Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.03.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.03.1916, Blaðsíða 2
34 LöGRJETTA íslenskt söngvasafn. I. bindi. Safnað hafa SIGFÚS EINARSSON og HALLDÓR JÓNASSON. Þetta er stærsta og lang-ódýrasta nótnabókin, sem út hefur komið á fslandi. 150 sönglög með raddsetningu við allra hæfi. Verð kr. 4.00 óh. og 5.00 innb. Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfásar Eymundssonar. LÖGRJETTA kemur ilt á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á lslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí, beint samband þeirra við Indland. Þessar ráSagerðir voru mjög ræddar fyrst eftir áramótin. Fegnirnar sögöu, að Enver pasja væri falin yfirstjórn þess hers, sem sækja ætti fram til Suez, en hann er kunnugur i Norður- Afriku frá Tripolisstríðinu og vinsæll meðal Múhamedstrúarmanna þar. Aðal-herstöðvarnar í Litlu-Asíu eru í Jerúsalem, og þaðan átti herinn að sækja fram og vestur yfir Sínaískag- ann. Gengi miðveldanna og Tyrkja í ófriðnum þar eystra hafði yfir höf- uð laðað hugi þjóðanna þar að þeim, en gert þær fráhverfar bandamönn- um. Þjóðverjar höfðu nokkurt lið austur í Litlu-Asíu, en aðalmaður þeirra þar eystra, von Gölths hers- höfðingi, hefur dvalið mikið af vetr- inum austur í Bagdad. Gengu einnig fregnir um það síðar í janúar, að horfið yrði frá herförinni til Suez, en í þess stað mundu Tyrkir og miðveldin snúa sjer að því, að taka Persíu og halda þaðan til Indlands, en Persía skilur lönd Tyrkja að vest- an og Indland að austan. Hvað úr þessum áformum verður, er óljóst enn, enda nú fregnlaust hingað síð- ustu vikurnar. Breytt getur það og miklu þar eystra, ef rjett er frá sagt í síðustu frjettum hingað um það, að Tyrkir hafi beðið mikinn ósigur fyrir Rússum við Erserum, svo að þeir verði að beina norður þangað mikl- um her til þess að standa í móti frek- ari framsókn Rússa þar. En verði af herförinni til Suez, þá eru þar framvegis einar af aðalvíg- stöðvum ófriðarins. Leiðin er torsótt með her yfir Sínaískagann, og þó hefur hún verið farin áður. 1517 sótti Selim Tyrkjasoldáns þá leið að Egiftalandi og tók það. Og á tímum Napóleons fór bæði franskur og tyrkneskur her þar um. En Suez-skurðurinn sjálfur gerir nú leiðina torsóttari en þá var, því nú má koma þar fyrir herskipum til varnar, og hafa Englendingar þar mikinn viðbúnað af því tægi. Það hef- | ur jafnvel verið sagt, að japönsk her- skip væru komin þangað í þeim er- indum. Uppdráttur fylgir hjer af skurðinum. Eins og þar má sjá, er skipaleiðin á löngum svæðum eftir stórum vötnum, og getur landher ekki sótt þar fram. Einnig er umhverfi skurðarins þannig sumstaðar, að veita má yfir það vatni og hefta þannig umferð um það. Lengd skurðarins er alls 180 kilóm., og það er sagt, að á að eins y hluta þessarar lengdar sje hægt að sækja að skurðinum með her. Vestan við skurðinn er járnbraut- arlína alla leið, eins og sjá má af upp- drættinum, og er því fljótgert að flytja þar herflokka frá einum stað til annars. Þetta alt miðar til þess að gera vörnina þar auðvelda. En aftur er annað, sem veldur erf- iðleikum við vörnina. Það er eigi hægt Suez-skurðurinn. að senda riddaralið svo nokkru nemi austur í Suez-eyðimörkina vegna vatnsskortsins þar. Vígi voru og mjög fá austan við skurðinn í byrjun ófriðarins, svo að Tyrkir gátu þá ó- hindrað nálgast hann og látið stór- skotin dynja þar yfir. En