Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 06.02.1918, Side 2

Lögrétta - 06.02.1918, Side 2
LÖQRJBTTA SJ LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS- vikudegi, og auk þcss aukablöð við og við, minst óo blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. far um aö skýra sem sannast og rjett- ast frá öllu og er ritgeríSin jafn frá- sneicld öllu smjaöurkendu oflofi, sem sumum erlendum íslandsvinum stund- um hættir til, og tilhneigingu til aö slá sig til riddara á oss með ]iví sem ábótavant er högum vorum þegar mælt er á útlendan mælikvaröa. En alstaðar andar móti lesandanum sama hlýja hugarþelið til lands og þjóöar, svo að engum fær dulist, aö þar tal- ar maður, sem vill oss í öllum grein- um hiö besta eitt, jafnframt því sem hvervetna skin fram hvert áhugamál höfundinum er, aö landar hans fái sem sannasta, fylsta og rjettasta hug- mynd um landiö og lýðinn, sem þar býr. Megum vjer vera höfundi þakk- látir fyrir hina ágætu ritgerö hans. (Niðurl) fni Sfei Dr. J. H. 25 ára leikafmæli. Eins og áöur er getiö átti frú Stef- anía 25 ára leikafmæli 30. janúar síðastl., og var þá til ágóöa fyrir hana leikið „HeimiIiÖ" eftir þýska skáldið H. Súdermann. Allir að- göngumiöar voru upp seldir fyrir- fram meö hækkuöu veröi, og leik- daginn voru boðnar 10 kr. fyrir aö- göngumiöa, ef þeir fengjust. Tókst leikurinn, sem vænta mátti, ágætlega, en leiksalurinn var til hátíðabrigöis skreyttur á ýmsan hátt og áhorfendur prúöbúnir, og ljóst kom þaö fram hjá þeim, hve mikils þeir meta leiklist frú Stefaníu. Hún hefur í leiknum hlut- verk Mögdu. En síðan hefur „Heim- ilið“ veriö leikiö á hverju kvöldi, og alt af fyrir húsfylli. Aö leiknum loknum hófst heiðurs- samsæti fyrir frú Stefaníu í Templ- frú Stefaníu snertir, þá eru þeir ekki, eins og margra annara, einhliða, held- ur mjög víötækir, spenna yfir gagn- ólík hlutverk, því frúin hefur marga strengi á boga sínum. Vjer höfum allir sjeð óþekku skólastelpuna, sem var sett í stofufangelsi, vjer höfum hlegið dátt aö þeim yndislega gáska, sem þar kom fram; vjer höfum líka sjeö hana kátu Jóhönnu í Æfintýr- inu. Þess háttar hlutverk eru barna- leikur fyrir frúna, og þaö alt fram á þennan dag. En svo víkjum vjer aö öðrum erfiöari viöfangsefnum, ást- meyjunum, einkum þeim, sem auk blíölyndis hafa sterkar tilfinningar, og komast í ákafar geöshræringar, þá minnumst vjer Kamelíufrúarinn- ar, Steinunnar x Ggldra-Lofti, og nú siöast þessarar samansettu, undarlegu en þó yndislegu Heklu. Höldum á- fram og tökum gagnólíka persónu, Ulrikku. Ekki var hún blíðlynd, ekki komst hún í geðshræringu af ást, þó hún væri trúlofuð, hún haföi bara eina tilhneigingu, og þaö var áfergja í gulliö. Tókuö þiö eftir hvernig hún teygði fingurna fram, þegar hún kom úr fjallinu, langa oi'ðna af spunanum og áfergju eftir aö klófesta gullið. Leikur hennar í Ulrikku var snild og samboðinn hverju leikhúsi. __ Jeg hef oft verið 38 veíta því fyrir mjer, ib.YS.fja Teik frú Stefanía hafi arahúsinu og sátu þaö á 2. hundrað manns. Kl. Jónsson landritari^hjeLUy- líormst hæst í leiklist sinni. Lengi á'oáli'ftSúna, og íCf hun hjCfa eftir: nam jeg staðar viö Kamelíufrúna; þaö stóö líka svoleiðis á, að jeg haföi stuttu áöur en hún ljek hana sjeð þetta leikrit á Dagmar-leikhúsinu í Khöfn, sem þá stóö mjög