Lögrétta - 11.09.1918, Side 2
LÖGRJETTA
"»55
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudefi, uk þess aukablöt við og vit,
minst 60 btöð alls á ári. Vert kr. 7.50 árg. i
Ielandi, erlendis kr. 10.00. Gjolddagi I. júli.
girni er hernaöartakmark Englend-
inga. ÞaS eru ekki viö Þjóöverjar,
heldur Englendingar, sem hafa ásælni
til yfirdrotnunar aö stjórnmálamark-
miöi. En aö heimta þaö af okkur, aö
viö stingum höndum í vasa og ger-
um ekkert til þess að verjast þessari
heimsdrotnunargirni, er ætlar að
leggja Evrópu í hlekki, þaö er fjarri
öllu lagi. Englendingar eru ekki aö
berjast fyrir Elsass-Lothringen, held-
ur fyrir eiginhagsmunum sínum. Viö
viljum aö eins halda jafnvæginu, láta
hvert land um sig hafa frelsi til fram-
fara og allar þjóðir jafnan rjett til
feröa um höfin. Stofnun þjóöasam-
bandi á slíkum grundvelli væri feg-
ursti árangur friöarsamninga aö ó-
friönum loknum.
Landsdowne og Churchill.
1 byrjun 5. ófriöarársins sendi
Landsdowne lávarðttr út eitt af brjef-
um sínum umAfriöinn, en hann hefur
áður, eins og menn rnuna, hvaö eftir
annað látiö uppi nokkuö aðrar skoö-
anir á ófriöarmálunum, en ríkjandi
hafa verið hjá ensku stjóminni. Hann
segir m. a.: Við erum nú að byrja 5.
ár hins mikla stríös fyrir frelsið.
Hernaðarbyrðamar verða meö hverj-
um mánuöi þyngri og þyngri, Heldur
en aö taka á móti friði meö vansæmd
erum við allir reiöubúntr til þess aö
berjast til hins ýtrasta. En hver mað-
ur 0g hver kona í þessu landi finnur
og skilur það böl, sem stríðinu fylgir,
cg ætla má aö ekki sje sá nokkur meö-
al ráðherranna, er ekki hafi þá skoð-
un, að það væri glæpur að halda strið-
irtu áfram einn dag eftir að útlit væri
íyrir sómasamlegan friö. Hann segir
síðan, að ósk um frið sje mjög almenn
og útbreidd í óvinalöndunum og að
hann sje sannfærður um, að menn
þrái þar mjög að fá ýtarlegri skýr-
ingar en áöur hafi fram komið á þeim
skilyrðum sem Bretár setji, ekki fyrir
friði, heldur fyrir byrjandi samning-
um, er leitt gætu til friðar. Hann
minnist svo á ræðu, er Wilson for-
seti hjelt 4. júlí síðastl. og segir, að
Lloyd George hafi lýst sig henni fylli-
lega samþykkan og sagt, að miðveld-
in gætu fengið frið þegar næsta dag
með þeim skilmálum, sem forsetinn
nefni. En í ræðu forsetans sjeu engar
línur dregnar til friðarsamninga.
Landsdowne telur það ekki beinlínis
nauösynlegt að ná yfirhönd á vígvöll-
unum til þess að fá framgent þeirn
oskum, sem barist sje fyrir, og vitnar
í ummæli eftir Smuths hershöfðingja
um þaö mál. Honum virðist svo sem
hægt ætti að vera að koma hugsjón-
um Wilsons forseta í framkvæmd án
þess að barist sje til þrautar. Hann
segir, að það þurfi að setja fram skýrt
og skiltrerkilega, ekki fullkomna skil-
n.'ála um < ,anlega lausn á framtíðar-
skipulagi heimsins, heldur skilyrði
þau, sem komið geti til mála frá Eng-
lands hálfu að forvtgismönnum þess
væri falið að halda fram til samkomu-
lags. Hann segist ekki beinlitiis halda
því fram, að nú þegar sje útlit til
samkomulags um aðalatriðin. En
margt bendi til þess, að tækifæri bjóð-
ist til samkomulags áður langt urn
liði.
