Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.11.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.11.1918, Blaðsíða 2
780 LÖGRJETTA Jafnskjóttog fengið varsamkomu- lag við hr. Berléme um kjötverðið, vildi nefndin tafarlaust fyrirbyggja að landsinenn biðu lengur í sömu óvissunni u'm kjötverðið, og sím- aði því í alla kaupstaði og héruð, að hiin hefði þegar tryggingu fyrir kr. 190,00 fyrir I. ílokks kjöt og kr. 108,00 fyrir II. flokks kjöt. Að ððru leyti vildi hún ekki láta neitt uppi um samninginn, fyr en liann væri samþyktur af stjórnarráðinu. Eessa vitneskju, sem flaug eins og eldur í sinu, er líklegt að ræð- ismaður Norðmanna hafi símað til Noregs, þvi 3. október sendir hann útflutningsnefndinni, samkv. ný- fengnu símskeyti, tilboð um kaup á 3000 smálestum af saltkjöti, og var tilboðið að verðinu til öldungis samhljóða tilboði nefndarinnar frá 9. ágúst. Forsætisráðherra, sem af háifu stjórnarinnar átti mest tai við út- ílutningsn. um kjötsölumálið, hafði haldið því fram, og hélt því fram nú, að það væri mjög óheppilegt, og gæti haft alvarlegar afleiðingar, að selja kjötið öðruin en Norð- mönnum. íyað væri augljóslega til þess ætlast af Bandamönnum, að tslenzka ltjölið færi einmitt tíl Nor- egs. Stjórnir beggja landanna, Noregs og íslands, hefðu líka unnið að því að fá heimildir lil flutnings á kjötinu; og loks það, að á þessum tímum ætli bezt við að ríki seidi ríki, þegar um lífsnauðsynjar væri að ræða. Nú væri enn síður af- sökun í þessu efni, þegar Norð- menn fengjust til að gefa sæmilegt verð fyrir kjötið, samkvæint þvi sem upphaflega hafði verið selt upp. Jafnvel þótt þessar ástæður lægju aðaliega utan við verkefni nefnd- arinnar og valdsvið, þá hafði nefndin einmitt samskonar ástæðna vegna, í samningnum við hr. Ber- Jéme, alla jafna haft fyrirvara um samþykki stjórnarráðsins. í 11. gr. satnningsins er hinn uinsaindi freSt- ur og skaðabæturnar líka beinlínis tniðaðar við það, að Norðtnenn komist að með ný framboð. Nefnd- in komst því að þeirri niðurstöðu, að hún yrði að taka til íhugunar og meðferðar hið nýja tilboð Norð- manna, án þess að í því væri fólgið nokkurt rof á samningnnm við hr. Berléme. Setti nú nefndin fram gagn- vartnorska ræðismanninumí samn- ingsformi þau skilyrði, er hún áleit hauðsynleg til þess að sala til Norð- manna gæti komið lil greina, þar á meðal að 200 kr. verðið næði til alls I. íl. kjöts. Bessu svaraði norski ræðismaðurinn með því að setja upp nýtt sainningsuppkast, sem að vísu var í snmræmi við samningsuppkast nefndarinnar urn verðið o. II., en frábrugðið því í ýmsum öðrum verulegum atriðum og var eigi lengra komið málinu 7. okt., þá er stjómarráðið skyldi úr- skurða um samninginn yið hr. Berléme. Svo var ráð fyrir gert, að þenn- an dag kæmi útflutningsn. til fund- ar við stjórnarráðið, þá er það ákvæði um samþykki eða synjun á samningnum við hr. Ber- léme, Sökum annara starfa gat nefndin ekki mætt í stjórnar- ráðinu fyr en kl. 4 þennan dag, eða um það leyti sem ráðherrarnir jafnan fara þaðan. Pegar þangað kom, íékk neíndin að vita, að létt áður