Lögrétta - 06.11.1917, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
AfgreiSslu- og innheímtuitt. í
ÞÓR. B. ÞORLAKSSON.
Bankastrseti II.
Talsími 359.
Reykjavík, 6. nóvember 1917.
XII. árg.
Til Stephans G. Stephanssonar
Klettafjallaskáldsins.
19. ágúst 1917 hjeldu BorgfirSingar íþróttamót á Hvítárbökkum með talsverðri viöhöfn. Var viö því búist, aS
Klettafjallaskáldiö kæmi til mótsins og er sagt aö eigi færri en 6 ræðumenn og skáld hafi veriö viðbúnir aö
fagna honum fyrir hjeraðsins hönd; — en þetta uröu vonbrigði. Skáldið gat ekki komiö til mótsins. — Lög-
rjetta hefur af hendingu komist yfir eftirfarandi vísur, sem kveðnar voru í þessum tilgangi.
Loksins komstu! Leið var orðin langa biöin.
Þekkjum vjer þín tóna-töfur
og tignum þig sem skáldajöfur.
Fýsir oss nú frjettir heyra’ af ferðum þínum.
Kent ei hefur kaldra anda
í könnun landsins nyrstu stranda.
Þjóð er öll í þakkarskuld við þúlinn hára,
sem aö kann að sjóöa stáliö,
—• sindra lætur gamla málið.
Gatst þjer vel aö gömlu fóstru í græna bolnum,
meö silfur-millur silungs-tjarna,
og segulskautið norður-stjarna.
Þykja þjer ekki krakkar hennar kunna aö raula
þegar svanir syngja’ á heiði
og sumarfugl á birkimeiði.
En fallþungt drynja fossarnir í fjallagljúfrum.
Hlátur-skjáflti hristir ögur
við hafsins dísa tröllasögur.
ori.
Nú ertu hjer á iðavelli órra bygöa.
Á þig stráin gapa’ og góna,
gelur fugl við hæstu tóna.
Borgfirðingar bregöa’ á leik og brenna’ af fjö
Æskan stígur vikivaka,
viðlagið þeir gömlu taka.
Þvi nú er kappinn kominn heim frá Klettafjöllum.
Aö sjer dregur allra hugi
örninn tign með súg í flugi.
Þótt víki’ hann aftur vestur yfir viða hafið,
langferöin mun leysa’ úr dróma
ljóðmögn ný og töfrahljóma.
Auðnast mun oss enn að heyra austur yfir
sleggjur skáldsins ljóðin laga
logarauö í smiðju Braga.
Vættir landsins vigi þig nú Várar hendi.
Beinn þjer ætiö byrinn fleyti,
þótt beri á milli haf og leiti.
Fnjóskur.
Nr. 51.
innlendar og erlendar, pappí'r og alls
konar ritföng, kaupa allir í
Bókanrslun Sigfúsar [ymundssonar.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstr. 16.
Stofnsett 1888. Síml 32.
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
I,- .... -J>
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafærslumaður.
LÆKJARGATA a.
Venjulega heima kl. 4—7 síðd.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
Bjargráð á sjó.
Eitt allra þýðingarmestu málanna,
er síðasta Fiskiþing hafði til meö-
ferðar — og voru þó mörg þeirra
þýðingarmikil — tel jeg óhikað
bjargráð á sjó. Var í því máli samþ.
