Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.10.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.10.1918, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA 1 LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- tnkudegi, og auk þess aukablöð við og vií, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. i Islondi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. anto aö lögskylduöu alþjóðamáli, og krefðust þá jafnframt að einhverjar breytingar yröu gerðar á því sam- kvæmt tillögum helstu málfræöinga. Nú er dr. L. Zamenhof látinn, hann ljetst í Varsjá í apríl 1917. Það er ekki ólíklegt, að hann verði, er fram líða stundir talinn með hinum mestu velgerðamönnum mannkynsins, því að hann var einn af hinum fáu mann- anna sonum, sem eru hafnir yfir þjóðareigingirnina, og bera heill og hagsmuni allra þjóða fyrir brjósti. Útbreiðsla Esperanto. — Eins og áður er sagt, kom Esperanto fyrst fram á sjónarsviðið árið 1887. En fyrsta blað þess kom ekki út fyr en tveim árum seinna. Það var gefið út í Núrnberg og hjet „La Esperant- isto“. Blað þetta kom út, þangað til árið 1895. Það varð að þá að hætta aí koma út, vegna þess að rússneska stjórnin bannaði að það yrði flutt inn yfir landamærin, og var það af því að Tolstoj hafði ritað nokkrar greinar í það. En um þær mundir voru Iangflestir fylgismenn hreyfing- arinnar í Rússlandi. En þá reis upp annað Esperanto-blað. Það var gefið út í Svíþjóð, og hjet „Lingvo Internacia“, þ. e. „alþjóða tunga“. Bæði þessi blöð munu hafa átt drjúg- an þátt í því að koma fótum undir Esperanto-hreyfinguna. Upp frá því útbreiddist Esperanto jafnt og þjett og árið 1905 var haldinn fyrsti alþjóðafundurinn, og var hann sóttur af 800 Esperantistum, úr ýms- um löndum. Þá komst og töluvert örari skriður á hreyfinguna, eins og sjá má af þvi, að á níunda alþjóða- fundi Esperantista, sem átti að halda í París 1914, en fórst fyrir sökum ó- friðarins, voru 3700 Esperantistar frá 40 löndum búnir að boða komu sína á fundinn. En eins og gefur að skilja eru þeir Esperantistar, söm sækja al- þjóðafundina minstur hluti allra Es- perantista heimsins. Það er álitið, að nú muni vera um fimm miljónir Es- perantista á við og dreif um öll menn- ingarlönd, en liklegt ,er að þeir sjeu miklu fleiri, því að margir Esperant- istar eru ekki skrásettir í neinum fje- lögum eða- „klúbbum". Nú sem stend- ur útbreiðist Esperanto, ef til vill, efnna mest í, fangabúðunum, því að það er mjög víða kent þar, sjer- staklega í Þýskalandi og auðvitað með leyfi yfirvaklanna. E sp 9 r a n t o-b ókmentir. ’>— Fram undir aldamótin var yfirleitt ekki um auðugan garð að gresja í bókmentaheimi Esperanto. En nú eru bókmentir hreyfingarinnar orðnar ærið blómlegar og fara sívaxandn Það er álitið að um tveir þriðju hlutar þeirra muni vera þýðingar, og að eins einn þriðji frumsamin rit. Sum Esperantó-rit hafa selst afskaplega vel, 60—70.000 eintök. Blöð og tíma- rit, sem eru nú sem stendur gefin út á Esperantó, eru rúmt hálft annað hundrað. Flest af þeim eru tímarit, sem gefin eru út hjer í álfu, en þó eru nokkur gefin út í öðrum heims- álfum, sjerstaklega bæði i Suður- og Norður-Ameríku. Eitt all-áhrifamik- ið Esperantó-blað kvað vera gefiö út í Kína. Þó hefur það orðið fyrir gríðarmikilli mótspyrnu, sökum þess að