Lögrétta


Lögrétta - 13.08.1919, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.08.1919, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Farkennara vantar næstkoraandi vetur í Reyðafjarðarhreppi. Umsækjendur gefi sig fram við Hólmaprest fyrir 1. okt. næstkomandi tiltakandi kaup og mentunarstig. Stefán Björnsson. Karl háleyski brutu, en um hann er sagt, aS. „þar var hrært alt saman, guH og silfur og rnold1'. Þetta er Frí- manns háttur. Hann segir fjölda margt, sem fæstir vilja fallast á, eöa telja má vert þess ,aö prentaö væri, en innan um þaö er áreiöanlega gull og silfur, jafnvel gimsteinar. Og þetta cr mest um vert. .. Stundir á steinvöllum íslands heitir fyrsta ritgeröin. Hún er um rann sóknir höf. á steinum o. fl., sem Alþ veitti honum 600 kr. til. Jeg legg ekki mikið upp úr henni, en helming styrksins gaf Fr. fátækum stúdent, sem stundar rafmagnsfræöi í Gauta- torg, „þvi pilturinn er fjeþurfi og hefur sýnt einstakan áhuga og fram- úrskarandi dugnaðt. Þaö heföi ein- hver stungið fjenu í vasa sinn, ekkí betur en verk Fr. var launað. Heimsófriðurinn og framtíðin heit- ir næsta ritgerðin, og er hún megin kafli ritsins. Hinir íslensku ritstjór- arnir hafa viðrað það fram af sjer, að skrifa leiðbeinandi ritgerðir um þaö mikla mál, þó það mætti telja sjálf- sagða skyldu. Fr. B. A. brýtur hjer ísinn, og hann er of kunnugur mála- vöxtum og hefur við of marga menn talað í öllum helstu löndunum, tií þess að láta einhver'n símskeytaþvætt- ing og fagurgala glepja sjer sýn. Er hjer ekki kostur á að rekja frásögu hans, sem kemur víða við, en drepa má á fáein atriði. Um upptök ófriðarins er sagt, að þau nái langt aftur í tímann, 0g styrj- öldin hafi hvorki verið að kenna eins manns gerræði eða ofstopa nje yfir- gangi einnar þjóðar, heldur illri fje- lagsskipun með óbærilegum sköttum, ágirnd og ofríki auðkýfinga ogæsing- um byltingamanna, socialista o. fl. Gullkongarnir lögðu þyngri gullviðj- ar á þjóðirnar en herklæðin voru, klerkana skorti hreinskilni og djörf- ung til þess að efla sátt og samlyndi milli allra kristinna þjóða, stjórnend- ur vit og þrek til þess að semja góð og varanleg lög, sem sæju öllum borg- urum fyrir lífvænlegri og nytsarn- legri atvinnu." Ofan á þetta bættist svo allsherjar atkvæðarjettur með sí- \axandi valdi fáfróðra og óhæfra manna, sem ekki kunnu með völd að fara. í öllum löndum hafði straum- urinn um langan aldur borið þjóð- irnar með ómótstæðilegu afli niður í ófriðarfossinn. Flöf. rekur ýms til- crög ófriðarins aftur að frakknesku stjórnarbyltingunni miklu* og aftur fyrir hana. „Það er óviturlegt og rangt að kenna herbúnaði Þjóðverja og þeirra ágengni um ófriðinn,“ seg- ir höf. „Var hervald Breta, Frakka, ítala og Japana ekki jafn hættulegt? spyr hann. Hann sjer, að ræturnar liggja dýpra. Að hans dómi voru Þjóðverjar neyddir til þess að hefja ófriðinn, og gerðu það ekki fyr en í fulla hnefana. Hvað sjálfan ófriðinn snertir, dá- ist hann að hreysti og afreksverkum Þjóðverja. Hann kallar þá, er þeir að lokum stóðu einir uppi, Einherja. Þá eru ekki dómar hans mildir um allan fagurgala bandamanna um verndun smáþjóðanna, alþjóðabanda-. lagið, sjálfsákvörðunarrjett þjóð- anna og fullkomið rjettlæti. Að þetta var hræsnin ein sáu margir, en hve margir sáu fyrir, að Wilson myndi ganga á bak sinna orða? Það gerði Fr. B. A. „Þá þekki jeg illa Ameriku ef hann svíkur ekki alt þetta!