Lögrétta - 25.09.1918, Page 1
Ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
í
Þingholtsstræti 17.
Talsítni 178.
Afgreiðsln- og innheimtuth.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 44.
Reykjavík, 25. september 1918,
XIII. árg.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls
konar ritföng, kaupa allir í
Bókaversl. Sigí. Eymundssonar.
KlæSaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstræti 16.
Stofnsett 1888. Sími 32.
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
■' \ -----------------■
Lárus Fjeldsted,
yfirrjettarmálafærslumaður
Lækjargata 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síðd.
Rafmagnsstöð
við Elliðaárnar,
19, þ. m. var það mál til umræðu
hjer í bæjarstjórninni. Rafmagns-
nefnd hennar, sem í eru, auk borgar-
stjóra, Jón Þorláksson, Jörundur
Rrynjólfsson og Sveinn Björnsson,
kigði þar fram lýsing á fyrirtækinu
og kostnaðaráætlun eftir verkfræö-
ingana G. Hliðdal og Jón Þorláks-
son ásamt nefndarálitsskjali. Málið
var nokkuð'rætt á fundinum og því
síðan vísað til 2. umræðu. Hjer fara
á eftir útdrættir úr skjölum þeim,
sem nefnd eru hjer á undan.
I. úr skjali verkfræðiuganna.
Úrkomusvæði Elliðaánna er talið
260 ferkílómetrar. Forendede In-
geniörkontorer í Kristjaníu hafa á-
ætlað meðal rensli þeirra 4,0 tenings-
metra á sekúndu, en minsta rensli
2,5 tenm. á sek. Nokkrar likur eru
þó fyrir þvi, að meðalrenslið sje eitt-
hvað meira en þetta. Ef unt er að
jafna rensli ánna, þannig að það
verði 4,0 tenm. á sek. að staðaldri,
eykst notagildi ánna til aflframleiðslu
um 60%, því að afl þeirra miðast þá
við meðalrenslið, 4,0 tenm., í staðinn
tyrir minsta renslið, 2,5 tenm. á sek.
Fyrir hver 100 hestöfl sem fást úr
ánum án renslisjöfnunar verður unt
að fá 160 hestöfl eftir renslisjöfnun-
ina. Að vísu liggja ekki fyrir enn þá
rægar athuganir á rensli ElliSaánna
og breytingum þess eftir árstíðum til
þess, að unt sje að ákveða með f'ullri
vissu stærð geymslurúms þess fyrir
vatn, sem þarf til fullkominnar rensl-
isjöfnunar. En eftir þeim athugun-
v.m, sem fyrir liggja, sjerstaklega
eftir renslismælingunum sem gerðar
vorti undir umsjón Benedikts Jónas-
sonar þáverandi bæjarverkfræðings
frá júlí 1913 til júlí 1914, virðist mega
áætla, að vatnsgeymslurúmið þurfi
að nema 6 miljónum teningsmetra.
.... Að öllu athuguðu verður ekki
sjeð, að kostur sje á öðru hentugu
og nægilega stóru vatnsgeymslurúmi
til renslisjöfnunar en Elliðavatni og
láglendinu kringum það, og er stung-
ið upp á að nota jafnframt Rauða-
vatn til þess að auka stærð geymslu-
rúmsins, og til þess að unt verði að
fá hentugt fyrirkomulag á aflstöðv-
um, án þess að þrýstivatnsleiðslur til
tiflstöðvanna verði óhæfilega langar.
Rauðavatn liggur í dæld utan við úr-
komusvæði Elliðaánna, og hefur ekk-
ert ofanjarðar frárensli, og ekkert
^ýnilegt aðrensli annað en leysinga-
vatn og regnvatn úr dældinni sjálfri.
Eins og eðlilegt er stendur vatns-
borð þess hæst á vorin, eftir leys-
ingarnar, og lækkar svo smám saman
fram undir haustið. Að vatnsbotninn
muni ekki vera með öllu vatnsheld-
ur má ráða af því, að lækkun vatns-
horðsips yfir sumarið er nokkru
rneiri en sem svarar uppgufuninni.
En vatnið hefur aldrei þornað upp,
svo sögur fari af, og má þar af draga
þá ályktun, að leki vatnsborðsins er
ekki meiri yfir árið en svo, að úr-
koman á úrkomusvæði vatnsins
sjálfs nægir fyrir honum. Það mun
þvi ekki þurfa að eyða neinu af
vatni Elliðaánna í þennan leka, þótt
Rauðavatn verði tekið með i vatns-
geymslurúmið, nema að því leyti sem
lekinn kann að aukast eitthvað mjög
lítið við það, að meðalhæð vatns-
borsins verður nokkru hærri en nú.
