Lögrétta - 24.07.1918, Síða 4
‘124
LÖGEJETTX
Raflýsing
í mótorbáta, íiskiskip, verslunarhús, verksmiðjur o. fl.
er best frá hinu stóra heimsfræga firma
Ljósyélarnar framleiða 600—800 kertaljós og eyða ea. */, kg. á klukkustund. Vélar þessar
vinna án rafgeymie, eru einfaldar, þurfa enga volt- eða amper mæla og eru mjög fyrirferðarlitlar.
Aths. Umboð á nefndum vélum fekk eg árið 1916, en pantaði þær fyrst í ár, eftir að
hafa látið þektan íslenskan fagmann skoða vélarnar en honum virtust þær góðar og hentugar.
Vélarnar eru seldar ödýrt. — Uppsetningu annast íagmaðar.
AðalnmboðsmaOnr fyrir íslaud og Færeyjar
O. EL.LIIVGSEKr.
finnist þægindin svo mikil frá því
sem áður var, að þeir eygi ekki fram
undan sjer önnur fullkomnari flutn-
ingatæki. — En þeir eru svo fáir,
að þeirra gælir lítt, og til þeirra má
síst taka tillit.
Hinir, sem daglega verða varir
við ófullkomleika flutningatækjanna,
eiga heimtingu á, að þeir menn,
sem mestu um landsmál ráða, hefj-
ist nú þegar handa og hrindi sam-
göngutækjum landsins i það horf,
sem hver menningarþjóð heimsins
heimtar, nfl. járnbrautir.
Þótt heimsstyrjöldin sje enn þá í
algleymingi þá dugar ekki að leggja
árar í bát og segja, að ekkert sje
hægt að gjöra landi og lýð tii heilla
meðan hún standi yfir.
Jeg veit að við höfum ekki það
fje, sem járnbrautarfyrirlæki í stór-
um stíl útheimtir; jeg veit líka, að
við eignumst það ekki í náinni frain-
tið; það er því þýðingarlaus biðin.
Hitt er víst, að í ýmsum nágranna-
löndum hafa fjelög og einstakir menn
nú á styrjaldartímanúm grætt mikið
fje, og þeir og þau myndu fús til
að Ieggja það fram í arðvænleg fyr-
irtæki hjer á landi engu síður en
annarstaðar í heiminum.
Þótt Ameríka sje mörgum sinnum
stærra land en Island, geri jeg ráð
fyrir, að seint hefði unnist þar með
ýms þjóðþrifafyrirtæki, ef i byrjun
hefði aðeins átt að vinna með því
fje, sem þar var fáanlegt. Jeg get
þess hjer af því jeg hef heyrt, að
stó. u menn, sem þjóðin þó kallar
leiðandi menn, sjeu þeir föðurlands-
vinir (!) að þeir vilji ekki nota út-
lent fje til þjóðþrifa-fyrirtækja hjer á
iandi, — sjeu hræddir um að út-
lendir fjársýslumenn sjeu svo sling-
ir í samningagerðum, að við þá sje
ekki eigandi, — gera með öðrum
orðum svo lítið úr alþingi og þeim
mönnum sem með samninga og fjár-
má! íslands fara, að þeim sje eigi
treystandi til neins.
En þeir hinir sömu, sem halda
þessu fram, ættu aldrei að koma ná-
lægt fjármálum nje öðrum velferðar-
málum Islands, því það eru skað-
legustu fjandmenn þess.
Svo framt sem Reykjavík á að
ná þeim framförum, sem allir vinir
hennar óska, þá er henni bráð nauð-
syn á járnbraut austan úr sýslum.
— Hana vantar svo áþreifanlega
daglegar samgöngur við austur-sýsl-
urnar, að íbúar hennar líða nauð á
meðan samgöngufærin eru í því
ástandi, sem þau nú eru í. — Ur
austursj dunum á Reykjavík að fá
mjólk, Jir.j lax, smjör, hey, jarðar-
ávöxt ofl., sumt daglega og sumt á
þeim tíma, sem afurðirnar verða í
tje látnar af framleiðendunum.
