Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.07.1917, Blaðsíða 4

Lögrétta - 11.07.1917, Blaðsíða 4
120 LÖGRJETTA Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. Nýja testamentisins“, en sálmur var sunginn fyrir og eftir. Fimtudag 28. júní kl. 9 árdegis hófst fundur aS nýju meö sálmasöng og bæn, er biskup flutti. Var fundar- stjórn falin Skúla prófasti Skúlasyni frá Odda. Þar flutti sjera Gísli er- indi um gubspjallstextaraðir. Eftir allmiklar umræSur var borin upp og samþykt svolátandi tillaga: „Presta- stefnan felur biskupi aS gera nauS- synlegar breytingar á hinum ákveönu textaröðum,sjerstaklega hinni þriSju.“ Þá flutti sjera Friörik Friöriksson erindi um kirkjulíf Vestur-lslendinga. Var honum þakkab af biskupi fyrir hið flutta erindi og því næst fundi slititS. Á síSdegisfundinum kl. 4ýý, flutti cand. theol. Ásgeir Ásgeirsson einkarfróðlegt erindi um kirkjulíf í Svíþjóö, en biskup þakkabi ræSu- manni á eftir. Þá var rætt um Hall- grímskirkjuna fyrirhuguðu í Saurbæ. Lauk umræbunum um þaS mál svo, að samþykt var í einu hljóSi svofeld tillaga: „Til þess að steinkirkja, sem allra veglegust, verði reist í Saurbæ á HvalfjarSarströnd, til minningar Hallgríms Pjeturssonar' skorar syn- odus á presta landsins, aS sjá um fjár- söfnun í því skyni i sambandi viS siöbótarminninguna í haust.“ Þá hreyfði biskup því, hve frestun barna- skírnar væri farin aö tíðkast víða á landi hjer, og skoraði á presta aS gera sitt til að aftra því. Út af umræöunum um samvinnu presta daginn áður, talaði sjera Kjartan Helgason nokkur orö um stefnumuninn innan kirkjunnar, og hvatti til meira umburðarlyndis en þar ætti sjer stað. Urðu nokkurar umræður út af því máli. í lok fundarins talaði biskup nokk- ur kveðjuorð til fundarmanna, þakk- aði þeim fyrir óvenjugóða fundar- sókn, þakkaði ræðumönnum öllum fyrir erindin, sem þeir höfðu flutt, og loks framkvæmdarstjóra og stjórn K. F. U. M. fyrir húslánið til fundar- halda. Var þá sunginn sálmur. Því næst talaði sjera Friðrik Friðriksson nokkur orð. Ljet hann í ljósi ánægju sína yfir, að prestastefnan hefði ver- ið haldin í húsum K. F. U. M., og vonaði fastlega, að svo yrði einnig gert eftirleiðs. Því næst las sjera Frið- rik upp kafla úr 1. Þessal. brjefi, og flutti bæn á eftir. Var þá fundar- bók lesin upp og sagði biskup síðan prestastefnunni slitið. Kl. 8y2 flutti biskup fyrirlestur í dómkirkjunni: „Hvers vegna jeg trúi á Jesúm Krist?“ En sálmur var sung- inn fyrir og eftir. Konráð R. Konráðsson læknir Þingholtsstræti 21. Heima kl. 10—12 og 6—7. Sími 575. Nýja Bókbandsvinnustofan tekur að sjer alla vinnu, sem að bók- bandi lýtur og reynir að fullnægja kröfum viðskiftavina sinna. Bókavin- ir, lestrarfjelög og aðrir ættu því að koma þangað. — Útvegar allar bækur er fáanlegar eru. Brynj. Magnússon. Þingholtsstræti 6 (Gutenberg). Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Kennarastaða i Borgarhrepps fræðsluhjeraði er laus. Semja skal við formann fræðslunefndar að Borg. E. Frg. Kennarastaðan við farskóla Torfalækjarhrepps er laus. Laun samkv. fræðslulögunum. Umsóknir sendist fyrir I. ágúst n. k. Fyrir hönd fræðslunefndar Torfa- lækjarhrepps, Austur-Húnav.s Sigurður Erlendsson. XIV. KAFLI. Þeir Barabasch og Kreschovski heyrðu skothríðina i Kudak. Liðsafli þeirra var 6000 Kósakkar og 1000 þýskt stórskotalið; var það málalið og hjet foringi þess Hans Flik. Nikulás Potoski hetman var lengi í vafa um hvort senda skyldi