Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 30.05.1917, Síða 3

Lögrétta - 30.05.1917, Síða 3
LÖGRJETTA 95 Kaaber símsk. frá Færeyjum, sem til- kynti þeim, aS skonnortunni A. Friis, sem var eign þeirra og nú á leiö meS j saltfarm frá Portugal til Færeyja, ' heföi verið sökt af þýskum kafbáti nóttina á undan, en skipshöfninni bjargaS og væri hún komin til Fær- eyja. Þeir Johnson & Kaaber eignuö- ust skip þetta i fyrra. I Þilskip hjeðan í Noregi. 5 þilskip hjeöan eru nú í Álasundi í Noregi og þar veriö aö setja í þau hreyfivjelar: j Ása, Björgvin, Hákon, Keflavík og Valtýr. Sex færeyskum fiskiskipum sökt. StjórnarráöiS fjekk 25. þ. m. sim- skeyti frá amtmanni Færeyinga, sem sagöi þá frjett, aS þýskir kafbátar hefSu sökt 6 færeyskum fiskiskipum, sem voru aS veiSum á svo nefndu Færeyingagrunni, en þaS er innan hins afmarkaöa ófriSarsvæSis, all- langt sunnan viS eyjarnar. Takmarka- lína ófriSarsvæðisins er rjett fyrir sunnan landhelgi syösta odda eyjanna, en sveigir þaSan norSur á viö báöu- megin, i breiSu horni, og nær lengra til hafs norður á móts viö miSja eyja- þyrpinguna. — Var stjórnarráöiö beS- ið aS vara færeysk skip, sem hingað kæmu, viS því, aS fara til veiSa á þessar stöSyar. — Um björgun skips- hafnanna er ekki getið í skeytinu til stjórnarráðsins. En í skeyti til Mrg.bl. frá sama tíma segir, aS skipshafnir af 4 skipunum sjeu komnar i land. — SíSan hefur komiS fregn um, aS 2 færeyskum skipum til hafi veriö sökt, en um manntjón getur ekki, svo aS telja má víst, að skipshafnirnar allar sjeu komnar í land. Móvinsla í Reykjavík. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur samþykt aS láta taka upp mó í sumar í stórum stil og hefur faliö Jóni Þorlákssyni verk- fræöing framkvæmd verksins. Er ætl- ast til aS mórinn komi aö miklu leyti í stað kola til eldsneytis handa bæj- armönnum næsta vetur. Hann verS- ur tekinn í Kringlumýri og svo mik- ið sem ástæður leyfa gert aS eltimó. Gert er ráð fyrir aS 2j4 tonn af mó samsvari 1 tonni af kolum, og aö mótonniS kosti 25 kr.. En útlit er fyrir aS kolatonniö muni kosta hjer næsta vetur 200—250 kr. Menn geta borgað móinn til bæjarstjórnar hvort heldur með peningum eða vinnu, og er sett á fót sjerstök skrifstofa, í ISnskólanum, til þess aö annast um eldsneytismáliö og alt sem þaS snertir. Embættaveitingar. 23. þ. m. var Árnessýsla veitt GuSm. Eggerz sýslu- manni í SuSur-Múlasýslu frá 1. júli þ. á. — Sama dag var Sig. Sívert- sen docent veitt prófessorsembættið í guSfræði viS háskóla íslands, sem hann hefur þjónaS nú um hríS. Alþingi er meS konungsbrjefi kvatt saman 2. júlí Sigurður Jónsson ráðherra lagSi af staö hjeöan norður í Þingeyj- arsýslu 25. þ. m., fór meö Ingólfi til Borgarness, en þaðan landveg. Vestur um haf fóru meö Lagarfossi Jón Sívertsen verslunarskólastjóri, er veröur erindreki landsstjórnarinnar í verslunarmálum í Ameriku, og Gísli J. Ólafson símastjóri, til þess að út- vega sæsímaþráð til viögerðar lands- símanum. Ennfremur Bjarni Björns- son skopleikari. Mannalát. Nýlega er dáinn Samúel Arnfinnson bóndi á Eyri í Gufudals- sveit, — 24. þ. m. andaöist á Landa- kotsspítala Jóh. Jóhannsson kennari frá PatreksfirSi,sonur Jóhanns Bessa- sonar sál. á SkarSi í Fnjóskadal, ung- ur maður og efnilegur, nýlega kvong- aSur. VerSur lík hans flutt vestur til PatreksfjarSar. 