Austursýslurnar hafa býsnin öll að
flytja, og engu síður er íbúum sýsl-
anna nauðsynlegt að fá járnbraut
heldur en Reykvíkingum, því fólks-
fæð er þar tilfinnanleg, og annir svo
miklar, að sist mega bæiidur við að
missa sig eða bestu vinnumenn sína
til langra ferðalaga um þann tíma,
sem þeir hafa mest að starfa heima
fyrir, svo jeg ekki tali um útsiit á
mönnum og hestum við löng ferðalög.
Það mun því mega fullyrða að
nóg yrði að flytja fyrir járnbraut,
þótt stöku afturhaldsmenn haldi því j
gagnstæða fram. — Það er að vísu
ekki hægt að segja um hinn beina
hagnað, sem járnbrautin hefði í för
með sjer, svo maður ekki tali um
hinn óbeina, sem að sjálfsögðu yrði
miklu meiri.
Þið alþingismenn, og aðrir nýt-
ir menn! — Hrindið samgöngumál-
unum í rjett horf; þúsundir manna
vænta þess af ykkur.
D. D.
Á Bröttubrekku.
VI.
Dictis dnbit ipsa fidem res.
Lucretius.
Skilningurinn á eðli drauma hefur
fengist fyrir langa viðleitni; það er
ekki ofmælt að þar kemur til greina
þessi longa applicatio, sem Newton
talar um. Það eru 16 ár og meira,
síðan jeg beinlínis „setti mjer fyrir“
að reyna að skilja eðli drauma. Og
jeg hef fundið, hvernig á að ganga
alveg úr skugga um það, að draum-
lífið verður fyrir áhrif utanað; er
það sem Plótín er að fálma eftir
með orðinu epakton (inductum, in-
duktionsfænomen), en ekki tilbúning
ur, er svefnviiundin skapi úr eftir-
stöðvum áhrifanna á skyntaugarnar,
ásamt leifum vökuvitundarinnar og
einhverri vitund af skynjun gegnum
svefninn. Að vísu mun slíkt koma
til greina, en mest þannig, að það
hefur nokkur áhrif á sambandið við
draumgjafann. Menn munu fá að
sjá, að hún verður upphaf mikilla
tíðinda í vísindum, þessi uppgötvun
á sálufjelagi eða sambandi við draum-
gjafann, eða á því að dulin fjölvit-
und (latent multiple personality) sem
kemur fram í svefni, er eðlilegt (nor-
mait) ástand mannsins. Hin mjög
oft nefnda kenning Myers um und-
irvitund er til orðin af því að mönn-
um hefur verið ókunnugt um þetta
sem hjer er á vikið. Þegar menn
jukust að þekkingu og lærðu að
hugsa glöggar, hurfu þeir frá hinni
fornu trú á að maðurinn lifði það
sem hann dreymir, og gæti farið í
fjarlæg lönd þó að „búkurinn lægi
sofinn“. En þó að hinni einföldu
barnstrú mannkynsins væri í þessum
efnum slept, þá komust menn ekki
á vísindaleiðina. Menn æfðu sig ekki
nógu vel í að athuga nákvæmlega
hvað það er sem þá dreymir. Jeg
hef lesið margt um drauma á 8 mál-
um og virðist mjer það alt með því
marki brent, að menn hafi ekki kunn-
að nógu vel að athuga draumana.
Menn hafa ekki fundið nægilega til
þess hvað efnið er þýðingarmikið.
Engan grunaði, að með því að skoða
sína eigin svefnvitund nógu vand-
iega, mætti finna visindalega aðferð
til þess að rannsaka lífið á öðrum
hnöttum, og leggja undir yfirráð vís-
indanna það svæði sem einn af mestu
spekingum, Herbert Spencer, hefur
kallað the Unknowable, það sem aldrei
yrði vitað, Menn grunaði heldur
ekki þegar þeir voru að rannsaka
hvernig Ijósið brotnar, að á þeirri
leið mundi verða fundin aðferð til
þess að rannsaka efni annara hnatta,
og ákveða með nákvæmni hraða
sólna sem eru í biljóna milna fjarlægð'
Auguste Comte, einn af mestu spek-
ingum Frakka á öldinni sem leið,
spáði því nokkru fyrir miðja öldina,
rjett áður en aðferðin til þess að
rannsaka efnin í öðrum stjörnum
fanst, að mönnum mundi aldrei tak-
ast að beita efnafræðinni við himin-
tunglin. Og jeg býst við því að
flestir muni spá þvi nú, að Iífið á
öðrum stjörnum muni menn aldrei
læra að rannsaka. En ekki munu
þeir sannspáir verða er þannig spá,
og mun hitt sönnu nær, að áður
mörg ár eru um liðin, verði þau vís-
indi komin vel á veg sem Macmil-
lan Brown, (Godfrey Sweven) höf-
undur hinnar bestu framtíðarlýsing-
ar (Utopía) sem rituð hefur verið
á jörðu hjer, hefur nefnt astrobiölogi,
stjörnulíffræði; orð þetta sá jeg ekki á
prenti fyr en í framtíðarlýsingu Browns,
sem heitir Limanora, eða Framfara-
eyjan, en hafði áður aðeins sjeð það
i óprentuðum íslenskum ritgerðum.
