Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 26.03.1919, Qupperneq 3

Lögrétta - 26.03.1919, Qupperneq 3
LÖGRJETTA Takid eftir! Þjer, sem eigiS frímerki, mikiö gömul — frá 1873—1908, getiö feng- iö þau seld meö góðu verði. Listhaf- endur snúi sjer til undirritaðs póst- leiöis, sem annast sölu og skilar and- virði þeirra; best að slá sjer saman um sendingu þeirra.. Áreiðanleg skil- vísi! Borás þann 12. jan. 1919. Fristadsvág 49. S v e r i g e. Jón Vigfússon. En svona verður það. Mennirnir berjast blóðugri baráttu annað veifið, og þess á milli tengjast þeir fjelagsböndum friðarins. Og þann- ig hefur það verið. Ýmist logar alt í blossandi ófriðareldi eða „bætt er fyrir brotin öll, með bræðraþeli hlýju“. Friður og ófriður, gæði og grimd eiga í sífeldri baráttu. Og það er víst dálitlum efa háð, hvort sú baráttan verður jafngömul ei- lífðinni eða ekki. En vjer trúum hinu, að kærleikur og bróðurþel beri sigurskjöldinn af hólmi, setj- ist í hásætið. Og þá verður lífið yndislega fagnaðarríkt. Já, vjer trúum þessu. En vjer vitum það ekki. Og þess verður víst langt að bíða, að allur heimurinn verði góð- ur og svo auðugur af kærleika, að engar deilur kvikni. En nú er í vændum friðartímabil, og þess vegna vitum vjer að „Enn kemur öld ofstopans sigrandi völd Mammons og Móloks hins óða.“ pótt ísland bæri gæfu til þess, að sökkva ekki djúpt í ófriðarhaf- ið, þá hafa þó öldur þess borist um alt þjóðlíf vort. Og áhrifin eru stór- alvarleg. pau munu leiða af sjer allskonar umbrot og byltingar á atvinnurekstri ýmislconar og móta sig á mörgu öðru. Út í það skal ekki farið, enda á fárra færi að spá um óliðin atvik. En i þessu sam- bandi hljótum vjer að minnast þeirra afleiðinga, sem allir þckkja. Dýrtíðin hefur komið við á liverj- um bæ. Hún hefur öllum ógnað. Hún hefur stækkað með jöfnum vexti. Hún hefur drotnað á öllu viðskiftasvæðinu, og allir orðið að lúta valdi hennar. Dýrtíðin hefur náð kverkataki á mörgum fyrir- huguðum framkvæmdum, og lam- að stórkostlega atvinnuvegina. Vita allir hvílíkan hnekki landbúnaður og sjávarútvegur hafa beðið á þess- um árum. Og aðrar atvinnugreinir hafa verið örðugleikum ofurseld- ar. Öllu þessu þarf að kippa í lag aftur. Ljetta dýrtíðarbyrðina sem fyrst. J>að er þjóðnytjaverkið, sem fyrir höndum er. Og það má ekki biða. Dýrtíðarstakkurinn er svo þröngur enn,að hann stendur þjóð- inni á beini, svo hún getur lítið hreyft sig. — pá verður manni að minnast þess, að ekki allfáir frjóknappar á íslenska þjóðarmeiðinum hafa eyðilagst með öllu, í ófriðnum. Nokkrir íslendingar hafa fallið og farist. Vjer vitum að þeir hefðu unnið mar'gt gott, auðvitað mis- munandi mikið. En allir eitthvað. Tjónið er mikið og margvíslegt. Og það er ekki enn þá lýðum ljóst, nema að litlu leyti. Sjálfsagt verð- ur einhver til að telja það í krón- um, þegar stundir líða. En hætt er við, að það verði „slumpareikning- ur“. — Líklega kemur það upp úr kaf- inu einn góðan veðurdag, að ófrið- urinn hafi flutt eitthvað gott með sjer. Friðarsamningarnir sýna á sinum tíma, liverju sáð hefur verið. Og ávextirnir verða eftir því. En hitt sjáum vjer, að hervald, hnefa- rjettur, metnaðarlöngun og drotn- unargirni hafa fengið blóðuga löðr- unga. Telja má víst, að skoðanir þjóðanna