Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 14.08.1918, Qupperneq 1

Lögrétta - 14.08.1918, Qupperneq 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiðsUt- og innheimturrt.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsimi 359. Nr. 38. Reykjavík, 14. ágúat 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í itiMuii Slofinr [ymuRdnonar. Lárus Fjeldsteð, yfirrjettarmálafærslumaCur Lækjargata a. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. DKótak. Undarlegt er það, þegttr menn vinna ár eftir ár eitthvert verk með verkfæri sem afkastar miklu minna en annað, er þó kostar lítið og auðvelt er að smíða. Sýnir það eins og fleira hvað vaninu er rik- ur og hugsunarleysið um vinnu- brögðin mikið. Menn þræla sjer út við starfið alveg að óþörfu eða borga miklu meira fyrir að fá það unnið heldur en þeir þyrftu, ef þeir hefðu rænu á að búa almenni- lega í hendurnar á sjer eða þeim sem fyrir þá vinna. Nú er þetta afsakanlegra,, ef menn vita ekki að betra verkfæri er til en það sem þeir hafa, en ófyrirgefanlegt. er að halda áfram með verra áhald- ið eftir að bent hefur verið á ann- að, sem betur svarar kostnaði. Eitt slíkt dæmi, af óteljandi, er það, að mór er alment stunginn hjer á landi með rekum, þrátt fyrir það að til er annað áhald sem miklu betur er til þess fallið, en það er móskerinn. pórhallur Hjarnarson biskup lýsti snæfelsk- um móskera og aðferðinni við að beita honum í grein sinni: „Ferð um Snæfellsness- og Dalasýslu. Sumarið 1902“ í Búnaðarritinu 17. ár, 1903, bls. 107. Hann segir: „Páll gamli Melsteð, sem fyrir 50 árum þjónaði Snæfellsnessýslu, hafði beðið mig að skoða „torf- skerann“ í Helgafellssveitinni. þessi snæfelski móskeri er sjer- kennilegt áhald þar í nokkrum sveitum — í Hnappadals og Dala- sýslu er skóflan. — Jeg skoðaði móskerann og sá unnið með hon- um bæði í Eyrarsveit og Helga- fells. Trjeblaðið frarn úr skafti er um V2 alin á lengd, breiddin 5—- 6 þuinl., járnvarið stendur um þumlung fram af. Öðru hvoru megin út frá járnvarinu — eftir þvi, á hverja hönd maður vill kasta —, keinur í rjettu liorni við blaðið, skeraeyrað eða hakið, hvasseggjað sem varið, 2—3 þuml. hátt; og' ræður það þykt flögunnar er skorið er. Fyrst er holan stungin niður nteð skeran- um — niðurskurður — en síðan, þegar rúmið fæst, er spænt eða flísað frá hlið. Bóndi, sem stóð uð þessu verki og áður hafði verið á Akranesi og þekti því vinnu- brögðin að þessu hjer syðra, taldi stórum betra verkfærið og vinnu- lagið vestur þar. Öll eftirvinna og þurkun er miklu hægri við flögu- móinn, og hann sagður drýgri og betri til brenslu. Blaðið á einmitt að vera úr trje, hálu og föstu, loðir fremur við járnið. — Bún- aðarfjelagið mundi fúslega útvega sýnishorn að vestan og láta smíða eftir, ef einhverjir vildu reyna þennan snæfelska móskera.