Lögrétta - 25.04.1917, Page 4
74
LÖGRJETTA
Líf og dauði
eftir Einar H. Kvaran.
Fæst hjá bóksölum.
Aðalútsala í Bankastræti 11,
Þór. B. Þorláksson.
„FRAM“,
vikublað, gefið út á Siglufirði.
Ritstjórar:
Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson.
15 tölublöð kosta 1 kr., sem borgist
fyrirfram.
Allir, sem á sumrin reka atvinnu
á Siglufiröi, ættu að kaupa blaðið.
Útsölumaður í Reykjavík:
Guðm. Davíðsson,
Bókabúðinni.
gömlu íslensku nöfnin í Eystri-bygð
og vill láta taka þau upp aftur. Grein-
inni fylgir uppdráttur, sem hann hef-
ur gert af Eystri-bygS, meS íslensku
nöfnunum. Ravad mun víösýnni en
flestir landar hans um framtíð Græn-
lands, og okkur er hann ekki síður
velviljaður en Thor Jensen, bróðir
hans. Ravad er verkfræðingur og vill
fá landa sína til að gera stóra versl-
unarhöfn skamt þaðan, sem Jón hugs-
ar sjer nýlendu sína. Á Suður-Græn-
landi frjósa hafnir aldrei á vetrum
vegna þess, að kvísl af Golfstraum-
um rennur norður með vesturströnd-
inni og mildar loftslagið. Hafís er
heldur ekki til tálmunar um þær slóð-
ir, því nú sigla skip námufjelaganna
þangað alt árið. Þessi höfn á að vera
til stuðnings fyrir siglingar frá Norð-
urálfu til Vestur-Kanada, því sunnan-
vert Grænland skagar svo langt suð-
ur á sjóleiðina, að frá suðurodda þess
verður siglt fram með Eystri-bygð
í átt til Hudsonsflóa. Þangað verður
svo korn og hveiti frá Kanada flutt
þann stutta tíma, sem hafnir við Hud-
sonsflóa eru auðar, og í Eystri-bygð
verður þannig hin eiginlega útflutn-
ings-, hafnar- og verslunarborg Vest-
ur-Kanada.
í ritgerð sinni drepur Jón Dúason
að eins stuttlega á þessa framtíðar-
mökuleika, og ef til vill er tillaga hans
að eins upphaf meiri tíðinda. Sem
sönnur fyrir því, að Grænland sje
byggilegt fyrir norræna menn, getur
hann þess, að íslendingar hafi bygt
landið 4—500 ár, og það þrátt fyrir
að samgöngur við umheiminn voru
illar eða engar í þá daga. En nú sje
öldin önnur, — slíkir örðugleikar sjeu
nú óhugsanlegir sökum framfara
þeirra, sem orðið hafa á skipagerð
og í siglingafræði.
Á landnámsöldinni var Grænland
gott land. í höfuðatriðunum er land-
ið hið sama enn í dag. Veiðidýrum og
fugli, sem hefur fækkað, getur fjölg-
að með friðun. Það er ógrynni af
laxi og silungi í ám og vötnum. I
hafinu er ógrynni allskonar fiska.
Loðnan gengur í þjettum torfum inn
í firðina eins og á söguöldinni. Hana
á að veiða frá því á útmánuðum og
fram að slætti og geyma hana sem
skepnufóður til næsta vetrar. Inni i
dölunum er ekki eintómt lyng, heldur
einnig birkiskógur, sem verður álíka
hár og skógarnir á íslandi. Þar eru
og sjálfgerðar engjar og grasmerkur.
Inni í dölunum vex grasið miklu fljót-
ar og verður miklu hærra en gras á
íslandi. Þess vegna er þar auðvelt að
nota vjelar við heyvinnuna, sem þar
á móti er erfitt á íslandi vegna þess,
hve grasið er lágt. Loftslagið úti á
annesjum á Grænlandi er ekki ómild-
ara en á íslandi, og þar þrifust garða-
ávextir, t. d. kartöflur, ágætlega. En
inni í dölunum er loftslagið og rækt-
unarskilyrði enn betri. Þessa umsögn
styður Jón með mörgum tilvitnun-
um í heimildarrit um Grænland.
Á þessum stöðum vill Jón láta
stofna íslenska nýlendu. Hann legg-
ur til, að senda þangað 20 islenskar
fjölskyldur fyrst í stað. Bæina vill
hann láta gera áður en konur og
börn komi til landsins, svo að þau
verði ekki að liggja úti í tjöldum.
