Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.06.1916, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.06.1916, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA ”3 Tilnefndir voru þessir: Eggert Claessen með 7055 atkv. Halldór Daníelsson — 5735 — Thor Jensen — 4806 — Garðar Gíslason — 4183 — Jón Þorláksson — 3879 — Jón Björnsson — 3448 — Magnús Sigurðsson - -1437 — Halldór Þorsteinsson — 1185 — Næstir fengu atkvæði: Fáll H. Gíslason 976 — Björn Kristjánsson 846 — Sighvatur Bjarnason 707 — Thor Jensen (Ólafur Thors sonur hans fyrir hans hönd) og Magnús Sigurösson neituöu aö taka á móti kosningu, ef þeir yröu fyrir kjöri. Komu þá í þeirra staö tilnefndir meö næstum atkvæöafjölda Páll H. Gíslason og Björn Kristjánsson, er þó taldist undan kosningu. Fór þá kosning fram um 4 af þess- um 8 tilnefndu mönnum, í stjórn- ainefnd fjelagsins. Kosningu hlutu þessir: F.ggert Claessen meö 7415 atkv. Halldór Daníelsson — 6156 — Jón Þorláksson — 49°7 — Halldór Þorsteinsson — 4747 — Næstir fengu atkvæöi: Jón Björnsson 3236 — og Garðar Gíslason 3069 — Þá var loks tekinn fyrir 5. liöur dagskrárinnar: Kosinn endurskoðandi í stað þess, er frá fer, samk. hlutkesti, og einn varaendur sko ðandi. Út var dreginn með hlutkesti end- urskoðandi Ó. G. Eyjólfsson kaup- maður. Kosning endurskoöanda fór þá fram og hlaut kosningu (við skrif- lega atkvæöagreiöslu): Ó. G. Eyjólfs- son með 2133 atkv. Næstur fjekk at- kvæði: Þórður Sveinsson aðstoöar- maður 1626 atkv. Varaendurskoðandi var kosinn (sömul. skriflega): Þórður Sveinsson aðstoðarmaður með 2012 atkv. Næst- ur fjekk atkvæði: Richard Torfason bankabókari 1222 atkv. Fleira lá ekki fyrir fundinum. Fundarbók upplesin og samþykt. Fundi slitið. Eggert Briem. Gisli Sveinsson. Samkomulagf um viðskifti íslands vid Breta. I. Bráðabirgðalög. Svohljóðandi bráðabirgðalög um heimild handa landsstjórninni til ráð- stafana til tryggingar aðflutningum til landsins hefur konungur staðfest 24. maí s. 1.: 1. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að setja með reglugerð eða reglugerðum þau ákvæði um verslun og siglingar til og frá land- inu, sem nauðsynleg þykja til þess að tryggja aðflutninga til þess. í reglugerð má ákveða sektir fyrir brot á henni og meðferð mála út af brot- um gegn henni. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. II. Reglugerð um ráðstafanir til að tryggja verslun landsins. Stjórnarráðið hefur 24. þ. m. gefið út svohljóðandi reglugerö; Samkvæmt heimild í 1. gr. bráða- birgðalaga 24. maí þ. á„ um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til lands- ins, eru hjer með sett eftirfarandi fyr- irmæli: x- gr. Bannað er að flytja út frá íslandi hverskonar farm eða farm- hluta, i öðrum skipum en þeim, er í ferð sinni til ákvörðunarstaðarins koma við í bretskri höfn. Þetta gild- ir þó eigi um skip, er hjeðan fara beint til Ameríku með farm eða farm- hluta, ef ræðismaður Breta hjer veit- ir samþykki sitt til þess. 2. gr. Áður en skipa megi farmi þeim eða farmhluta, er í I. gr. segir, út í skip hjeðan til útlanda, skal skip- stjóri undirrita og afhenda lögreglu- stjóra eða umboðsmanni hans skuld- bindingu um viðkomu í bretskri höfn, svo sem í 1. gr. ag ofan er fyrir mælt. 3. gr. Brot gegn ákvæðum reglu- gerðar þessarar varða sektum alt að 10 þúsund krónum. Bæði sá, er út lætur flytja og skip- stjóri, án þess að ákvæðum 2. gr. sje fullnægt, skal sekur talinn við á- kvæði 2. gr. Skipstjóri, er brýtur, án alment ó- viðráðanlegra atvika, skuldbindingu gefna samkv. 2. gr., skal sæta sömu sektum. Skip og farmur er að veði fyrir sektunum. 