sama daginn hefði hr. Ber- léme snúið sér til forsætisráðherra og lýst því yfir, að hann nú hækk- aði boð sitt í kjötið upp í kr. 210 á I. fl. og kr. 185 á Ií. fl., gegn því, að boði þeSsu væri svarað þá sarna daginn, og að hann fengi greiddar þær 100,000 kr., sein áskildar voru i samningnum. Petta nýja tilboð hr. Berlémes svaraði því til þess að hann byði hér um bií 207 kr. í I. flokks kjöt. Með því að hér var um veru- lega hækkun á kjötinu að ræða, ef mögulegt væri að sinna þessu nýjatilboði hr. Berléines, tóknefndin það til yfirvegunar, hvort hún væri liundin gagnvart norska ræðis- rnanninum, og koirist að þeirri niðurstöðu, að svo væri ekki, þar sem hann hefði með fyrnefndu samningsuppkasti sínu tjáð sig í verulegum atriðum ósamþykkan samningsuppkasti nefndarinnar, og þar með í rann og veru synjað því lilboði bennar, sein í uppkast- inu lá. Eftir nokkrar umræður um málið milli nefndarinnar og stjórnarráðs- ins fór forsætisráðherra heim til norska ræðismannsins og lagði þá spurningu fyrir hann, hvort hann þegar í stað gæti hækkað boð sitt i kjötið svo mikið að skaðlaust væri að synja tilboði hr. Berlémes, en til þess þurfti að Norðmenn borguðu ekki einungis sem svar- aði 207 kr. fyrir hverja tunnu, eins og hr. Berléme bauð netto, heldur einnig að þeir borguðu þar íram yfir viðbótarverð, sem svar- aði til þeirra 100 þús. kr., sem eins og að ofan er sagt þurfti að greiða hr. Berléme sem þóknun fyrir að standa við tilboð sitt, ef svo færi að tilboði hans yrði ekki tekið. En tif þess að Norðmenn þannig einnig borguðu þessar 100 þús. kr. þurftu þeir að greiða 210 kr. fyrir hverja tunnu. af I. ílokki 0. s, frv. Norski ræðismaðurinn svoraði forsætisráðherra því, að hann vant- aði gersamlega umboð til þess að bjóða svo háll verð en fór jafnframt munnlega fram á, að hann fengi hæfilegan frest til þess að síma til Noregs og leita fyllra umboðs í þessu efni. Að þessu búnu fór formaður útflutn- ingsnefridar fram á það í símtali við hr. Berléme, að svar við tii- boði hans rnætti bíða til næsta dags kl. 2 e. h. Gaf hr. Berléme eftir þennan frest. Morguninn eftir áréttaði norski ræðismaðurinn við stjórnarráðið ósk sina um hæfi- legan frest til þess að síma til Nor- egs og fá svar til baka. Utllutn- ingsnefndin ritaði nú stjórnarráð- inu um málið, eins og það lá fyrir, og spurðist fyrir um hvort það, vegna tillits til afstöðu iandsins gagn- vart erlendum rikjum, eða aföðrum ástæðum, óski þess, að neíndin synji síðasla tilboði br. Berlémes og befji á ný samninga við norska konsúlinn, samningurinn við h.f. Höepfner (A. Berléme) falli burtu og honum verði greiddar uinsamdar 100,000 kr., ef ekki sé hægt að fá annað samkomulag við þetta firrna. Þessu svaraði stjórnarráðið þegar á þá leið, að það, með tiliiti til sambandsins til Noregs og milli- ríkjaviðskifta, óski þess, að útilutn- ingsnefndin taki upp samninga við norska konsúlinn og verði þá h.f. Höepfner greiddar téðar 100,000 kr. í samtali nefndarinnar og for- sætisráðherra áður um daginn var það fastmælum bundið, að ef stjórnin svaraði nefndinni, svo sem nú