Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.07.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 24.07.1918, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA L0GRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, tninst 6o bloð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. i Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júll. síns ávalt meö viröingu og þakklæti. — Heima á Prestsbakka tók hann aö aflokinni fermingu aö lesa hjá fööur sínum, en mun samt hafa veriö frem- ur hvikull og kunnaö betur útivist- inni eins og á Völlum. Faöir hans var gáfumaöur, strangur og siöavandur, og haföi ætlaö honum, elsta synin- um, aö „ganga mentaveginn“, halda prestaættinni við. Var honutn þá kom- iö til Halldórs Friörikssonar yfir- kennara í Reykjavik og skyldi hann læra hjá honurn undir skóla, og áriö 1864 kom hann í latínuskólann og settist þá í 2. bekk. Skólaárin veröa allflestum yndis- iegasti tími æfinnar, og svo munu þau einnig hafa orðiö honunt. Skólalífið jtnun þá hafa verið lang stærsti þátt- rrinn í Reykjavíkurlífinu og gefið því svip. Skólasveinar voru aö heita mátti hrókar alls fagnaðar i bænum cg hjeldu tryggum fjelagsskap sin á meðal. í þennan eina lærdómsskóla landsins voru þá eigi sendir nema þroskaðir efnismenn, og var aö sjálf- sögðu mjög litið upp tii þeirra, og nutu þeir víst ólíkt meiri virðingar en skólalýðurinn reykvíkski nú á tím- um. — Skóla- og bekkjarbræður Kristjáns Eldjárns, þeir Björn Jóns- son ritstjóri, Björn Olsen, Valdimar Briem, Jón Ólafsson ritstjóri, Júlíus Halldórsson læknir, Kristján Jónsson skáld, sjera Jón á Stafafelli o. fl., voru líka menn sem sitthvað áttu í fórum sínum, það er verða mátti f jel^gsskap þeirra og skólalífi til gagns og gleði, og kom þar hinn fyndni fjörmaður að góðu liði. Þaö er dg almæli skóla- hræðra hans, enda á „þrykk út geng- ið“, að K. E. hafi átt drýgstan þátt- inn í gleðskap þeirra og fjelagslífi. — Engi var hann þó áburðarmaður, átti t. d. sömu sparifötm alla sína skólatíð, og eigi útsláttarsamur, held- vr, enda kvaðst hann hafa verið feim- inn fram eftir allri æfi. En i fjelags- lifi skóiabræðra sinna naut hann sín vel. Faðir hans hafði sett honum strangan fjárhaldsmann, Iialldór Friðriksson, og bjó hann hjá honum. t'n þess hefði hann ekki þurft, því Kr. E. var þá, eins, og ait af, ráðsett- ur og sparneytinn; og gat sagt síðar frá því, sem fáir víst geta hrósað sjer af, að hann hefði farið skuldlaus úr skóla. Einkum mun hann, í skóia, hafa lagt iag sitt viö Július Halldórs- son og Jón Ólafsson, og þó fremur við þann fyn ". Voru þeir ólikir i ýmsu, cn áttu þó vel við K. E. ’nver á sinn hátt, þvi þótt hann væri fjörmaður cg spaugsamur, þá var hann einnig að eðlisfari stiltur vel og rasaöi aldréi vm ráð fram. Þess vegna mun hann aldrei hafa fyigt Jóni Ólafssyni í ýnisu „spaugi“ hans, nema nokkuð á leið. En gaman þótti honum að Jóni og mat hann ávalt 'mikiis. Það mun og hafa dregið þá saman, að Jón var skáldmæltur og orkti mest af skóla- sveinum, en þaö var K. E. lika, þó lítið bæri á. Mun það eigi svo lítið, er hann orkti í skóla, en lagði það s:ðan algerlega á hylluna, eingöngu fyrir þá sök, að