4. gr. Sá, er byrjar að skipa út, án þess að slík skuldbinding sje gefin, sem í 2. gr. segir, skal sæta sektum frá 200—10000 kr., og telst bæði sá, er út lætur skipa, pg skipstjóri sekur um þetta brot. Skipstjóri, sem án alment óviðráð- anlegra atvika brýtur skuldbindingu sína, er hann gefur samkvæmt 2. gr., skal sæta sektum frá 10000—100000 krónur. Þá er ákveða skal sektir, skal taka hliðsjón til verðmætis þess, sem flytja skal eða flutt er í skip. 5. gr. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara sem al- menn lögreglumál. Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari undir dóm, skal mál- ið borið undir stjórnarráðið. 6. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í stað. III. Skýrsla um málið frá stjórnar- , ráðinu. Stjórnarráðið gerir þannig grein fyrir málinu i skjali, sem það hefur sent Lögrjettu: Eins og kunnugt er, hafa Bretar stöðugt hert á böndunum um sigling- ar vorar og viðskifti frá ófriðarbyrj- un. I vetur harðnaði enn meir. Var þess þá m. a. krafist af kaupmönnum, sem fengu kola- og saltfarma frá Bretlandi eða í skipum, sem urðu að koma við í Bretlandi á leið sinni til íslands, að þeir skuldbyndu sig til þess, að flytja ekki vörur þessar eða aðrar vörur, sem kolin og saltið var notað til að framleiða, til þjóða þeirra er í ófriði eiga við Bretland, Norður- landa eða Hollands. Ennfremur höfðu borist fregnir um, að það væri ætlun Breta að hindra það að íslenskar af- urðið yrðu fluttar austur yfir hafn- bannslínu þeirra, þ. e. til Norður- landa, af ótta fyrir því að þær næðu til Þýskalands. Auk þess sóttist erf- iðlega að fá útflutningsleyfi frá Bret- landi á ýmsum nauðsynjavörum vor- um, auk kola og salts, t d. á veiðar- færum. Landsstjórnin taldi sjer skylt að reyna að tryggja, á einhvern hátt viðskifti landsmanna betur en útlit var fyrir og reyna að fá samkomu- lag um eitthvert það skipulag á versl- un vorri og viðskiftum, sem ljetti af þeirri óvissu, sem sýndist vera fram undan, um verslun íslands og við- skifti við aðrar þjóðir. Var Sveini alþingismanni Björnssyni, sem þá var staddur erlendis, falið að fara til Lundúna og eiga tal við bretsku stjórnina um þessi efni. Bretska stjórnin hafði látið uppi að það væri ákveðinn ásetningur sinn að stöðva, eftir því sem hún gæti, allan flutning á flestum íslensk- um afurðum austur á bóginn. En fyr- ir þessa milligöngu hr. Sveins Björns- sonar og málaleitun hans við bretsku stjórnina hafa fengist ýms vilyrði af hennar hendi, gegn þvi að skipað yrði svo fyrir, að skip, sem flyttu farm hjeðan til útlanda yrðu eigi af- greidd hjeðan nema þau áður skuld- byndi sig til að koma við á bretskri höfn (þó undantekningar með skip sem fara til Ameriku, enda sje bretski ræðismaðurinn hjer því samþykkur, °g eru helstu vilyrðin þessi: Bretska stjórnin mun ekki hindra á neinn hátt vöruflutninga hjeðan til Bretlands, sambandslanda Breta i ó- friðnum og hlutlausra landa, nema þeirra er liggja að Norðursjónum og Eystrasalti. Þó verður eigi hindr- að að fluttar verði til Danmerkur þær íslenskar afurðir, sem notaðar verði þar í landi eftir neytsluþörf- inni þar. Ef eigi fæst markaður fyrir allar afurðir landsins í framantöldum ófriðarlöndum og hlutlausum löndum, lofar bretska stjórnin að kaupa af- urðirnar af framleiðendum og kaup- mönnum hjer, verði, sem ákveðið er fyrst í stað til ársloka þ. á. Verðið er ákveðið í krónum og varan tekin hjer á staðnum, frítt um borð (fob). Bretska stjórnin sjer um að hingað fáist flutt frá Bretlandi það, sem þarf af