breytist mikið, og vjer vonum til hins betra. pað er al- kunna að stormarnir, í hverri mynd sem þeir starfa, vinna eitt- hvað mikið og máttugt. það, sem er feyskið og fúið, bognar og brotn- ar. Hræsnin og hjegóminn haldast ekki við. Alt, sem er veikt og ves- aldarlegt, fellur eins og visið lauf til jarðar. J>að eru aðeins rætur þess holla og heilbrigða, sem standast átökin. próttleysið hníg- ur en þrótturinn hfir og verður sterkari við storm áreynslunnar. Jeg vil hugsa mjer, að nú komi ó- friðarþjóðirnar lireinni og liugs- anafegurri, betri og fullkomnari andlega úr þessum ægilega heljar- stormi. Og verði sú raunin á, er heimurinn á framfaraleið, þó „blóðug og mörg sjeu sporin.“ Og þá megum vjer betur una. Margeir Jónsson. Stríðslokin. Síðustu frjettir. Khafnarírjett frá 19. þ. m. segir, aö ráögert sje, að bandamenn geti lagt friðarskilmála sína fyrir Þjóð- verja 29. þ. m. — Annars fer því íjarri, að frjettir siðustu daga sjeu friðvænlegar. Ungverjaland er nú alt komið undir Bolsjevíkastjórn og i samband við Lenin. Stjórn þess neit- aði að verða við kröfum bandamanna um landa-afsal til Rúmeníu, og sagði þá ein fregnin, að þeir ætluðu að leggja Ungverjaland undir sig. Karo- lyi greifi, sem þar hefur verið for- gangsmaðurinn í stofnun hins nýja lýðveldis, sagði þá af sjer og fjekk völdin í hendur forsprökkum öreiga- lýðsins, en þeir leituðu þegar sam- bands við rússnesku Bolsjevíkastjórn- ina, og sömdu sig í öllu að hennar háttum. Varnarbandalag á að vera milli Ungverjalands og Rússlands og Lenin hefur sent her áleiðis til Ung- verjalands til þess að styrkja það í vörninni gegn bandamönnum. Khafn- arfregn frá 24. þ. m. segir, eftir heim- ildum frá Berlin, að Bolsjevikastjórn- in í Budapest hafi svift setulið banda- rnanna þar vopnum og beint loft- skeytasamband sje komið á milli Budapest og Moskvu. Sama Khafn- ^ arfrjett segir, að talað sje um, aö Þýskaland muni fara að dæmi Ung- verjalands og gera samband við Len- in. En líkl. er þó hugsunin sú, að því að eins geti svo farið, að Þjóðverjar sjái sjer ekki fært að ganga að þeim friðarskilyrðum, sem þeim verða sett. 1 Egiítalandi hafa verið óeirðir, og krefst flokkur sá, sem þeim heldur uppi, 'fullveldis fyrir landsins hönd. Hefur Allenby hershöfðingi nú ver- ið gerður þar alræðismaður. Á friðaþinginu hefur verið kur í ítölum og þeir hótað að ganga burtu þaðan, ef þeir fái' ekki Fiumeborg. Þýska stjórnarfyrirkomulagið og fyrsti þýski ríkisforsetinn. Fyrsta verk þjóðþingsins í Weimar var, að sernja bráðabirgðagrundvall- arlög. Frumvarp til þeirra var lagt fram af Preuss innanríkisráðherra 8. febrúar, og 10. febrúar voru þessi bráðabirgðagrundvallarlög samþykt. Þau eru örstutt, í 9. greinum, og er aðalefnið þetta: 1. Verkefni þjóð- þingsins er, að semja og samþykkja grundvallarlög, er gilda skulu fram- vegis fyrir þýska lýðveldið, og einnig önnur nauðsynleg lög. 2. Grundvall- arlaga frumvarp það, sem stjórnin leggur fyrir þjóðþingið, skal hafa náð samþykki nefndar, sem mynda skal af fulltrúum frá hverju einstöku riki innan sambandsins, og skal hvert þeirra hafa minst eitt atkvæði, en hin stærri ríki skulu hafa eitt atkv. fyrir hverja miljón íbúa. Forsæti í nefnd- inni skal einhver af ráðherrunum hafa. 3. og 