Lögrétta


Lögrétta - 12.02.1919, Blaðsíða 4

Lögrétta - 12.02.1919, Blaðsíða 4
24 LÖGRJÉTTA C. B. Eyjólfsson & Co. Herluf Trollesgade 8 Kaupmannahöfn. Við höfum fyrir fleiri hundruð þCisnnd.ir allskonar vörur Danskar, Bretskar og Amerikanskar hentugar fyrir í s I a n d og við óskum að fá sambönd við alla íslenska kaupmenn Borgunarskilmálar eitir samkomulagi. Yift kaupum allar íslenskar afurðir hæsta verði kontant. Gjörið svo vel og skrifa okkur hvers þér óskið eða hvað þér hafið að selja. Embætti sagt lausu. Sig. Guð- mundsson prestur á ÞóroddsstaS hef- ur sagt af sjer embætti frá næstu far- dögum. Landsbókasafnið. Þar er Árni Páls- son sagnfræðingur skipaSur i. bóka- vöröur, en Hallgr. Hallgímsson sagn- fræðingur aðstoSarbókavörður. Stjórnarráðið. í Lögb.bl. er aug- lýst, að viðtalstími ráöherranna sje framvegis frá kl. 2—3 virka daga. Á öSrum tímum dags megi menn ekkl búast við aö ná vrötali við þá í stjórn- arráSinu, nema því sje fyrirfram lof- aS, aS erindiS sje mjög brýnt og megi ekki bíða venjulegs viStalstíma.»— Er þaS skiljanlegt, aö sífeldur mann- straumur inn til ráSherranna allan þann tíma, sem skrifstofur stjórnar- ráðsins eru opnar, valdi óþartri trutl- un á starfi þeirra, en erindin, sem trufluninni valda, eru oft smávægileg cg rjett aS marka þeim vissan tirna, eins og nú hefur veriö gert. Dánarfregn. Þau hjónin sjera Sig- urbj. Á. Gíslason og GuSrún Lárus- dóttir, hafa oröiS fyrir þeirri sorg, aS missa, 8. þ. m., elstu dóttur sína Kristinu, úr afleiðingum inflúensu- veikinnar. Samverjinn hefur í vetur, eins og að undanförnu, veitt fjölda manna hjer í bænum ókeypis fæði. Hann tók við nokkru eftir áramótin, er hætt var að útbýta mat frá eldhúsi Thors Jensen. Taugaveikin. Það er nú sagt, aS um 60 menn hjer i bænum hafi fengiS hana, en þungt legst hún ekki á. Leikhúsið. „Ljenharöur fógeti“ hef- ir nú veriö sýndur 11 sinnum, og veröur sýndur einu sinni til, en siöan byrjaö á nýjum ísl. sjónleik, sem heit- ir „Skuggar". Þilskipin. Þau eru nú aö leggja til hafs; hiö fyrsta fór út um síöastl. helgi, „Valtýr“, frá Duusverslun. Grænland. Eftir Jón Dúason. VI. Þegar íslendingar komu aö nema land á Grænlandi sæmdarsumariö 986, var landið í höfuöatriöunum hiö sama og nú. Mjallhvítur jökulskjöld- urinn hvíldi á hálendinu, og firðirnir skárust örmjóir og hyldjúpir langt inn i landiö, og birki-ilminn lagöi innan úr dölunum. Firðirnir voru fullir af fiskum, og ár og vötn af laxi og silungi. Kjörrin og graslendið hefur ef til vill verið svipaö og nú. En landið var einnig aö mörgu leyti annaö. í dölunum voru stórar hjarðir af hreindýrum og ef til vill moskus- uxum, selatorfurnar á ísnum og sela- látrin í fjöröunum voru meiri en nú, og æöarvörp og eggver voru þá í mestum blóma. Og ekkert þessara dýra þekti drápshönd mannsins eöa bar skyn á aö foröa sjer, þegar veg- andinn gekk aö því. Inst í fjöröun- um, þar sem sólin skein, staöviörin voru mest og þoka og hafsúld náöu ekki inn, reistu íslendingar bygöir og bú. Landnámsmennirnir hafa lifaö þar æfintýralífi fyrsta sumarið. Allri vinnu hefur fyrst og fremst veriö variö til þess aö gera hús, áöur