Lögrétta - 25.04.1917, Side 3
LÖGRJETTA
73
*
þriggja nátta gamall varpaSi fæti
Hrungnis af Þór föSur sínum. Jeg
held, a'S1 sá sem veitir því fjelagi
stuSning, vinni bæöi i þágu sjálfs
sín og íslensku þjóSarinnar. Því bet-
ur sem fjelagiS blómgast, því meiri
gróði er þaS bókmentaakrinum ís-
lenska.
JarlsgarSi í Lundúnum, 27. jan. 1917.
Snæbjörn Jónsson.
Hámarksverð.
f danska vikublaSinu „Finanstiden-
de“ (Fjárhagstíöindi) frá 24. janúar
í vetur er grein um hámarksverölag,
útdráttur úr fyrirlestri, sem haldinn
var siöastl. haust á fundi Hagfræöis-
fjelagsins í Helsingfors í Finnlandi
af E. Schybergson. Ritstjóri danska
blaösins segir, aö sjer viröist skoö-
anirnar, sem þar eru settar fram, verö-
skulda eftirtekt, einnig í Danmörku,
því reynslan þar sýni, aö ýmislegt sje
athugavert viö' hámarksverðlagiö, og
yfirleitt muni árangurinn af því 1
Finnlandi, sem ræöumaðurinn hafi
fyrir augum, hinn sami og hvervetna
annarstaðar. Dómurinn veröi, i fæst-
um orðum sagt, sá, aö hámarksverð-
lagið geti ekki náö tilgangi sínum.
Fram til síöustu tíma hefur há-
marksverðlagiö veriö vinsælt af al-
menningi, segir í ræðuútdrættinum,
því menn hafa litið á þaö sem vörn
gegn hinu afskaplega háa verða, sem
dýrtíðin hefur skapað. En smátt og
smátt hafa þó skoöanirnar á þessu
máli breytst; trúin á gagnsemi há-
marksverðlagsins hefur farið þverr-
andi, eða horfið með öllu. Það hefur
ekki staðist reynsluna. Dýrara og
dýrara hefur oröið að lifa. Nú eru
menn farnir að kenna hámarksverð-
laginu um þetta.
Því fyrsta og síðasta ráöið gegn
verðhækkun er aukin framleiösla og
bættir aðflutningar, — þegar um
venjulegt ástand er að ræöa. En eins
og nú standa sakir, þegar framleiðsl-
an hlýtur aö minka, aö minsta kosti
i hernaðarlöndunum, og þegar að-
flutningar hindrast á allan hátt og
verða dýrari og dýrari, þá er engin
leið út úr vandræðunum önnur en sú,
að draga úr eyðslunni, spara, skamta
með seðlum og — svelta, annaðhvort
eftir fyrirsettum reglum eöa án
þeirra.
Setning hámarksverðs og aörar
slíkar ráðstafanir eru viðskiftahindr-
anir, meira eða minna óskaðlegar eft-
ir því, hve náin hliðsjón er höfð af
niarkaðinum. En geta veri'ð blátt á-
fram skaðlegar, ef þekking á mark-
aðinum vantar. Þær eru eins ogHeck-
schler segir i sínu ágæta verki um
„hagfræði heimsstyrjaldarinnar"
venjulega markleysa ein, af því aö
þær geta engu til leiðar komið. En
geti þær þalðj þá verða þær oftast
nær til þess að gera ilt verra
og þá eru þær ekki markleysa ein,
heldur óhafandi ráðstafanir.“
Annað hvort er, að hámarksverð
er nákvæmlega miðað viö markaðinn,
og þá þarf þess ekki, því markaðs-
verðiö fellur þá af sjálfu sjer saman
við: hið fyrirskipaða hámarksverð.
Eða þá að hámarksverðið er sett
of hátt. Þá veldur það reyndar eng-
um vandræðum, en getur þó stund-
um orðið til þess a'ð teygja verðið
hærra upp en það ella heföi komist.
