Lögrétta - 30.07.1919, Blaðsíða 1
utgetand’' og ríts'ióri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þinglioltsstræti 17.
Talsími 178.
AfgreiSslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 31
Beykjavík 30. júlí 1919.
XIV. ár.
■______________ . ........... ■
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstræti 16.
Stofnsett 1888. Sími 32.
—0—4
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Alþingi.
iii.
Stjórnarfrumvörp. (Niðurl.)
'Barnakennarar.
F r v. u m s k i p u n b a r n a-
kennara og laun þeirra.
— i. gr. Til þess að geta oröiö skip-
aður kennari við barnaskóla ,eða far-
skóla, sem nýtur styrks af landssjóðs-
fje, er krafist: a) aS umsækjandi hafi
óflékkað mannorS, b) að hann hafi
lokið kennaraprófi-, d) aö hann sýni
læknisvottorö um gott heilsufar, e) aö
hann hafi aö minsta kosti einn um
tvítugt. — 2. gr. Þegar kennarastaöa
er laus, skal skólanefnd eöa fræðslu-
nefnd, svo fljótt sem fært er, auglýsa
hana til umsóknar í því blaði, sem
flytur stjórnarauglýsingar, og í mál-
gagni kennara, meö umsóknarfresti,
sem eigi má vera skemri en 2 mánuö-
ir. Að umsóknarfresti liðnum kemur
nefndin saman og ræður meö sjer,
hverjum umsækjanda hún vill mæla
með til stöðunnar, og sendir síðan
yfirstjórn fræðslumálanna meömæli
sin ásamt öUum umsóknum, sem fyrir
liggja. Stjórnarráöið veitir stööuna og
auglýsir á venjulegan hátt...9. gr.
Kennarar, sem starfa við barnaskóla
eða farskóla í 6 mánuði, eða 24 vikur
af árinu, og kenna 30 stundir á viku
— um kenslustundafjölda forstöðu-
manna kaupstaðaskóla og heimavist-
arskóla fer þó eftir samkomulagi viö
skólanefnd —■ skulu hafa árslaun sem
hjer segir: a. Fórstööumenn barna-
skóla í kaupstööum 2000 kr. auk ó-
keypis húsnæðis, eöa jafngildi þess
í peningum. b. Kennarar við kaup-
staðaskóla hafa 1500 kr. árslaun. u.
Forstöðumenn barnaskóla utan kaup.
staöa 1500 kr., og kennarar viö þá
skóla 1200 krónur. Forstöðumenn
heimavistarskóla utan kaupstaöa hafa
þar að auki ókeypis húsnæði, ljós og
hita. e. Farskólakennarar hafa í árs-
laun 300 kr. auk ókeypis fæöis, hús-
næöis, ljóss, hita og þjónustu þá 6
mánuði ársins, sem skólinn stendur,
og húsnæði alt árið, eða jafngildi
þeirra hlunninda í peningum. — 10.
gr. Nú stendur barnaskóli lengur en
6 mánuöi á ári, og hækka launin þá
í rjettu hlutfalli við tímalengd. —
11. gr. Laun þau, sem talin eru í 9.
gr., a. og b., greiðast aö /3 af ríkis-
sjóösfje, en aö 2/ úr bæjarsjóði.
Helmingur þeirra launa, sem talin eru
í sömu grein, d. og e., greiöist af
rikissjóðsfje, en helmingur úr sveitai-
sjóöi. Eigi tekur ríkissjóöur neinn
þátt í kostnaðinum viö þau hlunn-
indi, sem kennarar hafa samkvæmt
lögum þessum, enda þótt þau sjeu
greidd i peningum. — 12. gr. Launa-
viöbót eftir þjónustualdri fá kennar-
ar sem hjer segir: a. Forstöðumenn
og kennaar kaupstaðaskóla 200 kr.
4. hvert ár, upp aö 1000 kr. b. For-
stöðumenn og kennarar viö barna-
skóla utan kaupstaöa 100 kr. 4. hvert
ár, upp aö 500 kr. d. Farskólakenn-
arar 50 kr. 3. hvert.ár, upp að 300
kr. Allar launaviðbætur eftir þjón-
ustualdri greiðast úr ríkissjóði. — 13.
gr. Auk framantaldra launa njóta
kennarar þeir, er laun taka eftir lög-
um þessum, dýrtíðaruppbótar eftir
sömu hlutföllum og starfsmenn rikis-
ins
Heilbrigðisráð.