honum þótti sjálfum skáldhlutur sinn lítill, og kærði sig því eigi um að halda honum á lofti, því hálfdrættingur vildi hann hvergi vera. —- En hinn alvörugefni og gætni maður K. E. mun einkum hafa kjörið Júiius sem lagsbróðir sinn. Hafa þeir ;<ð sjálfsögðu átt margt skylt saman, enda urðu þeir alda-vinir. — Þó að þessir sjeu sjerstaklega nefndir, þá er e’gi svo að skilja, að eigi hjeldu þeir fleiri hópinn, enda gat jeg þess áður. Og jeg minnist þess, að þá er Björn Jónsson þáverandi ráðherra ferðaðist um Norðurland 1910, gisti hann á Völlum, og haföi gert sr. Kristjáni E. boð að finna sig þangað, En er þeir fundust, 0g þá er þeir máttu htyra hvor annars máí, kölluðust þeir á ýmsum glens- og spaugsyrðum, síö- an fjellust öldungarnir í faðma og myntust vel og lengi. Mjer hafði sýnst Björn þögull og þreytulegur, en svo i>rá við komu sr. K. E., að hann Ijek á als oddi. Nú komst enginn að. Þcir höfðu nóg um að tala, og það voru ekki „deilumál dagsins", — stjórn- málin, sem þeir ræddu um, því þar áttu þeir enga samleið, nei, það var um hin löngu-liðnu skólaár. Báðir mundu margt. Við riðum nokkrir með ráðherranum úr Dalnutn, en sr. Krist- ján reið með Birni Jónssyni, og alla þá stund, er samfylgdin varaði feng- um við að eins að horfa á „ráðherr- ann“ á hestbaki, en Björn og Kristján spjöliuðu i sífellu og — hlógu. — t skóla mun K. E. hafa verið fremur væru-kær við nám, ekki stund aö þaö af kappi, nema helst tungu- mái og sögu, enda varð hann prýðis- vel aö sjer í þeim fræöum. Eigi að siöur las hann margt og mikið ýmis- legs efnis, og varö því allra manna fjölfróðastur. Gáfurnar voru afbragð og minnið óbilandi, og hefði hann les- ið lexíurnar sína'r og ekkert annað, þá hefði einkunn hans úr Latínuskól- anum orðið hærri. Hún er þvi engan veginn neinn mælikvarði á gáfur hans. — Einnar fræðigreinar veröur þó að geta, er hann las mikiö á skóla- árunum síöustu. Þaö var læknisfræð- in. Hún var honum hugleikin, og ljet liann einu sinni orð liggja að því, við nokkra vini sina, að hefði hann spil- að á eigin spýtur, mundí hann hafa helgaö henni líf sitt. En þetta grúsk lians í læknavísindum og lægni hans og áhugi á þeim fræðum, kom mörg- um að liði síðarmeir. — — Vorið 1869 útskrifaðist hann úr Latínuskólanum. Næsta haust gekk hann inn í Prestaskólann og tók guð- fræðispróf 1871, vígðist að Stað í Grindavik og fluttist þangað sem prestur árið eftir. — — — Staðarpresturinn, gleði- maðurinn úr hinu „rauða“ skólalííi, mun hafa fundið allmjög til viöbrigða er hann var kominn á jafn afskektan staö, en þvi kunni hann í raun og veru vel, sveitaprestur ætlaði hann sjer að verða. Reisti hann bú á Stað, hið myndarlegasta, og var Þorbjörg systir hans ráðskona. Þreifst búið ágætlega, því bæði voru þau fyrir- hyggjusöm og ötul. En brauðið var örðugt yfirsóknar, því með Staö þjón- aði hann einnig Selvogsþingum, en það hefur víst enginn gert annar. hvorki fyr nje síðar, enda eigi heigl- um hent, vegna hinna afar-löngu og örðugu feröalaga yfir vegleysur ein- ar, Þaö er og almæli, aö þar hafi hinn ungi prestur sýnt hinn mesta dugn- að, og svo var hann virtur og elsk- aður af söfnuði sínum, að þá er hann sótti um