Lögrétta


Lögrétta - 23.07.1919, Side 2

Lögrétta - 23.07.1919, Side 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, Verð kr. 7.50 árg. á Islandi. erlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júlí. og svo aS auki verSlauna þau rit rif- lega, sem best væru. Þó vjer sjeum ekki samdóma hin- um heiðraða höfundi um framkvæmd- ina, þá erum vjer alveg á sama máli og hann í því, að það er bráðnauð- synlegt, að fjölga íslenskum fræði- bókum, ef vjer íslendingar eigum ekki alveg að einangrast út úr veröld- inni. Á blómaöld fornrar íslenskrar menningar drógu Islendingar að sjer andlegt verðmæti úr þeim löndum, sem þá stóðu hæst i menningu og um- sköpuðu menningarforðann á sjer- stakan hátt, eftir eðli sínu. Eins ætt- um vjer að safna að oss frá öðrum löíndum allri þeirri þekkingu, sem getur orðið oss til gagns og góða, en reyna að forðast öll ill áhrif frá útlöndum og veita frá oss öllum þeim fúlukvíslum bókmentanna, er mestan skaða gera. Jafnframt megum vjer ekki gleyma vorum þjóðlega arfi, og vjer verðum betur en hingað til að rækta hinn fornislenska jarðveg, sem borið hefur þá ávexti sem oss eru til sóma, en vjer eigum að frjófga og lífga hann með nálægum og fjar- lægum lindum. Þetta fæst best með frjálsri samkepni fræðimanna og rit- höfunda, það er enginn einn maður svo fær á öllum svæðum, að hann geti alstaðar veitt þá forstöðu, sem að gagni verður. Khöfn 4. júní 1919. Þ. Th. Alþingi. 11. Fjárhagur landsins. Við 1. umr. fjárlaganna í n. d. gerði fjármálaráðherra grein fyrir fjárhag landsins og las upp efnahagsreikning þess í árslok 1917. Eignirnar voru þessar: Peningar í sjóði 31. des. 1917 kr. 1.675.933.60, ýmsir sjóðir 6.021.- 199.32, verðbrjef 1.585.300.00, jarð- eignir 2.120.773.00, hús og lóðir 4.146.300.00, vitar o. fl. 661.200.00 símakerfin 2.445.000.00, skip (gufu- skipin 3) 3.021.967.89, Innieign í landsversluninni 5.660.659.05, vara- sjóður landsverslunarinnar 1.073.. 381.92. Samtals kr. 28411714.78. — En skuld.ir: Lán úr ríkissjóði Dan- merkur frá 1908 (til sima) kr. 233.^ 333.31, lán hjá dönskum bönkum (1909) 1.075.000.00, lán hjá Statsan- stalten (1912) 212.499.98, lán hjá dönskum bönkum (1912) 333-333-33, lán hjá Stóra norræna ritsímafjel. (1913) 465.210.33, lán hjá Landsbank- anum (1916) 96.000.00, lán hjá Stóra norræna (1917) 496.323.33, lán hjá Handelsbanken (1917) 2.000.000.00, lán hjá dönskum bönkum (til lands- versl.) 6.000.000.00, lán hjá íslenskum botnvörpuskipaeigendum 2.782.533.35, S.amtals kr. 13.694.233.63. Eignir um. fram skuldir kr. 14.717.481.15, í árslok 1917 voru skuldlausar tignir kr. 14.717.481.15. Frá því verð- ur þó að draga tekjuhalla fjárhags- tímabilsins 1916—17, sem þá var ekki kominn í ljós, en varð rúml. 1 mil- jón, og ennfremur tekjuhalla á árinu 1918, sem ráðherra kvað mundu nema 2)4 miljón króna. Skuldlaus eign landsins í árslok 1918 ætti þá þannig að hafa verið fullra 11 miljóna króna virði. Nokkur tekjuaukafrv., sem stjórnin ber fram, áætlaði ráðheria að auka myndu tekjurnar um 7—8 hundruð þús. kr. (af hækkuðum toll- um, útflutningsgjöldum o. fl.). Yrði því af talsverðu að taka, til að mæta útgjöldum, sem önnur frv. myndu hafa í för -með sjer, svo sem t. d. launafrv. stjórnarinnar, og ætti jafn- vel töluvert að vera eftir upp í halla fyrri ára. Stjómarfrumvörp. Fjárlögin. Fjárlagafrv. 