Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 13.06.1917, Side 3

Lögrétta - 13.06.1917, Side 3
LÖGRJETTA 103 KveimaskólinuL í Reykjavík Stúlkur þær, scm ætla að sækja um inntöku í Kvennaskólann næsta vetur, geri svo vel að senda skriflegar umsóknir sínar ásamt nauðsynleg- um vottorðum til undirritaðrar forstöðukonu skólans og taki jafnframt fram, hverrar undirbúnings-kenslu þær hafi notið. Inntökuskilyrði þau sömu og undanfarin ár. Sökum erfiðleika, er stafa af dýrtíð þeirri, er nú gengur yfír land alt, þá er ekki hægt að svo stöddu að ákveða meðgjöf heimavistarstólkna, meðgjöf hússtjórnarnemenda og slcólagjald; verður ákvörðun þessu við- víkjandi ekki tekin fyr en kemur fram á sumarið, og þá samstundis auglýst. — Umsólcnarfrestur til 20. ágúst. Reykjavík í júní 1917. Ingibjörg' H. Bjarnason. artíma í Rússlandi, áttu í byrjun þessa mánaSar aS skýra þinginu frá ástand- inu þar og óskuöu aö gera þaS á loku'ðum fundi, sögSu, a'S þingi og þjóS í Frakklandi væri ekki svo kunnugt sem skyldi ástandið x Rúss- landi og ýmsra orsaka vegna væri ekki rjett, aö tala það til almennings, aS svo stöddu, sem þeir vildu segja, en síöar mundu þeir gera það. Skeyti hingáð frá 4. þ. m., til „Vísis“, sagSi, að gerbyltingamenn fengju meira og meira fylgi í Rússlandi og yngra skeyti segir, aS líkur fyrir fullkom- iö stjórnleysi í Rússlandi fari vax- andi. Engin líkindi virSast þvi til þess, aS Rússar láti neitt aö marki til sín taka í ófriSnum framar, Hitt er annáS mál, að þar náist ekki held- ur samkomulag um sjerfriS við miö- veldin. Brusiloff er nú orðinn yfirhers- höfSingi Rússahers, en Alexieff her- málaráSanautur. Joffré er orðinn her- málaráSanautur Bandaríkjastjórnar. í Ungverjalandi er Esterhazy greifi oröinn forsætisráSherra, og lítur út fyrir að æSimikil vandræSi hafi ver- ið út af skipun þess embættis, eftir aS Tizsa fór frá. Frjettir. Tíðin hefur verið góð síöastl. viku, regn öðru hvoru og besta gróðrar- veður. Skipaferðir. >Escondito« og >ís- Iand« eru nú komin frá Ameríku, fermd mMvælum, og >GuIlfoss« er einnig væntanlegur að vestan í þess- ari viku. — >Fálkinn« kom frá Khöfn með farþega og póst 10. þ. m., og bráðlega er einnig von þaðan á >Wil!e- moes« og síðan á >Sterling«, en »Flóra« kvað vera á leið hingað frá Noregi. — »MjöInir« kom í gær frá Khöfn. Tvö seglskip eru nýlega komin, annað með vörur til Sápuhússins, en hitt með saltfarm til Ásg. Pjeturssonar. Forsætisráðherrann, Jón Magnús- son, kom fra Khöfn með »Fálkanum« síðastl. sunnudag ásamt frú sinni, Sigfús Blöndal bókavörður frá Khöfn var meðal þeirra, sem komu hingað með »Fálkanum« á sunnud. Hann dvelur hjer um hríð, ef til vill fram á næsta sumar, og ætlar að full- gera hjer orðabók þá, sem hann hefur nú unnið að í mörg ár. Giftingar. f gær giftust hjer í bænum Hallgrímur Tuliníus verslunar- maður og frk. Hrefna Lárusdóttir Lúð- vígssonar. — í Khöfn eru nýgift Hans Madslund veikfrseöingur og frk, Sig- ríður Sigurðardóttir regluboða. Fimtugsafmæli á í dag Árni Jó- hannsson bankaritari. Synodus verður hjer í bænum 26. —28. júní. Hefst með guðsþjón- ustu í dómkirkjuuni á hádegi 26. og prjedikar biskupinn. Auk venjulegra Synodusmála, sem verða þar til um- ræðu og afgreiðslu, verða fluttir 3—5 fyrirlestrar guðfræðilegs efnis, sum- part á prestastefnunni sjálfri, sumpart í sambandi við hana í dómkirkjunni. Söngfjel. 