Eða þá, í þriöja lagi, a'ð hámarks-
verðið er sett of lágt, og þetta er þaö,
sem nú á tímum á sjer einkum staö.
En þá verður árangurinn öfugur við
það, sem hann átti að verða, þvi há-
marksverðið veldur þá því, að minna
berst a'ð af vörunni en ella hefði orð-
ið, og afleiðingin veröur aftur hækk-
andi hámarksverð, þangaö til það er
komið upp fyrir þau takmörk, sem
það annars hefði náð. Því menn
skyldu ekki ætla, að velviljuð yfir-
völd geti sett hámarksverð hvar sem
vera vill. Reynslan á undanförnum
tuna sýnir, að svo er ekki, í byrjun
stríðsins var sett hámarksverð hjá
okkur á egg, og það var sett litlu
bærra en venjulegt verð að undan-
°rnu- enda þótt hænsnafóðrið hefði
stigið
’ Verði. Afleiöingin var sú, að
menn hætt„ -v . ,
rtu viöa við hænsnaræktm„.
A somu leps , , 4.
10 ior um svinaræktma,
og nieim >ættu sjer þá fleskvöntun-
ina með atd<inni notkun smjörs og
mjolkur. Jafnvel í þeim löndum> þar
sem stjórnm er best, hafa ráðstaf-
amr um hámarksálagning brugðist
vonum manna. Það er mannlegu viti
ofvaxið, að koma viti í þá hugsun.
Og einkum koma hámarksverðs-
ákvarðanirnar hart niður á neytend-
um þeirra vörutegunda, sem um er að
ræða. Því hámarksverðið eykur ekki
framleiðslu vörunnar, heldur, þvert
á móti, dregur úr henni. Og það dreg-
ur ekki úr notkuninni, heldur eykur
hana, eða heldur henni við, á sama
stigi og áður. En það, sem meö
þurfti, til þess að ráöa bót á mein-
inu, sem hámarksverðlagið átti aö
laga, var aukin framleiðsla og mink-
uð notkun þeirra vörutegunda, sem
um var að ræða.
Hin skaðlegu áhrif hámarksverðs-
ins koma þó enn skýrar fram, þegar
það er sett á aöfluttar vörur, en ella,
þegar um innlendar vörur er að ræða.
Ef innflytjandinn fær ekki að leggja
sæmilega á vörúna, þá hættir hann aö
flytja hana inn.
Eina íáðið í dýrtíöinni er sparsemi
og skömtun með seðlum, segir ræðu-
rnaður. En hann ræður til þess, aö
áður en gripiði sje til seðlaskömtunar-
a'ðferðarinnar, sem ekki hefur verið
tekin upp i Finnlandi í haust, þegar
hann flytur ræðuna, þá sje tekiö það
ráð, aö fella hámarksverðiö úr gildi.
Verðhækkunin, sem því fylgi, skapi
aukinn aðflutning og minni neytslu
þeirra vara, sem skortur sje á. Ef
þetta dugi ekki, þá leggur hann til,
að seðlaskömtunaraðferðin sje tekin.
En henni fylgir það að sjálfsögðu,
segir hann, að hámarksverðið sje felt
úr gildi. Þvi vöruskömtun með seðlum
getur því að eins átt sjer stað, að
eitthva'ð sje til að skamta. En sje
ekkert flutt inn eða framleitt af vör-
unum, þá er um ekkert annað að ræða
en að þola sultinn.
André Courmont
er kominn hingað aftur., Ekki þó að þessu sinni sem sendikennari til
háskólans, heldur sem útsendur franskur ræðismaður.
Courmont gat sjer miklar vinsældir, er hann var hjer á landi fyrir
fám árum. Hann ferðaðist þá víða hjer um land, kyntist þjóðinni ekki
síður til sveita en
sjávar, og talaði ís-
lensku svo vel, aö
slíkt þóttu eins
dæmi. Marga, sem
þá kyntust honum,
grunaði ekki í fyrstu
að hann væri út-
lendingur. Og hjer
i Reykjavík hjelt
hann alþýðufyrir-
lestur fyrir fjölda
fólks á íslensku og
um íslenskt efni.
