Lögrétta


Lögrétta - 05.03.1919, Blaðsíða 4

Lögrétta - 05.03.1919, Blaðsíða 4
3° LÖGRJETTA Verslun Reykjavík hefir nú fyrirliggjandi stærst, best og ódýrast úrval af allskonar Járnvörum. Smíðatól allskonar, Búsáhöld, hverju nafni sem nefnist, JarSyrkjugafia og skóflur margskonar, Saum, ferstrendan, allar tegundir Rúðugler tvöfalt og einfalt, Málning allsk væntanl. með næsta skipi Sparíð tíma og fyrirhöfn með því að snúa yður fyrst til verslunar minnar, þegar yður vantar eitthvað af ofangreindum vörum. Heildsala! Smásala! Virðingarfylst Jes Zimseu. Notið eingöngu FRYSTIVJELAR THOMAS THS. SABROE & CO., AARHUS, sem eru notaðar um allan heim og þykja alstaðar bestar. Hafa hlotið mikið lof og fjölda hæstu verðlauna. Hjer á landi eru vjelar þessar notaðar hjá Sláturfjelagi Suðurlands, Reykjavík; Sameinuðu íslensku verslununum, Akurtyri, og ísfjelagi Vestmannaeyja: Eimslvipafjolag íslands Samoinaöa gn±'nsli.ipaíjolagiö nota eingöngu þessar frystivjelar í skipum sínum. 2700 vjelar af öllum stærðum þegar seldar. Biðjið um upplýsingar og verðlista. Einkasali á íslandi O. J. Johnsen Vestmannaeyjum. 'g ta Aj u © > >H © U «4 d © V •H -P (Q >> u <H o o CJ því ráöi gætu þeir ekki satt hungur sitt, og þaö er þeim engin bót, þótt heilafiskiö þeirra sje io sinnum dýr- ara en mjöl í Norðurálfu. — Fyrsta skilyröiö fyrir því, aö í mál sje tak- andi að reka landbúnaðá Grænlandi er þvi, að bændum sje trygt hátt verð fyrir afurðir búanna, þ. e. hæsta markaðsverð, svo þeir geti keypt með hagnaði alla útlenda vöru, sem þeir geta ekki framleitt ódýrara sjálfir. Slíkt hið sama verð þarf að tryggja landnámsmönnunum fyrir alla aðra framleiðslu þeirra, enda þótt svo mikil mergð sje af laxi og heilafiski, að það geti borið góðan árangur að reka þær veiðar með því verði sem einokunin býður nú Skrælingjum, ef þessi atvinna væri að eins rekin með sæmilegum útbúnaði. Til þess að tryggja framleiðendunum hátt verð, er ekki nauðsynlegt að afnema ein- okunarverslunina; það má benda á leið, sem yrði framkvæmanlegri og gróðavænlegri fyrir landnámsmenn en afnámið. Hjer hefur hinn núgildandi kon- unglega innkaupstaxta á Grænlandi. Sel-, rostungs- og hvítfisksspik 4 au. pd., hnýðings-spik 3 au., annað spik af hval og hræjum 2 au., hákarla og þorskalifur 3 au. — Bjarnarskinn heil (með klóm og trýni): nr. 1 40 kr. hvert, nr. 2 32 kr., nr. 3 24 kr., nr. 4 16 kr., nr. 5 8 kr.—Bjarnarskinn (án trýnis og klóa): nr. 1 20 kr. hvert, nr. 2 16 kr., nr. 3 12 kr., nr. 4 8 kr., nr. 5 4 kr. — Blá refaskinn: nr. 1 kr. 6,00 hvert, nr. 2 kr. 4,50, nr. 3 kr. 3,00, nr. 4 kr. 0,50. — Hvít refaskinn: nr. 1 kr. 2,00 hvert, nr. 2 kr. 1,50, nr. 3 kr. 0,50. — Selaskinn: af blöðrusel nr. 1 72 au. hvert, nr. 2 65 au., af vöðusel 65 au., af hringa- nóra 45 au., af landsel 65 au., af kampsel 65 au., algeng 45 au., mar- flójetin 15 au., vatnsskinnsbuxur nr. 1 kr. 2,50, vatnsskinnsklæðnaður nr. 1 kr. 3,00. — Hreindýraskinn: nr. 1 100 au. hvert, nr. 2 75 au., nr. 3 50 au., nr. 4 25 au. — Rostungs- skinn: nr. 1 6 kr. hvert, nr. 2 4 kr., nr. 3 2 kr. — Rostungstennur: 50 au. pd. — Náhvalstennur: 40 au. pd. — Æðardúnn, óhreinsaður 50 au. pd. — Fiður: 25 au. pd. — Hval- skíði: 10 feta 75 au. hvert, 8 feta 50 au., 5 feta 25 au., 3 feta 10 au. — Harðfiskur: 5 au. pd. Hverju svara kaupmenn til um að efla til viðskifta við Grænland? Einokunin gildir um alt Grænland