F r v. u m heilbrigðisráö,
m. m. — 1. gr. I Reykjavík skal setja
á stofn heilbrigðisráð. Skal heilbrigð-
isráð þetta skipað 3 læknum, er rjett
hafa til lækninga á íslandi. Ennfrem.
ur skulu vera tveir varamenn. Kon-
ungur skipar einn mann í heilbrigöis-
ráðið, en læknadeild háskólans kýs
hina tvo, og auk þess tvo lækna til
vara. Aðalmenn þeir og varamenn,.
sem læknadeildin nefnir, skulu kosnir
til 5 ára, en i fyrsta skiftið gengur
annar aöálmaöurinn og annar vara-
maðurinn úr eftir 3 ár. Endurkjósa
má þá, er úr ganga. — 2. gr. Störf
þau, sem eftir eldri lögum heyra undir
verksvið landlæknis að undantekjnni
forstööu yfirsetukvennaskólans, skulu
falin heilbrigöisráðinu í hendur. Sá
maöur, er konungur skipar í heil-
brigðisráðið, er forseti þess, og hetn
á hendi framkvæmdir allar fyrir þess
hönd. Forstaða yfirsetukvennaskól-
ans skal falin læknadeild háskólans.
Að öðu leyti skal nánara kveðið á
um verksvið heilbrigðisráðsins með
konunglegri tilskipun eftir að fengn-
ar eru tillögur þess sjálfs þar um, og
um það, hvenær og hvernig varamenn
komi í stað aðalmanna. — 3. g. bor
seti heilbrigðisráðsins hefur auk rit-
fjár á byrjunarlaun 5000 krónúr, etl
launin hækka eftir 3, 6, og 9 ár í
þessari röð, um 300 kr., og 400 kr.,
upp í 6000 kr. Auk þess nýtur hann
sömu dýrtíöaruppbótar, sem aðrir
fastir starfsmenn landsins. Hinir að-
almenn heilbrigðisráðsins fá í þókn-
un árlega 1200 kr. hvor. — 4. gr. Lög
þessi öðlast gildi 1. janúr 1920, og
er þá um leið lagt niður landlækpis-
cmbættiö.
Tekjuaukafrumvörpin.
Stjórnin flytur 4 ný tekjuaukafrum-
vörp: 1. Um breyting tolllaga frá 11.
júlí 1911, og er þar hækkaður tollur á
öli, gosdrykkjum, vini, og tóbaki, og
er áætlað, að hækkunin á öli og víni
gefi í landssjóð 50 þús. kr., en á tó-
baki 120 þús. Tóbakst. er settur 4
kr. á kíló, og á vindla og vindlinga
8 kr. á kíló. — 2. Um viðauka og
breyting á lögum frá 4. nóv. 1881 um
útflutningsgjald af fiski, lýsi o. s.
frv., og á það að hækka um 100%.
Astæðan er verðhækkun sjávarafurða
og telur stjórnin gjald þetta teamt
verða svo lágt, að þess gæti varla.
Gjald af síldartunnu er með þessufrv.
fært upp í 1 kr., en það ákvæði gildir
að eins til ársloka. — 3. tekjuaukafrv.
mælir svo um, að af hverri tunnu salt-
aðrar síldar (108—120 lítra), í hverj.
um umbúðum sem hún flytst, skuli
útflutningsgjald vera 3 kr. Gjaldið
greiðist af síld þeirri, sem söltuð er
og verkuð í íslenskri landhelgi. Eiga
þau lög að koma í gildi 1. jan. 1920.
Tekjuauki af fyrra frv. er áætlaður
160 þús. kr. á ári, en af því síðara 375
þús. kr. frá því, sem nú er. — 4. Um
breyt. á 1. 14. des. 1877, um skatt á
ábúð og afnotum jarða, svohlj.: „f 2.
gr. í 1. 14. des. 1877, um skatt á ábúð
og afnotum jaröa og á lausafje komi
4/5 fyrir 2/. Lög þessi öðlast gildi I.
jan. næstk., og gilda til 1. jan. 1921.“
Á þessi hækkun á gjaldi af landbún-
aði að svara til þeirrar hækkunar á
gjaldi af sjávarafurðum, sem talin er
hjer á undan, og áætlar stjórnin tekju-
auka af henni 40 þús. kr. á ári. —
Auk þessara 4 frv. flytur stjórnin frv.
um framlenging allra vörutollalaga og
frv. um framlenging laga um bráða-
birgðahækkun á burðargjaldi, hvort-
tveggja til ársloka 1921.
fsl. flaggið.
