Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.03.1917, Blaðsíða 2

Lögrétta - 28.03.1917, Blaðsíða 2
54 LÖGRJETTA Tvær nýjar bækur: Scliiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð ób. kr. 4,00, í bandi lcr. 5,50. Guðm. Finnbogason, dr. phil: Vinnan Kostar óbundinn kr. 3,00. Bækurnar fást hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, \iinst 60 blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á tslandi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. verður hinum hægra’ að rata heim í nýja bústaðinn, — þannig er til bóta og bata brotinn lýðnum ferillinn —. Sögutáknin skýrast skrifta, sköpin þau og úrslit ber, hvernig auðnu-öflin lyfta ýmsum ljett á herðum sjer: — Orðið hefur Egils gifta einhverstaðar landföst hjer. III. Forna tímans herskár hugur hörpur þreytti „rammaslag", kom því stundum beygla og bugur bæði’ á frægð og efnahag, — við þær gömlu gestaflugur glímir fólkið enn í dag. — Undir þungum yglibrúnum örlaganna stundum bjó magn, er tók á taugum lúnum — töfrum mörgum niður sló; fatast gat þá fararbúnum förin yfir tímans sjó. Þegar lítið var í veðið, vont um brauð og hugarfrið, eða tárgum bænum beðið beygðum knjám á aðra hlið — hefur Egils hepni kveðið „Höfuðlausn“ og samið grið. Vakti hún við straum og strendur, stikaði heiði’ og jökla-sal, rjetti mildar hjálpar-hendur hafs frá brún og inst í dal —svo að gæfu góðar lendur gull í fólksins vista-mal. IV. Þar sem straumaföllin falla fram í djúpsins lygna ós glóir ei mjög á græna hjalla gulli stafað sólarljós, — stundum gegn um gráan skalla græddist lýðnum fje og hrós! — Yfir tignum bygðar-boga blikar vonar-geisla skin. — Upp til fjalls og fram til voga fræ er geymt í sterkan hlyn, þann, er standist straum og loga, steypiregn og veðurdyn. Egils gifta’ er undirrótin, yfirsprettan: viljans þor, andarsjóna endurbótin, orkustarfsins hiklaust spor, stjórnvit, ef að straumamótin stefna fari’ í krappa skor. V. Miðstöð þess, sem var og verður, vígist kring um Brákar-höfn, þar sem punktur gamal-gerður Gríms og Egils varðar nöfn. — Giftu-andinn orku-herður auki þar sín frægða-söfn. — Halldór Helgason. Störf verðlagsnefndarinnar. Talað við formann hennar. Siðastl. mánudagskvöld, 26. þ. m., átti ritstj. Lögr. tal við formann verð- lagsnefndarinnar og spurði hann um störf hennar. Hún tók til starfa 24. febrúar og hefur unnið látlaust síðan, haMið fundi daglega. Formaður er Guðm. Björnson landlæknir, eins og kunnugt er, og með honum í nefnd- inni: Árni Eiríksson kaupm., Jón Sí- vertsen skólastj., Jörundur Brynjólfs- son kennari og Þorst. Þorsteinsson hagstofustjóri. Brauðin komu fyrst til umtals. Bakarar vildu setja þau upp, og varð einkum slagur milli þeirra og nefnd- arinnar um rúgbrauðin. Bakarar vildu setja þau upp í kr. 1,36, en verðlags- nefnd vildi ekki láta þá afskifta- lausa, ef þeir færu hærra en í kr. 1,26. Bæjarstjórn stóð á bak við verð- lagsnefnd og hefði verið tekið til al- varlegra ráðstafana, ef bakarar hefðu ekki látið sig, sagði formaður nefnd- arinnar. Annars kvað hann það á- hyggjuefni, að rúgmjöl gæti þrotið. Af hveiti væri nóg til. En erfitt hjer með bakstur hveitibrauða í stórum mæli. Brauðaofnarnir væru nú eink- um gerðir fyrir rúgbrauð. Verðlags- nefnd hefði gert bæjarstjórninni að- vart um þetta. Annars mundi verða hægt að skýra Lögr. nánar frá brauð- hag Rvíkur, áður en næsta tbl. kæmi út. Mjólkin var það, sem næst var um spurt. Mjólkursalar ætluðu að fara að setja hana upp.