Lögrétta - 25.04.1917, Side 2
72
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
minst óo blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á
Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí.
knúöa til aö gera sjer frekar en áð-
ur grein trúar sinnar og afstöðu til
hinna miklu hjálpræöisstaöreynda
kristindómsins.
Af öörum störfum mínum bók-
mentalegs eðlis minnist jeg helst út-
gáfu minnar á brjefum móöur-
föður míns Tómasar Sæmundssonar á
aldarafmæli hans (1907) og ritgerð-
ar minnar „Þegar Reykjavík var
14 vetra“, er á næstliðnu ári birtist í
„Safni til sögu íslands“.
Að síðustu vil jeg geta þess, að
jeg hef búið til prentunar af eftir-
látnum ritum föður míns Kristilega
siðfræði og Ágrip af prjedikunar-
fræði, ennfremur sjeð um útgáfu hús-
lestrabókar hans og samið að mestu
síðasta heftið á Sögu fornkirkjunnar,
sem hann entist ekki til að ljúka við.
Við störfum í almenningsþarfir hef
jeg mjög lítið gefið mig, nema hvað
jeg hef verið formaður Hjúkrunar-
fjelags Reykjavíkur síðan er það var
stofnað. Við pólitík eða bæjarmál-
efni hef jeg aldrei fengist, enda aldrei
fundið til neinnar köllunar í því til-
liti og aldrei haft tíma til slíkra hluta.
Með ánægju minnist jeg ferða minna
til útlanda — en fjórar slíkar hef jeg
farið síðan jeg fluttist alkominn út
hingað: Til Noregs 1899 og Finn-
lands 1906 á norræna stúdentafundi
til þess að ræða kristindómsmál, til
Vesturheims 1914 til að vera viðstadd-
ur vígslu Tjaldbúðar-kirkjunnar í
Winnipeg og kynnast lífi og háttum
útfluttra landa þar vestra, bæði í
Canada og í Bandaríkjunum, og til
Danmerkur 1916 til þess að flytja fyr-
irlestra um ísland á háskóla-náms-
skeiði fyrir danska lýðháskólakenn-
ara. Hef jeg haft mikla ánægju af
þeim ferðalögum, kynst á þeim ýms-
um mætismönnum og sjeð ýmislegt
af fegurð landa og staða, sem sá fer
á mis við, er heima situr.
Þá er talið hið markverðasta, sem
jeg hef að minnast frá liðinni æfi. í
sannleika má jeg segja með hliðsjón
á því öllu: „Alt gjörði guð minn við
mig vel, það vottar liðin æfi.“ Hann
hefur látið sól hamingjunnar ríku-
lega skína á æfiveg minn til þessa
og blessað mig með ágætri heilsu og
góðum starfskröftum alla tíð, svo að
jeg hef tálmanalaust getað unnið það,
sem skyldan bauð mjer að vinna, eða
hugur minn hneigðist að. Og enn hef-
ur hann falið mjer nýtt og vandamik-
ið verk að vinna, þar sem jeg hef
verið fyrst settur, síðan af hans há-
tign konunginum skipaður (8. febr.
næstl.) biskup þessa lands. Mjer dylst
ekki, að það er vandasamt og ábyrgð-
armikið starf, sem jeg þar hef árætt
að taka að mjer á alvarlegum og erf-
iðum tímum, en jeg hef gert það í
því örugga trausti, að eins og drott-
inn hefur verið mjer nálægur með
sinni náð á umliðnu æfiskeiði, svo
muni hann og verða það hjer eftir.
En alt er undir því komið.
Skilningsekla.
„Er það ekki eftirtektar-
vert, að í þjóðfjelagi, þar
sem Kínverjar og Svertingj-
ar gætu orðið auðugir á fá-
einum árum, ef þeir kæmu
hingað til að versla, skuli
kennarar, og þá einkum
barnakennarar, vera dæmdir
til fátæktar, hversu frábær-
an áhuga og ágæta hæfileika
sem þeir kynnu að hafa.“
Dr. Helgi Pjeturss.
Dæmdur til að vera fátækur! Er
það ekki óheyrilegt? Mjer detta í
hug heitin munkanna um æfilanga
fátækt. Kennararnir íslensku þurfa
ekki að gefa nein slík heit. Þeir eru
dæmdir til fátæktar, segir doktorinn,
og það er bitur sannleikur.
