Lögrétta - 07.05.1919, Side 3
LÖGRJETTA
69
Gralv. bárujarn.
Frá ágætri brezkri verksmiðju hefi ég fengið nokkrar birgðir
af galv. bárujárni, verulega góð tegund, er seljast fyrir lágt
verð, meðan endast.
Þórður Flýgenring.
undum saman og flutti Franka inn í
land þeirra.
Þessir nýju Saxar voru því alt ann-
aS en gömlu Saxarnir, frændur Engla
og Jóta. Enda höföu mállýskurnar
beggja megin Egöu nú breytst mjög
niikið á hinum langa skilnaöartíma.
ÁSur gátu grannakynþættirnir hæg-
lega skilið hvor annan, nú, þegar
NorSurgermanar og SuSurgermanar
aftur mættust, voru málin mjög svo
ó)ik, og Jótar og Saxar (Holtsetar)
gátu ekki skiliö hvorir aðra. Allir
smákynþættir á jótska skaganum
höföu runniS saman, og meira aS
segja, höföu þeir runniö • saman viS
Dani (Eydani). Nú voru Jótar einn
danskur kynþáttur. Germönsku kyn-
þættirnir fyrir sunnan EgSu voru líka
aö renna saman í heildir. En sam-
nefnin þýska, þýskur, Þjóöverjar og
Þýskaland voru þá ekki upp komin,
komu ekki upp fyr en um IOOO. Er
oröiö þýska elst þeirra, og merkir
„alþýöumáliö" (í móts. viö latínu, rit-
máliö). ÞaS er því hin mesta fásinna
aö vilja halda fram, aö suöurjótska
(iafnvel jótskan öll) sje þýsk mál-
lýska. Og þaö er líka skakt aö kalla
hana vesturgermanska, þó aö enskan,
sem einu sinni var nágranni jótskunn-
ar, nú sje helst vesturgermönsk mai
lýska.
Nei, þaö er enginn efi á því, aö
um 800 hefur veriö töluö norræna
(austurnorræna mállýskan) á Suöur-
Jótlándi. Þetta sanna m. a. ristur þær,
sem hafa fundist á suöurjótskum
rúnasteinum. Skulu hjer settar hinar
lielstu : Wé-Ásfríörgerði kumbl þausi,
dóttir Óöinkárs, eft Sigtriugg konung
sun sínn aukGnúpu (Veöelspangstein-
inum II, um 950). — Þórlf(r) résöi
stén þannsi (þennan), hémþegi (hirö-
maöur) Swéns, eftir Eirík félaga sínn,
es warö döör, þá drengjar sátu um
Iléöabý; en hann was stýrimandr,
drengr haröa góör (Heiöabæjarstein-
inum 995—96). — Swénn konungr
satti stén öftir Skaröa sínn hémþega,
es was farinn westr, en nú warö döör
at Héöabý (Danavirkissteininum 995
—96). Er þetta alveg sama mál og
þaö, sem er á sjálenskum, skánskum,
upplenskum og öðrum austurnorræn-
um steinum. Og suöurjótska nútím-
ans er áreiöanlega dönsk (og norræn)
mállýska. Þau einstöku atriöi, sem
sumir hafa álitið þýsk einkenni, svo
sem forskeyttur greinir nafnoröa, og
annað, eru til komin af tilviljun.
I'ranskan hefur líka forskeyttan
greini, en er samt ekki þýska! Þvi
3 þá suSurjótskan (og vesturjótskanl
aö vera þýsk ? Enda er forskeytti
greinirinn e eöa æ alt annaS orö eu
þýski greinirinn, er sennilega sama
orðiö og forníslenskt enn, en, eð. Svo
kvað Karsten Thomsen sveitakrár-
maður í Fröslev (nálægt Flensborg) :
De er sá kö: nt, de er sá deile, nær
i den fö: st forársti: e himmel sæ
udbré: r sá vi:, o e sol sá klar i e
van sæ speiler o lys o værm strör te
vos á e jor hernér; ja de er kö:nt,
ja de er deile. (Þaö er svo fallegt,
þaö er svo inndælt, þegar um fyrsta
vortímann himininn víður þenst út
og sólin björt speglast í vatninu og
stráir ljósi og hita handa okkur yfir
jöröina; já þaö er fallegt, já þaö er
inndælt). Að nokkur maöur skuli þora
aö halda því fram, aö þetta sje eins-
konar þýska! Suðurjótskan er meira,
að segja sú jótska mállýska, sem
stendur ritmálinu danska næst.