þáð vár fyrsta „social-demokrat- iska“ blaö þar í landi. Samt sem áb- ur fjekk það ekki færri en 4000 á- skrifendur fyrstu vikuna, sem það kom út, enda eru margir Esperant- istar bæði í Kína og Japan. Á Esper- anto geta menn nú lesið ýms rit eftir flesta-alla helstu rithöfunda Norður- álfu, t. d.: Byron, Dickens, Shake- speare, Dumas, Lafontaine, Maupas- sant, Molliére, Göthe, Grimm, Heine, Reuter, Bertha von Suttner, H. C. Andersen, Ibsen, Runeberg, o. fl., o. fl. Auk þess eru að finna ýmsar minni háttar þýðingarúraröbsku.búlgörsku, grísku, hebresktt (auk garnla testa- mentisins, sem er nú að mestu leyti þýtt úr hebresku á Esperanto), jap- önsku, ítölsku, pólsku, portúgölsku, rúmensku, spönsku. tyrknesku, ís- lensku, ungversku og fleirum tung- um og mállýskum, sem oflangt yrði hjer upp að telja. Ófriðurinn og Esperanto. — Þegar striðið skall á, hjeldu marg- 1 ir, bæði Esperantistar og aðrir, að Esperanto-hreyfingin mundi líða und- ir lok eða að minsta kosti ekki láta neitt á sjer bera, uns ófriðurinn væri Agætar bæknr nýjar, sem allir þurfa að lesa: Insta þráin, eftir Jóhann Bojer. Þýdd jif Björgu Þ. Blöndal. Sambýli og Sálin vaknar, eftir Einar. H. Kvaran. Bessi gamli og Tvær gamlar sögur, eftir Jón Trausta. Ströndin og Vargur í vjeum, eftir Gunnar Gunnarsson. Fást hjá öllum bóksölum. Þór. B. ÞorlákssoH. Verslun B. H.Bjarnason, Rvík fjekk með seinustu ferð „Gullgoss" mestu kynstur af ýmiskonar nauð- synjavörum frá Ameríku, sem allar eru að mun vandaðri en samkynja vörur, sem aö undanförnu hafa ver.o hér á boðstólum, og það þótt verð- ið sé meira en hálfu lægra. T. d.: fyrirtaks Burstav'örur, þar á meðal. ágæta Fatabursta á kr. 1.50—2.25, Hárbursta á kr. 1.50, Rakkústa frá kr. 0.90—1.50, Ofn- og Skóbursta á kr. Ö.90—1.60, Gluggaþurkur, ný, handhæg gerð, ágætlega vel fallnar til þess að þurka með dögg af gluggum frá kr. 2.20—3.00, Gúmmí Hárgreiður á kr. 2.50—3.00, Gummi Höfuðkambar á kr. j.35—2.00. Stórar birgðir af margvíslegum járnvör- um, sem því miður ekki verður unt að verðleggja að sinni. Speglar, margar gérðir, mjög ódýrir. Þegar rjúpnaveiðarnar byrja, er gott að minnast þess, aö verslunin hefur á boðstólum hlaðnar Patrónur, nr. \2 og 16, sem hlaðnar eru með hvítu reyklausu púðri, sem ekki óhreinkar byspúrnar. Verðið á skotum þessum er um 15% lægra en heildsöluverð heildsala var hjer ný- verið. Tækifæriskaup á Vatnsieiðslupípum. Af sérstökum ástæðum hefi eg til sölu talsvert af þumlungsvíðum galv. vatnsleiðslupípum fyrir óvenjulega lágt verð eptir því sem nú gerist. Þær eru hent- ugar fyrir vatnsleiðslur í sveitabæi og peningshús (fjós), og einnig fyrir utanhússleiðslur í þorpum og smákauptúrmni. Jón Þorláksson. Bankastræti 11. Sími 103. Tvær nýjar bækur. Eftir G. Hjaltason. smælingjana að betlurum og ræn- ingjum og drap svo loksins þjóð- genginn um garð. Útlitið var og alt annað en glæsilegt. Sum Esperanto- timaritin urðu að hætta að koma út vegna ófriðarins og þar á meðal hið merka tímarit, ,,La Revuo“, sem dr. Zanienhof starfaði við. Þar að aukí bönnuðu ófriðarþjóðirnar öll brjefa- viðskifti á Esperanto. En það bann stóð þó ekki lengi. Hermennirnir fengu margir Urjef sín rituð á F.s- peranto og þeir undu því illa að láta halda þeim fyrir sjer, svo að stjórn- arvöldin urðu að leyfa öll