Um skrásetning s k i p a. 1.
gr. Til þess að skip geti með skrá-
setning hjer í ríkinu öðlast rjett til
að hafa íslenskan fána, veröa að
rninsta kosti 2/ hlutar þess að vera
eign hjer búsettra manna, sem hafa
haft heimilisfestu hjer 1 ár. Ef skipið
er hlutafjelagseign, skulu stjórnar-
nefndarmennirnir allir vera búsettir
og^ hafa haft heimilisfestu hjer 1 ár,
og heimilisfang fjelagsins hjer. — 2.
gr.....Ekkert íslenskt skip má hafa
annan fána en hinn íslenska þjóðfána,
sem skipað er fyrir um í konungs-
úrskurði 30. nóvember 1918, sbr. kon-
ungsúrskurð 12. febrúar 1919.
Fleiri af frumv. verða ekki sjer-
staklega talin. Þau eru alls 41. Frá
nokkrum hefur áður verið sagt, svo
sem frv. um bráðab.influtningsgjald
af síldartunnum, frv. um einkasölu á
hrossum til útlanda o. fl. Um stofn-
un og slit hjú skapar er langur laga-
bálkur og sömul. um afstöðu foreldra
til óskilgetinna barna. Þá eru lög um
‘laudamerki, lög um einkaleyfi og lög
um mat á saltkjöti til útflutnings,
og svo frv. um breytingar ýmsra eldri
laga.
Fastanefndir.
1. Fjárhagsnefnd. Ed.: M. Torf.
(form.), H. St., G. Ól. (skr.). Nd.:
Þór. J. (skr.), M. Guðm. (form.), E.
Árnas., Hák. Kr., Sig. Sig. — 2. Fjár-
veitinganefnd Ed.: Jóh. Jóh. (form.),
H^ Sn., E. Páls. (skr.), K. Ein., M.
Krist. — 3. Samgöngumálanefnd.
Ed.: Guðj. Guðh, H. Sn., H. St.
(form.), Kr. Dan. (skr.), S. Friðj.
Nd.: Þór. J. (form.), G. Sv. (skr.),
Þorst. J., Ben. Sv., B. Stef. B. Krist.,
E. Árnas. — 4. Landbúnaðarnefnd:
Ed.: S. Friðj., G. Ól. (skr.), H. Sn.
(forrn.). Nd.: Sig. Sig„ Jón. J„
E. Árnas. (skr.), • P. Þórö., St.
Stef. (form.). — 5. Sjávarútvegs-
nefnd. Ed.: M. Krist., Kr. Dan. (skr.),
K. Ein. (form.). Nd.: M. Ól„ B.
Krist. (form.), Sv. Ól„ P. Ott. (skr.),
B. Stef.'— ö.Mentamálanefnd.Ed. :E.
Páls. (form.), Kr. Dan. (skr.), G. Ól.
Nd. :’St. Stef. (skr.), E. Árn. (form.),
Jör. Br„ P. Þórð., E. Jóns. — 7. Alls-
herjarnefnd. Ed.: Guðj. Guðl. (form.)
M. Torf., Jóh. Jóh. (skr.). Nd.: E.
Jóns., E. ’ Arn. (form.), Þorl. J„ P.
Ott„ M. Guðm. (skr.).
L •
Aðrar nefndir.
Stjórnarskrárnefnd Ed.: M. Torf.,
Jóh. Jóh. (form.), K. Ein. (skr.), S.
I'riðj., Magn. Krist. Nd.: St. Stef„
E. Arn. (form.), Þorl. J„ Ben. Sv„
P. Jónss., Sig. Stef., B. Jónss. —•
Launamálanefnd Ed.: Egg. Pálss., G.
Ól„ Halld. St. (form.), Hj. Sn„ Kr.
Dan. (skr.), Nd.: Matth. Ól„ J. Jcnss..
