Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.08.1918, Blaðsíða 1

Lögrétta - 28.08.1918, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA AfgreiÖslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 40. Reykjavík, 28. ágúst 1918. XIII. árg. Jón Jacobson iandsbókavörður. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Beykjavik hafa venjulega fyrirliggjandi miklar birgöir af fallegu og endingargóðu veggfóiSri, margs konar pappír og pappa —■ á þil, loft og gólf —- og gips- uöum loftlistum og loftrósum. Símnefni: Sveinco. Talsími 420. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Lárus Fjeldsteð, yfirrjettarmálafœrslumaCur Lœkjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 sítSd. Landsbókasafnið hundrað ára, Aldarafmælis Landsbókasofnsins var minst í dag me‘S hátíbahaldi í lestrarsal þess. Var salurinn skreytt- ur og boöiö þangaó fjölda fólks, einá og salurinn rúmaöi. Var fyrst sungiö upphaf kvæöaflokksins eftir Þorst. Gíslason, sem prentaöur er á öðrum staö hjer í blaðinu. Flutti þá yfir- bókavöröur Jón Jacobson fyrri hluta ræöunnar, sem einnig er prentuö hjer í blaðinu. Því næst var aftur sungið og tók landsbókavöröur síðan aftur. til máls, og þegar hann haföi lokiö máli sínu voru sungin lokaljóö flokks- ins. 17. júní söng kórsöngvana en Ragnar E. Kvaran einsöngvana. Ræða landsbókavarðar. Háttvirtu áheyrendur! Margir yðar, sem hjer prýöa hóp vorn, munu minnast nokkurra stunda veru í þingsal neöri deildar alþingis íslendinga fyrir frekum tveim árum, þ. 15. d. ágústmánaðar 1916, á aldar- afmæli hins íslenska Bókmentafje- lags. Nú er sú stund upp runnin, sem önnur menningarstofnun þessa lands, •— Landsbókasafn íslands, heldur too ára afmælisdag sinn hátíölegan, og leyfi jeg mjer fyrír safnsins hÖnd að þakka Öllum þeim, sem þenna sal sótt hafa á þessu minningarríka augnabliki á þessu örlagaþrungna sumri, þegar veriö er að gera út um stærsta mál þjóðar 'vorrar og leiða þaö — aö vonum til giftusamlegra 1 y k t a. Ef oss íslendingum ætti aö vera Uokkur hluti Danmerkur sjerstaklega kær öðrum fremur utan Kaupmanna- hafnar, háskólabæjar vors og æðstu menningarstöðvar uni hundruð ára, þá hlyti það að vera Fjón, eyjan iðgræna milli beltanna bláu, því að þaðan eru oss komnir vorir mætustu dönsku vinir og menningarfrömuðir a ^9- öld, — þeir Rasmus Christian Rask, frumkvÖðull og annar áðal- stofnandi Bókmentafjelagsins,og Carl Christian Rafp, faðir og fóstri Lands- bókasafns fsíands. Þeir komu báðir sem kallaðir væru, sem Ijósberar og vorboðar nýrra menningarstrauma og þekkingar fyrir land og lýð, þegar sem dapurlegast var hjer um að lit- ast. — Að visu voru bókmentir síst aldauða i byrjun 19. aldar á íslandi, eyjunni sagnauðgu og ljóðelsku: kon- ferenzráðið í Viðey var enn að leið- beina, hvetja og fræða, Jón Espólín var byrjaður á sínu Grettistaki, að rita Árbækur íslands um 570 ár, á fogu máli, Sveinbjörn Egilsson, snill- úigur íslenskrar tungu, var að gagn- rýna fornrit vor, heinsa og fága mál vort, og þeir Jón Þorláksson og Bjarni Thorarensen slógu hörpu vors lands, svo að jeg nefni nokkra áf þáverandi andlegum forvígismönnum þjóðarinn- ar. En ástandið var þó engu að siður ískyggilegt. Alþing var „horfið á braut“, biskupsstólarnir á Hólum og í Skálholti, þessi gömlu menningar- hæli liðinni alda voru niður lagðir. Lærdómslistafjelagið var því nær al-> dauða og Landsuppfræðingarfjelagið var að visna upp i höndunum á þjóð- frömuðinum, Magnúsi konferensráði, sem bæði hafði tíðarandannog atvikin við að berjast.Ogmannfólkiðvar,eftir fyrirfarandi óáran, eldgos, drepsóttir, styrjaldir, siglingateppu