“ Ekki veit jeg hvort þessi orð hafa borið nokkurn árangur. Að minsta kosti hefur hjer í Reykja- vík mórinn alt til þessa alment verið stunginn með rekum. Snæ- felska móskerann hef jeg aldrei sjeð, en óliklegt virðist mjer, að hentara sje að hafa blaðið úr trje en járni, og úr járni eru þeir fáu móskerar sem jeg hef sjeð. pað er atriði, sem vert væri að rann- saka út af fyrir sig, hvort „öll vinna og þurkun er miklu hægri við flögumóinn, og hann drýgri og betri til brenslu‘“. Nokkuð er það, að Danir skera flögumóinn lárjett, en stinga hann ekki 'nið- ur, eins og hjer tíðkast alment (sjá grein Ásgeir Torfasonar: Mór. Eimr. XI. ár, 1905,bls. 43— 44). En þó að mórinn sje stung- inn niður, þá ætti enginn að gera það með reku, heldur með mó- skera, og skal jeg' nú víkja lítið citt að honum. Fyrsta móskera sem jeg sá hafði Lárus Hjaltested á Sunnu- livoli látið smíða sjer i vor úr venjulegri reku. Yar annar jað- arinn á rekublaðinu beygður fram, svo að hann myndaði rjett horn við það, og skeraeyrað eða hakið fest á þennan jaðar með hnoðnögl- um; var það 10,5 cm. fyrir egg og mjókkaði upp. Jeg fjekk að grípa í þennan móskera og virt- ist mjer auðsætt, að stinga mætti svo ótt með honum, að tveir menn hefðu nóg að gera að kasta frá með kvísl. Hugsaði jeg' mjer, að sinn kastaði upp á hvora hönd og þegar annar hefði kvíslina á lofti, ljeti hinn hnausinn falla á sína, altaf á víxl. Virtist 111 jer að þetta mundi jafnauðvelt eins og' fyrir tvo að hamra sama járnið á stcðja. Jeg hef jafnvel sjeð tvo karla berja liarðan fisk á steini suður í Feneyjum þannig, að hvor reiddi sitt höggið til skiftis. Gekk það ótt og títt og bar ekki á að þeir færu út af laginu. Jeg færði þetta í tal við nokkra menn, og leist þeim misjafnlega á það. Nú hefur þetta verið reynt. Guðmundur pórðarson, verkstjóri við bæjarmóinn, sem jeg hygg að telja megi með bestu verkstjórum hjer og lán fyrir bæinn að hafa fengið til þessa mikilsverða starfs, ljet smíða nokkra móskera úr venjulegum rekum, svipaða þeim er jcg gat um á Sunnuhvoli, en rekublaöið þó mjókkað meira. Slíkir móskerar verða að visu aldrei eins góðir og hægt er að smíða úr völdu efni, því að reku- blaðið er ekki flatt; gengur sker- inn því ekki eins greiðlega í mó- inn og hnausinn verður ekki al- veg jafnskorinn. Halldór Arnórs- son hefur smíðað móskera úr bíl- f jaðrastáli fyrir porl. Vilhjálmsson á Rauðará. Móskerinn (sjá mynd á 2. siðu) cr 1 m. á lengd frá egg að efri brún handfangsins, 26 cm. frá egg að skafti og eggin 14 cm. til hvorrar hliðar. pessi móskeri hefur verið reyndur nokkra dagavið bæj- armóinn og þótti fyrirtaks góður. Lengdin hæfir vel 175 cm. háum stungumanni. Með slikum skera er stungið þannig, að stungumað- ur heldur sinni hendi um hvorn arm handfangsins, þrýstir skeran- um niður, uns hæfilega djúpt er komið, og gerir þá ofurlítið kast á handfangið fram á við. Fellur þá hnausinn á kvíslina, sem höfð er til taks. Listin er sú, að sker- inn stingi hiklaust hvern hnausinn af öðrum og alla jafnstóra, svo að móstálið verði sljett. Mun það fljótt koma ineð æfingunni, ef hafður er setningur á frá byrjun. peir sem