Lögrétta

Issue

Lögrétta - 22.12.1917, Page 2

Lögrétta - 22.12.1917, Page 2
2l6 LÖGRJETTA Ásg. G. Gunnlaugsson & Co Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur. — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innriíatnaöi. Regnkápur. — Sjóföt — Feríaíöt. Prjónavörur. Netagarn. — Línur. — öngla. — ManUla. Smurningsolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svaraö um hsel. w w Reykj avík. Nýútkomið: Skrá yfir nýjustu bækurnar, nóv,—des. 1917. Áður útk. Skrá yfir ísl. bækur (markaðsbækur í heild). í bókaskrám þessum er burðargjald bókanna gefið upp jafnframt verði þeirra. Bókaskrárnar sendi jeg ókeypis hverjum sem þess æskir, og þeim sem skifta við mig sendi jeg svo framvegis óumbeðið skrá yfir nýjustu bæk- urnar jafnskjótt og þær koma út. Jeg borga helming hins núverandi burðargjalds, sje borgun send með pöntun. Allar bókapantanir afgreiði jeg samdægurs og þær koma. Með því að setja yður í samband við mig, hafið þjer hina fullkomnustu bókaverslun sama sem hjá yður, hvar á landinu sem þjer eruð. Virðingarfylst Ársæll Árnason. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17.. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Sighv. Blöndahl cand. jur. Viðtalstími 11—12 og 4—6. Lækjargötu 6B. Simi 720. Pósthólf 2. ásamt öllum hennar áhöldum, föstum og lausum, Þjóðmenjasafni íslands til æfinlegrar eignar og umráða með þeim skilyrðum, er nú skulu greind: 1) Kirkjan og gripir hennar allir afhendist í því ástandi, sem hún og þeir eru í nú, og eru þeir allir hinir sömu og greindir eru í skrá forn- menjavarðar 22. ágúst 1908. — 2) Bessastaðasókn sje heimilt að nota kirkjuna til guðsþjónustugerðar á sama eða líkan hátt og nú, enda gjaldi sóknarmenn kirkjunni sem eign Þjóðmenjasafnsins hin lögákveðnu kirkjugjöld. — 3) Þjóðmenjasafnið annist á sinn kostnað viðgerð þá á kirkjunni, sem hún nú þarfnast og viðhald hennar að öllu leyti, svo að fullnægt geti orðið öðru skilyrði. Viðvíkjandi þeirri notkun kirkj- unnar, sem að framan er greind, skal það tekið fram, að jeg skuldbind mig og eftirkomandi eigendur og ábú- endur Bessastaða til að leyfa slíka notkun án nokkurs endurgjalds til mín eða þeirra, enda geri eigendur eða notendur kirkjunnar engan á- troðning á tún, engjar eða annað land, fram yfir það, sem nauðsyn krefur og venja hefur verið til. Að- drættir til aðgerða og umgangur þeirra er skoða vilja kirkjuna, skal jafann heimill eiganda. Um kirkjugarð þann, er kirkjunni fylgir, og hún stendur nú í, skal það tekið fram, að hann verður af hendi jarðeiganda heimill sóknarmörtnum til afnota, sem verið hefur og má kirkjueigandi eigi hindra það á neinn * 1 hátt, en þó skal hann hafa rjett til að banna að grafa innan kirkju og nær henni að utan en 2 metra; skal það svæði talið kirkjunni fylgjandi, svo lengi sem hún stendur á þessum sínum sama stað. Óska jeg svo að endingu að fá sem fyrst að vita, hvort Þjóðmenjasafnið vill veita móttöku þessari gjöf með framangreindum skilyrðum. Staddur í Reykjavík 14. júli 1917. Jón H. Þorbergsso n.“ Fiskur 0g smjör. Mjer hefur komið til hugar að Lögrjetta kynni að vilja flytja les- endum sínum til fróðleiks um lifn- aðarhætti fyrri ára og umhugsunar á þessum sjerstöku tímum, sem vjer lifum nú á, eftirfylgjandi útdrátt úr reglugjörð latínuskólanna tveggja á íslandi frá 10. júní 1746, tekinn úr kirkjusögu Pjeturs biskups Pjeturs- sonar. Þar eru þessi ákvæði um mat- arræði skólapilta: „Á sunnudögum: Um morguninn, áður en piltar fara í kirkju, skulu þeir fá til morgunmatar fisk' og smjör. 