Kó- sakkasveitir gegn Kmielnitski, en hann treysti drottinhollustu Kres- chovskis og vissi að hann mátti sín mikils meðal Kósakkanna, ljet því liðið endurnýja hollustueiða sína og bað það síðan að fara i drottins nafni. Kreschovski var reyndur að því að vera dugandi hershöfðingi og var mjög innundir hjá Pototski; átti hann honum að þakka virðingarstöðu þá, er hann hafði i hernum, aðalsnafnið og jarðeignir þær, er h-ann hafði feng- ið æfilangt; lágu þær milli Dnjester og Ladova. Það voru bæði mörg og sterk bönd, er knýttu hann við ríkið og Pototski, og var því ekki minsta ástæða til þess að gruna hann um græsku. Hann var upp á sitt hið besta, á fimtugsaldri, og virtist eiga veg mikinn fyrir höndum. En hann var maður framúrskarandi ágjarn til fjár og virðingar. Fyrir litlu síðan hafði hann gert sjer von um að verða borgarstjóri í Lita, en annar hafð-i verið tekinn í þá stöðu, og fjell hon- um það afarþungt, þó að hann ljeti lítið á þvi bera. Nú brosti hamingjan aftur við honum. Staða sú, er hann nú hafði fengið, var mjög líkleg til mikils frama, gengi herförin vel. Það var eitt er Kreschovski þótti nú miður og var það að Barabasch gamli var jafnhár honum að völd- um í leiðangri þessum, en hann var orðinn gamall og farinn, og var það því mest til orðs að honum var falin herstjórnin. Hafði hann vaknað úr dvala sínum meðan á herbúnaðinum stóð, en þegar komið var á stað og kyrð varð, kom dvalinn yfir hann aftur. Hann vaknaði að eins til þess að borða og drekka og öll herstjórn var því i höndum Kreschovskis. Hann spurði reyndar um ýmislegt, sem for- ingi, þegar hann nafði matast, en hann beið ekki eftir svari, heldur sneri þegar burtu og sagði andvarp- andi: „Jeg hefði heldur kosið að falla í annari styrjöld, en verði guðs vilji!“ Herdeildirnar urðu þegar fráskila. Stefán Pototski yfirhershöfðinginn varð á eftir með riddaraliðið. Kres- chovski nöldraði um það hversu sein- fara þeir væru og að Stefán vantaði alla reynslu, en alt af jókst fjarlægð- in milli herdeildanna. Nótt eina heyrðust fallbyssudrun- ur miklar. Barabasch gamli vaknaði ekki, en Flik, er farið hafði á undan öðrum, ljet róa sig til baka á smábát til Kreschovskis. „Hershöfðingi,“ sagði hann, „þetta eru fallbyssurnar í Kudak. Hvað eig- mn vjer að gera?“ „Stöðvast og halda bátunum i ár- sefinu í nótt.“ „Jeg býst við að Kmielnitski sje að gera áhlaup á Kudak. Mjer virðist helst eiga við að vjer hröðum oss setuliðinu til hjálpar.“ „Jeg hef ekki spurt um hvað yður virðist; það er jeg, sem ræð.“ „En hershöfðingi! .... “ „Vjer stöðvumst og bíðum.“ En er hann sá að Flik vildi fá frekari skýr- ingu og gerði sig ekki líklegan til þess að fara, mælti hann í þýðari róm: „Kudak liggur ekki opin fyrir þeim, og á morgun kemur Stefán með ridd- araliðið." „En ef hann ekki kemur þá?" „Þá bíðum vjer hjer tvo daga. Þjer þekkið ekki Kudak. Þeir munu verða krúnusárir á múrunum þar. Jeg hef heldur ekki rjett til að þjóta þangað; Pototski ræður því.“ Flik gat ekki neitað því að Kres- chovski hefði mikið til síns máls; hann fór því aftur til manna sinna. Eftir litla stund hjeldú allir bátarnir að hægri bakka árinnar og inn í sef það, er þar var. Árarnar voru lagðar inn og ekkert sást af bátunum. Kres- chovski bannaði að kveikja eld og að syngja eða tala hátt. Ekkert hljóð heyrðist nema skothríðin frá Kudak. Engum bátverjanna kom dúr á 1 auga nema Barabasch gamla, hann steinsvaf. Flik, er var maður hraust- ur og herskár, vildi halda beint til Kudak. Kósakkarnir hvísluðust á um það, hvort kastalinn mundi fá varist. Þeim þótti sem hert væri á skothríð- inni og hugðu að kastalabúar ættu þar vörn gegn harðri árás. „Það er ekki við lambið að leika sjer þar sem Kmielnitski er, en Grod- sitski er líka harður í horn að taka,“ hvísluðu Kósakkarnir. „Hvernig ætli það fari á morgun?