Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.08.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 21.08.1918, Blaðsíða 2
144 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur úl á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og vit, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7-5° úrg. i Islandi, erlendis kr. io.oo. Gjalddagi I. júli. það að skifta þjóðareigninni milli margra manna með lögum, sem skipuðu afgjöld alls konar. Og menn hafa þar um leið notið á- nægjunnar af því að vera lýðveldi og eiga þing með alt öðrum á- hrifum og meiri, en þýska rikis- þingið. Menn fundu til sin sem framfaraveldisins ---- þvi meðal þeirra drotnaði svo nefnt demo- kratí eða almenningsveldi. í þessu efnalega ástandi var Frakkland þá statt, þegar það steypti sjer inn i styrjöld til þess að vinna aftur El- sass og Lothringen. En tap þess- ara landa olli þvi 1912—14 sárum sviða, enda þótt sárið 1898 — fyr- ir rjettum tuttugu árum — virt- ist vera gróið. Sárið var rifið upp aftur nú, þegar ástandið í El- sass-Lothringen var orðið ger- breytt eftir 44 ára útflutning Frakka þaðan og fransks hugar- fars, en innflutning pjóðverja og þýskra skoðana og alveg nýrrar efnalegrar þróunar. pað, sem Frakkland gat unnið við stríðið, ef vel gengi, var of lítið hjá því, sem það gat tapað — og hefur því miður þegar að sumu leyti tap- ið — ef hernaðarheillin yrði því andstæð. Stjórnmálaheilbrigði er komin undir viðurkenningu staðreynd- anna og hins sanna ástands. En enginn forustumaður franskra stjórnmála virðist hafa haft vit á hinum sanna þjóðarhag'. Sambandsmálið. pess er áður getið, að ísfirska málgagnið „Njörður“ sje á xnóti sambandsla gasam n i n gn um. En „Njörður“ syngur einn i þeim tón. Öll önnur blöð á landinu taka samningnum vel. Og mótmæli „Njarðar", þau sem Lögr, hefur sjeð, eru þannig úr garði gerð, að engar umræður um málið geta á þeim bygst, enda hefur enginn enn fundið köllun lijá sjer til þess að svara þeirn, eða þörf á þvi, að það væri gert. í sumum blöðunum hefur kom- ið fram metingur urn, hverjum úrslitin væru einkum að þakka, og úr einni áttinni kveður það við hvað eftir annað, að forsætisráð- heirann eigi engan þátt í þeim. En þetta eru mjög ómakleg og ósanngjöm ummæli. Lögr. finnur enga hvöt tijá sjer til þess að gera lítið úr framkomu neins af þeim mönnum, sem að samningunum unnu.Eneigi þeir i heild þökkskilið fyrir þau úrslit, sem fengist hafa, þá á forsætisráðheiTann það ekki síst, heldur þvcrt á móti: öllum öðrum fremur. Lögr. veit líka til þess, að cinn af dönsku nefndar- mönnunum hafði þau ummæli hjer, að svo væri. pað er nú sagt í dönskum blöð- um, að ríkisþingið muni taka sam- bandsmálið til meðferðar í septem- ber, um sama leyti og alþingi. íslenskur flugmaður. Winnipeg- blaðið „Voröld“ segir frá því, að íslenskur maður þaðan úr bænum, William S. Stephenson,-hafi feng- ið heiðursmerki fyrir framúrskar- andi fimleika og hugrekki í flug- list, og sje hann fyrsti íslending- urinn, sem það hafi hlotið. Haig hershöfðingi liafi sjálfur flutt hon- um heillaóskir við þetta tækifæri. W. S. St. er 21 árs, fæddur í Winni- peg, og foreldrar hans heita Vig- fús og Kristín Stephenson. Hann fór í herinn í janúar 1916, en særð- ist næsta sumar og dvaldi eftir það lengi í Englandi. Gekk svo í flug- liðið og fór til Frakklands aflur snemma á þessu ári. Nýjar bækur: Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil. Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi kr. 5,50. Guðm. Finnbogason, dr. phll.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00. Murphy: Bðrn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins- son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00 Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvteði. Nýtt safn. Innb. kr. 7,00 og kr. n,oo. Magnús Jónsson: Marleinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50, óbundin kr. 5,00. Jón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið- bótartíminn). Obundin kr. 8,00. Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík. Útsvörin í Reykajvík. Eftir Svein Jónsson. II. Jeg get ekki stilt mig um að minnast lítið eitt á útsvarsskrána árið 1918. Að sjálfsögðu nxætti segja eitthvað líkt um fleiri út- svarsskrár, en jeg hef í frístund- unx mínum flokkað skrána yfir þctta ár niður. Útsvarsskráin fyrir 1918 er í 93 flokkum. Mjer finst hún eins vel geta verið — eða hefði átt að vera — í 54 flokkum, hversu varlega scnx farið hefði verið. J?að getur varla verið nein skynsemi í því að hafa flokkana fleiri en 54. Og jeg get varla hugsað mjer, þegar jeg lít yfir flokkana, að niðurjöfn- unarnefndin hafi haft í huga neina flokkaröðun, heldur gert þetta — ef maður mætti svo segja — út í loftið. Að minsta kosti væii það nægileg flokkun á fyrsta tugnum að viðhafa 4, 6, 8 og 10 kr. upp- hæðir. Væri rjettast að hafa minst 10 kr. Vinnukonur hafa hjer flest- ar um 300 kr. í kaup um árið, húsnæði og fæði. Maður, sem hef- ur 3000 kr. tekjur, hefur venjulega 100 kr. útsvar hjá niðurjöfnunar- nefnd, og eins og nú er ástatt, mun láta nærri, að einhleypur maður nxeð 3000 kr. tekjunx lxafi sáralítið afgangs öllum árlegum fi-amfærslukostnaði — líklcga svipað og vinnukonan, senx áætla má að xxiiixsta kosti 1000 kr. laun, þegar reiknað er alt, sem lxún fær ókeypis í vistinni. — En þó að maður sleppi nú þessunx 10 kr. og byggi á þeirri grundvallarreglu senx virðist koma fram hjá hátt- virtri niðurjöfnunarnefnd, þá vei-ða flokkarnir samt ekki nenxa 51 í raun og veru. J?ví tæpast er hægt að kalla það flokk, þótt nefndin setji einn íxiann 19 sinn- um nxeð sjerstakri upphæð, tvo menn 13 sinnum, þrjá menn 8 sinnum, fjóra menn 8 sinnum, fimm menn 3 sinnum, sex menn 2 sinnum, sjö menrt 1 sinni og fimm menn 1 siixni o. s. frv. J?að ætti að taka upp þá reglu að hafa útsvarsskrána í flokkum, en ekki, eins og luin er nú, í staf- rófsröð. Til dæmis að taka væri það þægilegt fyrir bankann, sem lánar mönnunx að miklu leyti með tilliti til þess, hve hátt útsvar menn liafa, og væri þá hægra að sjá gildi mannsins, ef