Þegar hann fór
hjeðan, átti hann
fjölda vina, sem
kvöddu hann með
söknuði. Nú heilsa
þeir hinir sömu hon-
um með fögnuöi og
bjóða hann alúðlega
velkominn.
Þaö er mikilla
þakka vert, aö
franska stjórnin velur til slíkrar stöðu mann, sem svo er handgenginn tungu
vorri og bókmentum, og þekkir svo vel alt vort þjóðlíf. Af því má þess-
ari litlu þjóð meira gott standa, en nokkur maöur sjer út yfir.
Courmont hefur verið í her Frakka á vígvellinum lengst af siðan stríðiö
byrjaði. 1 fyrra særðist hann nokkuð og varð þá aö láta af hermensku.
Ber hann enn þá nokkrar menjar sáranna, þótt minna yrði að en áhorfð-
ist í fyrstu.
Ekki hefur hann gleymt íslenskunni. Fáir dagar eru nú síðan hann
kom á land, og hefur málið rifjast svo fljótt upp fyrir honum, að nú
talar hann jafnvel og áður, og þarf sjaldan að hugsa sig um eftir orði.
G. M.
Striðid.
Síðustu frjettir.
Öllum hlýtur nú að vera mest um-
hugað um þær frjettir utan úr styrj-
aldarheiminum, sem auka friðarvon-
irnar. Og ein fregn hefur komið síö-
astl. viku, sem styrkir þau ummæli,
sem höfð voru eftir Lloyd George i
seinasta blaði. Hún er í skeyti til
„Vísis“ frá 19. þ. m. og segir, að
Bonar Law hafi látið i ljósi að friö-
ur væri í nánd. Bonar Law er einn
af 5 mönnum herráðsins enska, sem
nú hefur öll völd í höndum þar í
lahdi, og málsvari þess í neðri mál-
stofunni. Það er lítt hugsanlegt, að
aðrir eins menn og þeir Lloyd George
og Bonar Law ljetu hafa eftir sjer
þau ummæli, að búast megi við friði
áður langt um líði, ef ekki mætti
taka mark á þeim. — I skeyti til
Mrg.bl. frá 20. þ. m. segir, aö Rússa-
stjórn hafi neitað þeim sjerfriðar-
boðum, sem fram hafi verið sett frá
Austurríki og Þýskalandi, og sýnir
þetta, að svo langt hefur verið kom-
ið friðarumtalið milli miðveldanna
og Rússa, að ákveðin boð hafa legið
fyrir. Bandamenn hafa auðvitað lagt
alt kapp á að hindra sjerfriðinn, og
friðarummæli ensku ráðherranna
benda í þá átt,að út af því, sem var
að gerast milli miðveldanna og Rússa,
hafi einnig verið talaö um almennan
frið og jafnvel legið nærri að þær
skoðanir, sem studdu að honum, yrðu
ofan á. Það fylgdi með frjettinni um
neitun Rússastjórnar á sjerfriði, að
þýskir jafnaðarmenn krefðust þess,
að miðveldin birtu opinberlega frið-
arskilmála sína, en áður hefur verið
sagt frá því, að forgöngu friðar-
umleitananna hefðu jafnaöarmanna-
flokkarnir í Þýskalandi og Rúss-
landi. í símskeyti frá 21. þ. m. er
sagt frá því, að til standi alþjóða-
friðarfundur jafnaðarmanna, er hald-
ast eigi í Stokkhólmi og byrja 15.
maí. Eins og nú standa sakir, er ekki
ólíklegt, að sá fundur geti haft nokk-
ur áhrif.
