Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.12.1915, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.12.1915, Blaðsíða 2
196 Lögrjetta Þessi mynd sýnir Wilson Bandaríkjaforseta nýtrúlofaöan og konuefni hans, frú Norman Galt. Hún er ekkja eftir kunnan dýrgripasala í Wash- ington og heldur enn áfram verslun hans, en bræöur hennar tveir veita verslun hennar forstööu. Systir forsetans hafði komið þessari vinkonu sinni í kynni viö hann eftir að hann varð ekkjumaður, en konu sína misti hann í fyrra. Frú Galt er kvenrjettindakona mikil, og kvað kærasti henn- ar ætla að greiða atkvæði með fullkomnum kvenrjettindum við kosning- ar, sem bráðum eiga að fara fram þar vestra. Wilson forseti er nú bráð- um 59 ára gamall og á 3 dætur, 2 giftar en þá þriðju nýlega trúlofaða, og ætlar hún að gifta sig um leið og faðir hennar, nú í desember. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8- V'kudegi og auk þess aukablöS við og við n.mst 60 blöð alls á án. Verð. 4 kr. árg. á tslandi, erlendis 5 kr. Gjalddaai 1. túlí. á betri sjóleiðir en Noregur, og óvíða eins ógreitt til járnbrautarlagninga; þó byggja Norðmenn járnbrautir með ströndum fram, t. d. með endilöng- um Þrándheimsfirði og víðar. Við sunnanverðan Faxaflóa eru nú tvær góðar hafnir, Hafnarfjörður og Reykjavík. Austur frá þeim liggur á svo að segja óslitnu flatlendi hin víð- áttumesta og nú þegar afurðaríkasta og efnismesta bygð landsins, hafn- laus, og að eins með einum mjóum vegi, á illa völdum stað, tengd við þessar góðu hafnir. Vöntun greiðra samgangna á þessu svæði stendur í vegi fyrir stórfeldum framförum og framleiðsluauka á þeim c. einum átt- unda hluta landsins, sem þriðjungur landsmanna nú byggir, en sem gæti veitt öllum landsmönnum eða jafn- mörgu fólki lífsframfæri, ef að væri hlynt. En meðál íslendinga eru til menn, sem mótmæla því, að „hugsað“ sje til að bæta viðunanlega samgöng- ur á þessu svæði, eða rannsaka, hvort það væri tiltækilegt og framkvæman- legt! Fyr má nú vesalt vera! Margt sýnist nú ætla að verða „ís- lands óhamingju að vopni." Til að hnekkja eða tefja fyrir framþróun í landinu og fjölgun þjóðarinnar, mið- ar margt: árferðis brestur stundum, stjórnarólag, heimsófriður nú, en mest hið gamla átumein þjóðfjelagsins: innanlands-sundrungin, studd af þrekleysi og þröngsýni alþýðu. Það er hugsunarháttur alþýðunnar, sem þarf að breytast. Það tekur langan tíma, ekki síst ef leiðtogarnir sumir sjá sjer hag í því, að halda við vanþekk- ingunni. Þess ætti þó að mega vænta, að þeir menn, er stjórnmálafundi sækja, ljetu ekki oft bera sig fyrir öðru eins og járnbrautarmálsályktun- um þeim, sem hjer er minst á. Mikið viturlegra er að láta þau mál, sem menn ekki bera skyn á, „liggja milli Þokudreifir. Ný uppfundning eftir Hjört Þórðar- son rafmagnsfræðing í Chicagó. Nýkomið „Lögberg" skýrir frá því, að á sýningunni miklu i San Francisco í Bandaríkjunum sýni Hjörtur Þórðarson, landi okkar, raf- magnstæki til þess að dreifa þoku. Vekur þetta mikla eftirtekt, og for- stöðunefnd sýningarinnar hefur varið 7000 doll. til þess að reisa sjerstakt sýningarhús fyrir áhöldin. „Lögb.