17. júní hafði samsöng í Bárubúð f gærkvöld. Húsfyllir að vanda, og vel sungið. Þar á meðal nokkur lög, sem ekki eru þekt hjer áður, og af þeim þrjú íslensk, eitt eftir Árna Beintein Gíslason heitinn, gcrt við sænskan texta, sem Guðm. Guðmundsson hefir snúið á íslensku : >Vindarnir þjóta með snarhvini snarpa«, annað eftir Sigfús Einarsson vlð »Bæn fyrir föðurlandi«, eftir Stgr. Thorsteins- son, og þriðja eftir Árna Thorsteins- son við kvæði Gríms Thomsens >Á Sprengisandi«.'— Samsöngurinn verð- ur án efa endurtekinn. prá Ameríku eru, að sögn, margir farþegar með »Gullfossi«, þar á með- al St. G. Stephansson skáld og fólk sjera Bjarna Þórarinssonar, frú hans, dóltir og tengdasonur. »ÞórÖur kakali* heitir vjelskip, sem ýmsir ísfirðingar, Karl Löwe o. fl., hafa látið smfða í Frederiksund og er nýlega komið hingað, 31 tonn aö stærð, með Tuxham-vjel. Skipstjóri er Ólafur Sigurðsson, áður stýiimaður á »Goðafossi«. Matarskamtarnir. Guðjón Guð- laugsson alþm. á Hólmavík skrifar Lögr. 31. maí: »Ebki erum vjer allir hrifnir af skömtun stjórnarinnar á ein- stakra manna og fjelaga eignum. Þar veiður að sóa fje í kostnað matar- arnefnd <r, sem engan helði þurft. Skömtunarstarfið tekið af þeim mönn- um, sem hafa haft það árum saman, og sem allir sælta sig best við, og þannig of freklega tekið fram fyrir hendur sveifastjórna í því skyldustarfi þeirra, að sjá fátæklingum fyrir björg þegar hún var fáanleg og þeir sjálfir gátu það ekki ððruvísi. Verslunum skipað, að moka malvöru í öreiga, meiri en þeir þurfa eða hafa nokkum tíma fengið til sama tíma, en neita á- gætum viðskiftamönnum um matvöru út á inneign sína og láta vörurnar heldur liggja í pakkhúsuni, eða þá setja fjölda manna umsvifalaust á hreppsfjelögin, sem annars hefðu var- ist því, og það verður nú aðalárangur- inn, Hefði nægt, að stjórnin skipaði sveitarstióinum, að taka út nokkurn forða til vara fyrir þá allra fá'ækustu upp á hreppanna reikning og láta svo hitt vera fijálst. Það hefði kostað landssjóðinn færri krónur, skapað færri sveitarþurfa og valdið minni v^ining- um og óánægju. Mjög var það gott, að Lagarfoss kom h'ngað með talsverðar vörur þ. e. a. s. mjölvörur en ckki held jeg að það sje landsstjórninni að þakka, og misskift eru líka þau gæði, þar sem skipið kom aðeins á 2 hafnir í flóanam, og misviturt af hverjum, sem ráðið hefur, að neita um flutning á öðrum eins nauðsynjavörum sem Ijáblöðum, hóf- fjöðrum og öðrum saum, með fleiru af líku tægi, en flytja þó nokkuð af lítt þörfum varning, og þó það hefði úlrýmt nokkrum matvörupokum, þá var það betra en að enginn geti járnað hestana sína eöa borið ljá í gras.