Lögrétta - 14.08.1918, Blaðsíða 2
140
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og vií,
tninst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á
Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí.
Hjer er skýrsla Gísla Guð-
mundssonar um . niðurstöðu til-
raunanna.
' 11
—-
0 CfQ
-5
S O* g O- 0 œ & r* I
<-l —t 3 cc B n
C' -l 5Ö G' -t 3 2 2 0* m B 3 T5 cc a> P 1 2 O :
53 C ** "l 3
c 0» C' C 3
» s r. 2 5- S* 1
’-í "1, 2 5i
3 3 C B nglum. 2*. < cs 0 B P3 0» 1 a 0 a
4* co tu 4*- 1—k. s 05 ’ts tveggjaúrtaka o
0 kl.st.
to Meðaltal
4* t© 05 tveggjaúrtaka 'a
-r LG kl st, 71?
t© Meðaltal W
tveggja úrtaka o»
V, L4> SS kl.st >
tö Meðaltal a
w 1© tveggja úrtaka w
+*• 'S L© kl st C3
Meðaltal
co b© L© L© LS 05 *!-»■ GO fjögra úrtaka kl.st. X i O
Meöaltal
4» O L© 'S fjögra úrtaka w!
IG >-*■ 52 kl.st. 0
LG CO
Þykt mósins
GO 05 4* i hðlkunm
cm
Mál vatns er
látið var í liðlk
£ S 5 $ cm-3
Hjer kemur greinilega í ljós, að
vatnið gengur nálega alveg jafn-
fljótt gegnum móinn hvort upp
snýr eða niðiír það sem upp snýr
í gröfinni, en þrefalt til sexfalt
seinna þcgar hin lóðrjetta hlið
mósins snýr að vatninu.
D- ■ H
pii hefur Gisli Guðmundsson
gert þurkunartilraunir með mó.
Mórinn var tekinn á sama hátt
og áður í ferköntuð pjáturmót og
voru tvær hliðarnar opnar — upp
og niður, mótin síðan látin í ofn
með jöfnum hita, 100 stig C.
Niðurstaðan varð sú, að snúi mór-
inn eins og hann snýr í gröfinni
eða öfugt, þá gufar vatnið tals-
vert fyr úr honum fyrsta sólar-
hringinn, heldur þegar hann ligg-
ur á hlið, en úr því verður mun-
urinn sárlítill og því minni sem
lengra liður. pegar mórinn er
fullþur, hefur rúmmál hans mink-
að um Vi og eru þá 20% vatn i
honum.
Loks gerði Gísli tilraun með
vatnsgengi þurs mós úr Borgar-
firði. Sagaði liann teningslöguð
stykki, 10 cm. á hlið, innan úr
móhnausum og ljet þau \ 4 cm.
djúpt vatn í 14 kl.st. Niðurstaðan
varð, að alt að því tvöfalt meira
vatn gekk í móinn eins og hann
liggur í jörðinni — rjett eða öfugt,
heldur en þcgar hann var- lagður
á hliðina í vatnið. Tilraunin var
endurtekin með heila móhnausa
og varð þá munurinn miklu minni
á 14 kl.st., en óx aftur þegar frá
leið. Kom það í ljós, að orsökin
er sú, að cndarnir á móhnausun-
um linoðast í meðferðinni og
gcngur því vatnið síður í þá. J’etta
lag þarf tíma til að blotna upp.
Sje sagað af endunum, verða þeir
vatnsgengir sem áður.
Alt ber því að sama' brunni.
Vatn gengur miklu seinna í mó-
inn frá hlið, en að ofan eða neð-
an. Og það er nú skemtilegt, að
meðferð íslendinga á mónum cr
í samræmi við þetía. Mórinn er
stunginn þannig, að stærstu flct-
irnir á hnausunum eru þeir, sem
vatnið gcngur miklu seinna í. Á
þurkvellinum erti hnausarnir fyrst
reistir á endani), og í þeirri stell-
ingu gufar vatnið fljótast úr þcim
í fyrstu. þegar þeir eru nokkuð
teknir að þorna, er þeim hlaðið
í smáhrauka og þá lagðir á lilið-
ina. þannig verjast þeir best regni.
()g lo..s eru þeir settir í stóra
brauka cða hlaða og liggja þar á
hlið. Alt er þetta svo viturlegt, sem
best má kjósa. pessar tilraunir,
er jeg nú hef greint, rjettlæta
þannig í hvívetna aðferð þá, sem
alþýðan íslenska hefur upp tekið.
G u ð m. Finnbogason.
Utsvörin í Reykjavík.
Eftir S v e i n .1 ó n s s o n.