ekki þyrfti annað en að sjá í hvað flokki hann væri. Og þá gæti hæglega farið svo, að þessi eini maður, sem hefur 550 kr., vildi gjarnan hafa 600 kr., til þess að vera í sama flokki og hafa sanxa lánstraust og Eggert Claes- scn eða allir þeir, senx hafa 600 kr. Eða þessir 4, sem hafa 900 kr., ætli þeir vildu ekki eins vel borga 1000 kr., og hafa svo sama láns- traust og Sveinn Björnsson, Sig. Eggerz ráðherra og aðrir þeir menn, sem í þeim flokki eru. Sama er að segja um þann flokk, sem í er að eins 1 maður, og hefur 375 kr. útsvar. Ætli liann hefði kært, þótt hann hefði haft 400 kr. og haft svo sömu aðstöðu og Hannes Thorsteinsson í íslandsbanka. Svona mætti halda áfranx tak- markalaust og jeg hugsa, að 10 eða 20 kr. hækkun á þessum eða hinum væri ekki illa sjeð, ef hann hefði þá um leið komist í næsta flokk fyrir ofan sig, t. d. við síð- ustu niðurjöfnun. Nú set jeg hjer flokkaskipun eins og hún kemur fyrir sjónir í núverandi niðurjöfnunarskrá 1918 og með því fyrirkomulagi, J>ar út imdan eins og mjer finst flokkun- in vera í raun og veru, og svo þar út frá eins og nxjer finst að hún ætti að vera. Jeg fer ekki neitt nánar út í að skýra þá flokkaskip- un, senx mjer finst að ætti að vera, því eins og sjcst af þessu, er minsta gjald 10 kr., og nxundi það lenda á þciin, senx nú greiða 4, 5, 6, 7, 8 og 10 kr., senx er að mestu leyti vinnukonur og lausakonur, og svo á bláfátæku fólki, sem býr þó, en ætti lielst ekkert að borga og er eingöngu ekki alveg slept vegna þess að það mundi þá missa af kosningarrjetti, enda má seg'ja, að hver maður sje jafnrjettur eft- ir, hvort sem hann hefur 10 kr. meira eða minna að spila úr á ári. Annar flokkur er 20 ki\, þriðji flokkur 30 kr. o. s. frv., upp í 100 kr. og svo áfram, eins og sjest á eftirfarandi flokkaskiftingu. Tala gjaldenda með sama út- ‘ svan. Greiða nú í | útsvar (1918) 1 Núverandi flokkaskipun í i raun og veru. j Flokkaskipun eins og mjer | findist að ætti 1 að vera. 865 4.00 4.00 8 5.0° 60 6.00 6.00 4 7.00 156 8.00 8.00 336 10.00 10.00 10.00 157 12.00 12.00 17 14.00 32 15.0° 141 16.00 16.00 34 18.00 452 20.00 20.00 20.00 6 22.00 10 24.00 225 25.00 25.00 2 28.00 234 30.00 30.00 30.00 1 32.00 103 3500 35-°° 1 38.00 92 40.00 40.00 40.00 13 45.00 134 50.00 50.00 50.00 5 55-oo 65 60.00 60.00 60.00 4 65.00 21 70.00 70.00 43 75.00 49 80.00 80.00 80.00 4 85.00 5 90.00 96 100.00 100.00 100.00 2 110.00 11 120.00 11 125.00 T25.00 I25.OO 3 T 30.00 4 140.00 Si 150.00 150.00 150.00 2 IÓO.OO 2 170.00 6 175.00 4 180.00 1 I9O.OO 48 200.00 200.00 200.00 2 220.00 4 225.OO 2 230.OO 22 250.OO 250.00 250.00 2 270.00 2 275.OO 3 280.00 37 300.00 300.00 300.00 1 325.OO 2 330.00 7 350.00 1 375-oo 20 400.00 400.00 400.00 10 450.00 450.00 1 470.00 ^OO.OO 18 500.00 500.00 1 550-00 13 600.00 600.00 600.00 10 700.00 700.00 700.00 14 800.00 800.00 800.00 4 900.00 900.00 16 1000.00 1000.00 1000.00 3 1100.00 5 1200.00 T 200.00 1200.00 3 1400.00 2 1500.00 1500.00 1500.00 5 2000.00 2000.00 2000.00 1 2200.00 3 2500.00 2500.00 3 3000.00 3000.00 3000.00 2 3500.00 3500.00 3 4000.00 4000.00 4000.00 2 5000.00 5000.00 5000.00 1 5500.00 5500 00 1 . 