5. gr. fjalla að eins um formsatriði. í 4. gr. er ákveðið, að ekki ntegi breyta landamærum hinna einstöku ríkja nema með þeirra sam- þykki. Náist ekki samkomulag um grundvallarlögin milli þjóðþingsins og í'ikisnefndarinnar, getur ríkisfor- setinn skotið málinu undir almenna atkvæðagreiðslu. f 6. gr. er ákveðið, að æðsta framkvæmdarvaldið skuli falið forseta, er komi frani í alþjóða- málum fyrir ríkisins hönd. Til þess að byrja stríð og semja frið, þurfi þó rikislög, og til þess að samningat við önnur ríki sjeu gildir, jtarf sant- þykki þjóðþings og ríkisnefndar. 7. gr. ákveður, að þjóðþingið skuli velja úkisforsetann og sje hann rjettkjör- mn, ef hann nái meiri hluta atkvæöa 8. gr. ákveður, að ríkisforsetinn út- nefni ráðaneyti, er hafi í höndum yfir- sljórn embættismanna ríkisins og hersins. Til þess- aö fyrirskipanir frá rikiforsetanum öðlist gildi, þarf ein- hver ráðherranna að undirskrifa þær með honum. Ráðherrarnir svara til abyrgðar fyrir þjóðþinginu. Það var talið nauðsynlegt, að þing- ræðisstjórn yrði komin á í Þýska- landi áður en umræður tækjust um framlenging vopnahljesskilmálanna 17. febrúar, en þær umræður áttu að byrja þann 12. Grundvallarlagafrum- varp það, sem Preuss ráðherra hafði áður samið, fjekk ekki fylgi. Úrslita- ákvæðum um afstöðu hinna einstöku ríkja gegn alríkinu er með bráða- birgðagrundvallarlögunum skotið á frest, en þau eru svo úr garði gerð, að samkvæmt þeim má gera út um grundvallaratriði friðarsamninganna á fullnægjandi hátt, og það er þetta,_ sem að hefur verið stefnt. Ríkisnefnd- in, sem stofnað er til, með bráða- birgðagrundvallarlögunum, kemur í stað sambandsráðsins áður. Þar á i- baldið að koma fram, til varnar rjett- indum hinna gömlu sjerrikja. Prúss- land hefur 19 atkvæði í nefndinni. Daginn eftir að bráðabirgðagrund- vallarlögin voru samþykt, eða 11. febr., fór ríkisforsetakosningin fram í þjóðþinginu, og var Ebert kosinn með miklum atkv.mun (sjá siðasta tbl.). Sama dag myndaði S.cheide- mann fyrstaþingræðisráðaneyti þýska lýðveldisins. Fr. Ebert forseti, sem tekið hefur við æðstu völdum i Þýskalandi eftir Vilhjálm keisara, er söðlasmiður, sem rekið hefur handiðn sína með mikl- um dugnaði, en jafnframt starfað að stjórnmálum i þarfir verkmanna- tlokksins þýska og unnið þar smátt og smátt meira og meira álit. Hann er 48 ára gamall. Starf hans að fiokksmálum sósíalista hófst i Bre- men fyrir rúmum 20 árum. 1905 var hann kosinn inn í flokksstjórn þeirra cg 1912 varö hann fyrst þingmaður, Sama ár dó Bebel, og Ebert var þá kosinn formaður sósíalistaflokksins. Sú staða hefur oft verið mjög erfið og ábyrgðarmikil nú á ófriðarárun- um, og flokkurinn var, eins og kunn- ugt er, klofinn. Erfiðust viðfangs hef- ur verið nú að siðustu hreyfing sú, sem Karl Liebknecht vakti. Ebert var mjög ófús á, að taka á henni með hörku. Það er kallað svo, að afstaða hans í þýsku stjórnarbyltingunni hafi verið lík afstöðu Kerenskýs í þeirri rússnesku, en þeir tveir eru mjög ólík- ir menn. Ebert er rólegur maður og athugull, fastur fyrir og gætinn. í eðli sínu er hatm alls enginn byltinga- maður. Þegar fyrstu óeirðirnar hóf- ust i Kiel 9. nóvember í haust, stóð þeim Ebert og Scheidemann jafnvel stuggur af hreyfingunni. Þeir reru þar ekkert undir. En