Lögrétta - 24.04.1918, Qupperneq 2
66
LÖGRJETTÆ
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á
lslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlt.
lega trúhneigSur og kristindómurinn
honum hið heitasta hjartans mál.
Enginn skildi betur en hann, hvert
erindi kristna trúin á til líSandi og
stríöandi mannshjartnanna,hver lyfti-
stöng hún er til hvers konar menn-
ingar og framfara. Þvi var honum
þaö svo afarmikið áhugamál, aö hún
næöi sem traustustum tökum á huga
og hjörtum samlanda sinna. En hon-
ttm skildist þaö líka, aö ekki stóö á
sama um kenningar-umbúðirnar, sem
hún birtist í, aö því aö eins gæti hún
náö til hjartnanna, aö kenningin færi
ekki í bág viö heilbrigða hugsun,
eins og hún mótast á hverri tíö. Eins
og hann var „nokkurn veginn öfga-
laus“ í rjetttrúnaði sínum á fyrri tíð,
eins var allur „radikalismus“ fjarri
honum, eftir aö hann hafði gerst hinni
nýju stefnu fylgjandi. í guðfræðileg-
um efnum var hann vafalaust víðlesn-
astur allra íslenskra guöfræöinga.
Guöfræðilegt bókasafn hans er eitt
hið fegursta og mesta í einstaks
manns eign, sem jeg hef sjeö. Jeg
gleymi því seint, hve starsýnt mjer
var á bókahyllumar, sem huldu alla
veggi í vinnustofu hans, er jeg fyrst
kom inn þangað sumarið 1914. Jeg
man aö mjer datt i hug: Mun hann
hafa lesið alt þetta? Margar bækur
tók jeg fram úr hillunum, mikil og
þung guðfræðirit, en alstaöar blöstu
við mjer sýnileg merki þess, aö hjer
heföu bækurnar verið keyptar, ekki
til þess eins að e i g a þær, heldur
fyrst og fremst til að 1 e s a þær.
Sjera Friðrik var þá líka arbrigðavel
að sjer í guðfræði. Þar varð aldrei
komið að tómum kofunum hjá hon-
um. Kom það þá líka fram í prjedik-
unum hans, hve lærður hann var og
víðlesinn; þær voru þrungnar af fróð-
leik og líktust því einatt meira fræði-
fyrirlestri en þeim gott þykir, sem
þetta ritar. Um það efni deildum við,
oft, hvernig prjedikanir ættu að vera.
Því þar vorum við ekki sammála.
Góðar voru að vísu allar þær — ekki
mörgu — prjedikanir, sem jeg heyrði
hann flytja, en betri samt þær, er
jeg las hjá honum skrifaðar. Venju-
lega mun hann hafa talað blaðalaust
upp úr sjer, eftir að hann kom til
Winnipeg. Annirnar voru svo mikl-
ar, að ekki vanst tími til að skrifa,
enda freistingin mikil að nota þá prje-
dikunaraðferð fyrir mann, sem var'
jafn ljett um að koma fyrir sig orði
og honum var. Þó hefur hann verið
kominn á þá skoðun síðustu árin, að
heppilegra væri að skrifa ræður sínar
orði til orðs, því að í einu af síðustu
brjefum sínum getur hann þess, hve
mikinn tima það taki frá sjer, að nú
sje hann aftur tekinn að skrifa prje-
dikanir sinar. Sýnir það hvorttveggja
í senn samviskusemi hans og mikla
elju.
Þegar litið er yfir æfiferil sjera
Friðriks'Bergmanns fær það ekki dul-
ist, að hjer er mikilmenni hnigið í
valinn og óbætanlegt skarð við það
höggvið í fylkingu Vestur-íslendinga.
Fyrir þá er missirinn vítanlega mest-
ur og tilfinnanlegastur, og hann því
meiri og tilfinnanlegri, sem hætt er
við, að þess verði langt að bíða, að sá
sess, sem hjer er orðinn auður, verði
aftur skipaður eða að uppvekist þeim
sá lærdóms-, elju- og áhugamaður,
er fær sje um að halda verki hans á-
fram með sömu festu og krafti og
í sömu stefnu og hann. Því að slíkur
maður er ekki auðfundinn.
En missirinn er einnig tilfinnanleg-
ur fyrir hina íslensku þjóð og ís-
lensku kristni alls yfir. Því að þjóð-
in á hjer á bak að sjá einum sinna
mætustu sona, og kristni þjóðar vorr-
ar einum sínum langfremsta og ágæt-
asta starfsmanni, sem hún er í mikilli
þakkarskuld við fyrir það, sem hann
um æfina lagði til kristindóms- og
kirkjumálanna og fyrir holl og vekj-
andi áhrif hans á andlegt líf vort allan
síðasta mannsaldurinn.