Þorl. J„ Hák. Kr„ Þór. Jónss. (skr.),
Magn. Pj. (form.). — Fossanefnd
Ed.: Guðj. Guðl., Hj. Sn„ K. Ein..
Kr. Dan„ S. Friðj. Nd.: Sig. Sig., G.
Sv„ Sv. Ól„ B. Jónss., B. Stef., B.
Krist., Þorl. J.
Þingmannafrumvörp.
1. Frv. til vatnalaga. Flm.: Bj.
frá Vogi og E. Arn. — 10. gr.: 1.
Landareign hverri fylgir heimild til
að hagnýta það vatn, sem á henni er,
hvort sem það er straumvatn eða
stöðuvatn: a. Til heimilisþarfa. svo
sem til drykkjar, suðu, þvotta, böð-
unar, til að vökva garða og til varn-
ar við eldsvoða. b. Til búsþarfa, svo
sem til að vatna skepnum. c. Til jarð-
ræktar, svo sem til áveitu. d. Til smá-
iönaðar og iðju i þarfir búnaðar og
atvinnurekstrar, sem snertir hann og
eigi verður talinn verksmiðjuiðja, e
Til að vinna úr því orku til heimilis
cg búsþarfa. 2. Heimild þá, er i
1. tölul. stafl. a.—c. greinir, má eigi
skilja frá eigninni, nema sjerstök
lagaheimild komi til. — 17. gr : 1 •
Rikið hefur umráð yfir öllu vatni,
bæöi straumvatni og stöðuvatni, nema
þvi, sem: a. Er heimilað landareign-
um til hagnýtingar samkvæmt 10. gr
b. Er undir sjerstökum yfirráðum
landeiganda samkvæmt it. gr. c.
(þ. e. lindir, dý og tjarnir, sem
ekki hafa aðrensli ofan jarðar).
Telst tneð landsgæðum samkv. 12. gr
(þ. e. hverir — laugar og ölkeldur)
d. Hefur verið virkjað eða veitt úr
farvegi til notkunar samkvæmt heim-
ild í lögum eða samkvæmt löglegu
leyfi eða sjerleyfi, enda sje ekki kom-
ið aftur í eðlilegan farveg. 2. Vatn
l>að, sem talið er í 1. tölulið a—d, er
einungis að Jíví leyti undir eftirliti
rikisins, sem ákveðið er sjerstaklega
í lögum þessum. 3. Rikið hefur um-
ráð yfir öllu vatni utan heimalanda
lögbýla, nema svo standi á, sem í
1. tölul. d. segir.
2. Frv. um vatnastjórn. Flm.: B.
J. og E. Arn. — 1. gr.: Slcipa skal
vatnastjórn og raforkumála; nefnist
hún vatnastjórn og hefur þau störf
á hendi, sem þessi lög eða önnur mæla
fyrir. — 2. gr.: Vatnastjórn skal skip-
uð þrem mönnum, og er einn þeirra
formaðUr og framkvæmdarstjóri
Hann nefnist vatnastjóri, en hinir
meðstjórnendur. — 3. gr.: Vatna-
stjóri skal hafa 8000 kr. árslaun, eu
meðstjórnendur 1500 kr. hvor. Auk
þess má landsstjónin borga vatna-
stjórn ágóðahluta af gróða ríkisfyrir-
tækja, er hún veitir forstöðu, alt að
2%, samkvæmt nánari reglum, er
stjórnarráðið setur. — 4. g.: 1. Vatna-
stjóri skal annast öll hversdagsleg
störfog ráða einn til lyktaöllumminni
háttar málum. Hann skal vera for-
stöðumaður allra fyfirtækja, er hverfa
undir vatnastjórn til framkvæmda. 2.
Meðstjórnendúr skulu kvaddir til
allra meiri háttar rnSla. 3. Stjórnar-
ráðið semur erindisbrjef handa vatna-
stjórn, og skal í þvi kveðið á úni
verksvið vatnastjóra og meðstjórn-
enda.
3. Frv. um heimild handa lands-
stjórninni til framkvæmda á rann-
sóknum til undirbúnings virkjunar
Sogsfossanfta. Flm.: B. J. og E. Arn.
