Lögrétta


Lögrétta - 15.01.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 15.01.1919, Blaðsíða 2
4 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. i Islandi, erltndis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. fslensk Iramlli ng Onir. Quid mihi proposuerim ? Ita philosophari ut sapientior efficiatur humanitas. I. Árangri af 17 ára rannsóknum má segja frá í nokkrum stuttum greinum, þannig að nægi, ef þegið verður, til að koma málunum í rjett horf. 1. Svefninn er sambandsástand. í svefni fer fram nokkurs konar magnan eða hleðsla (charge, Lad- ung) taugakerfisins. 2. Draumlífið er einn þáttur þessarar hleðslu. J?að er þannig til komið, að hinn sofandi fær með- vitund annars, sem vakir (meðvit- und annars inducerast í honum; bioinduktion). Draumgjafa kalla jeg þann, sem draumurinn er frá, og svarar hann til agentsins eða gjörandans í sálufjelagstilraunum þeim, sem fyrirburðarannsóknafje- lagið enska (S. P. R.) hefir látið gera, en sofandinn til recipientsins eða viðtakandans; (sjá ritgerðina „Á Bröttubrekku“ hjer i blaðinu júni og júli 1918. 3. Draumgjafinn á heima á öðr- um hnetti. Af því sem jeg segi, mun þetta þykja einna ótrúlegast, enda hefir það ekki verið auðfund- ið. En þó veit jeg þetta eins víst og að jeg sit hjer og skrifa. Mun sú sannfæring, að ekki sje að marka þetta mál mitt, reynast ekki holl þeim sem hafa, því að hjer ræðir um höfuðatriði mannlegrar þekkingar. J?að er ekki auðvelt að nefna það, sem furðulegar komi fyrir en þetta, að heili vor skuli gera sjer myndir eigi einungis af því, sem vor eigin augu sjá, held- ur einnig af því, sem augu annara sjá, og það þó að þessir aðrir eigi heima á öðrum stjörnum. 4. Meðvitund draumgjafans af- lagast í heila dreymandans eftir lögmálum, sem að nokkru leyti eru fundin. 6. Áhrif annara ráða mjög miklu um það, við hvaða draumgjafa sambandið verður og hversu ófull- komið það er eða fullkomið. 6. Víxlmagnan á sjer stað manna á milli (eða afmagnan eða örmagn- an), víxlíleiðing, mutual induction. Ástand mannfjelags er að mjög miklu leyti undir því komið, hvern- ig þessum áhrifum er háttað. J?ví meir sem gætir áhrifanna frá bestu mönnunum, og því meira fylgisem þeir hafa, því betra er mannfjelag- ið. J?ví verra sem mannfjelagið er, því meir gætir áhrifanna frá hin- um verstu, og því meira fylgi hafa þeir. í mjög ófullkomnum mann- fjelögum, hafa mennstundumtekið þá, sem bestir voru og mest reið á að fylgja að málum, bundið þá við staur og brent þá lifandi, grun- lausir um, að þeir voru að gera það, sem allraháskalegast verður unn- ið. Spekingurinn Seneca hefur merkilega rjett fyrir sjer, þar sem hann segir, að mönnum fari fram á samfundum við vitringinn, jafn- vel þó að hann segi ekki neitt. En þó hljóta menn því að eins gott af vitringnum, að þeir haldi ekki að hann sje vitfirringur, einsog stund- um hefir komið fyrir. Sje mönnum sagt rjett til um vandfama léið, og ásetji þeir sjer að fara nú einmitt ekki eftir tilsögninni, þá fer illa fjrrir þeim; stoðar ekki þó að sá sje vitur og vilji vel, sem til sagði, ef ekki er þegið. 7. Sambandsástand andamiðils- ins er í aðalatriði sama eðlis og vanalegur svefn. Að miðillinn tekst á loft (levitation; hafning) eða lýs- ir af andliti hans, er afleiðing magnanar eða hleðslu sem er líks eðlis og vanaleg svefnmagnan. Sannindi þessi sem endi munu gera á allri dulstefnu og dulrænu (mysticismus; mystik), hef jeg fundið með samskonar hugarstarfi, greiningu og tengingu hugmynda og athugana sem hafa varð, til þess að finna að bergtegund, sem fram- úrskarandi j arðfræðingar höfðu tal- ið eldfjallamóberg, er jökulmynd- un sumt, en brotaberg (Reibungs- breccie) annað. Hin vísindalega aðferð er í aðalatriði hin sama, hvað sem rannsakað er, og afrek manna i vísindum verða mest und- ir því komin hversu þeim gengur að bera saman og finna hvað er líkt og hvað ólíkt. 