Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 07.10.1918, Qupperneq 1

Lögrétta - 07.10.1918, Qupperneq 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiSslu- og innheimtum.; ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 46. Reykjavík, 7. október 1918. Bælmr, innlendar og erlendar, pappír og alls 'konar ritföng, kattpa allir í Bókaversl. Sigf. Eyinundssonar. ■ --------------———"—”■ Klæðaverslun H. Andersen & Söp Aðalstræti 16. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuð flest. Þar eru fataefnin best. ■ , ■ ——— -~-t ""i , Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. Ræða við setningu Háskóla íslands x. okt. 1918. Eftir Guðmund Hannesson prófessor. Háttvirtu stjettarbræður. Kæru stú- dentar! Mjer hefur verið falið aö setja Há- skóla vorn í þetta~sinn í forföllum Einars Arnórssonar Háskólarektors. Þess er þá fyrst að minnast, að á þessti ári áiiáskólinn að sjá ábakein- um kennara, próf. B, M. Ólsen,þektum visindamanni í sinni grein, * fjölfróð- um i mörgum öðrum og ágætum kennara. í hans sæti er nú kominn próf. Sigurður Nordal. Jafnframt því að bjóða hann velkominn, óska jeg honum allra heilla, frægðar og vís- indaframa. Það er ábyrgðarmikiö starf, sem hann tekur að sjer, því i engu verður ætlast til jafnmikils aí Háskóla vorum og í íslenskum fræð- um. Þar þurfum vjer að minsta kosti að skara fram úr öðrum, ef vel á að vera. , Jeg sný þá máli mínu til ykkar, Ungu stúdentar. Verið þið allir hjart- anlega velkomnir úr sumarleyfinu, og verði hún ykkur bæði til gagns og gleði, háskólavistin, hlýr og bjartur sólskinsblettur á æfinni, þrátt fyrir allan skort og erfiöleika. Sumarleyf- inu munu flestir hafa varið til nyt- samlegrar vinnu, tekið þátt í hvers konar atvinnurekstri, bæði á sjó og landi. Betur verður ekki sumrinu var- ið, og meðan þessi góði siður helst, er lítil hætta á því, að heilbrigði og líkamsþroski námsmanna haldist ekki í góðu horfi. Útivinnan hefur flesta kosti íþróttanna/ en gefur auk þess mikið í aðra hönd. Hún er góður styrkur fyrir fátæka stúdenta, hún heldur við lifandi sambandi á náms- árunum við alt þjóðlíf vort, veitir sjálfkrafa mikla þekkingu um at- vinnuvegi vora, og alþýðulíf, sem síð- ar kemur eflaust að góðu liði. Þó ykkur stæði til boða að lifa ríkis- mannalífi að sumrinu, lifa í áhyggju- lausu iðjuleysi og skemtunum, þá væri það stórum óhollara bæði ykkur sjálfum, og þjóðinni beinlínis hættu- leg afturför frá því sem nú er. Vetrar- timinn er meira að segja of langur til þess að taka sjer algerlega líkam- lega hvíld. Það er holt og hressandi að hrista af sjer bókarykið úti í góðu Vetrarveðri, miklu hollara en að sitja >fir spilum og tóbakspípum, en aúk þess er hjer nóg tækifæri til þess að taka þátt í ýmislegum íþróttum. Öll- tun er það niikils virði að hafa hraust- an og stæltan líkama, en læknum er það bókstaflega lífsnauðsyn, því oft verða þeir að leggja út i fullkomnar ínannraunir, sem þeir einir ertl vel vaxnir, sem eru djarfir og hraustir iþróttamenn. Hjer í Háskólanum komast stú- dentar í frjálslegan fjelagsskap kenn- ara og skólabræðra sinna. Bilið milli kennara og stúdenta er ekki stærra en það, að stíga rná yfir það í einu skrefi. Jeg efast ekki um, að hver stúdent sje ætíð velkominn til kenn- ara síns, hvort heldur sem er til aö fa einhverja fræðslu, eöa blátt áfram til þess aö spjalla við hann unt ein- hver af sínum áhugamálum. Við kennarana geta stúdentar talað jafn- frjálslega