1 miðdegismat, fyrsta rjett: fisk og smjör, annan rjett: kjötsúpu, eða, ef hún er ekki til, baunir og kjöt. í kvöldmat: 1. fisk og smjör, 2. bygggrjónavatnsgraut með smjöri eða mjólk. Á mánudögum: miðdegismatur 1. fiskur og smjör, 2. vatnsgrautur og mjólk. Kvöldmatur 1. fiskur og smjör, 2. skyr og köld mjólk. Á þriðjudögum: miðdegismatur 1. fiskur og smjör, 2. baunir og kjöt. Kvöldmatur 1. fiskur og smjör, 2. kaldir sundmagar. Á miðvikudögum: miðdegismatui 1. fiskur og smjör, 2. kjötsúpa. Kvöldmatur 1. fiskur og smjör, 2. heitur saltfiskur. Á fimtudögum: miðdegismatur sami 0g á þriðjudögum. Kvöldmat- ur 1. fiskur og smjör, 2. slátur, kalt eða heitt, eftir þvi sem á stendur. Á föstudögum: miðdegismatur 1. fiskur og smjör, 2. vatnsgrautur, eða, ef hægt er, hveitivellingur. Kvöld- matur 1. fiskur og smjör, 2. hnakka- kúlur eða plokkfiskur. Á laugardögum: miðdegismatur 1. fiskur og smjör, 2. heitt slátur. Kvöldmatur 1. fiskur og smjör, 2. skyr og mjólk. Þar að auki fylgi hverri máltíð skamtur af brauði, annaðhvort kök- ur eða skipsbrauð, svo og sýra eins og piltamir þurfa.“ Það er með öllu óþarfi — og ekki heldur tilgangur minn — að fjölyrða um matarræði þetta, þar sem fiskur, og þá sjerstaklega harðfiskur, og (vísast súrt) smjör er aðalfæðan. En jeg get ímyndað mjer að mörg- um, er þetta lesa, kynni að detta í hug að skygnast eftir þvi, hvort ekki mundi vera reynandi, einkum á vetr- arvertíðinni, að herða meira af fiski, en venja hefur verið; því til skamms tima hefur vel verkaður harðfiskur verið talinn góð og hentug björg í búi 0g hollur fyrir tennurnar. Með báli Það hafði verið gerð smiðja þar í hellismynni. Gneistarnir flugu upp um reykháfinn og það sindraði um alla smiðjuna. Höggin dundu látlaust og hundarnir geltu og spangóluðu. Zagloba tók hörpuna sjer í hönd og sló. Hann gekk syngjandi inn í flokkinn; það voru eingöngu bænd- ur; stóðu þeir fyrir framan smiðju- dyrnar og voru flestir druknir. Höfðu þeir trjestengur í höndum og var fest sigðum eða spjótaoddum á endana; voru smiðirnir í óða-önn að útbúa vopn þessi. „Söngvari! Velkominn söngvari!“ var hrópað hvaðanæfa. .„Lof sje guði!" sagði Zagloba. „Um alla eilífð!“ svöruðu þeir sem fyrir voru. „Kærir bræður! er þetta Demian- oska?“ „Já, það er Demianoska, en hvi spyrji þjer að því?“ „Af því að mjer hefur verið sagt, að þar byggi mesta sómafólk, sem hvorki mundi synja blindum söngv- ara um mat og drykk nje húsaskjól og ekki láta hann fara alveg tóm- hentan. Jeg er kominn langt að og er gamall og farinn. Drengurinn er orðinn staðuppgefinn. Hann er dumb- ur vesalingurinn en hann leiðir mig því að jeg er blindur, reyndar glóri jeg ofboð lítið með öðru auganu. Guð og hinn helgi Nikulás blessi yður og borgi hið góða, sem þjer gerið okk- ur aumingjunum." „Hvaðan komið þið?“ „Við komum langt að. Þarna er bekkur við smiðjuna. Megum við ekki setjast á hann? Komdu hingað, væni minn,“ sagði hann og benti Hel- enu. „Nú komum við frá Brovarki beina leið; fórum við þangað til þess að fá syndafyrirgefningu." „Heyrðuð þið þar nokkur tíðindi?" „Þar var margt um manninn og um margt talað. Var mikið rætr um Kmi- elnitski og sigur, er hann nafði ný- unnið. Sagt var einnig að bændur risu upp hvaðanæfa gegn aðlinum, en jeg er svo þur og þyrstur, að jeg kem engu orði upp.