeg tal við nokkura þeirra og leyndi það sjer ekki, að þeim var mikið niðri fyrir og sögðu þeir, að sýslumaður hefði bannað þeim að yfirgefa staðinn þar til hann færi. Jeg þóttist þá sjá að rjett hefði verið frá sagt um liðsafnað, aö eins vikið við um hver liðinu safnaði. Afhallandi miðjum aftni var þing- störfum lokið og fjekk jeg þá orð- sendingu yfirvaldsins um, að hann vildi við mig tala. Jeg fór þá á fund hans og bar hann upp erindi sitt: Sjer hefði til eyrna borist, að jeg vildi ekki víkja jörðina og hefði hann feng- iö beiðni um að bera mig út. Jeg sagði sem var, að jeg hefði aldrei neina tilkynningu fengið um það, að jeg ætti að standa upp af jörðinni, enda hefði jeg það ekki í hyggju, þar sem jeg væri löglegur ábúandi henn- ar. Hann kvað sjer það ókunnugt og yrði hann að framkvæma útburð, ef jeg ekki þegar flytti góðfúslega, og byrjaði hann þegar á útburðargerð. Sást þá til hvers hreppstjóra hafði verið stefnt í Kaldaðarnes, þvi að sýslumaður hafði í höndum svohljóð- andi skjal: „Með því að Björn Gíslason, sem hefst við í Gaulverjabæ, hefur lýst yfir þvi við mig, aö hann ætli ekki að víkja góðfúslega af jörðinni í þess- um fardögum, heldur beita þar þrá- setu, verð jeg sem umráðamaður jarð- arinnar aö krefjast þess af yður sem fógeta, að þjer berið hann út af jörð- inni hið allra fyrsta. Iireppstjórinn í Gaulverjabæjarhr. 5. júní 1915. Guðmundur Þorkelsson. Til fógetans í Árnessýslu.“ Eigi er mjer enn þá kunnugt, hvernig skjal þetta er til orðið, en það þori jeg að staðhæfa að Guð- mundur Þorkelsson hefur eigi samið það og eigi ritað það af sjálfsdáðum og af fúsum vilja. Að skjal þetta er til, sýnir að vísu, aö maðurinn er ein- stakur ræfill, en jeg þekki svo mann- inn að jeg veit, áð hann er ekki var- menni; en samkvæmt því sem að framan og í fyrri grein minni er sagt og sýnt um framkvæmdir hans i þessu máli, og er þess er gætt, að hon- um var kunnugt um, aö jeg þegar hafði lagt fleiri hundruð krónur í rekstur og endurbætur jarðarinnar og bundist kostnaði, er var margfalt stærri, í trausti þess, að gerðir hans væru að einhverju merkar, þá þyrfti meira en meðal-ódrengskap til þess sjálfkrafa að fremja annað eins níð- ingsbragð og tilbúningur skjals þessa er; til þess þarf ærusneiddan þorpara og það er Guðmundur ekki, þó eigi væri af öðrum ástæðum, þá vegna þess, að hann hefur eigi hug til þess. Jeg efast alls eigi um, að sýslumaö- ur hafi knúið Guðmund til þess að rita skjal þetta, og kæmi mjer eigi á óvart, ef það á sínum tíma kemur í ljós, að svipan, sem klárinn var keyrð- ur með, hafi verið óttinn fyrir harð- ræði, ef áfátt yrði í svip um skil á fjám, er hreppstjóra bar að skila i hendur sýslumanni, er hann skilaði af sjer embætti. Guðmundur sagði mjer e:tt sinn, að hann hefði int að þvþ að jeg mundi hafa rjett til að sitja á jörðinni, í samtali, er hann átti við sýslumann, en hefði hann þá sagt, að jeg skyldi frá jörðinni fara h v a ð sem það kostaði. Hvað er það, sem ekki má búast við frá þeim em- bættismanni, er lætur sjer slíkt um munn fara? Þegar útburðargerðin var hafin, ljet