Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.07.1917, Blaðsíða 3

Lögrétta - 18.07.1917, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Stríðið. Síðustu frjettir. Enn segja skeytafregnirnar frá framsókn Rússa í Galizíu, og aö þeir hafi tekiö bæina Stanislawow, Kal- usz og Dolina, sem allir eru suöur undir Karpatafjöllum, suöur og suö- austur frá Lemberg. Eftir þessu aö dæma er þaö töluverö landsspilda, sem Austurríkismenn hafa hörfaö þarna úr. Einnig er sagt, aö Þjóö- verjar hafi nú yfirgefið Pinsk. Aftur á rnóti er sagt frá sókn af hálfu Þjóö- verja á tveim stöðurn á vestur-víg- stöðvunum, bæöi þar sem stendur aðalviðureign þeirra við Frakka, og þó einkum norður í Flandern, hjá Yser-ánni. En ekkert af þessari við- ureign, hvorki a5 austan nje vestan, mun vera mikilvægt fyrir ófriðinn í heild sinni. Frá öörum vígstöðvum er ekki getið um Ijardaga. En sagt er frá flugvjelaorustum á vesturvíg- stöðvunum. Ein fregnin segir frá því að Englendingar hafi gert flug- vjelaárás á Krupps-verksmiöjurnar í Essen og gert þar mikið að, en slíkar fregnir eru jafnan vafa- samar, því flugvjelamenn geta ekki kynt sjer það sjálfir, hverju tjóni þeir valda, og fá fyrst fregnir um það eftir á. En síðari skeyti hafa ekki staðfest þessa frásögn. Um flugvjela- árás Þjóðverja á Lundúnaborg, sem áður er frá sagt, er þaði nú sagt, að manntjón og meiðsl af henni sjeu allmiklu meiri en frá var skýrt í fyrstu frjett. Það virðist svo, sem flugvjelaviðureignin sje að verða mesta keppikefli beggja ófriðaraðil- anna á vesturvígstöðvunum. í Þýskalandi hafa nú orðið stjórn- arskifti. Bethmann-Hollweg hefur beðist lausnar frá ríkiskanslaraem- bættinu, en við því hefur tekið dr. Michaelis, áður forstjóri matvæla- ráðsins. Ekki verður það glögglega sjeð af skeytafregnunum hvað vald- ið hafi þeirri breytingu, eða hverjar eigi að verða afleiðingar hennar í ó- friðarmálunum. En sagt hefur verið frá þvi, að yfirforingjar hersins, Hin- denburg og Ludendorff, hafi tvívegis verið kallaðir til Berlínar, á ráðstefnu með keisaranum, meðan þetta var aö gerast. Utanríkisráðherra í nýju þýsku stjórninni er Brockdorff-Rant- zau, áður sendiherra i Khöfn. Um friðarhorfur koma nú engar fregnir. í einu símskeytinu segir, að Frakkar geri kröfu til Elsass og Lot- hringen án þess að almenn atkvæöa- greiðsla skeri úr. 1 Finnlandi eru sagðar róstur. Þingið hefur lýst yfir sjálfstæði landsins, en þó svo, að það hafi utanríkismál og hermál áfram í sameiningu við Rússland. Nýkomin fregn í Mrg.bl. segir að meiri hluti þýska þingsins vilji semja frið nú þegar án landvinninga. Sama fregn hefur það eftir Kerensky ráð- herra, að stjórnarfyrirkomulag Rúss- lands eigi að verða áþekt því sem nú er í Bandarikjunum. Hafnarniál ísfirðinga. í 22. tbl. Lögrjettu er grein nokk- ur urn „Hafnarmál ísfirðinga", sem jeg má ekki láta með öllu ósvarað. Fyrirhugaðar hafnarbætur verða allar gerðar með ráði hafnarverk- fræðings og fjárkröfur til landsjóðs bornar fram samkvæmt einróma sam- þykt bæjarstjórnar, svo um það mál eru n ú engar deilur. Greinarhöf. þykist vera hlyntur hafnarbótum við Pollinn og gefur í skyn að jeg hafi beitt mjer gegn þeim sakir hagsmuna mága minna. Þetta má segja ókunnugum, en kunnugir vita, að sjálfur á jeg hús og stórar og fagrar byggingalóðir við Pollinn, einmitt þar sem höf. vill að hafnar- bætur verði