Auk Elliðavatns og Rauðavatns tek-
ur geymslurúmið yfir Elliðavatns-
engjar. Að þær muni ekki sleppa
miklu af vatni niður má ráða af því,
að þær halda áveituvatni, sem veitt
er á þær á liverju vori, og að yfir-
borð jarðvatnsins er þar skamt undir
yfirborði jarðar á öllum árstímum
Frumdrættir að fyrirhuguðu skipu-
lagi renslisjöfnunar-mannvirkja eru
sýndir á uppdráttum og eru mann-
virkin þessi:
a) Stýfla báðum megin við hólinn
,,Skygnir“ neðan við Elliðavatns-
engjar. h) Skurður eftir svonefndri
Markgróf frá ánni Bugðu rjett ofan
við stýflugarðsstæðið yfir í Rauða-
vatn. c) Skurður norður úr Rauða-
vatni eftir lægðinni skamt fyrir aust-
an aðalveginn. Það getttr komið til
mála að í staðinn fyrir þennan síð-
astnefnda skurð komi jarðgöng á
einhverjum kafla, einkum ef það
kemur í ljós' við nánari rannsókn, að
klöpp sje í skurðstæðinu miklu hærra
cn fyrirhugaður skurðbotn. Sje gert
ráð fyrir að engin klöpp sje í skurð-
stæðunum, verður rúmmál graftarins
hjer um bil þannig:
Skurður eftir Markgróf 49000 tenni.
Skurður norður úr
Rauðavatni ......... 92000 tenm.
Efnið úr Markgrófarskurðinum er
ráðgert að nota, að svo miklu leyti
sem þess þarf með, í stýfluna hjá
Skygni, og sje stýflan gerð úr þessu
jarðefni mestmegnis eða eingöngu.
Talsvert af efninu úr norðari skurð-
inum er ráðgert að nota til upphækk-
unar báðum megin við fram hald þess
sama skurðs, lengra norður eftir, og
styttir sá skurður þrýstivatnsleiðsl-
una eða pipur þær, sem leggja þarf
frá skurðendanum til fyrirhugaðrar
aflstöðvar..... Það má áætla að
geymslurúmsdýptin (uothæf 'dýpt)
verði:
.. M.ÍX_
í Rauðavatni ..........4,0 metrar.
í Elliðavatni...... 3,0 —
Á Elliðavatnsengjum .. 2,0 —
Með þessu móti verður stærð
geymslurúmsins hjer um bil þessi:
Rauðavatn:
380,000 X 4 — 1,520,000 tenm.
Elliðavatn:
1,100,000 X 3 = 3,300,000 —
Elliðavatnsengjar:
840,000 X 2 = 1,680,000 —
Samtals 6,500,000 tenm.
Kostnaðaráætlun um renslisjöfn-
unar-mannvirki þessi er ekki gerð að
svo stöddu, af því að ekkert af þess-
um mannvirkjum kemur til fram-
kvæmda utn leið og bygð yrði sú
1000 hestafla stöð, sem kostnaðar-
áætlunin nær yfir, heldur koma þau
til greina seinna meir, þegar þarf að
auka aflframleiðsluna, ef valin verð-
ur sú tilhögun á aflstöðvum, sem
liggur til grundvallar fyrir kostnað-
aráætluninni.
Stöð I er hjá Ártúnum og fær vatn
sitt eftir þrýstipípu ofan frá stýflu
og inntökuþró rjett ofan við Árbæj-
arhólma. Stöð II er við buginn á án-
um h. u. b. 700 metrum fyrir ofan
Árbæ, og fær vatn sitt eftir þrýsti-
pípu frá norðurenda skurðsins norð-
ur úr Rauðavatni.
Fyrir stöð I verður lengd þrýsti-
pípunnar um 1050 metrar. Fyrir stöð
II verður lengd þrýstipípunnar 400
metrar. Samtals fyrir báðar stöðv-
arnar má telja hina nothæfu meðal-
fallhæð 64,5 metra eftir að öll mann-
virkin til hagnýtingar vatnsins ent
fullgerö, Hestafla-tala sú, setp fæst
þegar báðar stöðvarnar eru fullgerð-
ar. miðast við renslið 4,0 tenm. á
sekúndu. Með því að gera ráð fyrir
að aflið verði notaö til framleiðslu
i'. rafmagni til almenningsþarfa, er
óhætt að áætla mestu afleyðslu tvö-
falt meiri en meðalafleyðsluna yfir
sólarhringinn, þ. e. hestaflatala vjel-
anna i stöðvunum má samsvara 8,0
teningsmetra rensli á sek. Verður þá
iiestaflatala stöðvanna fullgerðra hjer
um hil þessi, talin á túrbínuásunum
cg miðuð við meðal-fallhæðina:
í stöð I .......... 324° hestöfl.