eins og áður en landnámsmenn komu. En landnámsmenn fá að eins undanþágu, að verslunin með þeim fari fram á ofurlítið annan hátt en í Skrælingjaþorpunum. f stað kaup- mannsverslunar þar stofna landnáms- menn kaupfjelag eða pöntunarfjelag. Kaupmannsbúð mundi og verða til lítils hagræðis fyrir þá vegna þess. hve nýlendan yrði strjálbýl í fyrstu. Pöntunarfjelagið mundi safna pönt- unum t. d. 2 sinnum á ári, bæði á vörum, sem bændur vilja selja og vörum, sem þeir þyrftu að kaupa frá útlöndum. Pantanirnar mundi formaður svo senda til skrif- stofu einokunarverslunarinnar í Khöfn, sem hefði einkarjett á að af- greiða þær fyrir reikning kaupfje- lagsins, kaupa fyrir lægst verð og sclja fyrir hæst verð. Fyrir þennan starfa reiknaði svo einokunarverslun- in sjer ómakslaun, þ. e. venjuleg um- boðslaun. Vörurnar yrðu svo fluttar til Grænlands og frá Grænlandi á skipum einokunarverslunarinnar, og greiddi pöntunarfjelagið flutnings- kostnaðinn. Inn í fjörðinn, þar sem nýlendan stæði, yrði t. d. siglt tvis- var á ári fyrst í stað, en svo mætti breyta til. Nýlendan hefði stöðugt póstsamband við umheiminn með skipum námufjelaganna. Þegar vör urnar kæmu, skiftu landnámsmenn þeim þegar á milli sín og flyttu þær heim til sín. Þá yrði og innlenda var- an tekin á skipsfjöl um leið. Á þeim stað þar sem höfnin væri, þyrfti rauðsynlega að gera dálítið byrgi fyrir vörur. Yrði það fyrst í stað bæði kirkja og fundarhús. Öll vöru- skifti milli landnámsmanna og Skræl- ingja ættu að vera stranglega bönn- uð 0g sömuleiðis allar samgöngur milli landnámsmanna og þeirra Skrælingja, sem reka sjálfstæða at- vinnu. Þar sem öll verslun landnáms- manna fer í gegum lófa einokunar- versluriarinnar i Khöfn, og þar sem á Grænlandi eru nýlendustjórar með mörgum undirkaupmönnum, prest- ar og undirprestar á hverju strái og Skrælingjar, sem vonlegt er, ærið lausmálgir, væri næsta auðvelt að sjá um, að því banni yrði hlýtt. Kál- meti, smjör o. fl. sem landnámsmenn kynnu að vilja selja á Grænlandi, ættu þeir ekki að mega selja nema irieð milligöngu nýlendustjóranna, en auðvitað gæti ekki komið til greina, að þeir tækju verulegt endurgjald fyrir það starf. Einokunarverslunin stendur betur að vígi með að fá gott verð fyrir af- urðir Grænlands á markaðinum en margir seljendur sem bjóða vörur sínar hver í kapp við annan, og verð- ur það gróði landnámsmanna. En þar sem gæði og tilbúningur vörunnar ræður miklu um það, hve hátt verð bægt er að fá, þá er nauðsynlegt fyr- ir landnámsmenn að beina alvarlegri athygli að hinni iðnfræðislegu hlið málsins, reikna út hvaða tilbúning- u.r á laxi, heilafiski, mjólk o. s. frv. borgar sig best, og láta helst Dam standa fyrir þeira hlið framleiðslunn- ar, því þeir eru öllum þjóðum fremri á því sviði. Líklegt er, að menn yrðu að gera sjer reykingarskála í fjelagi og dálítinn niðursuðuskála. Á Græn- Iandi eru nóg efni til að reykja við. Af þessum vörum þarf ekki að greiða toll, þegar þær koma frá Grænlandi t)l Danmerkur. Kaupfjelag land- námsmanna gæti verið einokunar- versluninni hjálplegt á ýmsar lundir t. d. útvegað henni tilboð, gefið henni raunverulegar upplýsingar um á- rangur af ýmsum atvinnurekstri landnámsmanna o. s. frv. Fullkom- in undanþága frá einokuninni héfur námufjelögunum á Grænlandi verið gefin. Það væri þvi meira en ó- skiljanlegt, ef íslenskum landnáms- mönnum yrði ekki veitt jafn lítils