hátt; ein af helstu leikkonum Dana ljek þá þetta hlutverk, en jeg segi þaö af- dráttarlaust, og þaö ekki af neinum þjóöernisrembingi, aö jeg tek leik frú Stefaníu fram yfir hennar. En í út- búnaði þoldi okkar leikhús engan samanburö. Svo ljek frúin Steinunni; og þá var jeg ekki í vafa um, aö þaö væri hennar besta hlutverk, en nú finst mjer Hekla vera þar orðin hættulegur keppinautur. Þó er jeg aö öllu yfirveguöu ekki viss um, nema hún hafi komist enn þá hærra. Fyrir nokkrum árum var ,hjer leikið fremur ómérkilegt leikrit, sem, hjet „Lygasvipir", eöa eitthvað þess háttar; frú Stefanía ljek þar ræstingarkonu, fátæka, gamla, út- taugaða konu. Jeg veit ekki hvort þiö munið eftir þessu, en fyrir mjer stend- ur leikur hennar í þessu litla og stutta hlutverki sem skínandi perla, svo eölilegur, aö hærra veröi ekki kom- ist. Aö sjá þennan ræfil í mannfje- laginu bretta upp pilsin, áður en hún lagðist niöur við skólpfótuna, að sjá raunasvipinn á andlitinu og hrukk- umar; alt fas, málfæri og hreyfing- ar, alt þetta var svo náttúrlegt aö engan gat annað grunað, en að þetta væri hennar vanalega iöja. Þaö voru geysilegar mótsetningar, þessi ræfill og svo hin skinandi heimsdama Mag- da. Jeg veit, að frú Stefanía getur ekki hafa sjeð hana gömlu madömu Andersen, ræstingarkonuna á 6. gangi á Garði í minni verutíö þar, fyrir uni 35 árum, en þarna var hún gamla, madama Artdersen þó iifandi aftur- gengin, þegar hún lá viö skólpfötuna og var aö tjá manni raunir sinar. Þeg- ar jeg nú auk þessara hlutverka að eins nefni Mögdu og Áslaugu álf- konu, sem vjer höfum svo oft haft ánægju af að sjá, þá verður þaö full- ljóst, aö leikhæfileikar hennar spenna, eins og jeg sagði, yfir rnjög vítt svæði, og þar við bætist, að hún hefur stöö- ugt leikiö, og þaö venjulega helstu hlutverkin á hverjum vetri nú í 20 ár; hún hefur ekki veriö sjerhlífin. Jeg hef frá því jeg fyrst fór aö hafa vit á hlutunum haft ánægju af því framar öllu að ganga á leikhús. Jeg hef þess vegna fylgt vel meö gangi leiklistarinnar hjer á landi, og jeg man sjerstaklega aö það vakti eítirtekt mína fyrir mörgum árum síöan, þegar jeg átti heima fyrir norðan, að jeg las þaö eftir komu noröanpóstsins, í blaöinu ísafold, aö þá heföi nýlega komið franx á leik- sviöiö í Reykjavík barnung stúlka, sem heföi sýnt ótvíræöa og óvenju- lega leikarahæfileika. Jeg man ekki orðin nákvæmlega, en þaö var eitt- hvaö á þessa leiö til oröa tekiö, aö minsta kosti mjög ákveðið. Jeg man þaö líka, þegar jeg sá frú Stefaníu — því þaö var hún, sem blaðið átti viö — skömmu síðar á leiksviðinu, aö mjer fanst þettaekkiofmælt,ogengum mun finnast annað en aö reynslan, sem nú er oröin 25 ára gömul, hafi staöfest þennan dóm. Þaö er ekki öll- um leikendum gefiö, jafnvel ekki þeim bestu, sem orðiö hafa, aö geta sýnt svona góðan dóm í fyrstu, þaö eru einungis þeir, sem eru listamenn af guös náö, sem fá svona dóm. Eins og Pallas Aþena hljóp alvopnuö, út- búin meö brynju og skjöld, út úr höföi Sevs, eins hljóp frú Stefanía albúin aö hæfileikum út á leiksviöiö, cg hún hefur haldiö velli síöan. Þegar lýsa á almennum leik- arahækileikum frú Stefaníu, þá vil jeg fyrst og fremst nefna hennar dæmalaust skýra og greinilega fram- burö .