Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.06.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 21.06.1916, Blaðsíða 2
no LÖGRJETTA Kvenxia,skólinn á Blönduósi byrjar eins og venjulega i. oktbr. og stendur til 14. maí n. k. Heima- vistir eru í skólanum, og fætSi selur skólinn fyrir 185 kr. yfir kenslu- timann. Skólagjald er 15 kr. Skólinn leggur til rúm meö stoppuðum dýnum og púöum, en námsmeyjar þurfa aS leggja sjer til yfirsængur, kodda og rekkjuvoöir. Helming af fæöis- og skólagjaldi skal borga viö komu i skólann, en hitt mánaöarlega síöari hluta skólaárs uns lokiö er. Fyrir Jjví sem ekki er greitt viö komu í skólann, skal setja trygga ábyrgö. Á skólanum eru kendar þessar námsgreinar: íslenska, danska, reikningur, landafræöi, saga, náttúrufræöi, dráttlist, skrift söngtir, leikfimi, handavinna og hússtjórnarstörf. Þeim, sem óska, er veitt tilsögn í ensku. Sjerstök áhersla er lögö á handavinnu og hússtjórnarstörf. Skilyröi fyrir inntöku í skólann eru: a. Aö umsækjandi hafi engan næman sjúkdóm. b Aö umsækjandi hafi vottorö um góöa hegöun. c Aö umsækjandi sanni meö vottorði aö hann liafi tekið fullnaöarpróf samkvæmt fræöslulögunum, ella gangi undir inntökupróf, þegar hann kemur í skólann. Nemendur, sem setjast vilja í aöra eöa þriöju deild, skulu sanna fyrir kennurum skólans aö þeir hafi kunnáttu til þess, ella taki próf. ‘ Umsóknir um skólann skulu sendar fyrir lok ágústmánaöar n. k. til formanns skólanefndarinnar Árna Á. Þorkelssonar á Geitaskarði. Reglugjörö skólans er prentuð í B-deild Stjórnartíöindanna 1915, bls. 10—15. Forstödnnefndm. Undirritaður kaupir mórauda og* saudsvarta voruU með hæsta verði. Sömuleiðis vel verkada hvita vorull og óþvegna ull ef um semur. Álafossi pr. Reykjavik 20. júní 1916. Bogi A. J. Þórðarson. LÖGRJETTA kemur út á hverjum miB- vikudegi og auk þess aukablöð viB og viB, minst 60 blöB alls á ári. VerB 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi I. júlí, Kosninoa-leiðbeininoar. 1. Um atkvæðagreiðslu þeirra manna, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þegar kosning fer fram. Lög frá 30. nóv. 1914 mæla svo fyrir: Sjómenn og aðrir, sem eru utan þess hrepps eöa kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og eigi geta sótt kjörfund, enda neyti þeir eigi hins almenna rjettar til aö greiða atkvæöi á öðrum kjörstaö, samkvæmt fyrirmælum kosningalaganna, hafa heimild til þess aö greiða atkvæöi viö kosningar til Alþingis á þann hátt, aö þeir senda hreppstjóra eöa bæjarfógeta í því um- dæmi, þar sem þeir standa á kjörskrá, atkvæðaseðil samkvæmt reglum þeim, ei settar eru í lögum. Stjórnarráöiö annast um útvegun kjörseðla, svo og fylgibrjefa þeirra og umslaga, er þar til heyra. Kjör- gögn þessi skulu ætíö finnast hjá öllum lögreglustjórum, umboðsmönn- um þeirra og hreppstjórum, og skulu að jafnaöi vera nægar birgðir af þeim á hverju íslensku skipi. Kosning fer svo fram, að kjósandi ritar á atkvæðaseðilinn nafn þess þingmannsefnis eða þeirra þing- mannaefna, ef fleiri en einn á aö velja í kjördæminu, er hann vill kjósa, af ]>eim sem í kjöri eru. Viö hlutbundn- ar kosningar skal kjósandi rita bók- staf þess lista, sem hann vill kjósa, og má hann geta þess, hvernig hann vilji hafa rööina á listanum. Sá, er greiöa vill atkvæöi sam- kvæmt ákvæöum þessara laga, skal í einrúmi og án þess að nokkur sjái, rita atkvæöi sitt — nafn þingmanns- eínis eða þingmannaefna, ef fleiri en einn á að kjósa, eöa listabókstaf með ákvæðum um röð, ef hlutbundin kosn- ing er, ef hann vill — á kjörseðilinn, leggja hann því næst inn í þar til gert umslag og líma það aftur. Hann út- fyllir því næst og undirskrifar fylgi- -brjefið, en kjörseöilinn má hann ekki undirskrifa. 