Lögrétta - 18.12.1918, Side 2
204
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
minst áo blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á
lslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli.
merkum manni í veraldarsögunni
að hann hafi verið vanur að segja:
„Gætið mín fyrir vinum mínum, á
óvinum mínum skal jeg treysta
mjer að vara mig sjálfur“. J?essi
setning hefur oft komið mjer í hug
þegar vinir mínir hafa viljað of-
bjóða mjer í mat og drykk. pað eru
einmitt vinir manns sem eru hvað
hættulegastir í því að misbjóða
vesalings maganum og hans melt-
ingarkröftum. Sá óvani er kominn
á, áð um það er að eins hugsað að
veita sem mest, en minna um hitt,
hverju gestinum verðiverulega gott
af. pað gleymist alt of oft, að
magarúm manna er misjafnt og
misjafnt hvað hann þolir og megn-
ar að melta. Nú mun margur þar
til segja, að það sje hverjum í
sjálfsvald sett, að þiggja eða hafna
þegar honum er boðið eitthvað.
En þ*að er oftast hægra sagt en gert.
Jeg tala nú ekki um, þegar áfengi
er í boði:
„pað geta ekki ætíð allir verið
eins og hann sankti Páll,
við brimlöðrandi brennivínsskerið
er breiði vegurinn háll.“
Og sama gildir kaffi og mat.
Húsmæðumar eru alla jafna svo
ötular í að ota fram hinum ýmsu
krásum, að það þarf harðsvíraðan
mann til að falla ekki í freistni
— bíta frá sjer, og þó að maður
falli ekki í freistni þá býður ein-
hver kurteisisskylda við kvenfólkið
að verða við óskum þess og láta
þá slag standa — hugsandi: „mjer
er ekki vandara um en hinum —
látum oss alla jeta okkur í spreng!“
En sje einhver svo stífur á svell-
inu að standast freistinguna, þá er
hann annaðhvort álitinn vera veik-
ur, og helst magaveikur,eða hreinn
sjervitringur.
Kvenfólk furðar sig oft á, hvað
karlmenn geti drukkið mikið af
áfengum drykkjum sjer til óholl-
ustu. En reyndar er það lítið betra
hvernig það notar oft kaffi og
súkkulaði í óhófi og ofjetur sig á
kökum og sætindum. petta á sjer
einkum og oftast stað í öllum
kaupstöðum landsins.
Jeg hef oft vorkent ýmsum kon-
um sem fara sjer til upplyftingar
að heimsækja kunningja í kaup-
stöðum vorum, og dvelja þar nokk-
urn tíma. pað gengur ekki á öðru
en eilífum heimboðum á víxl —
oftast bæði kaffi og súkkulaði á
boðstólum — ótal kökutegundir,
sem allar þarf að smakka, og þegar
maður skyldi halda að nóg væri
komið þá þarf að bjóða einhverja
ávexti til ábætis, og ekki dæma-
laust, að á eftir fylgi dugleg kveld-
máltíð, með mörgum rjettum mat-
ar, sem hver út af fyrir sig mundi
nægja til málsverðar.
pegar jeg hef talað eða skrifað
um ofát, þá hafa margir dussað
við, og talið mig fara með fjar-
stæðu, og neitað að nokkuð slíkt
væri algengt hjer á landi. En ýms-
ar konur hafa þó talað um þetta
við mig að fyrra bragði, og gert
gis að öllum góðgerðunum, sem
þær hafa orðið að þiggja, og veita
á móti. pær hafa í rauninni haft
andstygð á þessu óhófi, en vaninn
er orðinn svo rótgróinn, að hver
verður að taka þessa ósiði upp eftir
öðrum. pað þarf engum blöðum
um það að flctta, að þessar kaffi-
og súkkulaði-drykkjur og kökuát,
dag eftir dag, er of mikið af því
góða. pó stöku sinnum komi fyrir
við hátíðleg tækifæri, er ekkert til-
tökumál, en til lengdar verður slíkt
engu betra en ofdrykkja, eða marg-
rjettaðar veislur hvað eftir annað.
pað er ætið óholt að belgja í sig
miklum sætindum, en einkum er
óholt að gera það, eins og oft vill
verða, saddur af öðrum mat, og án
þess að hreyfa sig á eftir eða vinna
í sveita síns andlitis úti undir beru
lofti.