og við skólabræður sína og það leyfi ættu þeir að nota, djarf- mannlega og hispurslaust. Eftirlit með studentum frá kennara hálfu er tæpast teljandi. Þeim er ætlað að ráða sjer sjálfum, en jafnframt legst á þá sá mikli vandi, að stýra þá sinni fleytu vel, jafnvel þó eitthvað verði að veðri. Annars er tími stúdenta ótrúlega bundinn, þrátt fyrir alt frelsið, að minsta kosti í læknadeildinni, námið svo erfitt, að þeir einir geta gert sjer von um að ljúka því á rjettum tíma, sem stunda það af kappi og sækja samviskusamlega kenslu- stundir. ú JU'.. Það er í minum augurn mikiö mein hve ákaflega stúdentar eru bundnir hver við sína námsgrein, hve fri- stundir þeirra eru af skornum skamti. Því fer nefnilega fjarri, að stúdeniai gangi að eins á Háskóla til þess að læra hver sína námsgrein. Hana eiga þeir að vísu að læra vel, en hitt er ekki rninna virði, aö þeir eiga jafn- framt að búa sig eftir mætti undir það að verða leiðtogar þessarar þjóð- ar. Lærðir nienn hafa stýrt henni fram á þennan dag og lærðir, eða vei mentaðir menn nrunu allir helstu leio- togar hennar verða, hversu svo sem öll stjórnmál veltast. Jafnvel stjórn- leysisstefnan, sem nú gengur yfir Rússland er runnin frá hámentuðum mönnum og íoringi hennar lærður maður og rithöfundur. Annars hefbi hún aldrei orðið að slíku voða valdi. Undan því verður ekki flúiö, að fleiri yðar eða færri verði leiðtogar þjóðarinnar, sumir heima í hjeruð- um, sumir á þingi. Það er best að gera sjer þetta ljóst í byrjun, því þetta starf þarf góðan undirbúning, ef það á að farast vel úr hendi. Grund- völlinn þarf beinlínis aö leggja á ha- skólaárunum. Það er mikið til í því sem amerískur rithöfundur (Edm. J. James) segir: „Það gagn sem þjob- fjelag nýtur af Háskóla ter beinlínis eftir því hve margir góðir foringjar koma frá honum.“ En hvernig geta stúdentar búið sig undir slíka köllun? Jeg hygg, að þessari spurningu verði aldre- svarað svo algilt sje, Meðfæddir hæfileikar ráða svo miklu og eru svo breytilegir. Ef til vill ligg- ur næst að svara: Fyrst er að læra að stjórna sjálfum sjer, að ná sem bestu taumhaldi a öllum sínum andlegu kröftum og geta beitt þeim óskiftum að ákveðnu markmiði.Kjarklítill mað- ur og stefnureikull verður aldrei til foringja fallinn. Hitt atriðið er víðtæk og víðsýn þekking, og hennar er sjaldnast að leita í blöðum, fundaræð- um eða þingtíðindum. Almenna grundvallarins er að leita í útlendum ritum, ritum þjóðanna, sem eru lengra á veg komnar en vjer, en upplýsinga urn íslensk efni í hagskýrslum, tíma- ritum og fræðibókum, sem fjalla um atvinnuvegi vora og þjóðmál. Öllum ykkur er það jóst, að á þessum málskrafs- og kosningadögum kemur sjer vel að vera vel máli farinn. Fjelag stúdenta, almennir fundir og ekki síst að hlusta á bestu ræðumenn vora, hvort heldur sem er í prjedikunarstól eða þingsæti ætti aö gefa nokkra æf- ingu og leiðbeiningu í þessu efni. Þá er það að lokum ekki minst um vert, að hafa opinn hug og hjarta bæði fyrir lífi 0g högum þjóðar vorr- ar og öllum þeim helstu stefnum og framfaraviðleitni vorrar aldar. Vjer höfum fengið það hlutskifti, að lifa á sannri undraöld og stórtíðinda. Á tiltölulega fáum áratugum hafa nátt- úruvisindin gerbreytt útliti heimsins og lífi þjóðanna, fengið mannkyninu máttugri öfl í hendur en nokkurn dreymdi um á íiðnum öldum, gert heiminn og þjóðfjelögin að nokkurs konar voldugri vjel. Fádæma auður hefur safnast, þó gengið hafi hann til þurðar