1 fylgibrjefinu skal kjós- andinn gefa nákvæmar upplýsingar um nafnsitt,stöðu og heimili í hreppn- um eöa kaupstaðnum, svo og um þau atvik, er því valda, að hann getur ekki mætt sjálfur á kjörstaðnum til að greiða atkvæði, og skal hann jafn- framt staðfesta með drengskaparvott- oröi, að hann þvingunarlaust, í ein- rúmi og án þess nokkur maöur hafi sjeö, hafi útfylt kjörseöilinn, lagt hann í umslagið og limt það aftur. Á fylgibrjefiö skal vera ritað vott- orö um, aö undirskrift og dagsetning sje rjett og að kjörseðillinn sje út- íyltur í einrúmi. Vottorð þetta á aö vera undirritað af skipstjóra á ís- lensku skipi ásamt einum manni af skipshöfninni sem tilkvöddum vitund- arvotti, ef kjósandi er sjómaður, eöa af sýslumanni, umboösmanni hans eða hreppstjóra. Nú vill skipstjóri sjálfur greiöa at- kvæði og getur ekki náð til sýslu- manns, umboðsmanns hans eöa hrepp- stjóra, þá skal vottorðið gefið af þeim, er í hans stað gengur á skipinu, er hans missir við. Þá er vottorð er gefið af skipstjóra eöa þeim, er í hans stað gengur á skipinu, skal geta um atkvæðagreiðsl- una í dagbók skipsins; þar skal skýrt frá fullu nafni kjósandans, í hvaöa umdæmi hann stendur á kjörskrá og hver hafi verið tilkvaddur sem vitni að undirskrift hans. Umslagið með kjörseölinum og fylgibrjefið skal kjósandinn því næst láta í sjerstakt þar til gert umslag, loka því og rita utan á það til hrepp- stjórans í þeim hreppi eða bæjarfó- getans í þeim kaupstað, þar sem hann stendur á kjörskrá. Á umslaginu skal þess getið, að í því liggi atkvæðaseð- ill, og skal kjósandinn undirrita þá yfirlýsingu með nafni sínu og kjör- umdæmi. Kjósandinn annast sjálfur og kostí ar sendingu brjefsins. Atkvæði þau, sem greidd eru sam- kvæmt þessum lögum, eru ógild: 1. Þegar ekki verður sjeð með vissu, hvort nafn það, sem stendur á at- kvæðaseðlinum, á við nokkurt af þingmannaefnum þeim, sem í kjöri eru í kjördæminu, eða — þá er um hlutbundna kosningu er að ræða — hvaða listi er kosinn. 2. Þegar í atkvæðaumslaginu er ann- að en einn atkvæðateðill. 3. Þegar ekki hefur verið notaður við atkvæðagreiðsluna atkvæðaseðill sá, sem stjórnarráðið hefur látið gera, eða annað er ritað á hann en það, sem ákveðið er í 3. gr. eða á seðilinn er sett strik eða merki, er ætla má að sjeu sett til þess, að gera hann þekkjanlegan. Þó verð- ur atkvæðaseðill við hlutbundnar kosningar ekki ógildur, þótt á hon- um standi, auk listabókstafsins, orðið: „listabókstafur", ef ekki verður álitið, að það sje gert til að gera seðilinn auðkennilegan. Striðið. Síðustu frjettir. Rússar hafa tekið Zernovitz, höf- uðborg Búkówínu, og sækja inn yfir landamæri Galizíu austur frá Lem- berg. Hjá Zernówitz höfðu þeir enn tekið fjölda fanga. Vegna framsókn- ar Rússa þarna er nú aftur sögð kom- in hreyfing á þann flokk í Rúmeníu, sem alt af hefur viljað ganga i lið með Rússum. Dáinn er Moltke greifi, sem