Þaö er afar mikill kostur fyrir leikanda aö hafa svo gott málfæri, aö þó talað sje í hálfum hljóðum, þá heyrist hvert orö um allan salinn, já, jafnvel í Iönó; hver hljóö- og hljóm- breyting nýtur sín fullkomlega. Þai næst vil jeg telja það, aö frúin kann ávalt sín hlutverk ágætlega, og það er hrós, sem ekki verður sagt um alla leikara, en þaö segir sig sjálft, hve þýðingarmikið þaö er fyrir leik- ara að vera alveg viss í sínu hlut- \ erki; þá fyrst getur hann alveg ráð- iö við þaö, aö því er áherslu, fas og alla framkomu snertir. Aö því er sjerstaka leikarahæfileika Hvaö hefur svo frú Stefanía boriö úr býtum fyrir sinn ágæta leik, fyrir sína miklu iöjusemi, fyrir áhuga sinn á leiklistinni ? Já, gull og silfur hef- ur hún ekki fengið, þó hún hafi dval- iö 25 ár viö leikhúsið í „kjallaranum", eins og sagt var í blaði í dag, senni- lega nxiklu lengur, en skáldið ætlaðist til, að Úlrikka dveldist i fjáílinu, þá kemur hún ekki þaðan eins loöin um lófana, hún hefur ekki spunniö gull viö leikhúsiö. Nei, einar 600 krónur hefur hún fengiö mest um áriö, fyrir að leika 30—36 kveld, og að auki æf- ingar ferfalt fleiri kveld eöa meira, í húsi þar sem lífi og heilsu var hætta búin. En þaö hefur hún borið úr být- um, að veita fjölda landa sinna marg- ar ánægjustundir, og hún hefur með leik sínum unniö sjer vini og aödá- endur sennilega svo þúsundum skift- ir út um alt land, því hún er sá eini leikandi i Reykjavík, sem hefur fariö á „túrne". Að þetta sje ekki of- mælt, má sjá af þeim fjölda skeyta, sem nýlega voru lesin upp til hennar, frá Akureyri. Þaö eina, sem vjer getum látið í tje, eru því þakkir, því það virðist svo sern leiklistin sje ekki skoðuð sem list í þessu landi. Enginn leikari fær einn eyri af þeirri, aö öðru leyti smánarlega lágu upp- hæö, sem ætluð er skáldum og lista- mönnum. Alstaðar annarstaðar mundi frú Stefanía og fleiri af leikendum vorum fyrir löngu hafa notiö fasts árlegs styrks af almannafje. En þökk, einlæga og eindregna þökk, færum vjer frúnni, ekki að eins þessir fáu samborgarar hennar, s,em hjer eru staddir, heldur margfalt fleiri, sexr. hefðu viljað heiðra hana, ef hús- rúmið heföi leyft, og þessari þökk viljurn vjer láta fylgja þá ósk, aö oss mætti sem flestum auðnast að sjá hana lengi í fullu fjÖri á því leik- sviði, sem hún hefur svo lengi prýtt, eöa miklu heldur, á nýju og marg-. falt betra leiksviði, því þaö er okkur skömm, íslendingum, að eiga ekkert þjóðarleikhús. Það er vanviröa, aö vjer skulum ekki enn vera færir um að leysa úr þeirri spurningu, sem lengi hefur hljómað: Hvaö kostar leikhús. Óskum þess af alhuga, aö vjer fáum aö njóta þessarar ágætu leikkonu lengi, lengi, og gjöldum henni hjer í kvöld margfalda þökk fyrir ótal ánægju- og nautnarstundir, og látum þeirra þökk fylgja reglu- legt íslenskt húrra. Þetta kvæöi var sungið eftir Guöm, Guömundsson skáld: Fagnandi heilsa þjer hollvinir góöir, hyllir og dáir þig Reykjavík öll, vaknandi þjóðlistar vordís og móöir, viljinn þig flytur á gullstóli’ í höll. Höll, er í sóldraumum hugsjón vor eygir, hvolfþakta, gullroöna, samboöna þjer, hÖll, er skal reist, þegar fauskarnir feigir: fulltrúar volæöis, bæra’ ekki á sjer. Þröngt er og fábreytt hjer sýninga- sviöiö, samir ei framtíðar-draumaiinaborg, þar sem þú fyrir oss fram hefur liðið fögur sem drotning í gleði og sorg. Látiö oss hlæja og látið oss gráta, látið