kolum, salti, veiðarfærum, sildar- tunnum, steinolíu, kornvöru, sykri, kaffi, lyfjum og öðrum nauðsynjavör- um, sem annaðhvort eru ófáanlegar annarstaðar eða hagfeldast þykir að fá frá Bretlandi. Bretska stjórnin vill greiða sem best fyrir skjótri af- greiðslu skipa vorra í bretskum höfn- um framvegis. Samkomulag þetta hefur verið gert með vitorði Kaupmannaráðs ís- lands og hefur það skrifstofu opna hjer í Reykjavík eftirleiðis. Geta menn snúið sjer þangað til að fá vit- neskju um framangreint vöruverð og að öðru leyti um vafaatriði, sem rísa kunna út af samkomu lagi þessu. Það hefur umboðsmann í Lundúnum, Björn Sigurðsson bankastjóra. Ennfremur hefur nefnt vöruverð verið tilkynt öllum lögreglustjórum landsins. Vandamál Rangvellinga. Mjer hefur borist til eyrna að jeg væri talinn höfundur að greininni „Knýjandi nauðsynjamál“, sem undir- skrifuð er „Öldungur“ og birtist í 4. tbl. af „Landinu“, 4. febr. s. 1. En með því að jeg kaupi ekki blað þetta, fór jeg að afla mjer þess ný- lega og kynna mjer greinina, og af þeim ástæðum kemur þessi yfirlýsing svo seint. Lýsi jeg þvi hjer með yfir, að jeg hef ekkert verið við riðin ritsmíð þessa og að mjer er alveg ókunnugt um höfund hennar, enda ber greinin það með sjer, að hamrmuni ekki vera úr Rangárvallasýslu, samanber orð- in: „Hvaða flutning hefur hún (járn- brautin) að flytja frá Þjórsárbrú h i n g a ð til Reykjavíkur." Svo er margt, sem sýnir hvað höf. er, eða læst vera, ókunnugur vatns- málinu 0. fl., sem hann skrifar um, og fer hann þar ekki rjett með, þó jeg hins vegar sje honum þakklátur fyrir að hafa vakið máls á vatnsmál- inu, því ummæli hans <um það eru orð í tíma töluð. En það er öðru máli að gegna með hitt málið, sem greinin fjallar um, járnbrautarmálið; þar er jeg á alt annari skoðun og víst flestir hjer i sýslu, og furðar mig mjög á þeim órökstudda sleggjudómi, sem hann kveður upp yfir því nauðsynja- máli. Enda er öllum kunnugt um það, sem jeg hef átt tal um járnbraut við, að jeg hef altaf álitið að járnbraut frá Reykjavík hingað austur, lögð á þeim tíma, sem við værum færir um, væri eitt af aðalframfarafyrirtækjum þessa lands. Jeg álít líka að jafnframt og vjer teljum nauðsynlegt að leggja fje í að vernda flæðilöndin hjer í Rang- árvallasýslu fyrir Þverá og Markar- fljóti og að veita á Flóann og Skeið- in, sje barnaskapur að horfa í kostn- að við að bæta samgöngutækin, því með núverandi samgöngutækjum eru þessi fyrirtæki — jafnnauðsynleg og þau eru — sönn hefndargjöf. Einkum tel jeg að hinar fyrirhuguðu áveitur í Árnessýslu komi ekki að til- ætluðum notum nema með bættum samgöngum. Vil jeg svo minnast dá- lítið nákvæmar á vatnsmálið hjer i sýslu en höfundur gerir, Eyðilegg- inguna, er Markarfljót og Þverá gera hjer í sýslu, mun óhætt að telja eina þá mestu, sem vötn hafa gert hjer á landi, og mun önnur eins eyðilegging vart hafa átt sjer stað síðan eyðilegg* ingin mikla varð af Skaftáreldum. Það er ekki von að þeir, sem ókunn- ugir eru, hafi neina hugmynd um þær skemdir. Byrjunin var sú, að Markarfljót lagðist mest alt í Þverá; beljaði hún þá hjer vestur með feikna krafti og lagði í eyði á tveim árum fjórtán jarðir i Vestur-Landeyjum og Rangárvallahreppi, alt bestu slægju- jarðir, og þar af eitt mesta höfuðból- ið á Suðurlandi, Skúmstaði. Síðan hefur vatnið haldið áfram að brjóta lönd og eyðileggja engjar, og er sýni- legt, að verði ekki undinn bráður bugur að verndun, verða stór svæði óbyggileg. Annars furðar mig eins og „Öldung" stórlega á því dauðamóki, sem er á Rangæingum i þessu máli. Þingið i heild sinni get jeg ekki beinlínis