“ Kreschovski sat í stafninum á báti sínum og velti samskonar spurning- um fyrir sjer. Hann þekti Kmiel- nitski frá fornu fari og áleit hann afarmiklum hæfileikum gæddan, er ekki vantaði annað en tækifærin til þess að verða frægur maður. Nú ef- aðist hann um að það væri rjett. Skot- hríðin hjelt áfram, hann hlaut að sitja um kastalann. „Geri hann það,“ hugsaði Kres- chovski, „er úti um hann. Hvílík fá- sinna að vera búinn að safna að sjer ógrynni liðs og fá liðveislu khanins og setjast síðan um kastala, er varist getur árum saman öllu þessu liði, en halda ekki beint norður í Ukraina. Þar fylktist liðið að honum og hann væri orðinn þar einvaldur áður en því yrði komið við að senda annan her gegn honum. Her hans brotnar á múrum Kudak eins og öldur fljótsins á klettunum þar. „Geri hann það, er úti um hann; hans eigin liðsmenn framselja hann bundinn og keflaðan. Mishepnað á- hlaup verður til úlfúðar og óstjórn- ar. Uppreisnin kafnar i fæðingunni. Kmielnitski verður eigi óttalegri en sverð, sem brandurinn er brotinn af. Hann er frávita. Á morgun skipa jeg liði mínu á land og ræðst á hann aðra nótt með allan minn afla, að liði hans óviðbúnu og örþreyttu eftir á- hlaupið. Jeg brytja niður lið hans og færi hetmaninum hann bundinn. Hon- um eru það sjálfskaparvíti." Kreschovski vissi að Stefán Pot- otski gat undir engum kringumstæð- um verið kominn þangað aðra nótt; honum sjálfum bar því óskorað all- ur heiðurinn. Hann bældi niður upp- reisnina, er var búin að hleypa allri Ukraina í bál og brand. Pototski gamla mundi gremjast það að sonur hans varð ekki hluttakandi í heiðr- inum, en það leið fljótt hjá, en á meðan baðaðist hann sjálfur í náðar- geislum konungsvaldsins. — En þá var Barabasch gamli og Grodsitski; mundu þeir ekki heimta hlutdeild í heiðrinum ? Kreschovski var svipþungur, en þegar hýrnaði aftur yfir honum. „Barabasch bíður gröfin ein. Grod- sitski er ánægður fái hann að vera í Kudak og öðru hvoru geta hleypt af byssum sínum á Tartarana. Frekari kröfur gerir hann ekki. Mjer er ein- um að launa. Yrði jeg hetman í Ukra- ina!“ Honum virtust hinar leiftrandi stjörnur vera orðnar að eðalsteinum í hetmanssprota sínum og virtist sem vindurinn, er þaut í sefinu, ljeti þann- ig í hesttaglinu, er var virðingarmerki hetmansins. Skothríðin hjelt áfram í Kudak. „Kmielnitski verður böðulöxinni að bráð,“ hugsaði Kreschovski. „En það er honum sjálfum að kenna. Það hefði getað farið öðruvísi. Hefði hann bara haldið beint til Ukraina, þar er alt í uppnámi. Konungurinn er orð- inn gamall og farinn og vald hans þar lítið. Landið er sem púSurklefi; þarf ekki nema einn neista til þess að alt umturnist þar.