þeir tóku öllu með ró. Byltingin var byrjuð og varð ekki stöðvuð. Þá tóku þeir stjórnina i sinar hendur. Og nær allir valda- menn hins eldri tíma bygðu nú vonir sinar á þeim, því þeir vissu, að undir þeirra stjórn ntundi verða gætt hófs í umbyltingunum. Mótstöðu- mennirnir urðu klofningur úr þeirra eigin gamla flokki. Oft var þeim Ebert og Scheidemenn legið á hálsi fyrir það, að mótstaðan frá þeirra hálfu gegn Spartacus-hreyfingunni væri alt of væg. Þeir höfðu alla æfi barist gegn hermenskunni, og þeir tóku það mjög nærri sjer, að verða nú að gripa til þess, að beita her- valdi gegn fyrri skoðanabræðrum sinum. En hjá því varð ekki komist. Þeir hafa sigrað, að minsta kostl 5 bráðina, og eru nú helstu mennirnir í þeim flokki, sem leiða á þýsku þjóð- ina inn í það nýja tímabil, sem fram- undan er. Hjer fer á eftir stuttur útdráttur úr viðtali, sem útsendari stjórnar- blaðsins danska, ,,Politiken“, átti við Ebert forseta skömmu eftir að kosn- ingin hafði farið fram. Ebert kvaðst ætla, að festa sú, sem nú væri komin á stjórnarfyrirkomulag Þýskalands, mundi verða til þess, að gera Þjóð- verjum hægra fyrir i friðarsamning- unum. En hann sagði, að útlitið væri svart i fjárhagsmálunum og með mat- vælaaðdrættina. Þótti bandamenn þar óþægilega harðir í kröfum. Hann sagöi, að Þýskaland yrði framvegis, eins og áður, bandariki, en alríkis- valdið eða heildareiningin yrði sterk- ara en áður og kæmi það einkum fram í samgöngumálum, verslunarmálum og hermálum. Núverandi her og floti yrðu algerlega rofnir, en nýr her myndaður með almennri varnar- skyldu, í lýðstjónaranda, og með svo stuttum herskyldutíma, sem framast mætti verða, og yrði hernum að sjálf- sögðu eingöngu ætlað það hlutverk, að annast landvarnir. Ekki sagði hann, að hægt væri að segja, að þýsku stjórnarbyltingunni væri nú lokið, en öllum lýðstjómarkröfum byltingarinnar væri nú fullnægt. — En ekki öllum sósíalistakröfunum? spurði blaðamaðurinn. — Ebert sagði, að þeir þrír flokkar, sem stjórnin styddist nú við, mundu í náh- ustu framtíð birta i fjelagi verkamála- stefnuskrá með mjög svo þýðing- armiklum kröfum. M. a. yrðu ýmsar iöngreinar, sem ríkið hefði haft af- skifti af á stríðsárunum, nú lagðar undir ríkið. En hugsunin væri ekki, að láta rikið nú þegar taka alla starf- semi í sínar hendur, þótt það væri takmarkið, að svo gæti einhverntíma orðið. — En hvað er þá orðið úr bylt- ingunni? spurði blaðamaðurinn. Það, svaraði Ebert, að lýðstjórn er komin á í landinu með öllu því, sem henni fylgir. Alt stjórnmálavald, bæði í ríkinu í heild sinni og í hinum ein- stöku ríkjum, er nú komið í hendur þjóðarinnar. Hermanna- og verk- manna-ráðin hafa nú lokið sínu ætl- unarverki. Löggjafarvaldið og fram- kvæmdavaldið er nú komið í hendur þings og stjórnar. Verkmannaráðin geta reyndar enn átt nokkurn til- verurjett, er herinannaráðin engan, þegar her og floti hverfa úr sögunni. í hinum nýja her eiga þó að vera til svonefnd eftirlitsráð er hermennirnir w mynda og eiga að hafa nokkur völd. En herforingjarnir verða skipaðir en ekki kosnir. í hinum einstöku ríkjum, svo sem Brunsvig, þar sem gerbylt- ingaflokkurinn hefur orðið ofan á, og tekið stjórnartaumana, er því svo varið, að minnihlutinn hefur með of- beldi hrifsað til