síðustu árin, svo legið hef- ur við að alt jafnvægi þjóðfjelaganna truflaðist. Gróðafýkn og mammons- dýrkun hefur gagnsýrt heilar þjóðir. Öll þjóðfjelagsbyggingin hefur verro eins og reyr af vindi skekinn og brakað í hverjum rafti í þessu gjörn- ingaveðri byltinga og breytinga. En hjálpar hafa flestir leitað með at- kvæðateningunum, sem gera alla jafna, hversu ójafnir sem þeir eru. Menn hafa haldið það heillavænleg- ast, að reyna að gera ástandið líkt og skáldið Þorst. Gíslason lýgir í kvæðinu Hornbjarg: „Yfir ræður enginn — fjöldinn allur fer með völdin." Svo bætist ofan á alt þetta alheims- styrjöld, hörmuleg fæðingarhríð nýrrar aldar, sem enginn veit hvað ber í skauti sínu, ef til vill frið og framför, ef til vill stríð og styrjaldir. Og jafnvel trúbrögðin leika á reiði- skjálfi. Eftir háreista öldu vantruat og visindahyggju fer nú hin fárán- legasta trú á alls konar dularmögn og hulduheima víðsvegar um lönd, sem vel má vera að leiði til mikilla byltinga i trúarlífi þjóðanna, að minsta kosti í allri sálarfræði. .. Það ber margt fyrir augu ykkar ungu mentamannanna. Þið þurfið að gera ykkur grein fyrir mörgu, ef þið eigið að verða góðir leiðtogar fyrir þjóðina, brjóta marga harða hnúta til mergjar. En alveg tómhentir byrjið þið ekki. Þið takiðvið fullvalda konungsríki.þó lítið sje.íslenskum fána.hvar$emykk- ar skip siglá.batnandi efnahag alþýðu og rneiri framföram innan lands en verið hefur nokkru sinni fyr. Þið tak- ið við Háskóla, sem hefur úr ólíkt meiru fje að spila en verið hefur tu þessa. Samningar vorir við Dani færa honum mikið fje, sem ætti fljótlega að margfaldast. Svo takið þið von- andi við betra samlyndi og meiri sam- úð með sambandsþjóð vorri, Dönum, cn áður hefur verið. Þeir hafa reynst oss vel á þessum skálmaldardögum, þegar aðrir hafa virt lög og rjett einskis. Allur þessi arfur ætti að reynast ykkur drjúgur, ef þið haldið vel á. Það er þó hægara að styðja en reisa. Tíminn líður fyr en nokkurn varir. Háskólaárin líða fljótt og þjer dreif- ist, hver í sinn verkahring víðsvegar um land; suniir leita ef til vill til útlanda, sjerstaklega læknar, En hvar sem kandidat frá Háskóla vorum sest að, á bletturinn að verða fjjótlega auðþektur á betri mentun, meiri vel megun og augugra andlegu lífi. Þaö er ekki að inetast um það, hvort blett- urinn er stór eða lítill, hvort hann er lítið prestakall á útkjálka, læknis- hjerað, eða annað stærra. Ef allir láta gott af sjer leiða, hver í sínum verka- hring, og leggja alla alúð við starf sitt, blómgast alt vort þjóðlif. En heil- brigð og þrekmikil framför, bæöi í andlegunt og líkamlegum efnum á að fylgja hverju ykkar spori. Þið, sem setjist að í útlöndum, meg> rð ekki láta ykkur nægja, að standa jafnfætis útlendingunum. Nei, þið eigið að leggja alt kapp á að skara fram úr þeim og reynast þeirri þjóð sem best, sem þið starfið hjá. Spoi Islendinganna eiga einnig að vera auðþekt þar á auðugum hugsjónum og hvers konar framför. Á þann hátt eflið þið álit ykkar sjálfra og víð- frægið þjóð vora og'skóla. Lífið er ekki til þess að élta aura, þó skylt sje aö vera efnalega sjálf- stæður, og heldur ekki til þess að leggjast í iðjuleysi og öskustó. Það er of dýrmætt til þess. Lífið er til þess að starfa, með þreki og trú- mensku að einhverju góðu og göfugu verki, einhverju, sem miðar til þess að „hefja land og lýð“. XIII. árg. Það hafa að eins verið gefnar tvær heilbrigðar lífsreglur. öllum hentar ekki hin sama. Önnur er þessi: Labora ! — Starfa þú! Hin: Ora et labora! — Biðjið og iðjið! Alþjóða hjálpartungan. „Sub la verda standardo venos la paco.