Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.09.1916, Blaðsíða 2

Lögrétta - 06.09.1916, Blaðsíða 2
152 LöGRJéTTa LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á Islandi, erlendis kr. 7.30. Gjalddagi 1. júlí. lembingurinn kom af fjalli í fyrra haust og var þá 55 pd. lifandi! Og þá fjekk Ólafur af fjalli 218 dilka undan 160 ám. Ólafur er fyrirtaks skipasmiöur og sjómaöur, hefur smíöaö yfir 100 skip. Sá jeg fáein af þeim. Sýndust mjer þau eitthvaö árennilegri í sjó aö leggja en sumir mótordallarnir. 80 pd. æöardúns er nú landskuldin eftir Hvallátur, þar er feikn af eyöi- eyjum, hólmum og skerjum, meiri og minni hagar í þeim. Þar sá jeg húskonu, 97 ára ekkju. Bjó hún í 70 ára gömlum bæ, rúm- góöum og myndarlegum. Hún var ern og þægileg. 20. Skáleyjar. Þær eru vestur af Hvallátrum. Þar býr Skúli bróöir Ólafs á Látrum. Hefur hann svipaö bú að stærð og hefur aukið tún og æöarvarp líkt og bróöir hans. Skáleyjar eru einu eyjarnar í hreppnum, sem berjavottur er i. Margt er merkilegt að sjá og heyra í eyjum þessum. Því miður var ekki færi að koma í fleiri eyjar. Snjólausar voru þær alveg í maí- byrjun. En sárlítiö var þá þó um ný- græöing. Tún eru í öllum eyjunum tvíslegin aö mestu. Litið er nú orðið um annan fiskafla en hrognkelsi, nema helst í Flatey, þar er oftast þorskur á haust- in, og hefur afli sá heldur aukist sein- ustu árin. 21. Mannúðarstarf í eyjunum og annað. Berklasjúkrasjóösfjelag var stofnað í eyjunum 1912. Árgjöld meðlima þess eru: fyrir börn innan 10 ára 50 au., fyir börn frá 10—15 ára 100 au., fyr- ir fullorðna 200 au. Sveitin leggur í jóöinn minst 100 kr. árlega. Styrkveiting til fjelagsmanna á hælinu er oröin 130 kr. Eins er sveit- lægum fjelagsmönnum hjálpað með fjelagsfje, þótt þeir fari úr sveitinni. Víst 5 sinnum á 10 árum hafa ver- ið gerö samskot i hreppnum til að styrkja sjúklinga til Reykjavíkur, átti sjera Siguröur mikinn þátt í því. Auk þessa hafa verið gerö samskot til fá- tækra. Jeg var 10 daga í eyjunum og hjelt 13 fyrirlestra. Vel sótt,viðtökur bestu, gott sjóveöur í milliferöunum. Breiðfirðingar hafa lengi þótt fyr- irtaks sjómenn, og búa skip sin vel. Gaffalsiglingin þykir þeim best, en lökust spritsiglingin. Auövitaö kem- ur mest upp á, hvernig stýrt er, og hvernig farið er meö seglin. En lang- best líst mjer á gaffalsiglinguna. 22. Múlanes. Þaö er norður af Skáleyjum. Þar eru 5 bæir. Skálmarnesmúli er aust- astur. Þar er kirkja og þar sá jeg trjágarö, í honum voru reyni, víði og birkiplöntur og fleira. Vestasti bærinn heitir Fjöröur. Þar gisti jeg hjá Þóröi bónda Jónssyni, hefur hann aukið æöarvarpiö. Þaö er varp á flestum bæjum nessins. Mikl- ir og margir tangar ganga út í fló- ann frá nesinu. Eru þar eyjar og hólmar, og á einni þeirra, er Hellisey heitir, er víðir, fjalldrapi og skógar- blettur, sögöu þeir, er slikt fágætt á eyjum hjer viö land. Nokkuð skógar- kjarr er þar í landi líka. Sæmilega grösugt láglendið, en fjöllin mjög hrjóstrug. Talaði þar þrisvar. Vel