var frá skýrt, þá byði nefndin norska ræðismanriinum kjötið fyrir það verð, sem forsætisráðherra hafði talað við hann um daginn áður, sem sé 210 kr. fyrir tunn- una, og skildist nefndinni, að i raun og veru væri það fastbundið við norska ræðismanninn, að hann skyldi fá kjötið fyrir þetla verð, ef það yrði samþykt af hendi Norð- manna svo fljótt, að simsvar væri komið frá Noregi eigi síðar en 18. s. m. Samkvæmt þessu tók þá útflutn- ingsnefndin þá ákvörðun, að hún að loknu samtali við herra Ber- léme, skyldi gera norska ræðismann- inum tilboð um kjötið fyrir 210 kr. tunnuna af I. flokki og 185 kr. af II. flokki, og með þeim kjörum að öðru leyti, sem nefndin hafði áð- ur ákveðið. Boðið stæði þó einung- is til hádegis þann 18. okt. og væri úr gildi fallið ef það væri þá ekki samþykt óskorað. En jafn- framt ákvað hún, að leita þess við herra Berléme, að hann láti boð silt standa óbreytt jafnlangan tíma, og skyldi þá þetta boð til Norð- manna verða síðasta boð, svo fram- arlega sem hr. Berléme fengist til að láta sitt nýja boð standa til kvöhls hinn 18. okt., enda hefði bann þá kjötið fyrir kr. 207,00 og kr. 182,00 tunnuna svo fratnarlega sem Norðmenn ekki gengu að hinu; en þá féllj líka niður greiðsl- an til hans á unirædduin 100 þús. kr. Að þessu búnu kom hr. Berléme á fund nefndarinnar og skýrði hún honum þegar frá ákvörðun sinni í málinu samkvæmt framan- sögðu og fór þess á leit að hann léti boð sitt frá deginum áður standa, hæfilega lengi til þess svar væri komið frá Norðmönnum gegn því boði sem nú yrði sent til þeirra. Bá lagði hr. Berléme þá spurningu fyrir nefndina, hvort ekki gæti komið til greina, að gera enn hærra boð í kjötið og svaraði nefndin því hiklaust, að yfirboð nú, hversu há sem væru, hefðu enga þýðingu, ef þeim ætti að svara samdægurs og þannig fyrirbygðu það, að Norðmönnum yrði gert þetta umrædda síðasta tilboð um kjötið. Nefndin liafði frá upphafi haft fyrirvara um hinar »diplo- inatisku« ástæður stjórnarinnar, og þær hefðu hamlað þvi, að samn- ingurinn við hann (Berléme) frá 2. október, fengi þegar fult gildi. Ef nú þessar ástæður hyrfi við svona iagað yfirboð, þá væri sýnt að þær hefðu aldrei verið annað en viðbára og blekking. Annað mál væri það, ef Norðmenn nú neituðu þessu boði, sem þeirvissu að væri síðasla boð héðan, því þá veittu þejr íslandi sjálfkrafa fullkomna afsökun í málinu. Eftir nokkrar umræður enn gekk herra Berléine að þvi, að láta verð- tilboð sitt, kr. 207,00 og 182,00 bíða til 18. oklóber, gegn því, að kjötið yrði þá hans eign fyrir þetta verð, svo framarlega sem norski ræðismaðurinn ekki þann dag I síðasla lagi samþykti, bið umsamda boð nefndarinnar til hans. Bessi 100 þús. kr. greiðsla félli þá niður, en að öðru leyti gilti öil sömu atriði sem í sainn- ingnum 2. október. Um leið og berra Berléme játaði þessurn nýja samningi, lýsti hann því yfir, að hann nú hækkaði boð silt upp í 215 kr. á tunnu, gegn svari samdægurs. Og litlu eftir að fundinuin við hann var slilið skrif- aði hann nefndinni staðfesting á framanrituðu munúlegu sainkomu- Iagi, en gat þess þá