Lögrétta - 27.10.1915, Side 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON,
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
LOGRJETTA
Af greiCslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON,
Veltusundi 1.
Talsími 359.
Nr. 50
Reykjavík, 27, október 1915,
X. árg.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
BókaverÉn Siglðsar [ymundssonar.
Lárus Fjeldsted,
Y f irr jettarmálaf ærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 sítSd.
HJARTANS ÞAKKIR sendi jeg
cllum, sem mintust mín og sýndu
mjer góðvild í orði og verki á sex-
tugsafmæli mínu í gær.
Rvík 21. okt. 1915.
MORTEN HANSEN.
Stríðið.
Síðustu fregnir.
Nýjustu fregnir frá Balkan eru
þær, að Búlgarar hafa tekið Uskub
t Serbíu, en hún er ein helsta og
merkasta borgin þar og stendur við
járnbrautina frá Saloniki og norður
til Nisch, sunnarlega í landinu. Eft-
ir því að dæma, hafa Búlgarar slit-
ið samband meginhers Serba við liðs-
uppsprettu bandamanna í Saloniki.
Einnig hafa Búlgarar tekið borgina
Koprulu, allstóra borg, æðilangt fyrir
sunnan Uskub, og er sú borg líka við
aðaljárnbrautarlínuna norður eftir
landinu. Norðar í Serbíu er sögð
framrás af hálfu hers Austurríkis-
manna og Þjóðverja.
Floti bandamanna ltefur skotið á
strandbæinn Dedagatsch i Búlgaríu,
segir i símskeyti til „Frjetta“. Sá bær
er við Enosflóa og eiga Búlgarar þar
land á nokkuð stóru svæði suður að
Grikklandshafi. Einnig segja fregn-
skeyti, að Rússar sjeu að búa út leið-
angur á hendur Búlgurum.
Um Grikki er ekkert getið í síð-
ustu fregnum þaðan að sunnan. Og
ekki heldur urn Rúmeníu. En sjá má
það í siðustu útl. blöðum, að mis-
sætti rnikið á sjer þar stað út af að-
stöðunni til ófriðarins. Flokkur er þar
vinveittir Rússum, sem hefur hátt um
sig og vill að Rúmenía snúist til lið-
veislu við þá, en stjórnin vill það ekki
og hefur hún meiri hluta þingsins
með sjer. Þeim megin er og konung-
urinn og vill Rússa-flokkurinn
kenna honum um.
Skeytin segja, að ítalir sjeu nú að
sækja fram á suðurvígstöðvunum og
verði þeim þar nokkuð ágengt. En
um leiðangra ]>eirra til Serbíu, sem
áður hefur verið frá sagt, heyrist nú
ekkert.
Ákafar orustur eru sagðar á milli
Þjóðverja og Rússa í Kúrlandi. Ein
fregnin sagði Rússa vera að setja lið
á land frá skipum í Eystrasalti vestan
við herstöðvar Þjóðverja, er enn þá
eru við Riga. í Galizíu er sagt, að
Rússar sæki fram, en ekki er svo að
sjá sem það sje neitt að ráði. En auð-
vitað hafa Þjóðverjar og Austurrík-
ismenn orðið að minka her sinn að
mun einhverstaðar á austurherstöðv-
unurn, er þeir sendu svo mikið lið
suður í Serbíu.
Á vesturherstöðvunum er nú sagt
viöburðalítið.
Blóðugasti bardaginn.
Tilraun bandamanna til þess aö
brjótast gegn um herlínu Þjóðverja á
vesturherstöðvunum um síðastl. mán-
aðamót er af ýmsum lýst eins og væri
það blóðugasti bardaginn, sem
nokkru sinni hafi háður verið. Undir
slíkri yfirskrift er birt frásögn um
viðureignina, þar sem Englendingar
sóttu fram, frá lcunnum hermála-
blaðamanni, sem Philip Gibbs heitir
og er við höfuðherstöðvar Englend-
inga í Frakklandi. Hjer fer á eftir
útdráttur úr lýsingu hans.