en vetur og ótíö bæri að garði. Reka- viður og birki úr skógunum hefur verið notað saman til hásaviöa. Mat- ar var mjög auðvelt aö afla. Næsta starfiö var aö ryöja túnin og girða. Landnáminu hefur veriö hagaö líkt og á íslandi í fyrstu; en menn hafa tckið eins mikiö land og þá lysti, en síöar gefiö af þvi, ef þeim svo sýnd- ist. Ef til vill hefur landið aldrei orö- iö albygt. Þaö hafa víst ekki flutst frá íslandi nema nokkur hundruö | menn til Grænlands. En það var ein- ' valaliö; hugumstórt og stóð i stór- ræöum sem Eiríkur rauði. Af þeim fáu íslendingum, sem fóru til Græn- lands, höfum viö hlotiö mikla frægö. Þeir könnuöu land sitt og sigldu langt noröur í höf. Frá bygðum sín- um hjeldu þeir í landaleit og fundu Helluland,Markland, og komust langt suöur meö austurströnd Ameríku, þar sem þeir kölluöu Vínland. Á skip- um sínum sigldu þeir til íslands og ! Noregs, og var þaö hvorki lítið haf nje greiðfært í þá daga. Sitthvaö bendir og til, aö þeir hafi siglt til Hudsonsflóalandanna í Kanada. Mikla leiðangra geröu þeir noröur í Greipar til aö safna rekaviö og tit fiskiveiöa, fuglatekju 0 g selveiða. Heima fyrir stunduöu þeir selveiöj úti á eyjum, eggjatöku og fugla, loönu og fiskveiði i fjöröunum, og lax- og silungsveiði í ám og vötnum. Þá hafa menn og stundað hreindýraveiðar kmgt inni í landi. Lágu menn þar úti í kofum, sem enn má sjá. Að lax- veiöinni undanskilinni hefur veiöi mest veriö stunduö haust og vor og aö vetrinum, þegar veöur leyföu. A0 sumrinu stunduöu menn heyskap og og hirtu mjólk búsmalans og veiddu lax í ánum. Hefur sú veiöi veriö mik- ií, því viö árnar standa hjallar, þar sem veiðin var þurkuö, líkt og viö sjó. Túnin eru feiknastór flæmi, og þvílíkir dugnaðarmenn, sem Græn- | lendingar voru, ljetu þeir sig ekki muna um að girða þau, og standa þeir rammgeröu garöar enn. Túnin hafa gefiö af sjer mikla og góöa tööu til forna, því á þeim vex taöa enn í dag, og er grasið mikið. Á túnunum eru á víð og dreif miklar rústir af peningshúsum, fyrir allan pening, nautgripi, hesta, geitur og sauöfje. Heima viö túnin, og víðar í heimahögum, standa miklar,' stein- hlaönar rjettir fyrir búsmalann. Þeir, sem rannsakaö hafa þessar rústir, t. d. Kapt. Daníel Bruun, ráða af þeim, rjettum og peningshúsum, að á sum- um bæjunum hafi verið þúsundir fjár, og fjós hafa fundist meö básum handa 100—200 kúm. Enda segir svo \í Konungsskuggsjá: „Svá er sagt, at á Grænlandi eru grös góö ok eru þar bú góö ok stór, því at menn hafa þar margt nauta og sauða; ok er þar smjörgerö mikil og osta; lifa menn við þaö mjök, ok svo við kjöt ok við allskonar veiði“ (tilfært eftir Finni próf. Jónssyni). Það mun heldur ekki hafa verið þröng í búi aö jafnaði á Grænlandi. Þannig er getiö um, að hjá óbreyttum bónda hafi eitt sinn verið í jaröhúsi einu geymdir 60 slát- urgripir, 12 vættir smjörs og skreið mikil aö auki. Heyhlööur, þ. e. hey- hlööutóftir, standa við peningshúsin eöa þá heygaröar, girtir. Heyskapur hefur oft veriö sóttur langt, 0g hey- íö ýmist bundið heim að sumrinu eöa því ekiö áísumaö vetrinum. Grænlend- ingar kunnu ekki fremur en viö aö gera flæðiengi, en