“ Þ ö r f i n. — Oft hefur mannkyn- inu verið þörf á alþjóða hjálparmáli, en nú er því blátt áfram lífsnauðsyn að fá einhverja þá tungu, sem getur orðið sameiginleg eign allra þjóða. áður mjög langt um líður. Vonandi líður nú ekki á löngu — að minsta kosti ekki mörg ár — unz friður verður saminn með stórveldunum, sem hafa hleypt öllum heiminum í bál og brand, en hvort sá friður verð- ur nema fárra ára friður, er ekki gott að vita. Það er því miður helst til margt, sem bendir á, að um var- anlegan frið geti varla verið að ræða, nema því að eins að Norðurálfu- þjóðirnar gangi í bandalag. „Banda- ríki Norðurálfu" hefur verið sú hug- sjón, sem hina mestu friðarvini hef- ur dreymt um, að leysa mundi heim- inn úr ánauð ófriðarins og hins „vopnaða friðar“. En friðarvinir og forvígismenn bræðralagshreyfingar- innar eiga við marga erfiðleika að stríða. Það er margt, sem þarf að taka tillit til. Þeir eru þó margir, sem gera sjer von um að öll Norðurálfan geti orðið eitt bandaríki í stjórnar- farslegu tilliti, jafnvel þótt hver þjóð geti orðið sem sjálfstæður ríkishluti, eða í stuttumáli sagt: að í Norðurálfu verði líkt stjórnarfyrirkomulag og í Bandaríkjunum. En þar er í raun og veru nokkuð ólíku saman að jafna. Bandaríkjamenn mæltu allir á efna og sömu tungu, svo að tortrygnin og þjóðarrígurinn gátu ekki eins þrifist í skúmaskotum misskilnings- ins. Hjer í álfu má hins vegar gera ráð fyrir að hin sundurleitu tungu- mál verði löngum sem ljón á vegin- um til friðar og fóstbræðralags meðal þjóðanna. Það eitt er víst, og áreið- anlegt, að engin þjóð eða að minsta kosti engin stórþjóð, mun nokkru sinni vilja unna annari þeirra hlunn- inda, sem leiða af því, að eiga þá tungu, sem yrði valdboðin alþjóða hjálparmal. Þá er og hitt ekki hugs- anlegra, að tungttr þjóðanna renni svo smátt og smátt sanian, að úr þeim verði ein allsherjar mállýska, sent allir skildtt. Þess yrði liklega langt að bíða, og mörg þjóða- og jafnvel veraldar-ógæfan mundi geta hlotist af misskilningnum, áður en slíkt gæti átt sjer stað, ekki greið- ara en tungunum hefur gengið að renna saman með hinum ýmsu ná- grannaþjóðum álfunnar alt.til þessa. Hið eina, sem sýnist geta komið til greina, er að þjóðirnar eignist sam- eiginlegt hjálparmál, enda era nú miklar líkur til að þær beri gæfu til þess, áður langt um líður, því að ein tunga, sem engin ein þjóð getur eign- að sjer, fer nú sem kærkominn friðar- boði um flest menningarlöndin. Esperanto. — Það er hjálp- armálið Esperanto, sem er nú óðum að ryðja sjer til rúms; síðan árið 1887 er það kom fyrst fram á sjón- arsviðið hefur það alt af unnið æ meiri og meiri útbreiðslu, og að því er sýnist hefur það rutt sjer lang- mest til rúms hin síðari árin. Esper- anto getur í raun og veru ekki heitið tilbúið mál, heldur miklu fremur lif- andi mál, þvi að það er samsett úr orðaforða þeim, hefur dreifst um öll menningarlöndin og á rót sína að rekja til latínunnar. Esperanto-orðm liía á vörum allra Norður- og Vest- urálfuþjóða. Það er að eins málfræð- in í Esperanto, sem er tilbúin og gerð svo einföld og auðlærð, sem framast má verða. Þar af leiðandi er og verður Esperanto lang-auð- lærðasta mál í heimi. Það hefur ver- ið sagt unr Esperanto, að það líkist ensku um setningaskipun, frönsku um orðrætur, spönsku og ítölsku um hljómfegurð og þýsku um gnægð viðskeyta og forskeyta, sem gerir málið svo auðugt og fljótlært, að menn, sem hafa ekki lært nema ör- lítinn orðaforða, geta talað um alla heima og geima á því. Esperantismin n.