Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.07.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 25.07.1916, Blaðsíða 4
130 LÖGRJETTA Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Gullsmiðir. Fyrri myndin sýnir austurríkska hermenn, sem klifra upp hamra í Tyról, og sjest á henni, hve örðugt er um- ferðar sumstaöar á suðurvigstöðvunum. — Síðari myndin sýnir stjórnarrúm í Zeppelinsloftfari. # Mjer hefur verið sagt að bóndi einn í nágrenni við P. Z. veröi aö sljetta 300 ferfaöma í túni árlega án endur- gjalds frá landsdrottni. Bóndi þessi er afarduglegur og búmaður mikill, en hann hlífist við að byggja á jörð- inni eða beita atorku sinni til að bæta hana, svo sem búast hefði mátt við af slíkum manni. Enginn efast þó um, sem þekkir bónda þennan, að hann mundi vera búinn að byggja bæði vel og myndarlega og auk þess bæta jörðina mikið að öðru leyti, ef hann ætti hana sjálfur. Hjer er eitt gott dæmi þess, að ekki sje alt með feldu um framkvæmdir leiguliðanna, sem von er. Og jeg efast ekki um það, að ef P. Z. leitaði fyrir sjer, mundi hann finna mýmörg dæmi svipuð þessu, bæði í nágrenni við sig og annarstaðar, þar sem hann fer um. Ef P. Z. er nokkuð ant um að fá skýrslur um framkvæmdir óðals- bænda og leiguliða í búnaði, sem ó- tvírætt mætti byggja á, og hann get- ur gert sjer von um að sanna með sitt mál, þá verður að safna þeim skýrslum með þetta mál eitt fyrir augum — þær verða að sýna fram- kvæmdir hvers einstaks bónda á öllu landinu, og helst verða þær að ná yfir nokkuð mörg ár. Aðrar skýrslur gagna ekki í þessu máli. Á einum stað segir P. Z. að jeg hafi ekki gætt þess, að hann hafi áður borið saman í Frey jarðastærð og búastærð í hverri sýslu, og sýnt þar fram á, að búin sjeu ekki sýni- lega stærri í þeim sýslum, þar sem óðalsbændur eru flestir. — Jú. Jeg hef lesið þann samanburð hans. En á honum er lítið að græða, og færði jeg rök fyrir því i ritgerð minni í Lög- rjettu. Jeg tók það fram þar, a ð leiguliðar gætu vel búið eins stórum búum og óðalsbændur, því þeir fyndu jafnan hvöt hjá sjer til þess að nota ábýli sín sem mest og best þeir gætu. En jeg sýndi jafnframt fram á það, að þessi samanburður á búum bænda í heilum sýslum væri villandi af því landkostir, búnaðaráhugi o. s. frv. væru misjafnir í hinum ýmsu sýslum. Þá er loks svar Páls við þeirri spurningu minni: hvernig hann hugsi sjer framkvæmd á því að gera allar jarðir í landinu að eign landssjóðs? Hann vill hætta við að selja þjóð- jarðir en leigja þær með erfanlegri á- búð. í öðru lagi vill hann láta lands- sjóð eignast alla verðhækkun á jörð- um og í þriðja lagi láta landssjóð eignast forkaupsrjett að öllum jörð- um, sem seldar eru, og verja afgjaldi af þjóðjörðum til kaupanna. Svarið er þannig í þremur liðum. Tvo fyrstu liðina verð jeg að sleppa að tala um hjer, því það mundi verða alt of langt mál i stuttri blaðagrein. Um síðasta liðinn er það að segja, að jeg er sömu skoðunar sem fyr, að jarðakaup landssjóðs mundu verða mjög erfið, eða jafn vel alveg ófram- kvæmanleg, líkt og sams konar jarða- kaup hafa orðið ýmsum öðrum þjóð- um. Að því leyti er mjer svar hans alveg ófullnægjandi, og mjer kæmi ekki á óvart, þó það yrði síðar meir ófullnægjandi Páli sjálfum og öðrum, sem eru líkrar skoðunar og hann. Jóh. Magnússon. Eftirmæli. Eins og áður hefur verið um getið i Lögrjettu, andaðist á heimili sínu hjer í bænum 30. maí síðastl. Andrjes Andrjesson verslunarmaður, eftir langa og stranga sjúkdómslegu, er hann bar með mestu hugprýði. Er þar góðum dreng á bak að sjá, dugn- aðarmanni miklum og merkismanni, og var hann nær hálfsjötugur að aldri, fæddur 3. maí 1852 á Syðra-Lang- holti í Hrunamannahreppi, og var faðir hans elsti sonur Magnúsar 1 Andrjessonar alþm. þar, en móðir hans var