8. „Andinn“ sem talar fyrir munn miðilsins er samskonar vera og draumgjafinn. pegar sofandi maður segir „jeg“ þá á það „jeg“ ekki við manninn sem liggur og sefur, heldur við draumgjafann. Og eins er um miðilinn í sam- bandsástandi. Og á sama hátt seg- ir hinn svafði (hypnotiseraði): „því er verið að láta salt upp í mig“, þó að það sje alls ekki á hans tungu heldur svafnisins sem við saltið kemur. 9. Draumheimur vor er sama sem andaheimur miðilsins. 10. Einhvemtíma mun svo þykja sem það sje í augum uppi að anda- heimur miðilsins er lifheimur ann- ara hnatta. Die „Geisterwelt“ der Spiritisten ist die Lebewelt andr- er Erdsterne. 11. Áhrif annara, þeirra sem svefja eða hafa svafið miðilinn, ráða því við hvaða „anda“ sam- band fæst og hvernig því verður háttað. Áhrifin frá fundarmönn- um (the sitters) á miðilinn, ráða því hvaða „andi“ fer i miðilinn og hvernig sambandið verður. 12. Paranoia og Hysteri eru sam- bandsveikindi, (Induktionskrank- heiten). 13. Es ist doch an der Zeit das bioradiative Aufeinanderwirken der Lebewesen, auch von Stern zu Stem, einzusehen. Á annaristjörnu, 1914). . II. Merkur íslendingur í Kaup- mannahöfn skrifar fyrir nokkrum árum merkum manni í Rvíkáþessa leið: „tilvera okkar litlu þjóðar er i augum þeirra [stórþjóðanna] mjög lítils virði — þó við sjálfir sjeum nú búnir að rembast upp í þá ímyndun í einangruninni, að við sjeum ósköp þýðingarmikill þáttur í heimsmenningunni.“ (Lögrj. 28. okt. 1914). þetta eru eftirtektarverð orð, fyrir ýmsra hluta sakir, og satt er það, að íslenskt þjóðerni hefur ekki af stórþjóðunum verið talið þýð- ingarmikið. En verra er þó, að ein af smáþjóðunum hefur ekki metið islenskt þjóðerni sem skyldi, sú smáþjóðin sem heitir íslendingar; hefur sú þjóð aldrei látið sjer til hugar koma, að íslensk menning gæti orðið þýðingarmikill þáttur heimsmenningarinnar. Og þó er það víst, að annaðhvort verðum vjer að sætta oss við þá tilhugsun, að íslenskt þjóðemi sje dauða- dæmt, og ekki langt lokanna að bíða, eða vjer verðum að sýna, að íslenska þjóðin geti, þó lítil sje, átt þýðingarinikinn og ómissandi þátt i heimsmenningunni. III. Og vjer getum sýnt það. Ef þjóð- in þorir. Einmitt eins og kveðið hefur einn af ágætustu útlögum þessarar þjóðar: Veit þá engi að eyjan hvita á sjer enn vor ef fólkið þorir. J?að sem þjóðin þarf að þora er að skilja og sýna hvað það þýðir, að norræn tunga væri nú liðin und- ir lok, ef ekki hefðu forfeður vorir haft þrek til að fara að byggja þessa erfiðu úthafseyju; skilja og sýna, að íslensk tunga hefir alveg sjerstakt gildi fyrir alt mannkyn, og að endurreisa verður þá tungu á Norðurlöndum, í Noregi fyrst. þjóðin verður að þora að hætta að líta á sjálfa sig með útlendri lítils- virðingu og útlendum misskiln- ingi. Menn varist að halda að þetta sje sagt til þess, að vekja óvild til útlendra manna einungis af þvi, að þeir sjeu útlendingar. Og varast skulu menn að halda að jeg vilji hvetja menn til að dást að nokkru einungis vegna þess að það sje ís- lenskt. En vjer, sem hjer erum upp vaxnir, og hjer eigum vorar ættir, megum ekki, þegar vjer dæmum þjóðina, gleyma þeim örðugleik- um, sem hafa tekið meir en fet af hæðinni og meir en hálft aflið, þó að þeir, sem vaxnir eru upp í betri löndum, dæmi oss án þess að muna eftir þessu. Og svo kemur það sem erfiðast verður þeirri þjóð, sem hefur svo lítils metið íslenska vísindamenn. J?jóðin