í stöð II.......... 1920 hestöfl.
Samtals .... 5160 hestöfl.
Það er að flestu leyti mikill ókost-
ur, að þurfa að skifta fallhæðinni
þannig i tvent og byggja tvær stöðv-
ar til hagnýtingar á aflinu. En ef nýta
ætti alla fallhæðina í neðri stöðinni,
stöð I, mundi þrýstivatnsleiðslan
verða nálægt 2200 metrar ab lengd,
jrði of kostnaðarsamt að byrja á út-
byggingu þeirrar stöðvar meðan nú-
verandi dýrtíð stendur.
Eftir að það er komið i ljós að
gerlegt er að nota Rauðavatn til
hjálpar við renslisjöfnun Elliðaánna,
cða með öðrum orðum að veita án-
um yfir í Rauðavatn, þá er sjáanleg-
ur möguleiki fyrir annari tilhögun
aflstöðva, sem gerir kleift að nota alla
fallhæð þá, sem fyrir hendi er, í
einni stöð. En útrensli þeirrar stöðv-
ar verður i Grafarvog, stöðin sjálf
þar niður við voginn og þrýstivatns-
pípa til stöðvarinnar frá norðurenda
skurðsins norður úr Rauðavatni.
Lengd þrýstivatnsleiðslunnar verður
líkl. nokkuð fyrir neðan 1000 nn, eða
heldur minni en lengd hinnar fyrir-
huguðu þrýstivatnsleiðslu að stöð I.
Nothæfa fallhæðin verður að líkind-
um eitthvað nálægt 74 metrar, og
hestaflatala sú, sem fá má í stöðinni
með fullkominni renslisjöfnun, rjett
við 6000. Meðal verka þetrra, sem
vinna þarf þegar við fyrstu byggingu
sííkrar stöðvar, er gröftur skurðsins
norður úr Rauðavatni; aftur á móti
er ekki fullrannsakað, hvort gera
mundi þurfa þegar í byrjun skurðinn
eítir Markgróf og stýfluna hjá
Skygni, því að nokkrar horfur eru á
að með litlum tilkostnaði rnegi ná
Hólmsá inn í Rauðavatn, og að rensli
kennar, i sambandi við renslisjöfnun
þá, sem fá má í Rauðavatni einu
saman, muni nægja til fyrstu bygg-
ingar stöðvarinnar við Grafarvog.
í fljótu bragði kann að verða haft
á móti þessu fyrirkomulagi, að með
því að útrenslið frá stöðinni fer í
Grafarvog, muni laxveiðin í Elliða-
ánum spillast meira en með hinu fyr-
irkomulaginu. Við nánari athugun
kemur það þó í ljós, að þessi mót-
hára er ekki á rökum bygð. Einungis
það vatn, sem á hverju augnabliki er
notað til aflframleiðslu, fer út í Graf-
arvog; hitt alt rennur í gamla far-
veginn gegnum yfirfall og botnrásir
stýflunnar hjá Skygni, og er til fullra
nota fyrir laxgöngurnar. Og þótt
afrenslið frá stöðvunum sje við
Elliðaárnar, þá missist það vatn, sem
á hverjum tíma er í raun og veru
notað til aflframleiðslu, frá laxgöng-
unum, af því að það fer í gegnum
þrýstipípur stöðvanna, og er því al-
veg tekið út úr farveginum á þeim
kafla. Og það er athugandi, að stöð-
in við Grafarvog þarf minna vatn til
íramleiðslu á tiltekinni hestaflatölu
en stöð I við Elliðaárnar, af því að
íallhæðin er meiri, T. d. mun þurfa
1,5 tenm. á sek. til framleiðslu á 1000
hestöflum við Grafarvog, en 2,5
tenm. á sek. til framleiðslu á 1000
hestöflum í stöð I við Elliðaárnar.