í blaðafregnunum segir, að þetta
lirjef hafi lítil áhrif haft í Englandi
og litla eftirtekt vakið. Churchili, sem
nú er í ráðuneytinu og hefur stjórn
hergagnamálanna, svaraði því með
brjefi til kjósenda sinni. Hann sagði
þar, að stríðið skyldi vinnast, en það
væri ekki unnið enn. Þetta tvent yrðu
menn að gera sjer ljóst. Þaö hlyti
að vera aðalmergur allra umræða um
liermálin, sem ekki stjórnuðust af
hugleysi eða svikum. Við skulum ekki
svikja sjálfa okkur með því að telja
ckkur trú um, að nokkuð sje til, sem
komið geti í stað sigursins, segir
hann. Það merkilegasta og eftirtekt-
arverðasta viö ástandið nú er þetta:
\'aldið virðist nú vera i höndum ó-
vinanna, en það er í raun og veru í
okkar höndum. Vilhjálmur keisari
drotnar nú yfir fleiri miljónum þegna
og þræla en nokkru sinni áður, frá
því er strið þetta hófst. En þýsku
þióðinni blæðir og hún þjáist af nær-
ingarskorti. Hún lifir í áreynslu, sem
cr margfalt harðari en þaö, sem menn
verða að leggja á sig hjer í Bret-
♦
landi. Þess vegna hlýtur Þýskaland
að verða undir, ef við erum nógu
þrautseigir. Þýskaland hefur orðið
fyrir þremur ' hræðilegum áföllum
þetta umliðna ár. Sókn Þjóðverja í
Frakklandi hefur verið stöðvuð, við
h.öfum reist rönd við kafbátahernað-
inum, og amerískur her er nú land-
settur i Frakklandi i svo stórum stíl,
að það gefur von um, að herafli
bandamanna muni verða þar miklu
meiri en hinna. Það fjórða er, að
bandamenn fá meira og meira yfir-
höndina í loftinu. Allur heimurinn er
nú á herferð gegn Þýskalandi. Við
verðum að eins að þrauka við til þess
að sigra. Þetta er sannleikurinn. Að
fara nú að semja frið, þegar Þýska-
land hefur að ytra áliti sigrað, en er
i rauninni að riða til falls, nú, þegar
þátttaka Bandarikjanna er nýbyrjuð,
cg nú, þegar Rússland er sem aumk-
unarlegast statt — það mundi brenni-
merkja þjóðflokk okkar svo að hann
bæri þess merki kynslóð eftir kyn-
slóð. Og þó er það þetta, sem Lands-
downe lávarður heldur fast að okkur
að við skulum gera, segir Churchill.
Hann endar svo með því, að ófrá-
víkjanlegt skilyröi fyrir þvi, að stríð-
inu hætti, sje fyrst og fremst, að tví-
mælalaus sigur náist yfir þýska hern-
um á vígvöllunum, og í öðru lagi það,
að þýska þjóðin af eigin hvöt og á
fullnægjandi hátt hrindi af sjer þvi
stjórnarfyrirkomulagi, sem leitt hafi
hana út í svo marga hræðilega glæpi.
Að öðrum kosti fái hún ekki aðgang
að sambandi þjóðanna.
Eins og menn sjá á þessu, er það
ckki lítið, sem skilur á milli skoðana
þessara tveggja merku ensku stjórn-
málamanna á ófriðarmálunum.Churc-
hill talar.úr flokki þeirra, sem nú hafa
ráðin. En ekki er það ólíklegt, að
skoðanir Landsdownes eigi fylgi i
vændum síðar, ef það sýnir sig, að
úrslitasigur sá, sem Churchill væntir
eftir, eigi lengra í land en hann virðist
ætla.
Síðustu frjettir.
Símskeytin segja frá sífeldum or-
usturh á vesturvígstöðvunum, milli
Soissons og Arras. Þjóðverjar fara
hægt og hægt undan á þessu <;væði
og yfirgefa það land, sem þeir tóku
i sókninni síðastl. sumar, en þó vant-
ar enn allmikið á að þeir hafi yfir-
gefið það alt. t ítalíu hefur einnig
verið barist, uppi í fjalllendinu, en
án þess að nokkuð hafi skorið þar úr.
O r a r.
I.
Kvöldskuggar.
Skuggarnir lengjast, það líður að nótt.
L.imbúinn þagnar og alt verður rótt.
Útrænan hjalar í hreimblíðum róm —
himneska ,söngva‘ - við grátandi blóm.