háttar breyting á fyrirkomulagi sinn- ar verslunar innan vjebanda einok- unarverslunarinnar, því þessi undan- þága skerðir ekki að neinu leyti gang eða fyrirkomulag verslunarinnar í Skrælingjaþorpunum. Ef það yrði álit manna að reisa bæri að nýju hina fornu nýlendu á Grænlandi, þyrftu þeir, er gengjust fyrir því, að gera almenningi tilboð um að flytja þangað með einhverjum ákveðnum kjörum. En áður slíkt yrði gert, þyrfti að gera áætlun og yfirlit yfir kostnaðinn við stofnun nýlend- unnar og áætlun um framkvæmd verksins. Miklu skiftir, að þessi á- ætlun sje sem nákvæmust, og að í henni sje gert ráð fyrir sem flestu þvl, sem taka verður tillit til. En þessi áætlun verður þó aldrei gerð svo nákvæm eða haganleg, að ekki verði nauðsynlegt, að gefa/ þeim að meira eða minna fríar hendur, sem framkvæma verkið. Sem undirbúning þarf að senda menn til Grænlands (Eystribygðar) til þess að sjá með eigin augum náttúruskilyrði landsins, svo að þeir geti tekið á sig siðferð- islega ábyrgð á því, að fólki er boðið að flytja þangað. í öðru lagi eiga þelr að velja þann stað sem best, er fall- inn til að stofna fyrstu nýlenduna á, og í þriðja lagi að gera umrædda áætlun um kostnað og verklega framkvæmd landnámsins í samráðí við sjerfróða menn, hvað landnáms- menn eigi að hafa með sjer, og hve nær það eigi að flytjast til Græn- lands o. s. frv. Þeir menn, sem send- ir yrðu til Grænlands, yrðu að bera góða grein á íslenskt atvinnulíf og á atvinnurekstur yfir höfuð. Ákvörð- un hinna einstöku bæja mundi koma af sjálfu sjer, þvi menn mundu reisa hæina á hinum fornu túnum, sem enn eru vallgróin, rudd og í rækt. Avinningur væri að því, að byggja á binum fornu rústum og nota grjótið í nýjar byggingar, en æskilegast væri að láta þær standa sem áminningar- orð til komandi kynslóða, og ennfrem- ur vegna þess, að margt' um líf og eyðing frænda vorra á Grænlandi verður ekki sagt ákveðið, nema ef sannanir fást í rústunum. Segja svo fornfróðir menn, að svo mikið forn- leifa sje á Grænlandi, að rannsókn- ir þeirra megi heita að eins í byrjun enn. Menn hafa og valið sjer hin bestu bæjastæði til forna, þar sem voru góð túnstæði, engjar, skógur, útbeit á vetrum, laxá eða góð lend- ing við fjörðinn og hægt til aðflutn- inga og útræðis o. s. frv., svo val manna þá og nú mundi mjög falla saman. Til þess gerlegt sje að stofna ný- lendu á Grænlandi þarf tiltekinn fjöldi manna að æskja þess að flytja þangað, því margt er það í atvinnu- rekstrinum, sem ekki verður leyst af hendi nema margir hjálpist að, t. d smölun afrjetta. Þeir, sem fara að líta á landkosti á Grænlandi, verða að tiltaka, með hve fáum mönnum í fæsta lagi gerlegt sje að stofna ný- lendu. — Svo konur og börn þurfi ekki að liggja úti í tjöldum á Græn- landi fyrsta sumarið, eins og í forn- öld, og ef til vill búa í illa þornuð- nm húsum fyrsta veturinn,, er ráðlegt a5 gera bæjarhúsin sumarið áður en innflutningurinn á að gerast. Þá geta bæjarhúsin verið orðin þur og tilbú- in. Bæina er rjettast að gera úr torfi og þilja þá innan. Þau bæjarhús eru fljótgerð gerð og geta orðið í alla staði sæmileg, einkum inn til dala á Grænlandi, þar sem ekki eru miklar úrkomur. Síðan gætu menn gert sjer steinhús, þegar efnin eru orðin meiri. Rauði sandsteinninn á Grænlandi er ágætt byggingarefni, og var bygt úr honum óklofnum til forna. Til að gera bæina þyrfti að senda nokkra