gerðar. Hagsmunahvatir liafa því eigi ráðið tillögum mínum um hafnarmál ísfirðinga, nenta mjer eigi að1 vera annara um hag mága uiinna en sjálfshag og ntá hver ráða dónti sínum um það. — Öðru þarf ekki að svara í greininni, enginn sætnilegur maöur villist á henni. Magnús Torfason, þingm. Isafjarðar. Fyrri myndin er frá höfninni i Ar- kangelsk við Hvítahafið, sem frjett- •irnar sögðu i vor, að Englendingar og Japanar hefðu tekið umráð yfir, ]>egar hætta þótti vera á því, að Rúss- ar serndu sjerfrið viö miðveldin. Ar- kangelsk er eina útflutningshöfn Rússa norður á bóginn, en vegna íss er ekki hægt að halda þar uppi skipa- Alþing'. Þingsályktunartillögur. 5. Um skilyrði fyrir styrk til bún- aðarfjelaga. Flm.: Sig. Sig., Stef. Stef., Ein. Árn. og Pj. Þórð. Alþingi ályktar, að ákvæðið um tímatak- markið á skilyrðum alþingis (A. al- menn skilyröi) fyrir styrkveitingu úr landsjóði tii búnaðarfjel. frá 29. apr. 1911, aöl eftir árið 1919 niegi skoðun- armaður eigi taka upp í jarðabóta- skýrslu „túnasljettun, túnaútgræðslu eða sáðreiti, þar sem eigi er áburðar- hús og salerni", komi eigi til fram- kvæmda fyr en eftir árið 1925. 6. Um sölu á ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Flm.: Sig. Sig. Al- þingi ályktar að fela landstjórninni að selja, svo fljótt sem því verður við komið, ráðherrabústaðinn, hús- eignina nr. 32 í Tjarnargötu. Bjóðist landsstjórninni það verð í eignina, er hún telur viðunanlegt, skal hún gera Reykjavíkurbæ kost á að kaupa hús- eignina fyrir það ver. 7. Um einkasölu á kolum. Frá fjár- hagsnefndinni. Neðri deild alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta reglu- legt alþingi frumvarp til laga um einkasölu landsjóðs á kolum. Fyrirspurnir. 1. í tilefni af þingsályktun síðasta þings um lánsstofnun fyrir landbún- aðinn. Flm.: Þingmenn Eyf. Hvað hefur landsstjórnin gert í tilefni af þingsályktun síðasta þings um láns- stofnun fyrir landbúnaðinn? 2. um endurskoðun vegalaganna. Frá Sig. Sigurðssyni. Hvað hefur landsstjórnin gert út af þingsályktun alþingis frá 27. ágúst 1915, um end- urskoðun á vegalögunum ? Þingmannafrumvörp. 15. Um einkasölu landsstjórnarinn- ar á kolum. Flm.: Jör. Brynj. Lands- stjórninni veitist einkaheimild til inn- flutnings á kolum hingaö til landsins. Skal hún jafnan sjá um, að ætíð sjeu nægar birgðir af kolum í landinu. Kolin skal selja kaupfjelögum, bæj- arfjelögum, sveitarfjelögum, kaup- mönnum og öðrum, samkvæmt nánari fyrirmælum, er landsstjórnin setur. Til framkvæmda þessu má stjórnin verja fje úr landsjóði eða taka pen- ingalán, eftir þvi sem nauðsyn kref- ur. 16. Um heimild fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur til einkasölu á mjólk. Flm.: Jör. Brynj. BæjarstjórnReykja- víkur heimilast að taka að sjer einka- sölu á allri mjólk, nýmjólk, rjóma og undanrennu, i lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. — Meðan bæjarstjórnin notar heimild þessa, er engum öðrum heimilt að hafa á boðstólum fyrir al- menning nýmjólk, rjóma og undan- rennu, nje láta mjólkurtegundir þess- ar af hendi gegn nokkurs konar end- urgjaldi við nokkurn utan heimilis framleiðanda. 17. Um afnárn laga nr. 21, 20. okt. 1905, um skýrslur alidýrasjúkdóma. Flm.: Magn. Guðm., Stef. Stef., Hák. Kr„ Þór. J„ Þorl. J„ Pj. Ott., Pj. Þórð. 18. Um stofnun stýrimannaskóla á ísafirði. Flm.: Matth. Ól. og Sk. S. Th. Á ísafirði skal stofna stýrimanna- skóla, er kenni sörnu námsgreinar og veiti sömu rjettindi og fiskiskipstjóra- deild stýrimannskólans í Reykjavík. 