Lögrétta - 28.11.1917, Side 2
200
LÖGRJETTA
, LÖGKJETTA kemur út i hverjum mit-
vikudegi, og auk þess aukablöt vil og vif,
minst 60 blöt alls á iri. Vert kr. 7.50 irg. i
Islandi, rrlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júli.
vera, og í engu sje betri en það sem
afla megi innanlands. Sjerstaklega
verSur honum tíörætt um nytjagróður
þann, er viltur vex í landinu og jurtir,
sem rækta má í görðum, hvetur hann
landa sína mjög til aö hagnýta sjer
þær til manneldis, matbætis, lækn-
inga og skrauts heima viS bæina. Er
vert aS minnast þessara hvatninga
Eggerts á ófriSartímum þeim, er nú
standa yfir. Hefðum vjer verið ab
ýmsu leyti betur staddir þessi óíriðar-
ár, ef vjer hefðum fylgt trúlega hug-
sjón og kenningu Eggerts í þessu
efni, og verið betur á veg komnir að
hagnýta oss til fæðis, klæðis og ann-
ara þarfa margt eitt, sem afla má
innanlands, og of lítill gaumur hefur
veriö gefinn, og auk þess eigi fjar-
lægt svo mjög lifnaSarháttu vora frá
landsháttunum, sem raun er á orSin.*
Áhugi Eggerts fyrir því, sem hjer
var talið', og ýmsu fleira því skyldu,
miSaSi einkum aS þvi, aS vekja virS-
ingu landsmanna fyrir þvi, sem ís-
lenskt va;r og þjóSlegti, glæða ást
þeirra til landsins, og vekja ánægju
hjá þjóSinni meS hlutskifti sitt. Hann
reyndi aS kveSa niður hugarvíl og
vonleysi hjá þjóSinni og vekja í staS-
inn bjartar framtíSarvonir, og koma
mönnum í skilning um það, aS böl
þaS, sem þjóSin ætti viS aS búa, væri
ekki aS kenna landinu og náttúru
þess, eSa forsjóninni, heldur dáðleysi
og fákænsku landsmanna sjálfra. Alt
gæti lagast með auknum dugnaSi og
atorku.
Skoðunum þessum reyndi Eggert
aS rySja braut í ýmsum ritum sínum,
viSræðum viS menn, og ekki hvað
síst i kvæSum sínum, sem mörg hver
urðu brátt þjóSkunn. Mun þessi viS-
leitni hans hafa borið allmikinn á-
rangur, einkum þegar fram liðú
stundir, og menn lærðu betur aS meta
þetta starf hans.
*
ÞaS sem hjer hefur veriS taliS, var
engan veginn aðalstarf Eggerts. Höf-
uðstarf hans, sem hann vann að mik-
inn hluta æfi sinnar og helgaði aS
mestu krafta sína, var náttúrufræSi
íslands og vísindaleg rannsókn á
landinu.
ÁriS 1748 lauk hann háskólapróf-
um sínum. ÁriS eftir (1749) gaf hann
út rit sitt um myndun íslands af
jarðeldum.** ÁriS 1850 voru þeir
Eggert og Bjarni Pálsson, síSar land-
læknir, sendir til íslands, meðal ann-
ars til að safna íslenskum náttúru-
gripum. GerSu þeir ýmsar náttúru-
fræðisathuganir í þeirri ferð.*** Frá
því um haustið 1750 til vordaga 1752
dvöldu þeir fjelagar í Höfn, og
bjuggu sig undir rannsóknarferSir er
konungur fól þeim að fara á Islandi
undir umsjá hins danska Vísindafje-
lags.
Sumurin 1752—'57, eða samfleytt
6 sumur, ferðuSust þeir fjelagar um
landiS til rannsókna.
Frá því um haustið 1757 til vors
1760 dvöldu þeir í Höfn, notuðu þeir
þann tíma til að raða söfnum sínum,
bjuggu sig undir aS semja ferðabók
sína og byrjuðu aS rita hana.