Og hans mÖrgu vinir, sem þektu
hann best og unnu honum mest, munu
lengi sakna hans og trega missi hans,
en jafnframt blessa minningu hans,
sökum hans miklu mannkosta.
Dr. J. H.
Fráfærnafrumvarpið.
Það var prentað í heild í síðasta
tbl. Lögrjettu.
Ekki get jeg annað sjeð en að frv.
þetta sje algerlega vanhugsað.
Víst er að hver ásauðareigandi,
sem væntir sjer nokkurs hags af þvi
að færa frá ám, mun skipunarlaust
gera það. Hinum, sem ekki sjá sjer
iært að gera það, er þýðingarlaust
að skipa. „Ráðstafanir landstjórnar-
innar“, sektir og refsingar yrðu á-
rangurslausar — nema þá til ills eins.
Það eru 250,000 kg. af feiti, sem
fráfærnafyrirskipanin á að skapa. Er 1
þá reiknað, að fært verði frá 100,000 |
ám af völdum hennar og að 2kg. 1
smjörs fáist úr hverri ærnyt. Væru
1 í k u r til að þessi feiti fengist sem I
smjör úr ám, sem aldrei hafa í kví- j
um vanist, má telja v í s t að hún
fengist úr þeim sem dilkamör, ef þær
gengju með dilk, svo að þar er víst
hverju slept er, en von ein um hvað 1
hrept er.
Jeg er nú á sjötugsaldri; var allan ;
æskualdurinn ásauðarsmali og hef
alla tíð búið í sveit, notað fráfærur
og umgengist fje. Hætti ekki að færa
frá fyr en jeg sá mjer að því skaða
einn, nú fyrir 19 árum, og get nú
ekk'i tekið þær upp, hversu sem að
er farið, og hvað feginn sem jeg vildi.
Ástæður fyrir því eru:
1. Ærnar eru nú allar ótamdar.
Fyrrum voru að eins tvævetlurn-
ar ótamdar fýrsta sumarið, og var
oft stríðsamt að halda þeim frá
að sleppa til afrjettar og temja
þær við mjöltun. Nú yrðu allar
jafn erfiðar að því leyti; eldri
ærnar, sem alla æfi hafa á afrjett
gengið, enn óspakari en þær ungu
fyr, sem þá voru með hagspökum
ám, og allar yrði að „halda i“
meðan mjólkaðar væru.
2. Fyrrum dugðu unglingar (þá
vanir ærgeymslu) til að gæta
ánna, hagvanra. Nú þyrfti full-
vinnandi menn til þess. Þá mátti
láta þær liggja úti er frá leið; nú
færu þær á afrjett hvenær sem
færi gæfist.
3. Ær, sem vanar eru að ganga með
dilk, reynast stritlur. í kvium. Ber
til þess: a) Júfrin þenjast aldrei
á dilkám, því Jambið mjólkar oft
á dag; b) þeim leiðist ófrelsið,
verður að byrgja þær inni til að"
halda þeirn, verða rýrar og mjólka
* ekki; c) mjaltast illa vegna ó-
kyrðar og óvana að vera hand-
fjatlaðar, geldast því einnig þess
vegna.
4. Nú kunna víða ekki nema eldri
konur að mjólka ær, og þær einn-
ig farnar að „ryðga í því“.
5. Einn kosturinn við fráfærur er á-
burðaraukinn. Best notast áburð-
urinn með færikvíum, og þær eru
skilyrði fyrir að halda mjólkinni
hreinni. En nú eru þær ekki til
0g ófáanlegt eða afardýrt efni í
þær.
6. Flest ilát til mjólkurhirðingarinn-
ar vantar nú víðast þar, sem frá-
færur hafa lagst niður. Þau eru
lítt fáanleg eða afardýr.
7. Öll kunnátta í meðferð sauða-
mjólkur er nú týnd, nema ef eldri
konur kynnu að geta rifjað upp
sin hálfgleymdu fræði i því efni.
Margt slíkt verður þó stirt og
óhöndulegt nú.
8. Til að missa ekki ærnar í ,afrjett
fyrir fráfærurnar yrði að byrja
að gæta þeirra dag og nótt ekki
síðar en um fardaga. Dugir ekki
einn maður til þess, en fólkið nú
viðast varla nóg til annara starfa,
túnahirðingar, mótekju,garðyrkju
m. m. fl.