Meðan talsvert vantar upp á að afl-
eyðslan sje komin upp i það hámark,
sem Elliðaárnar geta látið í tje, mun
þvi stöðin við Grafarvog líklega gera
laxveiðinni heldur minna tjón en hin-
ar ráðgerðu stöðvar við Elliðaárnar,
ea þegar afleyðslan fer að nálgast
hámarkið verður ekki betur sjeð en
að laxveiðin muni eyðileggjast hvort
sem er.
Þessi tilhögun með einni stöð við
Grafarvog í sambandi við hina fyrir-
huguðu renslisjöfnun, hefur þann
mikla kost, að girt er fyrir alla hættu
á reksturstruflunum stafandi af ís,
krapi eða frostum. Úr hinu djúpa
lóni, sem Rauðavatn og skurðurinn
norður úr því mynda, fer vatnið beint
inn í niðurgrafna þrýstipípu, og
kemur ekki út fyr en það er búið að
vinna sitt verk. Ekki er unt að hugsa
sjer betri tryggingu en þessa gegn
reksturstruflunum þeim, er nefndar
voru, og sú trygging fæst þegar -frá
upphafi, einnig að því er snertir
rekstur þess hluta stöðvarinnar, sem
fyrst yrði gerður.
Ef engir óvæntir örðugleikar koma
í ljós við nánari rannsókn, má einnig
vænta að bygging stöðvarinnar við
Grafarvog verði í heild sinni miklum
mun ódýrari en bygging stöðvanna I
og II til samans. Það er efamál hvort
fyrstu 1000 hestöflin verða nokkuð
ódýrari i stöðinni við Grafarvog, en
í stöð I við Elliðaárnar, en öll hin
seinni stækkunarstig verða ódýrari.
Háspenta leiðslan til bæjarins verð-
ur h. u. b. 2,4 km. lengri frá Grafar-
vogi en frá stöð I við árnar.
Nánari rannsókn á skilyrðunum
fyrir byggingu aflstöðvar við Graf-
arvog mun verða gerð, og bráða-
birgða-kostnaðaráætlun til saman-
burðar við hitt fyrirkomttlagið.
Þar næst er lýsing á fyrirhugaðri
iooc hestafla stöð og er hún of löng
og itarleg til þess að hún verði hirt
hjer. En samandregin kostnaðaráætl-
un er' þessi:
A. Vatnsvirki og byggingar.
1. Stýfla og' inntökuþró . . 99000.00
2. Þrýsti'vatnspipa ....... 303000.00
3. Túrbínur ................ 90000.00
4. Stöðvarhús ............. 206000.00
5 Fráfærsluskurður .... 38700.00
6. Vegir..................... 7000.00
7. íbúðarhús við aflstöðina 74000.00
kw.), þar aí notaðir sam-
tímis 60%)*........... = 360 kw.
2. Til götu- og hafnarljósa:
340 luktir, til jafnaðar 150
kerta, þar af samtímis
90% = 46 —
3. Til mótora: 180 hestöfl
= 156 kw., þar af sam-
is 50% ............... = 78 —
4 Til lækninga og ýmislegs:
50 kw., þar af samtímis
30 % ............... — 150 —
Samtals: 499 kw.
Tap i leiðslum og spennu-
breytum ca. 8% .... = 40 —
Alls: 539 kw.
Þessi kw.-tala er að vísu nokkru
hærri en sú mesta eyðsla, sem gert
var ráð fyrir, en þess ber að gæta,
að mesta ljósanotkun og mesta mót-
oranotkun falla ekki saman;
Samkvæmt framangreindu má á-
ætla tekjur stöðvarinnar á þessa leið:
T e k j u r:
1. Til ljósa í húsurm 12000
normal-lampar, að meö-
altali á kr. 15.00 á ári 180000.00
2. Til götu- og hafnarljósa 12000.00
3. Til mótora; iX> hestöfl
= 156 kw., notuð að
meðaltali 1300 stundir á
ári = 203000 kwst., á kr.
0.20 (eða hestaflið á kr.
225.00 á ári) ........ 40600.00
4. Til lækninga og ýmis-
legs 50 kw., notuð að
meðaltali 860 stundir á
ári = 43000 kwst, á ári
á kr. 0.18 ............ 7740.00
Samtals: 242340.00
Vissara væri að setja verðið á raf-
magninu nokkuð hærra í byrjun,
þangað til notkunin er komin upp
í hið áætlaða, en fyrsta og máske
annað árið hlýtur hún að verða nokk-
uð minni.