“ Bændurnir þyrptust kringum þau Zagloba og Helenu, er sátu hin ró- legustu á beknum, og sló hann hörp- una við og við. „Drektu, gamli maður," sagði einn þeirra og rjetti Zagloba brennivíns- krukku, „segðu okkur nú þau tíðindi, sem þú veitst. Söngvarinn fer víða og heyrir margt. Hjer voru nýverið söngvarar og þeir sögðu að bændur brytust alstaðar undan oki aðalsins. Vjer erum i vafa um það, hvort vjer eigum nú þegar að hefja uppreisn eða bíða eftir skeytum frá Kmielnitski, en ógjarnan viljum vjer vera hinir siðustu." Zagloba tæmdi krukkuna, sleikti út um og sat síðan hugsandi nokkra stund. „Hver er höfðingi yðar?" spurði hann. „Jeremías fursti," var svarað. „Er það honum, sem þið ætlið að slátra?" „Nei, vjer treystumst ekki til þess," svöruðu þeir einum munni. „Það væri Iíka óráð mesta að reyna það," sagði Zagloba. „Jeg hef sjálfur komið til Lubni og sjeð furstann í eigin persónu; hann er ógurlegur. Skógartrjen titra, þegar hann brýnir raustina og stappi hann reiður fæti til jarðar, verður þar jarðfall eða gjá. Konunginum sjálfum ógnar hann og hetmanarnir óttast hann 0g hlýða honum. Her hans er fjölmennari en herir khansins eða soldánsins. Jeg tel það víst, þó að jeg viti það ekki, að allir Pólverjar þyrpist þangað, og það vitið þjer,að þeim fylgir sverð. Furst- inn er yður ofurefli." Bændurnir urðu ólundarlegir, en steinþögðu. Zagloba sló hörpuna og horfði gegn tunglinu, er var nýkomið upp, og mælti: „Furstinn kemur; gunnfánar hans eru óteljandi sem stjörnur á himni, sem þistlar sljettunnar. Vindurinn fer undan honum andvarpandi yfir hörm- ungum þeim, er bíða yðar. í farar- broddi fer dauðinn með sigð í hendi °g hringir líkhringingu yfir höfuð- vana líkum yðar." og bran di Sienkiewicz. „Drottinn miskunni oss bágstödd- um!“ bað hinn skelfdi lýður. „Hvern hefur furstinn sett hjer til stjórnar yfir yður?“ „Gdesjinki." „Hvar er hann nú?“ „Hann flýði." „Hversvegna?" „Hann varð hræddur er vjer tók- um að hervæðast." „Það fór illa, því að hann auðvitað kærir yður fyrir furstanum." „Þú vælir eins og kjói,“ sagði einn bændanna. „Kmielnitski er að engu minni fyrir sjer en furstinn og þegar hann er orðinn sigurvegarinn þurfum vjer enga skatta að greiða, þá verða allir jafnir og upprættur sjerhver Gyðingur. Kmielnitski hefur að minsta kosti lofað að svo skuliverða." „Drottinn styrki hann,“ sagði Zag- loba og andvarpaði. „Nú eru kjör bændanna þungbær; það var annað fyrrum.“ „Hver á hið ræktaða land?“ hjelt bóndinn áfram. „Furstinn. Hver á sljettuna? Furstinn. Hver á hjarð- irnar? Furstinn, Áður á timum gat hver valið sjer þar land sem hann vildi. Nú á furstinn og aðallinn bæði landið og bústofninn." „Það er mikið rjett, sem þjer seg- ið,“ svaraði Zagloba. t— „En það hljótið þjer að sjá sjálfir, að hjer getið þjer litla mótstöðu veitt furst- anum, og þess vegna ræð jeg yður til að ganga undir eins á morgun í lið með Kmielnitski; furstinn er þegar kominn áleiðis og ef Gdesjinski fær hann til þess að koma hjer við, er úti um yður alla. Flýið því á fund Kmielnitskis. Við liðsaukann verður honuin sigurinn auðunnari. Honum getur orðið hann fullkeyptur. Flýtið yður börnin góð. Hann berst fyrir frelsinu. Flýið! Þá styðjið þjer Kmi- elnitski og furstinn hefur ekki hönd- ur í hári yðar.“ „Þetta er skynsamlega talað, söngvarinn er enginn heimskingi,“ var hrópað hvaðanæfa. „Hefur þú sjeð furstann á leiðinni,“ spurði einn bændanna. „Nei, ekki sá jeg hann sjálfur, en í Brovarki var mjer sagt að hann væri lagður af stað frá Lubni og brendi alt, sem á leið hans væri, svo þar er ekki annað eftir en sótugur himininn og rytjur af jörðinni." „Drottinn vertu oss syndugum liknsamur. — Hvar er Kmielnitski?* „Það get jeg sagt yður, börn. Það skuluð fara til Zolotonosja og þaðan til Tre.chtyminov. Þar situr Kmiel- nitski, og þangað sækir lið til hans úr öllum áttum." „Vilji þjer fylgja oss þangað, kæri söngvari ?