9. Hætt við að margt af ánum slyppi
fyrir eða litlu eftir fráfærur; en
haldist þær í kvíum sumarlangt,
verða þær rýrari til að bjarga
sjer að vetri. Bæði ærnar og
lömbin yrði fóðurþyngra, og
þyrfti því meira að heyja fyrir
fjenu. Til útigangs er dilkfje
miklu hraustara.
10. Lömbin verða a. m. k. eins miklu
fituminni fráfærð, eins og ynn-
ist af smjÖri úr ánum. Smálki
(kæfa) úr 100,000 dilkum gæfi
meira viðbit í landið en smjörið
úr 100,000 ám, sem aldrei hafa
fyr verið í kvium.
En fráfærur taka þeir samt upp,
sem geta, og sjá sjer hag að því.
Kynni að mega hvetja til þess með
íáðstöfunum, sem ljettu þeim byrj-
tinina, t. d. með því, að útvega þeim
verkafólk, sem þess þurfa, og ýms
áhöld: skilvindur, mjólkurílát, færi-
kvíaefni o. fl. — í því ættu ráðstaf-
anir þings og stjórnar að koma fram,
en ekki í „ákvæðum um fráfærur“.
Gamall smali.
Tíu sönglög
eftir Sigv. S. Kaldalóns.
Þvl er ekki að leyna að það er kom-
inn gróður í sönglagasmíði hjér á
landi nú síðustu árin. Hjer bætist nú
nýr maður í hóp íslenskra tónskálda,
Sigvaldi S. Kaldalóns læknir, og er
hann ekki með þeim lökustu. Enginn
efi á því að hann er gæddur allmikl-
um hljómlistargáfum. Þessi tíu söng-
lög, sem nýlega eru komin út, eru
þó ekki hin fyrstu, 'sem hann birtir
almenningi, heldur hefur hann áður
gefið út tvö hefti með sönglögum,
og voru fleiri þeirra góð, einstök jafn-
vel ágæt, en með þessum nýju söng-
lögum hefur hann eflaust fært sig upp
á skaftið.
Það eru eintóm einsöngslög með
pianó-undirspili, eins og lögin í fyrri
heftunum, og þau eru fyrir ýmsar
raddir: karlmannsraddir og kven-
mannsraddir, fyrir háar raddir og
djúpar raddir. Sum lögin eru „lyr-
isk“, önnur „dramatisk“ svo sem
Heimir og Kvöldriður. Það er ekki
svo, að ekki kenni stundum áhrifa
frá öðrum (meiri) tónskáldum í tón-
skáldskap hans, en hann hefur þó sín
einkenni til að bera sem söngskáld,
og Ber mest á þeim í þeim lögum, sem
hann hefur samið við söguleg kvæði
með dramatisku flugi.
Yfirleitt má segja, að öll lögin sjeu
góð og sönghæf, þó að sum þeirra
sjeu allþung og krefjist mikils radd-
arvíðtækis; en það koma einnig fyrir
einföld smálög svo sem nr. 4, Brúna-
ljós þín blíðu (orð eftir Arnrúnu frá
Felli) og það einkenniléga lag nr,
10, við gömlu vísuna Bíum, bíum,
bamba (fyrir alt-rödd).
Af hinum lögunum skal jeg eink-
um taka fram nr. 1, Heimir (orð eftir
Grím Thomsen), nr. 6, Vor (orð eftir
Þorst. Gíslason), skáldlegt og fjör-
ugt lag, lipurt og leikandi, svo sem
vera ber, en nokkuð erfitt viðfangs
vegna hinna mörgu tóntegundaskifta.
Undirspil Kaldalóns eru oftast góð,
en stundum bregða fyrir helsti óm-
striðir hljómar, svo sem í 8. deild
á 13. blaðsíðu í þessu lagi. Lag þetta
á 'einkum við tenór eða tenórbaryton.
Því næst vil jeg nefna nr. 8, Kveld-
riður (orð eftir Grím Thomsen) sem
mjer líst einna best á. Það er fyrir alt-
rödd, sem þarf þó að vera allhá, því
í laginu koma fyrir bæði tvístrikað f
og tvístrikað g; og röddin þarf einn-
ig að vera bæði lipur og dramatísk.
Að lokum skal jeg nefna nr. 9, Maríu-
bæn (orð eftir Höllu Eyjólfsdóttur).
Er það hljómþýtt og sönghæft, en
krefst liðugrar og mjög hárrar radd-
ar, m. a. kemur fyrir hátt c á orðinu
dýrð, og hugsa jeg, að fáir muni þeir
íslendingar vera, er geta sungið þetta
lag almennilega nema Pjetur Jónsson
óperusöngvari, og gæti jeg best trúað
því, að tónskáldið hafi samið lagið
einkum handa þessum söngkonungi
íslendinga. Jeg get gefið sönglögum
þessum bestu meðmæli mín, en tek
um leið fram, að þau eru ekki hvers
manns meðfæri, enda eru flest undir-
spilin fremur torveld og löguð fyrir
píanó, en ekki fyrir organ.