Fregnir í síðustu þýskurn blöðum
segja meira en áður hefur hingað
frjetst um friðarhreyfingar i Rúss-
landi, og eru sænsk blöð borin þar
fyrir flestum helstu frjettunum það-
an að austan. Þar segir, að verka-
manna- og jafnaðarmanna-nefndin
rússneska, sem minst var á í síðasta
tölublaði, hafi algerlega sett þing-
kosnu nefndinni stólinn fyrir dyrnar,
er þingnefndin hafði komið bylting-
unni i framkvæmd. Eftir þýsku fregn-
unum eru meginþættir byltingarinnar
þeir, að Englendingar, sem bæði hafa
veitt Rússum fjárlán og útvegað þeim
og flutt til þeirra vopn til hernaöar-
ins, hafi meira og meira viljað hafa
hönd í bagga með Rússum um allar
hernaðarframkvæmdir, til þess aö
geta sjeö um, aö fje þvi og vopnum,
sem frá þeim kæmi, væri varið fylli-
lega samkvæmt tilganginum. En af
rússnesku stjórninni fyrir byltinguna
fóru ekki góðar sögur að þessu leyti,
og margt mun hafa farið hjá henni í
handaskolum. Þar viö bættist, að upp-
víst varð um Stúrmer, fyrv. yfirráð-
herra Rússa, að hann hefði staðið i
samningum við miðveldin um sjer-
frið, og Protopopoff, sem sat í rúss-
neska ráðaneytinu fram til þess, er
byltingin varö, var einnig talinn sjer-
friði hlyntur. Segja svo þýsku fregn-
irnar, aö Buchanan, sendiherrra Breta
í Petrograd, hafi staðið i sambandi
við forgangsmenn byltingarinnar í
þinginu um það, aö þeir steyptu
gömlu stjórninni og boðuðu nýtt
stjórnarfyrirkomulag. En hugsun
þeirra hafi alls ekki veriö sú, aö
steypa keisaraveldinu og gera bylt-
inguna svo róttæka, sem hún nú virð-
ist ætla aö verða. Stríðinu skyldi
haldið áfram með auknum krafti eft-
ir stjórnarbyltinguna. En þá komu
aðrir kraftar til, jafnaðarmanna- og
verkamanna-foringjarnir, sem einnig
voru mannsterkir innan þingsins, og
mynduðu nefnd þá, sem áður er get-
ið um. Foringjar hennar hótuðu, að
skerast alveg úr leik með hinum, ef
farið yrði að semja við keisarann, eða
einhvern af ættmönnum hans um
framhald keisaraveldisins og sögöust
þá þegar í stað vekja upp nýja öldu
og heimta lýðveldi. Þeir heimtuðu
einnig, að friður væri gerður, og ein
fregnin segir frá því, aö flokkur
manna hafi farið um göturnar í Pet-
rograd með háværar yfirlýsingar um,
að hann krefðist friðar. En aörir
flokkar fóru þar einnig um meö
gagnstæðar kröfur. Hvorug þessi
stefna virðist hafa herinn á sínu
bandi, svoleiðis að önnurhvor þeirra
gæti treyst honum og með hans að-
stoð orðið ofan á. Nikulás stórfursti
mun hafa verið talinn áhrifamestur
‘af herforingjum Rússa. En nú segir
símfregn frá 19. þ. m. að honum sje
stefnt fyrir herdóm út af ósigrinum
við masúrísku vötnin haustið 1914.
Á vesturvígstöðvunum hefur verið
barist af miklum ákafa síðastl. viku.
Frakkar hafa sótt fram í Champagne-
hjeraði og Þjóðverjar hrokkið þar
fyrir. Er þá barist á allri línunni norð-
an frá Loos og suðuv og austur til
Reims. Það er sagt, að bandamenn
hafi tekið í þessari viðureign 31 þús.
fanga, Frakkar 17 þús. og Bretar
14 þús.