* — Hug- myndin sem liggur til grundvallar fyiir Esperanto-hreyfingunni er sú, að vinna að þvi að útbreiða em- hverja þá tungu, sem getur orðið hjálparmál allra þjóða, án þess að grípa inn í þjóðernislíf þeirra nje bola tungum þeirra frá borði. Því þar sem tungu einhverrar þjóðartekur að hnigna eða hún að spillast, er eins og allir vita, menningu hennar hætta búið. Alþjóða hjálpartungan á að geta gert mönnum, sem kunna ekki hver annars tungu, fært að skilja hver annan. Þar að auki er henni ætlað að vera friðflytjandi í hinu opin- bera lífi í löndum, þar sem sunom- lyndar þjóðir heyja að heita má lát- lausa tungumálabaráttu. Á alþjóða- tungunni ætti að gefa út þau rit sem allar þjóðir gætu haft sameiginlegan haga af að kynnast. En þar eð það er sýnt, að ekki er til neins að veita nokkurri þjóðar- tungu óskift fylgi, til þess að gera hana að alþjóðatungu, og allar til- raunir til þess að búa til mál hafa mistekist, þá hafa vinir hjálpartungu-hugmyndarinnar skipað sjer umhverfis Esperanto, i því skyni að útbreiða það og auðga bókmentir þess. Og þeim er þegar orðið það ljóst. að hjer þarf verklegra fram- kvæmda við, í stað þess að elta ól- ar við málfræðislegar „umþenking- ar“ og firrur. Esperanto hefur nú þegar verið reynt .i öllum greinum og notkun þess aukist stórum nteð ári hverju. Dr. L. L. Z a tn e n h o f. — Höf- undur hjálparmálsins, Esperanto, var pólskur augnlæknir, dr. Zamenhof að nafni, fæddur árið 1859. Hann var Gyðingur að ætt. í fæðingarborg hans, Bjelostok, voru hæði Rússar, Pólverjar, Þjóðverjar og Gyðingar. Þeir töluðu hver sitt móðurmál, og þar eð þeir skildu illa hverir aðra, þá var afleiðingin sú, að úlfúð og flokkadráttur átti sjer helst til mikið stað með borgarbúum. Zamenhof rann mjög til rifja að sjá hvemig skilningsskorturinn eða öllu heldur misskilningurinn stóð allri góðri samvinnu fyrir þrifum. Alstaðar varð vart við megna tortrygni og óvild. „Mjer var kent,“ sagði Zamenhof, ,.að allir menn væru bræður, en undir eins og jeg kom út fyrir dyrnar, komst jeg að raun um, að engir menn voru til, það voru alt saman Rúss- ar og Pólverjar, Þjóðverjar og Gyð- ingar o. s. frv.“ Það var þetta, sem kom honum til þess að vinna að því að safna saman þeim orðum, scm eru algengust i Evrópumálum, og móta þannig eitt mál, sem væri öllum öðr- um málum auðlærðara. Þetta hefur honum tekist svo snildarlega, að Es- perantó-málfræðina er hverjum með- algreindum manni vorkunnarlaust að læra á hálfri klukkustund, ef hann hefur lært áður rækilega málfræði síns eigin móðurmáls. Málfræðin er sem sje ekki nema sextán smáreglur. Eins og nærri má geta hÖfðu Es- perantistar miklar mætur á Zamen- hof og kölluðu hann iðulega „la maj- £tro“, þ.. e. meistarann. En Zamenhof var ekki meira en svo um alt þetta dálæti gefið, og afsalaði sjer þegat* a fyrsta alþjóðafundinum Öllum sjer- rjettindum yfir málintl, svo að liann hafði ekki fremur en aðrir heimild tn að breyta nokkuð grundvallaratrið- 11111 bess- °§f grundvallaratriðum þess verður ekki breytt, að minsta kosti ekki fyr en stjórnarvöld aílra þjóða kæmu sjer saman um að gera Esper- * Sjá: La Deklaracio pri Esperan- tismo. Óficiale teksto de Buljonja kongreso.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.