jafnframt, að hann enn hækkaði boð sitt um 5 kr. á tunnu, eða I. llokks kjö*. upp í 220 kr. tunnuna o. s. frv., einnig gegn svari samdægurs. — Báðum þessum yfirboðum hafnaði nefndin þegar í stað. Virtist henni ekki hægt að taka þau öðru vísi en sem tylliboð af hálfu herra Ber- lérnes, þar sem hann vissi þegar hann gerði þau, að nefndin gat ekki gengið að þeiin nema með því, að gera sínar fyrri yfirlýsing- ar ómerkar. Hversu sem yfirboðin væri meint af berra Berléme, gat nefndin ekki lekið þau öðruvísi en sein tilraun til þess, að hún gengi á bak orða sinna og yíir- lýsinga, einmitl við hann, hæði fyr og siðar. Að þessu loknu sendi svo nefndin ræðismanni Norðmanna áður nefnt tilboð um kjötið. Leið svo fram til 17. október, og kemur þá ylirlýsing frá ræðismanninum um það, að hann gangi að verð- tilboði og öllum skilmálum nefnd- arinnar. Var nú þegar næsta dag hreinritaður samningur við hann um kjötið og undirritaður, og ráð- stöfun gerð um greiðslu á hinum umsömdu 100 þús. kr. til herra Berlémes. Þá er fengið var samkomulag við herra Berléme um, að láta boð sitt frá 7. október bíða þangað til svar fengist frá Norðinönnum 18. okt., þá voru kjötframleiðendur látnir vita, að þeir rnætti treysta á ca. 10 kr. fyrir kjöttunnu fram yfir það verð, er þeim var áður lilkynt. í samningnum Við herra Ber- léme hafði verið svo til tekið, að kaupandi greiddi stimpilgjald af kjötinu, en að seljandi tæki að sér flulning á því til Norðurlanda, ef kaupandi óskaði. í samningn- um við norska ræðismanninn er hið sama tiltekið um stiinpilgjald- ið. Ennfremur, að seljandi (lands- sljórnin) annast llutninginn á kjöt- inu til Noregs fyrir ákveðna borg- un á hverja tunnu. — Það var hvorttveggja, að Norðmenn hefðu naumast fengist til að sækja kjötið hingað, og alls eigi fengist til, að taka það nema á fáum — 4—5 — höfnum, eftir undanfarinni reynslu. En með því flutningsgjaldi sem hér er um samið, getur lands- skipaútgerðin að líkinduin skað- laust flult kjötið til Noregs, frá þeim 18 útflutningshöfnum, sem nú er samið um, án aukagjalds. Betta býst nefndin við að spari landsmönnum 70—80 þús. krónur eða yfir 2 kr. á tunnu til jafn- aðar. Pá er sölusamningur kjötsins var fullgerður, samdi nefndin fram- haldsreglugerð um sölu og útflutn- ing kjötsins. Thor Jensen. Pétur Jónsson. Ó. Benjamínsson. Frá alda öðli. Eftir Pál Þorkelsson. (Framh.) Viö hiö hjer aö ofan oftnefnda tyrkneska orö: oda og þau latnesku og frakknesku orö, m. m., sem tekin eru þar til samanlíurðar, — ætti máske í þvi sambandi, sem lijer um ræðir — ekki illa viö aö geta ýmsra | fleiri orða úr ýmsum nærskyldum I málum, er óneitanlega hafa all-mikið uppruna- samanburöar- og afleiöslu- gildi viö hin tilfæröu latnesku og írönsku orð, svo sem á proven- sölsku : aloi, aluc; á spönsku: alodio; á ítölsku: allodio; á forn-frönsku: al- oud eða aleuf; á latínu-mállýzku: „allodarum“, „allodinum“, „alodes“, „alodium", „alodis“, „alaudum“, „al- audis“, „aluetum" smbr. á frönsku: alleu. Eins og sjá ‘má, þá hafa fjölda- margar-uppruna-ágiskanir veriö gerð- ar af málfræðingum og