Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.08.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 21.08.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LÖGRJETTA AfgreiÖshi- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsimi 359. Nr. 39. —--„\....... Reykjavík, 21. ágúst 1918. XIII. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Klœðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. Lárua Fjeldsteð, yfirrjettarmálafærslumaður Lsekjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Frakkland fyrir stríðið. Eftir G e o r g B r a n d e s. I. Fram lil ársins 1885 voru Frakk- land og pýskaland nokkurn veg- inn jafn öflug efnalega. Á tæpum þrjátíu árum hafði orðið áköf breyting, pýskalandi til bóta. Rjett fyrir stríðið, 1912-13, voru íbúar pýskalands 68 miljónir, en íbúar Frakklands 39 milj. Ágóð- inn af þýsku versluninni var 26 miljarðar, en 15 af þeirri frönsku. Rýski verslunarflotinn var 2,882, 000 smál., en sá franski 1,325,000 srnál. Kyrstaða komst á franskar iðn- aðarframkvæmdir og þróttleysi til stórfyrirtækja, af því að frönsku bankarnir lánuðu auðmagn Frakk- lands til útlanda, í stað þess að beita því fyrir innlendan iðnað. En fyrir nána samvinnu banka, verksmiðja- og vísindamanna myndaðist á sama tíma í pýska- landi jötunefldur iðnaður, sem starfar eftir nýjustu aðferðum. Stærð beggja ríkjanna var og er hjer um bil sú sama. Frakkland er 536.408 en pýskaland 540.484 ferkílometrar að stærð. Munurinn er hverfandi. Veðráttufar Frakklands er stöð- ugt miklu betra en pýskalands og jarðvegur Frakklands miklu frjó- samari. En franski landbúnaður- inn hefur notað úreltar aðferðir, en þýski landbúnaðurinn er rek- inn á vísindalegan hátt. pessvegna hefur uppskeran úr hinum frjó- sama jarðvegi Frakklands verið 25—50 prosent minni en það, sem þýskaland hefur skorið upp úr sínum rýra jarðvegi. Ef hið franska quintal métrique, sama og 100 kg., er notað sem mælikvarði: pá var hveitiframleiðsla Frakk- lands 13,8 en pýskalands 22,6, rúgframleiðslan 14,3 í Frakklandi en 18,5 í pýskalandi, kartöflu- framleiðsla Frakka 74,2 en pjóð- verja 150,3 0. s. frv. Eftir hinum frönsku hagskýrsl- um Astiers sóttu þar 35 þús. nem- endur verslunar- og iðnaðar-sjer- skólana, cn í pýskalandi sóttu 500 þús. nem. samskonar skóla. Samt sem áður voru 9,300,000 manns starfandi að verslun og iðnaði í Frakklandi. Eins fást 8,770,000 manns við landbúnað í Frakk- lapdi, cn í landbúnaðarháskólun- um eru aðeins 3,225 nemendur. — petta sýnir að allur þorri hins franska vinnulýðs, kaupmanna og búaliðs, var ekki alinn upp til starfs síns, heldur ókunn- ugur þeim framförum, sem orðið hafa í því á síðasta maUnsaldrin- um. Allur þorri Frakka gaf þeim ekki gaum, hirti ekki um þær eða vissi ekki um þær, en þráhjelt sjer í þá ímyndun, að Frakkland færi nú, scm fyr, i fylkingarbrjósti framfaranna. II. pað, að þessi hefur orðið rás viðburðanna, er að miklu leyti að kenna þeirri skoðun, sem i meira en öld hefur verið hamrað, ekki aðeins inn í Frakka, heldur flestar þjóðir Evrópu, þeirri skoðun, að framfarirnar sjeu ekki komnar undir aukinni þekkingu í vísind- um og iðnaði og þar af leiðandi vaxandi framleiðsluþrótti, heldur sjeu þær aðeins komttar undir þróun almenningsveldisins — de- mokratisins. En þjóðfjelagslega kemur það fram í lögum til hags fyrir verkmannastjettina og í skiftingu ríkisteknanna, er sviftir eignamennina þrótti og framkvæmdaþreki, cn stjórnar- farslega leggur það megináhersl- una á ríkisformið, á það, að lýð- veldi komi í stað konungsveldis og forsetinn sje gerður máttvana — yfirleitt á dreifing u valdsins, bæði framkvæmda- og löggjafar- valdsins. pannig fengu Frakkar ráðaneyti, sem komu