« Stjórnmáladeilur hafa ekki verið háværar hjer í b’öðunum frá því er þingi sleit í vetur. Þó hefur brytt nokkuð á þeim síðustu vikurnar, og einkum verið deilt um gerðir stjórnar- innar í þeim málum, sem ófriðinn snerta. Lögr. hefur ekki sjeð ástæðu til að grípa fram í þær deilur til þessa. En þess er að gæta fyrst og fremst í því máli, að vandræði með vöruút- veganir og aðflutninga hingað hafa engin verið að marki fyr en nú í vetur, er viðureign ófriðarþjóðanna á sjónum harðnaði viö breytinguna á kafbátahernaði Þjóðverja frá byrjun fe- brúarmánaðar, og síðan hafa ástæð- urnar breytst við það, að Bandaríkin hafa lent í ófriðnum. En blöð þau, sem haldið hafa uppi aðfinningum við stjórnina, virðast alveg líta frarn hjá þessn, sem þó er aðalatriði málsins. Erfiðleikarnir hjer, sem af heimsófriðn- um stafa, eru svo miklu meiri nú en sfðastl. ár, og að undanförnu, aö ekki er hægt að bera það saman. Það stendur líka svo á, að stjórnin á nú innan skams að gera alþingi grein fyrir gerðum sínum, og mun henni þess vegna finnast minni ástæða en ella til þess aö halda uppi um- ræðum um þær í blöðunum, því á dóma þingsins um málið munu deil- ur blaðanna nú aö undanförnu fítil áhrif hafa, ekki sízt vegna þess, að þau blöðin, sem deilurnar hafa vakið, munu eiga lítið afl eða fylgi í þing- inu að baki sjer. Ljóð og kvæði eftir Guðm. Guð- mundsson skáld eru nýkomin úf, nýtt safn, og er útgefandi Pjetur Halldórs- son (Bókav. Sigf. Eymundssonar), 336 bls 8«. Þar er safnað saman Ijóð- mælum, sem birtst hafa eftir hann til og frá síðan Ijóðasafn hans »Gigjan« kom út, 1906, og nokkuð er þar af kvæðum, sem ekki hafa áður verið prentuð. Kvæðin eru mörg og falleg. Bókin kostar í bandi 7 kr., 8 kr. og 11 kr. — Verður nánar getið síöar. >StrÖndin« (Livets Strand), eftir Gunnar Gunnarsson, er nú að koma út í íslenskri þýðingu eftir Einar H. Kvaran. »Lif og dauði«. Karl Finnboga- son kennari á Seyðisfirði segirf »Austra« um bók Einars H. Kvaran, »Líf og dauði«,sem nýlega er út komin; »Ef eilífðarmálin knýja á dyr þínar, þá náðu f kveriö og lestu það tvisvar. Geri þau það ekki, þá náðu kverinu eigi að síður og lestu það þrisvar.« »Singóalla« heitir saga eftir Viktor Rydberg, sem bókaversl. Ársæls Árna- sonar hefur gefið út í íslenskri þýð- ingu. Fyrri helmingurinn kom út síðastsl. haust, en hinn síðari í vor. Góð saga og skemtileg, og vei þýdd. »Fálkinn< bjargar enskum skip- brotsmönnum. Þegar »Fálkinn« var á leið hingað nú síðast, hitti hann, 20 sjómílur fyrir norðan Færeyjar, tvo enska menn á timburfleka. Það var 8. þ. m. Þe'r hðfðu verið á flekan- um 6 daga. Voru með shFu ensku gufuskipi, sem »Hallinglon« hjet og var skotið í kaf af þýskum kafbáti sunnan við Færeyjar 2. þ. m. Skipið var að flytja skotfæri frá Englandi til Arkangelsk og höfðu verið 40 menn á því. Ekki v'ssu þessir jtveir menn til þess, að aðrir en þeir hefðu bjarg- ast. Upphaffega