fræðimönn- utn menningarþjóðanna í Noröurálfu og þaö á ýmsum tímum — meö til- Iiti híns latneska órðs: „aIlodíum“ og þar af leiddum og skyldum orðum. Sú uppruna-tilgáta, er mönnum hefur virst einna sennilegust, er sú: aö „al“ muni upprunalega hafa veriö : „ad“ í latínunni, sem þýöir: til, eftir með, við samkvæmt o. s. frv., og að „lod“ eða „loos“ sje af germönskum uppruna og þýöi sama sem latneska oröið : „sors“, þ. e. jaröarpartur, jarö- arskiki, [á frönsku: lopin de terre, eða: lot, eða: lot de terrej, Smbr. á ísl. „lóö“, smbr. hluti; á dÖnsku: Jordlod, [Lodj, o. s. frv. Eftir þessit ætti „allodium“ að vera eins konar tvímálaorÖ (mot hybride), þ. e. oríf: sem er samsett eða runnið af tveimUr fjarskyldum málarótum, er gæti mjög vel íallíð saman við hrognalatínu-orð- ið (le latín barbare): „adsortium", smbr. á ensku: allotment; á frönsku: lotissement, smbr. sagnmyndina a frönsku: lotir: á ensku: allot, þ. e. hluta, skifta í hlnti, úthluta, = á ensku ! to share out, distribute, graut, assign o. s. frv. Aftur á móti telja aðrir það engthn efa bundið, að orðin; „allödium" á latínu og: alleu á frönsku sjeu af al- germönskum Uppruna,1 nefnilega af: all, þ. e. allur og af íorn-germönsku: ot eða od, = alöt, sem þýði: eign, fasteign, jarðeign, þ. e. fullnaðar- eign, óháð eign, eða í orðs-fyrir-orðs þýðingu: aleíga;* á frönsku.: avoir; á þýsku: gailz eigen, þ. e.: aieiga. Sé nú öt eða od eða alöt eitt út af fyrir sig borið saman við engil-saX- neska orðið: eád, á íslensku: auður, (auðr), smbr. engilsaxneska lýsing- arorðið: eádig = ísí. auðugur, (auðgr == auðugr), smbr. auðna gíefa, smbr. auðnuríkut — gæfusaihttr, smbr. aúðnumaður, = gæfúmaður, — jafnt i óeiginlegri seni eigínlegri merkingu, þ. e. maður, sem hefur nóg fyrir síg og síiia að leggja, — hefur * Það er enda auðsjeð á orðtlm híns gríska spekings Bíasfar], — þótit forn sjeu, — að aleiga og óðal eiga enga Uppruttasamléið «je sámgíldis- merkingu í málttnum, —• þar sem hann segir: „omnia mea mecum por- to“, þ. e.; aleigu mína ber eg með mjer. Bías var fæddur árið 570 fyrir Krist, barnalán og heppnast öll sín fyrírtækí og nýtur aö maklegleikum sannrar mannhylli og mannvirðinga sökum vitsmúna og mannkosta sínna, o. s. frv., þá virðist sem aö jiessi orð feli á engan hátt í sjer sjálft óðalshug- takið, þvi það getur margur maður verið bæði vellauðugur og auðnu- maður, án þess að hann eigi neitt það, er gæti með rjettu heitið óðal eða óðals-ígildi. Af jiessu leiðir aftur, að hvorki auðs- né auðnuhugtakið geta átt neina samstofna nje heldur rökstæða upprunaleið nieð óðals- merkingunni, Þessi hjer að framangreinda upp- runaleiðsla að orðinu: óðal á að eins við grunnrót orðsins í hinni allra- frumlegustu mynd þess, sem auðvit- að breytist eða jafnyel hverfur að miklu leyti úr minnum manni, þá fram í sækir, þó einkum, þegar svo langt er komið fram á menningar- brautina, að farið er að vernda og víggiröa óðalshugmyndina með lög- ttm og ákvæðum um sjerstök arfgeng og aldabundin rjettindi, hlunnindi og tign 0. s. frv., fyrir þann eða þá, er eiga og ábúa, og