“ hefur það eftir blaði frá San Francisco, að hjer sje um að ræða sterkasta rafmagnsstraum, sem nokkru sinni hefur verið notaður. Á nú innan skamms, segir blaðið, að reyna uppfundinguna við þokuna á Franciscofirðinum, en blaðið, sem „Lögb.“ fer eftir, er frá 8. okt. Byrj- unartilraunirnar verða gerðar á næt- urþeli, þegar engir eru í sýningar- garðinum, því vandfarið er með verkfæri, sem ráða á yfir svo miklu afli. Allir vísindamenn við sýninguna eru sammála um, segir blaðið, að miklar þrumur og eldingar komi fram við þetta, og hefur útbúnaður- inn verið fullkomnaður til þess að skemta sýningargestunum á kvöldin með þeim. Húsið, sem geymir áhöld- in, er alt úr trje, einnig naglarnir, sem þar eru notaðir. Rafaflvekjarinn er skorðaður í steinsteypuskál, sem fylt er olíu. Rafaflvekjarinn sendir strauminn frá sjer eftir nokkurs konar fjöðrum, sem festar eru á háa staura, en fjaðrirnar eru í hring rjett hjá skálanum. ■ Tilraununum stýrir Hjörtur Þórðarson með aðstoð pró- fessors F. G. Cottrells frá háskólan- um í Leland Stamford o. fl. Telur blaðið H. Þ. meðal allra merkustu vísindamanna núlifandi í rafmagns- fræði. Það getur þess, að fyrir eitthvað 20 árum hafi Sir Oliver Lodge tekist með litlum rafmagnsvekjara að dreifa þoku i Lundúnum á nokkurra þumlunga eða jafnvel nokkurra feta svæði. Uppfundingin á einkum að koma að gagni skipum, sem eru á ferð í þoku, en þokunni á að eyða þannig, að hún breytist í regn. Stríðið. Síðustu fregnir. Khöfn 26. nóv.: „Búlgarar hafa tekið Pristína og Sitnica og Þjóð- verjar Bersenueude." Það má nú heita, eftir síðustu frjettum að dæma, að úti sje um varn- ir af hálfu Serba. Miðveldaherinn hefur tekið borgirnar Novibazar og Mitrowitza, sem er endastöð járn- brautarálmunnar norður og vestur frá Uskub. Her Serba veitir ekki lengur samfelt viðnám á þessum stöðvum, en er orðinn á tvístringi um fjöllin, og sumt af hernum hefur haldið undan inn í Montenegró. Stjórn Serba kvað vera komin vestur til Skutari i Alba- níu. Marga fanga hafði miðvelda- herinn tekið í Mitrowitza og Prist- ina. Aftur á móti segja fregnirnar að syðst í landinu gangi Serbum og bandamönnum betur, og er svo að sjá, sem eitthvað af her Serba hafi náð sambandi við bandamannaherinn þar suður frá. Fregnirnar segja, að Búl- garar hafi orðið að hörfa undan við Monastir og víða þar suður frá. Þó er óljóst um afstöðuna jxar nú, en hitt virðist sanni næst, að telja megi Ser- bíu gersigraða. í Grikklandi hefur gengið töluvert á síðustu vikuna. Bandamenn hafa þrengt fast að Grikkjum og lítur út fyrir, að þeim hafi verið sýnt i tvo heimana: annað hvort ýrðu þeir að láta að nokkru leyti undan, eða sæta ófriði. Grisk skip voru kyrsett í ensk- um höfnum. En samkomulag náðist þó, og er sagt að Grikkir hafi orðið að gefa bandamönnum full umráð yfir Salóniki, en að öðru leyti haldi þeir fast við hlutleysi sitt. Fregnir í síðustu útlendum blöðum gefa jafn- vel í skyn, að Grikkir sjeu komnir á fremsta hlunn með að beita her sínum gegn bandamönnum, en svo langt hefur ekki komið, enda standa þeir mjög illa að vígi til þess vegna af- stöðunnar til hafsins. Asquith yfir- ráðherra skýrði frá fyrir nokkru í enska þinginu, að landsetning banda- mannahersins í Saloniki hefði í upp- hafi verið gerð með samkomulagi við Venizelos og mótmæli hans hefðu ver- ið gerð að eins að yfirskyni. Venize- los