6500.00 6500.00 6000.00 1 7000.00 7000.00 7000.00 1 7500.00 7500.00 1 8000.00 8000.00 8000.00 4 9000.00 9000.00 9000.00 i 10000.00 IOOOO 00 10000.00 2 12000.00 12000.00 T 2000.00 2 15000.00 15000.00 r 5000.00 1 T 8000.00 18000.00 18000.00 1 20000,00 20000.00 20000.00 1 23000.00 23000.00 23000.00 1 28000.00 28000.00 28000.00 31000.00 35000.00 1 - 40000.00 40000.00 40000.00 Að svo mæltu læt jcg uttalað um þetta mól. Set hjcr þó nokkra flokka lescndunum til ganxans og athugunar. 85 kr. Geir Einarsson s.s. Njörður, Gísli Björnsson verslm. Grettisg., Guðjón GuSmundsson snx. Njálsg., Jón Hall- dórsson trjesm. Skólavst., 90 kr. Arinbjörn Sveinbjarnarson bókb., Guöm. Kr. Guðmundsson skp. Grg., Kristján Pálsson sm. Lvg., Jónatan Jónsson gullsm. Lvg., Símon Sveins- son skipstj. Hvg. 100 kr. Álafoss afgreiSsla, Ari B. Antons- son verslm., Árni Benediktsson kpm., Árni B. Böövarsson útgm., Ásg. G. Gunnlaugsson kpm. Ránarg., Bergur Pálsson stýrim. Lindarg., Bjarni Bjarnason kpnx. Hvg., Bjarni Jóns- son prestur, Björn Guðmundsson kpm. Grg., Blöndahl Sigfús fr.kv.stj. Lækjarg., Bogi Ólafsson gullsm,, Bram GuSríður Fatabúöin Klapparst., BreiSfjörS G. J. blikksm., Briem Egg- ert frá ViSey, Chouillou versl. Hafn- arstr., Claessen V. landsfjeh., Dan- íel Halldórsson kpm., Einar Einars- son trjesm., Finnbogi Finnbogason Ránarg., Finnur Finnsson skipstj., Finsen Vilhj. ritstj., FreygarSur Þor- valdsson vjelstj., Georg Ólafsson cand. polit., Gísli Sveinsson lögfr., Grönvold Gustav disp., Guðbrandur Jónsson ritstj., Guðbrandur Magnús- son Laufási, Gubm. Hj. kpm. Lauf- ásv., GuSrn. Ásbjörnsson kpm,, GuSm. R. Bjarnarson stýrim. Njálsg., GuSm. GuSmundsson bóndi Njálsg., Guöm. Hannesson próf., GuSm. Jóhannes- son stýrim., GuSm. Sigurðsson sm. Hvg. 94, Guöm. Sveinsson stýrim. Vesturg., Gunnl. Illugason skipstj. Skólav.st., Halldór Þorsteinsson lm. Lindarg. 40, Hannes Magnússon vjelstj. Nýl.g., Helgi Helgason verslm. Óðinsg. 2, Hjálmtýr Sig- urðsson kpm. Bjargi, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Hlíödal Guðmundur verkfr., Hvanndal J. Ól. kpm. Lind- arg., Jakobson Jón landsb.safnsv. Bólstaðarhlíð, Jón Árnason skipstj, Jón kristjánsson læknir, Jón Þorvalds cand. phil., Jónbj. Gíslason verkstj., Jörgen Þórðarson kpm. Baldursg. 7, Kjartan Ólafsson rakari, Konráð R. Konráðsson læknir, Kristinn Axel lyfsv. Tjarnarg., Kristín Sigurðár- dóttir kpk., Lauth Oluf klæðskeri, Leifur Böðvarsson lm. Vesturg., Leif- ur Th. Þorleifsson Lvg. 25 C., Loftur Guðmundsson kpm. Smiðjust., Loftur Sigurðsson trjesfn., Lúðvík A. Einars- son málari, Mattías Ólafsson ráðun., Milner Edv. E. ^látrari, Mýrdal Sig- urjón sm. Frakkast. 