Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 04.07.1917, Side 1

Lögrétta - 04.07.1917, Side 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 31. Reykjavík, 4. júlí 1917. XII. árg. Bakur, innlendar og erlendar, pappí'r og alls- konar ritföng, kaupa allir í Sókavirsluii Siyfúsar [ymundssonar. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. f Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin sauniuð flest. Þar eru fataefnin best. Frá Sýnódus 1917. Biskup ávarpar prestastefnuna og minnist látins forvera síns. Kæru bræöur! Óskandi yður náöar og friöar frá guöi fööur vorum og drotni Jesú Kristi frelsara vorum, vil jeg setja þessa fyrstu prestastefnu, sem haldin er undir forsæti mínu og bjóöa yður alla velkomna hingaö. Náöar og friðar óska jeg yður, því aö meö þessu eru tekin fram, ekki aö eins höfuöeinkenni lífsins í trú guös sonar, heldur og meginskilyröin fyrir því, aö þjer sem sjerstalega eruð kallaöir til kennimannlegs embættis í guðs söfnuði getið með krafti og djörfung starfað að gróðursetningu, vexti og þrifum þessarar sömu trúar hjá þeim setn þjer eruð kallaöir til að flytja fagnaöarerindi Jesú Krists, innan þeirra safnaða, sem yður hefur veriö trúað fyrir forstööu að veita. Hið kennimannlega starf í söfnuöi Jesú Krists er í insta eðli sínu and- legt umboösstarf — ráðsmenska, sem oss er í hendur seld af safnaðarins herra. Sem kennimenn Krists erum vjer fyrst og síðast kvaddir til að vera umboðsmenn þeirrar marghátt- uðu náðar guðs, sem Jesú Krist- ur hefur oss afrekað með kenningu sinni, lifi sínu og dauða sínum. En til þess að geta hjálpað öðrum til þess að veita guðs framboðnu náð viðtöku og tileinka sjer hana, er fyrsta skilyrðið ávalt og undantekn- ingarlaust það, aö vera sjálfur orðinn handhafi þessarar sömu náðar. Fyr- ir því er það þá líka ósk mín og bæn, ekki síður sjálfum mjer til handa en yður, að faðir miskunnsemdanna veiti oss öllum sífelt að vaxa svo og fullkomnast í tileinkun náðarinnar, að vjer getum í sífelt ríkari mæli þjónað öðrum með þeirri gjöf, hjálp- að þeim til að veita henni viðtöku og lifa í henni njótandi hins dýrðlega ávaxtar hennar — f r i ð a r i n s, friðarins í guði föður vorum og Jesú Kristi frelsara vorum. Því að frið- urinn, það ásigkomulag vors innra manns, þegar ekkert raskar rósemi sálarinnar, af því að öll stefna vilja vors er í lifandi samræmi við guðs góða vilja, og af því að vjer höfum, > lifandi trausti til guðs miskunnar og trúfesti falið honum allan vorn hag og öll vor efni — þetta friðar- hnoss er einmitt ávöxtur tileinkaðr- ar náðar guðs oss til handa og þess kfs, er hvílist í náðinni umvafið af henni; Og þessi friður hjartans flyt- ttr oss styrk í starfi voru, hugrekki í baráttu vorri og þolgæði'gttðs barna í hverri þrenging, sem oss kann að mæta. Sje hann orðinn hjörtum voo um íbúandi sem varanleg eign vors innra rnanns, getutn vjer látið oss í Ijettu rúmi liggja, þótt verk vor verði fyrir ómaklegu álasi og útásetning- urn, og þótt það, sem til var stofnað af oss í góðum tilgangi og af hreinum hvötum, sæti misskilningi og tor- tryggingum af hálfu mannanna, eða verði lagt út á verra veg fyrir oss. Sjeurn vjer oss meðvitandi þess, aö vera trúir og árvakrir i verki köll- unar vorrar, getum vjer með guðs friðinn í hjarta, sagt meö postulan- um: „Mjer er það fyrir minstu, að vera dæmdur af yður eöa a.f rnann- legu dóntþingi — en drottinn er sá, sem dæmir mig.