En suðurjótskan nær nú ekki leng-
ur aö Danavirki. Hefur hún smarn-
saman hörfaö undan í syðstu sveitum
Suöurjótlands, Og lágþýskan komið
í staöinn. Hvarf hún úr Svansey á
17. öld, seinna úr svæðinu milli Dana-
virkis og vegarins milli Sljesvíkur og
bæjarins „í Húsum“. Fram aö 1800
var suðurjótskan ein um hituna suöur
aö þessum vegi og Sljesvík, og Öng-
ull var allur danskur þá. Hvernig
hefur það þá atvikast, að lágþýskan
hefur rutt sjer til rúms á öllum þess-
um skaga, i bænum Flensborg og
víðar, bæði á miöhluta Suöur-Jót-
lands og jafnvel í „Noröur-S!jesvík“ ?
Til þess aö gera þetta skiljanlegt, er
nauösynlegt aö gefa stutt yfirlit yfir
sögu Suður-Jótlands. (Frh.)
V er slunar skúr
minn hjá Kláffoss í Borgarfiröi fæst
tii kaups nú þegar ásamt fyrirliggj-
andi varningi.
Lysthafandi snúi sjer til undirrit-
aös eöa Þorst. Þorsteinssonar cand.
juris, Miöstræti 4 Reykjavík.
J. G. Eliesersson.
(frá Signýjarstööum).
Eftirmæli.
Bjarni ögmundsson,
áður bóndi á Arnarbæli í Grímsnesi,
andaðist í Miðengi 20. febrúar síöastl.
(1919) hjá börnum sínum er þar búa
Sigríði og Ögmundi. Hann var fædd-
ur á Litlu-Reykjum í Flóa 26. ágúst
1837, en fluttist þaðan meö fööur sin-
um 6 ára gamall aö Oddgeirshólum,
dvaldi svo. þar, uns hann byrjaði bú-
skap rúmlega tvitugur á Arnarbæli,
ög gekk að eiga Sigríöi Stefánsdótt-
ur, Ólafssonar prests frá Felli í Mýr-
dal, mestu myndar- og dugnaöarkonu,
sem dáin var áöur. Hún var þá ekkja
með 4 börnum i ómegö; áttu þau
saman 5 börn og eru þrjú af þeim
dáin. í Arnarbæli bjó Bjarni rausn-
arbúi í rúm 35 ár, ljet þá af búskap
í hendur stjúpsyni sinum Stefáni
Jónssyni, og dvaldi hjá honum uns
hann andaöist, þá flutti hann til dótt-
ur sinnar, sem þá var oröin ekkja í
Miðengi, og var þar svo til dauða-
dags.
Bjarni heitinn var góöur búhöldur,
vandvirkur og fyrirhyggjusamur,
ræktaöi og bætti ábúðarjörð sína, sem
var kirkjujörð, aö stórum mun. Ilann
reyndist stjúpbörnum sínum besti faö-
ir, fyrst sem seinast, og hjúum sín-
um umhyggjusamur húsbóndi, enaít
var hann, sem hann átti kyn til, eink-
ar vandaður maöur í hvívetna, var
því í afhaldi og metum hjá sveitung-
um sínum, og öllum sem kyntust hon-
um. Eftir að hreppsnefndir komust á,
átti hann þar sæti í fleiri ár, og kom
þar, eins og annarstaöar, fram meö
festu og ráðdeild. Sveitungar hans
og nánustu mun þvi lengi minnast
þessa mæta manns, eftir vel lokið
æfistarf. G. Þ.
Frjettir.
Tíðin. Seinni hluta síðastl. viku var
köld og vond veörátta um land alt.
Snjóveöur fyrir norðan, og stundum
einnig hjer sunnan lands. Á sunnud.
4. þ. m. skifti um til hins betra. Hafís
er hvergi viö land, svo aö nokkru
nemi.