VoriS 1760 fór Eggert til íslands
og settist aS í Sauðlauksdal, hjá Birni
Halldórssyni mági sínum og dvaldi
þar næstu misseri. StarfaSi hann þar
aS ferSabókinni og gerði auk þess
ýmsar náttúrufræðis-athuganir. Þá
var Bjarni fjelagi hans orðinn land-
læknir, svo samning ferðabókarinnar
kom algerlega á Eggert. Þessi ár
mun hann og hafa haft ýms önnur
ritstörf með höndum.
Haustið 1764 sigldi Eggert enn til
Hafnar og dvaldi þar þangaS til 1766,
lauk hann þá viS aS sempa það sem
eftir var óritað' af ferðabókinni.
1766 fór hann alfarinn heim til ís-
* Þjóðverjar hafa í þessu efni fylgt sömu
hugsjón og Eggert, og hefur það bjargað
þeim nú í ófriðnum, því þeir hafa getað
framfleytt sjer og rekið ófriðinn að mestu
af innlendum efnum. Englendingar höfðu
þar á móti vanrækt matvælaframleiðsluna
í landi sínu, og drekka út á það nú í ó-
friðnum.
** E. Ólafsson: Enarrationes historicæ
de natura et constitutione Islandiæ, etc.
Hafniæ 1749.
*** Sjá kvæði Eggerts, bls. 86—99. Kbh.
1832.
lands og dvaldi í SauSlauksdal þá 2
vetur, er hann átti eftir ólifað.
Þessi 18 ár, frá 1749—1766, starf-
aði Eggert óslitiS að islenskri nátt-
úrufræði og rannsóknum á landinu
eða fjekst viS ritstörf, er lutu að því
efni. Auk þess stundaði hann nátt-
úrufræSi á námsárum sínum við há-
skólann, og líklegt er að hann einnig
hafi haldið áfram störfum í þá átt
eftir aS hann lauk viS ferðabókina,
því hann hafSi ýmsar náttúrufræðis-
ritgerðir í smiðum, sem hann ætlaSi
að gefa út sjerstakar þegar ferðabók-
in væri búin, t. d. um íslensk eldfjöll,
um íslensk skordýr, um íslenskar jurt-
ir og um veSráttufar á íslandi. ÞaS
er ókunnugt, hve langt á veg hann
hefur verið kominn meS þessar rit-
gerðir þegar hann fjell frá, því mest-
öll handrit hans glötuSust meS hon-
um í sjóinn.
Árangurinn af rannsóknarferSum
þeirra Eggefts og Bjarna birtist, sem
kunnugt er, í ferSabók þeirra, er út
kom 6 árum eftir dauða Eggerts
(1772)*. FerSabókin er að miklu leyti
Eggerts verk, því hann starfaði einn
að henni í 6 ár eftir að Bjarni varS
landlæknir, og jók inn í hana miklu
efni, sem eigi stóð í dagbókum þeirra
frá feröunum. Bók þessi er hið merki-
legasta rit og hefur mikinn og marg-
breyttan fróðleik aS geyma. Má óhætt
telja hana og jaröabók Árna Magn-
ússonar hin merkustu rit 18. aldar-
innar, er fjalla um landiS og náttúru
þess, hag þjóðarinnar og atvinnuveg-
ina. MeS feröabókinni hefur Eggert
reist sjer veglegan minnisvarSa, er æ
mun halda minningu hans á lofti.
ÞaS er ekki rjettnefni aS kalla bók
Eggerts ferðabók, eins og titillinn
bendir til, því hún er ekki rituS i
feröasöguformi. Efninu er þannig yf-
irleitt raðaS eftir hjeraSaskiftingu
landsins (sýslum og fjórðungum). Að
rjettum skilningi er hún bæði að formi
og efni til yfirgripsmikil í s 1 a n d s-
lýsing, þar sem hverju hjeraði er
lýst i landfræðislegu tilliti, sagt frá
jarðfræði þess og jarðmyndunum,
dýra- og jurtalífi, íbúum þess lýst og
skýrt frá háttum þeirra og atvinnu-
vegum 0. fl.