1920 — 21. Tekjurnar bæði árin eru áætlaðar 7.803,600 kr., en útgjöld 8,151,510 kr. Tekjuhalli 347,910 kr. Tekjurnar seg. ir stjórnin að örðugt sje að áætla nú, vegna þess að eigi sje hægt eins og að undanförnu, að miða við tekjur síðustu 5 ára, en þau ár hafa nú öll •verið ófriðarár. Tekjuáætlunin er því' að miklu leyti miðuð við næstu árin á undan styrjöldinni, en þó að sjálf- sögðu tekið tillit til breytinga síðustu ára á skattalöggjöfinni, og gert ráð fyrir, að tekjugreinar ‘ríkissjóðs frá næstliðnum árum haldist næsta fjár- hagstímabil. En stjórnin telur nauð- synlegt að endurskoða alla skatta- löggjöf landsins og koma i hana meira samræmi en nú er þar. Nýir útgjaldaliðir, stafandi af-full- veldinu, eru : 1. borfje konungs 50.000 kr. á ári; 2. Til væntanl. sendiherra í Khöfn 12.000 kr. í árslaun, 2.000 kr. í húsaleig:u, 2.000 kr. til risnu og 12.000 kr. til skrifstofuhalds, samt. 28.000 kr. 3. Til Danmerkur fyrir meðferð utanríkismála íslands 12.000 kr. á ári, og hefur stjórnin komið sjer saman um þetta gjald við Utan- likisstjórnina dönsku, að áskildu samþykki alþingis. 5000 kr. eru áætlaðar hvert ár, til undirbúnings landsspítalabyggingar, og gert ráð fyrir, að læknir og hus- gerðamaður fari utan til þess að kynna sjer sjúkrahúsabyggingar er- lendis. — Til brúar á Eyjafjarðará eru ætlaðar 105 þús. kr. f. á. og 65 þús. kr. s. á. Til brúar á Jökulsá á Sólheimasandi 125 þús. kr. f. á., og gert ráð fyrir að brúin verði smíðuð á verkstæði landsins og sett á ána sumarið 1920. Til dragferju á Þverá hjá Hemlu, 6 þús kr, s. á. Til nýrra síma lina 1. frá Egilsstöðum til Borg. arfjarðar 6 þús. kr. f. á., 2. frá Ak- ureyri til Grenivíkur 28.500 kr. f. á., 3. frá Borgarnesi til Hjarðarfells 102,400 kr. s. á. 4. frá Fáskrúðsfirði um Reyðarfjörð til Egilstaða 66.000 kr. s. á. Til nýrra vita (Svalvogsvita, Galtarvita, Gjögurvita, Kambnesvita, Strætishornsvita, Papeyjarvita og Stokksnessvita) 76.300 f. á. og 94.300 s. á., og eru dýrastir Gjögurviti og Stokksnesviti, 35.300 kr. hvor. Til strandferða eru áætlaðar 50 þús. kr. á ári, er stjórnin ráðstafar, en niður fellur 40 þús. kr. árl. styrkur til Eim- sk.fjel. íslands. — Stjórnin ætlast til að miljónarsjóðurinn, sem stofnaður er með sambandslögunum,beri ýmsan kostnað við Háskóla íslands, 0g fær. ir því nokkuð niður fjárveitingar til hans frá' því, sem áður hefur verið. Til viðgerðar á lóð Mentaskólans ætl- ar hún 4 þús. kr. Til Kvennaskólans í Rvík 12.000 kr. hv. á. Til barna- skóla 35 