brjefavið- skifti á því, eins og öðrum tungum. Stjórnarvöld hinna ýmsu ófriðar- þjóða hafa og opið auga fyrir not- um þeim, er þau geta haft af Esper- anto; þau hafa t. d. veitt fje til þess að gefa út stjórn- og hermálaskýrsl- ur sínar á Esperanto, og eru það ekki að eins smá flugrit, heldur og all- miklar myndabækur, sem hafa komið út, bæði í Þýskalandi, Frakkiandi, Belgíu og ítalíu * Þegar á alt er litið, eru miklar líkur til að ófriðurinn verði til þess að geia Esperanto- hreyfingunni byr undir báða vængi; ]^að eitt er víst, að hún verður ekki stöðvuð úr þessu, hún ryður sjer jafnt og þjett til rúms, enda hefur hún átt marga óskifta fylgismefm i ýmsum löndum, sen: hafa unnið henni alt það gagn, sem þeir máttu. Og ef til vill verður þess ekki ýkja langt að bíða að þjóðirnar eignist eitt af þvi er þeim ríður rnest á að eignast, sem sje alþjóða hjálpartungu, tungu, sem miðar að því, að tryggja friðinn í heiminum og koma á fóstbræðralagi með öllum þjóðum. Sig. Kristófer Pjetursson. Landsbókasafnið. Meb mikilli ánægju og aðdáun las jeg í Lögr. hin andríku söngljóð um Landsbókasafnið.Og ekkidáist jegsíð- ur að hinni skörulegu ogágætlegarök- færöu sögu safnsins í aldarminningu þessarar helgu gersemi þjóðar vorrar, henni til tneiri metnaðarauka en Þor- láksskrín var þjóð vorri á miðöldum eða palladíum í páfadóminum. Saga safnsins er afar-fróðleg og vekjandi og fremur jafnvel svo, en saga Bók- mentafjelagsins, því til voru þá eldri þess háttar fjelög, en safnið óx upp af því nær engu. Höfundur hátíðarræðunnar hefur ágætlega minst frumstofnanda og fóstra safnsins, hins mikla menta- skörungs, Rafns, — nafna hins besta manns og göfugasta höfðingja í byrj- un 13. aldar. Og (eins og mjer og mörgum öðrum hefur sýnst) tekur bókavörðurinn vel fram það kynlega fyrirbrigði, að helstu frömuðir ísl. bókmenta á þeitn torveldu tímamót- um, voru fjórir Fjónbyggjar af al- þýðustjett, þeir gamli Nyerúp, N. M. Petersen, Rask og Rafn. Þykir mjer | ví meiratil framkvæmda Rafns koma, sem jeg hef hvergi sjeð þessa mikil- mennis áður getið greinilega og mak- lega á voru máli. Báðir voru þeir fyrirtaks afreksmenn, Rask sem tungumála- og bókmentafræðingur, en hinn sem fi-amkvæmdaskörungur, báðir voru allra manna óeigingjarn- astir og loks Iifðu og störfuðu báðir fyrir íslenska þjóð og tungu sem þeir þektu eigi neitt helgara mark- mið en að vinna vorri þjóð, sem var í hvað mestri niðurlæging, alla þá nytsemd og sóma sem þeir gátu og til entust. Það fer vel saman, að nú fór saman minning safns þessa og slíks frumherja framfara vorra og sæmdar, og hins vegar fullræðislög lands vors gagnvart fósturjörð þeirra Rasks og Rafns. Þegar því þjóð vor vígir minnis- merki lands vors fullveldi, skyldu myndir eða nÖfn Rasks og Rafns standa sitt á hvora hlið Jóns vors Sigurðssonar! Hin sanna þjóðrækni eða ættjarð- arást er miklu æðri og helgari ástar- l:vöt en sú rækt sem alment er svo kölluð; hana skilja ekki nema út- valdir spámenn og spekimenn. Og þó sögðú hinir singjörnu Rómverjar : „Nil humani me alienum puto.“ Mun það æ betur og betur skiljast, er aldir líða. — Kærar þakkir bóka- verðinum og skáldinu! Matth. Joch. * Sjá: Raporto de Centra-Dana ES' perantista Ligo, Febr.