Lifandi myndir frá íslandi. Frá
Khöfn er símaö: Svenska Biograf-
teatern hefur í hyggju aö fara leiö-
angur til íslands x sumar, og taka
lifandi myndir af Geysi, Heklu og
Vatnajökli.
Þýddar bækur. Sig. Nordal pró-
fessor hefur ritað þarflega aö mörgu
leyti og góða ritgerð í síðasta hefti
„Skírnis“ um þýðingar rita úr er-
lendum málum og sýnt fram á, hvert
menningarmeðal þaö gæti veriö fyrit
þjóð okkar, að eignast á íslensku ýrn-
islegt af því besta, sem fram hefur
komiö og fram kemur í bókmentum
heimsins. Leggur hann til, aö alþingi
veitti fje til þess að koma þessu í
framkvæmd og landsstjórnin veldi
mann til þess aö veita fyriidækinu
forstööu. í blöðunum hjer hafa þegai
komiö fram nokkur eindregin meö-
mæli með þessu, og Ársæll Árnason
bóksali hefur skýrt frá, að eitthvaö
þessu líkt hafi fyrir sjer vakaö um
útgáfu þýddra fræöibóka.og eigihann
nú þegar nokkrar þýðingar tilbúnar.
Ritstjóri Lögr. hafði og hugsaö sjer
fyrir nokkru, aö byi’ja á útgáfu rit-
safns, sem heföi aöaltitilinn: „tJvals-
rit heimsbókmentanna“. Var einkum
til þess hugsað, aö þar í birtust hinar
merkustu skáldsögur, sem fram hafa
kornið, og átti aö byrja á „Les Misér-
ables“ eftir V. Hugo. Fór Einar H.
Kvaran í því skyni aö þýöa þá sögu,
cg er þýöingin nú vel á veg komin,
En vegna þess, hve bókaútgáfa er
nú dýr, hefur ekki verið byrjaö á
fyrirtækinu.
Eftir aö þetta var skrifað, hefur
Lögr. fengið itarlega grein um þetta
mál frá einurn af merkústu menta-
mönnum þessa bæjar, og kemur hún
í næsta tbl.
Þjóðemisfjelagið, sem áöur hefur
verið um talaö hjer í blaðinu og stofn-
aö - er til samvínnu og stuðnings
Þjóðernisfjelagi Islendinga vestan
bafs, var aö fullu stofnaö á fundi i
lxúsi K. F. U. M. þriðjudagskvöldið
29. f. m. Þá voru lög samþykt og fje-
laginu gefið nafniö íslendingur. Ein-
ar H. Kvaran rithöfundur var kos-
inn forseti fjelagsins, en meö honum
stjórnar því 24 manna fulltrúaráð,
er kýs úr sínum hópi 2 menn í fram-
kvæmdastjórn meö forseta, og skal
annar þeirra stjórna skrifstofu fje-
lagsins, en á henni á aðalstarfið að
hvíla. Ekki er þó ráðgert, að hún geti
tekið til starfa fyr en að áliðnu sumri.
Kvefpest í sauðfje hefur gert all-
mikiö tjón i vor, hjer til og frá i
kring, og einnig er sagt, aö hún hafi
verið í Borgarfjarðarhjeraði, líklega
skyld inflúensuveikinni hjá/ fólkinu.
Þaö er sagt, aö skrokkar kindanna,
sem úr veikinni drepast, sjeu svart-
bláir.
Vegna póstferða er blað þetta
prentað á mánudegi, 5. þ. m., og er
því dagsetning á því ekki rjett.
Stríðslokin.
Síðustu frjettir.
Friðarmálafulltrúar Þjóöverja
kornu til Versala 1. þ. m. og segir
I undúnafregn frá þeim degi, að bú-
ist sje við, að friðarskilmálar veröi
undirskrifaðir innan þriggja vikna.
A fyrst að semja við Þjóðverja, þá
viö Austurríki og Ungverjaland, en
siðan viö Búlgaríu og Tyrkjaveldi.
Fiume-deilan virðist vera aö lagast
á þann hátt, aö höfnin þar veröi opin
höfn og óháð. Seinustu fregnir segja
þó frá skærum milli ítalskra og
franskra hersveita í Fiume.