“ sagði hann, er hann las ræðu W. — Hann minnir á, hversu bandamenn neyddu smáþjóðirnar til þess að skifta við sig eina, settu sjálfir verð á vörur þeirra, og neyddu þær til að sigla til sinna hafna þó Iífshætta væri. Friðurinn var ekki kominn á, er ritgerðin var skrifuð, en’höf. segir þunglega hugur um hann. „Ættu ekki hinir hámentuðu bandamenn að blygðast sín fyrir, að niðast á hinni hugrökkustu, duglegustu og ráðvönd- * Um hana segir höf.: Hún flutt; mannkyninu enga nýja kenningu eða hugsjón, og hóf ekki nýtt tímabil í sögu mannkynsins. u.stu þjóð Evrópu.? .... Illá er þá Germönum aftur farið, ef slik.ii samningar tryggja mannkyninu leng- ur frið, en á meðán gUllvaldarnir stinga gulli stríðsþjóðanna í vas- ann...... Afleiðingar ófriðarins telur höf. meðal annars þær,_að hvíti kynbálk- urinn hafi veiklast í bráð og starf hans alt fyrir rjettlæti og velmegun stöðvast. Standi nú meiri hætta en ] áður af gulu þjóðunum. Þá hafi og auðkýfingar nað meiri yfirráðum en nokkru sinni fyr, óhæfir menn úr verkamannastjett náð völdum og ó- stjórn komin víða í stað reglulegrar stjórnar. Hringsjá og ísland í stríði heita síðustu ritgerðirnar. Þar er drepið á hið nýja fullveldisskipulag landsins cg horfur þess. Þykir honum, að vjer stöndum nú að ýmsu leyti ver í við- skiftum við aðrar þjóðir'en áður var. Honum þykir hætta á, að almenni kosningarjetturinn skapi hjer æsinga- menn og óþarfa stjórnarlalla.sem eigi i sífeldum róstum og sökkvi landinu í óbotnandi skuldir, svo að auðkýf- iagar eignist að lokum landið, þjóðin verði þeirra ambátt og fullveldið fjalaköttur, sem kremur hana ti' dauðs. Nokkrir ritdómar og smágreinar reka lestina. Ekki þykir höf. þýðing Guöm. heit. Guðmundssonar góð á erindi Tennysons: Knowledge comes but wisdom lingers h.ke a traweller on the shore. The individual wanes and withers but the race is more and more. G. G. þýddi: Reynslan fæst en hygnin haltrar, henni dvelst sem mjer á strönd. Iiinstaklingsins ekki gætir, út er heildin voldug þönd. Fr. B. A þýðir: Þekking vinst en viskan síður, vegfarandi lifs á strönd. Einstaklingúr eyðist, visnar, en ættin vex og fyllir lönd. Síðari þýðingin er auðsjeð miklu betri. Því miður gefa þessar linur mjög cfullkomna hugmynd um heftið. Þar er mannkynssaga, hagfræði, búfræði, stjórnvísindi, verkfræði, heimspeki, siðfræði, málfræði og skáldskap blandað og elt, ofiö og fljettað sam- an í furöanlega bendu, „allt hrært saman, gull ok silfr og mold.“ , G. H. Ný Ijóðabök. Halla Eyjólfsdóttir: Ljóð- mæli. Rvík 1919 . Enn þá ný ljóðabók! Var eklci uóg komið á markaðinn ? mun marg- ur spyrja. Og svo segja sum blöð m líka, og — eru þó full af alls konar ljóðasmíði. Eða hvað segir eftirspurnin ? — Ber mikið á þvi, að þjóðin hætti að kaupa, og það þrátt fyrir dýrtíðina og sihækkandi verð á bókum? Eða er fólk að ganga af göflunum ? Fyrir 80 árum, á dögum Fjölnis- nanna, varð mikið hringl í bók- mentaheimi Iands vors, og þá spurði gömul kona sjera Árna í Görðum, hvort veröldin mundi ekki vera geng. in af vitinu. Ónei, heillin mín, sagði stiftsprófastur, jeg hugsa hún jakki við þetta. Jeg var ekki fjarri því að hugsa eins og sjera Árni, þótt stór- um meira gangi nú á, en þá, þegar jafnvel Breiðfjörð var bannsunginn. Og þó er ekki ýkjalangt síðan, er jeg skaut þeirri sneið að: Hannesi Hafstein, að hann