sótt. Fallegt er aö sjá þaöan út í eyj- arnar og svo til jökulsins. Blá og hvit fjöll bak viö ótal eyjar og sker. En þokuskýin fela oft fegurö þessa likt og föt, fatabætur og slitur væru hengd fyrir fagra málverkaröð ofan- vert. 23. Svínanes. Þaö er fyrir austan Múlanes. Á Svinanesi var jeg 3 daga, var vesæll. Sæmundur Guömundsson heitir bónd- inn þar, hefur hann mikið tööufall og varp. Skemtilegur maður og hafði gaman af að þekkja plöntur. Fylgdi hann mjer inn aö Kvígindisfirði, er þaö 3 tíma leið með fram firði. Þar þótti mjer fallegt, grasbrekkur og flatir meö sjónum og í fjörunni fult af hvítu og rósrauðu perluþangi. IVámskeið fyrir stúlkur ætla jeg undirrituð aö halda næstkomandi vetur með líku fyr- irkomulagi og áöur. Margar námsgreinar er um að velja, bæði bóklegar og verklegar. Kenslan byrjar 15. október. Þær stúlkur, sem ætla að nota námskeiðið, sendi umsóknir sem fyrst. Hólmfridur Árnadéttir, Hverfisgötu 50, Reykjavik. Nýjustu bækur: GLÍMUBÓK. Gefin út af íþróttasambandi íslands. Meö 36 myndum. Verö kr. 2.75. K N A T T S P Y R N U L ö G. Gefin út af íþróttasambandi íslands. Meö uppdráttum. Verö kr. 0.50. Fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. & a M tí w ö ö ti n n n H fe H n O h H n > _Ö! 2c __03 C/5 O r <5 >CZi ZS O rn - Z z L| o H « m o 5S > > KBONE IjAUEBÖL er best. veröur settur í Iönskólanum í Reykjavík 2. október næstkomandi, kl. 12 á hádegi. Þeir, sem ætla aö sækja skólann, veröa að senda eiginhandar umsóknir, stílaðar til stjórnarráðsins, til undirritaös fyrir 25. septbr. Umsóknunum veröa aö fylgja skirnarvottorö og læknisvottorö. Enn- fremur veröur aö fylgja vottorö um, aö umsækjandinn hafi í minst 2 ár og 7 mánuði unnið aö járnsmíði og vjelsmíði, eöa í stað þess aö hafa vjel- stjóraskírteini, er fylgja skal vottorö frá manni þeim eöa mönnum, er umsækjandinn hefur unniö hjá. M. E. Jessen. Pakkúsmaðiir óskast frá 15. september. Skriflegar umsóknir, merktar „Pakkhúsmaður“, sendist skrifstofu þessa blaðs. Fallegur skógur þar efra, mjög ein- kennilegir hamrar og stakir stapar þar fyrir ofan. Mætti þar eflaust fá fögur málverksefni. Þar fann jeg vetrarlauk (pyrola secunda), hefur hann fundist mjög óvíöa hjer á landi. Er sígrænn allan veturinn. Og öll þessháttar grænka minnir mig alt af á eitthvað staöfast og trútt, á sumarið í vetrinum, paradís í eyðimörkinni, eilífð í tímanum. Stríðid. Síðustu fregnir. Tyrkir og Búlgarar hafa sagt Rú- menum stríö á hendur. Búlgarar kváðu • vera í hættu staddir. Rússar senda lið þangaö suöur yfir Rúmeníu og eru komnir aö landamærum Búl- garíu. — Rúmenar eru komnir yfir landamæri Ungverjalands á 4 stöö- um, og hafa tekið sköröin í Sieben- búrgen. Rússar vinna á í Karpatafjöllunum og hafa tekið ýmsar aðalstöðvar Austurríkimanna þar. Á einum degi tóku þeir þar 15800 fanga. í Grikklandi er alt í uppnámi, og í skeyti frá 2. þ. m. til „Vísis“ er sagt, aö hernum hafi veriö boðiö út, og aö lífvörðurinn hafi gefiö sig á vald sjálfboðaliöa. — Af konungi Grikkja bárust þær fregnirí símskeyti 2. þ. m., aö hann hafi sagt af sjer, en í síðustu skeytum er opinberlega tilkynt, aö hann sje veikur og hafi verið skorinn upp. Hindenburg hefur veriö gerður yf- irhershöföingi alls Þjóöverjahers. — Hefur Falkenhayn yfirforingi Þjóö- verja á vesturvígstöðvunum sagt af sjer. Hjá Somme og Verdun standa yfir ákafar orustur. 