svohlj. tillaga á Fiskiþinginu:
„Fiskiþing íslands ályktar að
beina því til Fiskifjelagsstjórnar-
innar, aö hún athugi grandgæfilega
bjargráð á sjó, og leggi fyrir næsta
Fiskiþing ákveönar tillögur um
þetta efni.“
Þótt ótrúlegt megi virðast, er það
í fyrsta skifti sem slíkt málefni hefur
komist inn á Fiskiþingiö, enda lítur
út fyrir aö jafnvel þeir, sem næst
standa sjómannastjettinni, svo sem
ritstjóri „Ægis“, líti hana ókunnum
augum. í 8. tbl. „Ægis“ þ. á. skrifar
hann all-langa grein út af þessari til-
lögu, og að því er mjer virðist ekki
með fullum skilningi, þvi grein hans
snýst mest um það, hvað Ægir hafi
í ritstjórnartíð hans lagt til málanna
á þessu sviði, og minnist þar aðallega
á rekatkeri og öryggislínur. Ennfrem-
ur segir hann aö stjórn fjel. og hann
sjálfur „geti ekki aðrar framkvæmdir
sýnt en þær, sem komnar eru fram“
(sjá bls. 117); vona jeg að þau um-
mæli veröi síst aö áhrínsoröum, því
enda þótt þaö æri óstööugan aö koma
á þarflegum umbótum, vona jeg, aö
bæði ritstjórn Ægis og stjórn Fiski-
fjelagsins sje ljóst, hve feykimikið
sje óunnið á þessu sviði, og því megi
ekki leggja árar í bát fyr en komið
er fyrir vindinn.
8. apríl 1912—að þvi er mig minnir
— hjelt Guöm. Björnson landlæknir
fyrirlestur um slysfarir hjer á landi;
tók hann slysfarir eftir skýrslum
presta fyrir 30 ára tímabil, frá 1881
—1910. Druknuöu samtals á þeim ár-
um 2076 manns og meira en helm-
ingur þeirra á fiskiskipum, þótt skip-
verjatala á smærri bátum væri tölu-
vert hærri. Er rjett aö geta þess, aö
landlæknir telur heildartöluna hjer að
ofan of lága, vegna þess aö ekki sjeu
allar druknanir taldar i skýrslum presta.
Af ályktunarorðúm af þessum athug-
unum G. B. er rjett aö geta þessara,
aö hann segir manntjóniö hjer a. m.
k. tífalt meira en á fiskiskipum i
Noregi; aö druknanir eru 83% af öll-
um slysförum hjer á landi, 0g aö
mannmissir fslendinga af druknun-
um er hlutfallslega meiri en manntjón
Þjóðverja í þýsk-franska stríðinu
1871. Þessi snjalli fyrirlestur var
prentaður í heild sinni í Lögrjettu
1912, og síðan sjerprentaöúr. — Þessi
upplýsinga-atriöi munu næg til að
sýna hverjum hugsandi manni, hversu
bjargráöum okkar á sjó er áfátt. Þessi
fámenna þjóö missir tíu mannslíf í
sjóinn móti hverju einu, er frændur
vorir Norðmenn missa. Er þó sjór
sóttur þar öllum vetrum eins og hjer,
og mjög brimasamt við norður- og
vesturströnd Noregs. Áreiðanlega er-
um viö of fátækir og fámennir, til aö
mega viö jafn gegndarlausu mann-
tjóni. Auk þess hlýtur samviska og
manndómur hvers manns aö bjóða
honum að hugsa sem mest um vel-
farnan þeirra manna,sem þreyta fang-
brögö við Ægisdætur. Finnum við
sjaldan betur en nú, hve mikið vjer
eigum þeim aö þakka, og hve lífs-
starf þeirra er áríðandi.
Og þótt veðráttufar sje hjer strítt
og ómilt, er þaö segin saga, að við
hver og einn sem á landi sitjum eig-
um okkar skerf af hinni þungu á-
byrgö á þessum afartíðu druknunum.
Jafnljóst er þaö' og, þegar drukn-
anirnar eru bornar saman við drukn-
anir hjá öðrum þjóðum, að ekki er
að búast viö verulegum umbótum af
blaöagreinum einum eða góöum bend-
ingum um eitt eöia annað þarft bjarg-
ráð. Meiniö sýnist eftir skýrslunum aö
vera svo stórkostlegt, aöl kákið dugar
ekki; hjer þarf verulega endurbót,
þótt aldrei veröi meö öllu tekiö fyrir
meinið. Og þess vegna er biðlund
betri, til þess aö fá þetta þýðingar-
mikla mál fyrir tekið, og bætur ráön-
ar á, a. m. k. verstu göllunum, en
flaustrast til viö einstök atriöi og fá
engu verulegu um þokað.