ÞaS er ekki rúm hjer til aS rök-
ræSa efi bókarinnar og meta gildi
hennar, enda hefur próf. Þorvaldur
Thoroddsen gert þaS allítarlega í
landfræöissögu sinni. Að eins skal
þess getiö, að ferðabókin er hin fyrsta
ítarlega lýsing á landinu og náttúru
þess, sem bygð er á víötækum vísinda-
legum rannsóknum, og með henni er
lagður grundvöllur að íslenskri nátt-
úrufræði.
Erlendis hafði bókin mikla þýðingu
í þá átt að útbreiöa rjetta þekkingu
á landinu og þjóðinni. En innanlands
hafði hún mikil áhrif í þá átt að eyðá
ýmsri hjátrú og hindurvitnum, er
fram aö þeim tíma höfSu verið ríkj-
andi í skoðunum manna á ýmsum
náttúrufyrirbrigðum. Auk þess ruddi
hún landsmönnum braut til rjettari
þekkingar á náttúru landsins, og enn
í dag er bókin þýSigarmikið heimild-
arrit fyrir þá, sem fást við rannsóknir
á náttúrufræði landsins.
. *
30. maí er saknaöardagur oss ís-
lendingum. Þann dag var þaö fyrir
tæpri hálfri annari öld síSan (1768)
að Eggert Ólafsson ýtti skipi sínu síS-
ast frá landi við Skor og druknaöi á
BreiöafirSi.
Er atburður þessi spurðist, vakti
hann almenna sorg og söknuð meðal
landsmanna. Mönnum var það þegar
ljóst, að þjóðin við fráfall hans átti
á bak að sjá ágætum manni á besta
skeiði, sem mikils hefði mátt vænta
af, ef hans hefði notið lengur við.
Enn þann dag í dag munu hin sorg-
legu afdrif Eggerts vekja viðkvæmni
og söknuö í brjósti margs íslendings,
er honum koma þau í hug; líkt og
þegar hann í æsku hefur lesiö um
afdrif Skarphjeðins, Gunnars á Hlíð-
arenda og annara glæsilegra sögu-
kappa, er hnigu i valinn á blóma-
skeiði.
Jeg tel því líklegt, aö mörgum ís-
lendingum sje minning þessa ágætis-
manns svo kær, að þeir vilji fúslega
leggja eitthvað af mörkum til að
heiðra minningu hans.
*
Eggert Ólafsson hafði reist bú á
Hofsstöðum í Miklaholtshreppi áriö
áður en hann druknaði; var hann,
sem kunnugt er, að flytja búferlum
* Rejse igjennem Island. Soröe 1772.
þangaS frá Sauðlauksdal, er hann
druknaði.
Kunningi minn, sem dvalið hefur á
Hofsstöðum, hefur skýrt mjer frá að
þar hafi staöið, þegar hann var ungur
drengur (um 1890), tóft ein mikil og
reisuleg úr torfi, er Eggert hafi látið
byggja. Var þaö tóft að stofu, er hann
ætlaöi aö láta reisa handa sjálfum
sjer og konu sinni. Stofa þessi varð
aldrei fullger vegna þess að Eggert
fór í sjóinn og aö líkindum nokkuð
af stofutimbrinu. SiSan hefur tóft
þessi staöið með sömu ummerkjum og
þegar Eggert fjell frá. Enginn hefur
orðið til að taka viS því ætlunarverki
hans að ljúka við þyggingu þessa og
gera hana að reisulegu húsi. Hefur
tóft þessi staðið og stendur máske
enn sem áþreifanlegur vottur um verk
sem Eggert ætlaði sjer að leiSa til
lykta, en fjell niður vegna fráfalls
hans og enginn síðan hefur orðið til
að taka upp.