2. þ. m. fóru 13 Zeppelinloftför til Englands og geröu árás á austur- ströndina og á London. Var árásinni á London hrundið og tókst Englend- ingum aö skjóta eitt loftfariö niöur, og brann það. Þetta er hin mesta loft- árás, sem gerö hefur verið á Eng- land, en ekki er talaö um verulegt tjón, er hún hafi gert. Zeppelinloftárás hefur einnig verið gerö á Bukarest, höfuöborg Rú- meníu. Frjettir. Mannalát. 18. febrúar síöastl. and- aöist Siguröur Þorbjarnarson fyrrum bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð, rúm- lega 81 árs (fæddur 4. jan. 1835). Hann var merkisbóndi. 1860 kvæntist hann Þórdísi Einarsdóttur frá Ás- bjarnarstöðum og er hún enn á lífi og 3 börn þeirra: Einar bóndi í Höll, Guðmundur bóndi á Helgavatni og Margrjet Guörún, kona Þorbjarnar Jóhannessonar bónda á Stafholts- veggjum. 25. apríl þ. á. andaöist Guðríður Jónsdóttir, ekkja Halldórs Sigurös- sonar á Fljótshólum í Flóa. Hún var fædd 28. janúar 1835. Bjarni hrepp- stjóri á Fljótshólum, sonur þeirra, andaöist í fyrra sumar, en 3 börn þeirra eru á lifi: Jón, Sigurður og Þuríöur. Guörún er talin aö hafa ver- iö merkiskona. 29. þ. m. andaðist á Heilsuhælinu á Vífilsstööum Valdimar Hallgrímsson þurrabúöarmaöur á Akureyri, faðir frú Fanneyjar Reykdal, konu Jóns Reykdals málara hjer í bænum og Margrjetar leikkonu á Akureyri, er andaöist í fyrra vetur. Hann var fæddur 17. júlí 1856 í Miklagarði í Eyjafirði, sonur Hallgríms Tómas- sonar bónda á Litlahóli í Eyjafirði og Margrjetar Einarsdóttur prests í Saurbæ Thorlacius. Foreldrar Hall- gríms voru Tómas Ásmundsson bóndi á Steinsstöðum í Öxnadal og Rann- veig Hallgrímsdóttir, systir Jónasar Hallgrímssonar skálds. Utanþjóðkirkjuprestur. 31. f. m. staðfesti stjórnarráðið sjera Guömund Guömundsson frá Gufudal til aö vera forstöðumaður utanþjóökirkjusafnaö- arins í Bolungarvík, í staö sjera Páls Sigurössonar, sem nú er orðinn prest- ur í Ameríku. Bruni. Bærinn á Ketilvöllum í Laugardal brann til kaldra kola x. þ. m. Bærinn var vátrygður í brunabóta- Hús mitt í Lækjargötu er til sölu med mjög góð- um borgunarskilmálum. Húsið er bygt 1907—1908, er að öllu vandað og hefur jafnan verið vel hirt. Mig er oftast að hitta í bókaversl- un minni í Lækjargötu 6 A. Tal- sím 263. Hr. yfirdómslögmaður E. Claessen gefur einnig allar nauðsynlegar upp- lýsingar. fjelagi sveitahíbýla, en innanstokks- munum tókst aö bjarga. Slys. Botnvörpungurinn Ingólfur Arnarson haföi siglt á grunn viö Odd- eyrartanga á laugardaginn var, en um leiö og hann losaði sig aftur út, færö- ist nótabáturinn í kaf, og í honum einn hásetinn, Jón Guðmundsson frá Vestmannaeyjum, og hefur hann ekki fudist enn. (Vísir.) Landskosningarnar. í Baröastrand- arsýslu kusu 190 og í Skaftafellssýslu 312, og hafa þannig rúmlega 5800 kosið. Næstkomandi mánudag verða atkvæðin lesin upp. Embætti. 