og hallæri orðið færra en það var um 1700 (1703 : 50.444, 1800: 46.757, sbr. „Eft- irm. 18. aldar“, bls. 41—46). Fáfróð stjórn um landshagi vora, í fjarlægu landi, gat lítið bætt úr boli voru, jafnt fjárhagslega sem andlega. Einveran, fjarlægðin, fátæktin, fjeUgsleysið — alt hrópaði á einhverja nýja andlega miðstöð í landinu sjálfu, og hún kom frá þeim tveim ágætismönnum, sem jeg þegar hef nefnt, fyrst með Bók- mentafjelaginu, eldra systkininu og bráðþroskaðra og síðan meö Stiftis- bókasafninu — því svo var þetta safn nefnt fyrstu 60 árin. Jeg finn mjer skylt að minnast hjer nokkrum oröum á helstu æfi-atriöi þessa fööur og velgerðamanns safns- ins, ekki síst vegna þess, aö þar sem nafn Rasks er aö makleikum á vör- um og vltund flest-allra fslendinga, þeirra sem komnir eru til vits og ára, þá mun nafn Rafns og verk hans vera lítt kunnug hjer á landi öðrum en fræðimönnum vorum. Carl Christian Rafn er fæddur ) Brahesborg á Fjóni 16. dag janúar- mánaðar 1795 — frekum sjo árum eft- ir Rask, (Rask 22. nóv. 1787) — og ljetst í Kaupmannahöfn 20. dag októ- bermánðar 1864 á 70. aldursári. Faðir hans og afi hÖfðu báðir verið Hol- lendingar á Brahesborg, en svo nefnd- ust leiguliðar á gózunum, sem höfðu búpeninginn á leigu gegn ákveðnu árlegu afgjaldi. Fjórtán vetra var Rafn settur í Kathedralskólann í O- dense og útskrifaðist þaðali 4 árum síðar í okt. 1814, til háskólans, þar tók hann svo í aprílmánuði 1815 exa- men philologico philosophicum og loks lögfræðisprófi með bestu eink- unn í aprílmánuði 1816, efti'r árs nám. En lögin urðu þó ekki lífsstarf hans. í lok sama árs tók hann herfor- ingjapróf meö ágætíseinkunn og varö síðar Ifennari um nokkur ár viö Land- cadet-Academiet (liösforingjaefna- skólann) í latneskri tungu ogalmennri málfræöi. Honum fór sem Rask, að hann hneigðist þegar á latínuskóla- árunum að fornum fræðum íslenskum og hjelt íslenskunámi sínu áfram á háskólanum, en þar við bættist og, að árin 1821 til 1823 var hann viðriðinn háskólabóksafnið i Kaupmannahöfn og framkvæmdi þar endurskoðun á hinu merka handritasafni Árna Magn- ússonar. Svo sem vænta mátti hlóð- ust virðingarmerki, titlar og trúnað- arstörf á þenna vinnuvíking, sem öllu virtist geta afkastað og aldrei þreytt- ist, þótt stundum ætti við vanheilsu að búa, en það er einkennilegt, að hann gegndi aldrei nckkru opinberu embættit að undanteknu þessu fárra ára kenslustarfi við liðsforingjaskól- ann, sem jeg þegar hef nefnt. Hans sístarfandi andi hefur að líkindum ekki þolað svo markaðan bás, sem opinber embætti oftlega eru. Hann varð dr. philos. 1825, heiðurs-prófess- or 1826, dr. utriusque juris 1830, (v. Koenigsberg-háskóla), sama ár með- limur h. konungl. nefndar til varð- veitslu fornmenja og enn sama ár meðlimur Árna Magnússonar nefnd- arinnar. Virkilegt etazráð varð hann 1839 og conferensráð 1859, og orðum rigndi yfir hann úr öllum áttum, dÖnskum, sænskum, rússneskum, prússneskum, hollenskum og grísk- mn. Auk þess var hann meðlimur margra vísindafjelaga í Norðurálfu cg Vesturheimi, þar á meðal, sem nærri má geta, einnig hins ísl. Bókm,- fjelags. Hjer skal svo stuttlega drepiö á helstu ritverk og útgáfur, sem frá honum komu: Nordiske Kæmpehis- torier (norrænar hetjusögur) gefnar út í Kaupmannahöfn 1821—26, í 3 bindum, danskar þýðingar á ýmsum norrænum fornsðgum, svo sem Hrólfs sðgu Kraka, Volsungasögu, Ragnars sögu Loðbrókar 0. s. frv. Þá má nefna Jómsvíkinga sögu, Kh. 1824. Forn- mannasögur í 12 bindum, Kmh. 1825 —1837, Krákumál, Kh. 1826, Forald- arsögur Norðurlanda í 3 bindum, Kh. 1829—30, Færeyinga saga, Klí 1832, Oldnordiske Fortidssagaer, er Fom- ritafjelagið gaf út í danskri þýðingu, eru að nokkru þýddar af honum (þ. e. I.