Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.08.1918, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.08.1918, Blaðsíða 3
LöGRJETTA ________________ Í49 ... -— ...................- —--------------------------------------------------------------------— ... ■ ■ ............. ■ ------------------- . Söngvar á hundrað ára afmæli Landsbókasafnsins * 28. ágúst 1918. Eftir Þ o r s t. G í’s 1 a s 0 n. I. Kór. Hver minnishátíð helgist viS þitt nafn, þú hiinna guð, þvi tímans alda safn |: það liður fram sem lofgerð sungin þjer. : | Hver dagur, ár, hver geisli himingeims, |: sem glæðir líf : | á ferð um viddir heims, : | um vilja þinn og mátt þinn boðskap ber. Og hvar, sem auga unir sjer við ljós og opnast fyrir geisla blöð á rós, |: er nafn þitt lofað lífsins fyrir gjöf. : | Hver sál, hvert ljós, hvert lítið foldar blóm, |: þú lífsins guð, : | á rödd í hvelsins óm, :| sem ber þitt lof um himindjúpsins höf. Vjer lifum eins og lauf og blóm og strá, sem ljós og yl frá sólu þurfa’ að fá, |: og mælum líf við rnorgun, dag og kvöld. : | Við tímans flóð þó titri lif og önd, |: i trú og von : | um nýrra heima strönd : | þjer syngur dýrð í dauða hver ein öld. II, K ó r u n i s o n 0. Hjer var svo fátækt fyrir hundrað árurn og fáir menn, er stefndu nýja braut, og sviðinn enn i aldagömlum sárum af örbyrgð, neyðarbasli’ og hvers kyns þraut. Þess vottur, að rnenn eygðu betri daga, er einn með fleirum stofnun þessa safns. En upphaf þess og öll þess fyrsta saga eru’ ætíð tengd við heiti Kristjáns Rafns. Hann lagði’ á ungum aldri sjálfur grunninn, til ellidaga’ að framför safnsins vann. Hann fjekk .að sjá, að sigurinn var unninn, — að safið óx; þau einu laun fjekk hann. En sífelt vann sá ötull afbragðsmaður af ást að verndun norræns fræðasafns. Og það er víst, að þessi geymir staður í þökk og heiðri minning Kristjáns Rafns. Sá vísir, sem hans hönd í byrjun hlúði og hann í fátækt gróðursetti þá, hann hefttr vaxið, skreytst með laufaskrúði, og skal um aldir vaxa hjeðan frá. Hans gróðurmagn er þroski vorrar þjóðar. Hún þakkar verkið, gamli Kristján Rafn! Því vöktu yfir vættir landsins góðar og vaka munu’, og geyma þetta safn. S ó 1 ó. Þjer heilögu dísir, sem lýst hafið lýð vors lands gegnum fyrri alda þrautir, hjer vakið til heilla og verndar alla tíð og vísið leiðir fram á nýjar brautir. Og geymið og varðveitið minning hvers manns, sem mentir og andans þroska glæddi, og Starfslöngun vakti og þrótt hjá lýði lands, og lauk og kvist og blóm í moldu græddi. Hinna’ önduðu sálir þær eiga hjer bú og orð þeirra ná til seinni daga og lífga hjá þjóðinni á landinu trú í ljósi þínu, feðra vorra saga. • Hjer eigi vort þjóðemi afl sitt og stoð. En einnig sje hverri hollri kenning hjer fagnað af alhug, sem færir oss boð um framsókn nýrra kraíta’ í heimsins m'ening. Hjer lifi til fræðanna’ og listanna þrá og lærdóma’, er mentir heimsins kenna, — sú löngun, er keppir að ljómanum frá þeim logum vits, er hæst og fegurst brenna. Gef, drottinn, með frelsi og fullræði vor í framsókn og menning þessu landi. En feðranna tunga og fornaldar þor í frægv jg gengi alla tíma standi. • Kór. Þú lærdómsmenta ljúfa sól, þú lista’ og fræða bjarta sól, send ljós þitt yfir