19. Um erfðaábúð á landsjóðs og ferðum nerna 4 mánuði ársins. í bæn- um eru 25 þús. íbúar og verslun er þar mikil með timbur, fisk, hrein- dýrakjöt og margskonar húöir, en alt er þaö enn vörskiftaverslun, eins og á gömlum dögum. Síðari myndin er frá höfninni í Wladivostock, en sagt var aö Japan- ar og Englendingar hefðu tekið þar kirkjujörðum. Flm.: Bj. Stef. Allar kirkju- og landsjóðsjarðir, sem eigi eru föst embættisaðsetur, skal byggja með erfðarjetti i 100 ár, þannig að á- búðarrjetturinn þau 100 ár, sem bygg- ingarbrjefið gildir, gangi frá foreldri, sem eignarjörð þess væri, til barna þess, barnabarna eða fósturbarna, sem arfleidd hafa verið, sem væru þau börn þess, sem ábúðarrjettinn hefur, eftir byggingarbrjefinu. Til fjarskyld- ari erfingja nær erfðarjetturinn ekki, en heimild hefur erfðarjettarhafi til aö ákveða í sinni erfðaskrá, hver eöa hverjir af áðurnefndum erfingjum hans skuli erfa erfðafesturjett hans. 20. Um forðagæslu. Flm.: Gísli Sv. og Magn. Guðm. — Breyting á forða- gæslulögunum, og þau þar með num- in úr gildi. 21. Um friðun lunda. Flm.: Pj. Þórðarson. — Lundi skal friðaður frá 20. júní til 10. ágúst. 22. Um breytisg á lögum nr. 57, 22. nóv. 1907, um vegi. Flm.: Þingmenn Múlasýslna. — Á eftir 9. lið 2. gr. komi: 10. Frá Fagradalsbraut í Eg- ilsstaðaskógi að Eyvindarárbrú um Eiðaþinghá að Krosshöfða i Hjalta- staðaþinghá. 23. Um breyting á lögum nr. 28, 22. okt. 1912, um breytingu á lögum 18. sept. 1883, um stofnun Lands- banka, að i staðinn fyrir „á Austur- landi“ komi í Suöur-Múlasýslu. Flm.: Sv. Ól„ Bj. Stef. og Bj. frá Vogi. Aðvörun. Samkvæmt lögum um dýraverndun, 2. grein, skulu „frá 1. okt. 1917 allir þeir, sem skepnur eiga, hafa næg hús fyrir þær allar“. Brot gegn þessu ákvæði varða alt að 1000 kr. sektum. Á þessa grein vill stjórn „Dýra- verndunarfjelags íslands" sjer stak- lega minna enn af nýju, svo að eng- inn hafi um að kenna öðrum en sjálf- um sjer, ef verða kynni fyrir barðinu á lögunum fyrir vanrækslu á því að fullnægja ákvæðum þeirra. Hinn 15. mars í vor flutti „Dýra- verndarinn“ aðvarandi grein um þetta efni. Þeir, sem vitnast um, að ekki hafi nægileg hús fyrir skepnur sínar, verða hlífðarlaust kærðir. Stjórn „Dýrav.fjel. íslands“. Jakob Thorarensen skáld. Þegar úthlutað verður styrk til lista og bók- menta næst, ætti hann að koma þar til greina, og vill Lögr. vekja athygli alþingis á þessu, hvort sem það skift- ir styrknum sjálft, að þessu sinni, eða felur öðrum að gera það, eins og verið hefur síðustu árin, því bend- ingar hefur það látið fylgja, sem þá að sjálfsögðu hafa verið teknar til greina. — Kvæði J. Th. þekkja menn og hitt líka, að í blöðum og tímarit- um hafa margir mentamenn haft um þau lofleg ummæli og talið hann í fremstu röð hinna yngri ljóðskálda okkar.En hann hefir lítinn tima afgangs frá vinnustundum, er fjelaus maður og hefur fyrir heimili að sjá, svo að styrkur til hans mundi hafa þann á- rangur, að hann gæti sint kveðskap sínum meira en áður, og til styrkveit- ingar hefur hann fyllilega unniö1 með þeim kvæðum, sem þegar ertt til eftir hann. ráðin, eins og í Arkangelsk síðastl. vor. Þar er endastöð Síberíu-járn- brautar Rússa, og borgin helsti hafn- arstaður þeirra austur á bóginn. Hún er stofnuð 1860, og var í fyrstu ekki annað en rússnesk herstöð, en hafði í byrjun ófriðarins 150 þús. íbúa. Eru Rússar þar fjölmennastir,eneinnigeru þar Mongólar, Kínverjar og Japanar. Boðsbrjef. 