22. þ. m. andaSist úr tæring, í Bygðarholti í Skaftafellssýslu, Rögn- valdur GuSmundsson stud. theol. Þetta blað kemur út á þriSjudegi vegna póstferða. Nýir ísl. verkfræðingar. Tveir ís- lendingar tóku fullnaSarpróf á verk- fræðingaskólanum í Khöfn í janúar í vetur, annar, Steingrímur sonur Jóns sál. Steingrímssonar prests í Gaul- verjabæ, í rafmagnsfræði, og fjekk ágætiseinkunn, en hinn Hjörtur Þor- steinsson úr Skaftafellssýslu, í bygg- ingaverkfræSi. Hjörtur er nú orðinn aðstoðarverkfræ'ðingur á skrifstofu G. -?oega landsverkfræöings, en Stein- grímur hefur fengiö atvinnu í Noregi. Fundahöld við Þjórsárbrú. 25. apríl síöastl. hjelt Sláturfjelag Suðurlands- deildar fulltrúafund að Þjórsártúni, fyrir Árness- og Rangárvallasýslur. Af eftirstöðvum fjárverðs frá síðastl. hausti voru greiddir hlutar, en jafnframt ákveðið ef kjöt það, sem nú er óselt (Víkur kjötið) seldist með hagnaði fram yfir það sem nú er áætlaö, þá verði bætt upp viöskifti þeirra sem versluðu þ. á. við fjelagiö. Á fundinum voru samþykt ný lög fyrir fjelagiö. Sama dag hjelt Smjörbúasamband Suðurlands fund á sama stað. Var stjórn Sambandsins faliS að leita samninga viS landstjórn- ina um hámark á smjörverði. Komu fram margar yfirlýsingar þess efnis, að bændur myndu alment ekki færa frá, ef smjörverð yrði ekki hækkað upp í 4 kr. pr. kg. eða leyfður útflutn- ingur smjörs til Bretlands eins óg fyr. Heyrst hefur að nú sje samkomu- lag fengið um þaö við bændur aust- an fjalls, að landssjórnin kaupi alt smjör í sumar af rjómabúunum þar fyrir ákveðið verð, en verðlagsákvæði veit Lögr. ekki. Nýtt björgunartæki. Sigurj. kaupm. Pjetursson sýndi hjer fyrir stuttu nýtt björgunartæki, sem rjett væri að vjel- bátar og skip hefðu með sjer hjer við land. Það er byssa með sjerstök- um útbúnaSi, ætluð til þess að skjóta streng í land frá skipinu, ef það strandar þar sem bátum verður ekki komið við til björgunar. Danskur maður, Bjerregaard aS nafni, hefur fundið upp útbúnaðinn á byssunni, og kostar hún með honum að eins 100 kr. Maður þessi hefur verið viS fiskveiSar hjer við land, en er nú vjelameistari við verksmiöju í Hobro í Danmörku. Við sýninguna hjer skaut Sigurjón streng í land frá vjel- báti í 70—80 faðma fjarlægð frá Ef- fersey og var síðan maður dreginn í land frá bátnum í þar til gerðum stóli. Tókst alt þetta vel. Rekaviður var sóttur hjeðan á vjel- báti norður á Skjaldabjarnarvík á Ströndum til eldsneytis 0g seldur á 6 aura pundið. Isfirðingar kvað hafa sótt mikiS af rekaviö á Strandir. Heimspekispróf tóku fyrir fáum dögum hjer við háskólann Egill Jóns- son og Helgi Ingvarsson, báöir meS 1. eink. Fyrirspurn: Getur ábúandi á þing- stað hrepps heimtað borgun fyrir það, þó hestunum sje slept í haga, meðan hreppsbúar eru á fundum? — Lögr. veit ekki hvað gömul laga-ákvæði . kunna aS segja um þetta, en tiökan- lcgt mun það ekki vera hjer á landi nje hafa veriS um langan tíma. Brjefkafli úr Hrútafirði, skrifaður 5. maí: „Veturinn hefur verið yfir- leitt góður, hagbeit góö mestan hluta hans. All-hörS tið var um tíma síS- ast, frá því i byrjun apríl og þang- aS til í inaíbyrjun, noröanhríðar og snjókoma allmikil. Nú er komin góð tíð aftur. Laugardaginn