land! Og fasta ást' við eyna bind þú eygló meðan gyllir tind, í hlíðum kveður ljóð sín lind og lögur óð við sand! III. Kór. \ Við framtíð þina, foldin kæra, vjer festum,'börn þín, von og trú, og viljum öll þjer eitthvað færa til auðnu’ og gagns, svo blómgist þú. Þeir öldnu tindar fagni fleyi með flagg þitt nýtt við sigluhún, og lít þú upp mót ungum degi með æskuroða’ á fjallabrún! Kom nýrra tíma sigursunna meö signing yfir dauðra val, og blessa hvern þann blómarunna, er bæta foldar sárin skal! Lát, drottinn, sól þíns dýrðarljóma þeim drunga sundra’, er myrkvar tíð, og snerta milda’ og helga bljóma hvern hjartastreng frá foldar lýð! ' Nú skarar falla’ á fótskör þína og fórna höndum við þinn stól: Ó, lát á ný um löndin skína þá lengi þráðu friðar sól! Lát háska stríðs og hörmum linna, hin haturþrungnu rofna ský af krafti guðsdómsgeisla þinna, er græði jörð og blessi’ á ný! Bandamenn nú hafa um 20 þús. manns og fregn frá 24. þ. m. segir 10 þús. finska rauðfylkinga hafa sameinast þeim þar, en annars eru aðallega franskir sjóliðsmenn i þeim her. Og að suð-austan sækja Czeko-Slovakar fram í Úral og eru ásamt Kósakka-hj álparsveitunum um 65 þús. En að vestan er sagt að Japanar sæki fram mjög fjöl- mennir frá Wladiwostock. Mun það ætlunin að reyna einhvernveg- inn, með tíð og tíma, að sameina þessa heri til þess, að vinna alveg svig á Rússum og beita svo öllum aflanum á þjóðverja austanmegin. pó er sagt í nýjum fregnum, að símað sje frá Moskva, að Bretar hafi stungið upp á því, að sarnn- ingar tækjust með þeim og Rúss- um án allra þvingunarráðstafana, ef enskum föngum í Rússlandi yrði slept. Og að norðan veita Finnar þessum áformum Bandamanna andstöðu og er nú sagt, að þýskum hershöfðingja, seni Reden heitir, hafi verið falin forusta herstjórn- arráðsins þar, en Wilkmann hers- höfðingi skipaður alræðisforingi. Yfirleitt er víst her, bæði Finna og Rússa á þessum slóðum, stjórnað af þjóðverjum og þýskan konung munu Finnar ætla að fá sjer og hafa sent nefnd til Rýskalands í þeim erindum. Frekari fregnir berast ekki austan að, nema að Burian, utanríkisráðherra Austur- ríkis, hefir lýst þvi yfir að Pól- verjar eigi að verða frjáls þjóð og að þeir geti kosið sjer konung eftir eigin geðþótta án utanaðkomandi áhrifa. Á vesturvígstöðvunum heldur viðureigninni stöðugt áfram með sama ákafa og hafa Rjóðverjar nú viðurkent það opinberlega að til- raunir þeirra til þess að rjúfa her- línu Bandamanna hafi mistekist. Símfregn frá 21. þ. m. segir að Bandamenn hafi sótt fram 4 km. á 25 km. svæði fyrir austan Oise og tekið 8 þús. fanga. Nokkru siðar -er sagt að þeir hafi sótt fram 8 km. austur af Noyon, sem er bær skamt frá Oise-ánni, og náð járn- brautinni milli Albert og Ai’ras, en þeir bæir liggja allmiklu vestar og norðar. Nokkur gagnáhlaup virð- ast Rjóðverjar hafa gert á þessum slóðum, en árangurslítil. Annars eru fregnir af viðureigninni þarna ógreinilegar og ekki samhljóða um alt og enda engar síðustu dagana, sakir símabilunar. Bretar eru mjög ánægðir yfir þessari sókn og þakka hana eingongu herkænsku foringja síns Sir Douglas Haig. Einhverjar friðarraddir virðast öðru hvoru vera uppi, en veikar. Nýlendumálaráðherra pjóðverja sagði fyrir skömmu