jeg mótmæla henni og rökstuddi bæði lögleysi hennar og rjett minn til jarðarinnar. Gerðarbeiðandi, sem þá var orðinn Dagur nokkur Brynjólfs- son settur hreppstjóri (Guðmundur hafði með öllu gefist upp á skjalinu góða, sem þannig er minnisvarði 32 ára hreppstjórnar hans), gat eigi mót- mælt einu einasta orði af rökfærslu minni, og var hún því, eftir því sem lögfræðingar skýra mjer frá samkv. málflutningsreglum, er gilda hver- vetna utan Árnessýslu, rjett og óhögguð, þar á meðal mótmæli mín gegn því, að sýslumaður sem fó- geti gæti felt úrskurð í málinu eftir afskifti þau, sem hann hafði af því haft. Það getur ekki verið vafa undir- orpið, að sýslumaður, með því að rita samþykki sitt á byggingarbrjef Skúla, sem hann kveðst hafa gert, gerði hann aö öllu óhæfan til þess að fella úrskurð í málinu, þótt hann hefði engin önnur afskifti af því haft, og því fremur var hann óheimill að því að hafa afskifti af því, þar sem hann ómótmælt haföi beitt sjer fyrir máliö á öldungis ósæmilegan hátt, að eigi sje frekar til orða tekið. Þegar liðið var af venjulegum háttatima, gaf fógeti til vitundar, að nú ætlaði hann aö kveða upp úrskurð og bað jeg fulltrúa minn hlýöa á hann. Hann kom fjórðungi stundar síðar, og kvað fógeta hafa kveðið upp úrskurði tvo; einn þess efnis, að sýslumaður neitaði að vikja sæti sitt sem fógeti og annan þess efnis, að útburður s k y 1 d i fram fara. Þá kvað hann sýslumann hafa beint þeirri spurn- ingu að sjer, hvort jeg hjer eftir vildi víkja góðfúslega, og kvaðst hann auð- vitað verða að láta þá spurningu halda áfram til hlutaðeiganda. Jeg gekk þá á fund sýslumanns og kvaðst auðvitað ekki hlýta úrskurð- um hans um hánótt og spurði hann hvort hann hefði dregið að sjer mann- fjölda þann, er þar var saman kom- inn, til þess að ráðast á heimili mitt á náttarþeli. Hann svaraði með þjósti miklum: „Þjer sjáið það bráðum." Með því að jeg hygg, að lög standi eigi til þess, að útburðargerð megi fram fara á næturþeli, lokaði jeg hús- um. Að nokkurum tíma liðnum tóku að heyrast högg og dynkir á hurð- um og veggjum, og gekk jeg þá fram að glugga og kvaðst vilja hafa nátt- frið hjúum mínum og gestum, en ofsi var þá svo mikill í sýslumanni, a ð hann braut frið kirkjunn- ar á næturþeli og rændi graftólum hennar til þess að gera húsbrot á mjer. Aö- ferð þessa leyfi jeg mjer að leggja undir almennings dóm, leikra sem lærðra^ hve sæmileg sje og samboðin konunglegum embættismanni. Hefði gestur, sem hjá mjer var, ekki talað vit fyrir sýslumann, hefði hann óefaö bætt þeirri svívirðing of- ar. á önnur lögbrot sín í þessu máli, að bera út muni, fjenað, fólk og g e s t i mína um hánótt. Þegar sýslumaður haföi loks sjeð skömm sina, ætlaði eigi betra að taka við, 0g sannaðist þar hið fornkveðna, að fje er jafnan fóstri líkt. Ræflar þeir, sem byggja sveit þessa og hafa nagað bak mitt með rógi og smánar- yrðum en eigi hafa þorað að sjá í augu mjer, voru þá orðnir svo blóð- þyrstir, þótt jeg hafi þeim —- kannske fátt gott, þá samt—ekkert ilt gert, að þeir ætluöu að neyða sýslum. til þess að fremja óverkið og tókst