— pökk sje þjer deyjandi dagur.
Silkimjúkt, höfgandi húmblæjulín
hnígur er síðasti Ijósbjarminn dvín.
Sorgþjáð sem fagnandi — dreymandi
drótt
drjúpir nú höfði að barmi þjer nótt
— blessaði friðarins faðmur. —
Hugurinn leitandi líður á braut
leiðin er opin í framtíðarskaut —
þar sem að eldur hins ókomna brann
áður var dvalið en nú er sem hann
skelfist — hann leitar þess liðrta.
II.
B œ n.
Æskan klökknar þegar harmar þjaka
— þegar sorgin hjartað sker.
Vorið bjarla viltu við mjer taka?
— Vefja mig að barmi þjer?
Veittu fróun þeim sem þrá og vaka,
það er hjartans bœn frá mjer.
Stiltu, lægðu úfið harma hafið
hretin öll um andans lönd.
Færðu’ oss gull sem enn er geymt og
grafið
— guði vígt — í óskaströnd. —
Yfir landið Ijúfri minning vafið
leið mig — drauma hönd.
X.
Trjesmiðir.
Hin mikla borg, sem blasir við,
í brögum titluð hjarta lands,
með bursta fjöld og fögur rið
og flesta liti regnbogans —
er mest að þakka þeirri stjett,
sem þingar hjer í fjelagshring;
sje torg þar skakt og gata grett,
þeir gallar skella’ á „verkfræðing“.
j
Við hagleiks glym og handtök snögg
býr höfuðborgin ár og síð,
við sagarbrag og hamarshögg,
við hefilhvin og axarstríð.
Hún býr við gnótt og auðnuefnd
með yfirbragðið frítt og sljett,
er setur hverja sendinefnd
í samningsskapið þýtt og ljett. —
Eins gerir stjettin gripi þá,
sern glæða drjúgum kærleikann,
já, fæstar stúlkur staðist fá
þau stig — en það er „kommóðan"
Því vissra svanna „hjarta’ og hönd“
vinst höldum best með þeirri gjöf;
hún hnýtti ótal hjónabönd,
sem hjeldu fram í dauða’ og gröf.
En aðrir hafa lært þá list
að lappa við þau mæöuskip,
er Ránardætur reka’ úr vist
sem ræfilflök og lekahrip.
Þeir lækna trútt hvern ljóð og hæng,
uns líkt þeir skila knerri’ úr vör
sem garpur rísi’ af sóttarsæng
með sjáldrið hraust og þrótt og fjör.
í hverri þraut og glóð og gný
mun giftan fylgja þeirri stjett,
sem hefur Iag og hug á því
að hefla störfin trútt og rjett.
Hún þarf ei mas um málstað sinn
í myrkraskotum smeyk og bleik,
en eignast sæmdar-orðstýrinn
með upplitsdjörfum heiðarleik.
Jak. Thor.
Sæþörungar.
Það er kunnugra en frá þurfi að
segja, að grasspretta hefur verið mjög
ljeleg í sumar víðast hvar á landi hjer.
Er því auðsætt, að heyjaforði muni
verða litill í haust. Útlitið er iskyggi-
lc'gt og sjálísagt er að reyna alt sem
mögulegt er til þess, að bústofn
bænda verði ekki settur á gaddinn, en
minki þó sem minst. Nú er svo kom-
ið, að taka verður á því sem til er,
og nota margt, sem ekki er litið við
i góðu árunum. — Á jeg þar einkum
við hina miklu gnægð þörunga við
strendur lands vors.
Þegar svona stendur á, er almennur
fóðurskortur vofir yfir, er sjálfsagt
að nota sjer þessi auðæfi hafsins eftir
þvi sem hver hefur dug til. Áður hef
jeg ritað um þetta efni í Búnaðarrit-
inu. Var sú ritgerð sjerprentuð og
send í flestar sveitir á landinu. Að
þessu sinni skal jeg sjerstaklega
benda á, hvernig þörunganna skal
aflað og hvernig best er að geyma þá.
Þörunga er aflað á tvennan hátt.