nú hafa F.nglendingar reist þar vígi og gert margfaldar skotgrafaraðir austan við skurðinn. Sínaískaginn, sem við tekur aust- an við skurðinn,heyrir til Egiftalandi. Gengur Suez-flóinn norður frá Rauðahafi vestan við skagann, en Akabaflóinn að austan. Frá botni Akabaflóans eru landamæri Tyrkja- veldis og Egiftalands, hjer um bil 'í beinni línu norður til Miðjarðarhafs. Frá landamærum Tyrklands og vest- ur að skurði er eyðimörk, erfið um- ferðar. Má skifta Sínaískaganum í þrent eftir landslagi. Nyrst, við Mið- jarðarhafið og meðfram austurhlið Suez-skurðarins, eru foksandar. Þá taka við hásljettur, á miðjum skag- anum. En syðst er fjalllendi. Frá löndum Tyrkja eru tveir aðal- vegir vestur um Sínaí-eyðimörkina til Egiftalands. Nyrðri vegurinn er frá Rafa til Kantara og hjer um bil 200 kílóm. á lengd, en syðri vegur- inn liggur frá Akaba til Suez og er nokkru lengri, hjer um bil 250 kíló- metrar. Nyrðri vegurinn liggur meðfram strönd Miðjarðarhafsins, en henni er svo háttað þarna, að mjög erfitt er að skipa þar her á land. En her, sem um þann veg fer, get- ur stafað hætta af skotum frá her- skipum úti á hafinu á miklum hluta leiðarinnar. Á 35 kílómetra svæði vestur frá Rafa er þó vegur- inn varinn af klettahæðum, sem eru milli hans og strandarinnar, en eft- ir það er víðast hvar opið frá vegin- um út til hafsins. Meðfram þessum vegi er símalína, sem liggur frá Egiftalandi til Sýrlands. Mjög erfitt kvað vera að fara með þung æki um þennan veg. Syðri vegurinn liggur frá Tyrkja- bænum Akaba, við botn Akabaflóans, til Suez, en sá bær er við botn Suez- fióans. Liggur þessi vegur um höf- uðborg Sínaískagans, sem Nakhl heitir og er hjer um bil í miðju landi. Að austan er þarna bratt upp á há- lendið, svo að leiðin er þess vegna ill- fær með þungan flutning, og hefur þó vegurinn verið mikið bættur á síðan timum. Hásljettan er þarna 700 metra yfir haffleti og eru vegir svo sljettir þar uppi, að vel má nota þar bíla. En á 35 kílómetra svæði austur frá Suez liggur leiðin yfir sanda, sem eru ó- greiðfærir, en þó eigi svo, að ekki sje hægt að koma þar við bílum. Eins og sjá má á þessu, er ekki árennilegt að koma her eftir þessum aðalleiðum frá Sýrl. til Egiftalands. Tiltækilegasta leiðin kvað vera yfir hálendið milli þessara vega. En þar er yfir eyðimörk að fara mestan hluta leiðarinnar. Þennan veg er þó sagt að fara megi með þung æki, og bílar geta farið þar í allar áttir. Hásljett- an fer hækkandi frá norðri til suð- urs og er á þessu svæði, þar sem hún er greiðust yfirferðar, 3—500 metra yfir sjávarmáli. Rennandi vatn er þar hvergi, en regnvatn safnast þar sum- staðar fyrir í djúpum gjám og get- ur geymst þar all-lengi. Austur við takmörk Tyrkjalanda er nóg vatn, og sagt er að Tyrkir og Þjóðverjar hafi nú leitt vatn þaðan inn í gjárnar á eyðimörkinni, eða útbúið tæki til þess að gera það, þegar þeir þurfi á að halda. Mikið hefur líka verið unnið að járnbrautarlagning suður og vest- ur eftir Litlu-Asíu, með þessa her- ferð fyrir augum, og hefur Þjóðverj- inn Meisner pasja staðið fyrir því verki, sá hinn sami, sem áður var yf- irmeistari við lagningu Bagdadjárn- brautarinnar. íbúar á Sínaískaga eru um 40 þús. og munu þeir yfirleitt vera Tyrkjum vinveittir í ófriðnum. Sama er að segja um Arabana, sem vestan við Egiftaland búa, og hafa þeir öðru hvoru verið að gera smáárásir á lið Englendinga síðan ófriðurinn hófst, en