VII.
Menn snúast ekki rjett við því sem
hjer er ritað með því að segja t. d.:
Það er óhugsandi að smáþjóðarmað-
ur geri nokkra höfuðuppgötvun í vís-
indum; heldur ekki með því að vilja
halda því fram, að maður sem hefir
æft sig nokkuð í að athuga jarðlög
og landslag (og sitthvað fleira í nátt-
úrufræði) eigi ekki að æfa sig í að
skoða sinn eiginn huga, eða geti ekki
náð neinum þroska í þeirri ment;
(en það er einmitt það sem jeg hef
mest æft og kann best; hef jeg á
þúsundum andvökustunda eigi allfá-
urn, haft að sumu leyti alveg óvana-
lega góðar ástæður til að iðka þá
fræði). Rjetla aðferðin til þess að
snúast við þessu máli, er að læra
sjálfur að athuga. Æfa sig í að at-
huga eftir því sem hjer er sagt og
verður síðar sagt enn gjör, uns mönn-
um er orðið það dagljóst, að það sem
þeim ber í drauma, er ekki þeirra
eiginn hugarburður, og eins, að draum-
gjafinn eða draumgjafarnir eiga heima
á öðrum stjörnum.
Sálufræðin hjer á útjaðri vitheims
er í þessum efnum á svipuðu stigi
eins og stjörnufræðin mundi vera,
ef menn ímynduðu sjer, að stjörn-
urnar væru ekki annað en hugar-
burður, sem heilinn byggi til úr eft-
ristöðvunum af áhrifum sólskinsins.
Hin nýja vísindagrein, sem nefna
mætti epagógík, indúktions- eða íleið-
ingarfræði, bregður merkilegri birtu
yfir sumar kenningar hins ágæta
Demókríts, mesta spekings fornaldar-
innar; það er einkum kenning hans
um eidóla, (á latínu Simulacra) ept-
irmyndirnar, sem allir hlutir, að þvi
er Demókrít sagði, senda ávalt frá sér
i allar áttir, sem jeg á við; rómverski
spekingurinn Lucretius hefur í hinni
miklu fræðikviðu sinni um eðli hlut-
anna gjörst skýrt frá þeirri kenning.
Framhald.
Aths. í V, siðasta blaði, síðu 113 neðst,
höfðu fallið úr nokkur orð; ritað var: að
sá sem lifir mínu draumlífi, er ekki jeg
sjálfur; það sem mjer virðist ‘ 8vefninum
vera mitt líf o. s. frv.
Helgi Pjeturss.
Með báli og brandi.
Flftir Henryk Sienkiewicz.
VIII. KAFLI.
Bohun var bæði hugprúður og
hygginn hershöfðingi, en i þessari
herferð.hafði hamingjan alveg snúið
við honum bakinu. Þóttist hann nú
vita fyrir víst, að furstinn hjeldi með
allan her sinn gegn Krysovonos.
Höfðu menn Zagloba sagt það, þvi
að þeir hugðu svo vera.
Hann flýtti því för sinni eins og
hann mátti á fund Krysovonos, til
þess að segja honum tíðindin, en það
var ekki auðgert. Að þremur dögum
liðnum hafði safnast að honum tvö
hundruð af mönnum hans. Hinir voru
fallnir eða ófærir af sárum og sunur
höfðu flúið út á merkur og ráfuðu
þar um, en vissu ekki hvað þeir áttu
að taka til bragðs.