þaö heföu verið hin mestu happaverk, ekki einungis vegna áburðarmagns í vatninu, heldur einkum vegna þurkanna. Handa svo ! miklum fjenaöi, sem Grænlendingar höfðu, mundi hafa þurft mikinn hey- afla, ef hverri skepnu hefði verið ætl- að mikið fóöur, en svo mun naumast hafa verið. Fjenaöurinn hefur geng- ið úti mest alt, eöa alt, áriö. ívar Bárðarson segir, aö hann og fjelag- ar hans hafi fundið viltar hjaröir af búfje í Vestribygð, eftir aö hún var lögð í eyði, og að þeir hafi tekið eins mikið með sjer al þessu og ferj- an gat borið. Á sumrum hafa ær og kýr verið haföar i seli fram til fjalla. Aö vorinu hefur geldfje, tryppa- og nautastóð verið rekiö á afrjett, og svo srnalað í göngjjm á haustin. í afrjett- unum standa enn miklar almanna- rjettir, hlaðnar úr grjóti, og með dilk- um fyrir þá bæi, sem áttu þar upp- rekstur. Þar, sem góö voru beitar- lönd, hafa verið gerö beitarhús og fje baldið þar til beitar. Alt atvinnulíf j Grænlendinga hefur þannig verro i kappsamlega rekið, og í sjálfum mannvirkjunum, sem enn standa, eða má sjá menjar eftir, bregöur fyrir ljósri mynd af fyrirhyggju starfsþrá og ötulleik hins bjartlokkaöa, nor- ræna kyns. En þrátt fyrir allan dugnaðinn og örlæti hinnar grænlensku náttúru, komu þó fram skuggahliðar á hinu grænlenska þjóölífi,. sem ágerðist meir og meir. í landinu var ekki svo stórvaxinn skógur, aö hægt væri aö gera af honum skip. Þar var ekki hægt að rækta korn, og þaö, sem verst var, þaö vantaði járn. Heföu íslendingar þekt járniö á Bjarney til forna, væri Grænland norrænt enn í dag. Járn var, er fram liðu stundir, svo fágætt á Gænlandi, að eitt sinn, þegar skip braut þar viö land, týndu þeir, er fundu,vandl. alla járnnaglana, en ljetu hitt alt vera. Járneklan hefur ef til vill að lokum oröið svo mikil, að járn hafi skort í nauðsynlegustu verkfæri, eins og t. d. ljái, svo gras hafi ekki orðið slegið. Sumarið 1189 fór Ásmundur Kastanrasi frá Græn- landi til Noregs, en hrakti þó fyrst til íslands. í skipinu var ekki einn einasti nagli af járni, heldur að eins trjenaglar, og að öðru leyti „sinbund- iö“(festsamanmeö þráöum af sinum). Skipiö fórst á leiöinni frá íslandi til Noregs. Grænlendingar gátu þannig ekki gert sjer skip og uröu aö vera upp á aöra komnir, hvaö snerti sigl- irigar til landsins, sem uröu litlar og stopular. í íslandi var ekki mikiö hægra aö gera skip en á Grænlandi, en sigling frá Noregi til Grænlands var löng og hættuleg, einkum þeim, sem ekki voru vel kunnir sjóleiöinni. En nýlendan á Grænlandi varð aldrei stór (2—6 þús. manns), og af því leiddi aftur, aö síður var ástæöa ti! að gera út mörg skip á ári, og ef einhverju skipi hlektist á, gat þaö oröiö til þess, aö ekkert skip kæmi árum saman til Grænlands. Þunga- vöru, eins og korn, sem þar á ofan þoldi illa raka, var því mjög erfitt aö flytja. Þá sjaldan korn fluttist til Grænlands hefur þaö veriö i þvílíku afarverði, aö nálega engir hafa haft og hafi aldrei sjeö brauö. Mun þaö nauðsynjar, sem fluttar hafa veriö til Grænlands, hafa veriö seldar þar viö afarverði, en vöru landsmanna veriö haldiö í lágu verði. Konungsskugg- sjá