“ Fyrir því bið jeg þess og óska, að friðarins guð gróð- ursetji, ásamt náð sinni og miskunn, þennan dýrölega frið guðs barna í hjörtum vorum, svo að vjer fyrir hann mættum með degi hverjum verða til þess hæfari, sjálfir höndl- aðir af Kristi, að hjálpa öðrum til að láta höndlast af honum —- hæfari ti' þess á erfiðum og alvarlegum tím- um, að rækja þetta umboðsstarf i söfnuði guðs, sem oss er trúað fyrir, honum til vegs og dýrðar, sem kall- aði oss til þjónustu sinnar, söfnuðum hans til uppbyggingar og sálubóta, og sjálfum oss til góðrar samvisku. Til þessa blessi guð oss alla í Jesú Kristi frelsara vorum. Amen. Þegar vjer í dag komum saman á þessari prestastefnu, getur ekki hjá því farið, að oss sje öllum ofarlega i huga, að sá maður, sem á átta undan- gengnum prestastefnum stóð í þeim sporum, sem nú stend jeg, er frá oss horfinn að sýnilegum návistum. En minning mæts manns lifir. Og svo er um minningu vors látna kirkju- lega yfirmanns Þ ó r h a 11 s biskups Bjarnarsonar. Ár biskupsdóms hans urðu ekki mörg — að eins 8 ár. Þegar hann, haustið 1908, enn í blóma aldurs síns, gjörðist biskup lands vors, hugðu án efa flestir, sem þektu hann, gott eitt til biskupstöku hins öldurmann- lega glæsimennis, með hinar ágætu gáfur og hið mikla starfsþrek; því að um mörg ár hafði hann staðið meðal hinna fremstu og atkvæöa- mestu til allra mála i fjelagi voru. Vjer hugðum hið besta til biskups- dóms hans og væntum þess, að kirkja vor fengi lengi að njóta góðs af skörungskap hans, ráðhyggni og fjölhæfni — því að þessir eiginleikar höföu í svo ríkum mæli einkent alla opinliera framkomu hans. En ekki síst hugði prestastjett lands vors gott til biskupsdóms Þórhalls sál. bisk- ups, fyrst og fremst sökum þess, að hún vænti þess fastlega, að nú mundi íslands kirkja fá að njóta óskertra afburða-hæfileika hans, það er eftir væri æfi hans, en því næst sökum ljúfamannlegrar framkomu hans, yf- irlætisleysis og sanngirni. Mjer er þá líka kunnugra en mörgum öðrum um það, með hvaða hug og ásetningi hann gekk til stöðu sinnar sem bisk up lands vors — með hve heitri löng- un til þess og einlægum vilja, að helga íslands kirkju krafta sína, það er ólifað væri æfinnar, og einlægri bæn til guðs um, að sem mest gott mætti af biskupsstarfi sínu hljótast fyrir kirkju vora. Jeg er ekki heldur í neinum vafa um, að sú hefði í fleiri greinum orðið raunin á, ef hann hefði fengið að njóta krafta sinna óskertra þessi ár, sem hann sat á biskupsstóli, og það enda þótt árin hefðu ekki orð- ið fleiri en þau urðu, livað þá, ef hann hefði með óskertum kröftum mátt sitja þar jafnlengi og fyrirrenn- arar hans á biskupsstóli. Með þessu hef jeg engan veginn viljað gera lítið úr biskupsdómi for- vera míns sáluga — fjarri fer því. Dómurinn um biskupsstarf hans fer aö sjálfsögðu eftir því, hverjar kröf- ur menn gera til þess starfs. Þær kröf- ur geta menn gert til þess, að enginn geti fullnægt þeim, og ekki síst í landi eins og voru, svo víðáttumikið sem það er, mannfátt og strjálbygt, með jafn ófullkomnum samgöngum cg hjer eru og meö jafn mörgum erfiðleikum, sem hjer er viö að stríöa af náttúrunnar völdum, tjáir síst að leggja þann mælikvarða á starfið, sem gildir í öðrum löndum, þar sem alt ööru vísi hagar til, en hjer hjá oss. Vitanlega er biskupsstaðan í