I.
pað hefur verið rætt og ritað
margt og mikið um tekjustofna
Reykjavíkurbæjar, og þá sjerstak-
lega um aukaútsvörin.
Lögin fyrirskipa, að útsvörin
eigi að leggjast á þá, sem gjald-
skyldir eru, „eftir efnum og á-
stæðum“. Virðist mjer þetta vera
sá langrjettasti mælikvarði, enda
eru víst flestir samniála um það.
En svo segja menn: „petta er ó-
framkvæmanlegt í svona mann-
mörgum bæ.“ í smá-kauptúnum
telja menn það Ideift, þar sem
ekki eru nema 3—10 hundruð
gjaldendur, en þar sein gjaldendur
eru hátt á fjórða þúsund, eins og
hjer, þar er það allsendis ófram-
kvæmanlegt, svo í nokkru lagi sje.
Sjálfsagt af þessum ástæðum er
bæjarstjórnin • nú búin að sam-
þykkja alt annan grundvöll til
tekjustofnsins, sem sje hundraðs-
gjald af öllum tekjum manna,
með nokkrum takmörkunum, og
svo hækkun lóðargjaldanna. Auð-
vitað getur hver sem vill álitið
þetta rjettlátari grundvöll, en jeg
fyrir mitt leyti geri það ekki. Jeg
efast líka um, að þeir sem mest
liafa gengist fyrir þessu í bæjar-
stjórninni, álíti það heldur. Ástæð-
an mun miklu fremur hafa verið
sú, að það var húið að gala svo
hátt og lengi um þessi ægilegu
sveitarþyngsli hjer, sem áttu að
flæma alla efnamenn, og sömu-
lciðis og ekki síður þá fátæku,
burtu hjeðan, að þeir voru ósjálf-
rátt farnir að trúa því, og hafa svo
haldið, að síður mundi bera á,
hvað hjer væri há gjöld — sem
jeg álít að ekki sje — með þessu
nýja fyrirkomulagi.
Öll þessi glamuryrði um há
gjöld hjer eru, að jeg hygg, ekki
á rökum bygð. í því efni styðst
jeg meðal annars við hvað fáir
kæia,„ og sjaldan heyrir maður
gjaldendur tala um að þeim finn-
ist of hátt útsvar á sjer nema þá
í samanburði við aðra, og helst
kæra menn af þeim ástæðum.
Nú eru á útsvarsskrá tæp 3800
gjaldendur. þar af eru um 1430
sem gjalda frá 4 og upp í 10 kr.
pað sem þeir gjaldendur borga er
um 8500 kr. Er þetta meira en yj
hlíiti gjaldendanna, og greiðir G.
Copland stórkaupniaður um 18
þús. kr. eða meir en helmingi
hærra en hinir allir til samans.
Taki maður svo næst alla þá, er
borga 12 og upp í 30 kr., þá eru
það um 1300 gjaldendur og greiða
þeir samtals um 27500 kr..— lítils-
háttar minna en Eimskipafjelag
íslands, sem greiðir 28 þús. kr.
pegar svo þeir eru teknir, sem
greiða meira en 30 kr„ mennirnir
sem hafa 32 kr. og upp undir 100
kr., — með öðrum orðum frá 32—-
90 kr. — verða þeir samt. um 540;
þeir borga tæp 28500 kr. Af þessu
sjest, að tæpir 3300 gjaldendur
borga um 01800 kr. og nær það
skamt upp í nálægt 533600 kr„
sem útsvörin eru nú í ár. Tökum
svo þá, sem hafa 100 kr. og upp
í 900 kr. útsvar, þeir eru um 420
og gjalda um 111200 kr. Verða þá
ekki eftir nema 67 gjaldendur, er
greiða 1000 kr. og þar yfir. Ef við
nú leggjum saman 64800 kr. og
111200 kr„ þá verður það ekki
nema 176000 kr„ þá vantar upp á
útsvarsupphæðina 357600 kr„ og
þá'iijiphæð verða þessir 67 gjald-
endur að borga — þeir sem hafa
1000 kr. útsvar og meira, og heyr-
ist ekki annað en að þeir geri það
allir með góðu, nema landsversl-
unin, að því er mjer er tjáð. pessir
67 gjaldendur samanstanda ein-
göngu af fjelögum og kaupmönn-
um, og hef jeg oft sagt, að bæjar-
fjelagið ætti að gera alt sem unt
er til að laða fjelögin hjer að —
helst útgerðarfjelögin og verk-
smiðjur — þau veita aðallega at-
vinnuna hjer og bera útsvörin að
miklu leyti.