segir, aö mestur fjöldi manna á Grænlandi viti ekki hvaö brauö sje cg aldrei hafi sjeö brauö. Mun það alsatt. Alt þetta hefur haft þyngjandi á- hrif á líf og vellíöan manna, enda þótt enginn væri matarskortur nje klæöa. Samgönguleysiö viö umheim- heiminn fóstraöi sjerrænu, þröngsýni og kotungshug, sem alt er hiö mesta niðurdrep. Hagur landsins versnaöi stórum eftir aö konungur tók verslun landsins aö sjer 1294, og geröi hana að kgl. einokun. Nú átti eitt skip, „Knörrinn", að fara milli landa, en þetta skip varö tíöum afturreka eöa týndust. Og þegar konungur áttií önn- um eöa ófriði, var auðvitað ekki hirt um siglingarnar til Grænlands. Loks lögðust siglingar til landsins alveg niður, og er ekki fullljóst, hvernig þaö hefur oröiö. Viöleitni Eiríks Walkendorffs erkibiskups til að finna landið aftur strandaði á ónáö kon- ungs, og ofursala bræöraþjóðarinnar til ægilegrar tortímingar varalgerlega og að eilífu fullkomnuð. Hvernig bar þessar hörmungar aö garöi? Viö eigum fá orö um þaö, en steinarnir og askan tala. Skrælingj-. arnir, hinir núverandi íbúar lands- ins, áttu upprunalega heima í Amei- íku. En íslensku landnámsmennirnir fundu menjar þess, að þeir heföu far iö um á vesturströnd Grænlands. Á síöasta þriöjungi 13. aldar hafa Skrælingjar komiö yfir til Græn- lands, mjög norðarlega, og þokast suöur eftir. Er ekki ótrúlegt, að ís- lendingar hafi haft nokkur kynni af þeim áöur en þeir komu til Vestri- bygðar, en þar lenti Grænlendingum og Skrælingjum saman- fyrir alvöru. Þá var þaö íslendingum hið mesta mein, að þá skorti járn og allan út- búnaö, en Skrælingjar höfðu bein- vopn, og þar sem þeir voru veiði- þjóö kunnu þeir vel aö beita þeim. Hvaö oröið hafi Skrælingjum og ís- lendingum til sundurlyndis er óvíst. En nóg var til að vekja deilur, þar sem sömu lög og venjur giltu ekki rneð báöum aðiljum, og engin stjórn- arvöld til aö skera úr málum. Nor- rænir menn stóöu á miklu hærra menningarstigi en Skrælingjar og höföu lögverndaöan eignarrjett a löndum og fje. En Skrælingjar þektu ekkert þvílíkt. Þeir voru öllu eyö- andi villilýöur, sem þekti ekki annað en að hver og einn mætti veiða þar, sem hann vildi, og hvaöa dýr, sem vera skyldi. •— Þegar Skrælingjar hafa tekið að steypa undan og fara ránshendi um vörp íslendinga, gengu á hreindýraveiðar í löndum þeirra, gerðu sig heimakomna við laxveiðar 1 ánum í bygðinni, er ekki nema von- legt, aö bændum hafi sárnað svo takmarkalaus yfirgangur. En út yfir hefur tekiö, ef Skrælingjar hafa lagst á búfjeð og veitt það; og þaö er ó- skiljanlegt, aö Skrælingjar hafi ekki gert það, þar sem fjeö gekk sjálfala á afrjettum úti á nesjuni og inni til dala. Það er meira að segja trúlegt, að Skrælingjar hafi einmitt byrjað kynningu sína með því, að drepa fjeö, því það var gæfara en önnur dýr. Skrælingjar eru enn þannig, að þeii mega ekkert kvikt sjá, svo þá fýsi ekki að stytta því aldur, og er það vonlegt um veiðiþjóð. Og þeir hafa heldur ekki getað haft hugmynd um, aö aðrir hefðu meiri rjett til búpen- ingsins en þeir. Þaö er á hinn bóginn eðlilegt, aö bændum hafi solliö reiði yfir þessu gerræöi, skoðaö Skrælingja