eðli sínu andleg staða og ætti jafnan svo aö vera f y r s t o g f r e m s t. En hinu má ekki gleyma, að eins og nú hagar til, eins náið og er samband kirkju og ríkisvalds, þá er biskups- staðan jafnframt staða hlaðin marg- víslegum umboðsstörfum og marg- brotnum, sem gleypa miklu meira, bæði af tíma og kröftum þess, er hef- ur hana á hendi, en allan þorra manna grunar. Að minsta kosti get jeg með vissu sagt það um sjálfan mig, að jeg hef ekki haft fulla hugmynd um það fyr en nú, er jeg hef verið kallaður til þessa embættis sjálfur, hve hlaðið það er fjölda starfa, sem eru lítt and- leg í eðli sínu, en þó svo mikilvæg fyrir kirkjuna sem fjelagsstofnun, að ekki eru betur komin í annars hendi en einmitt biskupsins. Og það er þá líka fyrst og fremst einmitt hjer, sem vor látni biskup hefur unn- ið mikið starf og gagnlegt. Þess er i því sambandi fyrst að minnast, að ]>egar Þórhallur sálugi tók við embætti, var sá mikli breyt- ingatimi á skipun kirkjumálanna, er leiddi af kirkjulögunum nýju fra 1907, rjett að byrja. Framkvæmd allra þeirra lagabreytinga varð að mestu leýti verlc hans, fyrstu fjögur biskupsár hans, og getur hver sá, er veit, hve gagngerðar og jafnvel stór- feldar breytingar þar er um að ræða, rent nokkurn grun í, að það hafi fengið honum ærið að starfa, og eng- inn, sem til þekkir, mun geta neitað því, að þar hafi honum tekist að ráða heppilega til lykta mörgu því máli, sem var vandfarið með og þurfti bæði viturleika og lempni til. — Og hvern- ig embættisfærsla hans öll hefur ver- ið, um það geta ekki aðrir borið betur en jeg, sem var skipaður til að ganga inn í verk hans. Mig hefði aldrei getað dreymt það, — hvaö þá heldur meira — aö viðtaka jafn umfangs- mikils embættis og biskupsembættið er, reyndist mjer jafn tiltölulega ljett og hún varð. En hverju var það aö þakka öðru en sjerstakri reglusemi hins látna biskups í öllum hans em- bættisrekstri. Það mun alltitt á skrif- stofum embættismanna, sem hafa margháttuðum umboðsstörfum að gegna, bæði hjer á landi og annar- staðar, að nieira og minna safnast fyrir óafgreiddra mála, og ósvaraðra brjefa. En hjer var ekkert mál óaf- greitt, er nokkru skifti, og ósvöruðu brjefin, sem jeg tók við aö honum látnum, voru ef jeg man rjett, öll hingað komin e f t i r að hann lagð- ist banaleguna. Og hvað snertir reikningsfærslu allra hinna mörgu sjóða, sem undir hans umsjá voru, þá var svo frá henni gengið, að alt mátti heita uppgert áður en liðnar voru einar þrjár vikur frá dauða hans. Jeg tek þetta fram af því, að jeg hygg þetta vera býsna sjaldgæft þar sem ræða er um jafn umfangsmikið em- bætti og biskupsins er. En svo var reglusemin mikil og röggsemin í em- bættisfærslu hans, svo mikill afkasta- maður var hann í skrifstofustörfum öllum, og það, þótt hann, meira en belming þeirra ára, sem hann sat á biskupsstóli þjáðist af þeirri heilsu- bilun, sem um síðir lagði hann í gröf- ina, að ótöldu margs konar mótlæti og sorgurn, sem steðjaði að honum á þessum árum. Þeir merkisviðburðir kirkjulegs eðlis, sem gerðust í biskupstið Þór- halls sáluga biskups, sem sje útkoma hinnar nýju þýöingar ritningarinnar í hinni endanlegu mynd hennar, og það í tveim útgáfum, og sjerstök út- gáfa nýja testamcntisins að auki, — svo og útkoma hinnar nýju Helgi- siðabókar, voru að vísu að miklu leyti undirbúnir i tíð fyrirrennara hans, svo að þar var