Hann vill láta byggja upp á gömlu
bæjunum, því að túnin sjeu þar rudd
og enn í rækt og einnig hafi gömlu
bæirnir verið gerðir þar sem best
voru bæjarstæði og mest hlunnindi.
A Mariusandi (Dritvik)
fást LEIGÐAR LÓ3IR undir verbúdir. — 3?eir, sem kynnu ad vilja gerast
hluthafar í
Xsg'eymslu og frystihúsi
þar á staönum, geri öðrum hvorum undirritaðs eíganda vidvart fyrir maímán-
aðarlok.
Reykjavík 12. apríl 1917.
Benedikt Sveinsson. Binar Crunnarsson.
vcrgur.
Trjesmiðaverksmiðja og timburverslun Hafnarfjarðar
Flyg’enringf Sz Oo.
Talsími 5 og 3
tekur að sjer smíðar á hurðum, gluggum, listum allskonar, húsgögnum og
öðrum smíðisgripum.
Selur enn fremur alls konar timbur til húsabygginga.
Innan skamms á fjelagið von á stórum timburfarmi frá Hahnstad.
KBQWE LAGEBOL
er best.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1, Reykjavík,
s e 1 j' a:
Vefnaðarvörur. — Smávörur.
Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði.
Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt.
Prjónavörur.
Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla.
Smurningsolíu.
Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð.
Pöntunum utan af landi svarað um hæl.
Seinni innflytjendur taka sjer svo að-
setur i þessari bygð, uns þeir hafa
bygt upp á jörðum handa sjer. ís-
lenskt sauðfje og hestar býst hann
við að muni geta gengið úti nálega
allan veturinn, því inni í dölunum sje
mjög snjóljett.
Jón eyðir mörgum orðum til að
sýna og sanna, að svona landnám
verði Skrælingjum til einskis baga,
og heldur ekki ætlast hann til að ein-
okunarverslunin verði af numin; og
er hjer eflaust mjög hyggilega af
stað farið. Jón ætlast til, að nýlendu-
mennirnir stofni með sjer pöntunar-
fjelag, sem panti vörur sínar gegn-
um skrifstofu einokunar-verslunar-
innar í Kaupm.höfn, og sömuleið-
is selji hún framleiðslu nýlendu-
inanna, en nýlendumenn fái fult mark-
aðsverð fyrir vöru sína, og á útlendu
vöruna verði ekkert lagt. En pönt-
unarfjelagið greiðir einokunarheild-
sölunni umboðslaun, og vörurnar á
að flytja á skipum hennar.
Jón gerir mikið úr framtíð Græn-
lands sem iðnaðar-, loðdýraræktar-
og fiskiveiðalands, en segir, að skil-
yrðin fyrir því, að hægt sje að nota
þessar auðsuppsprettur með hagnaði,
sje að landbúnaðarhjeruð landsins
sjeu numin og Norðurálfumenn taki
sjer fast aðsetur í landinu.
Þessi landnámstillaga virðist svo
merkileg, að vert sje að gefa henni
gaum, og rannsaka málið. Þótt 20
fjölskyldur flyttu frá íslandi til
Grænlands, mundi það ekki stórt
blóðtap fyrir oklcur, og það sjerstak-
lega vegna þess, að naumast færu
aðrir til Grænlands en þeir, sem flyttu
úr landinu hvort sem væri.“
Athugasemd enn.
Þegar sjera Ófeigur Vigfússon lýs-
ir S. D. Adventistum í ritgerð sinni í
Lögr. nýlega, ruglar hann mörgum
trúarflokkum saman og kallar þá alla
Adventista. Hvenær hefur sjera Ó-
feigur í ritum eða ræðum S. D. Að-
ventista heyrt þá tala um daginn og
tímann, er Jesú muni koma aftur?
Jeg hef verið S. D. Aðventisti síðan
jeg var ungur, og lesið flestar bækur,
sem þeir hafa gefið út, en aldrei fund-
ið slíkt. En til er flokkur, sem nefnist
Millenistar, og hafa þeir oftar en
einu sinni ákveðið tímann fyrir end-
urkomu Krists, og jafnvel þótt sum-
ir meðlimir þeirra hafi síðan komið
með oss, þá sannar það ekki, að S.