Tjarnarprestakail, eftir 8 ára prestskap á Staö, reyndi söfnuð- ur hans meö öllu móti hafa hann kyrran, en það stoðaöi ekki því æsku- stöðvarnar drógu norður. Kvaddi hann Grindvíkinga 1880, fór alfarinn norður að Tjörn i Svarfaðardal, og flutti þaðan aldrei síðan. — 1881 kvæntist hann Petrínu Hjörleifsdóttir og lifðu þau í hjónabandi í 35 ár, cignuðust 8 börn, 4 syni og 4 dætur. Af þeim dóu tveir sveinar kornungir cg einn á 7. ári, prýðis-efnilegur pilt- ur, Hjörleifur að nafni. Ein dóttirin, Þorbjörg, dó fullorðin og gift 1915. Eftir lifa 3 dætuv Ingibjörg, Ólöf og Sesselja, allar ógiftar, og einn sonur giftur, Þórarinn, sem nú býr á Tjörn. Sambúð sr. Kr. E. og trú Petrínar var hin besta. Hann gat vitanlega ' verið dálítið snefsinn í hinu smáa, en eigi að síður unni hann konu sinni hugástum og sýndi þegar mest á reið að hann var afbragðs eigintnaður, Flvað hana snerti, þá tel jeg vafasamt að nokkur kona geti veriö betri eigin- kona en hún var. Efnin hafa sennil. verið af skornum skamti framan af, og mun ómegðin og þó einkum vetk- mdi húsfreyjunnar hafa valdiö því, Prestslaunin voru heldur ekki stór og mjög reitingsleg í þá daga, enda presturinn miður góður tollheimtu- maður, ljet þá borga er vildu, en krafði víst sjaldan hina. Urðu því aðal-tekjurnar að koma frá búskapn- um, enda þreyfst hann vei, og mátti heita, þá er þau nættu búskap 1914, að þau væru mjög vel efnuð á okkar niælikvarða. Þó var sr. Kr. E. enginn búskörungur á heimilinu, Ijet sjaldan neitt til sín taka, svo vinnufólkið vissi varla af honum sein húsföður, en allir * lítu upp til hans, og engum á heimil- inu hefði komið til hugar að móðga hann vísvitandi. Mátti varla sjá oft og tíðum hvort honum líkaðivel eða mið- ur við fólkið, snupraði aldrei neinn og hældi fáu. En þess þóttust menn ávalt verða áskynja, að þá voru spaugsyrð- in og kýmnin meira á takteinum, er honum líkaði vel störf og hættir fólksins, og voru þau laun vel þegin. Aftur á móti gætti frú Petrínar mikið á heimilinu sem stjórnanda, þá er hún var heii heilsu. Gaf hún og heim- iiislífinu hinn glaðlega og frjálslynda blæ, er einkendi það og dró margan þangað. öll bústjórnin að heita mátti,minsta kosti í framkvæmdinni, var í hönd- um ,,ráðsmannsins“, vandaði klerkur vai þess manns og gaf honum siðan einveldi í hendur. Kom þar, sem víö- ar, fram búhygni hans og niannþekk- ir,g, aö láta þar fara saman skyldur og rjettindi. Hef jeg stundum síðar sjeö hve langt framar sr. Kr. E. stóð fiestum nútíma húsbændum í þessu efni. Sjálfur vann hann litið sem ekki hin síðari ár, enda farinn að fitna nokkuö, en gott skyn bar hann á vinnubrögð og haföi yndi af aö sjá vel unnið, enda var honuin tíö-reikað út á sumrum meö kíkirinn. Og þá er vetra tók og hann sat alla daga yfir bókum, þá var alt af óblandinn á- nægjusvipur á andliti hans, er hann á kvöldin, þá er allir voru setstir að vinnu, kom fram úr „prestshúsinu", fram í baðstofuna, þar sem fólkiö var, cg leit yfir hópinn starfsfúsan og starfsglaðan. Þar gekk hann um gólf stundarkorn, prúöur og göfugmann- legur á svip með pípuna í munninum, yrti oftast eitthvað á fólkiö, sagði eitthvaö fróölegt og skemtilegt og settist síðan