Holger Wiehe.
Dönsku þingkosningarnar
fóru fram í gær. Er nú í t. sinn kosið
eftir nýjum kosningalögum, með hlut-
íallskosningum, en þó sjerstöku fyrir-
komulagi. Listar voru9, og eru hægri-
menn þríklofnir og jafnaðarmenn þrí-
klofnir, en hinar listarnir frá stjórn-
arflokknum (Zahle), umbótaflokkn-
um (J. C. Christensen) og frá iðnað-
arflokki nýjum.
Nýkomin fregn segir að af stjórn-
armönnum hafi náð kosningu 71, en
68 af stjórnarandstæðingum. Kosnir
voru: 45 úr umbótaflokknum, 39 úr
jafnaðarmanftaflokknum,32 úr stjórn-
arfl., 22 hægrimenn og 1 úr iðnaðar-
flokknum nýja.
Nýjar bækur:
Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur- Dr. phil.
Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi
kr. 5,50.
Guðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00.
Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins-
son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00
Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb kr- 7,00
og kr. 11,00.
Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50,
óbundin kr. 5,00.
Jón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið-
bótartíminn). Obundin kr. 8,00.
Bækurnar fást hjá bóksölurp, eða beint frá
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík.
1- J
Kjör blaðamanna á þingi.
Forseti efri deildar, G. Björnson
landlæknir, mælti á þessa leið á þing-
fundi í E. d. 17. þ. m.:
»»Jeg vil leyfa mjer að geta þess,
að frá nýstofnuðu blaðamannafjelagi
íslenskra blaðamanna, hefur forsetum
borist erindi þar sem blaðamenn
kvarta yfir kjörum sínum hjer á
þingi. — Það er kunnugt, að blaða-
menn hafa ofðið að hýrast uppi á há-
pöllum þótt öðrum utanþingsmönn-
um hafi verið leyft að sitja í stofun-'
um niðri, við dyrnar inn i þingsalina.
Það er því harla eðlilegt að blaða-
menn uni illa hag sínum hjer á þingi,
Allstaðar í öðrum löndum er blaða-
mönnum gert miklu hærra undir höfði
en öðrum áhorfendum og áheyrend-
um. Og það á svo að vera. Blaða-
menska er nú á dögum veglegt, vanda-
samt og ábyrgðarmikið starf; bla'ða-
menn eru — eiga að vera sanftnefndir
þjóðarfulltrúar á öllum mikilsverð-
um mannfundum. Hjer á Alþingi hef-
ur blaðamönnum aldrei verið fagnað
svo vel sem skyldi, ekki neitt því likt,
sem tíðkast í öðrum löndum, á lög-
gjafarþingum. Þar er blaðamönnum
sjeð fyrir sjerstökum,ágætum áheyrn-
arstofum. Hjer er því miður ekki svo
húsum háttað, að þess hafi verið kost-
ur. En það er kunnugt, að deildarfor-
setum var i upphafi ætlað hvorum
sitt herbergi, hjer í efri deild litla
stofan að norðanverðu, í neðri deild
litla stofan að austanverðu. Og nú
höfum vjer, forsetar, orðið ásáttir um
fmð, að ljá blaðamönnum þessar stof-
ur okkar deildarforsetanna, meðan á
þingfundum stendur. Við getum ekki
betur boðið.“
Lögr. þakkar forsetum þingsins
þessi svör við málaleitun Blaða-
mannafjelagsins. En jafnframt skal
það tekið fram, a'ð samkvæmt brjefi
frá forsetum er aðgangsleyfið að for-
setaherbergjunum bundið við með^
bmi Blaðamannafjelagsins.
Strídid.
Síðustu frjettir.
Engar stórvægilegar fregnir hafa
komið af viðureigninni á vesturvíg-
stöðvunum síð'astl. viku. Þó hafa
Þjóðverjar enn sótt þar nokkuð fram
norðan til. Fregn frá 17. þ. m. sagði
þá hafa tekið Bailleul, sem er allangt
íyrir vestan Armentieres og nokkru
norðar. I síðustu opinb. tilk. ensku
segir, að fremsta herlina Breta aust-
an við Ypres hafi orðið óverjandi,
tr Þjóðverjar höfðu sótt fram til Ba-
illeul, og hafi Bretar því yfirgefið
þær stöðvar. Síðari fregnir segja frá
nokkuru frekari framsókn frá Þjóð-
verja hálfu á þessu svæði, og að þeir
hafi á einum stað tekið 2500 fanga.