oss finnatil breyskleikamanns, látiö oss sígildi listanna játa, ljósengla birt oss viö svifljettan dans. Þökk fyrir snildina’ í svipbrigöum, svörum, suniaryl hlýjan um vetrarkvöld byrst, þökk fyrir bráleiftrin, brosin á vörurn, brennandi áhuga’ á torgætri list! Hugurinn byggir sjerski’autsaliskýja, skapraun þótt valdi, hve kóngslund er hálf. Ó, að vjer lifðum að leikhúsið ný j a listinni’ og þjóöinni vígöir þú sjálf! Þorv. Þorvarðsson prentsmiöjustj. inælti fyrir minni Borgþórs Jósefs- sonar bæjargjaldkera, eiginmanns trúarinnar, og barna þeirra, en Borg- þór svaraöi fyrir hönd þeirra hjón- anna beggja. Einar H. Kvaran mælti fyrir minni íslands og Sig. Eggerz ráö-herra fyrir minni Leikfjelags Rvíkur, en E. H. Kvaran, form. fjel., svaraöi. K. Zimsen borgarstjóri rnint- ist Friöfinns Guðjónssonar og Ól. Björnsson ritstjóri Helga Helgason- ar, sem báðir eru nú einnig 25 ára gamlir leikendur. Ól. Björnsson ritstj. las upp fjölda heillaóskaskeyta, en hjer eru að eins tekin nokkur þeirra: Frá Akureyri: Akureyrarbúum er ljúf endurminning um undaösstundir þær, er leiklist yöar hefur veitt þeim. Þeir senda yöur hugheilar hamingju- óskir og óska þess, aö landið fái enn um mörg ár að njóta hinnar óvenju- fögru og göfugu listar yðar. Bæjarfó- geti Akureyrar. Páll Einarsson. — Drotningin í riki íslenskrar leiklistar. Við finnum fylstu ástæöu til aö senda yður okkar innilegustu hamingjuósk- ir. Stjórn Leikfjelags Akureyrar: Iiallgr. Valdemarsson, Júlíus Hav- steen, Sig Einarsson Hlíðar. — Þjer, sem túlkið hug og hjörtu, heitar ósk- ir, von og sorg. Lifið heil í ljósi björtu, listarinnar inni í borg. Hállgr. Valdemarsson. — Leikkonan lifi! Leiklistin lifi! Páll J. Árdal. Frá Borgarnesi: Fyrsta og besta leikkona íslands! Jeg óska yöur ham- íngju. Þóröur Pálsson. Frá Hafnarfirði: Innileg hamingju- ósk með 25 ára leikafmælið. Helga og Þóröur Edilonsson. Frá Reykjavík voru auðvitað skeytin langflest, en af þeim skal aö eins tekið þetta eina: Litlir ljóssins álfar leika glaöir, bjartir, eins og yndisgeislar yfir hverri minning. Ljómi sannrar listar, Ijómi sannra gáfna, gæddu fegurð, fylling, fjöri og anda leikinn. Því eru þakkir sendar — þakkaö fyrir kvöldin, þegar einum anda allir voru hrifnir. Þökkuð tárin — tárin, töfrar harms og gleði. Þökkuö fögur fylling fjörs og afls og listar. GuÖmundur Magnússon. Eftir borðhald var dansaö fram á nótt, og aö lokum fylgdu samsætis- inenn frú Stefaníu heim og kvöddu hana þar meö óskum um langa líf- daga henni til handa. Enn má geta þess, aö frú Stefanía fjekk á afmælisdaginn fallega minn- ingargjöf, dýrindis demantshring með áletrun „Frá 15 vinkonum." Frú Stefanía sýndi sig fyrst á leik- svíði í tveimur smáleikjum, „Á 3. sal“ og „Betzy", en fáum kvöldum síöar í „Frúin sefur.“ Hún var þá aö eins 16 ára gömul, fædd 29. júní 1876. En undir eins vakti hún eftirtekt, og henni var þá þegar spáö mikilli fram- tíö á leiksviöinu. Alls hefur hún leikiö 77 hlutverk. Strídið. Síðustu frjettir. í símfregnunum frá síðastl. viku hefur mest borið á frásögnum af verkfallsóeirðum í Þýskalandi, er síö- ustu fregnir segja þó um garð gengn- ar og sefaðar. En sama aldan hefur gengið þar yfir og í Austurríki rjett á undan. Fegn frá 29. jan. sagði, aö 90 þús. verkamenn í Berlín hefðu lagt niður vinnu. 