Dæmi þetta má heimfæra upp á
ýms önnur en mikilvægari verkefni,
er Eggert starfaöi að síðustu æfiár
sín, og mun hafa ætlaö aS auka stór-
um við, ef honum hefði orðið lengra
lífs auöið. Er þar fremst aS telja hina
íslensku náttúrufræði, er var hið kær-
asta viðfangsefni hans, sem hann
hafði unnið að um meira en 18 ára
skeið og helgað að mestu starf sitt.
Enda vitum vjer með vissu, að hann
í þeim fræðum átti ókláruS ýms verk-
efni, er hann hafði með höndum, sem
telja má víst að honum hefSi verið
kærara að fá lokið við en flest ann-
að. Ætti það vel við að vjer landar
hans styddum á einhvern hátt að slík-
um viðfangsefnum til minningar um
hann.
Nú eru bráðum (1926) liöin 200 ár
frá fæðingu Eggerts. Mun það vera
samhuga ósk íslendinga að hans verði
sæmilega minst á tveggja alda afmæli
hans. Vart mun það verða gert á ann-
an heppilegri hátt, eöa betur í hans
anda, en einmitt með' því aS vjer
leggjum nokkuð af mörkum til efl-
ingar og stuönings þeirri fræðigrein,
er hann hóf til vegs hjer á landi 0g
starfaöi að mikinn hluta æfi sinnar,
sem sje náttúrufræöinni íslensku, er
mest mun hafa mist í við fráfall hans.
Hið íslenska náttúrufræðisfjelag er
líka á þessari skoðun, því það hefur
ákveðiS að safna samskotum til sjóSs
til minningar um Eggert, er hafi það
markmið að efla íslenska náttúrufræði
og styðja aS vísindalegum rannsókn-
um á landi voru í þeim greinum.
Má víst treysta því, að íslendingar
bregðist vel viS því máli og láti sem
flestir eitthváð af hendi rakna til
aukningar á þessum sjóði.
FORNI.
Veit jeg hans von upp í helli
þar vegurinn liggur um fjalliö;
bratt er og ilt upp bergið
og bjarg fyrir munn er falli'ð,
Þar týrir á mannsístru-mola
og mygla er hvít á veggjum;
fult er í holum og hólfum
af hnútum og kroppuðum leggjum.
Forni er fúll og styggur
og fannhvítur er hann af hærum,
vil olnboga úfin hann liggur,
allur á kafi í gærum.
í mergholi mjórra beina
hann magnaðar flugur geymir,
því alt af er uggur í Forna
og illa hann jafnan dreymir.
„Hvort sjerðu’ ekki flotann í suðri?
I seglum er ramur andi.
Nú blása þeir mögnuðum belgjum
til byrjar á Gascona-Iandi 1“
„Og sjerðu’ ekki lengra til súðurs?
Á sjóinn þar hálfmánar skína.
Þar undir er andskotans Tyrkinn,
sem ætlar áð' ræna og pína!“
Hann leysir frá einum leggnum.
Þá leiftrar sem þeytist neisti.
Meö feiknum og ógnunum flýgur
sú fluga, sem karlinn leysti.
Menn vita um fæst þáð sem við ber
í veröld á ýmsum stöðum.
Um skruggur og skýjastrokka
er skrifað i erlendum blöðum.
G. M.
Nýjar bækur:
Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil.
Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi
kr. 5,50.
Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00.
Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins-
son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00.
Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb. kr. 7,00
og kr. 11,00.
Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr. 6,50,
óbundin kr. 5,00.
Jón Helgason, biskup: Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið-
bótartíminn). Obundin kr. 8,00.
Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík.
Pólland.