Fyrir nokkrum árum tíðkaðist
þetta kaffi-súkkulaði-óhóf hjer i
Reykjavík, og hjeðan hefur það
breiðst út, og kauptúnin úti um
land tekið það eftir, eins og annað
bæði ilt og gott — en einkum ilt.
Sem betur fer hefur höfuðstaður-
inn bætt ráð sitt í þessu efni. Fólk
er farið að skilja, að slíkt sætinda-
svall er bæði óholt og ógeðslegt,
enda á það sjer lítinn stað lengur í
nokkrum vel siðuðum löndum.
Einkum hafa Englendingar fyrir
löngu lagt slíkan óvananiður.parer
það.venja á öllumgóðumheimilum,
að bjóða gestum engar góðgerðir
milli máltíða — hvorki mat, kaffi,
áfengi, tóbak nje annað. En komi
gesturinn á matmáls- eða te-tím-
um, þá er honum heimill matur og
annað, sem á borð er borið.
pessi venja þarf að komast á
hjer. Ekki að vera með neitt góð-
gerðasull og svall á milli máltíða,
heldur reyna að láta maga sinn
og gesta sinna í friði, og lofa hon-
um að neyta þeirrar máltíðar óá-
reittum, sem hann síðast neytti,
þangað til hann hefur lokið þvi
starfi og kallar á nýja máltíð með
sulti.
Danski læknirinn Hindhede ræð-
ur húsmæðrum til að skrifa með
stóru letri yfir hvert matborð:
Enginn má borða ósvangur.
Yið borðið á að tyggja en ekki
tala.
Heilræði þetta finst mjer gott,
og ættu sem flestir að fylgja þvi.
í miðri þessari heimsádeilu verð
jeg að bæta þvi inn í, að það særir
mig raunar í hjartastað, að þurfa
að vera að finna að við blessað
kvenfólkið, og þá einmitt lika það,
sem svo oft hefur viljað gera sjálf-
um mjer gott með því að skenkja
mjer bolla af kaffi eða súkkulaði.
pað má ekki reiðast þessum gikks-
liætti mínum, því hann er sprott-
inn af þeirri sannfæringu, að marg-
ar svonefndar góðgerðir í mat og
drykk, eru alls ekki til góðs.
Jeg man ekki eftir þegar jeg
fæddist, en jeg tel alveg víst, að jeg
hafi þá eins og fleiri þegið þær góð-
gerðir, sem alvanalegt er að bjóða
nýfæddum — auðvitað í góðu
skyni, en öldungis að óþörfu, og
sennilega fremur til óhollustu —
nfl. sykurvatn framan í teskeið.
Flestar yfirsetukonur og mæður
geta ekki hugsað sjer annað, þegar
barnið skælir, en að það sje soltið.
En það er ekki af sulti sem börnin
skæla, heldur af óþægilegum við-
brigðum Við að koma úr hlýindum
og vakna úr værum svefni inn í
þcnnan kalda • og hryssingslega
heim. -— petta voru fyrstu góð-
gerðirnar — og það voru sætindi.
Svo komu þær næstu, og það voru
líka sætindi. Jeg ólst upp hjer í
Reykjavík fyrstu 5 ár æfi minnar.
Og þegar jeg var farinn að geta
gengið á eigin fótum um bæinn,
eignaðist jeg fljótt kunningja.
Einkum eru mjer minnisstæðastir
(af þvi þeir voru mjer kærastir)
ýmsir kaupmenn og búðarmenn,
sem tóku mig hreinu ástfóstri (þeir
voru vinir föður míns). pegar jeg
kom í búðir þeirra, var jeg viss
um að „fá gott“: brjóstsykur, rú-
sínur eða gráfíkjur í poka. pess
vegna kom jeg þangað oft. En best
líkaði mjer við einn kaupmann.