Þessi flokkur Bohuns var nú, eftir
áhlaup Volodyjevskis, orðinn svo
blautgeðja, að víst var, að hann legði
þegar á flótta við hina minstu hættu,
þó höfðu menn þessir ekki látið sjer
alt fyrir brjóst brenna. Þeim kom
það ekki til hugar, að það hefði verið
íámennur riddaraflokkur- er rjeðst á
þá; hjeldu þeir það hafa verið furst-
ann með allan sinn her eða mikinn
hluta hans.
Bohun var þungt í skapi. Sjálfur
var hann sár á handlegg og meira
meiddur, því að Volodyjevski hafði
riðið á hann ofan. Hann gnísti tönn-
um af reiði, er honum datt Zagloba í
hug og að hann hefði sloppið heill
úr greipum sjer. Hann hugði einnig
að traust hermannanna á sjer væri
tarið, og fjell það mjög þungt. í án-
mgarstöðunum, þegar hann hjelt að
aðrir sæju ekki til, krepti hann hnef-
ana í bræði. sinni og þuldi hinar óg-
urlegustu formælingar. Helst óskaði
irann þá þegar að ráðast á her furst-
ans og falia í þeirri árás. Hann drakk
til þess að drekkja sorgum sínum,
þar til hann vissi ekki sitt rjúkandi
ráð.
Hann vildi óður berjast við furst-
ann, en menn hans neituðu ákveðnir
að fylgja honum að því. Hann hótaði
að vega þá, ef þeir ekki hlýddu, og
gerði sig líklegan til þess, en það
var árangurslaust; þeir sátu fastir
við sinn keip.
Það voru ekki enn úti allar þrautir
íyrir honum. Hann hugöi að Kryso-
vonos hefði orðið að hætta umsátinni
og halda austur á bóginn. Hann
stefndi því í þá átt en rakst þá á Lon-
ginus og flokk hans. Veittu Kósakkar
litið viðnám, en flýðu beint sem
horfði. Varð þá fyrir þeim Skrjetuski
cg flokkur hans. Rjeðust þeir þegar á
þá Bohun og það svo ósleitilega, að
Bohun komst nauðulega undan með
uokkra tugi Kósakka,- Eftir að hafa
hvarflað um þar á sljettunni nokkra
daga, komst hann loks til herbúða
Krysovonos, sigraður og herfanga-
laus.
Þótt Krysovonus venjulega yrði af-
arreiður, er foringjar hans urðu fyrir
skakkafalli, þá tók hann nú þessum
tíðindum nteð mesta jafnaðargeði og
ásakaði Bohun á engan hátt. Hon-
um var kunnugt um það af eigin
íeynslu að ekki var við lambið að
leika sjer þar sem furstinn var. Hann
hughreysti Bohun og ljet hjúkra hon-
um eftir föngum.
Herflokkar furstans sneru aftur til
Jarmolin, og hittust þeir þar, vinirnir
fjórir. Hvíldu þeir þar nienn og hesta
í nokkra daga,
Þeir sögðu hver öðrum hvað á daga
þeirra hafði drifið. Sátu þeir yfir
ölkönnunum og hafði Zagloba þar
ílest að segja.
„Jeg var handtekinn," mælti hann,
„það er rjett. En hamingjan er
hverful sem hjóL Venjulega hefur
Bohun farið illa með aðra, en nú
höfum viö leikið hann grátt. Drott-
inn hefur refsað honum, vegna þess
eð hann rjeðst á okkur, er við sváf-
um svefni hinna rjettlátu og vakti
okkur á óvirðulegan hátt. Hann hugð-
ist mundu hræða mig með hótunum,
cn það get jeg sagt ykkur, að jeg kom
þannig orðum fyrir mig, að hann
gætti sín ekki og sagði meira en hann
ætlaði. Það er enginn minsti vafi á
því, að hefði jeg ekki verið handtek-
inn, mundi Volodyjevski eigi hafa
unnið slíkan sigur. Jeg verð að telja
okkur báðunt hann, þvi sannarlega
átti jeg niinn hluta í honum; því held
jeg fram meðan jeg lifi, -— sem jeg
vona að verði lengi. Hefðum við! ekki
sigrað hann, mundi hann ekki hafa
rekist á ykkur Longínus og verið
gersigraður. Flversu margir hafa
íallið af þínurn mönnum, Longínus ?“
„Tólf og nokkrir voru sæi-ðir.“
„En af þínurn, herra Mikael?“
„Um þrjátíu að eins, Kósakkarnir
voru ekki viðbúnir áhlaupinu.“
„Mistir þú marga, foringi vor?“
„Jafnmarga og Longínus.“.