B. Rafmagnshlutinn.
1. Vjelar ................ 91000.00
2. Háspennutæki og ljós-
búnaður í aflstöðinni .. 80000.00
3. Háspenta loftleiðslan frá
aflstöðinni til Rvíkur .. 42000.00
4. Aðveitustöð og útbún-
aður i henni............. 19300.00
5. Háspenta kahilkerfið .. loi 100.00
6. Spennubreytistöðvar .. 115500.00
7. Lágspenta leiðslukerfið 261800.00
8. Götulýsing ............. 134000.00
9. Undirbúningur, umsjón
og eftirlit, vextir af
bygg'ing'arfje. trygging-
ar, ófyrirsjeð útgjöld og
ýmislegt ............... 105000.00
Samtals 1767400.00
Reksturs-áætlun fyrir I. stöðvar-
stærð lítur þanníg út:
Stærð : 2 vjelar 500 hestafla = 1000
hestöfl. Stofnkostnaður ca. kr.
1750000.00.
Önnur vjelin er ætluð til vara; þó
er gert ráð fyrir, að mesta eyðsla
megi fara upp í 750 hestofl = 525
kw., og sje gripið til varavjelarinnar
þann stutta tíma, sem notkunin fer
fram úr 500 hestöflum, en það yrði,
eftir þeirri reynslu, sem annarsstaðar
hefur fengist, hjer um bil 315 stund-
ir, eða samtals um 13 sólarhringar á
ári.
Sje starfsfaktor* stöðvarinnar 0,3
verður ársframleiðsla hennar: 525
X876oXo,3 = 1380000 kwst. Fram-
leiðsla þessara 1380000 kwst. kostar
samkvæmt eftirfylgjandi gjalda-á-
ætlun kr. 206600.00 eða að meðaltali
15 aura hver kwst.
Skifting á notkun rafmagnsins er
áætluð þannig:
1. Til ljósa í húsurn: 12000
normal-lampar** (= 600
* Starfsfaktor (Belastningsfaktor) =
hlutfallið á milli þeirrar klukkustundatölu,
sem stoðin þyrfti að starfa með mesta
framleiðslumagni (525 kw.) til þess að
gera ársframleiðsluna, og klukkustunda-
tolu ársins (8760). 0,3 er meðaltal af
starfsfaktorum 20 norskra rafmagnsstöðva
samkv. skýrslum 1916.
** Normal-lampi = 50 kerta lampi.
Gjöld:
1 stöðvarstjóri ............ 6000.00
1 bókhaldari ................ 3500.00
Sendimenn ................... 2000.00
Annar skrifstofukostnaður 2000.00
1 vjelmeistari auk frírrar
ibúðar .................. 3000.00
1 annar vjelavörður auk
frírrar ibúðar ........... 2400.00
1 þriðji vjelavörður auk
frírrar íbúðar ........... 1800.00
Vjelaolía, tvistur og annað
til reksturs vjelanna .. 1500.00
Viðhaldskostnaður ......... 17500.00
Skattar ..................... 500.00
Brunatryggingar ............ 8800.00
Leiga fyrir rýring laxveið-
ittnar ...................... 2000.00
Vextir (6%) og afborgun
stofnkostnaðar á 20 ár-
’um með jöfnu ársgjaldi
Öll árin, sem verður .. 152600.00
Óviss útgjöld ............. 3000.00
Samtals 206600.00
Tekjuafgangur kr. 35740.00, eða
ca. 2% af stofnkostnaði.
í áætlun fyrir II. stöðvarstærð er
stofnkostnaður talinn kr. 2000000.00,
aflframleiðslan 1500 hestöfl = 1050
kw. Tekjitr samtals kr. 330,400.00,
gjöld kr. 247,870.00, tekjuafgangur
kr. 82530.00, eða ca. 4,7% af stofn-
kostnaði.
II. úr nefndaráliti bæjarstjórnar.
Það er nokkuð langt síðan að rai-
magnsmálið komst á dagskrá hjer í
Reykjavík. Má heita svo, að síðan
laust fyrir aldamótin hafi það stöð-
ugt verið á dpgskrá, þótt við og við
hafi það legið niðri um hríð af ýms-
um ástæðum. Eftir að bæjarstjórn-
in afrjeð að byggja gasstöð, var um
tíma ekki hugsað frekar um að út-
vega Reykjavíkurbæ rafmagn; en
gasstöðin hafði ekki starfað í mörg
ár, þegar farið var að hreyfa aftur
rafmagnsmálinu. í maímánuði 1914
barst bæjarstjórninni áskorun um að
* Svonefndur „Sanitidighedsfaktor“;
60% er meðaltal frá 24 norskum rafmagfns-
stöðvum samkv. skýrslum 1916.
i