Lundúnafregn frá 3. þ. m. segir aö
Ungverjar geti ekkert viönám veitt
nábúaþjóðunum, sem sækja að úr
þremur áttum, Czekkum, Serbum og
Rúmenum. Bela Kun, utanrikisráð-
herra stjórnarinnar í Buda Pest hef-
ur lýst yfir, aö hún gangi aö öllum
landvinningakröfum þessara þjóða,
er gerðar sjeu samkv. þjóðernisrjetti,
en áskilur í móti, að innanrikisstjórn
Ungverja veröi látin afskiftalaus og
hernaðar gegn þeim látinn niöur
falla.
Framhald er á sókn frá Finnlandi,
Eystrasalltslöndunum og Póllandi
gegn her Bolsjevíka, og segir Lun-
dúnafregTi frá 2. þ. m., aö Trotsky og
aðrir forkólfar Bolsjevika hafi hörf-
aö burt frá Petrograd af ótta viö
framsókn Finna.
Eftir alt taliö um rannsókn á upp-
tökum ófriöarins, viröist þetta hafa
orðið niðurstaöan á friðarþinginu;
að því er ráöið verður af síöustu
símfregnum: Bandaríkjamenn hafa
mótmælt því, að Vilhjálmi keisara
yröi stefnt fyrir aö hafa byrjaö ó-
friðinn, en þeir vilja láta ákæra hann
fyrir brot á hernaðarlögum. Mál hans
skal dæmast af 5 manna nefnd og
velja stórveldi bandamanna, England,
Frakkland, ítalía, Bandaríkin og
Japan hvert sinn mann í nefndina, þ.
e. annar málsaöilinn i heimsdeilu und-
anfarinna ára ætlar sjer aö dæma mál-
in sjálfur. Þetta er þá rjettarfariö,
sem framundan er í alþjóöaviöskift-
unum, eftir öll fallegu loforðin.
Verkmannamálin í Englandi.
Það þótti ýmsum nokkuð djarfl
teflt af Lloyd George, er hann gekk
til kosninga í árslokin síðustu, með-
an alt rnátti enn heita óafgert um
ófriðaidokin og miljónir enskra kjós-
enda voru enn bundnar viö vígstöðv-
arnar suður í Frakklandi. En sam-
vínnan milli hans og ihaldforingjans,
Bonar Law, gafst vel í kosningabar-
attunni, eins og áður hefur veriö frá
sagt. Þeir unnu stóran sigur. Fyrst
\ar það ætlunin, aö láta enska þingið
koma saman 21. janúar, en þaö dróst
til 4. febr., og þá var þó ekki annað
gert en þaö, að formaður var kos-
inn og eiður tekinn af hinum ný-
kosnu þingmönnum. Þingið kom fyrst
saman til starfa 11. febr. og þá las
konungur upp boðskap sinn til þess.
Af 707 kosnum fulltrúum eru 477
í samsteypuflokki stjórnarinnar, þeg-
ar ekki eru taldir írsku íhaldsmenn-
ix nir, eöa Ulstermennirnir, sem eru
24, og írsku heimastjórnannennirnir
7 og fleiri, sem ekki teljast til stjórn-
ar andstæð inga. St j órnarandstæð ing-
ar eru verkamannaflokkurinn, sem
liefur 64 þingsæti, og leifar gamla
frjálslynda flokksins, eöa Asquith-
fiokksins, 26 þingmenn. Sinn Fein-
flokkinn írska þarf ekki aö telja meö,
eins og stendur, en hann náði við
kosningarnar 72 þingsætum. I sam-
sieypuflokknum eru íhaldsmennirnir
gömlu í yfirgnæfandi meirihluta, hafa
338 þingsæti. — í konungsboöskapn-
um til þingsins, sem jafnframt er
skoðaður sém stefnuskrá stjórnarinn-
ar, kom ýmislegt fram, sem eftirtekt
vakti. Fyrst og fremst var þar auð-
vitaö talaö um stríðslokin og látiö í
veðri vaka, aö hugsast gæti, aö reynt
yröi frá Þýskalands hálfu aö hefja
óíriðinn aö nýju, en huggað meö því,
aö ef svo færi, heföu bandamenn sjeð
sjer fyrir opinni leiö meö her inn í
Þýskal., og svo væri líka þýska flot-
anum tvístraö. Þaö mætti því telja
tryggingu sama sem fengna fyrir því,
aö bardaganum milli hinnar þýsku
haröstjórnar og frelsishugsjóna Ev-
rópu væri lokið. Þá var minst á frið-
arþingið og sjerstaklega lögð áhersla
á, aö samlyndi og samvinna hefði ver-
iö þar í góðu lagi milli bandamanua.
