Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.12.1915, Blaðsíða 4

Lögrétta - 01.12.1915, Blaðsíða 4
198 LÖGRJETTA Við vörnina gegn loftskipaárásum Þjóöverja á nóttum hafa Parísarbúar fundið upp tæki þau, sem sýnd eru hjer á fyrri myndinni. ÞaS eru fyrst og fremst 4 afarstórar trektir, sem taka viö hljóöbylgjum utan aS og margfalda þær, áöur en þær ná eyra mannsins, sem vörö heldur, svo aö hann heyrir alt miklu betur en ella. Loftskip getur því ekki nálgast svo, aö hann heyri ekki til þess. En þegar heyrst hefur til þess, er ljósverpirinn, sem sjest neöan til á myndinni, vinstra megin, notaöur til þess aö gera skipið sýnilegt, og er ljósið, sem hann kastar frá sjer, svo sterkt, að það breytir dimmustu nótt í bjartan dag. Parísarbúar kalla trektirnar eyru borgarinnar og ljósverpirinn auga hennar. — Síöari myndin sýnir helgisamkomu fram- an við Kasankirkjuna í St. Pjetursborg. Helgar menjar kirkjunnar hafa veriö bornar út og borgarbúar þyrp- ast saman til þess aö biðja þar sameiginlega um sigur. í kirkjunni er m. a. frægt Maríulikneski og þar hanga fánar, sem teknir voru af Napoleoni mikla 1812. Þar er og grafskrift Kutosows fursta, þar sem hann geröi bæn sína í kirkjunni áður en hann fór til hersins 1812. hneigð að skáldskap og söngelsk. Jakob Grimm þjóðsagnafræðingur gerir mikiö úr þjóösöngvum Serba, er nefnast „pjesma“ á þeirra tungu. Sumir taka jafnvel þennan kveöskap þeirra fram yfir allan annan kveðskap af sama tægi. „Guzla“ kalla Serbar hörpu, sem sagt er aö þeir leiki á af einkennilegri list. Nálægt aldamótunum 1800 koma upp nýjar hreyfingar í Serbíu. Þá er veldi Tyrkja mjög aö halla og á Balkanskaganum eru þá miklar inn- byrðis óeirðir, er koma hart niöur á Serbum. Geröu þeir þá uppreisn undir forustu Kara-Georgs, eöa Svarta-Georgs, sem upphaflega var svínasali, og völdu hann til höfðingja 1804. Átti hann lengi í erjum og bar- dögum við Tyrki, en Serbar höföu þá styrk frá Rússum. Gekk svo fram til 1812, en þá var friður gerður milli Rússa og Tyrkja og sendu síðan Tyrkir mikinn her gegn Serbíu. Kara- Georg flýði þá til fjalla, en aörar þjóöir ljetu viðureignina afskifta- lausa. Einn af höfðingjum Serba, Milos Obrenovitsch, fylgdi eigi Kara- Georg, er hann flýði undan Tyrkjum, heldur samdi við þá og ljet sem hann sætti sig við yfirráð þeirra. En hann bjó yfir launráðum. Og er hann sá sjer fært, gerði hann uppreisn að nýju og rak Tyrki af höndum sjer. Það var vorið 1815. Rússar studdu þessa hreyfingu, og endirinn varð sá, að Serbía fjekk sjálfstjórn undir yfir- ráðum Tyrkjasoldáns og Milos varð fursti af Serbíu. Það var 1830. En ekki var friður fenginn með því, heldur gekk nú á sífeldum innan- landsóeirðum. Milos veltist úr völd- um 1839, en við þeim tóku synir hans tveir, einn eftir annan, til 1842. Þá var kallaður til þess að taka við völdunum Alexander sonur Kara-Ge- orgs, en 1858 var hann aftur rekinn frá og kom þá gamli Milos til valda í annað sinn, og hjeldu þá ættmenn hans völdunum til 1903. Eftir 1870 áttu Serbar enn ófrið við Tyrki og gerðu þá samband við Rússland. Á Berlínarfundinum 1878 var Serbía loks að fullu leyst undan yfirráðurn Tyrkja, og 1882 tók Mílan fursti, bróðursonur gamla Milos’s, sjer kon- ungs nafn. Tveir stjórnmálaflokkar voru þá komnir upp í landinu, annar hliðholl- ur Austurríki, hinn Rússlandi. Milan konungur dró taum Austurríkis, en drotning hans Nathalia var rússnesk og höfðu Rússavinir hana á sínu bandi. Út af þessu varð sundrung inn- an hirðarinnar og konungsættarinn- ar. Milan var keyptur til þess fyrir stórfje 1889 að leggja niður völdin og fara úr landi, en sonur hans Alex- ander, sem þá var barn að aldri, varð konungur. Þau ráð voru nú lögð til þess