Hjer er sýnt, hvernig borgin Ypern í Belgíu lítur nú út. Þar er varla nokkurt hús óskemt af skothriðinni
og víða standa aðeins eftir naktir múrveggirnir með opnum gluggatóftum. I miðjum bænum voru stórmerki-
legar miðaldarbyggingar, svo sem Klæðahöllin svo nefnda, Ráðhúsið, St. Marteins-kirkjan og Bæjargripasafn-
ið. Á myndinni sjást fremst rústir Klæðahallarinnar. Þar rjett á móti eru rústir Marteins-kirkjunnar. Aftar
sjast rústir Ráðhússins, en Bæjargripasafnið, sem var rjett við Klæðahöllina, er fallið til grunna. Engir menn
hafast nú við í Ypern, því borgin er i herlínunni. Önnur umferð er þar ekki um göturnar en af hermanna-
flokkum, sem öðru hvoru fara þar um.
Áður en áhlaupið var gert, höfðu
fallbyssurnar þrumað samfleytt i tvo
sólarhringa. En Þjóðverjar höfðu fult
traust á styrkleika vígstöðva sinna.
Föstudagskvöldið 24. sept. stóð skot-
hríðin sem hæst. Ein Járnbrautarlest-
in eftir aðra kom með skotfæri, sem
nýsend voru yfir urn frá Lloyd Geor-
ges-verksmiðjunum ensku. Þegar ein
fallbyssan var orðin heit, tók önnur
við, og þannig var haldið áfram í sí-
fellu, svo að nærri því var óverandi á
stórskotalinunni. Hávaðinn var ó-
skaplegur. Verra getur ekki verið í
Helvíti. Einkum var viðureignin áköf
við Yser. Önnur eins stórskotahríð
hafði aldrei heyrst þarna áður. Og
þó varð hún enn harðari laugardags-
morguninn 25. sept. Þá sáu Þjóðverj-
ar, að nú átti til skarar að skríða.
Að því er fangar frá þeim segja, gaf
herstjórnin þá þegar fyrirskipun urn
undanhald. Hermenn vorir voru í
miklum æsingi, og þráðu nú hið
mikla áhlaup, sem til stóð. í tvo sól-
arhringa hafði enginn sofið vegna
stórskotaþrumanna. Nú stóðu þeir
með byssustingina tilbúna og störðu
út í myrkrið, er í sífellu var rofið hjer
og þar framundan þeim af sprenging-
um og eldblossum frá byggingum,
sem voru að brenna. Foringjarnir áttu
erfitt með að halda liðsmönnunum
lengur í skefjum.
Um sólaruppkomu þögnuðu alt í
einu fallbyssurnar og áhlaups-merk-
in voru gefin. Hermennirnir þutu
hvervetna fram, eins og hvirfilvindur
færi yfir. Hver einstakur maður vissi,
aö áhlaupið átti að gerast samtímis á
mjög löngu svæði.
Þeir, sem voru í þessu áhlaupi,
inunu aldrei gleyma næsta hálftíman-
um eftir að það hófst. Að koma inn i
hlau'pgrafir óvinanna, var eins og að
koma inn í kirkjugarð, ef menn hugs-
uðu sjer að likin lægju þar ofan á
gröfunum. Sjónin var svo hræðileg,
að það leið yfir einstöku menn aí
hermönnum okkar. Tvær fremstu
gaddavírsgirðingarnar voru gersam-
lega malaðar í smátt, svo þar var nú
autt svæði, sem áður virtist óhugsan-
leg umferð um. Undanfarna daga
hafði rignt, og smáagnir af gadda-
vírsgirðingunum lágu um jörðina eins
og korn á akri. En leiðin var opin.