viö bókina á ný. — Við opinber störf fjekst sr. Kr. E. litið, tranaði sjer hvergi fram og vildi koma sjer hjá öllu slíku, ef þess var kostur. Þó var hann um nokkur ár sýslunefndarmaður, og, sem fleiri prestar, sáttasemjari, og munu víst fáir hafa farið ósáttir frá þeirri sátta- nefnd, er hann sat í, alla hans tíö En margur þurfti aö fá ráö og ieið- beiningar hjá honum á ýmsu, og þótti sá eigi standa einn, er haföi sr. Kr. E. með sjer. — Klerkur var sr. Kr. E. góöur. Að vísu gátu stóiræður hans veriö all- misgóðar, sem eðlilegt er, en allar voru þær þrungnar lífsannindum og bygðar á hinum trausta trúar-grund- velli hinnar „helgu bókar“, er hinum skvaldursama seinni tima hefur eigi cnn tekist að raska. Þar komst engin hálfvelgja að. Hann var strangur al- vörumaöur í „stólnum“ og yfirlætis- laus. Trúmálin voru honum heilbg mál, er honum fanst hann aldrei mega tala um nema á hinum vigða staö, cða þá er hann var í liempu. Því var hann daglega mjög fámáll um þau efni, og áleit það skaðlegt að draga þau inn i hiö daglega þras, enda var hann enginn yfirborðsmaður, er al- staðar og öllum þarf að opinbera þaö er honum býr í bjósti. Slíkt þótti hon- um óviöeigandi eða jafnvel ósæmilegt. En fyndist honum að hann þurfa að tala, þá er hann t. d. heyrði trúmála- fleipur eða gárungahjal um hin „helgu mál“, þá geröi hann þaö meö slíkri alvöru og einurö, aö allir aörir þögnuðu. Þessi einkenni hans munu cigi lítið hafa stutt að því, hve mikil prestsleg áhrif hann haföi á söfnuö sinn, og bar kirkjuræknin meðal ann- ars vott um það. Þó munu tækifæris- ræður hans eigi minst hafa stutt að þessu, einkum líkræðurnar. Þær þóttu afbragð annara ræða hans, og munu sennilega fáir prestar hafa staðið hon- um þar á sporði. Tókst honum oft að- dáanlega vel að finna það sem við átti, cg segja hvorki of mikið nje of litið, eins og t. d. það, sem dæmi um dugn- að manns, sem þektur var aö því, að hirða stundum meira en hans var, aö hann hefði farið dagfari og náttfari til fanga, svo heimilið ei bristi björg. — Þær voru því ávalt lausar viö hið væmna oflof og smjaður, er stundum vill fijóta með i likræðum prestanna, en huggunarrikar voru þær engu að siður og lærdómsríkar. Og þessar ræður, sem ög allar aðrar ræður hans, voru klæddar hinum makalausa „klassiska" búningi, svo að unun var á að hlýða. Heyrði jeg gáfumanninn sr. Stefán Kristinsson á Völlum, er var nágrannaprestur hans mörg hin síðari ár, dást að þessu, og kvaðst hann í því efni telja hann fremstan þeirra presta, er hann hefði haft kynni af. Um hina svo nefndu nýju guðfræði var sr. Kr. E. fáorður. Þótt hann væri frjálslyndur maður, kaus hann þó sjaldan breytingu á þvi sem var, nema sannfærður væri um yfir- burði hins nýja. Og mjer er nær að halda, að honum hafi' þótt meira en vafasamt, að nýja guðfræðin megnaði að efla hið sanna guðsriki meöal vor. Það var skapi hans og skoðun nær, að Kristindómurinn yrði að móta tím- ana, en tímarnir ekki hann. Og' hann mundi hafa ráðlagt hverjum manni hið sama og sr. Torfi gamli í Borgum Jóns Trausta, þegar hann var að bjarga sr. Gísla frá þeint glapstig- um er yfirborðsskvaldrið á Eyrinni var að leiða hann út á: „Þegar þjer finst jörðin skríða undan fótum þjer, RTýjar Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Ouðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00 Ouðm. Ouðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb kr 7,00 og kr. 11,00. Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50, óbundin kr. 5,00. Jón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið- bótartíminn). Obundin kr. 8,oo Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík. s ,r þá leitaðu inn í fjarðarbotninn. Þai er jarðvegurinn fastari fyrir.“ ' Vorið 1917 ljet sr. Kr. E. af prests- sl-rap, og hafði hann þá verið prestur í 46 ár. Lækningar fjekst sr. Kr. E. við framan af, og tókst vel. Kunni hann skilgrein á flestum hinum algengari sjúkdómum og ráð við mörgum. Má i geta nærri hvílíkur hollvinur og barmaljettir hann varð með þessu mörgum í læknafæðinni þá. En strax og læknum fjölgaði svo að styttra var að ná til hjeraðslæknisins, hætti prest- ur læknisstörfum. Kunni hann sjer hóf, þar sem annarstaðar. Fræðimaður og gleðimaður þótti sr. Kr. E. fremur flestum öðrum. Hann rnátti heita sí-lesandi alla æfi. Má því nærri geta, aö jafn víðlesinn maður og fjölfróður hefði frá mörgu að segja fróðlegu og skemtilegu. Fjör og fyndni var honum meðskapað, og varð því frásögnin með slíku Hfi og litbrigðum, að hann gat komið „stein- unum“ til að hlusta og hlæja. Sútar- svipi og sultarhjal var honum meín- illa við, enda hvarf þá oftast umhverf- inu úlfúð og andstreymi, er hans sól- skinsandlit sást. Því þótti það enginn smáræðis-fengur, að fá prestinn til að tefja á heimilunum þá er hann var á ferð, eða að hann sæti veislur og sam- kvæmi. Og ekkert hafði hann á móti því að Bakkus gamli væri einn meðal gestanna og dýrkaður sæmilega, enda voru þeir góðkunningjar alla æfi, en enginn sá prest nokkurn tirna beygja knje fyrir hinum gamla garpi, nje dýrka hann úr hófi. Eigi spilti hann heldur gleði hinna yngri, eða vitti fjör cg ærsl, þá er það átti við. Þótti hon- um á gamals aldri hin mesta skemtun að sjá ötula stráka \ áflogum eða á skiðaferðum og hvatti fremur en latti til allra stórræða í þeim efniím. Það má því með sanni segja, að sr. Kr. E. flytti með sjer heilbrigða lífsgleði hvar sem hann fór, og verður það aldrei matið sem vert er. --------- Hinn 11. sept. s. 1. veiktist si'. Kr. 1\. snöggiega, og andáðist út lungnabólgu 16. s. m. Hjelt hann ráði og rænu að mestu fram í andlátið, hughreysti börn sín og’bað vinum sín- t'in veífarnaðar. Þótti honum sem drottinn hefði alt gert dásamlega til handa sjer, og ekki síst þaö, að fá nú að deyja, eftir hið langa æfistarf, áður en ellin hafði rænt hann hinum tryggu förunautum: Hfsgleðinni og þrekinu.. Jarðarförin fór frain 29. s. m. að viðstöddum 2 prestum og múg manna.Og mjer er sem jeg sjái „sökn- uðinn væta marga brá“ þann dag. því bygðin átti þar á bak að sjá, eigi að eins góðum kennimanni, heldur einnig lífsglöðum 0g siðspökum höfð- ingja, er eiginlega allir höfðu virt og clskað, — „en minning hans mun æ vakin, þá góðs er höfðingja getið." Og með honum er líka fallinn síðasti presturinn á Tjörn, því brauðin eru nú sameinuð og prestssetrið á Völl- um. Tjörn hafði hann