D. Aventistar geri sig seka í slíku.
Vjer trúum algerlega því, sem Jesús
sjálfur segir : „Um þann dag og þann
tíma veit enginn.“ En satt er það, að
vjer trúum þvi, að koma hans sje
mjög nálæg. S. D. Aðventistaflokkur-
inn var stofnsettur 1846, og þá voru
jafnvel fáeinir með, sem tekið höfðu
þátt í hreyfingunni miklu 1844. En að
S. d. Aðventistar hafi ákveðið, og á-
kveði enn dag og stað, nær ekki nokk-
urri átt. Viðvíkjandi staðnum, þá trú-
um vjer að hann muni koma í skýj-
um og hvert auga muni sjá hann.
(Sjá Opb. I, 7-) Svo þætti mjer fróð-
legt að vita, hvar S. D. Aðventistar
hafa bygt hús handa Jesú, er hann
kemur. Jeg hef farið víða um, bæði
í Vesturheimi og Norðurálfu, en al-
drei sjeð slíkt hús. Vjer höfum sam-
komuhús eða kirkjur eins og margir
eða flestir aðrir trúarflokkar hafa.
En mjer er kunnugt um að Mormón-
ar hafa reist honum hús; það skyldi
þó ekki vera það, sem sjera Ófeigur
átti við, er hann ritaði þessa ræðu?—
Presturinn talar því næst um hina
„undarlegu ströngu kröfu“ okkar um
laugardaginn, sem sjöunda, eða helgi
og hvíldardag. Nokkru áður hefur
hann skrifað : „Frá upphafi hefur það
verið sjereinkenni lútersku deildarinn-
ar, að byggja trúar- og siðfræði sína
eingöngu á orðum og kenningum
ritningarinnar e i n n a r; aðallega á
orðum og dæmi sjálfs Krists og ekki
neinu öðru. Á hverju er bygt í ritn-
ingunni sunnudagshelgihaldinu til
stuðnings? Merkir lúterskir kenni-
menn á seinni tímum hafa orðið að
játa, að orð væru ekki til í heilagri
ritningu, sem gætu gefið sunnudags-
helgihaldinu meðhald. Jeg býst við,
að presturinn þekki menn eins og
Neander kirkjusöguhöfund, dr. Zahn,
biskup Grimelund (norskur), biskup
Skat Rördam (danskur) og marga
aðra, sem mætti nefna; það sem þeir
hafa skrifað þessu efni viðvíkjandi,
er svo skýrt, að engum kemur til hug-
ar að mótmæla; þeir verða að játa,
að sunnudagurinn, sem helgidagur,
finnur engan stuðning í ritningunni.
Hinn þekti prestur Enright (kaþólsk-
ur) i Bandaríkjunum lofar hverjum
sem vera skal 1000 dollurum fyrir
eina einustu sönnun úr ritningunni
fyrir því að halda sunnudaginn hei-
lagan. Ekki svo að skilja, að hann
vilji koma laugardags helgihaldi á
aftur. Nei, hann segir að kaþólska
valdið hafi leyfi til að breyta boðum
ritningarinnar og hafi gert það, og
mótmælendur samþykki með því, að
hlýða þeim boðum, þvert á móti boð-
um ritningarinnar. — Viðvíkjandi
hinni svo nefndu dauðasvefnstrú, þá
er það að segja, að hún er algerlega
lútersk. Og hefði Lúters kenning
þessu viðvíkjandi verið rikjandi í
hinni lútersku kirkju, þá hefði anda-
trú og aðrar slíkar kenningar ekki
getað þrifist í henni, þvi orð Lúters
eru skýr og greinileg um þetta efni,
t d. í prjedikun hans 24. sunnudag
eftir þrenningarhátíð, bls. 727, og í
„Luthers reformatoriske skrifter“ má
finna annan mjög skýran vitnisburð
á bls. 249.
O. J. O 1 s e n,
forstöðum. S. D. Aðventista á Islandi.
Eftirmæli.