ekki eftir annað en að leggja á síðasta smiðshöggiö. En svo niikið var hann við það verk riðinn frá upphafi, að ekki verður með nokkuru móti varið að láta þeirra ógetið, þegar minst er á æfi- starf Þórhalls biskups. Útgáfu-starfs hans að Nýju Kirkju- blaöi er og vert að minnast í þessu sambandi, svo margt gott og fróðlegt og svo margt einkennilegt, sem það hafði að flytja. Dómarnir um það blað voru að vísu löngum býsna sund- urleitir, eins og gengur. En hvað sem því liöur, þá er hitt víst, að það hefðu ekki allir á sig lagt í jafn um- fangsmiklu embætti og hans var, og svo störfum hlaðinn sem hann var, að halda jafn stóru blaði út öll þessi ár. Víst er, að eftirmaður hans í em- bættinu er ekki meiri maður en það, að hann hefur ekki treyst sjer til aö halda því verki forvera síns áfram, og er mjer þó sárt til þess að hugsa, ef það skyldi nú vera með öllu úr sögunni. En hvort sem það verður nú svo eða ekki — þá hefur Þórhall- ur biskup ekkert eftir sig látið, er gefi betri og sannari mynd af mann- inum sjálfum, allri lífsskoðun hans og lyndiseinkunn hans, en einmitt greinarnar hans í Kirkjublaöinu — svo stóreinkennilegt sem þetta var hvorttveggja. Því að Þórhallur sál. biskup var í engu eins og fólk er flest. Hann var í mörgu tilliti hinn sjerkennilegasti maður og hirti yfir- leitt ekki um í neinni grein að binda bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn. Lífsskoðun hans var í t r ú- arlegu tilliti víðfeðmari og rýmri en alment gerist. Hann undi sjer ald- rei í neinum andlegum þrengslum. Kreddufylgi alt (dogmatism) var honum ógeðfelt. Kristindómurinn var honum umfram alt kærleikslíf — „líf á kærleiksvegi Krists, ofar öllum kenningum kirkjuflokkanna." — F r j á 1 s 1 y n d i hans var ekki minna í trúarefnum, en öðrum. Hann var alt of vel að sjer i guðlegum fræöum til þess að hann ekki hefði fylstu samúð með öllum þeim, sem á vorum dögum hafa verið að ryðja nýjar brautir, eöá veita trúarstað- reyndunum inn í nýjan farveg og samrímanlegri nútíðar-hugmyndum manna. En hann var aldrei neinn baráttumaður, síst er leið á æfina, og hafði sig lítt frammi i hinum kirkjulegu deilum síðustu ára, þótt aldrei færi hann hins vegar i felur með það, hvoru megin hann var í þeim deilum. Það var engan veginn stefnuleysisvottur, að hann ekki lagði þar meira til mála en hann gerði; það átti sjer áreiðanlega aðrar rætur, og þá þær helst, að hann vildi f r i ð- inn, en óttaðist alla sundrung. Hann dáöist að Lúter, en hann elskaði Mel- ankton, enda var hann að öllu eðlis- fari líkari hinum síðarnefnda. Hon- um var það lengst af þvert um geð, að deila á þá, er litu öðrum augum á hlutina en hann, og hann gat, þótt geðríkur væri, þagað við árásum, sem hann sjálfur varð fyrir. Yfir- höfuð var hann manna umburðar- lyndastur —- ekki að eins í trúmál- um, heldur og í öðrum málum. Þess hygg jeg, að þjer, undirmenn hans, bæði í prófasts og preststöðu, hafið sjeð margan vottinn í viðskiftum yð- ar við hann. Þegar svo þar við bætt- ist ljúfmenska hans í allri framkomu, ástúð í viðmóti og óvenjulegt yfir- lætisleysi hans, þá er síst að furða, að hann væri vinsæll yfirmaður. Því að þ a ð var hann. Þeim, sem undir hann voru gefnir, gat ekki annað en þótt vænt um slíkan yfirmann, og það eins þótt þeir væru honum ósamþykkir í skoðunum. „Bróður“- ávarpið i brjefum hans var engin til- gerð, heldur