átalið, því það hefur tekið vel i málið, það litið sem til þess kasta hefur komið; en næsta þingi þarf að verða vel ljóst hlutverk sitt í þessu máli og það má ekki skera við Barnaskóla og Unglingaskóla Siglufjarðar. — Umsóknir sendist skólanefnd fyrir 1. ágúst. Til kaupenda Iðunnar. Sökum þess, að mikill dráttur hef- ur orðið á pappírssendingu, getur lðunn II, 1 ekki komið út fyr en i lok júlí eða byrjun ágústmán. Útgef. Iðunnar. fje við neglur sjer til fullkominnar fyrirhleðslu í Þverá, því þar ríður á að byggja traustlega og spara ekki um of. Og vonandi er að Búnaðarfjelag íslands leggi þessu fyrirtæki meira lið hjer eftir en hingað til, og láti sjer skiljast að þetta mál er ekki fyrir utan verksvið þess. Til þess að gera nánari grein fyrir eyðileggingunni en höf. „Lands“- greinarinnar gerir skal jeg geta þess, að það eru fimm hreppar, eða hálf sýslan, sem bíða tjón af vatni úr Þverá, en það eru: 1. Fljótshlíðar- hreppur; þó eyðileggingin sje viða mikil mun hún þó hafa verið hvað mest þar frá byrjun. 2. Hvolhreppur, 3. Rangárvallahreppur, 4. Ásahrepp- ur, 5. Vestur-Landeyjahreppur. Aust- ur-Landeyja- og Vestur-Eyjafjalla- hreppur hygg jeg að líði ekki mikið tjón af vatninu, eins og nú stendur, eða síðan gerð var fyrirhleðslan hjá Seljalandsmúla. En engjaskemdirnar munu mestar í Ásahreppi og Vestur- Landeyjahreppi, einkum er Savamýri mjög illa farin, og engjarnar kring- um hana, ásamt Þykkvabænum, sömuleiðis Odda-, Móeiðarhvols- og Oddhóls-engjar. Og auk þess sem vatnið flæðir yfir, er árlega stungið upp mikið graslendi í fyrirhleðslur, sem menn eru að stríða við og reyna að vernda bletti innan um vatnið, til þess að hafa þó eitthvað að slá. Það er t r ú mín og v 0 n að á þessum mikla framfaratíma liði ekki á löngu þangað til verulegar fram- kvæmdir komist á gang í þessu umrædda máli. Og þó jeg búist ekki við að eiga langt eftir ólifað, væri það ein mín mesta ánægja í ellinni, ef jeg lifði það, að Þverá yrði veitt í Markarfljót og Savamýri og aðrar engjar, sem nú eru skemdar af vatn- inu, kæmu upp aftur. Því það var eitt mitt mesta áhugamál í búskapnum að vernda Savamýri, enda þótt á- búðar og eignarjörð mín ætti ekki land í henni, svo menn gætu notið hennar miklu gæða, því óefað er hún besti engjabletturinn hjer á landi, og þó viðar væri leitað, eða svo sagði mjer einn mest metni búfræðingur Dana á seinni tíð hr. Fejlberg, að slíkt graslendi ræktað af náttúrunni einni þekti hann ekki í Norðurálf- unni. Væri svo, að hinir háttvirtu ráð- andi menn landsins, stjórn og þing, hjeldu að hjer væri um ýkjur eða öfgar að ræða, ættu þeir einn fagran þerridag um sláttinn að bregða sjer hingað austur og sjá alt grasið, sem nú er í vatni og ómögulegt er að not- færa sjer, og sjá um leið slægjurnar, sem menn bæði hjer og í öðrum sveit- um verða að sætta sig við; þeim mundi þá skiljast — eins og okkur — að mikið er gerandi til að vernda það land, sem flæðivötnin hafa birgt upp með frjóefnum til margra ára, en með því að græða upp slik lönd eða landspildur n e m u r maður land, sem er bein viðbót við það land, sem nú má lifa af, og þannig beinn vegur til þess að fleiri geti hjer eftir en hingað til lifað af land- búnaði. Að síðustu vil jeg benda samsýsl- ungum mínum á, að þetta mál þurfa þeir að taka til rækilegrar meðferðar á væntanlegum þingmálafundum, svo þingmenn geti haft eitthvað í hönd- unum frá kjósendum, er á þing kem- ur, málinu viðvíkjandi. Jeg vil vona, að sú skömm eigi sjer ekki oftar stað hjer, sem kom fyrir í fyrra, að eng- inn þingmálafundur verði haldinn og þingmenn