15, Möller Jakob ritstj., Obenhaupt A. kpm., Ólafson Gisli J. símstj. Skothúsv., Ólafson Páll J. tannl., Ólafur Ámundason kpm., Ólafur D. Daníelsson dr. pliih, ölafur Ólafsson prestur, Ouse Jens kpm. Grundarst., Páll Sveinsson kenn., Pjetur Ingjaldsson skipstj. Vesturg., Rósenberg A. bryti á Geir, Rosenkranz Ólafur kenn., Schou Jul. A. H. kpm., Sigfús Einarsson organh, Sigríður Björnsdóttir bóksali, Sig- urður Gunnarsson past. em., Sigurður Jónsson steinsm. Grg., Sívertsen Sig. P. prof., Skaftfeld Magnús bílstjóri, Smjörhúsið í Hafnarstr., Snorri Jöns- son kpm. Grg., Stefán Jónsson læknir, Steindór S. Gunnarsson prentsm.stj., Stephensen Elin Skálhotsst., Sveinn Hallgrímsson gjaldk., Thomsen H, Th. A., Verslun vkm. Dagsbrún Lvg., Vikar Guðm. B. klæðskeri, Waage Jens B. bankabókari., Zoega Margrjet Skólav.st., Þórður Sveinsson læknir, Þorgrímur Guðmundsson Lvg. 70, Þorgrímur Sigurðsson skipstj., Þor- steinn J. Sigurðsson kpm., Lvg 32 a. Úr þessuni 3 flokkum vil jeg gera einn flokk — 100 kr. flokk, Eins og menn sjá á upptalning- unni á þessum þrcmur flokkum, þá eru 4 menn, sem greiða 85 kr. og' 5 cr greiða 90 kr. Allir þcssir hefðu þá 100 kr. Ef nú allir þessir væru bornir sanxan af kunnugum manni hjer, án þess að niðurjöfn- unarskrá væri viðhöfð til upplýs- ingar, ætli það yrði þá ekki erfitt að tína úr þessa 4 •með 85 kr. og þá 5 sem gjalda 95 kr. Jeg treysti mjer að minsta kosti ekki til þess. En til hins treysli jeg' mjer mjög vel, að taka nokkra af þeim senx hafa 100 kr. og jafna þeim við marga af þeim senx hafa 150 kr. T. d. að flytja upp í 150 kr. flokk- inn þá Eggert Briem frá Viðey, Snorra Jónsson kaupm. Grettis- götu, Svein Hallgrímsson banka- gjaldkera, Margrjeti Zoega, Gísla Sveinsson sýslum., Vilh. Finsen ritstj. og marga fleiri. Fornminjar fundnar í jörðu. Áttunda júnídag 1918 byrjaði jeg með sonum mínum að grafa fyrir beitarhústóftum austan til á svonefndunx „Bæjarstað“, austan Fagurhólsmýrar í öræfum. pegar komið var niður rúma hæð mína, komu fyrir hellur, lagðar senx súð- hellur á húsi, þar undir var mó- rauð mold; í henni fann jeg vott af þunnu beini, er jeg hygg að hafi verið úr kjálka úr grip, síðan fann jeg endajaxl, lítið skemdan, úr hægra efra skolti fullorðinnar sauðkindar. A öðrum stað komum við niður á húsvegg, 3% alin frá grassverði; steinarnir í honum virtust vera sótugir og því hefur þar að líkindum vcrið eldhús. Á öðrunx stað komurn við niður á grjótvegg, 3 álnir niður frá gras- sverði. par grófum við niður fyrir undirstöðu og varhún 5 álnir undir grassverði.Virlist það vera fjóstóft, því að neðst var flór hellulagður, nxeð flórskarni; þar í var vottur af trjespýtu. Á öðrunx stað komum við niður á lnisvegg, iy2 alin nið- ur frá grassverði. par sást móta fyrir tóftum á grassverðinum. Tættur þessar voru mjög vel hlaðn- ar og ekki fallnar, það litið er við grófum cftir þeini. — Allar voni tætturnar fullar af hvítum, frenxur slórgerðum vikri, en hrein mold alstaðar utan garðs, cn frá gras- svcrði og niður að veggjabrúnunx cfri var gráleit, smágerð vikur- nxold. pykir mjcr injög liklcgt, að þessar tættur sje frá landnámstíð og hafi bærinn lagst í eyði í eld- gosum á 14. öld cða nokkru síðar. — Við höfum engan tíma til að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.