tJtsvörin á hverjum 10 árum í
siðastl. 50 ár hafa verið þannig:
1867 voru tekjurnar
alls.3599 rd. = kr. 7198.00
1878 voru útsvörin — 8405.00
1888 voru útsvörin 19334.00
1898 voru útsvörin — 22917.00
1908 voru útsvörin — 70076.00
1918 voru útsv. liðl. — 533000.00
pað er engin furða, þegar litið
er á þessa aukningu útsvaranna,
að mönnum finnist þau aukast
mikið, einkum þegar borinn er
saman gjaldendafjöldinn 1908 og
1918. Árið 1908 eru gjaldendur
3244, en 1918 eru þeir ekki nema
3776. Rvik hefur ekki vaxið að
gjaldendafjölda nema um 532, en
vitsvörin aukist að krónutali um
453524 kr. E11 þegar að er gætt,
liggur krónu-aukningin ekki —
eða að mjög litlu leyti að minsta
kosti — i aukinni álagningu á lægri
gjaldendur, heldur i hinu, að fyrir
10 árum voru hjcr fá eða engin
útgerðarf jelög eða aðrir stór-
gróðamenn, svo sem umboðs-
menn, kaupmenn og útgerð í stærri
stíL Fyrir 10 árum voru að eins
6 gjaldendur, er greiddu 1000 kr.
og meira, samtals 9400 kr„ en nú
eru þessir gjaldendur orðnir 67 og
greiða 357600 kr. Eins og áður er
sagt, eru þessir 67 gjaldendur hjer
um bil eingöngu kaupmenn og fje-
lög — fjelögin reiknast mjer að
hafi yfir 200 þús. kr. útsvör, en
kaupmenn yfir 100 þús. Jeg hef
ekki talið saman skipstjóra og
stýrimenn og vjelameistara á gufu-
skipum, en það er auðvitað ckki
lítil upphæð, sem þeir greiða. Að
öllu þessu atliuguð fæ jeg ekki
sjeð, að í ár, og sjerstaklega ef
miðað er við kaupgjaldið, eins og
það er í ár, bori saman við kaup-
gjaldið 1908, sje hærra gjald á fá-
tækara fólkinu, enda á það ekki að
vera.
Er nú nauðsynlegt að breyta lil
með þann gjaldstofn, sem nú er
löggiltur? Yrði meira rjettlæti í
því? Jeg hef ekki gctað skilið á-
stæðuna fyrir breytingunni. Aðal-
ástæðan, sem nefnd hefur verið að
mælti með breytingunni er sú, að
bæir í öðrum löndum hafi breytt
til um stofna. það liggur þó í hlut-
arins eðli, að sú fjárupphæð, sem.
hvert bæjar- eða sveitarf jelag þarf
að jafna niður á gjaldendur, verð-
ur að takast af þeim eftir efnum
þeirra og ástæðum, annars yrði í
frammi haft mesta ranglæti. Og
ef núverandi gjaldstofn er rjettlát-
ur og sjálfsagður í fámennum
bæjar- og sveitarfjelögum, þá er
hann það alveg eins í stærri bæj-
um, eins og t. d. Reykjavík, og sú
ástæða, að gjaldendur sjeu of
margir, hefur í mínum augum
ekki við nein rök að styðjast. Að
jafna niður gjaldinu eins og bæj-
arstjómin hefur samþykt að gert
verði, er jafn erfitt, svo framarlega
sem ekki er nlveg slept þeirri
rjettlætishugsjón, sem sjálfsögð er,
að jafna gjaldinu niður eftir getu
manna. Og hvað rekur svo bæjar-
stjórnina til þessarar breytingar?
Ekki það, að gjaldið náist ekki inn
eða nægi ekki í bæjarsjóð. Eða er
það þá það, að margir mögla? í
ár hefur verið jafnað niður meiru
á gjaldendur en nokkru sinni áður.
Hvað margir hafa svo möglað cða
kært? Einn og hálfur af hundraði
hverju, og sumir þessara manna
þó að eins fyrir það að vera ekki
á gjaldskrá. J’etta sýnir, að annað-
livort eru gjöldih lá (og það eru
þau) eða þá hitt, að niðurjöfnunar-
nefnd hefur tekist svo vel að jafna
niður á gjaldendur, að þeir geli
vel við unað, og efast jeg þó ekki
um, að það mætti gera það betur.
En um þetta starf má segja hið
sama og um svo mörg önnur, að
þegar menn eru skyldaðir með lög-
um til að vinna mikið og vanda-
samt verk án nokkurrar þóknunar,
þá er starfið ekki eins vel af hendi
lcyst og ella.