Mon var látin í ljósi um, aö bráöa-
byrgðafriður gæti sem fyrst komist
á og gleði lýst yfir þvi, aö þjóöa-
sambandið mundi komast á laggir.
Þar næst var boðað, aö fram
kæmi lagafrumvarp um endurbæt-
ur á stjórnarfyrirkomulagi Indlands
og lýst hrygö yfir hinu rikjandi á-
standi á íidandi. Loks var vikið að
innanlandsmálunum og vakti einkum
sá kaflinn eftirtekt. Þar er talað urn,
að nú hljóti að, vera fyrir höndum
ýmsar eigi litlar breytingar á þjóö-
málafyrirkomulaginu. Fyrir stríðið
hafi menn ekki veriö á eitt sáttir um,
hvernig laga bæri það, sem í ólagi
var, og sundurlyndið hafi þá aukið
ólagið. En á ófriðartímunum heföu
allar stjettir þjóðfjelagsins unniösam-
an og kept aö einu marki. Þetta hefði
skapað hjá þjóðinni nýjan anda, og
í þeim anda skyldi nú unniö áfrarn.
Nú væri eftir aö ráöa bót á böli ó-
friðarins, og þaö ætti að gerast á
þann hátt, aö Bretland risi upp nýtt
og betra en þaö áður var. Það þyrfti
að útrýma hinni óverðskulduðu fá-
tækt með þvi, aö sjá mönnum fyrir
vinnu, og hefja á þann hátt hina al-
mennu velmegun á hærra stig. Aö
þessu yröi nú löggjöfin aö snúa sjer
meö sem mestum krafti.
Þetta var það, sem Lloyd George
hafði lagt mikla áherslu á i kosninga-
stíöinu. Hann ætlaöi aö skapa nýtt
England, þar sem allir ættu aðgang
að gæðum lifsins. Undir eins' eftir
kosningarnar kom þaö fram, að verk-
mannamálin rnundu veröa stjórninni
erfið. Á fundi í Southport 15. og 16.
janúar höföu námamenn gert þær
kröfur, aö laun þeirra yrðu hækkuö
um 30%, aö lögboðinn yröi 6 tíma
vinnudagur og, aö rikiö tæki aö sjer
rekstur námanna. Einnig höfðu járn-
brautastarfsmenn og verkamenn á
skipasmiðastöðvunum gert mikil og
ógnandi verkföll. Þessi mál urðu
aðalmálin í byi-jun þingsins. Verka-
mannaflokkurinn var nú oröinn aö-
alflokkurinn, er halda skyldi xippi
andstööu gegn stjórninni. Þótt hann
ætti ekki nema 64 fulltrúa í þinginu,
þá átti hann tiltölulega meiri ítök í
kjósendum. Þessir 64 verkamanna-
fulltrúar höföu aö baki sjer atkvæöi
2,237,176 kjósenda, en þeir 338 í-
kaldsmenn, sem í þinginu sátu, höföu
ekki fengið nema 3,483,000 atkv. alls.
Svo mikiö misrjetti á sjer enn stað
rnilli kjósenda í Engl. I byrjun þings-
ins kom fram nokkur metingur um
það, hvort formaöur verkamanna-
flokksins, Adamson, eða formaöur
írjálslynda flokksins, eftirmaöur As-
quiths, sir Donald Maclean, skyldi
teljast foringi stjórnarandstöðunnar.