sönn lýsing þess hugar- þels, sem hann bar til allra sinna und- irmanna; þeir voru honum allir „bræður“, hann umgekst þá eins og bræður og vildi, að þeir litu á sig sem bróður. Síðustu orð hins deyjandi biskups voru þessi: „Guð gefi góðu m á 1 e f n i s i g u r“. Hvert það mál- efni hefur verið, sem þar var í huga hans, veit jeg ekki með vissu, en þaö veit jeg hins vegar, að málefni kristindómsins, málefni guðs ríkis, var honum öllum málefnum fremur „góða málefnið“ og því er mjer ljúf- ast að líta svo á, að til þess hafi ósk- in síðasta litið. Það er þá líka trú mín, að vjer stjettarbræður hans í andlegum embættum á landi hjer, gætum ekki með öðrum hætti betur heiðrað minningu vors vinsæla látna biskups, en með því, að leggja fram krafta vora til þess að góða málefnið — málefni kristindómsins, málefni guðs ríkis veröi sigursælt með þjóð vorri dýrð guðs til eflingar og landi og lýð til heilla og blessunar. Með þeirri ósk og bæn til guðs, að svo megi verða, bið jeg guö aö blessa oss öllum minningu vors látna bisk- ups. r Eimskipafjelag Islands. Skýrsla um aðalfund 22. júní 1917. (Eins og hún er bókuð í gjörðabók fjelagsins.) Ár 1917, föstudaginn 22. júnímán. var haldinn aðalfundur Eimskipafje- lags íslands, samkvæmt auglýsingu útgefinni af stjórn fjelagsins þ. 16. des. f. á. Var fundurinn haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík og settur kl. 12 á hád. af formanni stjórnarinnar, Sveini Björnssyni yfir- dómslögmanni. — Stakk hann upp á fundarstjóra Eggert yfirdómara Briem og var fundurinn því samþykk- ur. Tók hann þá við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Gisla Sveinsson yfirdómslögmann. Fundarstjóri lagði fram 3 eintök af Lögbirtingablaðinu með fundar- auglýsingu, sömuleiðis eitt eintak af blöðunum : ísafold, Vestra, Norður- landi, Austra og Suðurlandi, enn- fremur eitt eintak af vestanblöðun- um Lögbergi og Heimskringlu, með birtingu fundarboðs. Skjöl þessi voru merkt nr. 1 — 10. Fundarstjóri lýsti fundinn löglega boðaðan með tilliti til framlagðra skjala og samkv. 8. gr. fjelagslag- anna. — Lagði fram skýrslu ritara stjórnarinnar um afhenta aðgöngu- miða að fundinum og atkvæðaseðia, sem voru fyrir hlutafje alls kr. 617,600.00, en alt atkvæðabært hluta- fje í fjelaginu er kr. 1,457.900.00. Skýrsla þessi merktist nr. 11. (SvohljóÖandi: »Skýrsla um afhending aðgöngumiða og at- kvæðaseðla til aðalfundar hf. Eim- skipafjelags íslands 22. júní 1917. I. Landssjóður. Innborgað hlutafje 100.000 kr., atkvæði 4000. II. Hluthafar, aðrir en landssjóður og Vestur-íslendingar. Afhentir aðgöngumiðar fyrir hlutaije 366,050 kr., atkvæði 14642. Samtals 466.050 kr., atkv. 18642. III. Umboðsmaður Vestur-íslendinga hr. Árni Eggertsson fer með at- kvæði fyrir 151.550 kr., og svar- ar þar til atkvæðatala 6062. Sam- kvæmt 10 gr. fjelagslaganna hafa honum verið afhentir atkvæða- miðar fyrir þessar 151.550 kr. að tölu: 6062 x 466,050 : 1257900 = atkv. 2246, þar- eð atkvæðabært hlutafje ann- að en Vestur-íslendinga er kr. 1257900.00 og aðgöngumiðar af- hentir fyrir kr. 466.050.00 af því. Eru þannig afhentir aðgöngumið- ar fyrir alls 617.600 kr., en alt at- kvæðisbært hlutafje í fjelaginu er 1.457.900 kr.“). Lýsti fundarstjóri fundinn lögmæt- an samkv. 7. gr. fjelagslaganna. Var þá gengið til dagskrár fund-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.