Þjóðverjar hafa lýst yfir, að þeir
banni siglingar til Bandaríkjanna, og
fregn frá 17. þ. m. sagði, að gert væri
ráð fyrir, að aðalhöfnum Bandaríkj-
anna yrði lokað. í skeyti til „Vísis“
frá 22. þ. m. er sagt, að Bandaríkja-
stjórn banni útflutning matvæla þaö-
an til Norðurlanda og Hollands. Lík-
lega nær þó það bann ekki til íslands,
með þvi að við erum Bandaríkja
megin við giröingu Englendinga á
sjónum. Ástandið er sagt vont í Nor-
egi og Svíþjóð. Ein fregnin segir, að
yí norska verslunarflotans sje sökt,
og að komið hafi til orða að vopna
norsk verslunarskip, en yngri frjettir
segja, að norska stjórnin hafi lýst
þvi yfir, að það verði ekki gert. í
Svíþjóð eru sagðar óeirðir og flokka-
drættir.
Sagt er, að Parísarblöðin heimti að
Konstantín Grikkjakonungi sje vikið
úr hásæti og Grikkland gert lýðveldi,
en ekki er þess getið, hvað valdi
þeirri kröfu sjerstaklega nú. Á Spáni
hafa orðið stjórnarskifti. Bissing,
landstjóri Þjóðverja í Belgíu, er ný-
lega dáinn.
Frjettir.
Taugaveiki hefur gert töluvert vart
við sig hjer í bænum nú að undan-
förnu.
Enskt hjálparbeitiskip kom hingað
20. þ. m. og með því hinn nýskipaði
konsúll Frakka hjer, A. Courmount,
og einnig G. Copland kaupmaður, er
dvalið hefur um hríð í Englandi.
Skynsamleg hugmynd. Dr. Valtýr
Guðmundsson hefur skotið fram
þeirri hugmynd við danskan blaða-
mann, frá „Nationaltidende", að Dan-
ir ættu að lána eitthvað af því mikla
fje, sem þeir hafa nú fengið fyrir
Vesturheimseyjarnar, til járnbrauta-
lagninga hjer á landi.
Rjettarfar í Árnessýslu hefur lengi
verið bágborið. En ekki fer því fram,
eftir síðustu sögunum þaðan að
dæma, og þyrfti að láta eitthvað af
þeim koma fram opinberlega, þótt
ekki verði það gert hjer að þessu
sinni. Því er líka svo varið, að eftir
kunnugra og skynsamra manna dómi
er maður sá, sem nú á að gæta þar
laga og rjettar, alls ekki fær um að
gegna sýslumannsstörfum.
Sumargleði. Stúdentafjel. hjelt all-
fjölmenna skemtisamkomu síðasta
vetiarkvöldið. Sig. Eggertz bæjarfó-
geti hjelt þar ræðu fyrir sumrinu, en
kvæði voru sungin og flutt eftir Þor-
kel Erlendsson og Bjarna frá Vogi.
Dýrtíðarráðstafanir. 18. þ. m. gaf
búnaðarmálaráðherrann út fyrirskip-
un um að fyrst um sinn mætti ekki
selja smjörlíki nema eftir ráðstöfun
hlutaðeigandi bæjarstjórnar eða sveit-
arstjórnar. Samkv. þessu voru sama
dag settar þær reglur um smjörlíkis-
sölu hjer í bænum, að enginn kaup-
maður mætti selja það öðruvísi en
gegn seðlum, sem bæjarstjórnin gæfi
út, en hver heimilisráðandi gæti feng-
ið J4 kg. af smjörlíki fyrir hvern
heimilismann og væri sá skamtur
ætlaður til tveggja vikna.
11. þ. m. gaf búnaðarmálaráðherr-
ann út reglugerð um aðflutta korn-
vöru og smjörlíki og segir þar svo:
„Allan rúg, rúgmjöl, hveiti maís, ma-
ísmjöl, bankabygg, hrísgrjón, völsuð
hafragrjón, haframjöl og smjörlíki,
sem til landsins er flutt hjereftir, tek-
ur landsstjórnin til umráða og setur
reglur um sölu á vörunum og ráð-
stöfun á þeim að öðru leyti. — Þeim
sem fá eða von eiga á slikum vörum
frá öðrum löndum, ber í tækan tíma
að senda stjórnarráðinu tilkynningu
um það, svo það geti gert þær ráð-
stafanir viðvíkjandi vörunum, sem
við þykir eiga í hvert skifti. í til-
kynningunni skal nákvæmlega til-
taka vörutegundirnar og vörumagnið.