hefur og sagt, að ef hann taki við völdum aftur, sje ekki um annað að tala en ófrið við Búlgara. En engin líkindi eru til þess, eftir síðustu fregnum að dæma, að svo fari. Hafa nú nauðungarkostir þeir, sem banda- menn hafa sett Grikkjum, án efa þau áhrif, að kosningarnar, sem fyrir höndum eru í Grikklandi, ganga fremur hinum í vil, sem haldið hafa fram hlutleysinu. Kitchener er nú á heimleið frá Aþenuborg, og eru síð- ustu fregnir af honum þær, að hann hafi farið til herstöðva ítala til að skoða sig þar um. Frá herstöðvunum annarstaðar hafa engar markverðar fregnir kom- ið síðustu vikuna. Austurlönd og ófriðurinn. Síðan þungamiðja ófriðarins færð- ist austur á Balkanskagann, dregst athyglin meir og meir að Austur- löndum í sambandi við ófriðinn. Það kemur nú upp, að það er engin til- viljun, að ófriðurinn hefir tekið þessa stefnu nú um sinn, heldur liggja til þess orsakir, sem forvígismönnum ó- friðarins, að minsta kosti bæði í Þýskalandi og Englandi, hafa verið augljósar frá upphafi. Þegar Tyrkir gerðust bandamenn miðveldanna x stríðinu, var það fyrsta verk Englendinga að senda her austur í Persaflóa og láta hann taka borgina Basra, sem er við ósa fljótanna Efrat og Tigris og átti að verða endastöð Bagdad-járnbrautarinnar. Her Tyrkja hrökk þar fyrir norður á bóginn, i áttina til Bagdad. í yfirlitsræðu þeirri, sem Asquith hjelt í enska þing- inu í byrjun f. m. og útdráttur hefur verið af hjer í blaðinu, er hann á- nægðastur með áranginn af hernaðin- um einmitt á þessu svæði. Þar hefur lengi verið kepni milli Englendinga og Þjóðverja um hags- muna-áhrif, og hafa Þjóðverjar orð- ið drýgri í þeim viðskiftum nú á síðari árum og náð samningum við Tyrki um að skapa sjer og þeim greiðan veg austur að Persaflóa og til Indlands. Frá því snemma á 17. öld hafa Englendingar haft bækistöð austur í Persaflóa. Þeir hafa haft þar her- skip, fyrst framan af 2, síðan 5, og hafa verið þar alvaldir á hafinu. Það er fyrst eftir að Vilhjálmur II. Þýska- landskeisari kom til ríkis og hefur grundvallað hina nýju heimsmála- stefnu sína og fengið Tyrki til að fallast á hana og gerast þjónandí bandamenn Þjóðverja, — segir í enskri heimild, — að ókyrð fer að koma á alt í löndunum við Persa- flóann og óánægja rís þar upp gegn valdi og áhrifum Englands. Fyrsta heimsókn keisarans í Konstantínó- pel árið 1889 gaf tilefni til hinnar stórkostlegu, algermönsku áætlunar, sem Þjóðverjar nefna með styttu nafni B-B-B-áætlunina, þ. e. Berlín- Byzant (Konstantínópel)-Bagdad-á- ætlunina. Þýskir bankar höfðu þegai náð eftirlitsrjetti með járnbrautum Tyrkja í Evrópu, og nú skyldi með nýjum samböndum austur eftir Asíu teygja áhrifin þangað, segir Englend- ingurinn. Ráðagerðin er stórskorin. Og það er trú manna, að gamli Moltke hafi lagt fyrstu drögin til hennar, er hann a yngri árum var við tyrkneska her- inn og ferðaðist austur að Efrat. Að líkindum hefur svo v. Golzt hers- höfðingi, sem 1883 fór að vinna að því að umskapa og endurbæta hermál Tyrklands hugsað málið nánar og gefið því meiri festu. Til framkvæmd- anna var þá bygt af hálfu Þjóðverja, ef til þyrfti að taka, á her Tyrkja. Og fjárhagshlið málsins var mjög laðandi fyrir Þjóðverja, þar sem við blöstu í framtíðinni