Þeir fóru fram á að hækka hana úr 35 au. í 38-40 au., báru fyrir dýrtíð á kraftfóðri. Maís hefði hækkað síðan í haust um 7—8 kr. sekkurinn. Út úr því máli reis rimma í haust sem leið. Þáver. verð- lagsnefnd setti 32 au. hámarksverð á nýmjólk, en framleiðendur neituðu að selja hana fyrir það, og svo feldi landsstjórnin úrskurð verðlagsnefnd- ar úr gildi, en nefndin sagði af sjer. Síðan hefur mjólkurverðið verið 35 au. á potti. ítarlegar rannsóknir nú- ver. nefndar hafa leitt til þess, að hún hefur tilkynt stjórnarráðinu, að mið- að við 35 aura verðið, sem sett var í haust, og verðhækkun síðan á kraft- fóðri, geti hún fallist á, að hámarks- verð sje 38 au. m e ð a n k ý r « r u á fullri gjöf. Jafnframt hefur hún þó tekið skýrt fram, að þar með láti hún alveg ósagt, hvort hámark það, sem sett var í haust, 35 au„ hafi veri hæfilegt, en eigi of hátt. Ber því að skoða þessa tillögu nefnd- arinnar sem bráðab. tillögu. En rann- sóknum á málinu heldur nefndin á- fram. En er næg mjólk til? Eða er útlit fyrir skort á henni? Það er síður en svo, að næg mjólk sje til, sagði form. nefndarinnar. — Nefndin hefur rannsakað það mál- efni eftir bestu föngum, og eftir skýrslum, sem bæjarstj. hefur safnað um mjólkurbændur, sem selja mjólk í bæinn, og kúahald þeirra, er auð- sætt, að bærinn muni á sumum tím- um ársum árs naumast fá helming af þeirri mjólk, sem hann nauðsynlega þyrfti. Líf og heilsu allra ungbarna í Rvík er stórháski búinn af þessu tvennu: mjólkurskortinum og hinu geysiháa verði, sem nú er komið á mjólkina, sagði form. nefndarinnar. — Einn pottur af mjólk á dag — hvað er það handa ungbarnaheimili, með 2—3 börn á 1—3 ári? Það er alt of lítið. En að eins einn pottur á dag verður nú, með 38 au. verði, 138 kr. 70 au. á ári. — Þegar fátæk kona tekur barn sitt af brjóst 9 mánaða gamalt, þá hefur hún nú til annarar hliðar mjólkursalann, sem setur upp um 150 kr. fyrir mjólkina, sem barn- unginn þarf að fá næstu 2 missirin, og hins vegar dauðann, sem hótar að taka barnið hennar, ef hún geti ekki keypt handa þvi viðunandi mikið af þessari lífsnauðsyn allra barna. En hvernig stendur á því, að ekki eru gerðar einhverjar ráðstafanir til þess að kippa þessu í lag? Það er af þvi, að blessuð börnin hafa engin rjettindi, þau hafa enga fulltrúa, hvorki í bæjarstjórn nje á alþingi. Þar ræður vilji kjósenda, en ekki lífsnauðsyn barnanna, af því að þau eru ekki kjósendur. Siðastn mannsaldur höfum við verið að ræða kvenrjettindin. Á komandi mannsaldri eigúm við að ræða rjettindi barnanna, sagði form. nefnd. Ritstj. Lögr. mintist mjög fróðlegs fyrirlestrar um þetta efni, sem land- læknir hjelt fyrir nokkrum árum í Hjúkrunarfjelag Rvikur. En hvað á að gera nú í svipinn? spurði hann. Hjer er ekki nema um eitt að gera, og það benti jeg bæjarstj. á undir eins í haust, svaraði form. nefnd. Það er, að bæjarstj. semji við bændur austan fjalls um, að kaupa af þeim mjólk daglega. Fái svo hagkvæm flutnings- tæki, sem unt er, og flytji mjólkina hingað á hverjum degi. Það mál var svo vel athugað í haust sem leið, að óhætt er að fullyfða, að þótt bændur austan fjalls fái það verð, að auðsær hagur sje fyrir þá, að selja bæjarstj. mjólkina fremur en að gera úr henni smjör, og þótt flutningurinn vitanlega verði dýr, þá mundi samt verða hægt að selja þá mjólk hjer með góðum mun, líkl. miklum mun lægra verði en nú er borgað, og það miklu kosta- meiri nýmjólk yfirleitt. Þetta er ráðið, og