og fóru hvert á fætur öðru, þúsund kjörna þing- mcnn og heilan herskara embætt- ismanna. Forsetinn er aðeins kos- inn til sjö ára og ráðaneytin eru venjulega svo skammlíf, að þau geta ekki undirbúið neitt fyrir framtiðina og ekki framkvæmt neitt, sem þau hafa áætlað. Alt af eru myndaskifti. Valdinu er dreift á mörg þúsund hendur, og er því óstöðugt, ósamfelt og mæðið. Sam- fara þessari sundrun valdsins, sem er aflleysisuppspretta, hefur svo farið samdráttur yfirráðanna til miðstöðvarinnar, hinnar marg- höfða stjórnar i París. En þetta er arfur frá konungsveldinu gamla, frá stjórnarbyltingunni og frá Napóleonstímanum. Enginn sjálfstjórnarvottur er í sveitunum. Til þess að breyta sporvagnabraut í litlu sveitaþorpi var og er nauð- synlegt samþykki ríkisins. Og rik- ið er ráðherrann. En af því að það erlíkamlega ómögulegt fyrirnokk- urn ráðherra að kynna sjer miljón- ir slíkra mála, kemur í hans stað afskapleg umboðsstjórnarvjel, og starfar hún svo að segja alveg ó- sjálfrátt. Til þess að fá rjett til að reisa hjall á ónotaðri jörð, þarf að greiða gjald sem cr 35 centimar og fara eftir 24 formreglum. Til þess að fá leyfi til þess að festa róðr- arbát við fljótsbakka þarf 16 form- reglur. Til þess að geta girt land, sein liggur við veginn, þarf 19 formreglur. Til þess að fá leyfi til þess að reisa tjald við einhverja strandgötu þarf formreglur, sem taka Ivö ár. Gera mætti út um all- an þorra þessara mála á einum eða tveimur dögum. Sá sem málið ligg- ur á hjarta, á að senda umsókn og hefur svo leyfi til þess eftir vild og vilja að bcita brögðum, leggja sig í líma, skrifa í blöð, flytja fyrirlestra, skamma stjórn- ina og gera á hana eldheitar árásir. Að eins eitt má hann ekki. Hann má ekki hjálpa sjer sjálfur, og vinna það verk, sem hann og íbú- ar átthaga hans hafa þörf á. III. Til þéss að hefta slíka sjálfstjórn og svo hættulegt sjálfræði hefur stjórnin ofan af fyrir embæltis- mannaherskara, sem eyðir tima frönsku þjóðarinnar og peningum franska ríkisins með óþarfa skrif- finsku — bæði þeim peningum, sem varið er þeim til framfærslu og eins hinum, sem þessir menn gætu aflað sjer, ef þeiin væri skip- að til arðberandi starfs. Alt það umstang. sem hver ferðamaður þekkir, sem látið hef- ur geymslubrjef á franskt pósthús, eða sótt peninga á einhverja skrif- stofu þar, það umstang læsir sig um alla franska embættisfærslu, um alla franska umsboðsstjórn. pegar árið 1877 sá hver einasti útgerðar- og sjómaður Frakklands að höfnin í Havre var ófullnægj- andi. Sjerfróðir menn lögðu þá fram áætlun um stækkun hennar og bætur. í fimm ár var unnið að þvi, að fá neðri málstofu franska þingsins til þess að samþykkja ein- hverja þessara áætlana. pað tókst árið 1882. Siðan liðu níu ár uns til- lagan var rannsökuð og rædd í efri málstofunni — senatinu. pað gerð- ist 1891. Senatið feldi áætlunina i heild, en samþykti nokkurn hluta hennar. pá var byrjað á nýjan leik. Ný áætlun og kröfuvægari en sú fyrri var gerð. Fjögur ár liðu uns þingið samþykti hana árið 1895. Nitján árum hafði með öðrum orð- um verið eytt til ákvörðunar um fyrirtæki, sem sjö ár þar i viðbót þurfti til þess að framkvæma. Ef best ljeti mundu því líða tuttuguog scx ár milli upphafs og endis fyrir- tækisins. En á þeim tíma fleygði sjómenskunni fram, hraði skip- anna óx injög og skipin sjálf stækkuðu, svo að áætlunin, scm að lokum náði samþykki og var þá fullmikið skorin við neglur, var nú svo ófullnægjandi, að engum datt í liug að framkvæma hana. pannig hcfur hin þingræðislega dreifing valdsins ásamt samdrætti umboðsstjórnarinnar eytt fram- kvæmd margra nauðsynja-fyrir- tækja, sem allir fróðir menn voru á eitt sáttir um, að væru til þjóð- þrifa. Enn