sín völdin. En meiri- hlutinn er okkar megin. Þessa minni- hluta harðstjórn getum við ekki þol- að áfram, sagði forsetinn, og játaði, að útáf því ástandi hlytu að verða ó- eírðir í landinu áfram. Hann sagði, að Spartacus-mennirnir mundu efna lil uppreisna enn þá hjer og þar, en kvaðst treysta fast á skynsemi þýskra verkmanna og skilning þeirra á því, að verkmannamálin ættu að ganga þroskans leið til fullkomnunar. Hann vildi ekkert gera úr því, að lýðveld- inu væri nokkur hætta búin frá þeim mönnum, sem vildu endurreisa þýska keisaradæmið, þótt blaðamaðurinn minti á, að einn þingflokkurinn hefði þetta á stefnuskrá sinni, og að Hein- rich prins, bróðir Wilhjálms keisara, hefði þá nýlega opinberlega haldið þvi fram x Hamborg, að Hohenzoll- ern-ættin ætti aftur að taka við völd- um. Ebert sagði, að hinn unxræddi þingflokkur, þýski þjóðlegi flokkur- inn, væri fámennur hópur, sem engu gæti til Ieiðar komið, myndaður úr tveimur gömlum íhaldsflokkum. En út af ummælum Heinrichs prins sagði hann, að Wilhjálmur keisari hefði löglega og skjallega afsalað sjer keis- aradómi. Afsalsskjal hans væri í sín- um vörslum. — Blaðamaðurinn spurði þá, hvort forsetinn teldi það hættu- laust, að Vilhjálmur keisari settist aftur að í Þýskalandi. — Hann er þýskur ríkisborgari áfram, svaraði Ebei-t, og við getum ekki hindrað það, að hann setjist að í landinu. Þó mundi geta orðið nauðsynlegt, að setja við því einhverjar varúðarregl- ur. Ebert kvaðst búast við að verða í ríkisforsetaembættinu nálægt árs- fjórðungi, þ. e. meðan þjóðþingið sæti, og þangað til ný grundvallar- lög væru komin í gildi. Hann sagði, að fyrirkomulag forsetavalds síns væri líkast því, sem ætti sjer stað í Bandaríkjunum. Ráðgert væri, að næsti forseti yrði valinn til 7 ára. Á suðurjótska málinu hafði forset- inn líkar skoðanir og danska stjóm- in og kvaðst ætla, að það mundi eng- um vandræðum valda. Hann sagðist vera kunnugur sósíalistaforingjunum dönsku, Stauning, Borgbjerg 0. fl., og það væri sjer áhugamál, að sem best vinátta yrði rnilli Danmerkur og Þýskalands. Nú væri það aðalmark og mið þýsku stjórnarinnar að bæta það, senx aflaga hefur farið á ófriðarárunum, 2 milj. manna hefðu fallið í stríðinu af Þjóðverjum. Flest heimili hefðu um sárt að binda. Sjálfur hefði hann mist í stríðinu 2 syni sína, Skólaupp- eldi barna hefði verið vanrækt á ó- friðarárunum, en nú yrði mikil á- hersla lögð á, að bæta úr því. Vona mætti, að þetta yi'ði síðasta stríðið. Fulltrúar Þjóðverja hefðu meðferðis á friöarfundinn uppá- 47 stungu um stofnun gerðardóms, er dæma skyldi öll deilumál ríkja í milli. Ef öll ríki fjellust á þá uppástungu, þá ætti ófriðarhættan að vera úr sög- unni. Þjóðasambandið. Eins og áður hefur verið frá skýrt, tókst Wilson forseta að fá samþykt á íriðarþinginu, áður en hann ski'app heim til Ameríku, frumvarp til al- þjóðalaga eða alþjóðasamnings um stofnun þjóðabandalags. Lagði hann mikla áherslu á, að fá þessu máli framgengt. Hann bar frumvarpið frarn, eftir langan undirbúning, 14. febrúar, en daginn eftir var það sam- þykt. Forsendur frumvarpsins eru fáorð yfirlýsing um tilgang þess. Þar segir, að til tryggingar heimsfriði og efl- ingar alþjóðasamvinnu lýsi þjóðir þær, sem fallist á frumvarpið, yfix því, að