eins og dýrbíti og beitt þá sömu tönn og tófuna. — Fjandskapurinn hefur svo komist í algleyming. íslendingum var og einn kostur nauðugur að verja sig, því fengju þeir ekki að hafa fje sitt í friði, var þeim ólíft i landinu. Aðferö Skrælingja var þó ekki sú, að leggja til orustu við íslendinga, þótt vopnlausir væru.Mórauðireinsog lyngiö læddust þeir að íslendingum og skutu þá, þegar þeir gáfu færi á sjer. Á einæringum sínum gátu þeir snarast í skyndi inn og út eftir fjörð- unum. Aðferð þeirra var sú, að læö- ast aö bæjunum á næturþeli og brenna fólkið inni. Um þetta efni og um af- drif hinna síöustu íslendinga á Græn- landi skal tilfærður kafli úr „Græn- lcndingasögu" próf. Finns. Jónsson- ar. Annars er í því, sem hjer er sagt um líf Islendinga á Grænlandi, mest fariö eftir lýsingum hans og Kapt. Daníels Bruuns, sem ekki aö eins er kunnur íslandsvinur, heldur hefur og sýnt minningu feöra vorra á Græn- landi frábæra ræktarsemi. „Vjer rennum grun í, hvernig fariö hafi milli Grænlendinga og Skræl- ingja. Skrælingjar hafa smáeytt bygö- ina, dal eftir dal, fjörð eftir fjörð, bæ eftir bæ. Aðferðin hefur ávalt veriö hin sama: aö læöast aö Græn- lendingum og drepa þá með skotum og örvum —■ Skrælingjar voru allra manna hæfnastir — hvar, sem þeir stóðu þá. Á náttarþeli komu þeir aö bæjunum, lögöu eld í þá og brendu til kaldra lcola. Þetta hefur gengiö þangaö til hinn síðasti Grænlending- ur ljet Hfið í baráttu sinni. Um þenna síðasta Grænlending og afdrif hans tala munnmæli Skrælingja, og setjum vjer hjer alla söguna. Hún er nógu skýr og skorin- orð, og það getur hver maöur gert sjer í hugarlund, hvernig hinum síð- asta manni í hinni fornu nýlendu hefur verið innanbrjósts, er hann fleygði syni sínum í vatnið, og sá fyrir sinn eigin opinn dauða. Sá ma úr steini vera gerður, er ekki hitnar um hjartaræturnar við að lesa söguna, þótt munnmæli sje, og er hún svona: Löngu eftir að hinum Grænlending- unum (Kalbúnökkum) hafði verið gereytt í öllum öðrum sveitum, gátu þeir enn haftst við við Kakartok (Flvalseyjar)-fjörðinn og var kirkjan Ungertok eöa ongartok. Þótt eigi væri þar einkum hæli þeirra. Þeir höfðu sjer fyrirmann, er Skrælingjar nefna sem best samlyndi milli Grænlendinga og þessara Skrælingja, bjuggu þeir þó lengi hvorir í nánd við aðra, án þess að til ófriðar kæmi. Samt or- sakaðist svo að lokum, aö til blóð- ugrar baráttu kom, er lauk með ger- evðingu Grænlendinga. Skrælingi einn frá Akpetivík þar í grendinni hafði róið á húðkeip sínum til að reyna ný skotspjót; en er hann reri fram hjá tanga einum, sat ungur Grænlendingur og horfði á, er Skræl- inginn hæfði ekki fugla með skoti s:nu. Hann tekur þegar til að gera gabb að Skrælingjanum og skrækja likt og álka og hrópaði: Vittu hvort þú getur hitt mig. Skrælinginn Iætu'r ekki segja sjer það tvisvar, miöar á Grænlendinginn og skýtur hann. — Ungertok gerði ekki frekar að, er hann heyrði tilefni vígsins. En það leiö ekki á löngu, áöur en Skrælingi kom óvörum að öörum manni hans og va hann. Þá varð Ungertok reiður og í'jeö af að hefna sín á Skrælingjum. Ungertok vildi koma þeim á óvart og reri á stað