fyrir páska skall á mikil norðanhríð, síðla dags. Hrakti þá víða fje hjer í nágranna- sveitunum og týndist allmargt á sumum bæjum. Þannig týndist og drapst um 40 fjár á Sveöjustöðum í MiSfirði. í Hrútafirði týndust 5 kindur á einum bæ og víða skall hurð nærri hælum meS fjenað, en það vildi til aö hríöin kom seint á degi, svo fje var víða komið heim. — Engin skip hafa komið hjer að Borðeyri með vörur síöan um vetur- nætur, og engin vara verið fáanleg í verslunum hjer síöan um hátíöar. — Mjög hart því orðið á síðkastið um bjargræði manna á meðal, og margir alveg uppi með nauðsynjavörur. — ,,Lagarfoss“ er nú væntanlegur hing- aS í flóann; treystu menn því fast- lega aS hann mundi koma inn til Borðeyrar, en brátt kvisaðist, að hann mundi ætla aö sneiSa hjer hjá. Hafa nú verið gerðar itrekaöar til- raunir til aö fá hann til að flytja okkur vörur hingað inn, til aS bæta úr skortinum, en stöðugt afsvar eða afarkostir, sem fáheyröir mega teljast undir svona kringumstæðum. — Þessi ójöfnuður gremst mönnum hjer svo, að allir hluthafar Eimskipafjelagsins hjer í firöinum mundu þegar hafa heimtað hluti sína úr fjelaginu, ef unt hefði verið. Og enginn eyrir mundi hafa safnast hjer í firöinum í haust í hlutum handa fjelaginu, ef nokkrum hefði komiS til hugar aö fje- lagið mundi haga sjer eins og reynd- in er nú. — En hver ræöur slíku? Er það Nielsen framkvæmdarstjóri ? Svo heyri jeg sagt. — Haldi hann, eöa þeir, sem þessu ráða, uppteknum hætti og meti aö engu beina þörf landsbúa, en liugsi eingöngu um að næla handa fjelaginu, verður þetta „óskabarn þjóðarinnar“ — Eimskipa- fjelag íslands — áður en varir að olnbogabarni, og þá er því betra að þurfa ekki á hlutafjársöfnun að halda. Því menn beygja sig aldrei til lengd- ar undir kenningu þá, sem felst í þess- um vísuhluta: „Bara ef lúsin íslensk er, er þjer bitiö sómi.“ A t h u g a s e m d. Lögr. hefur sýnt stjórn Eimskipafjelagsins brjefkafla þennan, og skýrir hún frá málavöxt- um eins og hjer segir: Þegar „Lag- arfoss“ var við Austurland á leið norður fyrir land, bárust hingað úr Hrútafirði málaleitanir til stjórnar Eimskipafjelagsins og símskeyti ti) stjórnarráSsins frá hreppsnefnd Bæj- arhrepps um það, að nauðsynlegt væri að „Lagarfoss" kæmi við á Borðeyri með þvi hann hefði meSferðis hjer um bil 30 — þrjátíu — smálestir af matvöru þangað og þar væri alment matvöruleysi. Var þetta símaS til út- geröarstjóra fjelagsins, sem var með „Lagarfossi“, en hann símaði til baka aö meS skipinu væru engar vörur merktar til Borðeyrar, en af vörunum, sem skipið hefði meöferðis til Riis- verslunar á Steingrímsfirði væru 5 — fimm — smálestir með aukamerkinu „B“, og ættU þær vörur sennilega aS fara til BorSeyrar. Hafði Riis kaup- maSur sagt útgerðarstjóra áður en skipið fór frá Kaupmannahöfn, að sjer væri ekkert áhugamál að vörur þessar kæmust lengra en til Stein- grímsfjaröar, því hann mundi láta mótorbát sinn flytja þær til Borðeyr- ar. Þrátt fyrir þetta gaf útgerð- arstjóri þó kost á því, að „Lag- arfoss“ færi til Boröeyrar, ef fje- laginu væri greiddur kostnaðurinn við þaö, en viðkoman á Borðeyri hefði sennilega getað tafiö skipið hjer um bil um einn sólarhring og kostað fjelagið um tvö til þrjú þúsund kr., þegar kolaeySslan er talin með. Var