Lögreglustjórum ber að brýna fyrir
.skipstjórum og afgreiðslumönnum
skipa, sem flytja hingað vörur þær,
er getur í 1. gr., að eigi megi af-
henda slíkar vörur móttakendum fyr
en stjórnarráðið hefur gert ráðstafan-
ir viðvíkjandi þeim í þá átt, er að
framan greinir. Brot á móti ákvæð-
um reglugerðar þessarar varða sekt-
um alt að 5000 kr. og fer um mál út
af þeim sem um önnur lögreglumál.
Dáinn er hjer á Landakotsspítalan-
um síðastl. sunnudagskvöld Andrjes
Fjeldsted frá Hvítárvöllum, 82 ára að
aldri, og hafði hann legið veikur frá
því fyrir jól í vetur, en var fluttur
hingað rjett fyrir páskana. •— Verður
þess merka manns nánar minst í næsta
tbl. Lögr.
„Frakkland“ heitir bók, sem ný-
komin er hjer út, eftir Kr. Nyrop
prófessor í Khöfn, þýdd af Guðm.
Guðimundssyni skáldi, 90 bls. 8 bl.
brot. Verð 1 kr. 50 au. Fróðleg og
vel skrifuð bók.
Prófastur í Snæfellsnessýslu er sr.
Guðmundur Einarsson í Ólafsvík ný-
lega skipáður.
Landnám á Grænlandi.
Lögrjettu er skrifað frá Khöfn:
„Nú í vetur hafa komið fram tvær
tillögur um landnám á Grænlandi hjer
í Danmörku. Önnur tillagan var frá
einum af starfsmönnum grænlensku
verslunarinnar, en hin frá efnilegum
íslenskum námsmanni við háskólann,
Jóni Dúasyni. Undirtektir undir til-
lögu verslunarmannsins voru góðar
en skammar, því málið reyndist litt
framkvæmanlegt af ýmsum ástæðum.
Jóns tillögu var og vel tekið i fyrstu,
og síðan hafa blöðin öðru hvoru ver-
ið að flytja greinar um málið. Það
hefur þó eflaust spilt fyrir tillögu
jóns, að hann ætlast til, að landnáms-
mennirnir sjeu íslenskir. Þannig kem-
ur þetta í ljós í grein, sem Holger
Wiehe ritar í „Hovedstaden“ 18. febr.
Hann er Jóni Dúasyni sammála í öll-
um atriðum nema því, að landnámið
verði frá íslandi. Hann segir, að á
því velti það, hvort Grænland verði
íslenskt eða danskt. En hann vill ekki
vita af öðru en aldönsku Grænlandi.
Leggur hann því til, að stofnuð verði
dönsk nýlenda í hinni fornu Eystri
bygð, að verslunin á Suður-Græn-
landi verði gefin laus fyrir alla Dani,
en ekki íslendinga, og sömuleiðis eigi
fyrst um sinn að leyfa Dönum einum
að flytja inn i landið — með öðrum
orðum, loka Islendinga úti. — Mun
þetta eflaust vera sprottið af ein-
hverjum misskilningi hjá Wiehe, svo
góðgjarn sem hann annars er i okkar
garð.
Alfred J. Ravad er sá einasti af
þeim, sem ritað hafa um málið, og
bersýnilega er ljóst, hvaða þýðingu
samvinna milli Islendinga og Dana
á Grænlandi gæti haft fyrir
sambandið milli Islands og Dan-
merkur. I alllangri grein í „Illustr.
Tidende“, helsta myndablaði Dana,
lofar hann tillögu Jóns mjög fyrir
það, hve viturleg hún sje, og telur
hann manna líklegastan til að koma
málinu fram. Ravad þykir vænt um