þá er ekki byrjað á neinum skurði við Loire eða við Rlione eða nokkrum Norðvestur- skurði. Skorturinn á skurðum, höfnumog haganlegum samgöngu- tækjum hefur hamlað því, að Frakkland gæti selt eins ódýrt, eins og þau lönd, sem áttu þau farar- tæki, sem Frakkland brast, og rýrt sigurlíkurnar i samkepninni við þau. IV. Ástand það, sem lýst hefur verið, liefti fyrir stríðið framkvæmda- viljann í Frakklandi og gerði hæfileikagóðum ungum mönnum erfitt að afla sjer atvinnu við iðn- rekstur eða verslun, sem var við liæfi krafta þeirra og gáfna. peir urðu oftast að láta sjer nægja stöð- ur, þar sem þeir fcngu lítið færi á að þroska sjálfstæða hæfileika sína og mjög ófullnægjandi sefun framaþorsta síns. pess vegna reyndi venjulega hver ungur Frakki úr æðri stjett- unuin að öðlast einhverja opinbera stöðu, þar sem hann gæti lifað lje- legu en áhyggjulausu lífi, án þess að erfiða mjög. Starfið var honum afskamtað af ríkinu, vinnuveit- anda sem hann sá ekki og heldur ekki sá hann, sem krafðist einskis frumkvæðis af honum — já, meira að segja leyfði honum ekki að gera ncitt nýtt. Hann varð embættis- eða starfsmaður og það var sjeð fyrir honum „sem slíkum“. V. það er sannleikur, sem hver ó- hlutdrægur áhorfandi hefur hlotið að veita eftirtekt, að sú innanlands barátta, sem altekið hefur franska þjóðlífið síðasta mannsaldurinn, liefur annaðhvort verið tiltölulega ófrjó í sjálfri sjer eða orðið það við heimsstyrjöldina. Til hins síðara tel jeg baráttuna í Ðreyfusmálinu, að svo miklu leyti sem hún var barátta móti þjóðrembingi og hermenskuremb- ingi — og baráttuna móti andlegu stjettar reglunum,* að svo miklu leyti sem hún var barátta fyrir leikmanna mentun og veraldlegri menningu gegn kirkjutrú og kirkjuveldi. 1 bæði skiftin endaði baráttan í orði kveðnu á sigri frjálslyndisins. í stríðinu hafa hins vegar öfl þau, sem þá var barist á móti, risið upp aftur sigri hrós- andi. Hrakfarir og harmur hafa á öllum öldum aukið vald kirkjunn- ar á hugum manna og í rauninni var svo þegar fyrir stríðsbyrjun að jafnvel hinn framameiri æskulýð- ur sneri aftur með gamalli virð- ingu til katólskunnar sem hinnar þjóðlegu trúar. Og óþarft er að rekja hjer hve úreltar og jafnvel andstyggilegar þær árásir eru nú i augum Frakka, sem í Dreyfusmál- inu voru bornar á herinn og for- ingja hans, eða að sanna hvernig þjóðernisstefnan — nationalism- inn — hefur eytt öllum draumum um bræðralag þjóðanna, öllum heimsborgaraanda og öllum mann- úðarkenningum hins eldri tima. Eins og nú er ástatt og frá sjón- arhól líðandi stundar virðast þess- ar frjálslyndisbarátturalveg árang- urslausar. En þó virðist, frá sjón- armiði okkar daga, ekki síður á- rangurslaus sú stjettabarátta, sem farið hefur fram í Frakklandi, sú barátta sem sje, sem franskir jafn- aðarmenn í blindri trú á kenningar Karls Marx hafa haldið uppi i heil- an mannsaldur, ekki gegn einstök- um, ágjörnum auðkýfingum, held- ur gegn auðvaldinu sjálfu, með þeim árangri að jafnaðarmennirn- ir hafa, að sinu leyti eins og bank- arnir miklu, svift eignamennina orlui, áræði og víðsýni. VI. Jafnaðarmenn Frakklands hafa auðvitað unnið að því að bæta kjör lægri stjettanna. Með aðstoð hag- skýrslna atvinnumálaráðherrans er hægt að sjá, livað þcir hafa unn- ið á. Meðalárskaup vinnufólks í sveit var árið 1913 800 frankar. Vinnulýður í málm- og grjótnám- um vann sjer inn til jafnaðar 1300 fr. peir, sem störfuðu að einhverri verslun, fengu 1200 fr. Allur þorri smá embættis og sýslunarmanna var þannig launaður: vegaverðir i sveit 500—1000 fr. á ári, skógar- verðir 975,póstmenn 800-1000, lög- regluhermenn fótgönguliðs 1000, brautarverðir ríkisjárnbrauta 900 —1280, kennarar 1100—2100. Ars- kaup