verður að þora að vera ekki alveg sannfærð um, að það sje vitfirring, þegar sagt er, að hjer á landi hafi fundin verið merkilegri sannindi, en nokkur, sem kunn voru áður; að íslensk heimspeki muni fá meiri þýðingu en nokkur önnur, sem fram hefir komið á jörðu hjer. íslensk heimspeki hefur ennþá álíka mikið fylgi og fagnaðarboð- skapur Brúnós fekk um hans daga, hinn merkilegasti, sem mannkyni vorrar jarðar hafði fluttur verið. Eða með öðrum orðum, alls ekkert. En þegar þar verður tekið undir með skynsemd, þegar menn vilja þiggja þann sannleik, sem fund- inn hefir verið handa þeim, þá munu á nokkrum áratugum verða meiri breytingar til batnaðar á högum mannkynsins, en um aldir áður. Veit þá engi að eyjan hvíta á sjer enn vor ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða rjettu, góðs að bíða. IV. íslendingar fundu fyrstir hvítra manna Vesturheim. petta kom að vísu ekki að notum, landnámið mistókst einnig þar um sinn. En þó er þessi uppgötvun íslendinga afareftirtektarverð. Og góðs viti þykir mjer það, að eini sonur ís- lenskra foreldra, sem heimsfrægð hefir áunnið sjer, hefir ágætur orð- ið einmitt af því, að halda áfram þessu forníslenska fyrirtæki, að uppgötva Ameríku. petta ætti að greiða fyrir skilningi á því, að af íslendingum megi vænta landa- funda svo bragð sje að. Og þar sem er sú uppgötvun, að það, sem menn hafa haldið andaheim og annan heim, sje í raun rjettri þessi heim- ur, þá er að vísu einnig um landa- fundi að ræða, a sort of cosmogeo- graphical discovery, og torfærurn- ar sem sigra þurfti til þess að finna þau lönd, geta ef til vill jafnast á við sumar þær, sem fyrir hafa orð- ið i annarskonar landaleitum. Og það mun sýna sig, að engum mun það verða fært, öðruvísi en rang- lega, að neita þvi, að sú þjóð, er slíkan landnámshug hefur sýnt sem íslendingar, muni, þó lítil sje, eiga ekki einskisverðan þátt í heimsmenningunni. Vil jeg nú fá íslendinga til að taka þátt í þessu landnámi með m jer, eða heimsnámi. Má nú segja fyrir sigurinn og vor- ið, þó að hretinu versta sje ekki af- Ijett enn þá til fulls, og ennþá ver- ið á glötunarvegi. Ef til vill munu sumir dæma gætilegar um það, sem hjer er sagt, ef jeg get þess, að í brjefi til Kauprnannahafnar vorið 1914, sagði jeg að búast mætti við stórtíðindum og illum („overalt forestaar der Katastrofer“, voru orðin). Var þetta ályktun en ekki spádómur, og virðist mjer það sem síðan hefur fram komið, benda til þess, að í verulegum atriðum hafi verið rjett skilið, hvert þjóðhagir stefndu. V. Sumt af því sem um ræðir, er nú auðvelt orðið að rannsaka, hjá því sem áður var, meðan ófengin var þekking á undirstöðuatriðum. Vil jeg skora á háskóla íslands að hefja þar rannsóknir. Mundi slíkt fyrirtæki reynast giftusamlegra en menn grunar; en á hinn veginn ef ekki er gert fyrir orð mín. það sem jeg á við, er einkum rannsókn á lögmáli því sem 11. gr. skýrir frá. Verði á rannsóknafundi menn sem skilja að jeg hef rjett fyrir mjer — en til þess þarf ekki annað en það sem á útlendu máli heitir geni og að vísu er meira um hjerenmargur hyggur — þá mun „andinn“ sem „kemur í“ miðilinn segja að hann eigi heima á annari stjörnu, og tala stórfróðlega. Verði fundarmenn (the sitters) eingöngu læknar, þá mun tal miðilsins gefa tilefni til at- liugana sem mjög fróðlegt verður að bera saman við það sem þeir „andar“ segja, sem kæmu ef fund- armenn væru eingöngu prestar t. a. m. og tryðu á anda og andaheim. Að reyna og rannsaka er eina leiðin. Tilraunirnar væri held jeg best að fá að gera á Marconistöð- inni. Og það sem mest ríður á er hið frjálsa hugarfar hins mentaða manns; að vera það sem Kepler