þetta tilkynt bæði stjórnarráðinu og þeim, sem höfðu snúið sjer til Eim- skipafjelagssjórnarinnar um málið, en stjórnarráðið taldi eigi ástæðu til þess að leggja fje úr landsjóöi til þess að skipiS færi til Borðeyrar eins og á stóð. Og með því að fjelaginu bauðst heldur ekki borgun fyrir það frá Hrútfirðingum, varð ekki af því aS skipiö færi inn á Borðeyri. Þegar skipið kom til Steingríms- fjarðar, kom þangað mótorbátur Riis kaupmanns frá BorSeyri með 10 smá- lestir af feiti, til flutninga með skip- inu, og til þess jafnframt aö sækja vörur úr skipinu til BorSeyrar, svo þær komust þangað tafarlaust, eins og sendandi þeirra hafði gert ráð fyr- ir. Upplýsingar þessar telur fjelagið nægja til þess að sýna aö allar að- finslur brjefritarans sjeu gjörsamlega | tilefnis og ástæðulausar. En það kem- ! ur því miður of oft fyrir, aS menn ! eru ónærgætnir við fjelagið, heimta ; að skipin komi við á höfnum, þó flutningur sje lítill eða enginn, eins og nú á sjer staS um Boröeyri, en að- gæta ekki hvað það kostar, að tefja svona stór skip, sem „Lagarfoss“ eða „Gullfoss". Þau skip eru millilanda- skip en ekki strandferöaskip. Það verða menn að muna. Og þeir, sem fjelaginu ráða, telja sjer skylt aö skapa því eigi óþÖrf útgjöld. Dufandalskolin. Þeir Jón Þorláks- \ son verkfræðingur og samferöamenn hans komu aftur úr kolarannsóknar- förinni til Dufandals eftir viku burtu- veru og höfðu með sjer 10 smálestir af brúnkolum, sem verið er nú að reyna hjer í bænum. Hr. Skúli Skúla- son frá Odda, sem með var í förinni, lýsir námunni á þessa leið í Mrg.bl.: Kolamyndunin er í 5—6 metra þykku leir og öskulagi, sem liggur klemt inni á milli blágrýtislaganna. Er námugangurinn frá 1909 alt að 100 metra langur og gengur lárjett inn í hamarinn. Námuopið var hrun- ið saman og talsvert vatn hafSi safn- ast fyrir í námunni, en aö öðru leyti stoð gangurinn alveg óhaggaður og eins og skilið hafði verið viö hann fyrir 8 árum. Mest af þeim kola- sýnishornum, sem komu aS vestan, eru tekin inst úr ganginum. Efst í laginu, undir blágrýtishellunni er hálfbrunninn sambreyskingur af viSi ti H W (4 H ö © > 14 n H 0 H fe H (4 o > > w H 9 m KBONE LABERÖL er best co pg z3 og leir, á að giska 10 cm. á þykt. Þá tekur við surtarbrandslag um 60 cm. þykt, meö glöggri viöarmyndun en þó eigi laust við ösku. Undir því skiftast á leir og brúnkolalög. Sum leirlögin eru ljós á lit en flest þunn, 1—3 cm. og eitt ca. 7 cm., en mestur hluti lag- myndunarinnar er leir, sem svartur er orðinn af kolaefni, sem hann hefur sogið í sig úr viöarlögunum. Fyrir neðan surtarbrandslagiö eru í leirnr um tvö kolalög, sem halda sjer nokk- urn veginn í laginu, en í þeim mun þó tæpast vera meira en svo sem 8 cm. þykt, hvoru um sig, sem hægt er aS telja ómenguö brúnkol.Þábregö- ur fyrir viðarmyndun á víð og dreif innan um leirinn, en mjög svo óreglu- lega og leirinn svo samrunninn viSn- um, að ókleyft er a'S skilja hann frá. í sjálfum leirnum er — einkanlega fyrst eftir aö hann er tekinn úr nám- unni — nokkurt eildsneyti. Er það kolaefniö, sem komiS hefur í leir- inn frá viöarlögunum og gert hann svartann. Þegar leir þessi hefur leg- ið lengi undir beru lofti, missir hann kolaefnið — sem í leirnum er mjög reikult og verður fljótt loftkent — og veröur