kasta frá, standa frammi fyrir stungumanni, sinn til hvorrar hliðar, láta hnausinn falla á kvíslina og kastar venju- lega sinn upp á hvora hönd. Ættu allir, er þetta verk vinna, að skifta við og við um stöðu og þar ineð um hönd. Er það frámunalegt, að allir skuli ekki frá barnæsku vera vandir á það að vinna upp á báðar hendur þau verk, sem til þess eru fallin, því mikil hvíld er í því að skifta um hönd og likaminn af- lagast síður af erfiðinu, ef jafnt reynir á báðar hliðar hans. íslensk- ur hjeraðslæknir hefur sagt mjer, að til hans kom ungur maður nieð skakkan hrygg'. Hann hafði verið í vegavinnu og altaf mokað upp á sömu hönd. Hver maður getur á stuttum tíma orðið jafnleikinn í því að vinna slikt verk upp á báðar hendur, og ekki mundi það þykja góð rakstrarkona, sem altaf rakaði upp á sömu höndina. Kvíslar þær, sem hafðar eru til að kasta frá stungumanni, ættu að vera ljettar og liprar og svo langar, að sá, sem með þeim vinn- ur, þyrfti lítið að beygja bakið. par sem skerinn stingur hnaus- inn með einni stungu, en rekan venjulega með tveimur (þeir sem fimir eru með rekuna stinga þó stundum tvo hnausa með þremur stungum), þá er auðsætt, að leik- inn maður ætti að jafnaði að geta stungið tvo hnausa með skera, meðan einn er stunginn með reku. Sparast þá einn maður af hverjum fjórum þeirra, sem eru í mógröf- um.* par sem svo fátt fólk er við mótöku, að ekki er nema einn til að kasta frá stungumanni, þá ætti engu siður að hafa móskera, því að stungumanni veitist verkið .ljcttara og' hann getur í hægðum sínum stungið svo ótt, að hinn megi hafa sig allan við að kasta frá. Geta þeir tveir, sem í gröf- inni eru, þá stuhgið og kastað til skiftis og hvílst þannig á víxl. í bæjarmónum í Kringlumýri var sú aðferð, er jeg nú hef lýst, reynd síðustu vikurnar sem mór- inn var tekinn upp. Voru þá þrír karlmenn í mógröfinni. Einn j stakk með móskeranum, en tveir köstuðu fi’á, sinn til hvorrar stúlku á bakkanum.Voru jafnan 4 stúlkur á bakkanum fyrst, uns kösturinn var orðinn þeim of stór. pá var tveimur bætt við. Sagði verkstjór- inn mjer, að reikna mætti fimm stúlkur til jafnaðar við hverja gröf. Jeg set lijer töflu, bygða á athugunum er verkstjórinn ljet gera á 5 flokkum, þar sem stungið var fyrst með reku, en síðan með móskera. „Stunga“ kallast hvert mólag sem stungið er niður. pykt þess er jöfn lcngd reku- eða skera- blaðsins. par scm taldir eru 4 í gröf og 5 á bakka, þá er auðvitað unnið ó tveim stöðum. Einn stingur og annar kastar frá á hvorum staðn- um. * Það munar ekki litlu t. d. fyrir Reykjavík. f bæjarmónum stungu J8 menn i sumar, þangað til mósker- ai’nir komu. Hefðu 9 þeirra sparast, voru það 9x0,80x11 = kr. 79,20 á dag! <J < K C H Flokkur ^ 4^ Karlar í gröf L. I CH 17» 17» Konur ó. bakka h-i U-». k—. t-i. fc© Stungur 10 X 10 fet 05 O»_00 05 05 'ln Stundir 50 7T p © O p O 'i7» 17» *—l V 4^ O O O L-Ö L© O O QC O O Stungan stundir v- 1 1 K h* t8 h* H '05 05 fcS OC 10 O O --1 Laun karla kr. H- H* H*. O