táknaði með orðunum animo liber; vera ekki svo tjóðraður af óleyfi- legum fyrirframsannfæringum að með því sje loku skotið fyrir að komist verði að sannleikanum. Helgi Pjeturss. Grænland. Eftir Jón Dúason. IL' Það eru til samhangandi veður- athuganir frá öllum hinum helstu ný- lendum Dana, og eru þær gefnar út árlega í „Meteorologisk Aarbog“. Viö nýlendurnar á sunnanveröu Græn- landi er veSráttan lík og á Noröur- landi. En þess ber aS gæta, at5 ný- lendumar eöa skrælingjaþorpin eru öll úti á annesjum eSa á eyjum úti fyrir landi. Inni í dölunum viö innan- verSa firöina, þar sem norræna byg5- in var til forna, er víöast engin bygö og þaöan eru engar samanhangandi mælingar. En einstakar mælingar manna, sem veriS hafa þar á ferð, sýna, aö inni í dölunum geta komiS miklir hitar á sumrum og þaö jafn- vel þótt tekiS sje tillit til þess, hve sveitirnar liggja sunnarlega. Lofts- lagið inni í dölunum er einnig mjog þurt, svo aS hey mundi breiskjast þar á skömmum tíma í sumarhitanum, þegar þurt er veöur. AS vetrinum er trúlegt, að hitastigiö inni í dölunum sje líkt og í sveitunum norðanlands. Sólarhitans gætir sem sje minna þá, fyr en fram á kemur. Allir, sem rann- sakað hafa jurtagróðurinn inni í döl- unum ljúka upp einum munni um, aö hann beri þess vott, aö loftslagiö sje mjög þurt. Þennan þurk kenna menn nálægö viS jökulinn, af því mikil úrkoma falli niöur á honum.* Þótt ekki sjeu til samanhangandi veS- urathuganir úr dölunum, má þó gera sjer nokkra grein fyrir veSráttunni þar meS því aS bera saman mælingar frá stöSum, sem eru á sama breiddar- stigi, en á mismunandi fjarlægS frá ströndinni. Þetta hefur próf. L. Kol- derup Rosenvinge gert í „Meddelelser om Grönland" XV, en athuganir hans ná einnig yfir staSi á mismunandi breiddarstigi. NiSurstaSan er tiltölu- lega mikill munur á loftslagi, meS breyttri fjarl. frá ströndinni. Þetta á ekki síst heima um úrkomuna. Til aS sýna þetta, skal jeg taka upp töl- urnar frá GóSvon og Kornok, sem er á sama breiddarstigi og GóSvon, en 5 mílum innar viS fjörSinn. í Kornok er úrkoman helmingi minni en í Góð- von (381 móti 673) og þokudagarnir nærri þriöjungi færri (20 móti 55). Prof. L. Kolderup Rosenvinge segit um þokuna í „Meddel. om Grönland'* XV., s. 98: „Einkum er vert aS veita þokunni eftirtekt. Oft má sjá þokuna ' grúfa sig yfir skergarSinum eSa jafn- vel yfir meira eSa minna af útkjálk- unum, en hiS innra í landinu er heitt sólskin og heiSríkja. Og þegar heiS- myrkriö Ieitar inn yfir landiS, getui oft aö líta, hvernig þaS stöSvast viö fjöllin og leysist upp, þegar þaö leit- ast viö aS skríöa yfir þau og ná inn í landið.“ Úr ritgerö eftir Willaume- Jantsen, deildarstjóra viö veöurat- hugunarstöSina í Höfn, skal þetta til- fært um veðráttuna á Grænlandi: , Þoka er ekki tíö nema á vissum svæSum á Vestur-Grænlandi. ÞaS er staSreynd, aö þokan kemur mjög mismunandi oft fyrir, eftir því, hvort staöurinn er langt eða skamt frá haf- inu. Oft grúfir ísköld þoka yfir sker- garöinum og samtímis er heiöur him- —..... * * Á íslandi er snjólínan hæst norS- an viö Vatnajökul, einmitt af somu •ástæðum. in og hita-sólskin í innri hluta fjarS- anna. Þetta á sjer einkum stað á Suöur-Grænlandi, og á þaS bendir einnig, hve fáir þokudagar eru í Kor- nok í samanburSi við Góövon........ MeSal-vindhraSinn er lágur á Vestur- Grænlandi, aS eins milli andvara og kalda; það er sem sje oft kyrt veöur. ÞaS koma þó stundum hvassir storm- ar, einkum þegar lágmörk (minima) reika fram hjá. Þeir eru tíðastir aS vetrinum, og þá er einkar hætt viS því aS loftvogin veröi iyrir miklum breytingum. ViS hinar oftnefndu stöSvar er tala stormdaga (hraSi 5 —6, eftir stiga 0—6) 7 til 10 á ári. ÞaS eru einkum suörænir og aust- rænir vindar, sem verSa aS stormi.