í ræðu, að friðurinn væri að eins undirBanda- mönnum kominn. Frjettir. Skipaferðir. Botnia kom hingað 22. þ. m. og með henni um 70 far- þegar, þar á meðal fossanefndar- mennirnir fimm, Kl. Jónsson frv. landritari, dr. Sig. Nordal próf., Sveinn Björnsson lögm., J>orv. Pálsson læknir, Sig. H. Kvaran læknir, Ragnar E. Kvaran söngv- ari, Th. Árnason fiðluleikari o. fl. Hún fór aftur út i gær fullskipuð farþegum, mest verslunarmönn- um og um 25 stúdentum. Með henni voru einnig sendir rúmlega hálft þriðja hundrað hestar úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýsl- um og er það röskur fjórðungur þeirra hrossa, sem leyfður er út- flutningur á í sumar eftir bresku samningunum. — Villemoes kom á mánud. norðan og austan um land. — 21. þ. m. kom 300 smál. seglskip með saltfarm til Kol og Salt. — 22. þ. m. fór Frederecia til Ameríku til að sækja olíu. — Lagarfoss er fyrir nokkrum dög- uni farinn að ferma í New-York. HF. DVERGUR trjesmíðaverksmiöja og timburverslun Haínaríjarðar. Flygenring & Co. Hafnarfirði. Simi 5, hefur nú til sölu nýkomið sænskt timbur af öllum algengum stærð- um, þar á meðal mikið af bátavið. — Enn fremur hurðir, glugga, lista alls konar og aðra smíðisgripi. — Borg mun að eins ókomin frá Englandi. -— Sex enskir botnvörp- ungar sigldu hingað inn undan ó- veðrinu á mánudaginn. Afli er hvervetna sagður góður og oftast góðar gæftir og eru botn- vörpungarnir nú farnir að stunda þorskveiðar þegar síldveiðin brást og afla víst flestir i ís og selja til Englands. Jón Forseti er nýkoin- inn frá Englandi og hafði selt fyrir 3500 pund. — Á Siglufirði hafa um 60 vélbátar stundað veiðar í sumar og einn botnvörpungur og 8 skip norsk og er talið að aflinn, sem á land hafi komið, sje að eins 30 þús. tunnur. Rúmar 20 þús. lágu einnig á Siglufirði frá í fyrra, en helming' þeirrar sildar hefur lands- stjórnin keypt og lætur bræða. Á Ströndum hefur i sumar rekið mjög mikið af dauðum selum og hafa þeir að sögn drepist úr ein- liverri lungnaveiki. Kappsláttur undir umsjón próf. Guðm. Finnbogasonar hefur upp á síðkastið verið háður á Torfa- stöðum fyrir Árnessýslu og keptu þar 29 menn. Tæp hálf túndag- slátta var slegin og var sá fljót- asti 38 mín. 54 sek. að slá hana, en varð þó 12 í röðinni því sláttulag og gæði þótti ekki að sama skapi. Annað sláttumót var i Odda fyrir Rangárvallasýslu og keptu þar 5 menn. Mjólkurskortur er nú talinn svo mikill hjer í bænum, að mjólk er nú úthlutuð eftir seðlum. Siðastl. viku voru hjer að eins seldir 1200 lítrar til jafnaðar á dag og fram- leiðslan lcvað eitthvað hafa minkað síðan. Eiga nú ekki aðrir að fá mjólk, samkv. reglunum, en börn á öðru ári, um 3 pela á dag, en börn á fyrsta ári og sjúklingar og gamalmenni að eins eftir læknis- vottorði. Bæjarstjórnin hefur sett upp nokkrar sölubúðir og má ekki kaupa nje selja mjólk annarsstað- ar en þar, ekki nota hana á veit- ingastöðum nje til sælgætis eða niðursöðu. Yerði mjólk afgangs seðlaúthlutuninni er frjálst að selja hana. Einhver læknanna kvað hafa gefið yfir 50 mjólkurvottorð einn daginn. % K. Zimsen borgarstjóri fór utan með Botníu, en Ól. Lárusson lögm. gegnir störfum hans á meðan. Biskupinn, dr. theol. Jón Helga- son er nýkominn