Annaðhvort eru þeir teknir á vaxtar-
staðnum, eða þeir eru teknir úr
hrönnum (brúkum). Þegar þörungar
eru teknir á vaxtarstaðnum, er lang-
best að skera þá um stórstraums-
fjöru. Þar sem ströndum hallar lítið
og útfiri er mikið má auðveldlega
skera þarann efst i þarabeltinu. Einn-
ig má taka þarann þótt dýpra sje, en
til þess þarf þá kaðal nokkurra
faðma langan og króka eða nokkurs-
konar öngla. í þjettu þarabelti eru
krókarnir ágætt veiðarfæri. Þar sem
útfiri er mikið, má taka sölin á þuru
um stórstraumsfjöru. Sölvareitirnir
eru neðan við þangbeltið. Þaj- sem
strendur eru sæbrattar, eins og t. a. m.
viða á Austfjörðum, er erfiðara við-
fangs að ná i þörungana. Þó má slæða
þá upp um stórstraumsfjöru, en
sölvatekja í stórum stíl er erfið, þar
sem aðdjúpt er.
Þá er hin aðferðin, sem öllum er
tamast að viðhafa, að taka þörung-
ana úr hrönnunum (brúkunum), Ef
menn vilja þá aðferðina, þá er ekki
um annað að gera en að taka það, sem
öldur hafsins bera á land. Þó ber þess
að gæta, að hollara er fyrir skepn-
urnar að taka úr hrönrtum i kletta-
fjöru eða stórgrýttri fjöru, en að taka
úr sandorpnum hrönnum.
Þá hef jeg bent á þessar tvær að-
ferðir til þess að ná í þörungana, er
þá eftir að tala um verkunina. Er um
á Kvammstanga
Námstími: Frá 1. nóv. til 1. apr., en einstakir nemendur fá þó
að vera styttri tíma, ef sjerstalega stendur á fyrir þeim. '
Inntökuskilyrði: Að hafa lært það, sem fræðslulögin áskilja til
fullnaðarprófs, að hafa engan næmai. sjúkdóm, og að hafa óspilt siðferði.
Inntöku í skólann fá bæði piltar og stúlkur, alstaöar að, og er starfsvið
hans eigi bundið við Húnavátnsssýslu.
Áætlaður kostnaður fyrir pilta: Heimavist 320 kr., skólagjald
25 kr., bækur 25 kr., eða samtals 370 kr., og ca. 80 kr. minna fyrir stúlk-
ur, en auk þessa ferðakostnaður og vásapeningar.
Námsgreinar: Islenska, reikningur, náttúrufræði,
i e i k f i m i, s ö n g u r, hannyrBir, saga, landafræði, skrift, danska,
enska; en enginn er bundinn við að taka þátt í öllu sem kent er.
A t h.: Prófdómarar og aðrir, sem hafa kvnt sér kensltt skólans, hafa ávalt gefið
honum b e s t a vitnisburð. Nánari upplýsingar um það og annað, er að skól-
anum lýtur gefur undirritaður og tekur við umsóknum.
Hvammstanga, 1. sept. 1918.
Ásgeir Mag’iiiisson.
HF. DVERGUR
trjesmiðaverksmidja og timburverslun Hainarfjarðar.
Flygenring & Co.
Hafnarfirði. Sími 5.
heftir nú lil sölu nýkomið sænskt timbur af öllum algengum stæríS-
um, þar á meðal mikið af bátavið. — Enn fremur hurðir, glugga,
lista alls konar og aðra smíðisgripi.
Tímaritið „IÐUNN“
4. árg., 1. og 2. hefti, fjölbreytt og skemtileg að vanda, kemur út um mán-
aðamótin og verður þá þegar send út um land. Verð árg. kr. 4.50.
Ú t g e f.
tvent að ræða eins og við heyverkun, ’
sem sje: að þurka og súrsa. Best er
að þurka þörungana fyrir kýr. Ef
þörungar eru teknir nýir er ágætt að
þeir rigni eða sje þvegnir, og síðan
þurkaðir á einhverjum góðum þurk-
velli. Þegar þeir eru þurrir orðnir eru
þeir geymdir eins og hvert annað
þurt hey. Sje þarinn stórvaxinn eins
og t. a. m. Maríukjarni og Beitisþari,
er best að brytja hann nokkuð smátt
áður en gefið er. Þurkaða þörunga á
að afvatna áður en gefið er og hella
niður vatninu sem þeir hafa legið í.