30. jan. voru verkfalls- mennirnir sagðir vera orðnir 400 þús. og heföu þeir stofnaö verkmannaráð, líklega eftir rússn. fyrinnynd, og kreföust aö stjórnin semdi þegar frið í samræmi viö skilyrði Czernins og að komið yröi á endurbótum á kosn- ingarrjettinum. 31. jan. er sagt, aö engin blöð komi út í Berlín og her- stjórnin banni stjórnmálafundahöld. Hindenburg hafi skorað á verkamenn að byrja aftur vinnu. 1. febr. er sagt, að herstjórnarráðin hafi látið rjúfa verkmannanefndina, og 2. febr. er Berlín sögö í umsátursástandi og her- rjettur settur þar. Sagt aö herstjórn- in liafi tekið á sitt vald fjölda af verksmiðjum, og að sósíalistaforing- inn Ditmann hafi verið tekinn hönd- um. önnur fregn segir líkt ástand í Hamborg, Bremen, Lúbeek og Ros- tok. En fregn frá 3. þ. m. segir aftur, að verkfallinu í Þýskalandi viröist lokiö og búist sje viö aö verkamenn- irnir taki aftur til vinnu næsta dag, 4. febr. Þó er haft eftir sósíalista- málgagninu „Vorwárts", aö tilraunir verkmanna til þess að komast aö samningum viö stjórnina hafi strand- aö. I opinb. tilk. ensku frá síðustu mánaöamótum segir, aö í þessu þýska verkfalli taki þátt allir verkamenn viö skipasmíöi og fjöldi manna í hergagnaverksmiðjum um alt landiö, alla leiö frá Hamburg til Múnchen. Herlög sjeu sett í Hamborg og Bre- men. Yfirhershöfðinginn í Berlín hafi lýst yfir aö borgin væri í umsáturs- ástandi, og sent út mjög alvarlegt á- varp, þar sem því sje hótaö, að verk- fallið veröi bælt niður meö öllum þeim gögnum, sem fyrir hendi sjeu og menn varaðir við aö taka þátt í opinberum fundum eða þyrpingum. Minnihluta-jafnaöarmenn styöji verk- fallsmenn, en meirihluta-jafnaðar- menn hafi í fyrstunni ekki heldur reynt aö komast hjá því, að verkfall- ið væri byrjað, í þeirri von, aö þaö mundi koma á staö enn stærri verk- föllum i bandamannalöndunum. Scheidemann hafi reynt aö ná stjórn á verkfallsmönnum og með þvi milda eitthvað kröfurnar,, svo aÖ hægt yröi að koma á samkomulagi við stjórnina. Bandamenn hÖfðu um mánaðamót- in ráöstefnu í Versailles undir for- ustu Clemanceau, og þar voru þeir Lloyd George, Milner og Haig, og Orlando, frá ítalíu. Alt af heyrist þaö, aö bandamenn búast viö að yfirvof- andi sje sókn frá Þjóöverja hálfu á vesturvígstöövunum. En fregnirnar, sem nýlega gengu um mikinn þýskan sigur hjá Cambrai, hafa ekki feng- ið staðfesting og viröast oröum aukn- ar. Aö minsta kosti segir í opinb. tilk. ensku frá 1. febr., aö afstaöan sje þar óbreytt og engar merkveröar or- ustur hafi átt sjer þar staö. Þó er alt af viðureigninhi haldiö áfram, og miktar flugvjelaárásir hafa átt sjer þar staö báöu megin frá, bandamenn ráöist á ýmsar borgir, sem Þjóöverj- ar halda, og Þjóðverjar nýlega gert árásir á London, Suöur-England og Paris. í ensku fregnunum er þaö gef- ið í skyn, að töluver-t sje að flytjast af her frá Ameríku til Frakklands, en sagt aö leynt sje fariö meö þá flutn- inga. Fregn frá 29. f. m. sagöi Banda- ríkjastjórn hafa neitaö friöartilboö- um Czernins, svo aö þýska stjórniri hefur getað visaö á þaö til svars viö kröfum verkfallsmanna um friö sanl- kvæmt þeim tilboðum. Frá Lands- downe lávarði kvaö hafa komiö fratri nýtt opinbert brjef um friöarmálin, en um innihald þess segja fregnirnar ekkert,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.