30. f. m. voru Hólmar i Reyðarfirði veittir Stefáni Björnssyni utanþjóðkirkjupresti á Fáskrúösfirði. 1. þ. m. var Valdemar Steffensen aöstoðarlækni á Akureyri veitt lausn frá embætti samkvæmt beiðni hans. Breskt vopnað kaupfar kom hingaö í nótt. „Bisp“, leiguskip landstjórnarinnar, er komið til New-York. Skipaferðir. „Island" kom frá út- löndum í fyrra dag. Meö skipinu lcomu: Jón Sveinbjörnsson cand. jur., Halldór Sigurðsson úrsmiöur, Ólafur Þorsteinsson læknir og kona hans, Jón Hermannsson úrsmiður, Páll Stefáns- son umboössali, Páll Torfason, frú Kristjana Thorsteinsson, ungfrú Sig- ríður Stephensen o. fl. „Gullfoss" fór frá ísafirði í gær- kvöld á leið hingað. Auk farþega þeirra hjeöan úr bænum, er fóru norð- ur með skipinu, eru með því á leið hingað: Kl. Jónsson landritari og kona hans. Sveinn Björnsson alþing- ismaöur, Ólafur G. Eyjólfsson kaup- maöur. Heilufræði handa ungum konum. í maí 1912 lofaði Norskt kvenfjelag 500 króna verðlaunum fyrir hina bestu handbók til leiðbeiningar handa ungum mæörum og kenslukonum, og skyldi hún heita „Heilsufræði handa ungum konum“. Verölaun þessi vann Kristiane Skjerve, norsk kona. Nú er bók þessi komin út meö nokkrum myndum og kostar 1 kr. 50 aura. Hún þykir bæöi góö og lipurt rituð; er miklu lofsorði á hana lokið, enda mun ekki vera hægt aö benda íslenskum konum á neina heilsufræði, sem er betur löguö fyrir þær og þeirra þarfir en bók þessi. Bókin heitir „Sundhetslære for unge kvinder av Kristiane Skjerve". Kristiania 1916. (H. Ashcehoug & Co.) Dönsk bókmentasaga. (Den danske Litteraturs Historie ved Georg C'hristensen.) Höfundur þessarar bók- ar, magister Georg Christensen, er einhver hinn efnilegasti ungur rithöf- undur í Danmörku. Bókmentasaga þessi nær fram aö 1800 en byrjar meö elstu bókmentum Noröurlanda. Seinni hlutinn, sem mun mun koma út í júlímánuði, verður um 19. öldina og alveg til vorra daga. Fyrri hlutinn er 100 síður og er ef- laust hin skýrasta og best samda bók- mentasaga, af hinum minni bökum, sem rituð hefur verið um bókmentir Dana. Hún er aðallega ætluð æðri mentaskólum, en þeir, sem vilja lesa stutta sögu danskra bókmenta, geta ekki fengið aðra bók jafngóða. Hún kostar innbundin 1 kr. 50 au. Nokkrar húseignir á góöum stöðum í bænum fást keypt- ar nú þegar. Mjög góðir borgunar- skilmálar. Væntanlegir kaupendur snúi sjer til SVEINS JÓNSSONAR. Til viðtals i veggfóöursverslun Sv. Jónssonar & Co., Kirkjustræti 8, kl. 3—6 síðdegis. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Til kaups og ábúðar frá 11. k. fardögum fást jarðirnar: Hraunkot og Mýrakot í Grímsnesi. Upplýsingar gefur Árni Eyjólfs- son, Jófríðarstaöaveg 2, Hafnarfiröi, og Gunnlaugur Þorsteinsson, Kiöa- bergi, Grimsnesi. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.