þt^^hv. á. Til farskóla 25 þús. kr. hv. á. Til að reisa barna- skóla utan kaupstaða 2p þús. kr. hv. á. Til að fullgera orðabók Sigf. Blön- dal 4 þús. kr. ‘hv. á. Til ísl. guðs- þjónustuhalds í Khöfn 1 þús. kr. hv. á. Stjórnarskráin, Stjórnarskráin. í aths. við frumvarp sitt til stjórnarskrár fyrir konungsríkið ísland, segir stjórnin m. a.: Með því að Ísland er nú viður- kent fullvaldá konungsríki, þá verð- ur að breyta stjórnarskipunarlögum landsins, svo að þau sjeu í fullu sam. ræmi við viðurkenda stöðu þess. Stjórnarskráin frá 5. janúar 1874 um hin „sjerstaklegu" málefni íslands var bygð á lögunum frá 2. janúar 1871 um hina stjórnarlegu stöðu ís- lansd í ríkinu, en þar er ísland talið hluti úr hinu danska ríki, og greind frá tiltekin mál, sem ísland stjórni sjálft, hin „sjerstaklegu málefni" landsins, en hinum málunum ræður danska ríkisvaldið. Þessi tvískifting rnálanna kemur ljóslega fram í stjórn- arskránni frá 1874, en hennar gætir að vísu minria i hinum síðari stjórn- skipunarlögum, frá 1903, og 1915. Nú er sjálfgefið, að gildistaka hinna dansk-íslensku sambandslaga, viður- kenning sú, er í þeim er fólgin frá Dana hálfu, og samningur sá milli íslands og Danmerkur, er þau lög staðfesta, hafa þáð í för með sjer, að ísland nú hlýtur að setja stjórnar- skipun, er ber það með sjer, að hún er gerð’ fyrir sjerstakt konungsríki og af fullveldi þess. Þær breytingar verður þá að gera á stjórnarskipun- inni, sem þurfa til þess að laga hana að þessu leyti. Svo verður og að gera þær breýtingar á stjórnarskipuninni, scm þarf vegna ákvæða í sjálfum sambandslögunum. En auk þeirra breytinga, sem gera -verður eftir famansögðu, hefur þ'ótt rjett "að nota tækifærið til að gera nokkrar aðrar breytingar. Verður gerð grein fyrir aðalbreytingunum í athugasemdunum um hinar einstöku greinir frumvarps- ins. Loks hefur þótt rjett að vikja við orðalagi á nokkrum stöðum í stjórn- skipunarlögum þeim, er nú gilda, og færa búning laganna til meira sam- ræmis. Auk hinna sjálfsögðu breytinga á stjórnarskránni, sem leiða af fullveld- ■ isviðurkenningunni, eru þetta hinar helstu breytingar, sem stjórnin fer fram á: Reglulegt alþingi skal koma saman ár hvert fyrsta virkan dag í júlí, hafi konungur ekki tiltekið annan sam- komudag fyr á árinu. Fjárhagstíma- bilið verður þá eitt ár, í stað tveggja nú. í sambandi við þetta er kjörtíma- bilið stytt, svo að óhlutbundnar kosn. ingar ná til 4 ára, en hlutbundnar til 8 ára. Umboð núv. landskjörinná þingm. falla niður á árinu 1926, stytt- ast um 2 ár, en umboð þingm., sem kosnir verða óhlutbundnum kosning- um til aukaþingáíns 1920, falla niður 1923. Leiðir þetta af breyting kjör- tímabilsins. Kosningarrjetturinn er rýmkaður að því leyti, að nú fá hann allir við óhlutbundnar kosningar, sem náð hafa 25 ára aldri, konur sem karl- ar, án allra takmarkana. Við hult- bundnar kosningar er aldurstakmark. ið óbreytt 35 ár. En kosningarrjettur- inn er þrengdur að því leyti, að nú er hann bundinn við íslenskan ríkis- borgararjett, svo sem siður er í öðr- um ríkjum, en þó svo, að þeir, sem nú eiga rjettinn, skuli ekki missa hann við þetta ákvæði. Hitt kemur undir hið alm. löggjafarvald, að á- kveða, hvað til þess þurfi, að fá rík- isborgararjettinn. 