honum loks að slökkva blóðþorsta þeirra með hátíðlegu loforði um, að þeir mættu henda munum mínum milli sín næsta dag. Ekki var þó kjarkur prúðmenn- anna meiri en svo, að þeir aftóku með öllu að koma á vettvang nema hlíf og skjöldur þeirra, sýslumaðurinn sjálfur, væri viðstaddur; ekki einu sinni Dagur dáðríki, sem með ógna- þori og fimbulmóði nokkurum stund- um áður hafði snúist að verki þessu, treysti hugprýði sinni og þreki til þess að standa i stórræði þessu við fimtugasta mann. Að maðurinn er móöi gæddur kom þó í ljós síðar, er hann að eins við 12. mann fór að 8 kúm, er jeg hafði umráð yfir, og hnepti þær allar í varðhald. Þegar hjer var komið sögunni, var áliðið nótt, og fóru menn heim til kvenna sinna, nema sýslumaður, sem ekki komst lengra en að Stokkseyri. Er svo að sjá, sem vígamóðurinn hafi nokkuð þorrið eða og hafa önnur nauðsynjaverk tafist þeim, því að eigi sáust þeir aftur fyr en afhallaði nóni og voru þá eigi með afbrigðum karlmannlegir að sögn sjónarvotta. Það mun sannmæli, að sýslumaður hafi sýnt afburða röggsemi í máli þessu, er segja má að næst gangi hans um land alt nafnfrægu rannsókn á or- sökum „Ingólfsbrunans“ á Eyrar- bakka, sem honum alt að þessu hef- ur tekist að halda í ógagnsæum eða kannske rjettara hálfgagnsæum „reyk“, þrátt fyrir allar upplýsingar, sem fram hafa komið, Jeg sá fyrir nokkuru einhverja yf- irlýsingu í ísafold, undirskrifaða af Bjarna Halldórssyni. Maður þessi mun hafa verið Bjarni bóndi Hall- dórsson á Fljótshólum, en með því að hann fáum dögum eftir að grein- in birtist safnaðist til feðra sinna og jeg ætla mjer ekki að leggjast á ná- inn, skal jeg ekki nánar snúa mjer að greinarstúf þeim, að því er hann snertir. En hnýtt var þeim hala aft- an í greinina, að hana hefðu undir- skrifað 28 bændur í hreppnum. Jeg þóttst þá skilja, að hjer væri um blaðsneypu nokkura að ræða, sem Bjarni þessi og Einar nokkur í Brandshúsum gengu huldu höfði með meðal manna og reyndu að snýkja undirskriftir á. Jeg skora nú á þá 27 eftirlifandi, að gefa sig fram við mig, og legg við drengskap þeirra, ef nokkur er, að fela sig ekki í kistum dauðra manna. Enn fremur að þeir opinberlega skýri frá ástæðum þeim, sem þeir þóttust hafa til þess að semja og birta blað- sneypuna. Er mjer nú forvitni á að sjá hve margir eru drengir af þeim 27. Jeg skal að lokum geta þess, þar sem sýslumaður að líkindum vill því fyrir sig bera, að framkoma hans hafi verið sprottin af skyldurækni og umönnun um hag jarðareiganda, kirkjujarðasjóðs, að jeg endur fyrir löngu lýsti yfir því við hreppstjóra, er hann mintist á, að hann mundi verða fyrir leiðindum út af ofanálagi jarðarinnar, að jeg væri fús til þess með öllu að eiga viö fyrir- rennara minn á jöröinni, Jón Magnússon, um ofanálag hennar. Nú berst mjer til eyrna, að Skúli hafi fengið úttektargerö, sem ákveði 1700 kr. ofanálag á íbúðarhúsið eitt og að hann þegar hafi krafið stjórnar- ráöið um fje þetta, meö því að Jón Magnússon væri ekki fær um að greiða það nú. Mjer þykir aö vísu saga þessi ó-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.