Skilningsleysi fjöldans á uppeldis-
málum er átakanlegt. — Flestir kann-
ast nú orðið við það, að til hvaða
starfs sem er skifti miklu máli, að
sjeu valdir menn eftir hæfileikum.
Enn þá hafa kenslustörfin ekki al-
ment hlotið þá viðurkenningu.
Sjómönnum er steindauður þorsk-
urinn alt of dýrmætur til þess, að
ö a r p a.
Nú er „einhver ögn að snúast“
út um bygð vors fósturlands.
Burt með ólund allur hrúgast
undirleitur skuggafans;
var og aldrei við að búast
venslum þeirra’ og komumanns.
Bjartur er og undurfagur
yfirlitum gestur sá,
röðuldygð og drengskapsbragur
dreginn á hans ljósu brá.
Sýn oss, fyrsti sumardagur,
Suðragullin; — leystu frá!
Djásn þú ber í dali alla:
daggarföll og gróðurpell,
geisladans um hóla’ og hjalla.
Hljómar og um hvamm og fell
snildin „litla", ljúfa’ og snjalla,
lóukvak og spóavell.
Bólstra gikki, er glóey rægja,
greiðir blær frá heiðarkinn.
Lækir dátt í hlíðum hlæja,
hoppa og stökkva’ um farveginn,
þar til elfur „lætin“ lægja
og leggja þá und vanga sinn.
Allar vonir vorið kynda;
vefurðu’ að þjer huga minn,
himnesk dísin hlýrra vinda,
Harpa, sumardrotningin.
Feginsbros á fjallatinda
færast og við kossinn þinn.
Jakob Thorarensen.
þeir fái hann í hendur hverjum sem
er, til að hausa hann og slægja. Til
þess eru valdir menn, sem þau hand-
tök kunna, svo ekki verði tjón að.
En hverjum trúa þeir fyrir sínum
eigin afkvæmum ?
Landbændum er búpeningurinn alt
of hjartfólginn til þess að: þeir fái
hann til hirðingar hverjum sem vera
skal. Þeir sýnast vita fátt betur en
það, að það er trúnaðarstarf, sem
ekki er hættulaust að fela öðrum en
þeim, sem það verk kunna. En hverj-
um fá þeir í hendur fræðslu barn-
anna sinna?
Hikláust svarað: Til kenslu hafa
víða verið, og eru enn, teknir menn
af handahófi. Oft eru þeir valdir, sem
lægsta launakröfu gera, enda þótt þeir
sjeu illa hæfir. — Þar sem slíkt við-
' gengst, er umhyggjan fyrir búfjár-
rækt og þorskverkun í reyndinni
meiri en fyrir þróun mannkynsins.
Veit jeg vel, að bæði innan skóla-
nefnda og utan eru menn, sem skilja
vel, að þetta er að hafa endaskifti
á rjettlætinu, en þeir menn eru í minni
hluta.
Með tölum ætla jeg ekki að sýna
hversu óhæfilega lág laun kennara
eru, en mælist til þess við skólanefnd-
ir sjerstaklega, að þær líti í febrúar-
blað Hagtíðindanna og athugi þar
' skýrslu um launakjör barnakennara
árið 1914—-’i5, og minnist þess við
lesturinn, að nú eru allar nauðsynjar
í enn meira geypiverði en þær voru
þá.
Mjer er óskiljanlegt, að framvegis
geti skólanefndir verið þektar fyrir að
bjóða kennurum sömu kjör og und-
anfarið. Bæti þær ekki kjör þeirra að
mun, vinna þær beinlínis að því að
hrekja frá kenslustörfum alla hæfustu
kraftana.
Embættismenn, iðnaðarmenn og
verkamenn berjast nú fyrir hækkun
starfslauna. En hvað gera kennarar?
Opinberlega hafa þeir furðanlega
sjaldan borið fram kröfu um launa-
hækkun og í kyrþey vinna þeir
lítið á. Mjer er það hrein og bein
ráðgáta hvað veldur þessari þögn og
aðgerðarleysi.
Öllum kennurum kemur mætr.vel
saman um það, áð kjör þeirra sjeu
ill, en „eftir illum kjörum sækjast
ekki aðrir en ónytjungar eða úr-
þvætti,“ segir próf. Lárus H. Bjarna-
son í Skírni nýlega. Sveigi jeg þessu
ekki að kennarastjettinni. En sann-
reynt er það, að þeir, sem eiga við
langvarandi ill kjör að búa, verða ó-
nytjungar fyr eða síðar. Er ekkert
sem sannar þetta betur, en æfiferill
þeirra manna, sem gert hafa kenslu
að lífsstarfi sínu, og nú eru komnir
á efri ár.