úr yfirreið uffl Skaftafells- og Suður-Múlasýslur og kom -þar á flesta kirkjustaði. Með honum var sonur hans stud. theol. Hálfdán Helgason. Guðm. Hlíðdal verkfræð. er ný- kominn heim, en hefur í sumar reist rafmagnsstöð á Húsavík og er aflið tekið úr Búðaránni, sem rennur gegnum þorpið, þokulúður- stöð á Dalatanga o. fl. Bæjarfógetinn Jóh. Jóhannesson er nýkominn landveg frá Seyðis- firði norður um land. t Danssýningar hefur frú Stefania Guðmundsdóttir haft hjcr þrivegis og veiáð vel sótt. Sagnfræðisprófi hefir Hallgr. Hallgrimsson nýlega lokið við Kaupmannahafnar háskóla. Sæsíminn er nú bilaður, en að sögn að eins i 11—12 enskra mílna Iaýðskóli 4 Asgrims Magnússonar Bergstaðastræti 3 starfar næsta vetur með líku fyrir- komulagi og áður. — Skólinn byrj- ar fyrsta vetrardag. Kenslugjald 35,00 kr. fyrir allan veturinn. Einnig geta nemendur fengið kenslu í einstökum námsgreinum og yfir skemri tima eftir sam- komulagi við forstöðumann skól- ans. Heilbrigðisvottorð frá lækni verða nemendur að sýna þá er þeir koma fyrst í skólann. Umsóknir sendist undirrituðum forstöðu- manni, sem einnig gefur allar nán- ari upplýsingar. ísleifur Jónsson. Bergstaðastr. 3. Reykjavík. fjarlægð frá Rórshöfn og tekst því vonandi fljótt að gera við hann. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman austur i Hruna Einar por- kelsson skrifstofustjóri og frk. Ólafía Guðmundsdóttir. Sömul. gaf sjera Tryggvi Rórhallsson nýlega saman þau Guðbrand Magnússon og Matthildi Kjartansdóttur. Tangsverslun á ísafirði, sem Rórður Kristinsson kaupm. þar keypti snemma í sumar, er nú sögð seld aftur og nýi kaupandinn M. Torfason bæjarfógeti. „útilega“, handbók útilegu- manna. Svo lieitir dálítill bækling- ur, sem- nýkominn er hjer út hjá Bókav. ísafoldar, sjerprentaðar greinar úr Mrg.bl., handhægar bendingar handa þeim, sem ferð- ast um landið á sumrum og liggja úti um nætur, Ritstjóraskifti eru orðin við Rjóðólf. Magnús Björnsson, sem síðastl. vetur var kennari við gagii- fræðaskólann á Akureyri, er tek- inn við í stað Sig. Guðmundssonar. Frá Færeyjum. Rar hefur nú verið skipaður nýr amtmaður og heitir Stalilshmidt, áður dómari í Khöfn, að eins 34 ára gamall, Útsvörin í Reykajvík. Eftir Svein Jónsson, 130 kr. Dichmann L. M. Lindarg., Ingvar Gunnlaugsson vjelstj., Jón Eyvinds- son verslm. 140 kr. Smitt Paul símaverkfr., SigurSul' Thoroddsen kenn., ÞórSur Thorodd- sen læknir, Einar Árnason kpm. 150 kr. Aðalsteinn Pálsson sm., Árni Ein- arssson klæSsk., Behrens C. versl.stj., Helgi Bergs verslm., Einar J. Er- lendsson byggingarfulltr., Eyvindur Árnason trjesm., Carl Finsen umbm., Lárus Fjeldsted lögfr., Flosi Sigurös- son trjesm., Friöbjöm Aðalsteins simam., Geir Pálsson trjesm., Guöin. Magnússon rithöf., Gróa Bjamard. Nýjaversl., Geir Sigurösson skipstj., Verslunin Gullfoss, Gunnar Sigurös- son trjesm.y Hafsteinn Bergþórsson sm. Klapparst., Halldór G. M. Eiríks- son kpm,, Halldór Gunnlaugsson kpm., Halldór Þórðarson bókb., Hall- grímur Jónsson vjelstj., Hallgrimur Tómasson kpm., Hannes Hafliðason skipstj., Haraldur Sigurðsson vjelstj., Helgi Helgason smiöur, Henningsen Sv. J. kpm,, Indriöi Einarsson skrif-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.