verða þá þessi fríð- indi auðvitað miðuð að mestu leyti við jarðarstærðina, jarðargæðin, —■ já, og ekki hvað síst við j>aö, hversu mikið er um stór- og skrauthýsi á jörðinni eða um húsakynni yfirleitt, en við það fær þá hið almenna óðals- liugtak höfuðbóls- eða aðalbólsmcrk- inguna í íslensku, [smbr.orðin: aldaf- ábúð, hfsábúð, æviábúð, alda[r]óðal c. s. frv. Byggingin ein út af fyrir sig eða húsaskjólið — í hverri mynd sem vera skal — er eins og allir vita. eitt hið allra-fvrsta og bráðnauðsynlegasta skilyrði fyrir lífvænlegri afkomu manna, hvar sem menn annars ætla sjer aö ala aldur sinn á hnettinum, og þannig virðist „oda“-hugmyndin (= hús- eða skýlishugtakið) megi hjer með fullum rjetti til sanns fær- ast. Hin ágæta bók eftir herra Eggert Brieni frá Viðey: „Um Harald Hár- fagra“, sem bæði er mjög ljós og auðsjáanlega rituð af einkar skörp- um skilningi á. ef,ninu, — fjallar miklu frekara um hin laga- og á- kvæðisbundnu rjettindi og afnota- gildi óðals-hugtaksins, en nokkru sinni uni hinn róttækasta frumorðs- myndunar-uppruna þess.og telurhann með sanni, á blaðsíöu 42—43, ókost eða vöntun ekki all-litla á því hversu orðabókarhöfundar hinna íslensku fornrita sjeu óljósir og staglsamir í jiýðingum sínum og jafnvel bryddi stundum hjá þeim á talsvert miklum misskilningi í skýringum þeirra, og þess vegna gefi þeir auðvitað aldrei neitt áreiðanlegt og ákveðið útskýr- ingarsvar, er alsanni hugtaksheitið eöa frumhugtaks-uppruna orðsins, o. s. frv. Uppruna-tilgátur herra Eggerts Briems, sem að tölunni til eru aðal- lega tvær — virðast hvor i sínu lagi vera einkar skarplega og grandgæfi- lega athugaðar, — þó mun sú þeirra, er hann teltir runna frá rótum hern- aðarins og frá lmefarjetti og greipa- sópun hinna löngu látnu .sigurvegara — vera einna frumstæðust með tilliti til hins lögbtmdna hugtaks-, afnota- og umráðagildis óðalshugmyndarinn- ar, en alls ekki hvað snertir vöggu- stæði uppruna-hugtaksheitisins (á frönsku: l’origine la phts prlmitíve du nom de l’idée). Aftur á nlótí sýníst hin önnur til- gáta hatts vera bein og ákvæðisbund- in afleiðing af hinni fyrri. Sem lítil viðauka-tilgáta við hinar hjer að ofan umræddu tilgátur eða við hinn almenna skihiing manna á orðinu „aldaöðli“ -— er tilgáta sú, er hjer fer á eftir, nefnilega: öld í ljóðamálí jiýöir: menn yfirleitt, og fleirtölu-eignarfall orðsins er; alda, 1’ e. manna og af: öðli 1. = eðli(?); 2. = uppruni, upphaf (???) (í ó- eiginlegri merkingu) ; 3. = ,,óðal“(?) = arfleifð; hýlí; (hús), sjálfseign, [búgafðurj, o. s. frv., og eftir þ.essu ætti orðtakið að þýða: 1. frá eðli manna; 2. (í óeiginlegri merkingu), frá uppruna manna; 3. frá mannbygð jarðarínnar o. s. frv., cn samt sem áður virðist þessi tilgáta ekki sanna nær til fulls hvaö: „öðli“ eitt út af fyrir sig sannverulega þýði, jafnvei þó að bæði 2. og 3. töluliðiir — eftir þeirri merkingú, er þeim er gefin hjer, sem enda er næsta efasamt, hvort geti verið rjett — sýnist eftir kringum- stæðum harla sannfærandi. (Framh.) Fjelagsprentsmiðjan,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.