Hann tók mig inn fyrir búðarborð-
ið, opnaði þar sætabrausskúffu, Ijet
mig setjast við hana og bjarga mjer
eins og jeg best vildi, — þetta þótti
mjer heldur en ekki meðlæti. Jeg
gleymi honum aldrei, hvað hann
var góður við mig, og ekki erfi jeg
það við hann, þó jeg fengi kveisu-
sting í magann, þegar jeg var kom-
inn heim, pví það var ekki hans
tilgangur. Og heldur ekki kenni
jeg honum um það, þó jeg færi
snemma að finna til tannverkjar —
en sjálfsagt var það meðfram kök-
um og rúsínum að kenna.
pegar jeg var kominn á 6. árið,
flutti faðir minn austur að Odda.
Jeg var reiddur í hripi á móti
elstu systir minni, og þótti heldur
en ekki sport í. Kaupmennimir
höfðu gefið mjer brjóstsykur og
önnur sætindi í nestið. Jeg hálf-
saknaði sætabrauðsskúffunnar þeg-
ar þangað var komið, en gleymdi
henni þó fljótt, því nú var svo
margt nýtt i boði, sem var engu
síðra en sætindin, þó ekki væri eins
sætt. Og þó mjer hefði þótt sæt-
indin góð, þá kyntist jeg nýjum
gæðum í sveitinni, sem að vísu
voru fábreyttari en kökumar og
krásirnar i höfuðstaðnum, en
reyndust þó miklu, miklu betri og
hollari, og brátt fjekk jeg þær góð-
gerðir, sem jeg gleymi aldrei. —
Jeg hafði stolist að heiman með
öðrum krökkum, og hlaupið langt
út í móa. Jeg gleymdi tímanum í
ærslunum, og gleymdi að koma
heim að borða á rjettum tíma. Jeg
fór að verða svangur. pá kom jeg
á bæ — konan var að skamta. Hún
sá á mjer, að jeg var matlystugur,
og rjetti mjer flatbrauð, er hún
hafði drepið á nýju smjöri. Og —
hvað mjer þótti það gott! Mjer
fanst jeg aldrei hefði nokkurn-
tíma bragðað neitt því líkt, og það
kemur enn vatn í munninn á mjer
þegar jeg hugsa til þess. Jeg hafði
oft borðað flatbrauð áður, en það
hefði aldrei smakkað jafn vel. Jeg
hafði nefnilega aldrei fyr borðað
svangur. Sætindin í Reykjavík
höfðu venjuíega tekið af mjer mat-
arlyst, og komið mjer til að líta
smáum augum á brauð og smjör,
eða graut og mjólk. En nú lærð-
ist mjer að þessir óbreyttu rjettir
voru í rauninpi miklu ágætari. pað
þurfti ekki annað en að neyta
þeirra svangur, þá urðu þeir ljúf-
fengari en sjerhvað annað. Með
aldrinum hef jeg smám saman
kynst hinum margvíslegasta mat
og drykk, bæði sætum og krydd-
uðum, óáfengum og áfengum, en
ekkert hefur mjer fundist jafnast
á við einfaldan óbrotinn mat, eins
og t. d. brauð og smjör, skyr og
mjólk eða graut og mjólk eða
kartöflur og smjör. Ef jeg er orð-
inn svangur og hef þá rjettu eðli-
legu matarlyst, sem er betra en
nokkurt krydd, snapsar eða maga-
bitterar — þá er í rauninni allur
matur sælgæti.
pað fer víst flestum eins og mjer
fór, þegar jeg var krakki, að þeir
taka ekki eftir því fyr en af til-
viljun, eða út úr neyð, að jafnvel
hinn ódýrasti og einfaldasti matur
er mesta lostæti ef maður að eins
verður verulega svangur. — Menn
eta meira af vana en matarlyst.
Máltíðunum er raðað niður óþarf-
lega þjett. Maginn fær ekki að
jafna sig á milli; eða lika má segja
að menn eti of mikið í hverri mál-
tið, til þess, að maginn geti melt
og orðið vel innantómur þegar
næsta máltíð kallar. Og svo er þessi
ósiður, sem altof mikið tíðkast, að
menn eru að troða í sig ýmsum
góðgerðum á milli máltíðanna, sem
sljófga matarlystina. Af þessu
verða margir feitir og safna ístru,
en það er ekki heilbrigt. pað er
því von, að menn missi lyst á ein-
földum, óbreyttum mat. En nú
vill hver húsmóðir, að hver taki
ríflega til matar síns. pess vegna
verður að örfa matarlystina. Til
þess hafa menn fundið upp á ýms-
um ráðum. pað eru nú t. d. maga-
bitterar. — í gamla daga, á undan
aðflutningsbanni, var það oft siður,
að taka sjer bitter á undan máltíð.