eru lítt útbúnir til þess að mæta vel vopnuðum her. Það er sagt, að her Englendinga í Egiftalandi sje um miðjan febrúar ná- lægt y-2. milj. Sir John Maxwell hers- höfðingi er nú alræðismaður þeirra þar. Eigi lítið af hernum þarna er frá Indlandi og Ástralíu. Þangað var í vetur fluttur indverski herinn, sem áður hafði verið í Frakklandi. Síðustu frjettir. Loftfregnir frá stríðinu hafa bor- ist hingað öðru hvoru síðan sæsíminn slitnaði, og eiga símamenn hjer mót- tökutækið, sem tekið hefur við loft- skeytunum, en „Vísir“ birti í gær og fyrradag hið helsta úr frjettunum, sem þannig hafa borist. Það hefur verið megn kur í Sví- um við Englendinga út af afskiftum þeirra af vöruflutningum og skipa- ferðum, og jafnvel gefið í skyn, að þetta gæti leitt til friðarslita. En úr því hefur þó ekki orðið, og verður þá að líkindum ekki úr þessu. Á vesturherstöðvunum er nú sífelt barist og sækjast Þjóðverjar mjög eftir að taka Verdun. Á ítölsku víg- stöðvunum er einnig barist. í Rúmeníu er sama þófið og áður, herinn vígbúinn, en ósjeð, hvar hon- um verði beitt. Brjef frá Þýskalandi. Hjer á eftir fara kaflar úr brjef- um frá Þýskalandi til manns hjer í bænum, sem þar er kunnugur: Halle, 14. des. 1915. „—• Ástandið hjer heima fyrir hef- ur ekki versnað. Reyndar er hærra verð á matvöru, en engin neyð er enn þá, og verður áreiðanlega ekki. Sigra okkar á Balkanskaga þekkið þjer eflaust. Hvað segið þjer um skerðingu Englendinga á hlutleysi Grikkja? — Þeir hafa ekki metið rjett herafla okkar, Englendingar, og bú- sýslu; nú hljóta þeir að hafa sann- færst. Sorglegt er að vita, hve marg- ir ungir og hraustir menn hníga í val- inn; einhvern tíma kemur þó dagur friðar —“ Leipzig, á nýári. „— Jeg fjekk heimfararleyfi úr skotgröfunum fyrir jólin. — Mjer þótti gaman að heyra, hvernig ís- lensku blöðin líta á heimsviðburðina. Við furðum okkur á þeim fregnum, sem ensku blöðin dreifa út um heim- inn. Dani einn, sem annars er mjög Þjóðverjahollur, skrifaði kunningja mínum nýlega og kvað sig taka sár- an, hve ástandið væri báglegt á Þýskalandi; ekki væri hægt að fá nauðsynlegustu matvæli fyrir gull og góð orð og fleira þess háttar. Slíkar fjarstæður þrífast í Kaupmannahöfn, ekki lengra en þar er á milli til Þýska- lands. Jeg hygg, að ilt lag hafi verið á þýskum blöðum á friðartímum, annars mundu þau hafa getað áunnið meira í því að halda uppi sönnum fregnum af stríðinu. Leitt, að þjer ekki getið setið til borðs með okkur núna; munduð þá komast að raun um, að ekkert skortir —.“ Leipzig, 7. jan. 1916. „— Enginn trúir því, að stríðinu verði lokið á þessu ári. Enn þá verð- um við að þola margar þrautir. Lífið hjerna í Leipzig (og annarstaðar) er eins og áður, að mörgu leyti þó betra. Brauðin eru nú ljósari en áður og hætt kartöflublönduninni. Einnig er hægt að fá nægilegt af mjöli. Hins vegar er kjötverðið eins hátt og áður. Og hámarksverð er á smjöri; verð- ur eflaust úthlutað smjörseðlum eins og brauðseðlum í fyrra, því yfirleitt er skortur á fituefnum. Ef gengið er inn í veitingahús, er alt fult. Jeg ætl- aði að matast í Thúringerhof í fyrra kvöld, en varð frá að hverfa, svo troðfult var inni fyrir (það var svína- slátrunartími). Á háskólanum fækkar alt af tölu stúdenta. Ber óþægilega mikið á kvenfólkinu, og verður það æ fleira i öllum deildum. Hvað segja íslensku blöðin um striðið? Fáið þiö daglega tilkynningar þýsku herstjórn- arinnar? Trúa menn því ekki enn, að miðveldin muni sigra? Að minsta kosti hefur okkur tekist vel á Bal- kanskaga hingað til------.