þetta er nú sem stendur eina ráðið, sagði form. nefnd. En þetta tekur langmest til ómálga barna og þeirra, sem enn eru milli vita, til þeirra, sem ekki kunna að kvarta svo, að víða heyrist. Smjörið kom næst til tals. Feit- metisskortur í bænum veldur því, sagði form. nefnd., að smjörsalar hjer hafa boðið sveitamönnum óhemju- hátt verð fyrir smjör nú á síðkastið. Hefur smjörið verið í útsölu hjer í bænum kr. 1,80—2,50 pd. Smjörlíki er nú 95 au. pd. Nefndin hefur snúið allri sinni at- hygli að því, hvað bændur þurfi að fá fyrir smjörið fyrst um sinn, til þess að þeir hafi hlutfallslega, mið- að viö dýrtíðina, eins mikið upp úr því nú og áður. Hefur nefndin kann- að það mál á marga vegu, m. a. haft tal af mörgum merkum bændum. Á- rangurinn hefur orðið sá, að hún hef- ur sett hámarksútsöluverð á smjör: 165 au. á pd. af rjómabúasmjöri og 150 au. á pd. af heimagerðu smjöri. En hvað fá þá bændurnir? Ef þeir selja hingað beina leið á heimilin, þá geta þeir fengið þetta. En ef þeir selja það í búðir, þá fá þeir auðvitað nokkru minna, alt að 15 au. En væri ekki hægt að minka þann kostnað ? Jú, einmitt. Það dylst okkur verð- lagsnefndarmönnum ekki, að bæði landsstjórnin og bæjarstjórnir í kaup- stöðunum ættu að leita bestu ráða til þess að bæta hagsmuni bænda með þvi, að koma sem hentugustu skipu- lagi á smásöluna, svo að bændur gætu jafnan fengið fyrir smjörið sem næst hámarksverðinu. Það er nauðsyn- legt,sagði form.nefnd.,að kaupstaðar- búar og landbændur láti af öllum inn- byrðis hnippingum og geri sjer nú i dýrtíðinni far um að koma sem hent- ugustu skipulagi á öll sín miklu við- skifti, greiða sem best hvorir fyrir öðrum, draga sem mest úr þessum al- ræmda millikostnaði á þann hátt, að báðir njóti hagnaðarins. Því að eins getur góð samvinna tekist milli tveggja, að báðir hafi hag af, en ekki að eins annar. Er útlit fyrir skort á feitmeti? Ef til vill í bráð. En ekki til lengd- ar. Von á miklum birgðum frá Am- eríku. Rjúpurnar. Hvað er um þær að segja ? Það, sagði form. nefnd., að um dag- inn, þegar uppboðið mikla stóð til, þá vissi verðlagsnefnd dæmi til þess, að á einstöku stað í bænum var far- ið að selja rjúpuna fyrir alt að 60 au. En á uppboðinu stóð svo, að Elí- as Stefánsson útgerðarmaður hafði lofað, að flytja út mikið af rjúpum frá Norðurlandi, en gat ekki efnt lof- orðið og keypti svo allar rjúpurnar og seldi á uppboði. Nfnd. vildi nú koma í veg fyrir, að kaupsýslumenn hjer færu að bjóða hver í kapp við annan og gætu því ekki selt vöruna aftur með hæfilegu verði sjer að skaðlausu. Þess vegna setti hún hám,- verð á rjúpur og auglýsti það á upp- boðinu. Það hámarksverð gilti þar og gildir áfram meðan giömul rjúpa er seld. Fiskurinn. Hefur ekki nefndin at- hugað fiskverðið? Jú, hjer í Rvík er nú orðið óhæfi- lega hátt verð á nýjum fiski. Nfnd. hefur haft það mál til rannsóknar nú um langa stund. Yrði of langt mál, að segja nákvæml. frá því. En úrslit- in eru þau, að nefndin hefur sett há- marksverð á nýjan fisk i dag, og mun senda stj.ráðinu þau ákvæði sín á morgun. Er það hámarksverð í fullu samræmi við óskir og álit dýrtíðar- nefndar bæjarstjórnarinnar. Úti um land. Getur sama hámarks- verð gilt um land alt? Um sumar innlendar vörur er svo, að sömu ákvæði geta gengið yfir land alt. Hámarksverð á smjöri, fiski og rjúpum, nær yfir alt landið. Hins vegar er auðsætt, að sannvirði á fjöldamörgum nauðsynjum er mjög mismuriandi á ýmsum stöðum lands- ins, svo að