Þá er súrsun þörunga ágæt verkunar-
aðferð. Daníel Jónsson bóndi á Eiði á
Langanesi viðhafði fyrstur manna
þessa aðferð, og er það mesta furða,
hve fáir af nábúum hans hafa tekið
það eftir honum. Ásgeir i Knarar-
nesi hefur tekið aðferðina upp að
dæmi Daníels. Bæði Daníel og Ásgeir
hrósa súrþaranum mjög og segja
hann sje afar-gott fóður, einkum fyr-
ir sauðfje. Á Eyrarbakka hafa menn
og viðhaft súrsun. Gryfjurnar hjá
Daníel á Eiði eru nú 6x6x4 álnir.
Þær geta auðvitað verið dýpri, alt
eftir því, hvernig hagar til. Daníel
hefur grafið gryfjurnar í malarkamb-
iun og hlaðið þær innan með streng
og fylt þær úr hrönnum og borið svo
larg ofan á. — Súrsun þörunga verð-
;iir eflaust algeng hjer á landi er
síundir líða.
Verkaður þari er að allra dómi
hollari en nýr þari og ættu menn því
að afla sjer forða af verkuðum þara.
En sjeu menn neyddir til að gefa
nýjan þara, þá er um að gera að
hreinsa hann sem best og afvatna.
Jeg hef áður (í Búnaðarritinu) tekið
fram, að af sæþörungum eru sölin
best til fóðurs, þar næst beltisþari, þá
kemur maríukjarni (murukjarni fyr-
ir norðan), Þangtegundirnar, sem al-
staðar er nóg af, eru lakari og þær á
ekki að taka, ef menn geta náð i góðu
legundirnar. —
Þar sem sölvafjörurnar eru mikl-
ar, væri hyggilegt að taka sem mest
af sölvum og þurka. Nægur markaður
rnundi fást í nærsveitum, þótt tneira
væri tekið en menn þyrftu sjálfir á
að halda. Þá væri og hyggilegt aö
súrsa þang í þó nokkuð stórum stíl
þar sem miklar hausthrannir berast á
land. Algengt er í sumum sveitum að
menn láta sauðfje að mestu leyti lifa
á fjörubeit. Gengur fjeð þá í hrönn-
um fyrri part vetrar, en í bitfjöru
seinni partinn, en víða er bitfjaran af
skornum skamti síðari hluta vetrar og
oft og tíðum getur alveg tekið fyrir
Iiana. Þar sem svo hagar til er alveg
sjálfsagt að súrsa svo mikið að haust-
inu, að nóg sje, þótt taki fyrir fjöru.
Að minsta kosti ætti að vera nóg af
súrþara siðari hluta vetrar þegar
hrannar nýtur ekki lengur, Þess ut-
ar, er súrsaður þari — og gamlar
hrannir (brúkir) — hollari en nýr.
Helgi Jónsson.
Alþiugi.
Sambandsmálið.
Þingsetningardaginn voru fullveld-
isnefndir þær, er kosnar voru á síð-
asta þingi, endurkosnar að öðru leyfi
en því, að Einar Arnórsson var kos-
inn í nefndina í stað Þórarins Jóns-
sonar, er ekki kom til þings. Var
nefndin öll, nema Magnús Torfason,
a einu máli um að samþykkja sam-
bandslagafrv. óbreytt og samdi hún
langt og ítarlegt nefnclarálit. í neðri ’
deild urðu allmiklar umræður um
málið. Ben. Sveinsson mælti á móti
frumvarpinu og flutti margar breyt-
ingatillögur við það. Voru þær allar
feldar með ölluin atkvæðum gegn
hans og frv. samþykt í neðrideild með
24 atkv. gegn 1 (Ben. Sv.). Urðu
einkum snarpar orðahnippingar milli
l>eirra Ben. Sv. og Bjarna frá Vogi.
—;.í efrideild mælti Magnús Torfason
á móti frv., en Jóh. Jóhannesson
hafði orð þar fyrir fullveldisnefnd-
inni nieð frv. Var þaö samþykt með
13 atkv. gegn 1 (M. Torf.) og af-
greiddi efrideild það í fyrradag sem
lög frá alþingi. Var frv. þannig sam-
þykt óbreytt af þinginu með 37 atkv.
gegn 2, en einn þingmaður, sem með
þvi greiddi atkv. í sumar, Þór. Jóns-
son, er.nú fjarverandi,