um haustnótt með alla sína menn og lenti austan til á eynni. Þá er þeir voru komnir niður aö vatni vestan til á eynni, varö Skræl- ingjastúlka vör við þá af skugga þeim ev bar á vatnið og gerði landa sína vara viö. Sumir af Skrælingjum kom- ust undan á flótta, en sumir ljetu lit sitt og konur og börn, nema drengur hálfstálpaður, er faldist í gjá einni. Skrælingjar, er af komust, hjeldu nú ti! frænda sinna og ætluðu að fá lið- sinni þeirra til aö hefna sin grimmi- lega á Grænlendingum. Um veturmn bjuggust þeir til hefndar. Karlmenn- irnir smíðuðu boga og örvar, kon- urnar bjuggu til báta úr snjóhvítum selskinnum. Þá, er vor kom, reru þeir til Katortok, en er þeir komu fyrir mynni fjarðarins lögðu þeir árar í bát og ljetu reka fyrir vindi, en hann bar þá beina leið að bústaö Græn- lendinga. Grænlendingar komu út og urðu varir bátanna, þeir settu hönd fyrir augu sjer og horfðu út á fjörð- inn. En hvíti liturinn á bátunum blekti jiá; þeir hjeldu að þetta væru ísjakar, grunaði ekki neitt og fóru inn aftur. Um nóttina lentu svoSkræl- ingjar í vík einni; þeir týndu þar lyng og lögðu í dyrnar hjá Grænlend- ingum og kveiktu í. Húsbúar lágu í fasta svefni og brunnu allir inni nefna Ungertok; hann stökk út um kirkjugluggann með son sinn lítinn undir hendinni og flýði í austurátt. Skrælingjar runnu eftir honum, en gáfust fljótt upp, nema einn þeirra. Ungertok komst aö austurendanum á hinu svonefnda Kirkjufelli, en hann var svo örmagna, aö hann treysti sjer ekki til að klífa í fjallið. Hann hljóp þá í kring um vatn eitt, og Skrælinginn á eftir honum. Loks sá hann engin önnur ráö, en að kasta syni sínum út í vatnið til að bjarga sjálfum sjer. Og jiá tókst honum aö f.'ýja til Igaliko. En Skrælingjar komust bráðlega að því, hvar hann var niður kominn. Segjast þeir hafa komist ;að því með törfabrögðum. En ekki var hægt aö vinna bug á Ungertok. Hann var svo snar í hreyf- ingum, og varðist svo frækilega með öxi sinni, að enginn þorði að ganga að honum. Að lokum tókst þó Skræl- ingja einum að skjóta hann með törfaör, er gerö var úr ytsta þver- parti úr mjaðmarbeini óbyrja konu. Skælingjar hafa átt kvæði um þenn- an atburð og eru til nokkur erindi úr því. í öðrum sögnum er þessi Unger- tok nefndur Olave eöa Olavik, og er það auðsjáanlega sama sem Ólaf- ur. Hann á að hafa veriö svo ram- ur aö afli, að hann gat borið rost- ung á baki sjer eöa sinn vöðuselinn undir hvorri hendi. Sje nokkuð hæft í þessu, er þaö ljóst aö hinn síöasti Grænlendingur hefur ekki verið neinn ættleri, bæði hann og landar hans og niöjar þeirra heföu vel getaö staðist hörku náttúrunnar lengur, og ættin haldist alt fram á vora daga, ef ekki hefði komið annað til. Þetta, sem hjer var frá skýrt, hef- ur hlotið að hafa oröið um 1500 eða ekki all-löngu þar á eftir. Svo leið þá hin forna nýlenda undir lok, eftir hier um bil 500 ára líf.“ Skrælingjar þykjast þannig vel aö landinu konmir, en óttast nú hefndir, aö því er Kapt. Daníel Bruun segir. Má vera, að þeim reynist, sem fleir- um, ljótur draumur fyrir litlu efni. Fj elagsprentsmið j an

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.