komust þeir þrír á timburflekann, en einn var dáinn, Sunn- anátt hafði verið stöðugt þessa 6 daga, sem þeir voru á flekanum, og rak hann alt af til norðurs. Annar mað- urinn er unglingur frá Ástraliu, og llggur hann nú hjer á spítala, þjak- aður af volkinu, en hinn er miðafdra maður, og er hann hellbrigður. Frá Danmörk komu um 30 manns með »rálkanum«, og margir þeirra þeir sömu, sem með honum fóru héð- an 6. maí. En um hundraö íslend- ingar höfðu beðið um far með skip- inu frá Khöfn, margt af því kvenfólk. Meðal þeirra, sem komu, voru þrír búfræðingar úr Norðurlandi: Ólafur Pálsson frá Steinnesi, Ari Arason frá Víðimýri og Stefán Pálmason frá Hofs- ós. Þeir hafa ferðast um Danmörku til og frá, og víðar um Norðurlönd, til þess að kynna sjer búnaðaxhætti. Það er látið illa af ástandinu á Norð- urlöndum yfirleitt, vegna samgöngu- leysisins og þar af leiðandi skorts á matvörum og nauðsynjavörum, og er þó ástandið verra að þessu Ieyti bæði í Svíþjóð og Noregi en í Danmörku. Daginn, sem Fálkinn var í Bergen, áttu að haldast almenningsfundir út af þeim málum urn allan Noreg, en skip- ið fór áður en það samstreymi hófst í Bergen. Engir vagnar fóru þar um bæinn þann dag, og öllum búðum og veitingahúsum var lokað. Dánarfregn. 27. maí s. 1. andað- ist að Holti undir Eyjafjöllum ekkjan Helga Hjörleifsdóttir, móðir Kjartans heitins Einarssonar prófasts í Holti og þeirra systkina. Hún var dóttir Hjör- leifs bónda í Skógum undir Eyjaföll- um, fædd 25. maí 1829. 1853 giftist hún frænda sínum Einari, syni sjera Kjartans í Skógum. Þau hjón bjuggu lengi hinu mesta rausnarbúi í Skál- holti. En er aldur færðist yfir þau, fluttust þau að Holti til Kjartans son- ar síns og dvöldu hjá honum 19 ár. Þeir önduðust sama árið feðgarnir Einar og sr. Kjartan. Eftir það var Helga hjá sonardóttur sinni, frú Sig- ríði Kjartansdóttur, og sr. Jakob Ó. Lárussyni í Holti. Helga heitin var hin mesta rausnarkona og valkvendi í hvívetna. [Tím.] Timburskip brend. Fregn hefur komið um að tvð seglskip, sem voru á leið frá Svíþjóð til Akureyrar og munu hafa átt að koma við í Englandi, hafi verið tekin af þýskum kafbátum og brend, en skipshafnirnar hafi kom- ist af, til Lerwick. Skipin hjetu »Kodau« I og »Karna«. Einnig hefur komið frjett um að tvö timburskip, sem voru á leið frá Svíþjóð til Hafnarfjarðar, hafi verið brend í hafi. Stórstúkuþing Góðtemplara.sem nýlega er um garð gengið í Hafnar- firði, samþykti, að hjer eftir yrði þing- ið haldið árlega, en að undanförnu hefur það verið haldið á tveggja ára fresti. Stórtemplar var kosinn Pjet ur Halldórsson bóksali, en með hon- um í framkvæmdanefnd: Þorv. Þor- varðsson prentsmiðjustjóri, Jóh. Ögm. Oddsson kaupm., Jón Árnason prent- ari, Sig. Eiríksson regluboði, Einar H. Kvaran skáld, Guðm. Guðmundsson skáld, fyrv. stórtempfar, og Þórður Bjarnason kaupm. Jarðskjálftar í Mið-Ameríku. Símfregn hingaS segir, að jarö- skjálftar hafi gereyðilagt borgina San Salvador og umhverfi hennar á 