útsöluverð, sem er ber- sýnilega óhæfilegt á einum stað, get- ur verið mjög sanngjarnt á öðrum. En sannvirði er það hjer talið, sem varan hefur kostað seljanda. í út- söluverðinu er ágóða hans af sölunni bætt við sannvirðið. Nefndin hefur skrifað lögreglu- stjórum í öllum kauptúnum landsins og sent þeim prentuð eyðublöð undir skýrslur um gangverð á öllum al- mennum nauðsynjavörum. Brjef nefndarinnar er svo hljóðandi: „Samkvæmt 2. gr. í reglugerð 30. des. 1915 um framkvæmd laga nr. 10, 8. sept. 1915 og bráðabirgðalaga um viðauka við lög 3°- des. *9l5 eruð þjer, herra .... beðinn að láta verðlagsnefndinni i tje mánaðarlega skýrslu um útsöluverð á ýmsum nauð- synjavörum í .... kauptúni eins og það er 1. dag hvers mánaðar. Fylgja hjer með eyðublöð undir þessar skýrslur og eru prentaðar á þau nokkrar skýringar á því, hvernig þau óskast útfylt. Verðlagsnefndinni er einkar áríðandi, að fá skýrslurnar með góðum skilum, með fyrstu póstferð eftir hver mánaðamót. Ennfremur eruð þjer beðinn að gera nefndinni jafnskjótt viðvart með símskeyti, ef yður virðist einhver nauðsynjavara vera komin í óhæfi- lega hátt verð, eða útlit er fyrir skort á henni.“ Ætlar nefndin, að hún muni fá næga vitneskju með þesu móti? Nei. Ekki til hlítar. Ef minka fer um einhverja nauðsynjavöru éinhver- staðar, þá er hættast við að seljandi setji vöruna upp alt í einu, öllum á óvart. Og auðsætt er, að verðlags- nefndin getur aldrei fengið nógu fljóta vitneskju um slíkt, nema kaup- endur, sem fyrir verða, geri aðvart, eins og þeir eiga rjett á samkvæmt reglugerð frá 30. des. f. á„ og biðjist rannsóknar á verðbreytingunni. En hvernig lítur nefndin á hags- muni seljendanna? Það má með sanni segja, að alt starf nefndarinnar snúist um hags- muni seljendanna, svaraði formaður nefndarinnar, því að hver sem varan er, verður nefndin jafnan að snúa at- hygli sinni að þessu tvennu: 1. Hvað varan hefur kostað þann, sem selur, og 2. Hvað hann þarf að leggja á hana til þess að hafa sinn sanngjarna hagnað, miðað við dýrtíðina og það, sem gekk og gerðist á undan ófriðn- um. Það er mikill misskilningur, ef kaupmenn, eða aðrir seljendur, búast við nokkurri ósanngirni í sinn garð af hálfu verðlagsnefndarinnar. Þannig lauk viðtalinu. Af þessu, sem sagt er hjer á undan, er það auðsætt, að verðlagsnefndin hefur um margt að hugsa og fram úr rnörgu að ráða. Starfskrafta hefur hún góða, og um formanninn er það alkunnugt, að hann gengur bæði með dugnaði og fyrirhyggju a(ð hverju verki, sem hann tekur að sjer. t Frú Þóra Thoroddsen. Símleiðis barst hingað nýlega sú sorgarfregn, að látin sje í Kaup- mannahöfn frú Þóra Thoroddsen, kona Þorvalds prófessors Thorodd- sen, sem mörgum hjer var að góðu kunnug. Hún var af góðu bergi brot- in, dóttir hins. þjóðkunna og vinsæla Pjeturs biskups, sonar Pjeturs pró- fasts á Víðivöllum og síðari konu lians, Þóru Brynjólfsdóttur, en móð- ir frú Thoroddsen var Sigríður Boga- dóttir Benediktssonar á Staðarfelli og konu hans, Jarðþrúðar Jónsdóttur, prests í Holti í Önundarfirði. Frú Þóra Thoroddsen var góð og merk kona. Hún fæddist á Staðastað 3. dag októbermán. 