Öðru hvoru er sagt frá gagnáhlaup-
um frá bandamanna hálfu, en síðastl.
viku virðist herlínan ekki hafa breytst
annarstaðar en þarna norðan til. En
nú er sagt, að búist sje við sókn frá
Þjóðverjum sunnar á línunni. Lið frá
Italíu kvað nú vera komið til vestur-
vígstöðvanna.
Franski hershöfðinginn Foch hefur
verið settur yfir allan her banda-
manna á vesturvígstöðvunum. Der-
by lávarður hefur verið skipaður
sendiherra Breta í París, en Millner
lávarður er orðinn hermálaráðherra
Breta og Austen Chamb’erlain hefur
fengið sæti í hermálaráðaneytinu.
Herskyldulögin nýju í Bretlandi öðl-
uðust gildi 18. þ. m. í neðri málstof-
unni greiddu % atkv. með þeim. En
í írlandi lítur ófriðlega út vegna lög-
leiðíing herskyldunnar þar i landi,
Fregn frá 21. þ. m. segir, aö meðlimir
írska landsþingsins sjeu að koma á
samtökum gegn herskyldulögunum,
og síðari fregnir segja, að óánægja
í írlandi fari vaxandi og sje hervörð-
ur settur þar við járnbrautir og sím-
stöðvar. Lloyd George hefur lýst því
yfir, að hann segi af sjer, ef efri máÞ
stofan felli heimastjórnarlög Irlands.
I Bandaríkjunum kvað standa til að
herskyldan verði látin ná frá 18 ára
aldri upp í 50 og lítur, eftir því, út
fyrir, að fast sje hugsað til herflutn-
inga þaðan austur um haf, en til flot-
ans segja fregnirnar, að Bandaríkja-
senatið hafi samþykti3i2 milj.dollara
fiárveitingu. í Englandi kvað vera
uppi k-röfur urn, aö öllum útlending-
um, sem neita að ganga í herþjónustu,
sje vísaö úr landi.
Það er nú sagt, að Czernin greifi
hafi sagt af sjer ráðherraembættinq
vegna keisarabrjefsins, sem áður er
frá sagt, óánægður út af því, að keis-
arinn skyldi ekki láta utanríkisstjórn-
ina vita af brjefi sínu. En Austurríkis-
keisari kvað hafa tjáð Þýskalands-
keisara, að fallbyssur sínar verði látn-
ar gefa Clemenceau svar vlð því,
kvernig brjefið hafi verið notaö. I
brjefinu hafði hann sagt, að hann
skyldi styðja „allar rjettlátar kröfur
Frakka til Elsass-Lothringen.“ Baron
von Rajech er orðinn utanríkisráð-
herra Ungverja í stað Czernins, og
er þó helst svo að heyra í fregnunum
sem Czernin fari frá að eins í bráð, en
muni taka við aftur innan skamms,
enda hefur hann reynst mjög mikil-
hæfur maður. Annars er gert ráð fyr-
ir stjórnraskiftum í Ungverjalandi
mjög bráðlega og búist við að An-
drassy greifi myndi nýja stjórn.
I Finnlandi er nú mjög farið að
sverfa að Rauðflykkingum. Hvít-
flykkingar höfðu tekið Aabo 17. þ.
m. og Þjóðverjar náð járnbrautinni
vestur frá Viborg, og næsta dag er
sagt, aö her Þjóðverja hafi náð sam-i
an viö her Mannerheims og Rauð-
flykkingar sjeu hraktir úr öllum suð-
vesturhluta landsins. Her frá Ukraine
og Lithauen kvað hafa verið sendur
norður til Finnlands.
Ukraine og Rúmenía ætla að skifta
-Bessarabíu milli sin, sjálfsagt eftir
þjóðernum. Þýskur her er sagður
kominn suður á Krim. Annars koma
' nú engar fregnir af ástandinu í Rúss-
lendi. En frá Búkarest kom sú fregn
15. þ. m., að til stæði að öll Balkan-
málin yrðu tekin til íhugunar, og þá
tinnig það, hvað verða eigi um Salo-
niki. Síðari fregnir hafa getið um
óánægju milli Búlgara og Tyrkja,
sem mun vera út af landaskiftingum
þar eystra.
Bolo pasja hefur verið skotinn, seg-
:r fregn frá 17. þ. m.
10 þýskum botnvörpuilgum hefur
verið sökt í Kattegat, segir fregn frá
17. þ. m.