menn með hesta og nauðsynlegan út- búnað til Grænlands ^umarið áður en flytja skal þangað. Best væri, að þetta væru sömu mennirnir, sem ætluðu sjer að flytja til Grænlands, því að þá yrði sem best og hagan- legast unnið. Til þess, að koma sem mestu verki af, mundu þeir taka skrælingja sjer til hjálpar við torf- verkið. Veturinn eftir mundu þeir sitja á Grænlandi og stunda þar fisk- veiði og aðra veiði, er veður leyfði, en annars verja tímanum til að þilja bæina innan og gera sjer verkfæri til sumarsins. Trjávið og annað er- lent efni í bæina yrði að flytja inn samtímis byggingamönnunum, en það sama sumar ætti einnig að flytja mn sem mest, helst allan útbúnað, sem landnámsmenn þurfa til sjávarútvegs og landbúnaðar. Skekkjur og vanian- ir má þá bæta sjer með því að senda pantanir að haustinu, og landnáms- menn geta þá byrjað á útgerðþegarað haustinu, er ekki verður unnið leng- ur að húsagerð. Næsta vor verða svo konur og börn flutt vestur yfir sundið og sömuleiðis búsáhöld og bú- fje, kýr sauðfje og hestar. Miklu skiftir, að þessi peningur sje vænn og á besta aldri, og að skepnurnar sjeu fluttar yfir að vori en ekki hausti; svo þær hafi kynst landinu og náð sjer eftir sjóvolkið áður vetr- rr. Það er að eins fyrsta landnámið, sem mundi valda svo miklum erfið- leikum. Þeir, sem flytja inn síðar kaupa sjer innlendan fjenað, o. s. frv., og hafa aðsetur sitt á þeim bæj- um sem þegar eru bygðir, uns þeir hafa bygt upp á öðrum jörðum. Fyrst, þegar konur og börn, bú- fjeð o. s. frv. er komið yfir, byrjar atvinnulífið í eiginlegri merkingu. Landnámsmennirnir stunda bæði land- búnað og sjávarútVeg í fyrstu, því vegna erfiðleikanna á flutningi og ef til vill efnaskorti verður bústofn inn lítill í fyrstu. Þegar fram líða stundir eykst vinnuskiftingin í græn- lenska þjóðfjelaginu. Sjávarútvegur- inn og landbúnaðurinn verða tveir sjerskildir atvinnnuvegir og iðnaður og verslun dafna og magnast. En fyrst í stað sinna sömu mennirnir ýmsum bjargráðum. Þakkaravarp. Hjer með vottum við okkar inni- legasta þakklæti öllum þeim mörgu, bæði nær og fjær, sem auðsýndu okk- ur hluttekningu í sorg okkar, við langa og stranga legu og fráfall okkar ástkæru dóttur og systur, Maríu Kristínar Þorbjörnsdóttur frá Hvammi i Ölvesi, er andaðist í Reykjavík 4. janúar 1919. Það yrði oflangt, að telja upp allra þeirra nöfn, sem okkur hafa rjett hjálparhönd, bæði í orði og verki, en þó getuni við ekki látið hjá líða, að minnast þeirra góðu hjóna, Runólfs Sigurjónssonar og Guðrúnar dóttur ckkar, sem af mestu alúð og um- byggjusemi stunduðu hina látnu alla Iianaleguna og gáfu okkur að lokum slórgjöf. Eins getum við ekki látið hjá líða, að minnast hins góða læknis Konráðs R. Konráðssonar, sem gerði alt sitt ítrasta til að hjálpa henni og ljetta henni byrðina, og þreyttist aldrei að vitja hennar þennan langa tíma. Ennfremur viljum við minnast okkar heiðruðu sveitunga, sem með almennum samskotum gáfu okkur stórgjafir. Og svo allra þeirra mörgu, er bæði með heimsóknum og gjöfum glödddu þá látnu, þar sem hún dvaldi. Öllum þessum velgerðamönnum okk- ar biðjum við algóðan guð að launa af ríkdómi sinnar náðar, og með þeim launum, er hann sjer að þeim er hent- ast. Hvammi í Ölvesi, 1. febr. I91*?- Kristín Gísladóttir. Þorbj. Jónsson. 61. Ingibjörg Þorbjörnsdóttir. Fjelagsprentsmiðjan

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.