“ Hann hjelt höndum fyrir andlit sjer og hreyfðist ekki. Stjörnurnar lækk- uðu óðum á lofti. Það var komiS und- ir dögun. Hugsanir hans urðu að ásetningi. Daginn eftir ætlaSi hann að gjörsigra Kmielnitski. Leiöin til fjár og met- orða lá yfir lik hans. Hann ætlaði að verða refsivöndur 0g verndari ríkis- ins, og þegar hann hefði barið á Kó- sökkum og Tartörum mundi engri ósk hans verða neitað af ríkisvaldinu. En hann hafði ekki verið gerður að borgarstjóra í Lita. Hann krepti höndina, er hann mintist þessa. Hon- um hafði verið neitað um stöSuna, þrátt fyrir verðleika hans og með- mæli Pototskis, eingöngu vegna þess r Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innrifatnaði. Regnkápur. — Sjóföt. — Ferðaföt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — Manilla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. KBOWE f.AGEBÖL er best. Alúðarfylstu þakkir votta jeg öllum þeim fjær og nær, sem auðsýndu mjer og mínum hlut- tekningu við fráfall minnar elskuSu dóttur, Katrínar Sveinsdóttur, sem ljest á Vífilstaðahælinu 12. maí s. 1., og bið algóðan guð að launa þeim þegar þeim mest á liggur. Torfastöðum 19. júní 1917. Katrín Jónsdóttir. 0, Farimagsg. 42. Köbenhavn 0. — Katalog tilsendes gratis. — að hann var nýr maður, — nýlega aðlaSur, — en keppinautur hans var stórættaður. í Póllandi var ekki nóg að vera aSalsmaöur. Aöalstignin varð að eldast eins og vínið, —• varð aS ryðbrenna. Kmielnitski hefði getað ráðið bót á þessu. En hann var svo óforsjáll að fara að kljást við Grod- sitski gamla í Kudak. Smámsaman varð hann rólegri. Þeir höfðu ekki veitt honum stöðuna í Litá. En hvaS gerði þaS til. Nú, er hann hafði bælt niður uppreisnina, mundi alt verða gert til þess að bæta fyrir fyrra ranglæti. Hann þyrfti einskis að biðja, alt yrði boðið. Hann þyrfti ekki að beiöast liösinnis Pot- otskis. Höfuð Kreschovskis hneig niður á bringu hans. Hann var sofnaður og dreymdi um alla þá virðing, er hann átti fyrir höndum. Hann vaknaði aftur í birtingu. Alt liðið svaf enn. Það var algjör kyrS, ekkert hljóð heyrðist. KyrSin hafði vakiö hann. Skothriðin í Kudak haföi hætt. „Hvernig stendur á þessu?" hugs- aði hann. „Hafa kastalabúar þegar hrundið áhlaupinu, eða er Kudak tek- inn?“ Nei, það getur ekki verið. Kósakk- arnir höfðu náttúrlega hörfað undan til þess að binda sár sín. Grodsitski gamli horfði á þá af virkinu og mið- aöi að nýju fallbyssum sínum. Næstu nótt endurnýja þeir áhlaupið, en verða hraktir eins og áður. Umboð fyrir Schannong hefur Gunhild Thorsteinsson, Suðurgötu 5. Reykjavík. Þakkarávarp. Þegar jeg á síðasliðnum vetri, varð fyrir þeirri þungu sorg, að missa minn ástkæra eiginmann eftir langa og stranga legu, frá fjórum ungum börnum, varð margur til að rjetta mjer hjálparhönd. Sjerstaklega vil jeg þó minnast okkar góða sambýlisfólks: Ólafs Magnússonar og konu hans Höllu Þorsteinsdóttur og barna þeirra, sem frá fyrstu viðkynningu hafa reynst okkur eins og bestu foreldrar og systkini og nú, þeg- ar neyðin þrýsti að, dró það ckki sína hjálp í hlje, heldur hjálpaði eins og því var mögulegt, og það alt endurgjaldslaust. Sömuleiðis vil jeg minnast okkar ágæta hjeraðslæknis Guðm. Guðfinnssonar, sem með sínum ótal ferðum hingað leitaðist við að lina þjáningarnar og hughreysta hinn sjúka, með sínu blíða og góða viðmóti. Nöfn allra þeirra, sem gáfu mjer, væri hjer of langt upp að telja, það gerðu ailir Stórólfshvolssóknar-iiændur og margt bú- laust fólk. Margir utansóknarmenn, nær og fjær, skyldir og vandalausir, hafa, bæði með gjöfum og öðru, sýnt mjög góða hlut- tekningu í kjörum minum. Þessum öllum, sem hafa ljett mjer þessa þungu byrði með sínum miklu gjöfum, góð- um orðum og verkum, þakka jeg af hrærðu hjarta, og bið algóðan guð að launa þeim, þegar þeir hafa þess mesta þörf. Dufþaksholti 2. júli 1917. Guðlín Jónsdóttir. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.