Hcnning v. Melsteð.
Einn meðal hinna merkari yngri
rithöfunda Svía, Henning von
Melsteð, er af íslenskum ættum.
Hann er fæddur 1875 og er lög-
fræðingur. Faðir lians, Theodor
Finne von Mclsteð (f. 22. febr.
1850, d. 20. febr. 1916) var sornur
Jens Finne von Melsteð premier-
lautinants, sem var fæddur 1. maí
1804 á St. Thomas og andaðist
1850 (eða 1851) á Vesturheims-
eyjum. Faðir hans var Ketill Jóns-
son Melsteð, er var landsstjórarit-
ari um hríð á St. Thomas, en síðar
varð hann major í danska land-
hernum og fjell á eyjunni Anholt
26. mars 1811. Ketill Melsteð vár
fæddur á Melum á Skarðströnd
(og cr Melstcðsnafnið dregið af
fæðingarstaðnum) uml762,en ekki
17.maí 1765, eins og talið hefur
verið (sbr. Lögfræðingatal M.
Steph. í Tímar. Bmf. III, 236 og
Ersl. Forf. Lexik. Supplem. II,
358), en fór ungur utan og út-
skrifaðist 1784 úr Slagelseskóla,
verð eftir það yfirmaður í danska
landhernum, og tók 16. júní 1798
embættispróf í lögum við Kaup-
mannahafnarháskóla með 1. eink.
og árið eftir (16. jan.) vai-ð hann
landstjóraritari á St. Thomas, eins
og fyr segir. Hjer er í Safni Jóns
Sigurðssonar á Landsbókasafninu
merkileg brjef frá honum, flest
rituð á St. Thomas, til dr. Gríms
Thorkelíns, og hafa þeir verið góð-
ir vinir. Kona Ketils Melsteð var
dönsk.en faðir hans var Jón Ketils-
son (f. um 1734, d. 12. ág. 1818), er
var albróðir Magnúsar sýslum.Ket-
ilssonar, og voru þeit- synir Ketils
Jónss. prests í Húsavík (d. 24.mars
1778) og Guðrúnar Magnúsdóttur
systur Skúla landfógeta. Jón Ket-
ilsson bjó víða rfð Breiðafjörð,
síðast í Gvendareyjum, og var
umboðsmaður Skógarstrandarum-
boðs. Fyrri kona hans og móðir
Ketils Melsteð var Halldóra dóttir
Gríms Grímssonar lögsagnara á
Stóru-Giljá. Hún var föðursystir
Gríms amtmanns Jónssonar.
Ein af nýjustu og lengstu skáld-
sögum H. v. Melsted er „Miljo-
náren“, og lcom sú saga út í árslok
1917 og lýsir stríðsgróðabrallinu í
Stokkhólmi nú á síðustu tímum,
fjörug saga og skemtileg. Hefur
hún verið mikið lesin, því eftir
stuttan tíma var komin út af henni
3. útgáfa. „Gerða“ heitir önnur
' saga hans, nokkru styttri, sem út
; kom nú í ár, einnig skemtileg
saga og vel skrifuð, er gerist meðal
heldra fólksins í Stokkhólmi og
lýsir bæði heimilslífi þar og sam-
kvæmislifi. „Mina Gossar“ heitir
barnasaga, lýsing á uppeldi
tveggja drengja, sem út kom
1917. Sá, sem þetta ritar, hefur
aðeins lesið þessar þrjár bækur
af skáldritum lians, en þau eru
mörg, sem hjer eru ótalin.
Til
Ingunnar Stefánsdóttur.
Við heimför hennar frá Winnipeg
í maí 1918.
Við biðjum öll að heilsa heim
og hlýja kveðju sendum þeim,
er undu sjér í sæld og þraut
við sinnar móður skaut. —
pín bíði heima heiðríkt kvöld,
og hamingjan í trygðagjöld
þar knýti besta sveiginn sinn
í silfurhaddinn þinn.
Sig. Júl. Jóhatmesson.
Strídið.
Síðustu fregnir.
Bandamenn hafa síöastl. vikn sótt
allmikiö fram á vesturvigstöiSvunum,
en ÞjóSverjar eru þar á undanhaldi,
eigi aö eins austan viö Soissons, held-
ur og á allri linunni vestur þaðan til
til vigstöövanna austur frá Amiens,
og einnig miklu norðar, i Lysdalnum.