Til þess aö um verulegar bætur
verði að tala þarf löggjarfarvaldið að
taka í taumana. En því að eins má
gera sjer von um árangur þeirra bóta,
að á undan lagasetningunni fari fram
nákvæm rannsókn á bjargráðum á
sjó hjá öðlrum þjóðum, sem lengst
eru komnar í þessu efni og svo komi
tillögur skynbærustu manna hjer
innanlands um þetta málefni.
Einmitt slíkan undirbúning taldi
jeg Fiskiþinginu skylt og ljúft aö
veita alþingi og landsstjórn. Þaö á
að beitast fyrir aö koma verulegri
hreyfingu á málið og láta það ekki
sofna í höndum sjer. Hvetja Fiski-
fjelagsdeildir og háseta — og útgerö-
armannafjelög — að taka það til um-
ræðu og leita þeirra upplýsinga er-
lendis, sem frekast eru fáanlegar. Get-
ur verið aö mjer hafi missýnst, þetta
sje ofverk Flskifjelagsstjórninni,
en jeg held ekki, Þótt hún gæti aflað
mikilsveröra upplýsinga og lagt fram
ákveönar tillögur bygöar á þeim, væri
þó enn mikið eftir, til aö ganga frá
því í lagaformi, og gæti þaö hvort
tveggja komiö til mála, aö alþingi
skipaði milliþinganefnd til aö undir-
búa lögin og leita þeirra upplýsinga,
sem á þættu bresta, — því alt ef er
hægra aö auka vð — eða að Fiski-
fjelagiö sjálft skipaöi milliþinga-
nefnd.
Jafnframt þessu væri sjálfsagt, eins
og ritstjóri Ægis bendir til, aö Fiski-
fjelagiö nú þegar beitist fyrir út-
breiðslu hinna almennustu bjargráða
hjá sjómönnum; gætu Fiskifjelags-
deildirnar hver á sínum stöðvum,
eflaust mestu áorkað, en sjálfsagt er
aö erindrekar fjelagsins hafi einnig
slík nauðsynjamál með höndum. En
aöalmáliö má meö engu móti gleym-
ast fyrir því. Viö höfum blundaö þar
svo lengi, að við veröltm að vakna
hart, vina af kappi, en umfram alt
með verkhygni, til þess aö bæta fyrir
það, sem viö höfum mist til þessa.
Aö endingu er rjett að geta þess,
aö allmikiö hefur veriö rætt á Fiski-
þinginu og hjá stjórn fjelagins um
æfingaskip fyrir sjófarendur, og er
þaö aðallega hr. Þorst. Júl. Sveins-
son, sem beitt hefur sjer fyrirþvímáli.
Þar sem hann á nú sæti í aðalstjórn
Fiskifjel., treysti jeg því, aö þaö mál
verði athugað til fullrar hlítar, og aö
sjálfsögöu á þaö að veröa eitt atriði
hinna endurbættu bjargráöa.
A, F. B.
„Skiftar skoðaniru enn.
Eftir sjera ófeig Vigfússon.
Frh.
Og nú er þaö næsta, sem jeg átti
alls ekki von á frá Sig. Kr. nje nokkr-
um öörum guðspekingi, en það er
meðferð hans á mjer og frásögn minni
um og út af lögmáli orsaka og af-
leiðinga. Hann segist ekki betur sjá
en aö jeg „eigi ilt meö aö fella sig
(þ. e. mig) viö kenningu guöspek-
inga um lögmál orsaka og afleiö-
inga“, og gerir sjersíðan mikið farum
að sýna fram á, hversu fráleitt og
jafnvel ókristilegt þetta sje af mjer.