30 fermílna svæði, en borgin er höfuð- staður i ríkinu Salvador í Mið-Am- eríku og stendur uppi i landi, langt frá sjó. Borgin hefur áður eyðilagst af jaröskjálftum, svo sem árið 1854 og aftur 1879. íbúar voru nál. 60 þús. Auða rúmið. Ræða um Jónas bónda þorgrímsson frá Hraunkoti í þingeyjarsýslu. Eftir Guðmund Friðjónsson. Vjer búum okkur að heiman. Og vjer búum okkur h e i m; bú- um okkur frá móðurknjánum að móðurskautinu; eða vjer gerum það ekki — búum okkur ekki. þarna eru landamærin milli þeirra manna, sem nýtir eru og hinna, sem eru ónýtir, merkilínan milli dugandi manna og hinna. Sá, sem býr sig ekki, er auð- þektur hvar sem hann er. Hann lætur reka á reiðanum, flýtur sof- andi að feigðarósi. Hinn er og auð- þektur, sá sem býr sig að heiman. Hann er sístarfandi og athugull, bæði um dægrafar hið efra og um at- vinnuvegi á jafnsljettunni. Hann er ávalt að verki, hann er að hjálpa sjálfum sjer og öðrum, sýknt og heilagt. Hann er að þroska sjálfan sig alla æfl. það er heiman- búnaðinum. það er heimförin í móð- urskautið. það er eitt, sem heyrir til heim- anbúnaðinum, að skilja eftir góðar endurminntngar hjá þeim, sem eftir verða. Sá, sem skilur eftir söknuð kringum auða rúmið, hefur búið sig vel að heiman. Hann hefur lifað svo vel, að orð hans og atvik hafa þýð- ingu fyrir ókomin augnablik. Hann hefur í heimanbúnaði sínum haTt fyrir augum bjarmalandið, hillinga- landið, land hugsjónanna, land von- anna, álfur ókomins tíma. Hann hef- ur þá búið sig heiman að og heim. Við komum að heiman og för- um heim — komum frá jörðunni og förum til hennar. Efnið er á hringrás; það, sem byggir okkur upp, er úr mold og verður að mold. Á það erum við mint með rekunni við hverja gröf. Og okkur setur hljóð, sem von er, því að þá talar til vor rödd í hugskoti sjálfra okkar á þessa leið: Bráðum kemur þ ú hingað. Senn verður talað til þin og þjer sklpað að búa þig að heiman og fara heim. Bráðum verð- þitt rúm heima hjá þjer autt. Hvað skilurðu eftir? Verður þín saknað? Hefur þú þá verið búinn að vinna svo vel og lengi, að þú getur farið frá öllu með sæmd? þá kemur hik á flesta. Ef maðurinn er ungur sem röddin talar til, hlýtur hann að segja sem svo: Jeg er óviðbúinn. Jeg er ekki enn byrjaður á nytjastarfi. Jeg á enn óþroskað manngildi. Jeg er lít- ilsháttar nýgræðingur, óútsprunginn fífill, leikbrúða, stefnulaus og óráð- inn. Og ef sá er roskinn nytjamað- ur, sem horfir heim í móðurskaut- ið og veit að hann á að hátta þar, þá hugsar hann á þessa leið: Jeg hef unnið eins og jeg hef getað, að vísu. En þó er alt ógert enn í raun og veru, sem jeg ætlaði að af- reka. Jeg er á þann hátt óviðbúinn, þó að jeg hræðist ekki dauða minn nje skelfist óvissuna, sem er fram- undan, og handan við kirkjugarð- inn. þessi frændi minn og vinur og nágranni, sem nú hefur skilið eftir autt rúm heima hjá sjer og í sveit- inni — hann hefur búið sig að heim- an, svo að telja má til fyrirmyndar. Fyrst og fremst hefur hann unnið