handiðnamanna var 1912—13 til jafnaðar 1222 fr. í 24 iðngrein- * Þaö var barátta, sem stób einna hæst um leiö og Dreyfusdeilan og snerist aöallega um vald munkaregl- annna yfir skólunum og alþýSu- fræöslunni. En munkastjettin var yf- irleitt andvíg' stjórninni og stjórnar- fyrirkomulaginu nýja og þótti beita áhrifum sínum á móti því í skólunum. Þess vegna var reglunum fyrst bann- aS aö hafa skóla, nema ineð sjerstöku leyfi, síðan flestum skólum þeirra lokað og reglurnar sjálfar rofnar. Deilunni lauk eins og kunnugt er áriö 1905, mei5 algerhum skilnafii rikis og kirkju. um. pað skiftist þannig i dagkaup: setjarar og prentarar 4 fr., sútarar 3,35 fr., söðlasmiðir 3,50 ír., skó- smiðir 3,24 fr., blaðskerar 3,57 fr., beykirar 3,65 fr., trjesmiðir 3,99 fr., veggfóðrarar 4,15 o. s. frv. Steinhöggvarar og járnsmiðir náðu hæsta kaupi 4,20 fr. Með öðrum orðum: mikill liluti íbúa Frakklands vann fyi'ir sultar- launum. Til þess að bera nákvæm- lega saman ástandið i Frakklandi og Danmörku mundi þurfa þekk- ingu dansks hagfræðings. Leik- maður getur að eins hjer um bil komist að hinu rjetta. Ef skygnst er i þau tvö rit, sem hjer er um að ræða: Oversigt ovcr gældendc Lönningslove for Statens Tjeneste- mænd ved A. Lauesgaard og Stali- stisk Aarbog fyrir 1917, verður það ljóst hve ástandið er miklu betra í hinni litlu Danmörk heldur en í Frakklandi, sem virðist svo aúð- ugt. Vinnufólk i sveit fjekk árið 1910 til jafnaðar 680 kr. á ári, þ. e. ca. 960 franka, cn 1915 fjekk það 830 kr., þ. e. cá. 1180 fr. á móti 800 í Frakklandi. Póstþjónar höfðu í engum launaflokki undir 1000 kr. og i hærri launaflokkunum 1740 og- 1680 kr. í lokalaun, þar sem franskir póstþjónar höfðu að eins 800—1200 fr. Uppkomnir piltar, sem' aðstoðuðu við verslanir og skrifstofur, höfðu í Danmörku milli 1000 og 3000 kr. árslaun, i Frakklandi að eins 1200 fr. Ef bor- ið er saman dagkaup iðnaðar- manna eins og það var í Frakk- landi 1913 og það danska, sjest, að til jafnaðar er kaupið hærra í Dan- mörku í krónum, en í Frakklandi í frönkum og á hitt skal ekki minst, að nú sem stendur er danska kaupið svimhátt hjá hinu franska. VII. En það, að kaupið sje lika hærra pýskalandi heldur en í Frakklandi sjest af þeirri einföldu ástæðu, að Frakkar liafa notað fje sitt erlend- is, pjóðverjar i landinu sjálfu. Ár- ið 1905 var 2,174 miljónum franka komið fyrir i erlendum verðbrjef- um, pjóðverjar áttu sama ár að eins 700 milj. fr. erlendis. 1906 áttu Frakkar 3,482 milj. í erlendum verðbrjefum, en pjóðverjar 387 milj. 1907 var það 1,508 milj. móti 202.1908 voru það 2,110 milj. móti 285.1909 voru það 4.069 milj. móti 864. 1910 voru það 5.296 móti 633. Hlutfallið milli erlendra og inn- lndra verðbrjefa var í Frakklandi 83%, í pýskalandi 9x/0o. Alliu* forði erlendra verðbrjefa er í Frakkl. metinn á 50 miljarða franka, í pýskalandi á 22 miljarða. pessi 28 miljarða munur er kyr í pýskalandi sjálfu og hefur, að svo miklu leyti, sem hann hefur verið notaður til launa, gert rikinu kleift að fleyta fram 30 miljónum manna meira en Frakkland og þess utan aukið hagsæld þjóðarinnar að mun. Frá 1883 til 1910 hefur hveiti og rúgnotkun aukist um nærri 24 prósent á nef hvert, kartöflunotk- unin um 80 prósent, kjötnotkunin um nærri 47 pros., sykurnotkunin um 18% prós. og kaffi-, te- og kakaó-notkunin um 44 prós. Kaup- ið hefur hækkað um 35 prós. hjá námamönnum, um 125 prós. hjá múrurum og trjesmiðum, um 67 prós. lijá málurum, snikkurum og járnsmiðum hjá Kritpp. Einn ein- stakur verksmiðjueigandi, eins og Thyss, veitir 35 þús. mönnum vinnu. En á sama tíma hafa menn í Frakklandi verið önnum kafpir við \ r-'iF'

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.