Fer svo að vitna til guðspjallanna og
sjálfs Krists gegn mjer út af þessu
o. s. frv. Jeg segi það frekast, að
ef þessi andstæðingur minn sjer ekki
betur en þetta í umræddu efni, þá
sjer hann ekki vel. Hann vissi þó og
veit, að jeg var áður búinn aö lýsa
því yfir, aö margar kenningar guö-
spekinga væru góðar, sannar 0 g
fagrar, og tala vel um þær, bæöi fyr
og síðar. Og hann vissi þaö og veit,
að enga sjerstaka kenningu guðspek-
innar haföi nje hef jeg lastað eða gert
nokkra athugasemd við, nema þessa
einu: endurholdgunarkenninguna. Og
loks sjá þaö allir vel sjáandi menn,
að jeg hreyfi ekkert sjerstaklega við
kenningunni um lögmál orsaka og af-
leiöinga annaö en þaö, aö telja hana
með öðrum höfuðkenningum guð-
spekinga, og síðar aö ættfæra liana
viö heimspeki og náttúrufræða meg-
insetningar.
Þetta er alt og sumt, sem jeg hef
gert og sagt í fyrirlestrinum um kenn-
inguna um orsaka og afleiðingalög-
málið. Hvernig og hvaðan getur þá
maöurinn sjeö og fengið þaö út, aö
jeg felli mig illa við kenninguna um
lögmál orsaka og afleiöinga? Jeg veit
og skil þaö ekki. Hví tekur hann þá
ekki fleiri kenningar, sem jeg hef tal-
ið upp á sama hátt, og reynir að sýna,
að jeg einnig felli mig illa við þær,
t. d. kenninguna um kærleikann! Jeg
þykist þó hafa gert báðum þessum
kenningum nokkuð jafnt undir höfði,
að eins nefnt þær, og talið meö öðr-
um aöalkenningum guöspekinnár. Og
jeg geröi þaö með þeirri hugsun 0g
ætlun, að vera óhlutdrægur og sann-
gjarn, draga ekki undan kostina
neina, og halda ekki fram ókostunum
einum. En svona fer þessi andstæö-
ingur í og með þetta — og svona
má fara meö alt og alla, ef vill.
En fyrst nú S. Kr. vitnar til Krists
í þessu sambandi, alveg þó tilefnis-
laust frá minni hendi og að óþörfu
á þáverandi stigi þessa máls, þá finst
mjer nú rjett, aö segja honum og öör-
um þá tilfinning og sannfæring mína,
að kenning Krists um orsök og af-
leiðing er í stór-atriðum önnur og
miklu meira fullnægjandi og hjálp-
samlegri en sams konar kenning guð-
spekinga: í og hjá Kristi er þó til,
og á boðstólum, guðleg huggandi og
frelsandi bænheyrsla við einlægri
iðrunar-bæn og betrunarlöngun.hjálp,
miskunn og fyrirgefning, og nóg af
dýrulegum dæmum um þetta. Veröur
svo að vera úttalað núna um þetta,
þótt merkilegt sje og hugnæmt; því
mikið er enn eftir að segja, og jeg
óttast aö Lögrjetta hafi oflítið rúm,
þótt velviljuð sje.
En þá kemur stóra stykkiö, aðal-
atriðiö og eina atriðiö í guðspekinni,
sem meö rjettu og sönnu má segja
um, aö jeg hafi gert verulegar at-
hugasemdir viö og andæft — endur-
holdgunarkenningin, og kallar S. Kr.
niðurstöðu þá, sem sú kenning leiöir
mig til:
„Kynlega niöurstöðu". Nú biöl jeg
menn að lesa meö mjer dálítinn kafla
úr bók, sem jeg hef lengi átt, síðan
jeg var í skóla. Hann er svona: „And-
inn, sem býr í hverjum karli og konu,
er, þori jeg að segja, meira en 5000
ára gamall. Drottinn hefur hagaö því
svo, aö þessir andar skyldu koma
hingað niöur (á jörðina) og taka sjer
bústáð eftir ákveðnu lögmáli, — og
þetta lögmál er hjúskaparlögmálið. —
-----Meðal þessara anda eru margir
göfugir (ædle), sem geymdir eru til
fyllingar tímans, til þess þá að koma
fram á jörðinni út af göfugum for-
eldrum, og meðal hinna Heilögu er
hinn ákjósanlegasti (besti) staður
fyrir þessa anda til að fá líkama.