O V» o o wO O —-1 *-J Laun kvenna kr. lO fc© fc© l 00 10*10 10 10 o: 4^ Stungan kostar kr. 10 10 10 10 10 Karlnr lgröf 17» 17» 17» 17» 17» Konur á. bakka h-k. h-i. —i. >_*■ ha. 4>* O 4^ 4»* Stungur 10 X 10 fet OC 00 17» 17» 17» 00 Stundir pOppp 05 17» Vl lo'lO OvlGCdOi —1 ^J Stungan stundir 5 o* C/3 7T — H^^O O 4* lo'OC GO 00 35*4 VIC5J5 I.aun karla kr. -t J-h 1-». H-k O © “io is"-j oc oc ^GCCJOO Laun kvenna kr fc© fc© 10 l-*- I^ 0c'O5 05 o'o 10 17» 10 o o Stungan kostar kr. + o o o o o Gróöi á móskera á stungu kr. pað skal tekið fram, að flokk- stjórarnir einir vissu um það, að þessar athuganir voru gerðar og að karlmenn hafa i laun kr. 0,80, en konur kr. 0,45 um klukku- stundina. Auðvitað er ekki mikið að byggja á svona fáum athugun- um, því að menn geta verið mis- jafnlega upplagðir. pó er taflan að ýmsu leyti lærdómsrík. Hún sýnir fyrst og fremst hve mikill munur getur verið á flokkunum, þótt þeir hafi allir sama tíma- kaupið. Og þar sem í I. og II. flokki 3 menn í gröf ljúka stungunni ó talsvet styttri tíma með móskera en 4 menn með reku, svo að gróð- inn nemur meiru en launum eins karlmánns, þá hefur orðið tap á móskeranum í V. flokki. En það er aðgætandi, að þar sem allir þessir stungumenn voru vanir að stinga með reku, þá höfðuTiiunir ekki beitt móskeranum nema nokkra daga. Engu að síður hefur gróðinn verið að meðaltali 31,4 eyrir á hverja stungu fyrir alla 5 flokkana. R ekn Mósk eri 1 ^ l M j 1 p tfi 'Ö ö sa eð Hnausar Sekúndur ' U rr, 0 3 a S •0 % Hnausar Seliúndnr U _ ts ® ö 2 œ'=8 8o| 156 1,95 27 98 3,63 100 124 1,24 100 255 2,55 20 75 3,75 100 147 1,47 23 60 2,60 75 282 3,76 100 165 1,65 20 54 2,70 113 434 3,84 100 171 1,71 80 224 2,80 50 192 3,84 80 138 1,73 60 170 2,83 40 155 3,88 100 188 1,88 70 201 2,87 20 78 3,90 79 153 1,94 31 89 2,87 54 214 3,96 100 200 2,00 30; 87 2,90 30 120 4,00 100 201 2,01 36 106 2,94 30 122 4,07 100 212 2,12 :J0; 90 3,00 40 170 4,25 47 107 2,28 25! 75 3,00 60 263 4,38 91 211 2,32 100 306 3,06 20 92 4,60 40 96 2,40 20 64 3.20 20 97 4,85 100 241 2,41 30 98 3 27 30 150 5,00 40 97 2,43 40 131 3,28 20 118 5,90 46 132 2,87 20 67 3,35 60 430 7,17 40 116 2,90 24 82 3,42 40 121 3,03 14 1 55 3,93 Til gamans og samanburðar við töfluna hjer að framan, "Set jeg hjer nokkrar athuganir, er jeg gerði á ýmsum tímum um það, live lengi verið var að stitiga svo og svo marga lmausa. Gerði jeg eina athugun á hverjum flokki í senn, og kemur hver flokkur nokkrum sinnum fyrir í töflunni, þó að það sje ekki aðgreint. At- huganirnar voru gerðar með markúri, og gátu verkamenn ekki vitað hvenær jeg var að athuga þá, þótt þá ef til vill grunaði það stundum, Athugununum er raðað eftir flýti. Við þessa vinnu er alt undir því kontið að stungið sé svo ótt, að þeir, sem kasta frá í gröfinni og taka við og hlaða á bakkanum, hafi altaf nóg að starfa. Virðist mjer, að engin vinna, sem jeg þekki, væri betur fallin til þess að vera flokksákvæðisvinna, en einmitt þessi. Stungumaðurinn ræður