„Jeg hef að eins mist tvo menn.
Nú getið þið dæmt um, hver er besti
foringinn. Og hlustið þið nú á mig!
Hví fórum við ferð þessa? Til þess
að koma ótta að óvinunum og ná
áreiðanlegum fregnum um athafnir
Krysovouos. Hafið þið fengið þær?
Nei, alls engar, en jeg hef fengið þær
frá Bohun sjálfum. Hann situr um
Kamenets, en hefur í hyggja að hefja
umsátina. Og jeg veit fieira. Mundi
það koma hjörtum ykkar til þess að
berjast um af gleði í brjóstum ykkar.
Jeg hef heyrt Bohun sjálfan segja að
ungfrú Helena væri lifandi og óhult
og hefði enga lineisu beðið. En hún
er nú á valdi hans.“
„Getur þa'S verið! Er hún lifandi,“
hrópaði Skrjetuski og fölnaði af
geðshræringu.
„Það er satt, eins og jeg sit hjerna."
„En hvar er hún?“ spurði Skrje-
tuski ákafur. „Getir þú sagt það, held
jeg þig af himnum sendan."
„Bohun sagði mjer ekki þa'ð. En
það gat jeg ráðið af orðum hans, a»
hann hefur flutt hana í þann stað sern
hún er örugg í, þrátt fyrir styrjöldina.
Hún er ekki i herbú’ðum Krysovonos
og ekki heldur í Kænugörðum, því
hann sagði beinlinis, að þau færu
þangað að ófriðnum loknum og
bjeldu þar brúðkaupið."
„En hvar er hún þá?“
„Nálægt Jampol einhversstaðar."
„Af hvaða ástæðum ályktar þú
það ?“
„Af nokkrum orðum, er jeg heyrði
af samtali Kósakka tveggja. Sljettan
kringum Jampol getur ekki veriö
dvalarstaður hennar; þar eru engin
fylgsni. Jeg tel því líklegast, að hún
sje falin milli Jampol og Jahorlík
einhverstaðar. Jeg þekki það svæði,
það er fult af hellrum og gjám.“
„Höldum við hópinn, þá munum
vi'ð finna hana. Við förum á morgun
þegar hestarnir hafa hvílst, á fund
íurstans og skýrum honum frá ferð
vorri og öllum upplýsingum er við
höfum fengið um óvinina. Honum
mun líka vel þessi ferð vor.“
Það var lagt af stað í dögun morg-
uninn eftir. Um kvöldið koniu þeir
til Volotjúk og ætluðu að gista þar.
Hafði verið stórrigning allan daginn
og var ferðin því þreytandi. Skipuðu
þeir þegar menn á vörð og tóku síðan
á sig náðir. Varla var þeim runninn
blundur í brjóst, er sta'ð'urinn komst
allur í uppnám og riddaraflokkur
kom þeysandi inn i bæinn. Það var
hraðboöi frá furstanum, er flutti þær
frjettir, að uppreisnarmenn og Tart-
arar hefðu sigrað furstann og banda-
menn hans hjá Pitavets; alt hefði
veri'S i mestu óstjórn þeim megin, og
furstinn engu fengið að ráða. Var nú
öllum hersveitum furstans boðið að
halda beint til Lemberg.
Þessi tíðindi komu eins og reiðar-
þruma yfir þá, en þeir höfðu engan
tíma til þess að setjast við bollalegg-
ingar. Fjandmenn þeirra v.oru á næstu
grösum.
Hestarnir voru þegar söðlaðir og
lagt á stað. Bæjarbúarnir báðú og
kveinuðu að þeir væru ekki skildir
eftir óvarðir og yrðu þá herfang
I artara, — því að þeirra var þangað
von á hverri stundu, — en enginn
synti bænum þeirra.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17.. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
Fjelagsprentsmiðjan.