Varö þaö Adamson, er þann veg
hlaut, og hjelt aöalræðuna frá stórn-
arandstæöinga hálfu, er svaraö var
konungsboöskapnum. í þeirri ræöu
sagði Adamson það meö mjög ber-
um orðum, og sneri máli sínu til for-
sætisráðherra, aö verkamenn ætluðu
Reikningur
yfir tekjur og gjðld sparisjóðs Hafnarfjarð
ar frá 1. janúar 1918 til 31 desbr. sama ár-
Tek jur:
1 Peningar í sjóði frá f. á. 20967.77
2. Endurborguð lán:
a. fasteignaveðlán 18855.00
b. sjálfskuldur- ábyrgðarlán 450.00
c. handveðslán 200.00
d. lán gegn annari tryggingu 205048.49 224553.49
Innlög i Spari- sjóðinn 82139.67
Vextir af innlögum lagðir við höfuð- stól 6727.32 88866 99
Tekið lán í íslandsbanka 8501.38
Vextir: a. af fasteignaveð- lánum 8429.99
b. af sjálfskuldar- ábyrgðnrlánum »» »*
c. at’ handveðslánum 19.65
d. af vixlum 3531.55
e. af hlulabrjeli í íslandsbanka 200.00
f. af inneign í Landsbankanum 311 75 12402 94
Ýrnsar tekjur 299.09
Kr. 355681.66
Gjöld:
1. Lánað út á reikningstímabilinu:
a. gegn fasteigna-
veði 13550.00
b. gegn sjálfskuldar-
ábyrgð „ „
c gegn handveði „ ,,
d. gegn annari
hyggingu 216088.49 229638 49
2. tltborgáð at innlögum sam-
lagsmanna 63987.10
3. Borgað reikningslán til ís-
lardsbanka 24519.40
4. Lagt á hlaupareikning i
Landsbankanum 12311.75
5. Kostnaður við sparisjóðinn 2198 00
6. Vextir af sparisjóðsinnlögum 6727.32
7. Til Islandsbanka vextir og
viðskiftagjald 1027.02
í sjóði 31. desbr. 1918 15272 58
Kr. 355681 66
Hafnarfirði hinn 31. desbr. 1918
Einar Þorgilsson. Guðm. Helgason.
Sigurgeir Gislason.
Jafnaðarreikningur,
Sparisjóðs Hafnarfjarðar 31. des. 1918.
A k t i va:
1. Skuldarbrjef fyrirlánum :
a fasteignaskulda-
brjef 140195.00
b. sjálfskuldar-
ábyrgðárbrjef „ „
c. handveðslána-
skuldabrjef 300.00
d. skuldabrjef fyrir
iánnm gegn ann-
ari tryggingu 45415.00 185910.00
2. Útislandandi vextir, áfallnir
við lok reikningsársins 52 33
3. Peninga- og skjalaskápur 263.00
4. Hlutabrjef í íslandsbanka 2000 00
5 lnneign i Landsbankanum 12311.75
6. í sjóði i lok reikningsársins 15272 58
Kr. 215809.66
Pa s siva:
Inneign 752 samlagsmanna Fyrirfram greiddir vextir, 182123 51
sem ekki áfalla fyr en ettir lok reikningsársins 4484.32
Reikningsánskuld til ís-
landsbanka 8501.38
Varasjóður 20700.54
Kr. 215809.96
Hafnarfirði hinn 3t. desbr. 1918
Einar Þorgilsson. Guðm. Helgason.
Sigurgeir Gíslason.
Reikninga þessa, bækur, verðbrjef og önn-
ur skjöl ásamt peningaforða sparisjóðs
Hafnarfjarðar, höfum við undirritaðir yfir-
farið og ekkert fundið athugavert.
Hafnarfirði 2. apvíl 1919.
Ögm. Sigurðsson. Böðvar Böðvarsson
aö keppa aö því, aö fá verulegar bæt-
ur á kjörum sínum, og aö þeir ætl-
uðu aö nota öll þau meðul, sem stjórn-
arskrá ríkisins Jxeimilaði, til þess að
I fá kröfum sínum framgengt. Hann
| sagði, aö vei'kamenn væru vongóðir
I um málstaö sinn, og kvaöst vona, að
ekki yröi reynt af stjórninni aö kæfa
þær vonir. Þeir ætluðu sjer ekki leng-
ur aö þola það, að meö þá væri far-
ið eins og hjól í vjelum vxð auðsotn-