Katrín Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum í Laugardal. Andrjes misti föður sinn fjögra ára gamall og dó hann frá konu og 8 ungum börn- um. Var Andrjes með móður sinni fram um fermingar aldur, en fór þá í vist, og var ýmist við landvinnu í átthögum sínum eystra, eða við sjó- róðra á Reykjanesi. En nokkru síð- ar varð hann verslunarmaður hjer í Reykjavík hjá þeim Jóni heitnum Vídalín, síðar kansúl, og frænda hans Páli Eggerz, og þaðan fór hann skömmu seinna til Brydes verslunar og var þar þangað til hún hætti, eða alls í 33 ár. Hafði hann þar umsjón með vinnu og verslun utan búðar, og fórst það mjög vel að allra dómi, serri til þekkja, enda var hann mesti þrek- maður sjálfur til vinnu, og jafnan var hann vinsæll af verkafólki sínu. Munu margir, sem Andrjesi heitnum kyntust, sakna hans mikið, bæði bæj- armenn og aðrir gamlir viðskifta- menn verslunarinnar, þótt söknuður- inn sje auðvitað tilfinnanlegastur á heimili hans, því hann var ágætur heimilisfaðir. En bót er það í böli, er viðskilnaðurinn er eins góður og hjer átti sjer stað, efni næg og gott hús i höndum góðrar og stjórnsamrar hús- móður og efnilegra, uppkominna barna. Andrjes kvæntist 1893 Krist- ínu Pálsdóttur frá Brennistöðum í Borgarhreppi á Mýrum og eiga þau 8 börn á lífi, 7 fermd: Bertel, sjó- mann; Magnús, við búnaðarnám er- lendis; Harald, á vjelstjóraskólanum; Axel, verslunarmann; Baldur, í Mentaskólanum; Pál, Guðrúnu og Magnús heima. Andrjes heitinn var karlmannlegur ásýndum og traustur í öllu, vel gerð- ur bæði til sálar og likama, skarp- greindur maður og gæðamaður i allri raun, hjálpfús og ráðhollur. Hvíldina hefur hann fengið eftir vel unnið dagsverk. Einn af vinum hans. Smásaga frá stríðinu. Lögberg segir þessa sögu úr ensku blaði, frá Lundúnum, um litla stúlku 8 ára gamla, sem hjet Elsa og átti heima á Þýskalandi. Hún hafði skrif- að brjef og utanáskriftin var svona: „Til elskulegs guðs á himnum.“ Hún bað guð að lofa föður sínum heim úr stríðinu, því hann hefði verið svo ósköp lengi burtu. Elsa litla á heima skamt frá Berlin hjá móður sinni og fjórum systkin- um; þeim hefur liðið fjarska illa síðan faðirinn fór í striðið: „Mamma er alt af að gráta,“ sagði Elsa litla í brjefinu til guðs. „Og eftir þrjár vikur verður afmæli hennar og líka hennar Grjetu systur. Viltu ekki lofa pabba að koma heim til okkar?“ Póststjórnin á Þýskalandi opnaði brjefið og það hafði fjarska mikil áhrif á hana. Brjefið var ekki sent til Elsu litlu til þess að hún gæti breytt utanáskriftinni, heldur var leituð uppi herdeildin sem faðir hennar var í og brjefið var sent til yfirmannsins yf- ir herdeildinni. Honum varð mikið um brpefið, og hann lofaði mannin- um undir eins að fara heim til Elsu litlu. Stóð það alveg heima, að hann kom heim á afmælisdaginn þeirra, konunn- ar sinnar og Grjetu litlu, og þær urðu steinhissa. Það má nærri geta, að þar varð fagnaðarfundur. Og nú flyt- ur Elsa litla guði þakklæti á hverjum degi fyrir það, að hann skyldi vera svo góður að svara brjefinu hennar með þvi að lofa pabba hennar að koma heim. fjonnenninpiwkifl. Leynilögreglusaga eftir A. CONAN DOYLE. XI. KAPÍTULI. Agra fjársjóðurinn mikli. „Ef jeg á hann,“ sagði hún, „þá á jeg það yður að þakka.