“ „Jeg er svo hrumur, að jeg treysti mjer ekki til þess að fylgja yður á fæti, en ef þjer viljið aka mjer, þá er jeg reiðubúinn. Þegar við svo erum komnir í námunda við við Zoloton- osja, skal jeg fara á undan og njósna hvort hætta sje á ferðum, ef svo er, krækjum við þar fram hjá, en höldum samt til Trechtyminov. — En nú væri gott að fá eitthvað að borða og drekka, því að jeg og pilturinn erum orðnir glorhungraðir. í fyrramálið snemma förum við af stað og á leið- inni skal jeg syngja fyrir yður um þá furstann og Pototski. Það eru ógurlegir blóðvargar. Biðjið til drott- ins börn, því að margur yðar á skamma leið eftir ófarna í þessum heimi." Bændurnir stóðu sem þrumulostnir og fóru ósjálfrátt að signa sig, og gutu augunum hvorir til annara. Loks- ins hrópaði einn þeirra: „Til Zolotonosja!“ „Til Zolotonosja!“ hrópuðu hinir einum munni. „Til Trechtyminov! Niður með Pólverja og aðalinn!“ Kósakki einn ungur gekk fram, skaut spjóti sínu hart niður til jarðar og mælti: „Bræður! Úr því að við förum á morgun til Zolotonosja, þá skulum við brenna hús Gdesjinskis í kvöld." „Já, gerum það!“ hrópaði lýður- inn. Söngvarinn, sem drúpt hafði höfði eins og hann væri mjög hugsandi leit þá upp og mælti: „Gerið það ekki, börn; það er ekki ráðlegt. Haldið þið hópinn, en dreif- ist ekki. Gefið þig mjer nú eitthvað að borða!“ „Það er satt, sem söngvarinn segir. Þú ert ljóti bjáninn, Maksym!“ „Komdu með mjer,“ sagði bóndinn, sem mest hafði talað við Zagloba. „Þú getur fengið brauð og salt að borða og eina krukku af miði, og svo getur þú fengið hálin til þess að sofa á.“ Zagloba stóð upp og tók í ermi Helenu, — hún var sofnuð. „Pilturinn er alveg dauðuppgef- inn,“ sagði hann við bændurna, „hann hefur sofnað innan um öll þessi högg og háreysti." Hann hugsað með sjálfum sjer: Þú saklausa mær, sem getur sofnað milli spjóta og hnífa, englar drottins verndi þig og varðveiti og láti mig einnig njóta þar góðs af. Hann vakti hana og þau gengu nú inn í þorpið. Bóndinn gekk fyrstur og frá smiðjunni heyrðust höggin látlaust. Zagloba tautaði lágt fyrir munni sjer eins og hann læsi bæn: „Drottinn vertu oss syndugum náð- ugur. — Heyrið ungfrú — — — Heilaga mær. — Hvað ætli hefði orðið hjer úr okkur nú án dular- búnings. — Hjer á jörðu eigum vjer þegar að leita guðsríkis .... Nú fá- um við að borða, og á morgun verður okkur ekið í vagni til Zolotonosja. -----Amen, amen, amen.------------ — Það getur vel verið að Bohun þefi upp för okkar, því hann er fjand- anum slægari.-------- — Amen, amen, amen. —---------En það verður um seinan, því að þá verðum við komin yfir Dnjepr og undir vernd hetmans- ins.--------Hinn ráðvandi þarf ekki að óttast árásir djöfulsins.------ —• Fjárinn hafi alt þetta bændahyski. — Amen. — —• — Það blæs ekki byrlega, en hundur skal jeg heita, ef jeg ekki bjarga okkur úr þessari kreppu.-------—- Arnen." „Hvað ertu að segja?“ spurði bónd- inn. „Jeg er að biðja fyrir þjer. Amen, amen 1“ „Þarna er kofinn rninn." „Guði sje lof og dýrð.“ „Um alla eilífð. Komdu inn!“ „Guð launi þjer fyrir mig!“ Nokkrum augnablikum síðar var Zagloba farinn að snæða sauðakjöt og drakk hann óspart öl með. Morg- uninn eftir óku þau Helena i þægi- legum vagni út úr þorpinu og fylgdu bændur þeim vopnaðir ljáum ogspjót- um. Það var auðsjeð að eitthvað mikið var á seiði. Smiðirnir unnu myrkr- anna á milli að vopnasmíði og al- staðar vopnuðust bændurnir. Fregn- in um ósigurinn við Korsun fór um landið eins og eldur í sinu. Alt var í uppnámi. verður skipaður frá 1. febrúar 1918 að telja. Umsóknir með tilteknum launakröfum sendist borgarstjóra fyrir 10. janúar 1918. Erindisbrjef fyrir hafnarstjórann fæst á skrifstofu borgarstjóra. Borgarstjórinn í Reykjavik, 14. desember 1917. K. Zimsen. Eftir Henryk x. Prentsmiðjan Rún.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.