fari eins og þá tómhentir á þing að kjósenda vilja. Hvort sem þetta hefur komíð af vantrausti á þingmönnum vorum, eða ófyrirgefan- legu áhugaleysi á landsmálum, sem jeg ætla þó öllu heldur, þá er það mjög skaðlegt kjördæminu, þvi hafi þingmaðurinn ekkert i höndunum, er sanni framburð hans í málum kjör- dæmisins, er full ástæða til þess að þingið álíti, að þar sje ekki um mjög nauðsynlegt málefni að ræða. Hala, í júní 1916. Þórður Guðmundsson Strídið. . Síðustu frjettir. Khöfn, 26 júní: Rússar hafa lagt undir sig Búkówínu. — Þjóðverjar sækja fram í gagnárás norðan við Luzk. •— Þjóðverjar hafa tekið Thiaumont með áhlaupi, en gagnárás frá Frökkum stendur þar enn yfir. Önnur skeyti hingað frá 22. þ. m. segja frá ákafri sókn frá Hinden- burg á norðurhluta austurvígstöðv- anna. Yfir höfuð virðist nú stríðið sótt af kappi báðumegin frá á öllum vígstöðvunum hjer í álfu. Við Ver- dun er aðgangurinn harður, og segja þó fregnirnar, að Þjóðverjar hafi sent lið þaðan til austurvigstöðvanna. Grikkir hafa nú afvopnað her sinn, eftir kröfu bandamanna, segja sein- ustu fregnir, og virðist innrás Búlg- ara i landið, sem áður hefur verið frá sagt, ekki hafa verið gerð til þess að ná sjer niðri á Grikkjum, heldur til þess að ná hagkvæmari stöðu i viðureigninni við bandamannaherinn. Skuludis hefur sagt af sjer yfirráð- herraembættinu, en þingið vill fá Zaimis í hans stað. Þjóðverjar telja sigurinn sín megin í orustunni miklu í Norðursjónum. „Hamb. Fremdenbl." frá 11. þ, m, sýnir með uppdráttum aðalhreyfing- ar flotanna í orustunni. Segir þar, að Englendingar hafi mist 25 skip, samtals 222050 tonn, en Þjóðverjar 11 skip, samtals 59800 tonn. Frjettir. Stefán Jóhannesson frá Bakkagerði i Reyðarfirði hefur verið hjer sjer til heilsubótar síðan í maí, en fer nú heimleiðis í dag með „íslandi“. Háskólapróf. Nýlokið hafa prófi í læknisfræði hjer við háskólann Jón Jóhannesson með 1. einkunn 163 st. og Vilmundur Jónsson með 1. einkunn 190^ st. En fyrri hluta læknaprófs hafa tekið: Hinrik Thör- arensen með 72)4 st., Jón Bjarnason með 70 st. og Kristján Arinbjarnar- son með 63% st. Har Níelsson prófessor fer norður á Akureyri í sumar og heldur þar fyr- irlestra eftir beiðni Akureyringa. Frá útlöndum eru nýkomin Guðm. Magnússon prófessor og frú hans, kaupm. Rich. Thors og Guðm. Eiríks- son, Ól. Björnsson ritstj., Lange verkfræðingur frá Noregi o. fl. Fossafl í Borgarfirði. Geir Zoega verkfræðingur er nú að mæla vatns- magn í fossum í Borgarfjarðarhjer- aði að fyrirlagi landsstjórnarinnar. Úr Árnessýslu er skrifað: „Tíðin var köld og þurviðrasöm fram um miðjan maí; gróður enginn til þess tíma og klaki mikill í jörð. Afla- brögð urðu lítil austan fjalls, en verst þó i Þorlákshöfn. Þaðan komu menn með'stórskuldir á bakinu í ver- tíðarlokin. Er því auðráðið að þröngt muni verða i búi hjá mörgum mann- inum þetta ár hjer við sjávarsiðuna, og það því fremur sem margar nauð- synjar eru enn dýrari hjer eystra en í flestum útkjálkakauptúnum lands- ins. — Um stjórnmál er hjer lítið rætt og liklega lítið hugsað alment, nema hvað Gestur á Hæli er að mæla með lista „hinna óháðu“ bænda, er han,ú kallar svo, og er líklegt að bændur færi sjer enn í nyt hand- lciðslu hans, sem þeim reyndist svo vel í kaupfjelagsmálunum hjerna á árunum. — Annars hefur eitt mál öðru fremur vakið umtal hjer eystra, en það er ósamkomulagið í Lands- bankanum. Mönnum hjer kom það mjög á óvart, er það sást, að farið var að kæra gjaldkera bankans, hr. Jón Pálsson, mann, sem naut almenns

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.