vinnuhraðanum. Hann er forsöngvarinn sem hinir fylgja, án þess að fara nokkurn tíma út af laginu. Enginn getur skorist úr leik, því að þá slitnar þráðurinn. Og þegar ákvæðisvinna væri, svo að verkmennirnir fengju því hærra kaup, sem þeir afköstuðu meira verki, þá er ekki hætt við, að ekki væri nógu hart stungið. Samverkafólkið mundi sjálfs sín vegna sjá um það. Og ekki er mik- ill vandinn að athuga hve miklu verki er lokið hvern daginn, þar sem ekki þarf annað en telja stungurnar í rjetthyrndri gröf. Jeg efast ekki um að þessi mó- vinna mundi brátt komast á hátt stig, ef hún yrði gerð að ákvæðis- vinnu. Virðist mjer sjálfsagt að mótakan fyrir bæjarfjelagið hjer í Reykjavík verði gerð að ákvæð- isvinnu á næsta ári. — Mikið þykir undir því komið að kösturinn á grafarbakkanum sje vel hlaðinn, að hann sje sem brattastur og sljettastur utan og livíli hnaus á hnaus alla leið frá grunni og upp í topp. Með því móti þjettist mórinn best og nó- ist auðveldlegast úr kestinum, þegar bann er fluttur á þurkvöll. Við bæjarmóinn var þeirri reglu fylgt, að leggja hvern hnaus svo í köstinn, að upp sneri sá end- inn er niður sneri í gröfinni. Á- stæðan var alment talin sú, að kösturinn lilæðist betur með þessi; móti, enda væri þetta gamall siður. Jeg skil vel, að reglu verður að fylgja um þetta, sjeu lmausarnir ekki rjettstrendir, en hitt hef jeg ekki getað skilið, að það færi ver, þó hnausarnir sneru a 11 i r í kest- inum eins og þeir snúa í gröfinni. Mjer datt í bug, að þessi regla kynni að eiga rót sína í einhverri reynslu um það, að betur sigi úr mónum, ef hnausunum væri snúið svona öfugt, eða að þeir verðu sig betur fyrir regnvatni. Um það, frá hvaða hlið vatn gengi best inn i móinn vissi jeg ekkert, og gátu þeir er jeg spurði um það ekkert frætt mig í því efni, enda fanst ekkert um það i þeim bókum er við hendina voru. Mjer hug- kvæmdist að gera mætti tilraun með þetta með þeim hætti að at- huga, hve lengi ákveðið rúmmál af vatni væri að siga gegnum mó- flögu af ákveðinni þykt og flatar- máli, eftir þvi hvort vatnið lægi á þeim fletinum er upp snýr í gröf- inni, eða niður, eða þeim sem til hliðar snýr. Fór jeg mcð þessa uppástungu á Rannsóknarstofuna til Gísla Guðmundssonar og tókst hann undir eins góðfúslega á hend- ur að gera þessa tilraun. Ljet hann smiða nokkra pjáturhólka, 6 cm. að þvermáli og 12 cm. langa. Síðan var hæfilega stór móhnaus tekinn úr stálinu i mógröf og skorin úr honum flaga af þeirri þykt er reyna átti. Var svo öðrum endan- um á pjáturhólknum þrýst lóð- rjett gegnum flöguna og tók liann þannig i sig móinn. Var mórinn tekinn í hólkana ýmist eins og hanil sneri í gröfinni (rjett), eða öfugt eða frá hlið. Síðan var ákveðnum mæli vatns helt á mó- inn í hólkuhum, sín skál sett undir hvern þeirra og' atliugaður tím-> inn, sem vatnið var að síga í gegn. pað var alt komið í skólina 5 mín- útum eftir að yfirborð rnósins í hólknum var þurt.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.