að halda vináttu Austurríkis og Serbíu við, að Alexander konungur skyldi giftast hertogadóttur frá Aust- urríki, en þetta strandaði á honum, því hann varð ástfanginn af serb- neskri stúlku, sem Draga hjet, og giftist henni. Rjeð hún öllu hjá kon- ungi og hafði hann í vasa sínum. Fjekk hún því m. a. komið til leið- ar, að bróðir hennar var gerður rík- iserfingi. Þetta var orsök til sam- særisins meðal serbneskra herforingja í júní 1903, er Alexander konungur, Draga drotning og bróðir hennar, ríkiserfinginn, voru drepin. Gekk mikið á út af því morði og það spurðist illa fyrir. Þing Serba kvaddi þá til konungs Pjetur son Alexanders Kara-Georgssonar, er enn situr að völdum. Ýmsir þjóðhöfðingjar ljetu illa við því í fyrstu, að viðurkenna konungdóm hans vegna þess að hann tók við honum samkvæmt óskum samsærismannanna, sem valdir voru að dauða fyrirrennara hans. Þetta var þó farið að gleymast nú síðari árin, og var að gróa yfir það. Eftir morð Ferdínands erkihertoga, sem varð til- efnið til deilanna milli Serbíu og Austurríkis, er leiddu til heimsófrið- arins, sem nú stendur yfir, voru sög- urnar um þetta rifjaðar upp á ný og þeim núið um nasir Serbum jafn- framt ásökununum fyrir erkihertoga- morðið. Ferðamenn, sem koma frá Ung- verjalandi yfir í Serbíu, segja, að þegar yfir Dóná komi, sje eins og komið sje úr Evrópu inn í Asíu. Þó er Belgrad, sem þýðir Hvíta borgin, að nokkru leyti með Evrópublæ. Göt- urnar eru breiðar, og þar eru raf- magnssporvagnar og rafmagnsljós. Utan við kaffihúsin er drukkið tyrk- neskt kaffi. Þjónarnir í veitingahús- unum eru þýskir og verðið á þvi, sem þar er selt, er eins og gengur í Ev- rópu. Alstaðar mæta menn herfor- ingjum í einkennisbúningum, og eru það fallegir menn, en þóttalegir. Bún- ingar bæði karla og kvenna eru með Evrópusniði, og kvenfólkið er vel búið og smyr mikið andlitin. Á torg- unum er það þjóðlega til sýnis, er bændurnir úr nágrenninu selja þar vörur sínar, og eru það stórir, flatir ostar úr sauðamjólk, heil fjöll af vín- berjum, ferskur, tómat og stórar me- lónur. Karlmennirnir eru sólbrendir og grannvarnir. Feitur maður sjest þar varla. Kvenfólkið hefur reglu- lega andlitsdrætti, án þess þó að geta heitið fallegt. Það er í alla vega litum búningum. Húsmæðurnar í Belgrad kaupa sjálfar nauðsynjar sínar á I torgunum, og þar er mikið þjarkað um verðið. Til og frá ganga syngj- andi menn og segja þannig frá vör- um sínum. Lögregluþjónarnir hafa allir skammbyssur í beltum sínum. Þannig hefur Belgrad verið lýst. En hún er eina borgin í landinu. Jafn- vel Nisch, sem áður var þó höfuð- staður landsins, líkist fremur sveita- þorpi en borg. Fjallbygðirnar eru heimkynni hinna sönnu Serba. Þeir hata borgarlífið. Lifnaðarhættirnir eru fábreyttir. Helstu fæðutegund- irnar eru: maís, mjólk, hertur fiskur, svínakjöt, baunir og hvítlaukur. Bú- staðirnir eru óvandaðir, húsin bygð úr lítið tilhögnum bjálkum og stopp- að milli með strái og spónum. Oftast er húsunum að eins skift í 2 eða 3 herbergi og á þökunum eru strompar, sem reykurinn fer út um. Ættirnar halda mjög saman og mótar það fyr- irkomulag mjög alt lífið úti um sveit- irnar. öll skólavera er þar ókeypis. Jarðrækt á vel við Serba, en verk- smiðjuvinna, eða vinna undir annara umsjón, miklu síður. Þeir eru gest- risnir, finna mikið til sín og halda upp á gamla siði. En þrætugjarnir eru þeir og mjög gefnir fyrir málaferli. Þeir eru vinfastir, en hata með ákefð, þeg- ar því er að skifta. Hjátrú er mikil í landinu, og þar er fult af spákerling- um. Menn hafa meiri trú á fræðum þeirra alment en því, sem læknarnir kenna. Eftir að Serbar höfðu sigrað í Balkanstríðunum nú fyrir nokkrum missirum, fyrst Tyrki og síðan Búlg- ara, var