viðskifta-umráð yfir hinum frjósömu hjeruðum við neðri hluta fljótanna Efrat og Tigris, er vel mættu verða eitt af aðal-korn- forðabúrum heimsins. Markið var lað- andi bæði fyrir fjármálamenn og stjórnmálamenn Þjóðverja. Það var ráðið að leggja járnbrautarlínu frá sundinu við Konstantínópel og alla leið austur að Persaflóa. Og þetta fyrirtæki átti að styðjast við Þjóð- verja og lúta þýskum áhrifum. Enda- stöð járnbrautarinnar við Persaflóann átti að verða eins konar millistöð, er Þjóðverjar hefðu til þess að ná sam- bandi austur til Indlands. í annað sinn heimsótti Vilhjálmur keisari soldáninn í Konstantínópel 1898, og fór þá einnig til Sýrlands 0g Palestínu. í þeirri för trygði hann Fullprentaðar eru, og þegar til sölu hjá öllum bóksölum, bæði í Reykja- vík og úti um land: Ágúst H. Bjarnason próf.: Drauma-Jói .................. Verð kr. 2.00 Jón ólafsson: Litla móðurmálsbókin ................... —..— 1.00 Sigfús Sigfússon: Dulsýnir........................... — — 0.75 Jón Jónsson dócent: íslendingasaga, innb............ — — 3.50 Jón Kristjánsson prófessor: íslenskur sjórjettur ........ — — 3.50 Jón ófeigsson: Ágrip af danskri málfræði ................ — — 1.25 Sigurður Þórólfsson: Á öðrum hnöttum. Getgátur og vissa — — 1.50 Sigurður Guðmundsson: Ágrip af fornísl. bókmentasögu ib. — — 1.00 Sigurður Hvanndal: Litli sögumaðurinn I. ib......... — — 0.75 Innan skamms verða til sölu: Matth. Jochumsson: Ljóðmæli. Úrval. íslenskt sönglagasafn I. bd. BÉimli Siofiisar Evmundssonar. Dvergfur, IrjesmíOaverksmiðja og timbiiruerslun (flygenring $ Co.j, Hafnarfirdi. Símnefni: Dverg'ur. Talsími 5 og 10. Hefur fyrirliggjandi: Hurðir — Glugga — Lista og yfir höfuð alls konar timburvörur til húsabygginga og annara smíða. — Húsgögn, ýmis konar, svo sem: Rúmstæði — Fataskápa — Þvottaborð og önnur borð af ýmsum stærðum. Pantanir afgreiddar á alls konar húsgögnum. — Rennismíðar af öllum tegundum. Timburverslunin tekur að sjer byggingu á húsum úr timbri og steinsteypu, og þar sem vjer höfum fengið betri kaup á timbri í þetta skifti en alment gerist, væntum vjer að geta boðið viðskiftamönnum vorum hin allra bestu viðskifti, sem völ er á. mjög vináttuna við Tyrki, enda kom það brátt í ljós, því 1899 veitti sol- dáninn þýsku bankasambandi, með aðalbanka Þýskalands í fylkingar broddi, leyfi til þess, að framlengja rnætti járnbraut þá, sem bankasam- bandið þegar hafði byrjað á i Litlu- Asíu, alla leið austur að Bagdad og þaðan suður að Persaflóa. Englend- ingar voru, eins og nærri má geta, ekki vel ánægðir með þetta fyrir- komulag. Þeir urðu þess líka varir, að þýskra áhrifa gætti meir og meir austur í löndunum við Persaflóann. Auðvitað var þar um verslunaráhrií að ræða á yfirborðinu. En Englend- ingum fanst þó sem meira byggi þar undir, einkum er Þjóðverjar fóru að gera sjer mikið far um að eignast land þar eystra. 