— 1. gr.: Landsstjórninni er heimilað
að gera eða láta gera mælingar, upp-
drætti, útreikninga, lýsingar. kostn-
aðaráætlanir og aðrar rannsóknir, er
þarf til fullnaðardrátta að virkjun
Sogsfossanna til orkunýtingar og
veitu orkunnar til notkunarstaðanna,
þar á meðal orkuveitur til almenn-
ingsþarfa. í sambandi við þær ter
henni og heimilað að láta gera sams
konar rannsóknir um lagningu járn-
brautar frá Reykjavík til Sogsfoss-
.anna og um Suðurlandsundirlendið
svo langt austur eftir, sem henni þyk-
ir ástæða til.
4. Frv. um raforkuvirki. Flm : B.
J. og E. Arn. — 2. gr.: Vatnastjórn
skal semja, en viðkomandi ráðherra
staðfesta reglur um gerð og notkun
raforkuvirkja.
Um greinargerð fyrir þessum 4 frv.
er vísað til nefndarálits meiri hluta
fossanefndar, en það er enn ekki kom-
ið fram.
5- Frv. til hafnarlaga fyrir ísá-
fjörð. Flm.: M. Torf. Sama og íyrir
lá 1917.
6. Frv. um sjerstakt læknishjera'ð
í Norður-ísafjarðarsýslu, Flm.: Sig.
Stef. — Hólshreppur í Norður-ísa-
fjarðarsýslu skal vera sjerstakt lækn-
ishjerað.
7. Frv. um takmarkanir á rjetti til
fasteignarráða á íslandi. Flm.: B. frá
Vogi. — Frv. er tekið nær því orð-
rjett og án efnisbreytinga að ráði eft-
ir stjórnarfrv. 1901. (Alþt. 1901, C.
bls. 128—134).
8. Frv. um breyting á lögum um
skipun læknishjeraða o. fl. Flm.: J.
Jónss. Hróarstungulæknishjeraði skal
skift í tvö læknishjeruð sem hjer seg-
ir: 1. Hróarstungulæknishjerað: Tök-
uldalshreppur beggja megin Jökulsár
upp að Gislá, Hlíðarhreppur, Tungu-
hreppur, Hjaltastaðahreppur og Eiða-
hreppur. 2. Bakkalæknishjerað:
Borgarfjarðarhreppur.
9. Frv. um sjerstakt læknishjerað
i Ólafsfirði í Eyjarfjarðarsýslu.. Flm.:
Stef. Stef. og E. Árnas. — Ólafsfjörð-
ur í Eyjafjarðarsýslu skal vera sjer-
stakt læknishjerað.
10. Frv. um breyting á hafnarlög-
um fyrir Siglufjarðarkauptún. Flm.:
Stef. Stef. og E. Árna.
11. Frv. um breyting á lögum um
skipun læknishjeraða. Flm. :■ Halld.
St. — 1. gr.: Hnappadalssýsla og
syðsti hluti Snæfellsnessýslu ska!
vera eitt læknishjerað og heita
Hnappdælahjerað. Hjera'ð þetta nær
yfir Kolbeinsstaöahrepp, Eyjahrepp,
Miklaholtshrepp og Staðarsveit.
Læknissetur skal vera í Miklaholts-
hreppi. — 2. gr.: Þá er Hnappdæla-
hjerað verður lækni skipað, skal sú
breyting ger á Borgarfjarðarhjeraði,
að það taki ekki lengra vestur en
að Hítará, á Stykkishólmshjeraði, að
Miklaholtshreppur sje undanskilinn,
og á Ólafsvíkurhjeraði, að Staðar-
sveit sje undanskilin.
12. Frv. til laga utn breyting á
lögum um skipun læknishjeraða.
Flm.: E. Arn. og Sig. Sig. — 1. gr.:
Árnessýslu skal skift í þrjú læknis-
hjeruð. Taktnörk hjeraðanna og
læknissetur ákveður ráðherra í sam-
ráði við landlækni og að fengnum til-
lögum sýslunefndar.
13. Frv. um viðauka við lög um
ritsíma- og talsímakerfi íslands. Flm. s
M. Guðm. Símalína leggist frá Sauð-
árkróki að Víðimýri og Silfrastöðum
og þaðan að Vatnsleysu.
14. Frv. um breyting á lögum um
ritsíma- og talsímakerfi íslands. Flm.'.