steingrár á litinn. NeSst í laginu, þar sem viSarefnið hefur verkaS minst á, er leirinn mósvartur á lit og í honum ekkert eldsneyti. Af því að kolalögin eru svo þunn og liggja svo dreift í leirnum, er ómögulegt að ná þeim nema því að eins aS leirinn sje tekinn lika. Má giska á, að fyrir hvert tonn af kolum sem brotið er þurfi að brjóta og rySja burt 5 tonnum af leir að minsta korti, og sjá allir, aS það hlýtur að verða dýrt — ofdýrt til þess að það yrði arðvænlegra að brjóta kol en taka mó þar sem hann fæst sæmi- legur. Þá er sá annar örðugleikinn, að mjög ilt er að ná kolunum frá leirn- um. Með dynamit-sprengingu vilja kola- og leir-lögin hanga saman og sum kolalögin eru sjálf svo leirbland- in, aö ómögulegt er að vinsa leirinn úr þeim fyr en þau hafa legið mán- uðum saman undir beru lofti. Það má því telja fullreynt, að i Dufandals-námunni er ekki hægt að fá leirlaus kol nema meS afarmikl- um tilkostnaSi. En aS taka úr öllu laginu leir og kol jöfnum höndum, er til lítils, því sá blendingur mun trauSla vera brennanlegur. AS vestan kom sýnishorn af allri mynduninni upp til hópa og veröur þaö nú reynt hjer í bænum. AnnaS og stærsta sýn- ishornið er að miklu leyti tekið úr surtarbrandlaginu, sem er efst í mynd- uninni. Þá voru minni sýnishorn tek- in úr neðri kolalögunum.“ Kolin á Tjörnesi. Sýnishorn af þeim var sent hingað suður, og telur Gísli GuSmundsson gerlafræðingur, sem rannsóknina framdi, aö þau jafnist á viS skotsk húskol. Landstjórnin hefur nú trygt sjer námu þessa meö samningum, og verkfæri til kolanáms og brautateinar að sjó væntanlegt þangað bráðlega. Sprengiefni þegar útvegað, sem nægja mun fram eftir sumri. MeS Siguröi Jónssyni ráöherra fór nú landveg norður maður sá sem t siiiinn & mmiiiMmiíi ymmja 0, Fai’imag'sg. 42. Köbenhavn 0. — Katalog tilsendes gratis. — Umboð fyrir Schannong hefur Gunhild Thorsteinsson, Suðurgötu 5. Reykjavík. Legsteinar frá hf. Johs. Grönseth & Co. eru viðurkendir bestir. Einkaumboð fyrir ísland: Gunhild Thorsteinsson, Suðurgötu 5. Reykjavík. (Á virkum dögum til viötals á af- greiðslu e.s. Ingólfs). Aðalfundur hins íslenska kennarfjel. verður haldinn miðvikudaginn 27. júní n. k., kl. 5 e. h. í kennara- skólahúsinu í Reykjavík. Fundarefni: 1. Fyrirlestur (að forfallalausu). 2. Laun og ráðning barnakennara. 3. Útgáfa málgagns um kenslumál. A fundinum fara fram kosning- ar samkv. 8. gr. fjelagslaganna, og rædd þau mál, sem upp kunna að verða borin utan dagskrár, og kenslu- mál eða uppeldismál varða. STJÓRNIN. Úr Rangárvallasýslu. Jeg undirritaður viðurkenni hjer með, aS trúlofunin, er birtist i frjetta- greininni, sem jeg skrifaði úr Rang- árvallasýslu í ellefta tölublaö Lög- rjettu 1917, er frá mjer tilhæfulaus ósannindi. Staddur í Skálholti 16. apríl 1917. Guðjón Einarsson. Rifshalakoti. Vitundarvottar: Ólafur Finnsson. Jón Guðmundsson. ráöinn er verkstjóri við kolanámiS. Er það Jónas Þorsteinsson verkstjóri, sá íslendingur sem mesta reynslu hef- ur í þesusm efnum; hefur hann verið i þjónustu námufjelags íslands áður. Nokkrir menn eru þegar ráðnir til vinnunnar, en síSan bætt við eftir því sem þurfa þykir. í Tjörnesnámunni eru kolalögin fjögur og eitt þeirra alin aS þykt. Tím.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.