Nú er það líklega lagt niður, nema
eftir læknisráði og recepti. Erlend-
is, þar sem ofát hefur gengið lengst
fram úr hófi, eins og hjá Rómverj-
um forðum og enn í sumum stór-
bæjum, hefur það tíðkast, að fara
til nuddlæknis og láta hann nudda
á sjer magann á undan átveislum.
— En þetta tíðkast að eins þar sem
heimsins spillling er komin á hæst
stig. — Venjulegasta ráðið, sem
orðið er alsiða í hinum svonefnda
mentaða heimi, er að tilbúa mat-
inn með kúnst og kunnáttu, blanda
hann kryddi, sjóða og steikja alla
vegana, blandaðann og breyttann,
svo að upprunalegu fæðuefnin
varla þekkjast. petta er gert sum-
part til þess, að maturinn verði
auðtuggnari fyrir þá, sem tannlitl-
ir eru eða nenna ekki að tyggja,
og auðmeltari fyrir þá, sem hafa
veiklað maga sinn með því að í-
þyngja honum með of miklum mat
og drykk, en það gera flestir.
Nýjar Ibækiu1:
Schiller: Mærin frá Orleans. Rómantiskur sorgarleikur. Dr. phil.
Alexander Jóhannesson þýddi. Verð óbundin kr. 4,00, í bandi
kr. 5,50.
Qnðm. Finnbogason, dr. phil.: Vinnan. Kostar óbundin kr. 3,00.
Murphy: Börn, foreldrar og kennarar. Þýtt hefur Jón Þórarins-
son fræðslumálastjóri. Kostar óbundin kr. 3,00
Quðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Nýtt safn. Innb kr 7,00
og kr. 11,00.
Magnús Jónsson: Marteinn Lúther. Æfisaga. Innbundin kr 6,50,
óbundin kr. 5,00.
Jón Helgason, biskup; Kristnisaga, 3. bindi (lok miðaldanna og sið-
bótartíminn). Obundin kr. 8,00.
Bækurnar fást hjá bóksölum, eða beint frá
Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Reykjavík.
pað er óþarfi að krydda mikið
matinn og óholt til lengdar (jeg
tala ekki um að salta matinn, því
salt er eitt af nauðsynlegustu fæðu-
efnunum) — og það er óþarfi að
breyta eins mikið til og menn gera
— óþarfi að hita og sjóða matinn
eins mikið og gert er. Fábreyttasti
maturinn verður mesta lostæti, ef
menn að eins vilja vinna til hans
með því, að vinna í sveita síns and-
litis, og verða soltnir áður en þeir
neyta hans. pá geta menn jafnvel
glaðst yfir þurri brauðskorpu, eins
og flestir munu hafa reynt á yngri
árum. — pað má með öðrum orð-
um segja, að hver sem ekki borðar
svangur, „hann etur og drekkur ó-
verðuglega“, eins og þar stendur.
pað er ekki litið fje og fyrir-
höfn, sem fer í það, að elda allan
— meira og minna margbreyttan
mat, sem hver f jölskylda telur sjer
nauðsynlegan. parna er kynt undir
kötlum og pottum allan eða mest-
allan daginn, pottar skafnir, diskar,
hnífar, gaflar og skeiðar óhreink-
aðar og síðan aftur þvegnar, og eld-
húsið ýmist útskitið eðg þvegið á
ný, — það er stöðugt Sisyfúsar-
starf — en Sisyfus var dæmdur til
þess að velta þungum steini upp
brekku — steini sem stöðugt valt
niður aftur, þegar upp var komið.
Miðdagsmaturinn er ekki talinn
boðlegur nema hann sje heitur og
soðinn í marga tíma. Allur þessi
heiti matur og drykkur gerir okk-
ur miklu kulvísari en ella, öldungis
eins og mikill fatnaður gerir hör-
undið kveifarlegt, eða t. d. heit
flaska við fæturnar nótt eftir nótt
gerir menn fótkalda.