í síðustu opinbb. tilk. ensku segir,
að Frakkar hafi kvöldið 4. þ. m. náð
fótfestu á syðri bakka Aisne- og
Vesle-ánna. 5.—7. hafi verið barist
ákaft á þessurn slóðum og frakknesk-
ar hersveitir hafi fariö yfir árnar.á
ýmsum stöðum. En Þjóðverjar haldi
þó norður bakka Aisne og hafi þar
mikið' lið. Síðan tóku bandamenn að
sækja á þar fyrir vestan. 8. þ. m.
liófu þeir sókn á alllöngu svæði hjá
Moreuil, sem er við .Avre-ána, suð-
austur frá Amiens, og hafa Þjóðverj-
ar hrokkið þar undan, 7—9 mílur
sumstaðar, segir í ensku fregnunum,
og síðari fregnir segja, að bandamenn
hafi tekið Montdidier og sæki enn
fram á löngu svæði þar i grendinní,
hafi tekið mikið herfang og 24 þús.
fanga. Segir í ensku fregnunum, að
undanhald Þjóðverja frá vestri bökk-
um Ancre og Avre auki mjög erfið-
leika við framsókn frá þeirra hálfu
síðar í áttina til Amiens og hefti fyr-
irætlanir þeirra um að skilja þar
sundur heri Breta og Frakka. En
stöðvar Þjóðverja vestan við þessav
ár hafi verið óhagstæðar, þar sem
þeir hafi að eins haldið dálítilli ræmu
bandamanna megin við árnar, og frá
varnarsjónarmiði batni aðstaða þeirra
mikið við undanhaldið. Undanhald
þeirra í Lysdalnum megi skýra svo.
að þeir vilji stytta herlínuna og kom-
ast burt úr mjög mýrlendu hjeraði,
en ef til vill sje undanhald þeirra þar
undanfari allsherjar undanhalds á
þessum slóðum og þeir ætli að yfir-
gefa fleyg, sem þeir skutu frarn í
sumar hjá Bailleul, og gera herlínu
sína beina í sömu stefnu og hún hafi
í Flandern. Samt sjeu engar ábyggi-
legar sannanir fyrir þessu. 1 ensxu
íregnunum er boriö mikið lof á Foch
hershöfðingja fyrir herstjórn hans, er
hann nú stöðvaði framsókn Þjóðverja
hjá Marne og hrakti þá þaðan norð-
ur á bóginn, í annað sinn. En sið-
asta og eigi minsta þáttinn í sigrun-
um segir þar að Bandaríkjahersveit-
irnar eigi. Herflutningar að vestan
hafa mjög aukist í sumar, svo að nú
er sagt, að alt að 300 þús. hermenn
komi vestan um hafið á mánuði. Það
var nýlega talið svo, að komnar væru
að vestan 1 miljón og 300 þúsundir
hermanna. Nú er sagt aö til standi að-
Wilson komi í heimsókn til vestur-
vígstöðvanna.
Allar fregnir frá Rússlandi benda
nú á, að Bolsjevíkar eigi mjög i vök
að verjast. Stjórn þeirra hefur gefið
út ávarp til verkmannaflokkanna í
bandamannalöndunum og skorar á þá
að berjast ekki gegn sjer, heldur
styðja sig í baráttunni við yfirstjett-
irnar. Það *er sagt frá jáeirðum í
Moskvu og Petrograd, og ein fregnin
segir, að þeir Lenin og Trotzky sjeu
farnir frá Moskvu og# stjórnarsetur
Bolsjevíka eigi að flytjast vestur í
Kronstadt. Annars reynist oft valt að
treysta þeim fregnum, sem frá Rúss-
landi koma.
Enskur her er kominn á land í Vla-
divoskock og bandamenn hafa gefið
út ávarp til rússnesku þjóðarinnar
um, að þeir vilji með hersendingum
sínum austur veita henni styrk, þ. e.
gegn Bolsjevíkum. í sambandi við
uppreisnarliðið gegn Bolsjevíka-
stjóminni í Síberíu tóku hersveitir
bandamanna Arkangelsk 2. þ.jm. or-
ustulaust. Þar fyrir sunnan hefur
sameinað Iið frá Þjóðverjum og Rúss-
um, þ. e. Bolsjevíkastjórninni, barist
við hersveitir bandamanna.
Malvy, fyrv. utanríkisráðherra
Frakka, hefur verið rekinn í útlegð,
sakaður um landráð.
Frá Vestur-íslendingum. Land-
stjórnin fjckk 5. þ. 111. svohlj. sim-
skeyti frá Wynyard i Kanada:
„Ejóðhátíð íslcndinga hjer sendir
íslcnsku þjóðinni og gamla landinu
alúðarfylstu áriiaðaróskir. — Sig-
fús Bergmann.“