64. gr. stj.skr. mæl- ir svo fyrir, að enginn útlendingur geti fengið ríkisborgararjett nema með lögum, en við hann er bundinn í stj.skr. rjettur til embætta, auk kosn- ingarjettar og kjörgengis. 75. gr. seg- ir, að rjettindi þeirra, sem hjer hafa verið talin 0g bundin eru við ísl. ríkis- borgararjett, njóti einnig danskir rík- isborgarar ,að öðru jöfnu, samkv. dansk-íslenskum sambandslögum. — í 64. gr. er og nýtt ákvæði svohlj.: „Um rjett útlendinga til að eiga fast. eign hjer á landi, skal farið eftir því, sem lög ákveða.“ — Stjórnarskrá þessi á að öðlast gildi 1. jan. 1921. Launalög. F r v. u m 1 a u n embæftjis- m a n n a. Stjórnin telur eigi mega lengur dragast að koma fram með tillögur um bætur á launakjörum starfsmanna ríkisins yfirleitt; laun þeirra sjeu óhæfilega lág, ekki ein- ungis í samanburði við verðhækkun allra lífsnauðsynja, heldur og engu síður í samanburði við laun einka- cmbættismanna og kaup verkalýðs- ins. Laun starfsmanna kaupstaðanna sjeu og betri en laun starfsmanna landsins. Duglegustu embættismenn- irnir sjeu farnir að segja upp embætt- um sinum og ganga f þjónustu ein- stakra manna, sveitarfjelaga eða banka. En það megi ekki við gang- ast, að hæfir menn með góðri verk- legri eða bóklegri mentun geti svo að segja alstaðar annarstaðar fengið betri kjör en þau, sem ríkið býður starfsmönnum sínum. Frv. þetta er bygt á tillögum launamálanefndarinn- ar frá 1914, en gengið út frá hjer um bil 25% hærra verðlagi en þá var_ cg launin miðuð þar við, með því að ósennilegt sje, að verðlagið mum lcomast niður í það, sem var fyrir ó- friðinn, fyr en þá eftir mjög langan tima. Launin eiga, eftir stj.frv. að verða stigandi á tveggja eða oftast þriggja ára fresti, hækka um ákveðn- ar upphæðir eftir 3, 6 og 9 ár í emb.- þjónustu, og eru í upptalningunni hjer á eftir talin byrjunarlaunin og síðan sú upphæðin, sem launin geta hæst náð. Skrifstofustjórar í stjórnarráðinu 0g hagstofustjórinn byrjameð5oookr. á ári, hækkandi upp í 6000 kr. Full- trúar í stjórnarráðinu, aðstoðarmaður á hagstofunni og ríkisfjehirðir 3000 kr. á ári, upp í 4000 kr. Auk laun- anna hefur ríkisfjehirðir }i%c af öll- um greiddum peningum og banka- seðlum í ríkissjóð eða úr, alt að 500 kr. um árið. Aðstoðarmenn í stjórnar- ráðinu 2000 kr., upp í 3000 kr. Skrif- arar i stjórnarráðinu 1600 kr., upp í 2400 kr. Dyravörðurinn í stjórríar- ráðinu hefur, auk ókeypis húsnæðis, hita og ljóss, 1500 kr. árslaun. — Há- yfirdómarinn í landsyfirrjettinum 6000 kr„ upp í 7000 kr. Yfirdómarai í sama rjetti 5000 kr., upp í 6000 kr. — Bæjarfógeti og lögreglustjóri í Reykjavík 