—Mars 1916. Sambandslögin. Atkvæðagreiðslan 19 þ. m. Fyrii' atkvæðagreiðsluna 19. þ. m. skyldu allir kjósendur, og þá einkum þeir, sem á einn eða annan hátt eiga að hafa umsjón með at- kvæðagreiðslunni, rækilega kynna sjer stjórnarauglýsinguna um at- kvæðagreiðsluna, sem birt var hjer í blaðinu 18. september. J?ar er að finna .allár upplýsingar um fyrir- komulag atkvæðagreiðslunnar. Hjer skal þó sjerstaklega mint á það, að þeir menn, sem staddir eru utan hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þegar atkvæðagreiðslan fer fram, geta greitt atkvæði þar sem þeir eru staddir, og fer um atkvæðagreiðslu þein*a svo sem fyrir er mælt í lög- um nr. 47, 30. nóv. 1914, um at- kvæðagreiðslu þeirra manna við alþingiskosningar. Atkvæði utan- hjeraðsmanna skulu talin þar sem þeir greiða atkvæði. Heima hjá sjer geta menn einn- ig greitt atkvæði. Um það segir svo í auglýsingunni: „}?eir menn, sem eigi eru heimanfærir til kjörstað- ar, mega kjósa á heimili sínu á sama hátt og segir í nefndum lög- um frá 1914, þó svo, að húsráðandi eða sá, er í stað hans kemur, skal votta um það, hvers vegna kjós- andi er ekki heimanfær og að hann sje sá, sem fylgibrjefið greinir. Síð- an sendir kjósandi kjörseðil sinn í hinu þar til gerða umslagi á kjör- stað, og skal brjefið vera komið þangað áður en atkvæðagreiðsl- unni er lokið. Yfirkjörstjórn með aðstoð undirkjörstjórna annast um að kjörgögn í þessu skyni sjeu fyr- ú’lisgjandi á 3—4 hentugum slöð- um í hreppi hvérjum.“ — þennan rjett tjl jheimakosninga geta þeir notað sjer, sem af brýnum ástæð- uni eigi mega yfirgefa heimilin, hvort sem eru sjúkdómar eða aðr- ar ástæður. Enn vill Lögr. fastlega brýna það fyrir kjósendum, að þeir” sæki til atkvæðagreiðslunnar 19. þ. m. og greiði þar sambandslögunum at- kvæði. Sókn sú frá hálfu andmælenda laganna, sem um var getið í síð- asta tbl. að til stæði, er nú hafin hjer i bænum með útkomu blaðs, sem hcitir „Einar þveræingur“. Pjetur Lárusson nótnasetjari er ritstjóri þcss, og á það blað að koma út öðru hvoru fram til 19. þ. m. Einnig er verið að stingíi að mönnum ritlingi, sem andmælir lögunum, eftir lögfræðing hjer í bænum. En andmælin, sem fram koma i blaðinu og bæklingnum, eru eigi önnur en þau, sem áður voru fram komin í þinginu og þar hefur þegar verið rækilega svarað, og þ\4 lítil ástæða til þess, að fjöl- yrða um þau nú, þegar komið er fast að því, að gera á út um málið. pögn andmælendanna frá því í júlímánuði í sumar, er sambands- lagasamningarnir urðu hjer kunn- ir og það með, að Alþingi væri þeim nær einhuga fylgjandi, og alt fram til þessa dags, er fullkomin sönnun þess, að þeir hafa sjálfir enga trú á málstað sínum til sig- urs. Ef svo hefði verið, þá hefðu þeir reynt að fylkja liði sínu fyr en þetta. pað er næsta undarleg framkoma, að steinþegja um málið í 3 máfiuði, enda þótt öll blöðin hafi Ijeð því fylgi sitt, en rísa svo upp með mótmæli að eins hálfum mánuði fyrir atkvæðagreiðsluna. Hjá mönnum, sem þannig fara að, getur elcki verið nein von tun, að vinna nokkttð’á. þeir hljóta að vita það og finna sjálfir, að málstaður þeirra er dauðadæmdur. Sambandslögin nýjtt eru svo úr garði gerð, að þau eiga það skilið, að fá alment og eindregið fylgi við atkvæðagreiðsluna 19. þ. m. Sambýli. Jakob Jóh. Smári hcf- ur ritað langt og gott mál um sögu þessa; sieppi jeg því að tala um listagildi hennar. En af