heimili sínu til heilla svo vel og lengi, að þvi er nú borgið, þegar hans missir við, eftir því sem hægt er að sjá. Kringumstæðurnar bötnuðu ár frá ári. Leiðin er löng og torsótt fyrir fjölskyldumann, einstigið frá umkomulausri vinnumensku til stöðu sjálfbjarga sjálfseignarbónda. Til þess að komast þann áfanga, þarf vakandi mann og vinnandi, árrisulan mann og kvöldgengan og þess háttar mann, sem kann að grípa tækifærið og nota sjer það. En þó er það auðvitað og auðsjeð, að hjer er nú autt rúm. Og autt rúm er ölium til dapurrar áminning- ar, sem teknir eru að horfa heim, heim til jarðarinnar, og ornir eru niðurlútir. Vjer, sem tekin erum að eldast, erum svo gerð flestöll, að gömul vináttubönd haldast við og treystast. Roskið fólkið kýs sjer ekki nýja vini að jafnaði. það er ófúst til nýrra sambanda og hygg- ur ekki á ný landnám, þegar á herðir. það unir við þá skipun, sem verið hefur. það er þroskamark og staðfestu að vilja ekki sjá autt rúm, sem hefur verið vel skipað, þó að hins vegar sje reynt að bera tóm- leikasársaukann með jafnaðargeði. Skáldið St. G. St. kveður eitt kvæði í orðastað annara — að eins eitt. það er um látið barn. Hann leggur áhersluna á auða rúmið, hve ömurlegt sje að sjá það. þetta er fallega til getið um tilfinningar náunga sinna, sem vaka og eru and- vaka yfir auða rúminu litla. þó er hitt skarðið augljósara og meira um- ræðuefni, að sjá stóra rúmið autt. það blasir við heimilisfólki og ná- grönnum — og stundum öllum lands- lýð, ef starfsvið þess, sem bjó sig að heiman, hefur haft allsherjargildi, sem er til fyrirmyndar og eftir- breytni, þó að lítið beri á því. þetta auða rúm minnir mig á það, að milli okkar nágrannanna var æfinlega „sólskin ogsunnanvind- ur“. Misfellulaust margra ára ná- grannalíf mun vera fágætt, því mið- ur, þar sem hagarnir liggja opnir fyrir og öndverðir, og er því merki- legra á að minnast, þar sem skap- ið var þó ekki lítið hvorugu megin landamæranna. það er þjer gott, að þú þurftir ekki að sjá eftir einu einasta orði í minn garð, þegar þú bjóst þig heiman að og heim. Og jeg gleðst nú yfir því með sjálfum mjer og upp hátt, að jeg talaði al- drei aukatekið orð til þín, þess vegna get jeg kvatt þig með heiðrikum huga og þakkað þjer fyrir hvernig þú fyltir rúmið, sem nú er autt. Hvenær kemur kallið að mjer? Hvenær er þinn frestur á enda? Hvað liggur eftir mig? Hvað hefir þú afrekað? Hvaða tilflnningar fylgja mjer og þjer til moldar? Spurningarnar þyrpast fram og kalla. Og þessar spurningar hljóma í eyrum mínum og kalla tii mín, hærra og hærra, eftir því sem ald- ur færist yfir. mig. Og þær endur- hljóma því meira, sem fleirum er stefnt fyrir dyradóm dauðans af fje- lögum mínum og náungum. Af þeim orsökum gerist hugurinn hljóð- ur og sá niðurlútur, sem horfir fram á veg allrar veraldar. Svo má að orð kveða, að loftið sje í bylgju- gangi af klukknahljómi. Og hverj- um er þ á hlátur í huga?

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.