Margir þeirra hafa byrjað starfið
með góðum hæfileikum og miklum
áhuga, en litlum launum. Bráðlega
liafa þeir svo rekið sig á, að launin
hrukku hvergi nærri fyrir lífsnauð-
synjum. Þeir hafa neyðst til að stunda
ýms önnur störf. Hvergi getað beitt
kröftum sinum óskiftum. Kenslu-
starfið, sem þeir voru svo ólánsamir
að fá mætur á, hafa þeir orðið að
rækja ver en þá óraði fyrir í upphafi.
Þegar svo starfskraftar þessara
manna eru þrotnir, standa þeir uppi
öreigar, lítilsmetnir öreigar. Að lok-
um hljóta þeir ámæli fyrir illa unnið
starf. Það eru þeirra eftirlaun. Þeir
hljóta ámæli jteirra manna, sem með
svíðingshætti hafa skapað þeim ill
kjör — gert þá að ónytjungum, hafi
það annars verið mögulegt. Hvilíkt
endemi!
Þetta er í fáum dráttum saga eldri
kennaranna. Hún er hrópandi viðvör-
un til hinna, sem yngri eru.
Eiga kennarar að láta vísa sjer
„fram af eyraroddanum, undan svarta
bakkanum“, beint út í hyldýpi and-
legs og líkamlegs volæðis? Getur það
talist vanvirðulaust, fyrir unga dugn-
áðarmenn, að velja sjer þá lifsstöðu,
sem er svo illa launuð, að fyrirsjáan-
legt er, að jjeir verða alla tið fjár-
hagslega ósjálfstæðir, og um leið ó-
tryggir borgarar í þjóðfjelaginu?
Fjöldi bestu kennaranna eru hætt-
ir. Margir hanga við starfið enn. Þeir
eru stöðugt að vona, að skólanefndir,
sem trúaði er fyrir framkvæmd
fræðslumálanna í hjeruðum, hætti að
misþyrma góðum hæfileikum. Þeir
vænta þess, að uppeldismálunum
verði bjargað úr helklóm þeirra aura-
sálna, sem hika ekki við, að tefla
framtíð góðra kennara, og um leið
nemenda þeirra, í tvísýnu, með lítil-
fjörlegum fjársparnaði.
Ýmsir kennarar hætta nauðugir.
Þeim er starfið kært. En Jæir hætta
vegna þess, áð jneir finna að kjörin
eru svo ill, að þeir geta hvorki rækt
starfið eins vel og nauðsynlegt er,
nje haldið heiðri sínum óskertum
sem slíkir. En jjeir hætta þó miklu
fremur vegna hins, að þ e i r skilja
að fjárskorturinn, og margvíslegar
afleiðingar hans, bitnar ekki að eins
á þeim sjálfum, heldur hlýtur hann
óumflýjanlega, en ómaklega, að koma
hart niður á fjölda barna og ung-
linga, sem þeir eiga að leiðbeina.
Alt borgar sig betur en kensla. Og
hver amlóðinn fær betur borguð verk
sín en kennarar. Enda blöskrar mörg-
um góðum, framsæknum mönnum,
að vita unga efnilega menn svo úr
hófi lítiljjæga, að geta unað við þau
smánarlaun, sem þeim eru úthlutuð.
Ef næsta þing og skólanefndir taka
ekki til greina þá sanngjörnu kröfu
kennara að kjör þeirra verði bætt að
verulegum mun, þá grípa þeir hið
eina og sjálfsagðia ráð, að hætta —
gera verkfall. Þeim er beinlínis
j)röngvað til jæss.
Jeg vildi vekja máls á jjví við þá
kennara sem þegar eru hættir, hvort
þeim sýndist ekki ráðlegt að þeir
mynduðu samband sin á milli. Hvort
þeir hefðu ekki trú á því að þeir, sem
kalla mætti hina óháðu, gætu unnið
kennarastjettinni og fræðslumálun-
um gagn. Jeg er sannfænð'ur um að
einmitt þeir gætu komið stórmiklu
áleiðis. Þeir hafa að ýmsu leyti betri
aðstöðu en hinir háðu, starfandi
kennarar.