mikill framfarahugur í þjóð og stjórn og miklar jarðabætur voru ráðgerðar, því landið er frjósamt, en illa ræktað. Af málmum er mikið í landinu, svo sem járni og kopar, og kolanámur eru þar einnig miklar. En námavinna hefur verið þar illa stund- uð, og iðnaður er yfir höfuð mjög í bernsku. í alt þetta átti nú að færast nýtt líf. En jafnframt var það hugs- unin, að færa út takmörk ríkisins, ná undir Serbíu öllum þeim hjeruðum, þar sem Serbar búa. Stór fjelög voru mynduð, sem unnu að því marki, og leiddi starfsemi þeirra til ófriðarins við Austurríki, sem hefur orðið til þess, að landið er nú i hers höndum og alt í óvissu um framtíð serbnesku þjóðarinnar og ríkis þess, sem hún hefur haft svo mikið fyrir að koma fótum undir. Köbenhavn Ö. 1000 smukke Monumenter paa Lager. Firmaet söger gode Agenter for Island. Eggert Classen yfirrjettarmálaflutningimaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. SÍÐASTLIÐIÐ haust var mjer dregið hvítt hrútlamb með mínu marki: sneitt fr. hægra, blaðstýft aft- an vinstra, sem jeg á ekki, og bið jeg rjettan eiganda að gefa sig fram og semja um markið. Borgarholti í Biskupstungum 21. nóvbr. 1915. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Itfctaivex*sliin Haínarstræti 16. NÚ ER STRÍÐ og útflutningsbann á VEIÐARFÆRUM í Noregi og víðar. En bótin er að Sigurjón býr til NETIN hjer, tjörguð úr hreinsaðri tjöru (sem er jafnljett barkarlit). G-ullnáma íslands er sjórinn, en til að ná gullinu (fiskinum) þarf veiðarfæri, net, línur o. fl. ' Net, sem eru fiskisæl, sterk, endingargóð. Hvergi á Islandi eru búin til eins góð Trawlnet eins og í Netaverksmidju Sigurjóns Pjeturssonar. Hún er fullkomnasta og besta netaverksmiðjan, sem hingað til hefur þekst hjer. Alt, sem frá henni fer, er ábyggilega sterkt, rjett, endingargott. Netin eru bikuð úr tjöru, sem úr eru hreinsuð öll þau efni, er eyði- leggja hampinn, og forðar hún tvinnanum frá að harðna. Þau haldast mjúk árum saman, og harðna ekki í meðferðinni. Tjaran eyðileggur ekki hend- urnar á mönnum og forðar þeim þar af leiðandi frá mörgum óþægindum. Verksmiðjan býr líka til FISKILÍNUR 3)4 pd. & 5 pd. sem eru betri sterkari og ódýrari en línur þær, er menn geta fengið frá útlöndum. Komið í verslun mína í Hafnarstræti 16 og skoðið sýnishorn af íslensku fiskilínunum. Eílid innleudan idnad! Virðingarfylst Jólafötin best og1 ódýrust. Sturla J ónsson. Jörðin ÚTHLÍÐ í Biskupstungum fæst til ábúðar í næstkomandi far- dögum. Menn snúi sjer til Gests Einarssonar, bónda á Hæli, eða Magnús- ar Sigurðssonar, lögfræðings í Reykjavík, sem gefa allar nauðsynlegar upplýsingar. Auglýsing um styrk tii skálda, rithöfunda og* listamanna. Til úthlutunar meðal skálda, rithöfunda og listamanna eru veittar 11000 kr. fyrir árið 1916 með 15. gr. í fjárlögunum fyrir árin 1916 og 1917. Umsóknir um hlutdeild í umgetinni styrksupphæð (fyrir árið 1916) sendist til stjórnarráðsins fyrir i5- janúar næstkomandi. Stjórnarráðið, 23. nóvbr. 1915. Vátryggiö fyrir eldsvoða í GENEBAL. Stofnsett 1885. Varnarþing í Reykjavík. SIG. THORODDSEN. Simi 227 Umboðsm. óskast á Akranesi, Kefla- vík, Vík, Stykkishólmi, Olafsvík. Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv, Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kL 3—6 siðdegis. Klœðaverksmiðjan Alafoss kembir, spínnur, tvinnar, þæfir, ló- sker, pressar, litar, gagneimir (af- dampar) og býr til falleg tau. Vinnulaun lægri en hjá öðrum klæða- verksmiðjum hjer á landi. „Alafoss“-afgreiðslan: Laugaveg 34. Rvík sími 404. Eigl 11, ]. Púrflarsoii. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður. LAUFÁSVEG 22. venjul. heima kl. 11—12 og 4—7. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.