1847 á afmælisdegi föður síns, en fluttist á fyrsta ári hingað til bæjarins og átti hjer sólglaða æsku og naut hins besta uppeldis í ágætum föðurhúsum, því hún var svo heppin að eiga góða, efn- aða og mikilsvirta foreldra, sem ljetu sjer mjög ant um uppeldi barna sinna. Á heimili sínu lærði hún iðjusemi, guðrækni og góða siðu, og þó að mentun væri þá ekki eins auðfengin og nú á tímum, voru þær systur báð- ar, frú Þóra og landshöfðingjaekkja Elinborg Thorberg, p r ý ð i 1 e g a mentaðar til munns og handa, enda voru þær ágætlega hæfar til að taka á móti mentun og notfæra sjer hana. Þær sigldu á æskuárum sínum til Danmerkur og Englands og mæltu á danska og enska tungu eins og á móð- urmáli sínu, og mikil kynni hafði frú Þóra jafnan af ensku fólki og ferð- aðist hvað eftir annað til Englands. Hún var afarvinsæl kona og fljót að komast í kynni við gott fólk; trygg var hún og vinavönd og mjög brjóst- góð við bágstadda. Margt var vel um hana, en helsta einkenni hennar í æsku var lífsgleðin og fjörið, sem hún átti lengi í ríkulegum mæli; hún var sífjörug og kát, skemtileg og radðin, og henni ljet vel að semja fjörug og skemtileg sendibrjef, gáf- urnar voru fljótar og fjörugar og lundin ljett og glöð. Snemma hafði hún gaman af að teikna og gerði það fyrst tilsagnar- laust heima hjá sjer, en síðar lærði hún það í Kaupmannahöfn, og var lokið lofsorði á teikning hennar af þeim, sem vit höfðu á; hún lærði líka áð mála, en ekki gaf hún sig mikið að því, nema að kenna það ungum stúlkum; henni var líka einkar sýnt um hannyrðir, var fim og fljót að nema þær. Hannyrðabók gaf hún út 1886 með þeim frænkum sínum Jar- þrúði og Þóru, dætrum Jóns Pjeturs- sonar háyfirdómara, og átti mikinn og góðan þátt í bókinni. Hún var ein af stofnendum Thorvaldsensfjelags- ins, og þegar „Hið íslenska kvenfje- lag“ var stofnað, gekk hún í þaið' og styrkti með miklum dugnaði og hag- sýni basar og tombólu fjelagsins, er það hjelt fyrir háskólamálið, því hún var bæði ötul og hagsýn. Hún giftist 1887, og bjuggu þau hjónin hjer nokkur ár, en fluttust síðan búferlum til Kaupmannahafnar, þegar maður hennar fjekk lausn frá embætti, og þar dvaldi hún það sem eftir var æf- innar, en ferðaðist stundum með manni sínum til annara landa, og hingað kom hún með honum sumarið 1907, við konungsheimsóknina, og var þá fremur hress, en gleði sína mun hún hafa mist við lát einkabarns síns, Sigríðar, f. 1888, d. 1903. Sá harmur var henni mikill og ógleym- anlegur. Til minningar um hana stofn- uðu þau hjónin sjóð til styrktar fá- tækum, veikum stúlkubörnum í R.- vík. Frú Þóra Thoroddsen var í meðal- lagi há, með svart hár og stór og dökk og fjörleg augu. Svipurinn var góðlegur og glaðlegur og viðmótið einkar þýðlegt. Mynd sú, sem er af henni í „Óðni“, í júníblaðinu 1916, er vel lík henni, eins og hún var á þeim tíma, þegar hún er tekin. Striðid. Byltingin í Rússlandi. Fram til síðustu daganna fluttu sím- skeytin þær fregnir, að alt væri að komast í lag í Rússlandi eftir bylt- inguna, keisarinn hefði afsalað sjer rjetti til keisaradóms fyrir sig og son sinn, nýja stjórnin hefði náð fullum tökum á allri stjórn landsins og sendi- herrar annara rikja, rússneska presta- stjettin 0g keisaraættin hefði viður- kent hana, og Finnland fengi sjálf- stjórn. Ein fregnin sagði þó, að Michael stórfursti vildi ekki taka við keisaradómi nema það væri sam- kvæmt almennri þjóðaratkvæða- greiðslu. Og nú segja síðustu frjett- irnar, að þingið sje tvískift um það, hvort Rússland eigi að verða keisara- dæmi áfram eða lýðveldi. Frjálslyndi flokkurinn og Kadettaflokkurinn, sem áður hefur verið áhrifamikill milli- flokkur í þinginu, vilji hafa lýðveldi, og almenn atkvæðagreiðsla eigi að fara fram um þetta. En mjög er hætt

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.