þær telji nauðsyn á stofnun þjóðasambands, er láti til sín taka samskifti þjóðanna innbyrðis og framkomu þeirra hverrar gegn ann- ari, svo að þær haldi i heiðri viður- kendu lögmáli alþjóðarjettarins, rjúfi eigi samninga hver á annari og grípi eigi til vopna, þótt upp komi efni til misklíðar. Þær lýsá og yfir, að frum- varp það, sem Wilson bar fram, skuli vei'a grundvallarlög þjóðasambands- ins. Með því að hjer er um mjög svo merkilegt og efnisrikt sjal að ræða, er frumvarpið tekið hjer upp i heilu lagi, og er það svohljóðandi: 1. Starfsemi sambandsaðilja fer fram á fundum, sem sóttir skulu af fulltrúum frá sambandsaðiljum, i framkvæmdaráði, sem oft á að koma saman, og á alþjóðaskrifstofu, sem sröðugt skal starfandi á höfuðsetri þjóðasambandsins. 2. Fulltrúafundirnir munu verða haldnir með ákveðnum millibilum, og svo þegar nauðsyn la-efur og einhver þau mál liggja fyrir, sem snerta starf- semi sambandsins. Fulltrúafundirnir munu koma saman á höfuðsetri sam- bandsins, eða á öðrum stað, er hent- ugur þykir. Koma þar sarnan fulltrú- ar þeirra þjóða, sem að samningun- um standa, og skal hver samnings- aðili hafa eitt atkvæði, og enginn þeirra má hafa þar fleiri fulltrúa en þrjá. 3. í framkvæmdaráðinu skulu eiga sæti fulltrúar frá Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku, Bretaveldi, Frakklandi, ítalíu og Japan, og svo fjórum ríkj- urn öðrum innan sambandsins. Full- trúafundirnir gefa bendingu um, hver þessi fjögur ríki skuli vera. Fram- kvæmdai'áðið kemur saman öðru hvoru, eftir þörfum, minst einu sinni á ári, til þess að ræða öll þau mál, sem snerta heimsfriðinn. Snerti þau niál, sem tekin eru á dagskrá fram- kvæmdaráðsins, hagsmuni einstakra ríkja, skal öllum þeim ríkjum boðið að hafa fulltrúa á fundinum, og skal samþykt framkvæmdaráðsins því að eins gild gagnvart hlutaðeigandi ríki, að þessa hafi verið gætt. 4. Málameðferð fulltrúafunda og framkvæmdaráðs, þar á meðal skip- anir nefnda til rannsókna sjerstakra mála, skal ákveðin á fulltrúafundi eða í framkvæmdaráði með atkvæða- greiðslu og ræður þar meiri hluti þeirra ríkja, sem fulltrúa eiga á fund- iuum. Fyrstu samkomur fulltrúafund- anna og framkvæmdaráðsins skulu kallaðar saman af forseta Bandaríkj- anna. 5. Fasta skrifstofu skal stofna, er starfi á höfuðsetri sambandsins. Starfskraftar skulu þar eftir þörfum og standa þeir undir yfirstjórn skrif- stofustjóra sambandsins, er fram- kvæmdaráðið velur. Starfsmennina velur skrifstofustjórinn en fram- kvæmdaráðið staðfestir valið. Skrif- stofustjórinn skal vera starfandi á ollum fulltrúafundum og á öll- um fundum framkvæmdaráðsins. Kostnað af skrifstofuhaldinu bera þau ríki, sem í sambandinu eru, í hlutfalli við útgjaldaniðurjöfnun skrifstofu alþjóðapóstsambandsins. 6. Fulltrúar samningsaðiljaog em- bættismenn sambandsins njóta for- rjettinda og friðhelgi, er þeir koma fram í sambandsins erindum, á sama hátt og sendiherrar, og hús þau, er notuð eru af sambandinu, embættis- mönnum þess eða fulltrúum, sem taka taka þátt í fundum þess, njóta sama rjettar. 7. Til upptöku þeirra ríkja i sam- bandið, sem hvorki hafa undirskrif- að samningana nje eru bókfærð í skrá yfir þau ríki, er bjóða skal inrt

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.