því hún stórhrífur mig, eins og aðrar sögur Einars, vil jeg segja fáein orð um tvær höfuðpersónur hennar. Sagan er list, en um leið há alvöruræða. Jósafat og Gríma eru sannarlega eftirtektaverðar persónur. pau eru ægileg tímans tákn, sem boða oss, að búast má við umbrotum í þjóð- lífi voru þegar minst varir. Jósa- fat er hrekkjóttur og því óvandað- ur gróðamaður, i mörgu líkur por- birni í „Oftirefli“ og „Gulli“ og fleirum nýtísku mammonsþjónum í sögum Einars. pað er auðsjeð að Einar er einn af þeim helstu and- ans mönnum vorttm, sem farnir eru að sjá hvaða hætta þjóðinni er búin, ef yfirgangur, okur og krekk- ir í fjármálum fara að aukast, sem mjög er hætt við, ef ekki er tckið ráð í tima, því þá kemur mörg miklu verri og guðlausari Gríma og svo Skuggasveinn með. Hin sí- vaxandi neyð verður töfrandi fje- þúfa og dýrtíðin dalakútur óvand- aðra gróðamanna. þcir eru rán- dýr, seni* lang helst ráðast á ein- föld, meinlaus og ráðvönd mann- lömb. Húsabraskararnir og á- byrgðarveiðararnir, og fleiri þess háttar úlfar og refir hafa gert margt mannlamhið að öreiga, mest samt erlendis enn þá, eii þetta farg- an er nú þegar komið hingað líka. Er því liætt við, að heldur fjölgi stóru tvífættu rándýrunum á Fróní. Og fari nú svo, þá er voði við dyrnar. Vor litla veika þjóð klofnar í f jand^amlega flokka, sem eyðileggja hver annan og svo þjóð- írelsið með. Ekki þarjF lengur að óttast Dani. Fremur megúm vjer óttast sjálfa oss. Sturlungaöldin sýnir best hvernig ofríkið og I/jár- drátturinn þá fór með þjóðina. Gerði stórmennin að Tyrkjum, og ræknina og þjóðfrelsið. Og mann- úðarleysið seinna, t. d. á 17. og 18. öld og fram á miðja 19. öld, eða lengur, fór illa með mann- lömbin. En Grima gamla bendir svo rækilega á það, að mannlömhun- um smáfækkar eftir því sem rán- dýrunum fjölgar. peir sem ekki geta orðið Ijón, þcir verða refir eða rottur. pegar farið verður að kenna: „Aflið, valdið og ofríkið er sama sem rjettur“, þá verður líka kent: „Slægðin og lýgin er þá lika rjettur“. Tófan á alveg eins tilveru- rjett og tigrisdýrið. „Og auður, sem er safnaðpr með okri, og fje, sem grætt er á fávisku og neyð annara, er þýfi, sem á cngan rjett á sjer.“ Trúarbragðalausir smælingj ar munu ekki hlífa slikum auði. þoir sem ekki óttast og heiðra guð, þeir hætta að óttast og virða lögin lika. Trúarbrögðin hafa nú hjerlendis minna vald yfir mönnunum en áð- ur, og eyðileggisl þessar litlu krist- indómsleyfar, þá ep liætt við að önnur trú og speki missi taumhald- ið á rándýrunum. Stórmennin tapa engu síður cn smælingjarrur á trúardauðanum. Hún hefur bæði tamið og verndað háa sem lága. Hefur þó bannað öll svik, alt rán og allan stuld. Og eins uppreisnir og hefndir. Oss ríður því lífið á að vera sam- taka í öllu góðu og bera hver ann- ars byrðar í kristilegu bróðeni. Bessi gamli. Saga þessi hrifur mig fíka eins og aðrar sÖgur höf- undarins. En það er hjer, eins og oftar, efni og andi, en ekki forrn sagnanna, sem mig skiftir mcstu Bessi gamli er besti karl, stój*- ríkur og stórmentaður, vill cfla æðri menniug og koma upp and- legum aðli. Er i rauninni hágöfug- ur hugsjónamaður. óþörf væri, held jeg, jafnaðarmenskan ef allir auðmenn væru eins og hann. G. Magnússon hefur sýnt ágæt stór- i

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.