J. Jónss. og Þorst. J. — Um símalínu
frá Egilsstöðum sunnan megin Lag-
arfljóts að Vallanesi, þaðan yfir að
Ási og upp að (æknissetrinu Brekku.
15. Frv. um bann gegn refarækt.
Flm.: B. Stef., J. J„ Þ. M. J„ P. Þ.
og P. Ott. — 1. gr.: Refarækt skal
bönnuð hjer á landi.
16. Um atvinnufrelsi. Flm.: B frá
Vogi. — 1. gr.: Hver sú atvinnugrein,
sem lög leyfa, er heimil fyrst og
fremst öllum þegnum konungsríkis-
ins íslands, þeim sem heimilisfastir
eru hjer á landi eöa hingað koma til
þess að verða heimilisfastir, þvi næst
þeim, er samkvæmt samningum við
önnur ríki skulu hafa sama atvinnu-
frelsi sem íslenskir þegnar og hjer
eiga heimilisfang eða koma hingað
til þess að taka sjer bólfestu, og enn
þeim mönnum öðrum, sem taka sjer
hjer aðsetur og ná heimilisfestu. Aðr-
ir mega ekki reka hjer atvinnu.
17. Frv. um breyting á lögum um
skipun læknishjeraða. Flm.: Kr. Dan.
— Kjósarhreppur, Kjalarneshreppur
og Mosfellshreppur sktdu vera eitt
læknishjerað, sem nefnist Kialarnes-
bjerað, með læknisaðsetri á Kjalar-
nesi.
18. Frv. um skoðun á síld Flm.:
M. Ól. — 1 Vgr.: Skoðun skal fram
fara á allri síld, sem ætluð er til út-
flutnings, hversu sem hún er veidd
ef hún er söltuð á landi hjer eða
við land. Útgerðarmönnum skal gef •
ast kostur á að fá mat á nýrri síld,
sem ætluð er til söltunar og útflutn-
ings, en skylt er'þeim að láta meta
hana þegar hún er fullpökkuð í tunn-
ur og tilbúin til útflutnings.
19. Frv. um bæjarstjórn á Seyðis-
firði. Flm.: Jóh. Jóh.
. Frv. þetta er samið af bæjarstjórn
Seyðisfjarðarkaupstaðar og borið
fram eftir ósk hennar.
20. Frv. um stækkun verslunar-
lóðarinnar á Nesi í Norðfirði. Flm.:
Sv. Ól. — Löggilt verslunarlóð á Nesi
í Norðfirði skal vera 330 stikur á
breidd frá flóðmáli til fjalls á strand-
lengjunni frá Bakkalæk að Nausta-
læk.
21. Frv. til vatnalaga. Flm.: Sv,
Ól. — 2. gr.: Landi hverju fylgír
rjettur til umráða og hagnýtingar á
því vatni, sem á því er, hvort sem
það er rennandi eða. kyrt, með þeim
takmörkunum, sem lög, venjur eða
aðrar heimildir hafa í för með sjer.
— 9. gr.: Rjett landareignar til vatns,
sem á henni er: a) til heimilisþarfa,
b) til búsþarfa, c) til jarðræktar, má
ekki skilja við eignina, nerna með lög-
um sje gcrt í þarfir almennmgs. 13.
gr.: Nú eru vatnsrjettindi af hendi
látin, án þess að eignarrjettur að landi
sje jafnframt látinn, og fer þá eftir
reglunum um kaup á fasteignarrjett-
indum ....
22. Frv. um aðflutningsgjald af
salti. Frá fjárhagsnefnd. — 1. gr.:
Af hverri smálest salts, sem flutt er
til landsins, skal greiða 12 kr. gjald
í rikisjsóð. Brot úr smálest, sem nem-
ur helmiugi eða meiru, telst heil smá-
lest, en minna broti skal slept.
í greinargerð fyrir frv. segir: Fjár-
hagsnefnd flytur frv. þetta, eftir til-
mælum ráðaneytisins. Ástæðan er sú,
að auðsætt er, að landsverslunin verð-
ur fyrir miklum halla á saltverslun-
inni, en svo er til ætlast, að halli þessí
verði bættur með gjaldi þessu, og ráð-
gert er, að lög þessi standi eigi lengur
cn nauðsynlegt er til þess að fá end-