Nýlega var sagt frá því hjer í blaö-
inu, eftir simfregn, a'ð Austurríkis-
keisari ætti aö verða konungur Pól-
lands, en Þýskalandskeisari þjóöhöfS-
ingi Eystrasaltslandanna, sem ÞjóS-
verjar hafa tekiS af Rússum núna í
stríðinu. Þar með er þá ákveðið,
aS Pólland vetöi óhá'ð ríki í konungs-
sambandi viö Austurríki og Ungverja-
land. Þó mun þetta ekki eiga að koma
til framkvæmda fyr en að ófrið'num
loknum, éða að minsta kosti ekki fyr
en friður er saminn við Rússa. Pól-
land er eitt af þeim löndum, sem
harðast hefur or'ðið úti nú í stríðinu,
meö því áð þaö var ófriðarsvæði frá
byrjun þess og þar til miðveldin
höföu tekiS þáð herskildi, en síöan
hefur skortur og sultur sorfið þar
mjög aö tímunum saman, einkum í
borgunum, því Rússar eyddu mjög
öll þau hjerúð, sem þeir hörfuðu úr,
brendu þorp, forSabúr og verksmiðj-
ur ví'ða og eyðilögSu mannvirki og
akra, svo að landið var eigi að eins
flakandi í sárum, þar sem stórorust-
urnar höföu staöiö, heldur miklu víð'-
ar. Alt ástandið var þvi hið hörmu-
legasta þegar miðveldastjórnirnar
tóku þar við yfirráðum og þurfti afar-
mikið erföi til að ráða nauðsynleg-
ustu bætur á þvi, sem að var orðiS.
Landinu hefur veriS stjórnað sem
herteknu landi. En haustið 1916 til-
kyntu stjórnir miðveldanna það há-
tiðlega í Warsjá, aö ætlun þeirra væri
að endurreisa hið gamla pólska ríki.
Ríkisráð var myndaS af innlend-
um mönnum, en æðstu völdunum eftir
sem áður haldið af sigurvegurunum.
Pólverjar höfðu fátt að virða viðrúss-
nesku keisarastjórnina, og meöan hún
sat að völdum í Rússlandi, gat sú
skoðun vel varist, að stjálfstæðiskröf-
um Pólverja væri betur borgiö í fram-
tíöinni, eftir að miðveldin tóku landiö
en áöur hafði verið. En þetta breytt-
ist viö byltinguna i Rússlandi. Þegar
hún var komin í kring, var óvild Pól-
verja til Rússa horfin. Nú hafði það
gerst í Rússlandi, sem þeir höföu
lengi þráð og nú fylgdu þeir méð hug
og hjarta rússnesku byltingarmönn-
unum. Plersveitir höfðu verið mynd-
aðar meðal Pólverja, er þó stóSu und-
ir stjórn herforingja frá mi'ðveldun-
um. Þessum hersveitum átti nú aö
tefla fram gegn Rússum í ófriönum
í sumar, sem leið, og hafði það
verið gert áð einhverju leyti. En þetta
vakti afarmikla óánægju í Póllandi.
Ríkisráðsmennirir pólsku, sem þó
höfðu veriö valdir meðal þeirra, sem
hlyntastir voru samvinnu við mið-
veldin, mótmæltu þessu svo kröftug-
lega sem í þeirra valdi stóS, þ. e.
méð því að segja af sjer, eöa neita
stjórnum miðveldanna um alla áð-
stoð sína. Þeir vildu ekki berjast gegn
rússnesku byltingarstjórninni.en vildu
aö Pólverjar fengju nú aS sitja hlut-
lausir hjá, svo að þeir gsetu, ef til
kæmi, og taflið snerist á þann veg-
inn, myndáð sjálfstætt ríki í sambandi
við Rússland, en eftir stjórnarbylt-
inguna virtist þeim vera opinn vegur
til þess. Á þennan hátt kom upp í
sumar, sem leið, mótblástur gegn
miSveldunurn í Póllandi, meiri en áð-
ur hafði veriö.
Þetta varð til þess, að yfirlýsing
kom fram frá stjórnum miðveldanna
um, aö fariö mundi áð flýta fyrir því,
að Pólland kæmist inn í tölu hinna
sjálfstæðu ríkja í Evrópu. Og 15.
sept. síðastl. var birtur í Warsjá og
Lublin boðskapur, sem stjórnirnar i
Berlín og Wien höfðu komiö sjer
saman um, stilaöur til landstjóra mið-
veldanna í Póllandi, Beselers hers-
höfðingja í Warsjá, undirskrifaður
af Vilhjálmi keisara|, og Szeptycki
hersh. í Lublin, undirskrifaður af
Austurríkiskeisara.