Þetta er ástæðan að því, að Drottinn
sendir þá til bræöra og systra
(vorra) ; Drottinn hefur ekki haldið
þeim í himninum í 5—6000 ár til þess
að senda þá til Hottentotta eða svert-
ingja, heldur til Guös Heilögu, sem
koma saman í Zion. Er þaö þá ekki
sanngjarnt eöa sennilegt (rimeligt),
aö Drottinn segi við sina trúu og út-
völdu þjóna: Takið yður fleiri konur,
svo aö fleiri af þessum göfugu öndum
geti komist í heiminn í gegnum þessa
trúu og útvöldu þjóna mína“. —
Bókin, sem þessi kafli er tekinn úr,
heitir: „Fra mit Besög blandt Mor-
monerne, af AndreasMortensen." Þetta
á aö heita fræöisetning og visinda-
leg sönnun um skyldu og nauösyn
fjölkvænis og mannfjölgunar, og er
andans fóstur eins af æðstuprestum
og postulum Mormóna, Orsons
Pratts.
Jeg bið nú menn að bera þessa vís-
indalegu(I) sönnun saman viö „for-
tilveru" og endurholdgunarkenningu
guðspekinnar, og helst að lesa miklu
meira í þessari tilvitnuðu bók. Og
lái mjer svo hver sem vill, að jeg
komst og kemst aö líkri nið'urstöðu
um endurholdgunarkenning guðspek-
innar og fjölkvænis- og mannfjölgun-
arkenning Mormóna. Mjer finst ekki,
og trúi varla að mörgum finnist, að
þaö þurfi mikið eða „miður heilbrigt
ímyndunarafl“, eins og S. Kr. finst
jeg hafa, til þess áö komast aö; slíkri
niðustöðu, þegar kenningar þessara
beggja trúarflokka í umræddu efni
eru hafðar í huga og bornar saman.
Það hefur verið og er mörgu ólíkara
saman jafnað.
Aftur á móti finst mjer ólíku saman
jafnað 0g óviðeigandi, eins og and-
mælandi minn gerir, þar sem hann
segir, að hugmyndin um leit og biö
andanna eftir holgunar-tækifærum
væri litlu fráleitari en að hugsa sjer
sjálfan skaparann bíða „málþola"
eftir sams konar tækifærum. Skapar-
ann sjálfan hafa þó flestir hugsað
sjer alstaðar nálægan og alskygnan,
og því ekki þurfa að leita nje bíða
neins.
Nú — en meö öllu þessu hef jeg
þó ekki enn þá fordæmt þessar nauöá-
líku kenningar guðspekinnar og mor-
mónskunnar sem áreið'anlega rang-
ar. — Jeg hef talið og tel enn
tilorðning og holdgun allra einn
hinn mesta leyndardóm, langt fyrir
ofan og utan rannsóknar- og skiln-
ingssvið allra manna enn sem komið
er, og vil því, í einlægni og alvöru
sagt, engan fullnaðardóm leggja á
nokkrar tilgátur um þetta. En þó
felli jeg mig lang síst við þessar tvær
holdgunarkenningar, af því aiö þær
leiöa til þeirrar —• aö mjer finst —
rökrjettu, eöa a. m. k. mjög svo lík-
legu og eölilegu ályktunar, sem stríð-
ir gegn manneðlinu, eins og það hefur
alt af verið og er enn — að minsta
kosti þó kveneðlinu. Og á meðan jeg
get ekki sannfærst um annað, mun jeg
telja þessar alveg ósannanlegutilgátur
rangar eða. varúöarverðar, og vara
við þeim.
Þá finst mjer ekki til um, þegar
heiðr. höf. fer aö spyrja um og at-
huga kenningu kirkjunnar um þessi
efni, og vill endilega, að jeg heföi
sagt til um álit mitt á því, hverja
kenning „sannkristnir" nienn ættu aö
hafa — því að jeg veit ekki til, aö
kirkjan í heild sinni hafi sett fram
nokkra ákveöna og afmarkaða kenn-
ing um þetta efni til fullyrðingar út
í almenning. Og þó aö lærifeður kirkj-
unnar bæði fyr og síðar hafi verið
aö hugsa, grubla og ræöa um þetta
efni, hver fyrir sig og sín á milli,