keypt af lands- sjóði, og trygt með því afkomend- um sínum þennan gullfagra stað. Sjera Kristján Eldjárn var með- almaður á hæð og allþrekinn, herði- breiður, beinvaxinn og að öllu hinn snotrasti a velli, hvikur í spori og mjúkur í hreyfingum. Fríðleikur óx honum með árum. Ennið hátt, hvelft cg gáfulegt og augun snör, hárið fremur ljóst og all-mjög hæruskotið j á síöári árum. Hann var sjerlega svip- ! góður maður, gáfulegur og fjörlegur, en þó stiltur í fasi, ávalt kurteis og lúö mesta snyrtimenni i framkomu, , lijelt virðingu sinni alstaðar og ávalt. Hann var góöur drengskaparmaður, friðsamur, vinfastur og vinavandur. Leitaði aldrei á menn að fyrra bragði, en gat verið þungur í skauti,ef honum fanst sjer misboðið eða órjettur ger, en var þó manna fúsastur á sættir, ef um var leitaö. Má því segja um hann likt og forðum, að hann var „maður góðháttaður og spakur“. * Nú hvíla prestshjónin á Tjörn, þau síðustu en ekki sístu, bæði í sömu gröfinni í kirkjugarðinum þar, meðal ástvina og samferðamanna. Er þar margt góðra manna moldu orpið, ,,og aldrei er hugur minn hreinni en er hugsa’ jeg um þann reit“. Maí 1918. Snorri Sigfússon (frá Tjörn). Striðid. Síðustu frjettir. Sókn Þjóöverja á vesturvígstöðv- unum, hinni síðustu, virðist alveg hafa veriö hnekt af bandamönnum. Þeir hafa hörfað aftur frá því svæöi sunnan viö • Marne, sem þeir tóku í upphafi sóknarinnar, og fregn frá 22. þ. m. segir Frakka hafa tekið Chateau Thierry viö Marne, sem Þjóðverjar náðu í fyrri framsókn sinni þarna. Milli Aisne og Marne, segir sama fregn að Frakkar hafi áótt fram, en Þjóðveriar haldi stööv- um sínum hjá Reims og Soissons. I skeyti frá 23. þ. segir, að þá sje orðið kyrt á vigstöðvum Frakka. Fangataka Þjóðverja í þessari sókn var talin 20 þús. Nú segja síðari fregnir að bandamenn hafi einnig tekiö 20 þús. fanga og 400 falibyss- ur. í síðustu opinb. tilk. ensku segir, að tilgangur Þjóðverja með sókninm þarna hafi veriö sá, að brjótast fram til Chalons sur Marne, með sókn frá tveim hliðum. Önnur hófst að norð- an, núlli Prunai, sem er suðaustur frá Reims, og Massiges, sem er þaðan i norðaustttr, én hin hófst fyrir sunnan og vestan Reims, í áttina til Epernai, sem er við Marne, nokkru fyrir vest- p.n Chalons. Frá öndverðu voru örö- ugleikar á sókninni, segir í ensku fregnunum. Á 23 mílna vígvelli, milli Prunai og Massiges, voru Þjóðverjar nær undir eins stöðvaðir á vígstöðv- um Frakka. Að undanteknum smáum framsóknum á þremur stöðum, tókst þeim hvergi að komast fram úr fiemstu víglínu Frakka. Vestan meg- m komust þeir aftur á móti yfir Marne á hjer um bil 20 mílna svæði. Þeir höfðu ætlaö sjer að koniast til Marná—Epernai—Calons að morgni næsta dags eftir að sóknin hófst, eða tneð öðrum orðum, að sækja fram um 12 mílur. En að kvöldi hins þriðja cíags höfðu þeir komist lengst áfram um 6 mílur, þar sem þeir fóru yfir Marne. Bandamenn höfðu staðist á- rásina, og hún var þá orðin að smá- áhlaupum frá beggja hálfu. Frakkar hófu þá jafnframt sókn morguninn 17. þ. m. á 26 mílna svæði milli Aisne og Marne, á Hnunni norður og vestur frá Chateau Thierry, og með þeirri

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.