Menn hugsa sjaldan um,hvemikil
vinna og mikið fje sparaðist ef alt
þetta óþarfa amstur væri stórum
takmarkað. Nú í dýrtíðinni er á-
ástæða til að ihuga þetta — nú þeg-
ar eldiviðurinn er orðinn svo dýr
og illfáanlegur. En auk þess má
minna á, að hægt er að sjóða einu
sinni allan mat til hvers dags, og
geyma í hitageymi. Um hið síðast-
nefnda mun hver húsmóðir sam-
mála, sem hugsar um það, — en
hvað hinu viðvíkur, að takmarka
matarsuðu og upphitun matar og
borða kalt, það mun mörg konan
telja frágangssök. pað vilji þá eng-
inn líta við matnum. En lítum á.
— Fjöldi fólks lifir þannig, og unir
vel við. Og það er að þakka því,
að það gerir sjer kalda matinn lost-
ætan með því að vinna úti og verða
svangt.
Fólk, sem vinnur úti, t. d. við
heyvinnu á sumrin og liggur má-
ske í tjaldi langt frá heimilinu, það
lifir við slík kjör. pví líður vel við
það, og nýtur oft matarins betur
en nokkru sinni heima. Útivist og
líkamleg vinna er besta lystarlyfið
sem þckkist. Engir magabitterar
eða snapsar geta á við það jafnast.
— Sjálfur hef jeg reynt þctta, bæði
við heyvinnu og á ferðalögum, þar
sem ekki var um aðra fæðu en
mjög óbrotið nesti að ræða.
(Niðurl.)
Þjóðin grætur.
Við jarðarför Guðmundar Magnús-
sonar skálds, 14. des. 1918.
Heyri þið, að þjóðin grætur? —
þjóðin grætur!
Heyri þið ekki hrygðarstunur? —
heillar þjóðar tregastunur —
einstaklinga í öllum bygðum
andvörp og stunur.
Heyrist úr borg og heiðarbýli
hjartasláttur.
Yfir líki hringir hjartasláttur,
hjartasláttur —
heillar þjóðar hjartasláttur.
Sjáið þið ekki sorgarmerki?
Syrtir að um miðjan dag.
Dimt um miðjan dag!
Klæðast svörtu haf og himinn
húmi, bæði nótt og dag.
pokubelti hanga í hlíðum:
Hálfdregnir á stöng
eru fánar hilmis hæða. —
Hálfdregnir á stöng!
Hanga fánar hvar sem lítur
hálfdregnir á stöng.
Landið góða, landið kæra!
Land, er þoldir ís og bál,
án þess nokkur andvörp heyrði,
áttu ei lengur styrka sál?
— Enginn styrkur orkar neinu,
er ástkær vinur deyr,
er vinur deyr.
Drekkur sálin sjer til gleymsku,
in söltu tár, er vinur deyr —
er v i n u r deyr! —
deyr!
Yfir líki hringir hjartasláttur,
hjartasláttur —
heillar þjóðar hjartasláttur.
Hver á að elska og auðga landið,
auðga landið,
auðga af sögum söguvanda landið?
Hver á stofn að klæða laufi,
kalda og fúna, úr þjóðsögunni?
Hver á að annast traustatökin,
faka stjórn á fregátunni —
lands og þjóðar listafregátunni?
Yfir líki hringir hjartasláttur,
hjartasláttur —
heillar þjóðar hjartasláttur.
púsund er hvíslað þökkum í hljóði,
í hljóði —
þökkum, vermdum heitu hjartablóði,
vermdum hjartablóði.
pað er von, að þjóðin gráti,
þegar slíkur vinur deyr.
Drekkur sálin, svo hún gleymi,
in söltu tár, er vinur deyr —
er v i n u r deyr! —
deyr!
Aðalst. Sigmundsson
jrá Árbót.
Tapað. Snemma í síðastl. nóvember
var Böðvar hreppstjóri Magnússon á
Laugarvatni, hjer á ferð, og fjekk að
láta hest sinn stund úr degi í port,
sem er hjá Litlahvoli viö Skólavörðu-
stíg. Beisli hans var á héstinum, til
vara, ef hann slyppi út; vænt beisli