Þeirra skólanefnda er ofsjaldan
minst, sem sýna skilning og áhuga
fyrir skólamálum. Og hinum er skað'-
legt að hlífa, sem miður sæmilega fara
með völd sín. Það er á margra vit-
orði, að sumar skólanefndir fremja
ýmislegt, sem J)eim sjálfum þætti
enginn sæmdarauki að haldilð væri á
lofti.
Jeg veit að sumir kennarar, fjöl-
Tvær nýjar bækur:
SchiIIer: Mærin frá Orleans.
Rómantiskur sorgarleikur.
Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi.
Verð ób. kr. 4,00, í bandi kr. 5,50.
Guðm. Finnbogason, dr. phil: Vinnan
Kostar óbundinn kr. 3,00.
Bækurnar fást hjá bóksölum.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
skyldumenn, eru fjárhagslega svo
langt leiddir, að þeir veigra sjer við
að styggja skólanefndir með, sann-
sögli um j)ær. Þeir vita að þær mundu
fljótlega losa sig við! þá, ef þær
fengju ekki að fara sínu fram í friði.
Þess eru dæmin.
Yngri kennarar þurfa ekki að láta
halda sjer í slíkum heljargreipum.
Þeim eru allir vegir færir — ef þeir
snúa aftur í tíma.
Jeg fyrir mitt leyti óttast ekki reiði
skólanefnda. Ef bersögli mín um þæi
kostar mig stöðumissi, þá kann jeg
þeim þökk fyrir. Þær hafa þá ósjálf-
rátt gert mjer þann mikla greiða að
forða mjer frá því, að verða sveitar-
limur í kennarastjett.
Akranesi, 21. mars 1917.
Hervald Björnsson.
r
Arsrit^Fræðafjelagsins.
Þar er vel fylkt liði á ritvellinum,
sem þeir eru saman komnir Bogi Mel-
steð, Finnur Jónsson, Sigfús Blöndal
og Þorvaldur Thoroddsen. Þeir hafa
hver um sig lagt drjúgan skerf til
þessa nýja ársrits — rjettara sagt,
ritað mestan hluta j)ess — svo það
ætti ekki að Jjurfa meðmæla, og síst
af öllu færist mjer það; að bjóða því
meðmæli. Hitt getur hvorki hneyksl-
aö höfundana nje aðra, að jeg geti
j>ess hjer fyrir þeirra sök, er ekki
hafa enn þá sjeð jiað og jafnvel ekki
um það heyrt.
Þorv. Thorodsen ríður á vaöið og
skrifar um ungverska landkönnuðinn
Armenius Vambéry (f. 1832,
d. 1913). Líkist æfisaga sú mest aust-
urlensku æfintýri eða „spennandi“
skáldsögu, eigi síst þar sem hún er
sögð með hinni alkunnu lipurð höf.
Jeg get hugsað mjer með hve mikilli
áfergju jeg mundi hafa lesið söguna
fyrir 15—20 árum, og svo munu lestr-
arfýknir unglingar gera enn þá; full-
orðnir jafvel líka, því eins og Drach-
mann segir, að hversu sem vjer vöx-
um þá vöxum vjer þó ekki upp úr
æfintýrinu, sem „kaster sine Skyg-
ger som Egen paa vor Vej.“
Ahnar í röðinni er Finnur Jónsson,
og skrifar um íslensk fornkvæði. Um
þá ritgerð er þarflaust að eyða orð-
um. Þeir, sem vilja fræðast um það
mál, vita, að þeir fara ekki í geitar-
hús að leita ullar, ef þeir fara til
Finns Jónssonar.
„Lýsing á Þingeyrarklaustri á fyrra
hluta 18. aldar“ er mjög fróðlegur
kafli úr æfisögu íslensks prests, Ól-
afs Gíslasonar, er hann sjálfur ritaði
á dönsku á seinni hluta sömu aldar.
Handritið fanst nýlega á Konung-
lega bókasafninu i Höfn, og hefur
Sigfús Blöndal þýtt þennan kafla, og
auk þess ritað fróðlegan inngang.