sæti á Horn- ftröndúm og hlífðist við að yrkja. og sagði: Fyrir því víst að flestir vestra fást við þorska, komi þar út kvæða-vitska kostar vættin tíu fiska. Björn Gíslason Mjóstræti 6 fjekk með m.s. Agathe 50 tegundir af Leður-koffortum og Töskum við allra hæ’fi; verð frá 5 kr. til 900 kr. stykkið. -* Heildsala ad eins. Ekko. Hið hesta og jafnframt hið ódýrasta Súpupulver, sem hingað til hefur komið til landsins, hefur Björn Gíslason Mjóstræti 6. ESinungfis heildsala. Det kgfl. oktr. Söassurance-Gompag'ni tekur að sjer allskonar sjóvá.tryg'erÍHg'ar-. Umboðsmenn úti um land: á Isafirði: Ólafur Davíðsson kaupmaður á Sauðárkróki: Kristján Gíslason kanpmaður á Akureyri: Pjetur Pjetursson kauprnaður á Seyðisfirði: Jón bókhaldari Jónsson í Firði. Aðalumboðsmaður fyrir Island Eggert Claessen, yfírrj.malaflutningsmaður. Kennarastaða við barnaskólann í Borgarnesi, er laus til umsóknar. Mjög æskilegt að kennarinn geti kent leikfimi og söng. — Lysthafendur sendi umsóknir til skólanefndar fyrir i. okt. n. k. Borgarnesi 30. júlí 1919. Skólanefndin. t skandinaw (Skandinavian Extrans, Ltd.) Amaliegade 4. Telephone: Palæ 25 79. Telegraphic Adr.: Extransas, Copenhagen. ‘ Copenhagen, 22. Juli 1919. Heiðruðu útgerðarmenn. Yðu; tilkynnnist hjer með að þar sem við höfum opuað ný viðskifta- sambönd við Eystrasaltshafnirnar á Þýskalandi, Póllandi, Finnlandi og Rússlandi —- erum við kaupendur að öllum sjávarafurðum, er þjer kunnið að hafa á boðstólum. Sjerstaklega leiðum vjer athygli yðar að því að sjá varafurðir svo sem : % Síld, Fisk, allar tegundir, bæði saltaðan og hertan, Lýsi, allar teg- undir kaupum við hæsta verði bæði í fastan reikning og í umboðssölu. Sendið oss tilboð. öllum tilboðum svarað greinilega. jFrederikshavit, er besti fjórg'engfismótorinn. Hann brenhir steinolíu og er mjög sparneytinn. Vjelin er afar vönduð og ábyggi- leg, gangviss og hæg meðferðar. Nánari upplýsingar um vjelina og hið afarlága verð gefa umboðs- mennirnir Þorsteinn Jónsson Karl Nikulásson járnsm., Reykjavík, íyrir vestur- og suðurland. kon'úll, Akureyri, fyrir norður- og austurland. Nú kostar kvæðabók húsfreyj- unnar á Laugabóli 8 krónur, og mun það verð samsvara 8 fiska verði (á tandsvísu) hnakkaflattra þorska, undan jökli. Kemur þá alt heim við minn slumpareikning í stökunni — eí ljóðmælin í sjáflu sjer eru „vætt- ar“ virði; og það eru þau að mínum dómi. Húsfreyjan á Lapgabóli gerir eng- ar háar kröfur sem skáld, og gefur út kvæði sín eftir ósk og beiðni vina sinna, hún tekur og sjaldan til „háu tónann^", en tekst þó heldur vel. þegar hún freistar þess. En rímlistin er henni meðfædd og svo handhæg að hendingarnar koma ósjálfrátt sem ýmsum hefur verið varhugaverð gáfa. Fegurstu kveðlingar hennar þykja mjer æskuljóðin við Gilsfjörð, svo og söngtextar hennar helgaðir tónsnill- ingnum Sigv. Kaldalóns. Saga frú Höllu er í fám orðum þessi: Hún er af góðu fólki komin, fluttist um tvítugt úr foreldrahúsum, úr svanasöngnum við Gilsfjörð, sem hún kveður um, að hinu auðuga rausnarheimili, Laugabóli i ísafirði: kom hún þangað með tvær hendur tómar, en með góðar gáfur og göf- uga sál; giftist hún þar brátt bænda- skörungnum Þórði Jónssyni Hall- dórssonar, sem var ekkjumaöur, og áttu þau saman 14 mannvænleg börn, 11 eru á lífi. Þórður þótti af- bragðsmaður (eins og faðir hans, móðir.og systkini). Hann varð ekki