—3-°g ii-bd.). Þá skal nefnaskraut rit hans : Antiquitates Americanae eða um Ameríkufund íslendinga og af- skifti Norðurlandabúa af henni frá 10. til 14. aldar. Kmh. 1837, °g Anti- quites russes í 2 bd. Kmh. 1850 — 1852, um ferðir Norðurlandabúa til Rússlands til forna. Þá átti hann og með próf. Finni Magnússyni mestan cg bestan þáttinn í öllum 3 bindunum af hinu ágæta safnriti um Grænland: Grönlands historiske Mindesmærker, Kh. 1838—45. Á annan í nýári 1824 hittir Rafn dr. Gísla Brynjólfsson (síðar prest að Hólnium í Reyðarfirði) að rpáli pg ráða þeir með sjer að stofna fjelag L sambandi við aðjúnkt Sveinbjörn Egilsso’n á Bessastöðum til að skýra og gefa út íslensk fornrit, og mánuði síðar, 2. febrúardag ákváðu þeir, að Rafn yrði fastur skrifari fjelagsms og gjaldkeri um næstu þrjú ár (sbr. auglýsingu urn fjelagið i „Nyeste Skilderie af Köbenhavn" 6. nóv. 1824 undirskrifaða af Rafni, Gísla Brynj- ólfssyni og Svb. Egilssyni. Siðar bættust þeir við í hópinn Gunnlaugur Oddsen, siðar dómkirkjuprestur í ReykjaVik, og Þorgeir Guðmundsson síðar prestur i Glólundi (Gloslunde og Græshauge) á Lálandi. Þetta eru fyrstu tildrögin til hins stórmerka Norræna fornfræðafjelags. Fæðingar- dag opinberan fjekk þó fjelag þetta ekki fyr en 1825 og þá eftir fæðingar- degi konungsins þá verandi, Friðreks VI, 28. janúar og nokkru síðar, 9. mai 1828, nafnið : „Det kongelige nordiske 01dskriftselskab“ eða Hið konungl. norræna Fornritafjelag, og þar með konunga Danmerkur að verndurum. Jeg hygg, að jeg mæli tæplega of mikið, þótt jeg segi, að aldrei hafi nokkurt vísindafjelag á Norðurlönd- um eignast öflugri og ötulli skrifara eða gjaldkera en Rafn reyndist því; hann var skrifari þess til dauðadags og var um 40 ára skeið sístarfandi, sískrifandi fyrir það út um heiminn, að safna meðlimum og fje handa því og lífið og sálin og framkvæmdarafl- ið í vísindalegri starfsemi þess og sjóður þess, sem með konungl. stað- festri stofnskrá 30. okt. 1834 ,var trygður fyrir fult og alt og óskerð- anlegur, var við æfilok hans (1863) orðinn 77 þúsundir ríkisdala. í sambandi við starfsemi Rafns í þarfir Fornritafjelagsins skal jeg taka það fram, að hann var frumkvöBml að „Nordisk Tidskrift for Oldkyndig- hed“ (Norrænt tímarit fyrir forn- fræöi) I.—III., Kh. 1832—36, er síö- ar breyttist í „Annaler for nordisk Oldkyndighed og Historie“, og því næst i „Aarböger for nordisk Old- kyndighed og Historie“, sem Forn- ritafjelagið gefur út enn í dag. Á bókasöfnum hafði konferenzráð Rafn hinn mesta áhuga alla æfi. Á unga aldri hafði hann i Odense stofn- að bókasafn fyrir liðsforingjaefnin, og vera hans á bókasafni háskólans á árunurn 1821—23 hefur auðvitað ' tendrað þann áhuga enn meir, enda varð hann meöstofnandi að Amts- bókasafninu í Þórshöfn í Færeyjum 1827 og stofnaöi einnig annaö bóka- safn iGodthaab áGræniandi áriö 1829 En auk þess var hann áöur, árið 1818, orðinn faðir þeirrar stofnunar, sem nú heldur í dag hátíðlegan 100 ára afmælisdag sinn, Landsbókasafns íslands, og skal þá nú vikið að upp- hafi og tildrögum til þessarar stofn- unar og samtimis getið þess, að það hefur fallið í mitt hlutskifti að neyð- ast til að ákveða sjálíur afmælisdag hennar, og hef jeg valið þenna dag af þeim ástæðum, er nú skal greina: Á efri árum Jóns bókavarðar Árna- sonar (árið 1883) fær hann brjef frá Pjetri biskup Pjeturssyni með ýms- um fyrirspurnum um Landsbókasafn- iö og þar á meðal hvenær það sje stofnað. Hann svarar í brjefi 17. febr. 1883 með því að vitna i ritling Rafns: Beretning orn det islandske Stifts- bibl., Kh. 1826, og formálann fyrir fyrstu bókaskrá safnsins, útg. í Kh. 1828, og kveðst eigi vita meira um stofnun þessa en þar sje skráð, og i ritlingnum „Mímir, the icelandic In- stitutions with adresses", sem hinn góðkunni íslandsvinur og velgjörða- maður safnsins, próf. Willard Fiske, gaf út í Kaupmannahöfn árið 1903, tilgreinir hann einungis i grein sinni um safnið, að próf. Garl Christian Rafn hafi stofnað það árið 1818, en nefnir engan mánaðardag, og svo er og um önnur rit og alfræðilegar orða- bækur, þar sem stofnunar Landsbóka- safnsins er getið, að árið (1818) er einungis tilgreint, en ekki stofnunar- cíagurinn. Jafnvel hefur leikið efi á, hver fyrstur hafi átt hugmyndina að stofnun safnsins. Jón forseti Sigurðs- son segir svo i ræðu þeirri, er hann hélt á fimtíu ára afmæli Bókmenta- íélagsins (sbr. Minningarrit Bók- mentafjelagsins, Kmh. 1866, bls. 30— 31): „Auk þess kostnaðar, sem fje- lagið þurfti að hafa fyrir sjálft sig styrkti það einnig stiftsbókasafnið á íslandi töluvert við stofnun þess. Það var fyrst á ársfundi 30. mars 1818, að þáverandi lautenant Karl Kristján Rafn stakk upp á hjer í vorri deild, að kjósa skyldi nefnd til að hugleiða, hvernig hentugast væri að stofna bókasafn á íslandi og sendi skýrslu um bækur, sem ýmsir höfðu lofað að gefa til slíks bókasafns. Deildin ljet höfundinum í ljósi þakklæti sitt fyrir þessa uppástungu, og lofaði að rita um hana til deildarinnar á Íslandi. Um sama leyti eða nokkru sxðar (26. febrúar 1819) kom fram til fjelagsins uppástunga frá Schlichtegroll, aðal- ritara við hið konunglega vísinda- akademi í Múnchen, um að stofna bókasafn á íslandi. Fjelagið auglysti, að það vildi fúslega taka á móti bók- um, sem góðfúsir styrktarmenn slíks bókasafns kynni vilja gefa. Þareftir söfnuðust og til fjelagsins töluverðar . bókagjafir, og annaðist fjelagið geymslu á þeim og sendingar, borg- aði band á bókum fyrir stiftsbóka- safnið, sömuleiðis prentun á bókare- gistri þess, 11 örkum að stærð, og bókastimpil handa þvi (1827). Hjelt fjelagið þessu áfram þar til 1828, að styrkja stiftsbókasafnið, og sendi því bækur meðan það var að komast á fastan stofn, svo það á töluverðan þátt i stofnun þessa bókasafns í fyrstu." Jón Sigurðsson hefur þannig verið þeirrar skoðunar, að Rafn hafi verið fyrsti hvatamaður til bókasafnsstofn- unarinnar, en það mun þó naumast vera fullkomlega rétt, því að til er hjer i Landsbókasafninu í handrita- safni því, er til þess var keypt 1901 af Hafnardeild h. ísl. bókmentafje- lags, tvö brjef, sem virðast benda á, aö hugsun þessi hafi fyrst kviknað í þýskum heila (í. B. nr. 41, 2.). Annað þeirra er mjög langt bxjef frá Fried- rich Schlichtegroll í Múnchen, dags. 28. ágúst 1817, til Dr. Múnters Sjá- landsbiskups, þar sem hann leggur til, að stofnuð verði 2 fjelög, annað í Kaupmannahöfn, hitt á Islandi, og markmið beggja eigi að vera að gefa út fræðirit og auka bókakost og koma á fót vísindalegum söfnum hjer á landi, þar á meðal öflugu safni út- lendra bóka. En hvað sem svo hjer má um segja, þá er eitt víst, að hugmynd Rafns var skýrari og ákveðnari og hann, þessi hagsýni, mikli verknaðarmaður, fór með hana þegar í stað „boðleið rjetta“ til greiðustu framkvæmda. Þ. 29. d. marsm. 1818 ritar hann Bók- mentafjelaginu brjef (sbr. Breve til cg fra C. G. Rafn, Kh, 1869) og sting- ur upp á, að fjelagiíS kjósi nefnd úr sínum flokki til að undirbúa „stofn- un stiftsbókasafns íslands" (til et Is- lands Stiftsbibliotheks Oprettelse), þannig aö það efni til samskota,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.