Skotskar fylkingar voru í farar-
broddi, en þar næst fylkingar af ný-
liðum Kitcheners lávarðar, ungir
menn um tvítugt.
Takmarkið var að taka þorpið
Loos, sem var hálfa fjórðu enska
mílu inni á valdsvæði Þjóðverja.
Fyrst gekk ferðin greiðlega. En svo
skall yfir kúlnajel frá vjelbyssum
Þjóðverja í Loos. En nú tjáði ekki
að hika. Herinn þaut áfrarn með
húrra-ópum. Enginn leit við, þótt fje-
lagi hans fjelli dauður að baki hon-
um. Menn gleymdu vini og bróður, en
takmarkið var framundan, og það var
að taka þorpið Loos.
En þangað var ekki komið fyr en
kl. 8, og höfðu þá margir vaskir,
enskir drengir vætt jörðina með blóði
sínu. Og þarna átti svo hin reglulega
orusta fyrst að byrja. 1 tvo tíma var
svo barist á götum þorpsins áður en
við fengum yfirhöndina í Loos. Þjóð-
verjar börðust „eins og djöflar1'.
í enska hernum hljóta menn
að viðurkenna það, að hreysti
óvinanna er dæmalaus. Margir af
þessum mönnum börðust ekki til
þess að vernda lífið, heldur miklu
fremur til þess að deyja. Enginn
þýskur foringi vildi gefast upp. Það
var kallað til þeirra og þeim sagt, að
þeim yrði hlift, ef þeir ljetu taka sig.
Þeir svöruðu með vjelbyssuskotum,
byssuskotum og skammbyssuskotum,
og að síðustu með þvi að brjótast
fram með rýtingana í höndunum,
þangað til þeir fjellu særðir óteljandi
skotum. Annað eins blóðbað 0g þenn-
an morgun í Loos hefur aldrei fyr átt
sjer stað og mun aldrei úr þessu eiga
sjer stað. Jafnvel Zola hefði ekki get-
að lýst því eins og það var, er ruðst
var inn i húsin í Loos, og Þjóðverjar
skotnir þar niður. Sumir fangarnir
hafa mist vitið, og hermenn okkar eru
þögulir, þegar þeir eru spurðir um
viðureignina þarna.
Svona gekk það í Loos. Og svona
gekk það alstaðar á því svæði, sem
áhlaupið náði yfir. Alstaðar var mót-
staðan þessu lík. Sumstaðar urðu
hópar af óvinum króaðir af og tekn-
ir til fanga. En samt eru þeir föllnu
miklu fleiri en fangarnir.
Við þessa lýsingu bætir svo Gibbs
frásögn um ýms smærri atriði. Dreng-
ur í einni lúðrasveitinni ensku fleygði
lúöri sínum í Loos og greip skamm-
byssu, óð inn i hús, skaut þar þrjá
Þjóðverja og varðist gegn tuttugu
öðrum, þangáð til hann fjekk hjálp.
Enskur foringl tók sjer stöð með
fylgdarliði sínu i húsi í Loos, sem alt
til þessa hafði verið fyrir utan kúlna-
hríðina. En þegar hann hafði sest þar
að, tók að rigna yfir húsið þungum
skotum. Það var auðsjeð að fallbyss-
um Þjóðverja var miðað á þetta hús
úr fjarska. Hann skipaði þvi að rann-
saka kjallara hússins. Þar fundust
3 Þjóðverjar. En fyrst eftir að hann
hafði verið í húsinu 40 mínútur, fanst
i kjallaraherbergi lengst niðri þýskur
foringi, sem var að síma þaðan til
hersveitar sinnar úti fyrir og stjórn-
aði þaðan sjálfur skotunum ,sem
dundu yfir húsið. Hann hugsaði að
foringinn, sem tók sjer stöð í húsinu
með fylgdarsveit sinni, væri yfir-
stjórnandi áhlaupsins, og beindi svo
skothríðinni þangað án tillits til þess,
að líf sjálfs hans var jafnframt í veði.