“ — ÞaS er fjallaþeyrinn, sem hann á við. :— Einkennilegt er þaS, að fornar vegalengdir eru taldar, svo og svo margra daga róSri, —■ ef menn fara eitthvaS á sjó, þá er róiS. — Líklega af því, aö þaS hafi vam- aS byr. — Konungsskuggsjá talar og um logn og veöurblíSu á Grænlandi. LogniS stafar líklega af því, aS stöð- ugt hvílir hámark (maxima) yfir jöklinum. Inni í dölunum er nálega ætíS logn, þótt nokkurt gráS sje úti á annesjum. Fjallaþeyr veröur til á þann hátt, aS suSrænir og austrænir vindar, þrungnir vatnsgufu, blása af Atlants- hafi vestur yfir grænlenska hálend- iö. Þvi hærra, sem loftiS stígur upp, verSur þrýstingurinn á því minni, og þenst þaS þvi út. ViS útþensluna kælist þaS og gufan í því þjettist og fellur niSur. ViS þaS losnar sá hiti, sem bundist hefur, þegar vatniS breyttist i gufu, svo loftiS kólnar minna, en þaS mundi hafa gert gufu- laust. Þegar loftiö steypist niður af hálendinu, eykst þrýstingurinn á því, svo þaS þjettist pg hitnar jafn mikiö eins og þaS mundi hafa kólnaS viö aS stiga upp sömu hæö gufulaust. Hiti austanvindarins verSur því sem næst hita loftsins yfir Atlantshafinu, aö viöbættu hitamagni gufunnar, sem í því var. Þó missir loftiS ofurlítmu hita viS aö blása yfir jökulinn. Fjalla- þeyrinn er mjög þur og heitur og leysinn snjóinn i skyndi aö vetrinum. MikiS af snævatninu tekur hann upp í sig, svo vatnavextir veröa minni af leysingunni en vænta mætti. Fjallavindar þessir eru tíöir á Grænlandi, einkum aö vetrinum. Þeir milda loftslagiö, en þeir mundu vera til mikilla nytsemda, af því þer leysa burtu snjóinn úr högunum, ef ein- hver skepna væri til aö hleypa á beit í gömlu bygSunum. Snjókoma er einnig miklu minni inni í sveitunum en úti viS sjó, og þaS snjóar víst varla til muna nema á norðvestan átt. Egill Þórhallason segir um einn dal í Vestribygð: „ÞaS fellur hjer, eins og í öllum firSinum, örlítill snjór, því þar sem ekki snjóar, svo teljandi sje nema á norSan átt, þá ber þaS ekki sjaldan viS, aS jöröin sje hjer auð, þótt mikill snjór sje úti viS strönd- ina.“ Skrælingjar segja, aS inni í dölunum í Eystribygö sje lítill snjór á vetrum. í EiríkisfirSi segja þeir aö sje aldrei snjór, af því að vindur- nin feyki óöara öllum snjó burtu, sem þar falli á jörSu. — Kapt. Daníel Bruun, sem rannsakaö hefur manna mest fornar leifar norSurlandabúa á Grænlandi og sjera Poul Vibæk, sem lengi hefur verið prestur í Júlíönu- von, æ'tla aS sauöfje muni geta geng- ib mikið sjálfala inni í dölunum. Ým- islegt bendir til þess, aS ekki hafi veriö til hús yfir alt fjeS þar í fyrnd- inni. — 200 íslenskar ær, sem fluttar voru til reynslu til Júlíönuvonar haustiS 1915, gengu þar aö mestu úti allan næsta vetur (1915—1916). Komust vel af og voru allar meö lömbum um vorið. SumariS 1915 haföi þó þetta fje mætt miklum hrakningum heima á íslandi, löngum rekstrum norSan af landi, þvi næst vöktun í holtunum viS Reykjavík og loks sjóferS til Grænlands undir vet- urinn. Júlíönuvon er þó ytst úti á skagatá í EystríbygS, þar sem fremur öðrum stööum er snjór og ótíS. Nokkrir Skrælingjar, sem búa á gamla biskupssetrinu, GörSum, hafa víst einar 7 kýr og ætla þeir þeim ótrúlega lítil fóSur, enda veröa oft heylausir. III. 1 gróöurríkinu kemur fram tilsvar- andi munur milli nesja og dala og í veðráttunni. Gróöur á útnesjum á Grænlandi, jafnvel í EystribygS, er líklega enn ömurlegri en á útnesjum á íslandi. Rink segir, aS ís og þoka drepi þar allan gróður. Þess hefur

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.