19. júní s. 1. var gefið1 út litið blað í Reykjavík, og selt til ágóða fyrir Landspítalasjóð íslands. Blaði þessu var mjög vel tekið og hafa ýmsir síð- an hvatt mig til að halda áfram i líka átt. Vegna þess, og einnig af því, að jeg álít að blað eigi nú er- indi til kvenna, hef jeg ráðist í að byrja á útgáfu blaðs, er beri nafnið „19. júní“. Það á að ræða öll þau mál, er konur hafa áhuga á, heimilis- og uppeldismálin, eigi síður en opin- ber þjóðfjelagsmál. Það á að leitast við að flytja fregnir af því, er gerist meðal systra vorra í hinum stóru löndunum. Það vill láta til sín taka alt það, er lítur að þroska vor kvenna og getur orðið oss til gagns á öllum hinum margbreyttu starfsviðum vor- um, og þar skal, svo freklega sem rúmið leyfir, orðið vera frjálst öllum þeim, körlum sem konum, er vilja fræða eða hvetja konurnar. Jeg hefi þegar fengið loforð um góða lið- veislu og vona að allir þeir, karlar sem konur, er hafa eitthvað það á hjarta, er átt getur heima innan tak- marka blaðsins, riti í það um áhuga- mál sín, þó jeg, sakir ókunnugleika, eigi geti snúið mjer til þeirra per- sónulega. 19. júní verður mánaðarblað, 1 örk í 4 blaða broti. Sakir verðhækkunar, sem nú er á vinnulaunum og pappír, treysti jeg mjer eigi til að setja verð- ið lægra en kr. 3.00 áraganginn. En ef alt gengur vel, mun lítið fylgirit sent kaupendum í lok árgangsins. Jeg treysti þvi, að margar velvilj- aðar og áhugasamar konur vilji þegar frá byrjun styðja þetta fyrirtæki með því að kaupa blaðið eða útvega því áskrifendur, og eru það! vinsamleg tilmæli mín til ykkar, er sýna viljið blaðinu þá velvild, að hraða sem mest áskriftasöfnun og gera mjer aðvart um það hið fyrsta. Mun blaðið þá sent yður með næstu ferðum. Reykjavík, 1. júli 1917. Með virðingu Inga L. Lárusdóttir. Bröttugötu 6. Frjettir. Tíðin hefur verið góð síðastl. viku og grasvexti hefur mikið farið fram, svo að nú er hann sumstaðar sagður alt að þvi í meðallagi. Aflabrögð. Frá Akureyri er sagt, að þar sje nú mokafli og síldarganga mikil. En kvartað um olíuleysi á vjel- skipunum. Síldveiðar eru að byrja þar, en byrjuðu nokkru fyr á Vest- fjörðum. Skipaferðir. „Lagarfoss“ kom frá Ameríku 14. þ. m. með ýmsar mat- vörur og um 500 olítunnur á þilfar- inu. Hjeðan fer hann bráðlega aftur vestur um haf. — Seglskip, sem „Drot“ heitir, kom fyrir nokkrunv dögum með timburfarm frá Svíþjóð til Árna Jónssonar kaupm. Það lagöi á stað frá Svíþjóð í apríl, en var tek- ið af ensku herskipi skamt frá landi hjer, flutt til Stornoway og lá þar lengi. Hvað eftir annað hitti það þýska kafbáta á leið sinni. — „Gull- foss“ átti að leggja af stað frá New York um miðjan þennan mánuð. — „Fálkinn" fer hjeðan um næstu helgi 125 Tvöfalt hefti af „Iðunni“ (1. og 2. h III. árg.) kemur út um mánaða- mótin ágúst-sept.br., eins og i fyrra. útgef. til Khafnar. — „Botnia“ er nýkomin hingað norðan um land, úr hringferð. — „Bisp“ kom til Austfjarða 15. þ. m. með salt og tunnur. — Bergens- fjelagið kveðst ekki geta að svo stöddu sent hingað skip i stað Flóru. „Ceres“, „Vestu“ og fleiri skipum sökt. í fyrrakvöld fjekk stjórnarráðið símskeyti frá Lydersen skipstjóra á „Ceres“, sem sagði að skipinu hefði verið sökt, en farþegum og skipshöfn bjargað, nema tveimur mönnum, 2. vjelameistara, Danielsen, og sænskum kyndara. Farþegar voru Thor Jensen, R. Thors og frk. Þóra Friðriksson. „Ceres“ var á leið hingað frá Eng- landi með útgerðarvörur. í gær fjekk stjórnarráðið símskeyti um að „Vestu“ hafði verið sökt á leið frá Austurlandi með fisk og síld til Fleetwood. 