Hann dó líka i hreysti, eftir að hafa
látið í ljósi framúrskarandi hug og
dug. En símaverkfærið hans lenti í
okkar höndum.
Enn segir Gibbs frá því, er hann
eftir bardagann gekk um meðal hinna
þýsku fanga og særðu manna. Á
sljettunum kringum járnbrautina lágu
1400 þýskir fangar í grasinu og biðu
eftir lestinni, segir hann. Jeg gekk í
milli þeirra og veitti þeim eftirtekt.
Enginn af þeim sýndi nokkurt merki
um hatur. Ýmsir þeirra voru særðir,
en þó ekki meira en svo, að þeir gátu
gengið um. Einn af kunningjum mín-
um sótti vatn handa nokkrum þeirra
og bauð þeim að drekka. Einn af þeim
var hár maður og dimmur á svip.
Þegar komið var með drykkinn til
hans, benti hann á mann, sem lá við
fætur hans, vafinn sáraumbúðum, og
sagði: „Hann verður að fá það fyrst.“
Skamt þaðan stóðu tveir þýskir
foringjar, og gaf Englendingurinn sig
á tal við þá. Þeir dáðust að því, hve
rösklegt áhlaup Englendinga hefði
verið, og hinn eldri hrósaði fótgöngu-
liði þeirra. Hinn yngri sagði, að nú
væri lokið hjá Þjóðverjum undirbún-
ingnum undir hernaðinn á komandi
vetri, og sagði, að Þjóðverjar rnundu
berjast tvo vetra til, ef þess þyrfti
með.
Þó bardaganum við Loos sje svo
ægilega lýst af þessum enska blaða-
nranni, þá er engan veginn víst, að
þessi bardagi hafi yfir höfuð verið
blóðugri en ýmsir aðrir nú í ófriðn-
um. Annars virðist svo af fleiri frá-
sögnum, sem þessir bardagar um
síðastl. mánaðamót sjeu harðvitug-
asta viðureignin á vesturherstöðvun-
um. Hefir hún þó, eins og nú er kunn-
ugt orðið, lítinn árangur haft í heild
sinni. Afstaða heranna er eftir sem
á'öur nær hin sama. En þar sem svo er
um búið báðu megin og þar er nú,
þarf ósköpin öll af skotfærum til
þess að ryðja braut gegn um víggirð-
ingarnar, stórskotahríð, sem stendur
yfir svo sólarhringum skiftir, eins og
sjá rná á lýsingunni hjer á undan.
Spaug um stríðið.
Ófriðurinn mikli er sist af öllu til
þess að spauga með, má með sanni
segja. Þó eru lika sagðar þaðan sögur
í spaugi, og það eru ekki verstu sög-
urnar, því að ýmsar þeirra sýna, að
heiptin meðal ófriðarþjóðanna er ekki
eins almenn og beisk og ætla mætti
eftir ýmsum öðrum sögum.
Ein af þessum sögum, sem sögð
var frá vesturherstöðvunum i vetur
sem leið, er á þessa leið: Frakkar og
Þjóðverjar lágu þar í skotgröfum svo
skamt hvorir frá öðrum, að heyra
mátti viðtal yfir í óvinagröfunum.
Einu sinni heyrðu Þjóðverjar, að
Frakkar voru hinu megin að
kvarta um tóbaksleysi. En skotavíð-
skifti hafa ekki verið mikil um þetta
: leyti, því sagan segir, að út á ræmuna
( milli skotgrafanna hafi flækst asni og
j verið að nasla þar. Þjóðverjar náðu
tökum á asnanum, bundu tóbakssend-
| irigu í stert hans og fældu hann síðan,
! svo að hann hrökk yfir að gröf
! Frakka. En þeir sáu, hvað hann hafði
1 að færa og hirtu sendinguna. Litlu
siðar kom asninn aftur til Þjóðverja,
og hafði þá járnkross urn hálsinn, er
Frakkar höfðu hengt á hann í virð-
ingar skyni En járnkrossinn er, eins
og menn kannast við, helsta virðing-
armerki Þjóðverja.