Skjal Þýskalandskeisara var svo-
hljóöandi:
Minn hái sambandsaðili, hans keis-
aralega og konunglega hátign, og jeg
höfum ákveðiö, áð halda áfram hinni
pólsku ríkisbyggingu á þeim grund-
velli, sem lagður var meS boðskapn-
um frá 5. nóv. 1916. Hið erfiða hern-
aöarástand leyfir því miSur ekki enn,
að konungur taki við hinni gömlu,
pólsku kórónu, til þess aS veita henni
nýjan ljóma, nje að þjóðþing, kosiö
eftir almennum reglum, taki aS sjer
umræSur um hag landsins. Samt vilj-
um við nú í aðalatriöúnum leggja rík-
isstjórnina í hendur þjóðlegri stjórn,
en fela auknu ríkisráði aö fjalla um
rjettindi og hagsmuni þjóSarinnar.
Ríkin, sem tekið hafa landið, ætla
sjer aS eins aS halda eftir í sínum
höndum þeim rjettindum, sem hern-
aöarástandiö gerir þeim óumflýjan-
legt að haldaj, og eru þessar ráS-
stafanir í öllum höfuðatriðum sam-
ræmi viS þær óskir, sem komið hafa
fram frá bestu mönnum landsins. —
Vænti jeg að þetta nýja skref á leiS-
inni til þess, að mynda sjálfstætt,
póskt ríki, verði til blessunar, og að
af því leiöi það, að landið, sem hin
rússnesku yfirráð hafa svo lengivarn-
aS frelsis til framfara, eigi nú fyrir
sjer friösæla og blessunarríka fram-
tíð, er borgarar þess skapi af eigin
mætti og í frjálsum fjelagsskap við
miðveldin, sem vilja vera því trygg
i vináttu. — í samræmi við þetta,
sem á undan er sagt, fel jeg yöur,
ásamt hinum keisaralega og konung-
lega landstjóra Austurríkis-Ungverja-
lands í Lublin, að birta meðfylgj-
andi skjal úm ríkisvaldsfyrirkomu-
lag í konungsríkinu Póllandi.
í þessu meðfylgjandi skjali er mælt
svo fyrir, aS þangað til konungur eða
ríkjandi maður taki við yfirstjórn
Póllands skuli hún falin þriggja
manna ráöi, er keisarar Þýskalands
og Austurríkis velji menn í. Löggjaf-
arvaldið á að vera hjá þessu stjórn-
endaráöi og ríkisráöinu x sameiningu.
En það löggjafarvald nær ekki til
allra mála, því miðveldastjórnirnar
halda enn, vegna hernaðarástandsins,
ýmsum málum í sínum höndum.
Landstjóra sína hafa þau þar áfrarn,
°g þeir geta gefið út fyrirskipanir
með lagagildi á svæSi þeirra mála,
sem ekki eru afhent stjórnendaráðinu
til meðferSar, en þó skulu þeir fyrst
leita álits ríkisráðsins um þær fyrir-
skipanir. Lögum frá stjórendaráði og
ríkisrúði um sum mikilvæg mál geta
landstjórarnir hrundið, og mega þeir
hafa þau til yfirsjónar í 14 daga, en
hrindi þeir þeim ekki innan þess tíma,
öðlast þau gildi. RíkisráSið skipast
samkvæmt lögum, sem stjórnendaráð*-
iS setur meS samþykki stjórnar
Þýskalands og Austurríkis. Rjett til
að semja við erlend ríki fær pólska
stjórnin þá fyrst, er hertekningar-
böndin eru fyllilega leyst af landinu.
Þetta eru aðalatriSin í stjórnarfyr-'