“ „Óber]a“ og „óbyrja“. Hr. Guðm. Friðjónsson segir í síð- ustu Lögr. 23. febr., að „óbyrjur" sje rjettara en „óberjur“ um ógras- gefið illslægt land (sjer i lagi um þúfur). Finnur hann það til, að „ó- berjur“ geti ekki þýtt neitt annað en þúfur, sem ekki spretti „ber“ á. En „óbyrja“ segir hann finnist í „Ritn- ingunni“ um konu, sem ekki getur börn átt. Og af því telur hann það dregið, að kalla graslitlar þúfur „ó- byrjur“. Sjera Hannes heitinn Árna- son sagði í fyriríestrum sinum i skóla: „Alt lifandi er orðið til af-sjer líkum einstaklingum." Eftir því ætti þúfa, sem ekki er „óbyrja“, að gefa af sjer aðrar þúfur, og hygg jeg, að hvorki G. F. nje öðrum bændum mundi þykja það neinar heillaþúfur, sem tækju upp á þeim skolla. Hitt er víst, að um alt land er tal- að um „óberjur“, og eru það ekki fremur þúfur en annað graslendi; það þýðir snögglendi, sem ekki (eða trauðla) verður slegið (ekki er auðið að hjakka eða berja hár af með ljá). Þetta er þannig skýrt fram borið um alt land. Björn Halldórsson (Vest- firðingur) hefur orðið í orðabók sinni og Eiríkur Jónsson (Austfirð- ingur) í sinni. Jeg hef heyrt orðið í Strandasýslu og Húnavatnssýslu og hjer sunnanlands er það altítt. Það á ekkert skilt við „ber“ eða berja- vöxt. í þessu atriði hefur því G. F. al- gerlega rangt fyrir sjer. Jón Ólafsson. Eldgos á Breiðafirði. Sjávarhæðj við ísland, og fleiri landsmál. ------í Hverri þjóð riður á því, miklu meira en ætlað er, að ein- hverjir sjeu þar, sem hafa það fyrir mark og mið að auka skilning. I. Fyrir ekki allfáum árum lærði jeg á því að rannsaka Grænlandsströnd, hvernig er að sjá, þar sem land síg- ur í sjó (sjá ritgerð mína í Med- delelser om Grönland 14. Bd.). Vor- ið eftir, þegar jeg kom til íslands, sá jeg glögt, eða þóttist sjá, á ströndinni kringum Reykjavík, einkenni þess lands, sem er að sökkva, eða hefur a. m. k. til skamms tíma verið að sökkva. Skrifaði jeg um þetta grein- arstúf í blaðið „ísland“. Seinna virtist mjer mega sjá norð- an á Snæfellsnesi, að landið hefði einnig þar verið að síga, en væri nú hætt fyrir nokkru. En af Breiðafirði er það sagt, að sjávarbotninn þar hafi hækkað. Virðist svo, sem í senn hafi sjór lækkað á Breiðafirði, en hækkað við Faxaflóaströnd, og er það eftir- tektar vert mjög. II, Það virðist ekki ólíklegt, að land- sigið við Faxaflóa hafi, að minsta kosti að nokkru leyti, stafað af þeirri miklu kólnun, og þar af leiðandi sam- drætti jarðbergsins, sem mun hafa orðið, er lauk hinum miklu gosum, sem verið hafa á Reykjanesi og þar í grend. Og það virðist mega benda á líkur til þess, að breyting sjávar- hæðarinnar á Breiðafirði, sem er á hinn veginn, standi einnig í sam- bandi við jarðhitann, og komi afí því, að þar sje að draga til eldgosa. Verður það auðskilið, sje þarna rjett í ráðið, að sjór geti verið að lækka í öðrum flóanum, þó að hann hækki í hinum. Þessi skilningur, að gos geti verið í undirbúningi á Breiðafirði, er ekki á engu bygður. Seinast í september 1915 var jeg staddur á „Gullfossi", eimskipinu íslenska, við Flatey. Hitti jeg þar að máli kunnan mann, Snæ- björn í Hergilsey, og sagði hanín, mjer meðal annars, að til væri rituð frásögn um eldsumbrot í hólma nokkrum milli Hergilseyjar og Flat- eyjar. Hafði sjera Bjarni Símonar- son á Brjánslæk minst á þetta við mig áður. Ekki varð því komið við að skoða hólmann í þessari ferð, og býst jeg við að geta gert það seinna. III. Landið undir Breiðafirði virðist vera mjög sprungið og brotið, og um miðja Barðaströnd er merkilegt jarð- sprungusvæði, sem próf. Þorv. Thor- oddsen hefur fróðlega rannsakað.