5000 kr., upp i 6000 kr. Sýslumennirnir í ísafjarðarsýslu og Norðurmúlasýslu, sem eirinig eru bæjarfógetar í viðkomandi kaupstöð- um, og sýslumaðurinn í Eyjafjarðar- sýslu, 4600 kr., upp í 5600 kr. Sýslu- maðurinn i Árnessýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, Snæfellsn.. og Hnappa- dalssýslu, Dala- og Strandasýslu, Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Þingeyjarsýslu og Suðurmúlasýslu 4200 kr., upp i 5200 kr. Sýslumenn- irnir í Skaftafellssýslu, Rangárvalla. sýslu, Vestmannaeyjasýslu og Barða- strandarsýslu, 3800 kr., upp í 4800 kr. Kostnaðurinn við starfrækslu em- bætta þeirra, er um ræðir í þessari grein hjer að framan, greiðist (sjer- staklega úr ríkissjóði og ákveður dómsmálaráðherra fyrirfram fyrir hver 5 ár í senn, hve mikill kostnað- ur þessi skuli vera í hverju lögsagn- arumdæmi fyrir sig. Allar aukatekj- ur, sem þessir embættismenn hafa notið hingað til, falla til landssjóðs. Lögreglustjórinn á Siglufirði tekur laun samkvæmt lögum nr. 30, 22. nóv. 1918. — Landlæknir 5000 kr., upp í 6000 kr. Ennfremur hefur land- læknir 1000 kr. í ritfje. Hjeraðslækn- irinn i Reykjavík, sem einnig er lækn- ir og forstöðumaður holdsveikrahæl- isins 4000 kr., upp í 5000 kr. Allir aðrir hjeraðslæknar hafa að árslaun- um 1800 kr. Um borgun fyrir störf hjeraðslækna og ferðir þeirra fer eft- ir gjaldskrá, er ráðherra semur, með ráði landlæknis. — Heilsuhælislækn- irinn á Vífilsstöðum og geðveikra- læknirinn á Kleppi 4000 kr., upp í 5000 kr. Auk hjertaldra launa, njóta þeir ókeypis húsnæðis, ljóss og hita. Sömu laun hefur holdsveikralæknir- inn, meðan sú skipun helst um for- stöðu holdsveikrahælisins sem nú er. Dýralæknar hafa 1800 kr. — Póst- meistari 5000 kr., upp í 6500 kr. Að- stoðarpóstmeistari í Reykjavík 3500 kr., upp í 4400 kr. Póstfulltrúar í Reykjavík og póstafgreiðslumenn á ísafirði og Akureyri 3000 kr., upp í 4000 kr. Póstafgreiðslumenn í Reykjavík og á Seyðisfirði 2000 kr. á ári, upp í 3000 kr. Póstaðstoðar- menn í Reykjavík 1200 kr., upp i 2000 kr. — Landsímasjóri 5000 kr., upp í 6500 kr. Símaverkfræðingur og stöðvarstjóri í Reykjavík 3500 kr., upp í 4400 kr. Loftskeytastjóri, full- trúi á aðalsímaskrifstofunni í Reykja- vík og stöðvarstjórarnir á ísafirði Borðeyri og Akureyri 2600 kr., upp í 3600 kr. Símaritarar fyrsta flokks og skrifarar fyrsta flokks 1800 kr., t upp í 2800 kr. 2. flokks símritarar ! 1200 kr.,upp í 1400 kr.Varðstjórarvið skeytaafgreiðsluna, og við langlínu- miðstöðvar, kvensímritarar á stöðv- um, þar sem ritsima- og-talsimaai- greiðsla er ekki sameiginleg, og 2. flokks skrifarar 1400 kr„ upp í 2200 kr. Talsímakonur við langlínumið- stöðvar, aðstoðarmenn við skeytaaf- greiðslu og 3. flokks ritarar 1200 kr„ upp í 1800 kr. Varðstjórar við bæjar- símann í Reykjavík 1200 kr„ upp í 2000 kr. Talsímameyjar við bæjar- símann í Reykjavík 900 kr„ upp í 1300 kr. — Vegamálastjóri og vita- málastjóri 