langlífur; býr hún síðan með börn- vm þeirra, og skortir eigi fje. Má með sanni segja, að þó hún færði ekki líkamlegan fjárafla í Laugabóls- búið, færði hún að Djúpinu drjúgum hmn andlega auðinn. Ljóðmæli Höllu bjóða engan stór- feldan eða frumlegan skáldskap ljóða. markaði vorum, en hún kveður al- þýðuljóðmæli fyrir alþýðu, þótt hún hka bjóði hærri tóna. Hún kveður eins og ósjálfrátt, oftast bæði ljett og lipurt. Kveöur um fast og laust, hátt og lágt,gott og ilt, kveður eins og hfið leggur sig og hún sjer, heyrir, finnur og skilur. Hún sýnir eins og „filmur“ eða kvikmyndir bæjar- og sveitabraginn með þess margvíslegii mótsetningum og fátæklegu glað værðum, eða vandræðum og von- brigðum. Já, segir lesarinn, svona lif- t:m við í sveitunum; gaman að sjá þetta uppmálað svona hispurslaust. Iin þó er hin hlið ljóðmælanna æðri og enn þá sannari, það er hliðin, þar sem konan, ntóðirin, og húsfreyjan kveður um hið inra og hjartfólgn- asta í heimilislífinu, einkum alt, sem tekur til barnanna. Annars kveður hún með djúpri samúð um hvert kvikindi á eða nálægt heimilinu, kennir eins í brjóst um krummann og músina eins og lambið og kálfinn, ex það er borið rjetti eða á eitthvað bágt. Stökur um sampíning góðrar h.úsmóður við svanga mús, geta gert mig að betri manni, en miklu síður sjúkar stunur til sjöstjörnunnar! Margt af lausavtsum ljóðmæla þessara er ljettmeti, eins og oft vill verða. En úr því höfundurinn ljet aðra ráða, og vill koma til dyra eins og hún er klædd, sje jeg ekki, að mikill skaði sje skeður, enda seg- ir hún sjálf (i brjefi til mín) : „Mjer hefur aldrei komið til hugar að kveða fyrir alla þjóðina, alla mína kveðlinga hef jeg ort af eigin hvöt, sjálfri tnjer til skemtunar og vanda- mönnum mínttm til gantans og gleði.“ í júní 1919. Matth. Jochumsson. Óðinn, XV. ár, 1.—3. tbl. I aprílbl. er mynd af Ben. S. Þórarinssyni kaupm. Grein um Borgarnes, ræða, sjera Einars Friðgeirssonar á Borg á 50 ára afmæli kauptúnsins. Vísur eft- tr Fnjósk. — í maíbl. eru myndir af Halldóri Gunnlaugssyni stórkaupm. í Khöfn og systur hans Jakobinu Mart- hinsen, börnum Jakobs Gunnlaugs- sot% stórkaupm., og dóu þau bæði úr iuflúensuveikinni síðastl. haust. Kvæði eftir Jak. Thor. og latneskt kvæði eftir Pál Sveinsson adjunkl til Jóns skjalavarðar Þorkelssonar á scxtugsafmæli hans. Mynd af Gísla Högnasyni frá Búðunt í Fáskrúðs íirði. með grein eftir Ara Brynjólfs- son á Þverhantri. Minningarkvæði um dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði. Þórsdrápa og Þorbjargar, eftir Fnjósk, til Th. Jensen famkv.stjoja og frúar hans, er þau sendu Borgar- nesskauptúni 10 þús. kr. gjöf á 50 ára afmæli þess. Tvö kvæði eftir Halldór Helgason. — I júníbl. er mynd af síra Jónasi sagnaskáldi Jónassyni og grein um hann. Tvö kvæði eftir Hali- dór ITelgason. Vísttr eftir Fnjósk. Mynd af Eyjólfi Þorkelssyni úrsmið. Kvæði ’um íslenskuna, eftir síra Jón á Stafafelli. Myndir af hjónunum í Glæsibæ í Eyjafirði, Kristjáni og Guðrúnu. Mynd af Guðm. Ásgeirs- syni frá Fróðá, ungum manni, sem fjell á vesturvígstöðvunum. Gæfu- vegttrinn, Jtýðing eftir Ól. ísleifsson. Tvö lög fylgja, annað eftir sjera LTalldór Jónsson við þýðingu Þ. G. á kvæðinu ísland, eftir W. S. C. Russel liitt eftir Jón Friðfinnsson .við kvæði eftir St. G. St.: „Gamla landið góðra crfða.“ ’ Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.