* Nú er það mjög eftirtektar vert, að ef vjer hugsum oss beina línu frá Snæfellsjökli og yfir í jarðsprungu- svæðið á Barðaströnd, hjer um bil þar sem það skerst lengst inn í land- ið, þá verður goshólminn, sem Snsé- björn í Hergilsey sagði mjer frá, í þessari línu, eða mjög nálægt henni. Á þessu svæði eru lika heitar upp- sprettur, hverir, sem lesa má um í ferðabók Eggerts og Bjarna og ís- landslýsingu Þorv. Thoroddsens. Eru sumir hverir eftirstöðvar eftir gos, en Breiðafjarðarhverirnir virðast vera á hinn veginn, fyrirboði gostímabils, á- samt þessum smávegis jarðbruna, í hólmanum, sem áður er um getið. Veita þyrfti því eftirtekt, hvort laug- ar og hverir á þessu svæði eru að aukast og hitna. Sje að hitna landið undir Breiða- firði undir gos, þá er skiljanlegt þetta, sem mjer virtist fyrir ekki all- fáum árum, að Snæfellsnes norðan- vert sje nú hætt að síga í sjó, þó að sigið hafi um tíma áður. En sjávar- gangssaga af ísafirði fyrir skömmu bendir ekki til þess að hækkun lands- ins nái svo langt norður, hvort sem þessi landsrótarhitnun kann að hafa orðið til að stöðva landsig hjer við sunnanverðan Faxaflóa, eða önnur, sem væri henni samferða. Fyrirfram verður því að minsta kosti ekki neit- að. Það er eitt af því sem á ríður, til þess að komast eitthvað áfram í skilningi hlutanna, að vera ekki fyr- irfram of sannfærður um það sem ekki má vera sannfærður um. Annars virðist svo, sem strendur landsins hafi til skamms tíma verið að síga, og getur verið, að því fari fram enn þá víðast hvar. Mjög efnilegur jarðfræð- ingur, sem fróðari er um skeljar en aðrir náttúrufræðingar íslenskir, Guð- mundur bóndi Bárðarson, hefur byrj- að á rannsóknum á breytingum, sem orðið hafa á sjávarhæð við ísland; væri óskandi, að hann gæti haldið rannsóknum sínum áfram, og einnig að gerðar yrðu nákvæmar mælingar á sjávarhæðinni nú. Tel jeg sjálfsagt, að slíkar mælingar verði gerðar við höfnina nýju, og er það verkfræðinga að annast um það. IV. Talað hefur verið um, og enda komið i ljós að nokkru í Vestmanna- eyjum, að hafnargarðarnir mundu ekki vera nógu sterkir. Má á Örfiris- ey og klöppunum hjer við Reykja- vík sjá afl brimöldunnar, og eins t. a. m. á Öskjuhlíð sumstaðar (hvað áður var). Gætu verkfræðingar sjálf- sagt gert sjer nokkra hugmynd um, hvað mikið afl hefur þurft til að brjóta klettana. Við Vestmannaeyjar er hafsmagn- ið í mesta lagi, enda er býsna mikið á eyjarnar gengið. Vestmannaeyjar eru rústir af eldfjöllum; en þó undar- legt megi virðast, hafa til skamms * Skal hann njóta sannmælis frá mjer, þó að lítt sje hann farinn að láta mig njóta sannmælis enn þá; mun það nokkuð koma af því, að hann er ekki farinn að skilja mig enn; virðist mjer svo, sem sama megi segja um íslendinga yfirleitt, enn sem komið er; mundi prófessor Þorvald- ur skilja mig betur, ef hann vildi vera með mjer nokkrar klukkustundir hjer í nágrenni við Reykjavík, og líta á ýmislegt, sem jeg gæti sýnt honum, en bæði honum og öðrum jarðfræð- ingum, sem rannsóknir hafa stund- að á landi hjer, hefur verið ókunnugt um.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.