5000 kr„ upp i 6000 kr. Aðstoðarmenn vegamálastjóra og vitamálastjóra 3000 kr„ up í 4000 kr. — Vitavörðurinn á Reykjanesi 1500 kr„ vitavörðurinn í Vestmannaeyjum 900 kr„ vitavörðurinn á Siglunesi 900 kr„ og vitavörðurinn á Dalatanga 600 kr„ og áGarðskaga alt auk hlunninda þeirra, er nú njóta þeir. — Skógrækt- arstjóri, sem einnig er skógarvörður i Reykjavík, 3200 kr„ upp i 4400 kr. Skógarverðirnir á Vöglum og Hall- ormsstað, hafa 1200 kr. árslaun, auk hlunninda þeirra er þeir njóta nú. — Fiskiyfirmatsmaðurinn í Reykjavjk hefur í árslaun 3000 kr„ fiskiyfir- matsmennirnir á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði 2400 kr„ og fiskiyfirmats- maðurinn í Vestmannaeyjum 1800 kr. Forstöðumaður löggildingarstotuini- ar fyrir mælitæki og vogaráhöld 3200 kr. á ári, upp i 4400 kr. — Biskup 6000 kr„ upp í 7000 kr. Sóknarprest- ar 2000 kr„ upp í 3000 kr. — Pró- fessorar við háskólann 4500 kr. á ári, upp í 6000 kr. — Dósentar 3000 kr„ upp í 4500 kr. Skólameistari hins al- menna mentaskóla 4000 kr„ upp í 5000 kr. Auk þess nýtur hann ókeyps húsnæðis, ljóss og hita í skólahús- inu. Yfirkennarar skólans tveir 4000 kr. á ári, upp i 5000 kr. Aðrir kenn- arar skólans 3000 kr., upp í 4000 kr. Skólameistari gagnfræðaskólans á Akureyri og forstöðumaður kennara- skólans i Reykjavík 3206 kr„ upp í 4200 kr. Auk þess fá þeir ókeypis bústað, ljós og hita. Kennarar við skóla þessa 2600 kr„ upp í 3600 kr. Skólastjórinn á Eiðum 2200 kr„ upp í 3200 kr„ auk ókeypis bústaðar, ljóss og hita. Kennari við skóla þennan 1600 kr„ upp í 2600 kr. Auk þess nýtur hann ókeypis húsnæðis, ljóss og hita. Enginn getur fengið veitingu fyrir kennaraembætti við skóla þá, er um ræðir í 23.—35. gr„ nema hann hafi verið settur til að þjóna embætt- inu að minsta kosti eitt ár. Hafi hann ekki fengið veitingu fyrir embættinu innan tveggja ára, má hann ekki gegna því lengur. Skólastjóri stýri- mannaskólans og vjelstjóraskólans j3200 kr„ upp í 4000 kr. Auk þess njóta þeir leigulauss bústaðar, ljóss og hita. Kennarar við skóla þessa 2000 kr„ upp í 3000 kr. — Skólastjór- ar bæildaskólanna 2200 kr„ upp í 3200 kr. Kennarar við skóla þessa 1600 kr. upþ í 2600 kr. Auk þess njóta bæði skólastjórar og kennarar ókeypis hús- næðis, ljóss og hita. Forstöðumaður málleysingjaskólans 1200 kr„ upp í 2000 kr. Kennari við skóla þennan 900 kr„ upp í 1500 kr. Auk þess njóta bæði forstöðumaður og kennar.i ó- keypis húsnæðis, ljóss og hita. Fræðslumálastjórinn 4000 kr„ upp í 5000 kr. Landsbókavörður 4400 kr„ upp í 6000. kr. Skjalavörður og bóka- vörður 3000 kr„ upp í 4000 kr. Að- stoðarbókaverðir 2000 kr„ upp í 3000 kr. Þjóðmenjavörður 4000 kr„ upp í 5000 kr. Dyravörður bókhlöðunnar, auk ókeypis húsnæðis, ljóss og hita 1500 kr. Þangað til landsbókavarðar- embættið og þjóðskjalavarðarembætt- ið verða sameinuð, fær hvor þessara embættismanna 4500 kr. árslaun. — Auk hinna föstu launa, fá allir em- bættis- og