“ „Nei, nei,“ svaraði jeg, „ekki mjer, heldur Sherlock Holmes, kunningja mínum. Þó að jeg hefði gert alt, sem í mínu valdi stóð, hefði jeg aldrei getað rakið þetta spor, því að jafn- vel snillingurinn sjálfur hefur átt fult í fangi með það. Við vorum nærri því búnir að missa það alt á síðasta augnablikinu." „Viljið þjer ekki gera svo vel að setjast niður, herra Watson, og segja mjer alla söguna," sagði hún. Jeg sagði henni í stuttu máli alt sem á daga okkar hafði drifið, siðan jeg hafði hitt hana siðast, um nýju leitaraðferðina hans Holmes, um fund A u r o r u, komu Athelney Jones, leiðangur okkar um kvöldið og um eltingaleikinn voðalega ofan eftir Thames. Hún hlustaði á æfintýrin með opnum munni og fjörugu augna- ráði. En þegar jeg sagði henni frá þyrnibroddinum, sem hafði farið svo nálægt okkur, náfölnaði hún upp og jeg var hræddur um að það ætlaði að líða yfir hana. „Þetta er ekkert," sagði hún þegar jeg í skyndi helti vatni í glas handa henni. „Jeg er orðin alfrisk aftur. En mjer fanst svo voðalegt, að hafa sett velgjörðamenn mína í þessa dauðans hættu.“ „Nú er það alt búið,“ svaraði jeg. „Það var ekki neitt. Nú ætla jeg ekki að segja yður frá fleirum hroðaleg- um atvikum. Við skulum snúa okk- ur að einhverju skemtilegra. Hjer er fjárhirslan. Hvað ætti að vera skemti- legra en það? Jeg fjekk leyfi til að koma með hana, af því að jeg hjelt að þjer munduð hafa gaman af að sjá ofan í hana fyrst allra.“ „Það var vel hugsað af yður,“ sagði hún. En það var enginn ákafi í röddinni. En vafalaust hafði henni hugkvæmst það, að það væri líkast vanþakklæti af henni ef hún ljeti sem sjer væri alveg sama um þetta, sem Góðir og reglusamir gullsmiðir geta fengið atvinnu við gullsmíði um lengri tíma, ef um semur, nú strax, eða frá 1. október. Semjið sem fyrst við Jón Sig'muiidsson guiismið Laugavegi 8, Reykjavík. Sími: 383. ■ KRONE f ,AQERÖL er best. við höfðum haft svona mikið fyrir að ná í. „Þetta er skínandi falleg kista,“ sagði hún og beygði sig ofan að henni. „Þetta er víst indverskur smíðisgripur." „Já, það er málmsmíði frá Ben- ares.“ „En sú þyngd!“ hrópaði hún og reyndi að lyfta henni. „Sjálf kist- an hlýtur að vera mikils virði. Hvar er lykillinn ?“ „Small fleygði honum í ána,“ svar- aði jeg. „Jeg verð að fá eldskörung- inn lánaðan." Framan á kistunni var þykk hespa og á hana grafin Búddhamynd. Jeg Smeygði skörungnum undir þessa hespu og spenti hana upp eins og með vogstöng. Hespan hrökk alt í einu upp með háum smell. Með skjálf- andi höndum reif jeg upp lokið. Við stóðum bæði á öndinni af undrun yf- ir kistunni. Hún var galtóm! Það var annars engin furða, þó að hún væri þung. Járnið var tveir ]>riðju úr þumlungi á þykt alt í kring. Hún var afarsterk og vönduð, auð- sjáanlega smíðuð til þess að geyma í henni verðmæta muni, en ekki ein einasta perla eða yfirleitt nokkur skapaður hlutur var í henni. Hún var algerlega og gjörsamlega tóm. „Fjársjóðurinn er tapaður," sagði ^ungfrú Morstan rólega. Þegar jeg heyrði þessi orð og hugs- aði um, hvað þau þýddu fyrir mig, fanst mjer eins og stór skuggi hyrfi af sál minni. Jeg fann nú fyrst, hvern- ig þessi Agra fjársjóður hafði legið eins og farg á mjer, þegar hann var farinn. Það var að vísu eigingjörn til- finning, því verður ekki neitað, ljót og órjettlát, en nú fann jeg að gull- veggurinn, sem var á milli okkar, var horfinn. „Guði sje lof!“ andvarpaði jeg. Hún leit á mig snögglega með spyrjandi brosi. „Hvers vegna segið þjer það?“ spurði hún. „Af þvi að nú næ jeg aftur til yðar,“ sagði jeg. og greip um hönd hennar. Hún dró hana ekki að sjer. „Af því að jeg elska yður, María, eins innilega og nokkur maður hefur elsk- að nokkra stúlku. Af því að þessi fjársjóður lokaði á mjer munninum. Nú þegar hann er farinn get jeg sagt yður, hve heitt jeg ann yður. Þess vegna sagði jeg, guði sje lof!“ „Þá segi jeg líka, guði sje lof!“ hvíslaði hún um leið og jeg dró hana að mjer. Hver sem hafði mist fjársjóð, þá vissi jeg að þetta kvöld hafði jeg eignast annan. Nokkrar húseignir á góðum stöðum í bænum fást keypt- ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals í veggfóðursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl. 3—6 síðdegis. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtrseti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.