5 menn hefðu farist, en þeir ekki nafngreindir. Enginn þeirra, sem á skipinu voru, mun hafa verið hjerlendur. „Vesta“ var í förum fyrir landstjórnina. Nýlega er og komin fregn um, að seglskipinu „Áfram“ hafi verið sökt á leið hingað frá Englandi. Einnig, að sökt hafi verið seglskipi, sem var á leið frá Khöfn til Riisverslunar á Hólmavík, og öðru til Framtíðarinn- ar á Seyðisfirði. En mönnum af öll- um þessum skipu var bjargað. — „Áfram“ var eign þeirra P.Ólafssonar konsúls hjer og Þorst. Jónssonar kaupmanns á Seyðisfirði. Verðlagsnefndin. 22. f. m. var Ein- ar Helgason ráðanautur skipaður í hana í stað; Jóns Sívertsen skóla- stjóra, sem nú dvelur í Ameríku. Slys vildi til hjer við hafnargerð- ina í síðastl. viku. Maður, sem Ás- valdur Magnússon heitir, datt svo, að hann varð undir vagni, og fór hjólið yfir báða fætur hans og braut þá mikið. Var hann fluttur á spítala og hafa fæturnir verið teknir af hon- um. Sogsfossarnir. Borgarstjóri Rvíkur hefur fyrir bæjarins hönd gert kaup- samning við eiganda Bíldsfells og Tungu í Grafningi, Guðmund Þor- valdsson, um kaup á vatnsafli úr þeim hluta Sogsfossanna, sem til- heyrir þessum jörðum, að Kitufossi undanskildum, og er verðið 30 þús. kr. Nýtt kvennablað er farið að koma út hjer, á að verða mánaðarblað, og heitir „19. júní“. Ritstj. er Inga L. Lárusdóttir. Verð árg. 3 kr. Úr Fáskrúðsfirði er skrifað 22. júní: „Vjelbátar nýbyrjaðir að fiska, hefur vantað, hingað til, olíu og beitu. Nú er landstjórnarolia fengin, og svo hefur orðið hjer síldarvart; hafa þessir fáu bátar, sem hjeðan stunda veiðar, aflað allvel, 3—6 skpd. í róðri. Hjer horfir til vandræða með elds- neyti. Kol engin, sem fáanleg eru. Allur fjöldi manna að afla sjer elds- neytis á annan hátt, með því að hend- ast hingað og þangað um sveitina í mótekju, sem þó er viðast mjög lje- leg, og verður sá eldiviður afardýr, eftir gæðum, þegar á alt er litið. Allmikill kur er í fjölda kjósenda yfir „dýrtíðaruppbót" embættismanna, og verða þær „ofsjónir" enn þá ægi- legri fyrir það, að einlægt þrengir nú að með kaup á lifsnauðsynjum, en vinnulaun og framleiðsla eykst ekki að sama skapi, og verða þá auðsæar afleiðingarnar. Verð á þeim fáu vöru- tegundum, sem við og við fást hjei, er afarhátt. Mjöltunnan á kr. 60.00, völsuð hafragrjón á 88 eða 90 kr. tunnan. Smjörliki hefur ekki sjest í verslunum hjer síðan í fyrra sumar, enda er mönnum nær ekið með viö- bitsleysi, sjerstaklega mjólkurlausum þurrabúðarmönnum. Mæna nú allra augu til hins háa stjórnarráðs, að það geri sitt ýtrasta til að afstýra þeim vandræðum, sem af vöruskorti leiða, því nú sýnir reynslan okkur að kaup- menn geta brugðist í því að ná nauð- synjum frá útlöndum. Ekki eru menn á eitt mál sáttir hjer hvað aðflutningsbann áfengis snertir; það á marga mótstöðumenn hjer. Höfum við ekki trú á því að það leiðist farsællega til lykta. Vínnautn

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.