1897 kom þar fyrsti þýski varakonsúllinn. En eftir að Þjóðverjar 1899 höfðu fengið leyfið til að leggja Bagdad-járnbrautina, byrjaði metingurinn milli þeirra og Englendinga fyrst í fullri alvöru. Árið 1900 fór þýski yfirkonsúllinn í Konstantínópel méð sveit manna landveg austur að Persaflóa. Það var þá með leynd verið að semja við höfðingjana þar eystra um land undir endastöð brautarinnar með þeim byggingum,, er þar voru nauðsynleg-. ar. Það var beðið um allstórt svæði. Englendingar risu þá upp og gátu spilt því, að þetta fengist þá í bráð- ina. En þýsk verslunarhús fóru að risa upp við botn Persaflóans, eitt eftir annað, og verslun þeirra óx þar óðum. Perlutekja er mjög mikils verð auðsuppspretta austur í Persaflóan- um og höfðu herskip Englendinga alt til þessa haft öll umráð yfir þeirri atvinnugrein. En nú sótti þýskt firma til soldánsins í Konstantínópel um einkaleyfi til perlutekjunnar og ætl- aði að reka hana á nýjan og arðvæn- legri hátt en áður hafði tíðkast. Fyr- ir einkaleyfið bauð þýska firmað sol- dáni allhátt árgjald, en áður hafði hann engar tekjur haft af þessum atvinnurekstri. En Englendingar risu upp á rnóti þessu og neituðu því liarð- lega, að soldáninn hefði nokkurn rjett til að veita þetta einkaleyfi. Fórst það þá fyrir. En þrátt fyrir mótstöðu Englend- inga, uxu áhrif Þjóðverja meir og meir austur við Persaflóann og jafn- framt varð þar meiri og meiri kur milli þeirra og Englendinga. Urðu miklar umræður út af þessu 1907, og fóru þýsk blöð þá fyrst að verða há- vær um það, að Englendingar hefðu alls engan rjett til yfirráða austur við Persaflóann fram yfir aðrar þjóð- ir. Árið áður hafði Hamborgar-Ame- ríku-línan þýska stofnað til eimskipa- sambands milli Hamborgar og allra hinna stærri hafna i flóanum. Var koma fyrsta skipsins gerð mjög há- tíðleg og fylgdi þar hljóðfærasveit, er ljek: „Deutschland, Deutschland úber alles“. Þegar þetta samband var komið á, óx þýska verslunin enn hröðum fetum. Til þess að ná landi undir enda- stöð Bagdad-járnbrautarinnar, tóku nú Þjóðverjar upp aðra aðferð en áður. Málið var látið ganga stjórnar- valdaleiðina og þýska stjórnin fór að semja um það annars vegar við Tyrkjastjórn og hins vegar við ensku stjórnina. Þessir samningar leiddu til samkomulags um, að endastöð braut- arinnar skyldi vera i Basra, sem minst er á í upphafi þessarar greinar. Þóf- ið um þetta hafði staðið yfir fram á síðustu missirin fyrir striðið, og samningarnir um Basra voru ekki undirskrifaðir, þegar stríðið hófst. í 22. tbl. VIII. árg. Lögr. er dá- lítil lýsing á Bagdad-járnbrautinni og þar einnig að nokkru getið um mis- klíðina milli þjóðverja og Englend- inga út af henni. En af þessu, sem sagt hefur verið frá hjer á undan, geta menn sjeð, hvernig ræturnar eru til ófriðarins rnilli Þjóðverja og Englendinga, því víðar úti um heiminn hefur staðið likt á um samkepni þeirra og þarna. Þjóðverjar kröfðust rúms við hlið Englendinga. Líka má af þessu sjá, hve afarnxikilvægt það hefur verið fyrir miðveldin, að fá fyrst Tyrki og síðan Búlgara í lið við sig, og þá ekki síst það, að ná í sínar hendur sambandsleiðinni austur um Balkan- skagann og yfir til Asíu, og fyrir Bandamenn var það þá jafnmikils vert að hindra þetta. Því er það, að meðal þeirra er ekki lítil óánægja út af Balkanmálunum. Miðveldin geta nú seilst til aðdrátta langar leiðir inn í Asíu, og það er sagt, að Tyrkir og Búlgarar geti lagt til á vígvellina 2—3 miljónir manna, er eigi að eins geta komið fram í Asíu og á Balkan, heldur einnig á vígstöðvunum í Frakklandi og Rússlandi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.