Hinn 1. d. marsm. þ. á. andaðist
merkisbóndinn Sigurður Jónsson á
Reyðará i Lóni. Banamein hans var
lungnabólga. — Hann var maður á
besta aldri, fæddur 6. júní 1868 að
Setbergi í Nesjum, sonur fátækra
hjóna, Jóns söðlasmiðs Jónssonar og
Sesselju Sigurðardóttur, er þar
bjuggu þá, en voru bæði uppalin í
Lóni. Þau hjón áttu margt barna, og
með því að Jón varð skammlífur,
urðu sum þeirra að fara til vanda-
lausra strax á ungum aldri, og þar á
meðal Sigurður. Hann vann fyrir sjer
fyrst sem ljettadrengur og siðan sem
vinnumaður — lengst á Hlíð í Lóni
—- fram yfir tvítugsaldur, en þá fór
hann á búnaðarskólann á Eiðum og
var þar í 2 ár. Kom að loknu námi
aftur í átthaga sína og gerðist vinnu-
maður og síðan verkstjóri hjá Jóni
prófasti Jónssyni á Stafafelli, og var
þar i 6 ár. Giftist þar árið 1897, 30.
sept., fósturdóttur prófastsins, Önnu
— dóttur L. J. C. Schou fyrrum
verslunarstjóra og seinni konu hans
Elínar Einarsdóttur prests að Valla-
nesi, Hjörleifssonar. — Þau reistu bú
á Reyðará vorið 1899 og hafa búið
þar síðan. Fremur voru efni lítil í
byrjun búskapar, en með framúrskar-
andi dugnaði, sparsemi og reglusemi
þeirra hjóna beggja, tókst honum að
festa kaup á jörðinni og auka svo bú-
ið, að hann var nú á seinni árum
talinn einn af betri bjargálnabænd-
um sveitarinnar. Hann var að jafn-
aði flestum bændum birgari af heyj-
um og hjálpaði þá oft um hey í vor-
hretum, þótt ekki væri það í stórum
stíl. Sambúð þeirra hjóna var hin
ástúðlegasta þessi 19 ár, og eignuð- __
ust þau 6 sonu, er allir lifa, og eru
hinir efnilegustu. Þeir heita: Geir,
Stefán, Ásmundur, Hlöðver, Þórhall-
ur og Hróðmar. Tveir hinir fyrst
töldu eru komnir yfir fermingaraldur,
og þóttu þeir báðir prýðilega vel að
sjer í fræðigreinum þeim, er ung-
lingar eiga nú að kunna á þeim aldri.
Hafa þau hjón kent börnum sínum
heima að öllu leyti og einnig tekið
börn að til kenslu. Má af því marka,
hversu mikil reglusemi og stjórnsemi
hefur ríkt á heimili þeirra. Dreng-
irnir liafa verið látnir læra meira en
hinar löghoðnu fræðigreinar, þeim
hefur líka verið kent að vinna, svo
að hin eldri þeirra kunna nú vel til
nær allra þeirra verka, er af hendi
þarf að inna á búi bóndans.
Stórt skarð er höggvið i hið fá-
menna sveitarfjelag með fráfalli Sig-
urðar á Reyðará. Því að hann var
ekki að eins ágætur heimilisfaðir
heldur einnig hinn umhyggjusamasti
við alla þá er hjálpar eða aðstoðar
þurftu og hann náði til. Gagn sveit-
arfjelagsins var hans gleði. Tjón
þess var hans hrygð, Hann var á-
hugasamur starfsmaður með afbrigð-
um, og vann ávalt mikið hjá öðrum,
einkum við húsabyggingar og jarða-
bætur, en sá þó jafnan svo um, að
heimilið biði þar eigi stórtjón af.
Formaður búnaðarfjelags sveitarinn-
ar var hann frá stofnun þess og sat
í hreppsnefnd flest sín búskaparár.
Ýms fleiri trúnaðarstörf hafði liann
á hendi, svo sem foröagæslu o. fl.
Hann var maður djarflegur í fram-
komu, hreinskilinn og einbeittur, og
sagði jafnan það, sem honum fanst
rjett vera, um deilumál þau, er á
dagskrá voru, hvort sem öðrum lík-
aði betur eða ver. — Trúmaður var
hann mikill, vinfastur og trygglynd-
ur, en laus við að láta mikið af sjer
eða troða sjer fram. — Heitasta ósk
hans var sú, að synir þeirra hjóna
gætu orðið góðir og nýtir menn, sem
með áhuga og orku ynnu gagn okkar
fámenna og fátæka þjóðfjelagi. Haiin
hafði trú á gæðum landsins og fram-
förum þess. S.
Prentsmiðjan Rún.