hafði yfirstjórn þýska hersins í byrjun ó- friðarins, en skilaði henni síðan af sjer vegna sjúkdóms, og tók þá Falkenhayn við henni, er enn hefur hana á hendi. Var Moltke einn af frægustu hermálamönnum Þjóðverja. írland og stríðið. Þegar ófriðurinn hófst, lá við borð, að uppreisn yrði i Úlster á Ir- landi út af heimastjórnarlögunum, sem enska þingið var þá að leggja síðustu hönd á, til uppfyllingar göml- um kröfum frá hálfu írlands. En Úlstermennirnir, sem svo voru þá nefndir, með sir Edw. Carson í broddi íylkingar, töldu ríkinu sundrað með þeim lögum, hófu uppreisn og hótuðu vopnaðri mótstöðu gegn framkvæmd laganna i Úlster. En mikill meiri hluti Ira, eða sá flokkur, sem Redmond er foringi fyrir, fylgdi þvi fram, að lög- in kæmust i gegn og til framkvæmda. Lögin voru svo samþykt af enska þinginu, en framkvæmd þeirra frest- að meðan á striðinu stæði, og lýstu þeir yfir því, bæði Redmond og Car- son, að deilur um þessi mál fjellu að öllu leyti niður meðan ríkið ætti , út á við í ófriði og vandræðum. Car- son tók síðan sæti í samsteypuráða- neyti Asquiths um hríð, en vjek úr því aftur, ásamt fleirum, af ástæð- um, sem ekkert snertu írsku málin. Herskyldulög Englendinga ná ekki til írlands, en íjölda margir írar berj- ast i stríðinu með Englendingum sem sjálfboðaliðar. Ástandið er þann- ig i Irlandi, að stór flokkur manna, í Úlster, vill ekki þá sjerstöðu, sem írlandi er áskilin i heimastjórnarlög- unum, en annar flokkur, sem er sá fjölmennasti og mestu ráðandi, Red- monds-flokkurinn eða Heimastjórnar- fiokkurinn, gerir sig ánægðan með þau lög og vill, að þeim fengnum, hafa sættir og gott samkomulag við Englendinga. En þriðja flokknum ei] ekki fullnægt með heimastjórnarlög- unum. Hann vill skilnað við England, og stefnuskrá hans er sú, að Irland verði lýðveldi. Þessi flokkur nefnir sig Sinn Fein (þ. e. Við einir, eða Við út af fyrir okkur), og það er hann, sem uppreisnina gerði í vor. Fyrverandi Irlandsráðherra, Birrel, sá, er lagði völdin niður vegna upp- reisnarinnar, hefur skýrt frá því, að sitt álit sje það, að ef heimastjórnar- frumvarpið hefði verið samþykt í byrjun ófriðarins, þá hefði risið upp óróaalda í írlandi, og mundi þá hafa, verið krafist 60 þús. hermanna til þess að halda við friði í landinu. En hann segir, að ræða Redmonds í þinginu, eftir að heimastjórnarlögin voru sam- þykt, þar sem hann lýsti fullkomnum samhug Ira með Englendingum í ó- friðarmálunum, hafi haft mjög góð áhrif, og eftir það hafi mátt svo heita sem megnið af írum stæði í einni fylk- ingu með Englendingum, enda þótt kunnugt hefði verið, að lítill minni- Þessi mynd sýnir fyrstu sólarupp- komu í Khöfn eftir að klukkan var færð þar fram um einn tíma. Sólin lilur á Ráðhúsklukkuna og segir: „Nú er jeg hissa! Jeg kem heilum klukkutíma of snemma á flakk. — Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ hluti væri enn óánægður, og bæði Redmond og fleiri helstu foringjar íra hefðu verið þeirrar skoðunar, að ekki væri ástæða til að hefjast handa gegn Sinn Fein-flokkinum, með því lika að eigi hefðu legið fyrir neinar sannanir um, að flokkurinn stæði í sambandi við óvini Englands. En seinna kom samt fram, að svo var. Birrel telur kaþólsku prestana í ír- landi hættulegustu mennina í þessari hreyfingu Sinn Fein-flokksins, segir, að