Aðra sögu spaugilega sagði þýsk-
ur hershöfðingi, sem sat i Frakklandi
í fyrra, blaðamanni, sem heimsótti
hann þar. Þjóðverjar sátu þarna í
frönskum bæ og grunsemin var mikil
um, að bæjarmenn gæfu löndum sín-
um á vígstöðvunum á móti merki og
bendingar um afstöðu Þjóðverja í
bænum. Eitt kvöld var honum sagt,
að greinilega hefði sjest, að verið væri
að gefa merki með mislitum og mis-
stórum ljósum frá gluggum á háu
húsi þar í bænum, og væru þau stöð
ugt ýmist slökt eða kveykt með viss-
um millibilum. Hann sendi þá menn
til að rannsaka þetta, og færðu þeir
honum aftur þær frjettir, að þarna.
uppi byggi gamall maður, sem nú
stæði svo á fyrir, að hann væri sár-
veikur í maganum. Salernið hjá hon-
um var á sömu hæð og ibúðarherberg-
ið, og hann var alt af á vakki þar á
milli. En hann var sparsamur og
slökti ljósið í íbúðarherberginu i
hvert sinn, þegar hann fór út þaðan,
og eins gerði hann i salerninu. En
gluggarnir í þessum tveim herbergj-
um voru mismunandi að stærð og
ljósin líka, og gluggatjöldin með ó-
líkum litum. Þegar alt þetta var upp-
lýst, voru menn ásáttir um, að þessi
ljósaskifti í gluggunum hjá gamla
manninum væru með öllu hættulaus
og var hann látinn óáreittur.
Spaugsamur Englendingur gerði
rýlega fyrirspurn um það i blaði
heima hjá sjer, hvernig á þvi gæti
staðið, að Englendingar væru enn að
berjast við Þjóðverja, þar sem hann
gæti ekki betur sjeð af sigurfregn-
um enskra blaða nú um langt skeið,
en að búið væri að leika Þjóðv. svo
að fáir þeirra væru uppi standandi.
Sjer teldist svo til, að ekki ættu nú
að vera nema tveir Þjóðverjar á lífi,
og þessa tvo væri búið að hrekja svo
eftirminnilega burt úr menskra manna
fjelagsskap, að sín hugmynd væri,
að þeir lefðu að eins á augna-
hárunum einhverstaðar utan í jarðar-
hnettinum. Það væru annars í meira
lagi undarlegir menn, þessir Þjóðverj-
ar. Einni nafngreindri hersveit þeirra
hefði verið „gereytt" í Belgíu í byrj-
un stríðsins, nokkrum mánuðum síð-
ar hefði hún verið „algerlega upp-
rætt“ í Frakklandi, síðan „strádrepin“
austur í Rússlandi, en samt væri enn
þá verið að berjast við hana. — Ann-
ar Englendingur segir, að samkvæmt
skýrslum hermálaráðherra Rússa,
hafi þeir alls sent í stríðið rúmar 5
milj. manna, en þýskum blöðum telj-
ist svo til, að fallnir og herteknir
Rússar í stríðinu sjeu yfir 6 miljónir.
Frjettir.
Vínflutningur á „Sterling". „Ster-
ling“ kom hingað frá útlöndum
um miðja síðastliðna viku. Á leið
hennar hingað gerðist það til tiðinda
i Leith, að tollþjónar fundu vínsend-
ingar í skipinu, sem ekki voru á
farmskrá, og kom upp, að þrír af
skipverjum áttu þær. Voru tveir
þeirra sektaðir um 10 pd. sterling