Bogi Melsteð ritar um verðlauna-
sjóð handa vinnuhjúum í sveit. Er það
svo þörf og góð hugvekja, að hún
ætti að komast inn á hvert einasta
heimili. Vonandi, að eitthver þjóð1-
málablaðanna endurprenti hana, ef
j;au hafa eigi þegar gert það. Tillog-
ur B. M. bera svo langt af öllum
þeim, sem áður hafa komið fram um
þetta mál, að> enginn samjöfnuður er
á, og er j)að óverjandi jíjóðarsmán,
et hin ágæta hugmynd hans* er vett-
ugi virt. En samt gæti jeg trúað þvi,
* Hann kveðst í greininni birta
hugmynd ónefnds manns, er boðið
hafi að> gefa ákveðna fjárhæð til
stofnunar sjóðnum, ef vissum skil-
yrðum væri fullnægt. Mjer finst jeg
geta getið mjer þess til, hver sá mað-
ur muni vera.
0, Farimagsg, 42.
Köbenhavn 0.
— Katalog tilsendes gratis. —
Umboð fyrir Schannong hefur
Gunhild Thorsteinsson, Suðurgötu 5.
Reykjavík.
Legsteinar
frá hf. Johs. Grönseth & Co. eru
viðurkendir bestir.
Einkaumboð fyrir fsland :
Gunhild Thorsteinsson,
Suðurgötu 5. Reykjavík.
(Á virkum dögum til viðtals á af-
greiðslu e.s. Ingólfs).
að svo færi, því íslendingar hafa oft
lítt kunna að meta tillögur hans, lík-
lega fyrir því, að hann bindur eigi á-
valt bagga sína sömu hnútum og sam-
ferðamennirnir, og nýjum hugmynd-
um gjarnast illa tekið1 á íslandi, eins
og víðar, nema þegar um er að ræða
skrípaleg afbrigði í klæðaburði, eða
annan slíkan andhælishátt. Bogi hef-
ur lengst af dvalið fjarri ættjörð sinni
en þó borið hag hennar og sóma
meira fyrir brjósti, en fjöldinn þeirra
er heima hafa setið. Hann hefur verið
gild sönnun þess, að „römm er sú
taug, er rekka dregur föðurtúna til.“
Sami höf. ritar nokkrar bendingar
um sænskunám og væri óskandi, að
þær yrðu hvöt til þess, að1 meiri rækt
yrði lögð við sænska tungu en nú
tíðkast á íslandi. Það er ekki einung-
is að af bókmentum Norðurlanda eru
hinar sænsku auðugastar, heldur er
sænskan einnig miklu hugðnæmust
allra Norðlirlandamálanna þegar frá
er skilin íslenska.
Ónefndur höf. ritar um „að marka
tóttir til garða“. Eru það orð í tíma
töluð svo hörmulegt sem er alt
skipulag á íslenskum kaupstöðum.
Reykjavík er t. d. ekki burðug í j)eim
efnum; húsin standa eins og rollur á
beit og göturnar eru bæði hlykkjóttar
og úr öllu hófi mjóar. Að jrví er jeg
best veit, er enn J>á lítið til þess gert
að sporna viðl vandkvæðum þeim er
af þessu hljóta að leiða og án efa
verða mjög alvarleg þegar bærinn
vex. Mönnum er víst enn þá leyft
að byggja alveg úti við> verstu rang-
balana, sem eiga að heita aðalgötur
bæjarins (t.d. Vesturgötu, Laugaveg),
°g jeg minnist að fyrir fáum árum
var kaupmanni, er vildi stækka búð
sína vi'ð> eina af fjölförnustu en jafn-
framt mjóstu götuna, leyft að taka
gangstjettina til jjess, og })að
alveg eins þótt hann bygði úr steini.
Aðrar helstu greinar í ritinu eru:
„Um eiturmekki í ófriðnum mikla“,
eftir G. Br., „Um íþróttaskóla“ eftir
Magnús Jónsson, um „Skáldskapar-
mál Bjarna Thorarensens" eftir Finn
Jónsson, „Frá Róm á dögurn keisar-
anna“ eftir Boga MelsteS, „Vinsælt
sögurit“ og „Þrjár norskar skáldkon-
ur“ eftir sama höfund.
Það er eigi enn þá hálfur tugur
ára síðan Fræðafjelagið var stofnað
sem samherji Bókmentafjelagsins: —
eigi keppinautur þess. Og B.m.fjel.
hefur líka fengið' verðugan samherja
í j)ví. Fræðafjelagið hefur á þessum
stutta tíma lagt alveg ómetanlegan
skerf til íslenskra bókmenta. Risatök
þess minna helst á Magna, er hann