þar sem prestarnir ekki styðja hreyfinguna, þar verði ekkert úr henni, en þar sem þeir aftur á móti styðji hana, þar geti hún breiðst út. Ein skörpustu mótmælin gegn sjálf- boðaliðssöfnuninni í Irlandi hafi kom- ið fram í ritlingi eftir kaþólska bisk- upinn í Limerick. Þegar uppreisnin var kæfð niður, skipaði enska stjórnin nefnd manna til þess að rannsaka tildrög hennar og útbreiðslu. Af þeim upplýsingum, sem fram eru komnar í útlendum blöðum um vitnaleiðslur í málinu, má ráða, að uppreisnin eigi rætur í þeim mikla vígahug, sem vakinn var í Ir- landi út af heimastjórnarlögunum. Þegar Redmond og fjelagar hans tóku að beita sjer fyrir því, að írar skipuðu sjer við hlið Englendinga í ófriðinum, kom þegar fram megn mótblástur gegn þvi, og uppreisnar- andinn leyndi sjer ekki i þeim mót- blæstri. Mennirnir, sem fyrir þessu gengust, stóðu i sambandi við fjelags- skap íra í Ameriku, og fengu fjár- styrk þaðan. Frá Ameríku kom sir Roger Casement í fyrra og settist að í Þýskalandi. Virðist hann hafa verið aðalmilliliðurinn milli uppreisnar- mannanna írsku og Þjóðverja. Ekki er það fullkunnugt, hve fjölmennir uppseisnarmennirnir hafi verið, en talið, að í fjelagsskap þeirra hafi ver- ið, þegar upprfíisnin hófst, nálægt 15,200 manns, þar af um 3000 í Duflin. Frjettir. Frá Vestfjörðum. 17. hjeraðsfund- ur Vestur-ísafj.sýslu var haldinn 10. og 11. april í vor af 13 fulltrúum úr lueppum sýslunnar. I fundargerð þaðan, sem „Vestri" flytur, er þetta hið helsta: Fundurinn telur ekki rjett að „landið ráðist að svo stöddu í járnbrautarlagningu". Hann vill ekki atkvæðagreiðslu um þegnskylduna nú, vegna ónógs undirbúnings, en leggur til að næsta alþing skipi milli- þinganefnd til að undirbúa málið. Vill að Súgandafjörður verði tekinn upp á áætlun milliferðaskipanna, að minsta kosti 4 ferðir á ári. Vill fá sjerstaka lánsstofnuun fyrir landbún- aðinn. Vill ekki láta hækka fasta skatta að miklum mun, en taka háa skatta af stórgróðafyrirtækjum,halda vörutolli og útflutningsgjaldi því, sem nú er fyrst um sinn, en lækka sykurtoll. Lýsir óánægju yfir kaupum og útbýting landsjóðsvaranna, telur þær hafa verið seldar of dýrt og mis- rjetti komið fram í því, að landsmenn utan Reykjavíkur hafi orðið að borga flutningsgjald og út og uppskipun umfram Reykvíkinga; einnig hafi öðrum landsmönnum verið neitað um kol, er Reykvíkingum hafi verið seld þau. Og misráðið telur fundurinn það af velferðarnefnd, að afla ekki lands- mönnum veiðarfæra í tíma, og telur „bágborin kaup landsjóðs á stein- olíu síðastl. haust“, þar sem hún hafi orðið dýrari en hjá kaupmönnum. Fundurinn skorar á löggæslumenn að líta betur en áður eftir því, að bann- lögunum sje hlýtt. Skilnað ríkis og kirkju vill hann ekki, nema að undan- gengnu þjóðaratkvæði. Vill fá meira fje til bankaútbúanna á ísafirði. Vill láta heimila hjeruðum að kjósa sjer lækna og taka af hreppsnefndum rjett til að skipa skólanefndir, en láta kjósa þær með almennri atkv.gr. í hverju skólahjeraði. Vill stofna hluta- fjelag til að kaupa flutningabát handa Vestur-ísafj.sýslu og kaus til þess 5 manna nefnd. — Fyrirlestur um Ameríku og landa vestra flutti sjera Magnús Jónsson á ísafiði 4. þ. m. Taldi hann landa engu sælli vestra en hjer heima, og and- lega menning þeirra kvað hann standa á baki ísl. menning, segir „Vestri“. Fyrirlesturinn á að koma út á prenti, og hafði hann í heild sinni verið bæði fróðlegur og skemtilegur. Dánir eru nýlega Eyjólfur Bjarna- son á Kleifum í Gilsfirði, Jakob Jóns- son bóndi í Þernuvík í Ögurhreppi og Jón Arason húsmaður á Suður- eyri. Frá Bolungarvík druknaði ný- le.ga maður, Ásgeir Guðjónsson, fanst örendur i flæðarmáli. Annar maður frá Bolungarvik, Þórður Guðmunds- son, druknaði einnig nýlega með þeim hætti, að bát hvolfdi undir honum, er festur var aftan í vjelbát á ferð. — Mislingar útbreiðast mjög vestra og hafa nokkur börn dáið úr þeim. Sögufjelagið hjelt aðalfund sinn 16. þ. m. Úr stjórninni skyldi ganga Kl. Jónsson landritari og var hann endurkosinn i einu hljóði. Enn frem- ur voru endurkosnir varamenn: Jó- hann Kristjánsson ættfræðingur og Pálmi Pálsson yfirkennari og sömu- leiðis endurskoðunarmenn: Matthías Þórðarson fornmenjavörður og Sig- hvatur Bjarnason bankastjóri. Bæk- ur þær, sem fjelagið gefur út í ár eru þessar: Alþingisbækur II. bindi, síð- ara hefti, registur yfir æfisögu Jóns prófasts Steingrímssonar, og er henni þar með lokið. Búalög, 2. hefti, Æfi- saga Þórðar Sveinbjarnarsonar há- yfirdómara eftir sjálfan hann, fyrsta hefti af Skólameistarasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal og fyrsta hefti af Landsyfirrjettardóm- um 1802—1873. Enn fremur fá fje- lagar 3. hefti af Sagnaþáttum Gísla Konráðssonar. Má það mikið heita, sem fjelagið gefur út, fyrir jafnlágt gjald (5 kr. á ári), og ættu menn að styðja það með því að gerast fjelagar þess. Jarðrækt í Rvík. Jarðræktarfjelag Rvíkur hjelt aðalfund 10. þ. m. Fje- lagar nú 45. Höfðu verið unnin síð- astliðið ár 3725 dagsverk, og voru þessir hæstir: E. Briem frá Viðey með 596, Helgi í Tungu með 564, Þórður Jónsson úrsm. með 535, Ól. Jónsson á Laugalandi með 451, Þorl. Vilhjálmsson á Rauðará með 305, Einar Helgason garðyrkjum. með 246, Jón Kristjánsson prófessor með 204, Jón Jacobsson landsbókavörður með 160 og Gestur Guðmundsson á Berg- stöðum með 158. — Vigfús Guð- mundsson frá Engey tekur nú við mælingastarfi fyrir fjel. 1 stað Gísla búfr. Þorbjarnarsonar. Guðm. Magnússon prófessor er á heimleið með Islandi, er fór frá Khöfn 16. þ. m. Líkneski Kristjáns konungs IX. Út- búnaði kringum likneskið á Stjórnar- ráðsblettinum er nú nýlokið, og hef- ur Daníel Hjálmsson búfræðingur staðið fyrir því verki. Rektor Háskóla íslands, frá 1. okt. þ á., var kosinn 17. þ. m. Haraldur Níelsson prófessor. Shackleton kominn fram. Þær fregnir eru nú komnar af honum, að hann sje eftir mikla hrakninga kom- inn til Suður-Georgíu, sem er eyja, og ekki stór, syðst í Atlantshafi, á 54 st. suðl. br., langt í austur frá suðurodda Ameríku. Þar á eynni er norsk hvalveiðastöð, og kom hann þangað 10. maí við þriðja mann, en nokkra ef fjelögum sínum hafði hann skilið eftir á svokallaðri Fílseyju, og var verið að reyna að ná þeim það- an, er frjettirnar bárust, en þá kom- inn mikill ís þar í suðurhöfin. Skip sitt „Endurance" misti Shackleton í ísnum 20. nóv. síðastl. og komust þeir fjelagar í bátum norður til eyjanna, sem nefndar eru. Frá Bandaríkjunum. Republikanar þar hafa valið Huges, dómara í hæstarjetti, fyrir forsetaefni við kosningarnar í sumar. Prentsmiðjan Rún. 4

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.