sýslunarmenn landsins fyrst um sinn, meðan dýrtíð sú helst, sem hófst með heimsstyrjöldinni, launauppbót miðað við verðhækkun á helstu lífsnauðsynjum. Til þess að finna þá verðhækkun, skal hagstofan á hverju hausti fyrir lok októbermán- aðar gera verðlagsskrá, sem teknar eru upp í eftirfarandi vörur: Rug- mjöl, hveiti (besta tegpnd), smjör (íslenskt), nýmjólk, kindakjöt nýtt (dilkakjöt í heilum kroppum), salt- fiskur (nr. 3), kaffi (óbrent), sykur (höggvinn melis). Verðið skal til- fært eins og það er í Reykjavik að haustinu til útsölu til almennings hjá hinum stærstu verslunum, er þessar vörur selja. Hagstofan skaí á sama hátt útvega upplýsingar um verð á þessum sömu vörum í Reykjavík næsta haust á undan stríðinu. Skal hækka það um 25%, og er verðið í verðskrá hvers árs borið saman við þetta hækkaða verð. Síðan skal með vísitölum sýnd verðhækkun sð, sem orðið hefur á hverri vörutegund frá hinu eldra hækkaða verði, en auk þess skal með allshérjar vísitölu sýna verðhækkun þá, sem orðið hefur á þessum vörutegundum í einu lagi. Þegar finna á allsherjar vísitöluna, er visitölum hinna einstöku vara veitt mismunandi gildi, vísitölunum fyrir rúgmjöl og hveiti skal deilt með 2 og vísíitölunum fyrir fisk, kaffi og sykur deilt með 3, en hinar látnar halda sjer. Samtölunni af vísitölunum þannig breyttum, er síðan deilt með 5, og kemur þá út allsherjar vísitala. Verðlagsskráin skal vera staðfest af fjármálaráðherranum og gildir hún fyrir næsta almanaksár á eftir. Fyrir árið 1920 gildir á sama hátt verðlags. skrá, sem gerð er eftir verðlaginu haustið 1919. Launauppbót reiknast þannig, að hún nemi jafnmikilli hund- raðstölu af 2/3 launanna, — þó aldrei af hærri fjárhæð en 3000 kr. á ári —, eins og allsherjar vísitalan í gild- andi verðlagsskrá það ár sýnir, að verðhækkunin hafi numið. Uppbótin greiðist samtímis laununum (mánað- arlega, ársfjórðungslega eða árlega). Launauppbót présta, sem eigi er skylt að búa í kaupstað eða verslunarstað, má eigi nema meiru en 500 kr. á ári. Hæstirjettur. F r v. um hæstarjett. 1. gr. Stofna skal hæstarjett á íslandi, og er dómsvald hæstarjettar Danmerk- ur í íslenskum málum jafnframt af- numið. 2. gr. Landsyfirdóminn í Reykjavík skal leggja niður, þegar hæstirjettur tekur til starfa. Til bæstarjettar má skjóta málum þeim, sem dæmd hafa verið eða úrskurð- uð í hjeraði, samkvæmt því, er í lög- um þessum segir. 3. gr. Synodalrjett- inn skipa 5 dómendur, dómstjóri hæstarjettar sem formaður, 2 hæsta- rjettardómarar, hinir elstu að em- bættisaldri, og 2 guðfræðingar, er dómstjóri kveður til. Dómur þessi skal vera æðsti dómstóll í málum þeim, sem að lögum heyra undir prófastadóm í hjeraði og í málum gegn biskupurrí út af samsvarandi ’ afbrotum og þeim afbrotum annara kennimanna þjóðkirkjunnar, er pró- fastadóm tekur yfir. 4. gr. Hæsta- rjett skipar dómstjóri og 4 meðdóm-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.